Orðskýringar

FÍNNI ÖFL NÁTTÚRUNNAR

EFTIR
RAMA PRASAD, M.A., F.T.S.

________________________________________
Orðskýringar

________________________________________
A A A
Abhijit ~ Eitt af híbýlum mánans.
Abhinivesha ~ Tæknilegt nafn fyrir veikleika hugans sem veldur hræðslu við dauðann. Það er eitt hugarangurs Yogans af fimm.
Agama ~ Ein þriggja leiða þekkingar. Þekking sem kemur til okkar með reynslu eða athugunum annara, sem við tökum sem áreiðanlegar, eru sagðar komnar frá Agama. Vedas eru þess vegna sagðar Agama af sömu ástæðu.
Agni ~ Eldur. Nafn á hinum lýsandi eter, einnig kallaður taijas tatwa. Litur þess er rauður. Aðrir litir er vegna tengsla við önnur tatwas.
Ahankara ~ Sjálfshyggja.
Ahavanija ~ Einn þriggja elda sem var viðhaldið í hinum fornu Hindu heimilum.
Akasa ~ Nafn hins fyrsta tatwa, hljóðberandi eter. Þetta er mjög mikilvægur tatwa. Allir aðrir tatwas koma úr honum, lifa og starfa innan hans. Öll form og hugmyndir alheimsins eru innan þess. Ekkert lifandi í heiminum kom á undan akasa. Þetta er stig sem sem við getum búist við að allt annað efni og önnur tatwa komi frá, eða, réttara sagt, sem allt er í, en ekki séð.
Alambusha (eða: Alammukha) ~ Meltingarvegurinn.
Ambarisha ~ Eitt af fimm helvítum. Eiginleikar apas tatwa eru hér í sársaukafullu óhófi.
Ananda ~ Þetta er stig uppljómunar þar sem sálin rennur saman við andann. Það er líka staða andlegs tatwic umhverfis.
Anandamaya Kosha ~ Andlegi kjarninn, andlegur mónad.
Anaradha ~ Ályktun.
Andhatumisra ~ Helvíti þar sem eiginleikar akasa tatwa finnast í sársaukafullu óhófi.
Anumana ~ Niðurstaða
Apana ~ Birting lífsþátta sem henda út úr kerfi því sem ekki er lengur þörf fyrir, svo sem saur, þvagi, ofl.
Apantartamah ~ Vediskur rishi, sagður hafa endurfæðst sem Vyasa Krishna Dwaipayana, höfundur að Mahabharata, ofl.
Apas ~ Nafn eins af fimm tatwas; loftlægi eterinn.
Ardra ~ Eitt af þrenningu mánans.
Asamprajnata ~ Hærra stig hugargleymni, þar sem hugurinn er fullkomlega í sálinni. Lægra stigið er Samprajnata.
Asat ~ Neikvæð öndun eða efnisfasi.
Ashwini ~ Fyrsta híbýli mánans.
Asmita ~ (1) Samheiti fyrir Ahankara, sjálfshygli; (2) Að mynda sjálfið; (3) Álit um að sjálfið sé ekki aðskilið skynjun og hugmyndum.
Avidya ~ Fölsk þekking.
B B B
Bharani ~ Annað híbýli mánans.
Bhutas ~ Skel hins yfirgefna anda.
Brahma (borið fram með stuttu a) ~ Einnig þekkt sem parabrahma, Hið Eina Algera, sem fæðir af sér Alheiminn.
Brahma (borið fram með löngu a) ~ Sjálfsvitandi Alheimur, sjötti grunnþáttur Alheimsins.
Brahmadanda ~ Hryggsúlan.
Bramavandhra ~ Rýmið í höfðinu þar sem sál yogans fer úr líkamanum. Mænugöngin enda þar.
Brahmavidya ~ Hin helgu vísindi, Guðspekin.
Buddhi ~ Skilningur.
C C C
Ch ~ Tákn fyrir einn þeirra hjúpa sem koma frá hjartanu.
Chh ~ Tákn fyrir annan þeirra hjúpa sem koma frá hjartanu.
Chaitra ~ Tunglmánuður í indverska dagatalinu, nær yfir feb.-mars.
Chakra ~ Hringur, diskur.
Chakshus ~ Augun; augnabreyting prana.
Chandra ~ Tunglið, vinstri öndun.
