Lífsdans.

Leitum að því sem ekki næst,

metnaður næstur aurum,

í lífinu sem læst.


Löngun í það sem liggur fjærst,

hátt frægir lesti,

slægð og snilli hæst.


Leiðumst upp til tískuhæða,

einlægni, trú og heiður,

dyggðin sú að hæða.


Lífsins markmið að græða,

græðgi og öfund,

dyggðin sú að næra.


Leitum ljómans í listaauði,

menning andans dauð,

kæfður í efnisbrauði.

SS © 1985

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *