26. KAFLI
LÖGMÁL TAKMARKANNA —I HLUTI
TAKMÖRKUN er fyrsta lögmál birtingar og því er það fyrsta lögmál orku. Þessi staðreynd er ekki nægilega skilin. Margir trúa því að andleg orka sé eilíf, sem er alls ekki. Til að Logósinn geti birst þarf hann að af-marka sjálfan sig. En andleg orka er svo mikið meiri en að geta yfirunnið allar mótstöður lægri sviðanna þegar henni er beitt.
Til þess að koma krafti í birtingu er nauðsynlegt að færa hann í rétt form eða líkama. Formið er byggt inní efni sviðsins sem er ofar því sem ætlunin er að birt það á og í gegnum þann farveg er aflið vakið. Til að vekja afl án þess að stýra því, er að dreifa því. Því aðeins með þekkingu og notkun á Lögmáli Takmarkanna er hægt að varðveita orkuna.
Til að ná takmarkinu, verður það markmið að vera skýrt og takmarka sig við það, hafna öllu sem er því óviðkomandi, og munið þetta atriði— fyrsti fasinn í að vekja upp kraft er höfnun á öllu óviðkomandi. Þetta er önnur lýsing á einbeitingu. Lögmál Takmarkanna þýðir einbeiting aflsins með höfnun á því óviðkomandi. Þetta er ekki nægilega skilið.
Til að framkvæma það allra nauðsynlegasta til að ná árangri er að vita hvað þú getur ekki. Það er sundurgreining. Lögmál Takmarkanna er nauð-synleg afleiða lögmálanna sem stjórna því hvernig orka er vakin.
Þegar löngun er til að koma hlutum í verk, byrjum við á því að hugsa málið í þaula, sjá skýrt fyrir sér útlínur takmarksins sem á að ná. Næst er að skoða með hvaða aðferðum takmarkið næst. Næsta er að útiloka alla löngun fyrir því sem ekki snertir takmarkið—þetta er mikilvægt atriði. Með öðrum orðum, þú hjúpar þig einbeitni.
Það getur vel verið að með því setjir þú til hliðar einhverja eðlilega hluti daglegs lífs. Leggið þá til hliðar með vissu um að þeim verði sinnt í tíma og haldið áfram með miklum aga í að takmarka sjálfan þig að sinna markmið-inu og þú hafi aðeins eina löngun og allt annað kemur á eftir því. Hugsið ekki um annað, dreymið ekki um annað, þar til verkefninu er lokið. Þegar þessari afmörkun löngunar og takmörkun vitundarinnar að efninu er náð, vaknar orkan til framkvæmda og á augabragði verða hlutirnir að veruleika.
Ítarlegur undirbúningur þýðir fljótari framkvæmd. Yfirleitt er ekki nægur tími notaður í undirbúning og því er árangurinn ekki nógu góður.
Ef tilgangurinn er að efla andlega styrk verður þú að undirbúa hann með algjörri helgun í vitundinni. Það má ekki gleymast að slík þrenging vitundarinnar mun raska jafnvæginu ef henni er þröngvað óþarflega. Því þurfa að skiptast á tímabil einbeitingar og tímabil fullrar þátttöku í lífinu, svo víkkuð vitund og þroskaður persónuleiki vinni í bakgrunninum á efl-ingu og takmörkun löngunar sem kemur andlegum styrk í birtingu á efnis-sviðinu. Það er skortur á þessum hlutföllum sem leiða til öfga og jafn-vægismissis.
Það er því með vitundartakmörkun við verkefni sem við náum einbeit-ingarorku. En það er með þroska og víkkun vitundarinnar sem þú nærð að leggja grunn að takmörkunum; því takmörkun sem felur í sér greiningu og takmörkun vitundar er alls ólík takmarkaðri vitund. Takmörkuð vitund felur í sér takmarkaða reynslu. Takmörkun vitundar felur í sér reynsluval og einbeitta athygli á valið verkefni. Það er lögmál Takmarka sem felur í sér einbeitingarorku. Það er að notfæra sér mótstöðu sem gerir okkur kleyft að hafa eitthvert hald í margdreifðri birtingu.