Chandraloka ~ Tunglasviðið.
Chaturyugi ~ Hin fjögur yugas: Satyu, Treta, Dwapara, og Kali; séu timabilin lögð saman, ná þau yfir 12,000 daiva years.
Chhandogya ~ Nafn á Upanishad, rit um fornindverska viskutrú.
Chitra ~ Eitt af þrenningu mánans.
D D D
Daiva ~ Kennt við guði (devas). Daiva day = Mannlegt ár. Daiva year = 365 slíkir dagar.
Damini ~ Eitt nafna æða líkamans, líklega þær sem ganga til brjósta kvenna. Ég hef hvergi fundið þessu lýst.
Devachan ~ Nú notað í ensku til að gefa til kynna stig uppljómunar en hver nýtur eftir dauðann, í tunglsviðinu.
Devadatta ~ Ein af tíu breytingum á lífsþáttunum.
Dhananjaya ~ Ein af tíu breytingum á lífsþáttunum. Dhanishtha ~ Mána híbýli.
Dreshkana ~ Þriðji hluti stjörnumerkjahringsins.
Dukkh ~ Sársauki.
Dwasashansha ~ Tólfti hluti stjörnumerkjahringsins (eitt stjörnumerki).
Dwesha ~ Sá þáttur hugans sem rís þáttum sem hann er ósamþykkur.
G G G
G ~ Tákn fyrir æðar sem liggja frá hjartanu.
Gandhari ~ Nadi sem ganga til vinstra augans.
Gandharva ~ Hin himneski tónlistamaður.
Ganga ~ HUgtak fyrir sólaröndun.
Gargya Sauryayana ~ Nafn forns heimspekistúdents sem minnst er á í Upanishads.
Garhapatya ~ Einn af þremur eldum heimilis.
Gh ~ Tákn einnrar æðar sem liggur frá hjartanu sem dreifst um allan líkamann.
Ghari (eða: Ghati) ~ (1) Tímabil sem nær yfir 24 minutes; (2) Tungl Ghati er eitthvað minna: 1/16 tunglsdags.
Ghrana ~ Þefskyn, lyktarbreyting Prana.
H H H
Ha (eða: Ham) ~ (1) Tákn fyrir útöndun; (2) tákn fyrir akasa tatwa, hvorukyn fyrir það sama.
Hansa ~ Það er samsett af Ham og sa; eitt nafna fyrir parabrahma, því í þessu stigi liggja bæði jákvæðar og neikvæðar hreyfingar í láinni.
Hansachara ~ Skilgreining á öndunarferlinu.
Hasta ~ Tungl híbýli.
Hastijihva ~ Nadi sem gengur til hægra augans.
Hora ~ Hálfur stjörnumerkjahringurinn.
I I I
Ida ~ Nadi sem dreifist í vinstri hluta líkamans; vinstri samhæfing.
Indra ~ Æðstur guða; sá er stjórnar eldingum og þrumum.
Ishopanishat ~ Nafn á Upanishad.
Iswara ~ Sjötti grunnþáttur Alheimsins (í sjöskiptingu); Brahma (framburður með löngu a).
J J J
J ~ Tákn fyrir einn af tólf stilkum Nadis sem dreifast frá hjartanu.
Jagrata ~ Vökuástand.
Jh ~ Tákn fyrir einn af stilkum Nadis sem gengur frá hjartanu.
Jyeshtha ~ Híbýli mánans.
K K K
K ~ Tákn fyrir einn af tólf stilkum Nadis sem dreifast frá hjartanu.
Kala ~ Skipting á tíma = 1-3/5 mínútur.
Kalasutra ~ Helvíti þar sem eiginleikar vayu tatwa finnast í sársaukafullu óhófi.

Kali ~ Nafn á tímabili 2,400 Daiva ára. Járnöld.
Kamala ~ Lótus. Miðja taugaorku í líkamanum.
Kansya ~ Málmar; zink og kopar, aðalega notuð í ílát.
Kastha ~ Skipting á tíma = 3-1/5 sekúndur.
Kathupanishad ~ Eitt af Upanishads ritunum.
Kh ~ Tákn fyrir Nadi sem gengur frá hjartanu.
Komala ~ Bókstaflega, mjúkt.
