10. KAFLI
TENGSL SÓLKERFIS OG VITUNDAR LOGÓS
„En andi Guðs sveif yfir vötnunum og þá sagði Guð; verði ljós og það varð ljós.“
Þú hefur séð af fyrri fyrirlestrum hvernig atóm, eða birtingareiningar sól-kerfis myndast og hvernig straumar og föll hins guðdómlega krafts flæðir gegnum þau svo að nákvæm eftirmynd alheims verður til í smækkaðri mynd—nákvæm samlíking í hringjum sólkerfisins sem hreyfast í minni radíus en í hraðari takti. (Athugið að taktur er einungis tíðni endurtekningar.)
Tveim fösum guðlegrar þróunar hefur verið lýst: —
(a) Þróunarfasa efnisins í sólkerfi.
(b) Þróunarfasa falla og geisla.
Annar er hráefnið sem sólkerfið er gert úr. Hinn er beinagrindin—grunnurinn—sem það er byggt á.
Við höfum því, óhemju magn atóma dreift á svið og undirsvið. Sjö aðskildar gerðir og sjö undirgerðir hverrar.
Við munum nú skoða þriðja guðlega þróunarfasann.
Í upphafi þróunarinnar er Lógosinn einn á því sviði sem síðar verður sól-kerfi hans. Hann hefur aðeins vitund um sjálfan sig, því enginn annar hlutur er í birtingu á því sviði sem hægt er að hafa vitund um.
Við sjáum því að Lógosinn snýr því við viðtekinni hugmynd um þróun vitundar. því hann fær fyrst kosmíska vitund, síðan sjálfsvitund og svo hlutlæga vitund.
Logosinn er nú meðvitaður um að hugarform hefur varpast frá vitund hans inn í áru hans. Það er hægt að líta svo á að sólkerfi sé ára Guðs.
Þessi vitund um hlutlægi framkallar viðbrögð í vitund Lógosins. Fyrir hendi er huglæg-hlutlæg aðlögun og slík aðlögun framkallar samsvarandi breytingu í endurspegluðu sólkerfi sem verður þannig hæft fyrir huglægum-hlutlægum áhrifum. Slíkt samband eða gagnkvæmni myndast milli Lógosins, eða hinnar Miklu Veru, og þeirrar myndvörpun guðlegrar vitundar sem er hið nýskapaða sólkerfi.
En það má ekki líta svo á að vitund Lógos sé takmörkuð við efnislegt sólkerfi sitt. Einbeitt guðleg vitund, eða virk vitund er með þeim hætti tak-mörkuð, að einbeitta eða virka vitund er aðeins hægt að byggja upp með meðvitund og viðbrögðum við hlutum, en undirmeðvitund Lógos er meðvituð um alheiminn og hefur áhrif á vitundina, enda grunnur hennar og baksvið. Þegar kosmísk föll, há og lág flæða um hringina þá örvast samsvar-andi þættir í undirmeðvitund Lógos og áhrifin koma fram í vitund hans og áfram í sjálfsmyndun hans, sólkerfinu, og virk vitund Lógos meðtekur þau þar svo að óendanleg röð viðbragða og aðlögunar að þeim heldur áfram, í fyrstu í stærri og einföldum hreyfingum en smásaman margfaldast þær og verða óendanlega flóknar.
Allar þessar aðlaganir hafa áhrif á atómefni hins nýborna sólkeri og ákvarðar eðli og einkenni samsetningu þeirra. Það eru þessi einkenni sem maðurinn uppgötvar sem náttúrulögmál eða athugaðar endurtekningar. Þannig er eðli hlutanna ákvarðað, það er innbyggt í þá af logóískum við-brögðum við aðstæðum í kosmísku umhverfi og þessar aðlaganir halda stöðugt áfram. Þær hætta ekki við fasalok og hverfa, heldur halda áfram eins lengi og atómiska undirsviðið sem það tilheyrir er í tilveru. Þannig heldur þróun náttúruaflanna áfram, óháð þróun lífs og forma eins og við þekkjum það.
Lokað er fyrir athugasemdir.