Stór hluti þeirrar mótstöðu sem nemi reynir í viðleitni sinni við að ná tökum á í dulfræði er tregðumótstaða. þess að setja á hreyfingu það sem er í tregðu, er nauðsynlegt fyrir sálina að ná tökum á líku viðnámi. Tregða er því sett sem jafnvægi við tregðu og hreyfanleiki sálarinnar nýttur til að koma á jafnvægi. Á þennan hátt er hægt að ná því sem ekki var hægt að ná með viljanum.
Það er nauðsynlegt að þeir sem eru í þjónustu við stigveldið (Bræðra-lagið) geti náð þekkingu á listum dulspekinnar, því þau gera þér kleyft að að vekja upp og einbeita orku með árangri. Það er notkun þessara listar til rangra nota sem er bönnuð, en notkun hennar í samræmi við lögmál er hagbeiting orkunnar.
Munum, að í allri beitingu er takmörkun, leyndin á bak við orku. Þetta gefur ekki í skyn að þú eigir sífellt að nýta þetta í smáum hlutum. Setjið alltaf átak ykkar í samhengi við Alheiminn sjálfan og sjáið verkið í teng-ingu við heildina,
En afmarkið kyrfilega þann hluta Alheimsins sem þú ætlar að höndla. Að vega ykkur saman við þar sem er meira en þið sjálf, leiðir til að umfangið skapar tregðu, en að afmarka hluta umfangsins og skilja frá heildinni gerir þér kleyft að ná hluta af henni.
Við að skapa þessa afmörkun verður við að finna nokkuð skýrar útlínur og leita hvar vandamál liggja. Í öllum málefnum eru ávallt skil þar sem mót-staða hluta aðgreinist og önnur skil sem munu skapa mótstöðu við skipt-ingu. Leitið þeirra á tilfinningasviðinu, á meðal tilfinninga sem snerta efnið. Áætlunin sem heild er hægt að sjá á hugarsviðinu, en á tilfinningasviðinu má kannski greina útlínurnar. Skyndileg löngun má greina frá langvinni löngun. Löngun eins þáttar í flóknu eðli má greina frá löngun annars þáttar. Ef þú sjálfur afmarkar vitundina að einum punti verður hún svo skörp að hún getur myndað skýrar útlínur að afmarkaðu verkefni og unnið að því í smá-atriðum.
Það er fókus vitundarinnar sem gerir orkunni kleyft að koma fram og ljúka verkinu, en það er víkkun vitundarinnar sem gefur nægilegan grunn svo þessi orka nái að vinna. Hámark einbeitingar verður styðjast við breið-an grunn. Þessi þáttur gleymist oft.
LÖGMÁL TAKMARKANNA—II HLUTI
LÖGMÁL Takmarkanna er grunnurinn að beitingu dulspeki. Það er leyndamál orkunnar og því haldið frá þeim sem eru á byrjendabrautinni. Þeim er kennt um tilvist eilífrar uppsprettu orku og að hugleiða á það. Þeim er kennt að hugleiða á formlausa orku. Það auðveldar orkunni að nota þá, en ekki að þeir noti orkuna.
Þegar þekkingu er náð á aðferð til að byggja rásir gegnum lægri sviðin, er mögulegt að beina orku til þess sem ætlað er. Þegar því er náð að orka er færð af sálarsviðinu niður á svið persónuleikans, ekki gegnum líkamann, heldur utan hans. Það er því nauðsynlegt að hafa þekkingu til að mynda form. „Eins hið efra, svo hið neðra.“ –
Þegar það óbirta vill koma í birtingu flæðir hreyfing í hring og kemur aftur til upphafsins. Til að mynda form á þétta hugræna sviðinu, verður hugsun að fara í hring og koma aftur til upphafsins. Hugmynd sem byrjar, verður að halda áfram rökrétt, rökleiðsla frá því almenna til hins sérstæða á útgönguboganum og frá hinu sérstæða til hins almenna á innkomu-boganum, og skoða báðar hliðar spurninganna og samhæfa þær. Þetta er fyrsta stigið.