Kram ~ Tantríst tákn fyrir hugmyndina um mannlegan huga sem fer yfir mörk hins sýnilega og horfir inn í hið ósýnilega. Hinir fornu tantrísku heimsspekingar höfðu tákn fyrir næstum hverja hugmynd. Það var algjörlega nauðsynlegt, því þeir trúðu því að ef mannlegum huga væri einbeittur að hugmynd um einhvern hlut með nægilegum styrk í ákveðinn tíma, væri víst að viljamátturinn myndi birta þann hlut. Athyglin var almennt tryggð með að síendurtaka ákveðin orð, og þannig var hugmyndinni haldið frammi fyrir huganum. Stutt orðtákn voru því notuð um hverja hugmynd. Þannig táknaði Hrien hóværð, Kliw kærleika, Aiw táknaði vernd, Shaum stríð, og svo framvegis. Slík orðtákn voru yfir æðar, ofl. Tantrik vísindin eru nú næstum öll týnd; í dag eru ekki til skiljanlegir lyklar að þessu táknkerfi og því er mörg þessara orðtákna einfaldlega óvitræn.
Krikila ~ Birting lífþáttar sem orsakar hungur.
Krittika ~ Þriðju híbýli mánans.
Kumbhaka ~ ´Æfing í pranayama að draga andann eins djúpt og og mögulegt er og halda honum eins lengi og hægt er.
Kurma ~ Birting þess lífsþáttar sem veldur því að augu blikka.
L L L
Lam (L) ~ Orðtákn fyrir prithivi tatwa.
Loka ~ Tilverusvið.
M M M
Magha ~ Tíundu híbýli mánanas.
Mahabhuta ~ Samheiti fyrir tatwa.
Mahakala ~ Helvíti þar sem eiginleikar prithivi tatwa eru í sársaukafullri ofgnótt.
Mahamoha ~ Eitt af fimm eymdum Ptanjali. Samheiti fyrir Rage (löngun til að ná eða halda).
Maheshwara ~ Hin mikli drottinn, hið mikla vald.
Mahurta ~ skipting á tíma = 48 mínútur.
Manas ~ Hugur; þriðji lífsþáttur Alheimsins, neðan frá.
Manomayakosha ~ Huglægi kjarninn. Einstaklingsmyndaður hugur er einungis hjúpur fyrir andlega orku til að birta sig, á þann sérstaka hátt sem sem hann vinnur.
Manu ~ Vera sem er sem undirþáttur þriðja þáttar Alheimsins, talið að neðan. Mannkynið sem eitt af þeim tímabilum sem þekkt eru sem manwantaras.
Manusha ~ Tekur til manna. Manusha dagur: venjulegur dagur 24 stunda; manusha ár: venjulegt sólarár. Tunglmánuður er þekktur sem dagur feðranna (Pitrya), sólarárið þekkt sem dagur guðanna.
Manwantara ~ Hringrás 71 Chaturyugis, ríkistími eins Manu, þ.e., tilverutími mannkyns ákveðinnar gerðar.
Manwantaric ~ Tengist Manwantara.
Matarishwa ~ Bókstaflega, sá er sefur í geimnum. Vísar í Prana eins og það verkar sem skrá um athafnir manna.
Meru ~ Einnig kallað Sumeru. Puranas segir frá því sem fjalli (parvata, achala) í Swarga, himni Indlands, þar sem eru borgir guðanna, þar sem búa himneskar verur. Það er í raun rætt um það eins og Olympus Hinúa. Meru er ekki fjall í jarðneskum skilningi, eins og við erum hér á jörðu. Það er markarlína sem skiptir andrúmslofti jarðar frá efri lofthjúp, hreinum eter; Meru er afmörkunarhringur jarðnesks Prana. Hérna megin markanna er jörðin með andrúmslofti sínu; hinum megin er himneska Prana, bústaðir þeirra himnesku. Sagnahöfundurinn Vyasa segir Bhurloka (Jörðu) ná frá sjávaryfirborði (vicheb prabhriti) að baki Meru (Meru prishtham yavat). Á yfirborði fjallsins svokallaða lifa hinir himnesku, en mörk jarðarinnar sé bakgarður þess. Þetta er kallað fjall frá hinu sveigjanlegu, óbreytanlegu staðsetningu.
Moha ~ Gleymska. Samheiti fyrir asmita, ein af fimm óhamingjum Patanjali.
