LÖGMÁL PÓLUNAR

29. KAFLI
LÖGMÁL PÓLUNAR
Það er ómögulegt að íhuga Lögmál Pólunar án Lögmála aðdráttarafls og miðflóttaafls, pólun hefur grunn sinn í þessum tveim lögmálum. Það veltur á aðdráttarafli miðjunnar eða ummálsins hvort neikvæðir eða jákvæðir þættir orkunnar eru ríkjandi.
Aðdráttarafl miðjunnar er neikvætt en aðdráttaraflið að ummálinu er já-kvæði þátturinn, það eru þessir tveir þættir pólunar sem framkalla hringráð orkunnar. Hér sérð þú frumgerð sem samsvarar jákvæðum og neikvæðum þáttum kosmískra dægra. Stafbrigði af þessu sést í vafningsstaf Merkúrs. Þar sérðu svarta og hvíta höggorm jákvæðrar og neikvæðrar þátta vefja sig frá hið til hliðar um stafinn. Ef við setjum þetta í jarðneskt samband, þá táknar stafurinn geisla og svarti og hvíti höggormurinn jákvæða og neikvæða þætti í lífsbylgjunni.
Það er annar þáttur í pólun sem tengist hópmyndun. Hópvitund er nei-kvæð, eða kvengerð. Hún krefst örvunar af jákvæðri orku áður en hún getur orðið skapandi. Þættir sem vinna á fínni sviðum eru jákvæðir á það sem vinnur á þéttari sviðunum. Skynji vitund tilgang hóps á hærra sviði en það sem hópurinn er á, verður það jákvæð orka fyrir hópinn og verður því frjó-söm fyrir hann. Þegar frjósemi hóps á sér stað fær hver og einn meðlimur hans nýja hugmynd og fæðir af sér skapandi verk á efnissviðinu. Þeir hafa því skynjað það sem leiðtogi hópsins gat af sér og munu því vera á sama stigi og hann. Með því að hafa skynjað sömu hugmynd eru þeir á sama pól og leiðtoginn og hann geta því ekki lengur gefið þeim sem hóp skapandi örvun. Þetta útskýrir ris og hljóðnun sem hópar ganga í gegnum, tímabil hljóðnunar er ekki endilega dauði.
Þú munt taka eftir að gegnum alla lífsbirtingu er samvinna tveggja þátta nauðsynleg fyrir alla „formmyndun“. Afl, hins vegar, vinnur sem eining því pólun þess er í Lógosnum.