Dauði og endurfæðing mannsins.

„Líf eftir líkamsdauðann var sjálfgefiðí heimsmynd norrænna manna, og að vitundin héldi óslitið áfram. Þegar líkaminn dó hélt andi hins látna í ferð til Heljar, drottningar dauðra, sem oft var sýnd hálfblá á litinn (helblá) sem táknaði hálfdauð og hálf á lífi; Hel var dóttir Loka — hugans. Þetta mjög svo áhugaverða sjónarhorn, sem er í mörgum goðsögnum, gefur í skyn að vitundin um dauðann komi í kjölfar sjálfsvitundarinnar, og hún og frjáls vilji sem fylgir henni sé sammannlegur og að dauðinn sé tækifæri sálarinnar til að meta eftir atvikum þá reynslu sem jarðlífið gaf, og að njóta hvíldar og endurnæringar.“

Gríma Óðins – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

8. Dauði og endurfæðing mannsins

Líf eftir líkamsdauðann var sjálfgefið í heimsmynd norrænna manna, og að vitundin héldi óslitið áfram. Þegar líkaminn dó hélt andi hins látna í ferð til Heljar, drottningar dauðra, sem oft var sýnd hálfblá á litinn (helblá) sem táknaði hálfdauð og hálf á lífi; Hel var dóttir Loka — hugans. Þetta mjög svo áhugaverða sjónarhorn, sem er í mörgum goðsögnum, gefur í skyn að vitundin um dauðann komi í kjölfar sjálfsvitundarinnar, og hún og frjáls vilji sem fylgir henni sé sammannlegur og að dauðinn sé tækifæri sálarinnar til að meta eftir atvikum þá reynslu sem jarðlífið gaf, og að njóta hvíldar og endurnæringar.

Þegar maður dó, og áður en hann lagði upp í ferð til Heljar, var sál hans búin þeim fótabúnaði  sem hæfði persónunni. Góður maður var vel búinn, en grófur og efnislegur var illa skóaður eða berfættur, og því vanbúinn til að fóta sig á grýttri og torfærri leið að Urðarbrunni þar sem framtíðin var ákveðin. Urður er, eins og við höfum séð, einnig Upphafið — ástæðan sem sköpuð var í fortíðinni. Hún laugar sálartréð sem og þann kosmíska Yggdrasil. Fortíðin ákvarðar aðstæður framtíðarinnar, í dauðanum jafnt sem næstu lífum.

Við upptök Urðar er sálin dæmd af Óðni, hinu innsta sjálfi, „föður guðanna“, sem og af „föðurnum á himni.“  En þó að Óðinn mæli, gerir hann það samkvæmt niðurstöðu Urðar — sál fortíðarinnar ákvarðar dóm innri guðsins og dvalarstað í margskiptum heimkynnum Heljar. Í kjölfar niðurstöðunnar fer sálin til þeirra staða sem hæfa henni. Sumar munu njóta sóllitaðra blómabreiða ef svo mætti orða það, en aðrar þurfa, vegna illra verka, þurfa að dvelja í eiturbúrum neðan neðri hliða sem leiða til neðstu heima. Edda segir ekki frá frá eilífsdvölinni í smáatriðum, en ef við skoðum þær lýsingar frá grískum, tibetskum og úr öðrum goðsögnum er óhætt að gera ráð fyrir að hver einstaklingur dvelji í draumheimi sinnar eigin gerða þar til þær eru yfirunnar. Önnur lýsing á aðstæðum eftir dauða er gefin í Lokasennu, þar sem álfarnir eru viðstaddir veislu æsanna, en sofandi, og eru því ómeðvitaðir um umhverfi sitt.

Í fyllingu tímans eru þeir tilbúnir að halda áfram för sinni í gegnum lífið á jörðu. Aftur verða þeir að heimsækja Urðarbrunn í þeim tilgangi að velja sér móður fyrir nýja fæðingu sína. Aftur sjáum við fortíðina ákvarða framtíðina af óumflýjanlegri röð orsaka og afleiðinga. Við sjáum það í því hvernig Bargelmir, -lok heims eða alheims,- er malaður og geymdur til endurnota sem Aurgelmir. Sama lögmál gildir fyrir mannlegt líf, sem er alheimur á smærri skala. Alveg eins og fræ sem er sáð á vorin munu eftir daga og nætur skjóta rótum þar sem þeim var sáð, munu fræ hugsana og athafna bera ávöxt til góðs eða ills, jafnvel eftir marga dauða og mörg líf.

Eddan, eins og aðrar klassískar arfsagnir, gerir ráð fyrir endurlífgun vitundar á öllum sviðum, og óbreytanlegu réttlætislögmáli. Kristilegri áferð er bætt við í lok annarrar þulu Helga Hundingjabana:

Því var trúað áður fyrr að fólk fæddist aftur eftir dauðann, en nú er það kallað gamlar kerlingabækur. Helgi og Sigrún eru sögð hafa fæðst aftur; hann var þá skírður Helgi Haddingjaskati og hún Kára Hálfdánardóttir; hún var valkyrja.

Það er vert að skoða að það er í elstu sögnum allra arfsagna sem við finnum mestu alheimsmyndina og stærstu hugmyndirnar. Því er að sjá að síðustu árþúsundin hafi lítið annað gert en að brengla hinar hreinu arfsagnir fyrri tíma. Til að komast að upphaflegu myndinni verðum við oft að þreifa okkur í gegnum hulu heimsku og órtúlegra fordóma sem hafa orðið til gegnum aldirnar, og hulið gimsteina sem þær geyma.

9. Kafli

Efnisyfirlit

 

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.