Moksha ~ Það stig þegar tilhneyging hugans hættir að leita niður, og hann haldi því samruna sínum áfram við sálina, án þess að eiga á hættu að endurfæðast.
Mrigshirah ~ (eða: Mrighshirsha) ~ Híbýli mánans.
Mula ~ Þrígreining mánans.
N N N
N ~ Tákn Nadi sem gengur frá hjartanu.
Nadi ~ Þetta orð þýðir pípa, ílát. Það tengist blóðæðum og taugum. Hugmyndin að baki orðinu er pípa, ílát, og jafnvel lína, sem eitthvað flæðir í eða eftir, hvort sem er vökvi eða orka.
Naga ~ Birting þess lífs sem framkallar ropa.
Namah ~ Beinlýsis.
Navansha ~ Níundi hluti stjörnumerkjahringsins.
Nasadasit ~ Vers í Rigveda, 129unda úr 10unda Mandala, sem byrja með þessu orði. Í þessi versi er að finna rót Vísinda öndunar.
Nidra ~ Draumlaus svefn.
Nimesha ~ Skipting tíma = 8/45th úr sekúndu. Bókstaflega þýðir það augnablikk.
Nirvana ~ Slekkur á tilhneygingu hugans niður á við. Samheiti fyrir moksha.
Nirvichara ~ Ofureinbeitt innsæi, án minnstu hugaráreynslu, birtir fortíð og framtíð, orsök og afleiðingu í fyrirbærum nútíðar í huganum.
Nirvitarka ~ Einskonar innsæi (sampatti), orðlaust innsæi. Ástand huglægs skýrleika þar sem sannindin skína án milligöngu orða.
P P P
Pada ~ Fótur; sú breyting lífsþátta sem verða við göngu.
Padma ~ Samheiti fyrir Kamala.
Pala ~ Mæling, vigt, um 1-1/3rd únsa.
Pam ~ Orðtákn fyrir vayu tatwa. Pam er hvorukyn tilvísun í stafinn pa, þann fyrsta í orðinu pa-vana, samheiti fyrir vayu.
Panchi Karana ~ Bókstaflega merkir orðið fimmföldun. Það hefur gróflega verið þýtt sem fimmskipting. Það þýðir lámarks ferill tatwa, samsett af þeim öllum. Þannig að eftir ferilinn, mun hver mólikúl, t.d prithivi tatwa, samanstanda af átta, að lámarki. Prithivi = Prithivi /4 + Akasa /1 + Vayu /1 + Agni /1 + Apas /1, o.s.f.v. Í ananda er tatwas einfalt. Í vijnana og þar eftir, er hvert fimmfalt og vert þeirra hefur lit, o.s.f.v.
Pani ~ Hendi; Handafl.
Parabrahma ~ Það er nú vel þekkt sem orsakalaus orsök Alheimsins, hin Eina Algera Allt.
Parabrahmane ~ Tilvísun til parabrahma; þýðir “til parabrahma”.
Paranirvana ~ Síðasta stigið sem mannleg sál lifir og andlegt, huglægt eða lífeðlisleg áhrif hafa engine áhrif á.
Paravairagya ~ Þetta er það hugarástand þegar öll hærri orka birtir sig auðveldlega í huganum og fyrir tilstilli sálarinnar.
Parmeshthi Sukta ~ “Nasa asit” versið hér að framan er einnig kallað Parameshthi sukta.
Patanjali ~ Höfundur Sútrur um Yoga, vísindi um huglægar aðferðir og eflingu.
Payu ~ Líffæri útskiljunar; virkni Prana sem skapar þau.
Pingala ~ Nadi, og kerfi Nadis sem vinnur í hægri helming líkamans; hægri samhæfing.
Pitrya ~ Tilvísun til feðranna. Pitrya dagur merkir tunglmánuður.
Pitta ~ Samheiti fyrir Agni; merkir hita, hitastig.
Prakriti ~ Hið ósundurgreinalega kosmíska efni.
Pralaya ~ Stöðvun á skapandi orku heimsins, hvíldartímabil.
Pramana ~ Þekkingaraðferðir. Þær eru: (1) skilningsvitin, (2) Ályktun, (3) Staðhæfingar; eða með öðrum orðum, reynsla annara.
