TENGSL LOGÓS VIÐ BIRTINGU SÓLKERFISINS

21. KAFLI
TENGSL LOGÓS VIÐ BIRTINGU SÓLKERFISINS

Okkur mun verða ljóst af skoðun á undangengnum köflum að undirmeð-vitund Logós er tengd Kosmos, en meðvitundin er tengd sólkerfinu. Munum einnig að neikvæðir og jákvæðir kosmískir fasar hafa áhrif á Logós, við nei-kvæðu áhrifin verður vitund hans meira huglæg og því munu kosmísk áhrif vera ráðandi í vitund hans. Samtímis mun logóísk áhrif hverfa að miklu leyti frá birtingu sólkerfisins, það verður til þess að sólkerfið verður undir stjórn þeirra afla sem það hefur skapað á þróunarvegferð sinni.
Þessi tímabil hafa verið nefnd „Dagar og nætur guðs.“ En athugið að það eru tímabil sem eru „Meiri“ og „Minni“ dagar og nætur.
Tengslum Logós við sólkerfi sitt er best lýst með því að muna að þróunarfasar eru fyrir honum, það sem endurfæðing er fyrir manninn.
Útganga og innganga í lífi þróunarhópa hefur í sér reynsluuppskeru fyrir logóíska vitund, eins og einstaklingurinn (sálin) fær frá persónubirtingunni.
Logós sjálfur samsvarar guðlega neistanum.
Sólkerfið, sem hópsálarþáttur, samsvarar einstaklingnum.
Þróunarhópur samsvarar til persónuleika.
Með þessara samsvaranir í huga munt þú geta séð Logós í mynd manns og mann í mynd Logós.
Myndun, þróun og valddreifing í sólkerfi svarar til þróunarhringrásar Logós, þannig þróast hann af röð endurfæðingapúlsa, sem eru lífsöldur þróunarhópanna.
Hver síðari þróunarbylgja fer lengra inní í „formþátt“ sólkerfisins, gerir skipulag þess flóknara, setur það stigi lengra í að nálgast hið fullkomna jafn-vægi krafta sem það leitast við sem heild að ná, og þegar öll birting sól-kerfisins bregst við sem heild er það með fullri sjálfsvitund. Þegar sjálfsvit-und er náð, verður hlutlæg vitund möguleg. Sólkerfið verður þá meðvitað um Logós og gagnkvæmri vitund milli hans og sólkerfisins er komið á.
Í fyrsta lagi höfum við Logós með sjálfsvitund.
Í öðru lagi, til að Logós geti náð hlutlægri vitund þarf eitthvað hlutlægt að vera til staðar sem hann fær vitund um. Logós hefur því myndað hug-tak um sjálfan sig (sólkerfið) og verður meðvitaður um það.
Hugtakið hins vegar, þróar með sér sjálfsvitund gegnum árangurríka þróunarfasa. Logósinn er meðvitaður um þessar breytingar þegar þær eiga sér stað og lagar sig að þeirri vitneskju.
Að lokum þegar sólkerfið hefur náð fullri sjálfsvitund, fær hún hlut-læga vitund og verður meðvituð um Logósinn. Þar sem logóíska vitundin hefur þróast, skref fyrir skref með sólkerfisvitundinni, eru þau eins, eini munurinn er að Logósinn hefur bakgrunn sinn í kosmískum aðstæðum, en sólkerfisvitund hefur bakgrunn sinn í eigin aðstæðum.
Logósinn dregur þá í sig sólkerfisvitundina, því aðdráttarafl kosmískra krafta yfirvinnur samheldni sólkerfiskraftanna.
Öll þessi kerfi skipulagðra viðbragða sem haldið er saman af atómum hins birta sólkerfis, eru því dregin frá sviðum hins birta heims inní kosmíska tilveru og atómin sem sólkerfið var samsett úr, snúa aftur til upphafs síns sem snertihreyfing, óháð öllum æðri kröftum. Þetta er hin „Minna óreiða“ og vísað er til sem „Hinar gömlu nætur“ eða „Nætur ald-anna.“
Af þessu má sjá að þróunarmarkmið er þroski vitundar sem getur sam-einast logóískri vitund og horfið úr fasa endurspeglunar, eða myndaðrar tilveru,—ótrúlegri tilveru—, til þeirrar raunverulegu tilveru í kosmísku á-standi. Þessu er aðeins hægt að ná þegar allt hið birta sólkerfi hefur náð fullkominni samhæfingu. Þetta ástand er það sem kallað er „ Hvíld“ eða „Nótt guðs.“
Minni „Nætur“ eiga hinsvegar sér stað við lok hvers þróunarfasa og varir meðan á þeim tíma stendur þegar Logósinn íhugar þá þætti sem eru ávextir þess þróunarfasa og lagar þá að sinni eigin vitund. Hver síðari hópur guðlegra neista fær innblástur af þessum logóísku breytingum eins og áður hefur verið útskýrt og byrjar því þróun sína með viðbragðseigin-leikum sem þegar hafa verið þróaðir.