Hugmynd sem er þannig mótuð, á því næst að færast inná svið tilfinn-inga. Það samsvarar Hring-Takmörkunum.
Hugmynd á því næst að færast undir drifkraft náttúrunnar. Það sam-svarar Hring-Kaos.
Hugmyndin er nú Hring-Kosmos á hugarsviðinu, Hring-Kaos er drif-kraftur eðlishvatarinnar og Hring-takmörkunin samsvarar efri þáttum til-finningasviðsins. Með því að hugleiða þessar samsvaranir lærir þú mikið. Þetta er hið upprunalega form og innan þess er hægt að byggja allar at-hafnir og viðbrögð sem snúa að því sem fengist er við, en í þessum efnum þarf ávallt að afmarka með skýrri greiningu vitundarinnar. Seinni viðbrögð vitundarinnar eru tengd löngunum sem vakna við ferlið, og þriðji þátturinn varðar notkun frumstæðra afla við að skapa orku.
Kosmísk hlið hugmyndar sem sett hefur verið á stað, birting í heimi forma, á sér stað innan afmarkaðs sviðs. Án þessarar afmörkunar verður engin birting.
Meginlögmál innþróunarbogans er Lögmál Takmarkanna.
Meginlögmál þróunarbogans er Lögmál Sjö Dauða.
Lögmál Takmarkanna er grunnur Lögmáls Athafna og Viðbragða.
Lögmál Athafna og Viðbragða hvílir á fyrirbærum tengdum kúrfunni. Kúrfa sem er framlengd verður að hring. Hluti kúrfu er bogi. Pendúll er einskonar athöfn og viðbragð, andstæð og jöfn. Framlengjum ferilboga pendúls og það myndar hring, þar sem lengd pendúlsins er radíus hringsins. Þetta útskýrir margt í tengslum við umbreytingu orku frá sviði til sviðs.
Holdgun byggir á Lögmáli Takmarkanna, Karma, byggir á Lögmáli At-hafna og Viðbragða, og af því að það er aðeins í takmörkuðu kúlulaga rými sem jöfn og andstæð athöfn og viðbragðs eiga sér stað, verður „form“ að birta sig sem „form“ svo ávextir athafnar geti komið til baka þaðan sem athöfnin upphófst.
Að byggja líkama fyrir holdgun er samkvæmt þeim línum sem lagðar hafa verið. Enn og aftur eru það afmörkun sem sem mótar efnið til að vinna í holdgun. Hver sál ákvarðar sitt eigið efni. Yfirsálin er því Karmadrottinn hvers og eins. Það er þetta sem þú vekur upp í þínu eigin efni og tengir for-lög þínum. Þú vekur þitt eiginlega sjálf.
Lögmál Takmarkanna er sambærilegt við stærðfræðihugmynd um mælingar á yfirborði og hefur tvívíddarþátt. Það er með innleiðingu að þrívídd sem við umbreytum Lögmáli Takmarkanna og maðurinn, með vitundina í þrívídd getur notað Lögmál Takmarkanna til að umbreyta því. Á hvaða sviði sem Lögmál Takmarkanna vinnu á, er ávallt hægt að umbreyta því með viðbótarvídd við vitundina. Þetta er leyndardómurinn við að stjórna Lögmáli Takmarkanna.