Prana ~ Lífsþáttur alheimsins og staðbundin birting þess; lífþáttur manna og annara lífvera. Það samanstendur af sæ hinna fimm tatwas (tilvistarþátta).Sólirnar eru miðjur í sæ Prana. Sólkerfi okkar hreyfist í þessu hafi Prana. Því er haldið fram að sólin, tunglið og aðrar plánetur í þessu hafi Prana sé fullkomin mynd hverrar lífveru á jörðu sem öðrum plánetum. Því er stundum talað um Prana sem persónu, lifandi veru. Allar birtingar lífs í líkamanum eru þekktar sem smærri pranas. Lungastarfsemin er þekkt sem prana með forvörnum. Jákvæði fasi efnis er er einnig nefndur Prana til að siklja frá Rayi, neikvæða fasa efnisins.
Pranayama ~ Æfing í að draga andann djúpt og halda loftinu í sér eins lengi og mögulegt er, og tæma loftið eins vel í útöndun og hægt er.
Pranamaya Kosha ~ Lífskjarninn; lífsþátturinn.
Prapathaka ~ Kafli í Chandogya Upanishad.
Prasnopnishat ~ Eitt af Upanishads.
Pratyaksha ~ Skynjun.
Prayaga ~ Ármót þriggja fljóta, Ganges, Juman, og (sem er nú ekki vel sýnileg) Saraswati við Allahabad. Í íorðasafni vísinda öndunar, er það tengt mótum hægri og vinstri öndunarstreymi í lungunum.
Prithivi ~ Eitt hinna fimm tatwas; lyktar-eterinn.
Punarvasu ~ Eitt af híbýlum mánans.
Puraka ~ Ferill í pranayama að filla lungun af eins miklu lofti og mögulegt er, draga andann eins djúpt og hægt er.
Purvabhadrapada ~ One of the lunar mansions.
Purvashadha ~ Eitt af híbýlum mánans.
Pusha ~ Nafn Nadi sem gengur til hægra eyra.
Pushya ~ Eitt af híbýlum mánans.
R R R
Raga ~ (1) Sú tilhneying hugans að leitast við að viðhalda því sem gefur ánægju; (2) Háttur í tónlist. Það eru átta hættir í tónlist, og hver þeirra hefur nokkra minni hætti sem eru kallaðir Ragini. Hvert ragini hafa aftur nokkrar hljómsetningar.
Ragini ~ Sjá Raga.
Ram ~ Hvorukynsháttur Ra; stendur sem orðtákn fyrir agni tatwa.
Rasana ~ Bragðskynið.
Raurava ~ Helvíti þar sem eiginleikar taijas tatwa eru í sársaukfullri ofgnott.
Rayi ~ Neikvæði lífsfasi efnisins, sem greinist frá hinu jákvæða af áhrifum sínum. Í raun er það kaldara lífefni, en hið heita kallað Prana.
Rechaka ~ Að pressa loftið úr lungunum í pranayama æfingum.
Revati ~ Eitt af híbýlum mánans.
Rohini ~ Fjórðu híbýli mánans.
Rigveda ~ Það elsta og mikilvægasta í Vedas.
Ritambhara ~ Hæfileiki andlegrar skynjunar til að skilja raunveruleika heimsins á sama hátt og ytri hlutir eru skynjaðir.
S S S
Sa ~ Orðtákn fyrir innöndunarferill. Shakti, móttaka lífsefnisin, einnig kallað Sa.
Sadhakapitta ~ Hitastig hjartans, sagt vera orsök vitsmuna og skilnings.
Samadhi ~ Trans; þegar hugurinn er svo niðursokkinn í því sem hann leitar, eða í sálinni, að hann gleymir sjálfum sér í athyglinni á einhverju.
Samana ~ Lífsgangurinn sem orsakar niðurbrot fæðu og dreifingu um líkamann.
Samprajnata ~ Einskonar samadhi; í því að huglæg leit er verðlaunuð með uppgötvun sanninda.