Efni hvers sviðs, sem hefur verið notað til að byggja form af tilteknum gerðum, heldur viðbragðaeiginleikum formgerðarinnar eftir að formið hefur horfið og getur því sett það saman mun fljótar í hvert sinn sem það er kallað til að endurtaka ganginn og að lokum hefur það þessi form í eigin skipulags-kröftum. Þess vegna eru síðari lífsbylgjur knúnar til að taka þessi form og þar af leiðandi mótuð af þeim. Þetta er mótsagnakennt, því hver lífsalda sem hefur öðlast frumverkun, er betur hæf en fyrirrennari þess og getur því ekki fallið í sama mótið án þess að endurmótast.
Það verður að skiljast að hver eining í lífshópi hefur erft viðbragðseigin-leika Alheimsins í sinni einföldustu mynd og margbreytileikann frá öllum fyrri sveimum. En þó hún hafi fullkominn einfaldleika að meginreglu, hefur hún óendanlega flókna viðbragðseiginleika.
Kosmísk meginregla eru þekkt og stöðug. Mannleg sál verður að gangast undir hana sem og grundvallarlögmál náttúrunnar. En viðbrögð frumverkanna er ekki hægt að reikna út hjá einstaklingum vegna fjölbreytileika þeirra og allra þeirra mögulegra aðlögunarþátta. Það er aðeins hægt að sjá í tengslum við þróunina því þá er fjöldin meðaltal.
Það er því frumverkunin sem gefur eðlisþáttinn sem þekktur er sem „frjáls vilji“ og það er frjáls vilji sem á tímabilinu milli þróunarfasa og sam-ræmingar Logósarins, sem myndar „jákvæða“ mótstöðu hins birta sólkerfis.

Fræðslan í síðustu tveim fyrirlestrum var einkum til skoðunar á ytri áhrifum á sólkerfið. Nú getum við haldið áfram og skoðað áhrif innan sól-kerfisins.
Höfum í huga að ytri áhrifin eru tvennskonar:—
Fyrsta: (a). Kosmísku áhrifin sem Logósinn verður fyrir og sem hann bregst við og verður fyrir breytingum af.
(b) Þær breytingar endurspeglast á hið birta sólkerfi sem afbrigði og fasi logóískra áhrifa. Þau áhrif eru því ekki stöðug þó sönn séu. Þetta er mikilvægt atriði í andlegri guðfræði, sem víkur frá hefðbundinni guðfræði sem sér guð sem óbreytanlegan, en andleg guðfræði sér guð sem þróast og stökk-breytist eins og annað í samræmi við lögmálin.
Annað: Logóísku áhrifin breytast í samræmi við birtingu á eðli Logósarins sem verður vegna viðbragða hans við þróun sólkerfisins. Við getum því sagt að logóísk áhrif á sólkerfið verða með tvennum hætti og þau verður að taka með í reikninginn á áhrifum er verða á mannlega þróun:—
(a) Af kosmískum uppruna—af stöðu jafndægurspunta og halastjarna,- og
(b) af þróunarviðbrögðum með rannsóknum í líffræði.
Við munum nú halda áfram að fást við aðstæður í hinu birta sólkerfi með tilliti til hvernig maðurinn heldur áfram þróun sinni.
Það má sjá af því sem hefur komið fram í fyrri köflum, að öll viðbrögð og gagnviðbrögð sem eru regluleg, fara í hringi í samræmi við lögmál sólkerfis-sveigju og þau hringviðbrögð mynda „feril í geimnum“ og staðlast, verða þannig að meginreglu. Því er hið birta sólkerfi á hverjum tíma kerfi sameinda og atóma sem haldið er saman af heildarkerfi „ferla í geimnum.“ Með öðrum orðum, skipulögð birting hinnar „Einu birtingar“ er einfaldlega kerfi staðlaðra viðbragða sem „ferlar í geimnum“ og mynda í óhlutbundið mót. (Hugmyndin að „óhlutbundnu móti“ er mikilvæg og á að hafa í huga.)

