ÁHRIF DROTTNA Á HNETTINA

17. KAFLI
ÁHRIF DROTTNA Á HNETTINA

Við höfum fylgt eftir þróun Logadrottnanna alveg til sjöunda hnattar, sem þeir mynda á fyrsta sviðinu og munum nú rekja för þeirra til baka að miðjunni.

Við skynjum af eðli þeirra að þeir hafa mótað segulmagnað kerfi sem myndar grunnmynd hnattanna, sem síðan eru útfærð af Plánetuverunum. Á ferð sinni til baka fara þeir í gegnum hnettina á ný. En í stað þess að mynda sig í formi sviðanna, er þar fyrir annað efnisform, sem haldið er af þeim guðlegu neistum sem eftir þeim komu og eru að þróast þar.

Þannig eru því tvær tegundir lífs á sjötta hnettinum— annar hópurinn á útgönguboga og fyrsti hópurinn í inngönguboga.
Fyrsti hópurinn sem hefur mótaðan hóphuga, hefur hlutlæga vitund.
Annar hópurinn sem er að mynda hóphuga hefur aðeins óhlutlæga vit-und. Því verða þeir ekki varir við nálægð fyrsta hóps, þó hann sé á þessum sama hnetti og þeir lifi í áhrifum þeirra sem aftur hefur áhrif á efnishjúp sviðsins sem umlykur guðlegu neistanna og hafi í sér hrynjanda kjarnatóm fyrsta hóps. Þetta er þekkt fyrirbrigði þegar áhrif reglulegs hrynjanda örva titring.
Þegar þessum aðstæðum hefur er náð mun öðrum hópi verða kleyft að ná hrynjanda fyrsta sveims og verða var við atóm hans—ekki með beinni skynjun, heldur skynja breytingu á ysta hjúpi sínum vegna nálægðar fyrsta sveims. Það gerist þó ekki fyrr en við lok þróunartímabilsins, þegar sveim-arnir yfirgefa hnöttinn—annar sveimurinn áfram til þróunar á sjöunda hnött-inn og fyrsti sveimur sem snýr til fimmta hnattar.

Auk áhrifa sem fyrsti hópur hefur á samferðahóp sinn hefur hann á-kveðið eigið markmið sem hann þarf að ná. Á útgöngu sinni í gegnum hnettina hefur hann safnað að sér hjúpi hvers sviðs sem hann hefur ekki gefið af sér heldur borið með sér áfram. Á inngöngunni, þ.e. á ferðalagi sínu til baka um hnettina, bregst hver sviðshjúpur við, hver fyrir sig, þegar hann kemur á svið sitt á bakaleiðinni. Við það myndast birtingarform og skynjunarleið.
Þannig getur hinn ídveljandi neisti brugðist við á því efnisviði sem hann finnur sig og þó hann ljúki þróun sinni á þessu áhrifasviði hnattarins getur virkni hans haft áhrif þar með ákveðnum hætti. Það verður vikið að þessu síðar.
Á bakaleiðinni, á hverjum hnetti, markar fyrsti hópurinn áhrif sín á neistahjúp þeirra sem hann hittir fyrir. Á sjötta hnetti hittir hann fyrir annan hóp og þegar fer til fimmta hnattar fer þriðji hópurinn til sjötta hnattar og þannig heldur þetta áfram. Þetta veldur því að fyrsti og þriðji hópur fara á mis við hvorn annan. Þess vegna er þriðji hópur sérstakur að þessu leyti—hann hittir aldrei Logadrottnanna, hann hittir aldrei hærri þróun en sína eigin, þess vegna er ímyndin af Logósnum ráðandi áhrif hjá honum og út-koman er hans eigin „frumverk.“ Þess vegna hefur „Hugurinn“ svo mikið frelsi í samanburði við „Formið“ eða öllu heldur „Aflið“
Það sést því að hver hópur, nema sá þriðji hittir Logadrottnanna á mis-munandi plánetum, það eru mismunandi hjúpar sem verða fyrir áhrifum Logadrottnanna. Það skýrir mismunandi mótun líkama hinna ólíku „Lífs-bylgja.“ Þetta er nátengt raunverulegri mögnun, því hvert form sem er inn-blásið af Logadrottnunum, er hægt að nota til að stýra Náttúruöflunum.
Formdrottnarnir hafa svipuð áhrif á samferðahópa sína þegar þeir þróast á tilteknum hnetti, þeir eru sérstaklega nátengdir efni hnattarins og gagnvirk samskipti við hjúpi yngri hópa eru sérstaklega náin.
Hinsvegar þegar Hugardrottnarnir (þriðji hópur) hafa náð hámarki sínu og snúa til baka um hnettina verða þróunaraðstæður mjög flóknar, því frelsi til einstaklingsathafna guðlegu neista þeirra hafa þróast gífurlega á árangur-ríkum tímabilum „Frumverka“ og með fjölbreyttum athöfnum sínum fram-kalla þeir fjölbreytta þróun í þeim hópum sem þeir hitta.