Sandhi ~ Tengingarmót jákvæðs og neikvæðs orkufasa. Þetta er samheiti fyrir susumna. Mót tveggja tatwas. Þegar eitt tatwa gengur inn í annað er akasa í milli. Í raun getur ekkert efni gengið í annað án milligöngu þessa gegnumgangandi tatwa. Þetta stig milligöngu er ekki Sandhi. Við slíka tatwic mót verður til nýtt tengingarmót. Það er háð lengd öndunar. Þannig að þegar agni og vayu mætast, er lengdin einhvers staðar á milli þeirra tveggja. Sama á við önnur tatwas. Ef jákvæðir og neikvæðir fasar í einhverju koma fram í reglulegri röð í einhvern tíma, eru sagt að það sé í fasa (Sandhi). Ef það kemur hinsvegar úr andstæðri átt, eyða þau hvort öðru útog niðurstaðan er annað hvort akasa eða susumna. Lesandinn skynjar að er lítill munur og stundum engin munur á akasa, sandhi, og susumna. Ef akasa verður stöðugt, er það susumna; ef susumna leitast við áframhaldndi ferli, verður það akasa. Í raun er akasa það stig sem er undanfari hvers tatwic tilvistar.
Sansakara ~ Tileinkaður hraði; tileinkaðar venjur. Samheiti fyrir Vasana.
Saraswati ~ Gyðja málsins.
Sat ~ Fyrsta stig Alheims, þegar allt form lífsins, jafnvel Iswara, liggja í dvala. Það er stig þegar ósamsett tatwas kemur fram.
Satya ~ Veruleiki; sannindi; sannleikur.
Savichara ~ Innsæi íhugunar (Sjá Nirvitarka og Nirvichara).
Savitarka ~ Einskonar innsæi; málinnsæi.
Shakti ~ Kraftur; neikvæður fasi hvers afl; samneyti við guð, guð sé jákvæði fasi krafts.
Shambhu ~ Karlmennskuþátturinn; jákvæði fasi lífsins. Eitt nafna guðsins Siva.
Shankhini ~ Nadi, með öllum sínum afleiðingum sem gengur til endaþarmsops.
Shastra ~ Hinar heilögu rit Hindúa. Hinir sex heimsspekiskólar.
Shatabhisha ~ Híbýli mánans.
Shatachaksa Nirupana ~ Nafn á heimsspeki Tantrista.
Shelesha ~ Híbýli mánans.
Shivagama ~ Nafn á fornri bók. Núverandi kenning um vísindi öndunar er aðeins einn kafliþeirrar bókar, sem hvergi ern ú að finna.
Shiveta Ketu ~ Nafn forns heimsspekings sem kemur fram í Chandogya Upanishad sem les Brahmavidya með föður sínum Gautama.
Shravana ~ Híbýli mánans.
Shrotra ~ Eyra; Hlustandi lífsefnisins.
Smriti ~ Minniseiginleiki.
Sthula ~ Gróft.
Sthula Sarira ~ Grófi líkaminn sem greindur er frá hærri og fínni þáttum.
Sukha ~ Vellíðunar tilfinning.
Surya ~ Sólin.
Surya Mandal ~ Sá hluti geims þar sem áhrifa sólar gætir.
Suryaloka ~ Sólarhveli.
Susumna (eða: Sushumna) ~ (1) Nadi sem dreifist í miðju líkamans; (2) mænan með öllum sínum tengingum; (3) Ástand krafts sem er hlaðinn með bæði jákvæðum og neikvæðum fasa; þegar hvorki mána-öndun né sól-öndun flæðir, Prana er sagt vera í susumna.
Susupti (eða: Sushupti) ~ Draumlaus svefn. Það stig sálar þegar það sem hugurinn reynir í svefni, er í hvíld.
Swara ~ Straumar lífsbylgjunnar; Hin mikla öndun; öndun manns. Hin mikla öndun, á hvaða sviði lífsins hefur fimm breytur, tatwas.
Swapna ~ Draumur.
Swati ~ Hýbíli mánans.
T T T
T ~ Nafn eins þeirra Nadis sem ganga frá hjartanu.
Th ~ Annað eins og T.
Taijas (eða: Tejas) ~ Það sem varðar agni tatwa; lýsandi eterinn. Sjaldann, en getur verið samheiti fyrir Raurava.
Tamas ~ Samheiti fyrir Avidya.
Tantra ~ Er flokkur kenning um mannlega sál og líkama. Undir það fellur góður hluti yoga. Mál þess er tákn og formúlur átrúnaðs þeirra eru tjáð með orðtáknum sem í dag eru að mestu gleymd.