Lögmál Takmarkanna gerir kleyft að reikna út þær aðstæður sem eru til staðar þegar verkefni er unnið. Ef þú ákveður hverjar þær eru, mun þær stjórn þér, en ef þú getur hækkað vitund þín á það svið þar sem hægt er að skynja þær í samræmi, af hverju þær samanstanda og afmarkað þá þætti við sviðið, tengt þá við alheiminn með því að sjá fyrir þér tengsl allra hluta við heildina, með þessa kosmísku mynd í huga, er hægt að endurskoða endan-legan þátt hugmyndarinnar og nálgast hana frá annarri og hærri vídd, en samtímis að nýta Lögmál Takmarkanna til að afmarka efnið sem fengist er við, til að upphefja takmarkanirnar.
Þessari aðferð er hægt að beita, ekki aðeins til að höndla sérhvert verkefni eða málefni, heldur einnig til að byggja líkama fyrir holdgun og stjórna karma í holdgun, því, þó við sjáum ekki nema einu sinni fyrirhuguð örlög okkar í tengingu við Alheiminn, höfum við náð tökum á örlögum okkar. Sálin sér það ávallt, því hún hefur kosmíska tengingu gegnum logóíska inn-prentun í Guðlega neistann, en lægra sjálfið í sínum jarðnesku tengingum, sér alla hluti í „fæðingu“ og „dauða“, „upphafi“ og „endi.“
Svo lengi sem vitundin dvelur í skilningsvitunum, sér hún hlutina frá sjónarhorni þeirra, í „sársauka“ og „ánægju“, „upphafi“ og „endi.“ En þegar hún er hafin upp til kosmískra þátta, mun hún sjá alla hluti í tengslum við þróunina—-eftir kúrfunni sem gengur allan hringinn, ekki eftir beinni línunni, sem er skipting í endanleikanum.
Dyggð Lögmáls Takmarkanna er Persónubirtingin, dyggð Lögmáls kosmískrar náttúru er einstaklingsvitundin og stigin frá Persónubirtingu upp til Einstaklingsvitundar hefur sjö stig og þau eru „Hinir Sjö Dauðar“, því það er Lögmál Takmarka sem færir okkur fæðingu, en Lögmál Dauðans færir okkur lífið. Því fæðing er dauði, en dauði er fæðing. Allir eru fæddir „blindir“, sem miskunnar þeim að vita að þeir eru dauðir. Þú skilur ekki að þitt svið er svið dauðans og okkar svið* er lífsviðið. Þeir sem eru í efninu eru í gröfinni, þeir eru dauðir og grafnir. Dauði og vígsla skila sama árangri, því er það að allar vígslur hafa tákn dauða og greftrunar.
Munum ávallt að á efnissviðinu þýðir dauði tap, og frelsi upprisu. Eignir eru eins og mold sem er mokað yfir lík. Lærðu því að líta niður á dauða líkama þína og nota þá í lífi þínu, en gera ekki þau misstök að lifa í þeim.
Það er mjög gagnlegt að getað notað vitundina í jarðlífinu, en mjög vont að verða fjötraður af aðstæðum þess heims. Þér er haldið í jarðneska lífinu af tveim þáttum—hræðslu og löngun.
Vígsla gerir þér kleyft að lifa á okkar sviði, en samt sem áður tengdur heilavitundinni. Það er því þess vegna sem „stigin“ ** kenna:
Fyrsta; að yfirvinna langanir,
í öðru lagi; að yfirvinna ótta
og í þriðja lagi, um dauða og upprisu.
Með því að þekkja Lögmál Takmarkanna og umbreyta því, getur þú notað það. Þegar þú hefur afmarkað markmiðið sem þú hefur sett þér og séð það í tengingu við Alheiminn. Með því að sjá kosmísku frumgerðina, dregur þú orku inní hugmyndina og með því að afmarka formið sem löngun er til að birta, muntu fókusera orkuna. Þegar beita þarf þessu þegar vandamál þarfnast lausnar, skaltu draga það saman í íhugun. Hafðu útlínur vanda-málsins skýrar, íhugaðu kosmískan þátt þess og vektu kosmísku orkuna.
* Sálarsviðið.
** Gráður = Framstig; orðatiltæki sem er notað í hefðbundinni aðferð að klifra „stiga hinna sjö þrepa.“