Þessi stöðluðu viðbragðakerfi eru af margskonar gerðum og hægt er að greina þau af því hvaða þau eru upprunnin. Sum voru skilin eftir af Loga-drottnunum er þeir þróuðust, önnur skilin eftir af Formadrottnunum, önnur af Hugardrottnunum og hvert þessara stöðluðu viðbragðskerfa mynda náttúrulögmálin sem ráða birtingu þessara tilteknu forma og gangverki þeirra og voru byggð upp á þróunarferli þeirra og þau greina sig hvort frá öðru. En hver þróun notast við sköpun forvera sinna, viðbragðagerð forveranna er hægt að finna í erfðum þeirra sem síðar koma, þó hinn greinandi hugur geti ekki séð það. En hinsvegar eru þær einnig til sem sjálfstæð undirlög og það er þekking á aðferðum til að stjórna þeim, kjarna grunnaflanna í hverju náttúruríki, sem er grunnur að starfhæfum göldrum og munið að hver birtingargerð hefur sín kjarnaöfl.
Við munum að hver fasi í hinu birta sólkerfi var byggður upp af fyrri fösum og þeir mynda þróunarsvið fyrir síðari lífsbylgjur. Þannig mun hver lífsbylgja í hverjum þróunarfasa sínum verða bundin aðstæðum á því sviði sem fasinn fer gegnum hverju sinni. Þess vegna er skilningur á sviðunum nauðsynlegur til að skilja vandamál þróunar og vígslu (sem er einfaldlega samþjöppuð þróun).
Lögmál fyrsta eða efnislega sviðsins vinna í gegnum hin fimm efnislegu skynfæri sem tilheyra því sviði og eru almennt vel þekkt sem náttúruvísindi, það er einkennilegt að maðurinn álíti eitt svið tilveru sinnar „náttúrulegt“ og önnur „ónáttúruleg“, það álit er sérkennilegur ávöxtur „frumverkunar“ (Epigenetic). Þessar aðstæður, hvað varðar annað en dýraríkið, hafa sannarlega verið vel rannsakaðar og samkvæmt þessum lögmálum mun líf halda áfram að þróast á efnislega sviðinu. En vísindaleg hugsun telur ranglega að þetta séu einu lögmálin sem til eru og það hefur einkennt vísindin síðustu hundrað árin. Fornmenn voru vitrari, en kannski ekki eins vel upp-lýstir. Ákveðnir skólar í trúarlegri heimspeki, hafa hinsvegar gert gagnstæð mistök og trúað að lífið geti þróast án þessara lögmála á efnislega sviðinu. Það er einnig rangt.

Öfl hvers sviðs eru þar ráðandi, stjórna sviðinu neðan við sig, -og,- þegar þau eru í tengslum við sviðið ofar þeim, þá er þeim aftur á móti stjórnað.
Til dæmis eru lögmál rökhyggjunnar ráðandi á hugarsviðinu. Myndir hugans stjórna tilfinningunum, en myndum hugans er stjórnað af andlegum öflum.
Hvert svið hefur sjálfstæða virkni eða virkni í hringrás, en um leið og sviðið er sett í hringrás er nauðsynlegt að straumurinn sameinist í hringnum á sjöunda sviði, annars mun opin hringur skammhlaupa á vinstri handar leiðina.
Sem dæmi; ef þjálfaður hugur lærir að stjórna tilfinningunum og tilfinningalíkaminn lærir að stjórna efnislíkamanum, þá er um að ræða hringferill sem að hálfu er vitundarstilltur, eða neikvæður, en að hálfu ómeðvitaður, eða jákvæður, þar sem sá ómeðvitaði gefur örvunina. Ef þessi hringur lokast ekki gegnum logóíska mynd á sjöunda sviði, mun hann skammhlaupa frá meðvitundinni í undirvitundina á fjórða eða fimmta sviði, allt eftir týpunni og undirmeðvitundin sem er jákvæð, og örvandi mun verða stjórnandi.
Undirmeðvitundin var byggð upp í fortíðinni og því mun fortíðin verða ráðandi. Fortíðin liggur til vinstri. Sá maður mun snúa aftur til fyrri fasa þróunarinnar og stjórnast af hvötum sínum en halda eiginleikum sínum sem hann hafði þegar öðlast.
Þó þessar hvatir séu fullnægjandi til að stjórna einföldum eiginleikum þessa fasa, eru þær ófullnægjandi til að stjórna flóknari eiginleikum sem hann hafði öðlast áður og þessi maður verður hættulegur þróuninni með því að eyðileggja jafnvægið í sálarhópnum sem hann tilheyrir. Eins og áður hefur verið nefnt, er það það hlutverk ákveðinna Vera sem þróuðust í fyrri lífs-bylgjum að koma jafnvægi á aðlögunarkrafta sólkerfisins, því munu niður-brotsöflin færa hann niður til lægsta samnefnara sviðsins. Það er að segja, hann mun missa alla eiginleika sem hann hafði öðlast í þróuninni og halda aðeins eiginleikum þeim sem hæfa hvötum hans. Ákveðnir skaðlegir og illir vitleysingar verða til með þessum hætti.