Tatwa ~ (1) Hreyfing; (2) miðjupúls sem heldur efni í titringsástandi; (3) ákveðið titringsform. Hin mikla öndun gefur Prakriti fimm gerðir af framlengdum frumatriðum. Það fyrsta og mikilvægasta þeirra er akasa tatwa; hin fjögur eru prithivi, vayu, apas, agni. Hvert form og hreyfing ere r birting þessara tatwas ein eða saman.
Treta ~ Annar hringur Chaturyugi, tímabil 3,600 daiva ára.
Trinshansha ~ 30asti hluti stjörnumerkjahringsins.
Truti ~ (1) Tímbilseining: 150 trutis eru jafnar 1 sekúndu; (2) mæling í rúmi; svo mörg truti í tíma sem sól eða tungl færast yfir. Truti er fullkomin mynd af öllu hafi Prana. Það er astral örvera allra lífvera.
Tura ~ Hærri nótur tónlistar, andstætt Komala.
Turya ~ Fjórða stig vitundar. Stig algerrar vitundar. Fyrri þrjú eru: (1) vaka, (2) draumur, og (3) svefn.
Twak ~ Húð.
U U U
Udana ~ (1) Sú lífsbirting sem ber okkur hærra; (2) sú lífsbirting sem hörfar inn í hvíld.
Uddalaka ~ Nafnn forns heimsspekings sem birtist sem kennari í Prasnopnishat.
Upastha ~ Kynfærin.
Uttara Gita ~ Nafn á tantri athöfn.
Uttara Bhadhrapada ~ Híbýli mánans
Uttarashadhna ~ Híbýli mánans
V V V
Vaidhrita (eða: Vaidhriti) ~ Það eru 27 yogas í sporbaug. Colebrook segir, “Yoga er ekkert annað en aðferð til að sýna summu lengdarbauga sólu og mána”, og þannig er það. Vaidhrita er 27di Yoga.
Vairagya ~ Ónæmni fyrir þægindum heimsins.
Vak ~ Gyðja máls; annað nafn á Saraswati.
Vam (V) ~ Orðtákn yfir apas tatwa, frá Vari, samheiti apas.
Vasana ~ Venjur og tilhneyingar hugans til athafna, til að vinna þær.
Vayu ~ Eitt af tatwas; snerti-eterinn.
Vedas ~ Hin fjóru heiögu rit Hindúa.
Vedoveda ~ Birting susumna.
Vetala ~ Illur andi.
Vichara ~ Íhugun. Heimsspekileg greining sjá Kaflann um Yoga.
Vijnana ~ Þýðir bókstaflega, vitneskja. Tæknilega þýðir það andlegt efni og birting þess.
Vijnanamaya Kosha ~ Innsti kjarni andans.
Vikalpa ~ Flókin ímyndun. Fyrir frekari greiningu, sjá Kaflann um hugann.
Vina ~ Strengjahljóðfæri.
Vindu (eða: Bindu) ~ Púnktur.
Vipala ~ Tímaeining: 2/5 úr sekúndu.
Viparyaya ~ Fölsk þekking; eitt fimm birtinga hugans frá Patanjali.
Virat ~ Faðir Manu, og sonur Brahma. Andlegt stig akasa þaðan sem hugar tatwas er upprunnið og og stendur fyrir Manu.
Vishakha ~ Mánaþrenning.
Vishamabhava ~ Ójafnt ástand. Þetta er birting susumna. Í þessari öndun flæðir eitt augnablik úr annari nösinni og því næst úr hinni (sjá athugsemdir á versi 121).
Vishramopanishad ~ Nafn á Upanishad.
Vishuva (eða: Vishuvat) ~ Þetta er birting susumna (sjá athugsemdir á versi 121).
Vitarka ~ Heimsspekileg forvitni.
Vyana ~ Sú birting líf sem stjórnar og viðheldur að hver hluti líkamans haldi lögun sinni.
Vyasa ~ Forn heimsspekingur, höfundur Mahabharata, athugasemdir um Yogasútrur, og sútrur Vedanta og önnur verk.
Vyatipata ~ Ein af 27 yogas (Sjá Vaidhrita).
Y Y Y
Yaksha ~ Flokkur hálfguða.
Yakshini ~ Kvennlega Yaksha.
Yamuna ~ Hugtak notað um vinstra flæði Nadi.
Yashaswani ~ Nadi sem gengur til vinstra eyra.
Yoga ~ Vísindi um athöfn, athygli, og þroska mannlegs huga.