V. Prana (II)

V. Prana (II) ~
Pranamaya Kosha (Orkulíkaminn- orka lífsins) tekur þremur breytingu að degi og nóttu: vaka, draumur, og svefn (jagrata, swapna, susupti). Þessar þrjár breytingar skapa samsvarandi breytingar í manamaya Kosha (hugarlíkaminn), og af þeim, vitund um breytingar á lífinu. Hugurinn liggur í raun að baki prana. Strengir (tatwic línurnar) fyrri verkfæra eru fínni en núverandi; það er að segja, þeir fyrri hafa meira tíðnissvið en núverandi á sama tímasviði. Spenna er á milli þeirra, og í slíkri stöðu með titringi annarar, byrjar hinn sjálf að titra. Breytingarnar sem hugurinn verður fyrir eru svipaðar, og vitundin um fyrirbærið verður til. Það gerist hinsvegar eftir á.

Mitt markmið er að lýsa öllum þessum breytingum á prana, eðlilegum eða áunnum, sem myndar jarðneska reynslu, og sem í þróun aldanna hefur skapað hugann. Þessar breytingar skiptast í þrennt,: vöku, draumaástand, og svefn. Vaka er jákvætt, svefn er neikvætt ástand prönu; draumaástand er samtenging þessara tveggja (susumna sandhi). Eins og staðhæft var í fyrri kafla, ferðast sólarstraumur í jákvæða stefnu á daginn og við erum vakandi. Þegar nóttin nálgast hefur jákvæður straumur verið drottinn líkamans. Hann hefur náð svo miklum styrk að skynsamleg virkni tapar almennum tengslum við ytri veröldina. Skynjun og virkni minnkar og vökuvitund líður hjá. Ofgnótt jákvæða straumsins minnkar, tatwic strengir hinna mismunandi stöðva slakna og minnka svörun við venjulegrum eterískum breytingum ytra umhverfis. Ef á þessum púnkti jákvæði straumurinn fer fram yfir eðlileg mörk, mun dauði eiga sér stað, prana myndi hætta að hafa nein tengsl við grófa líkamann, venjulegt faratæki hins ytra tatwic breytist. En á því augnabliki sem prana fer úr hjartanu, kemur neikvæður straumur inn og það byrjar að vinna gegn áhrifum þess fyrra ástands. Þegar prana kemur í mænuna, hafa áhrif jákvæða straumsins alveg horfið og við vöknum. Ef styrkur neikvæða straumsins fer yfir eðlileg mörk á þessu augnabliki af einhverjum ástæðum, veldur það dauða, en á þessari stundu, á miðnætti kemur jákvæður straumur inn og vinnur gegn áhrifum þess fyrri. Jafnvægi +,og – heldur sál og líkama saman. Ef styrkur hvors straums er of mikill, leiðir það til dauða. Við sjáum því tvennskonar dauða: jákvæðs eða taugakerfis, og neikvæðs eða hjartans. Í hinum fyrri fara hin fjögur hærri grunngildi út úr líkamanum gegnum höfuðið, brahmarandhra, efti mænunni; í hinu síðari fara þau út um munn gegnum lungu og barka. Auk þessara er almennt talað um sex tatwic dauða. Þeir hafa allir sína mismunandi leiðir fyrir hinn æðri grunngildi. Við munum að sjálfsögðu fjalla meira um það. Á þessu stigi skulum við rannsaka frekari breytingar á prana.

Það eru ákveðnar birtingar prana sem virka í öllum þremur tilvikum. Eins og nefnt hefur verið áður, þá hafa sumir skipt þessum birtingum í fimm meginstig. Þau hafa mismunandi stöðvar í mismunandi hlutum líkamans, þaðan sem þær ráða öllum hlutum hins efnisleg hjúps. Þannig:
Jákvæð: (1) Prana, hægra lunga; Neikvætt: Prana, vinstra lunga. Prana er birtinglísspólunnar sem dregur andrúmsloftið inn í kerfið.
Jákvætt: (2) Apana, tækið sem skilar úrgangi, hinar löngu garnir, etc.; Neikvætt: Apana, þvagverkfærið. Apana er það sem skilur út úr kerfinu, því sem ekki er lengur þörf fyrir.
Jákvætt: (3) Samana, maginn; Neikvætt: Samana, skeifugörnin. Samana er það sem dregur inn og færir næringarvökvann til allra hluta líkamans.
Jákvætt: (4) Vyana, um allan líkamann, birtist í mismunandi ástandi í mismunandi líffærum (á hægri hlið); Neikvætt: Vyana, um allan líkamann(á vinstri hlið). Vyana er það sem ber lísstrauminn til baka til – hjartans og heilans. Það er því það sem veldur dauða, staðbundnum eð almennt.
Positive: (5) Udana, í tauga og hjartastöðvunum (hægri hlið), og svæði koksins; Neikvætt: Udana, í tauga og hjartastöðvunum (vinstri hlið).

Ef Prana minnkar frá einhverjum hluta líkamans (af einhverri ástæðu), tapar sá hluti orku og virkni. Það er staðbundinn dauði. Sú er ástæðu fyrir, heyrnarleysi, blindu, vanvitahætti ofl. Það er einnig ástæða meltingarvandamálum. Almennur dauði er með svipuðum hætti. Ofgnótt orku í hvorum hinna tveggja strauma setur prana í susumna, og heldur ekki út. Nauðsynlegt orkuflæði líkamans er þannig stíflað. Því fjarri miðjunum (hjarta og heila), því fyrr deyja þeir. Þannig hættir púlsinn að finnast á svæðinu og hann minnkar og minnkar, þar til hann finnst hvergi.
Hinsvegar er það að vaxandi púls, sem við hagstæðar aðstæður, skapar vöxt léttleika og lipurð.
Auk líffæra líkamans sem nefnd hafa verið, þá er það birting vyana sem þjónar því hlutverki að viðhalda virkni hinna fimm skilningavita. Líffæri hins efnislega líkama og orka prana sem birtist í þeim ganga bæði undir sama nafni. Sem eru:
Starfandi líffæri og orka: (1) Vak, öndunarfærinn og orka talfæra; (2) Pani, hendur og hreyfiafl; (3) Pada, fætur og og gönguafl; (4) Payu, endaþarmsop; (5) Upastha, kynfæri og geta til að draga þau saman.
Skynfæri og orka: (1) Chaksus, augu og sjónhæfni; (2) Twak, húð og snertiskyn; (3) Srotra, eyru og heyrn; (4) Rasama, tunga og bragðskyn; (5) Cobrana, nef og þefskyn. Staðreyndin er að að mismunandi orka er grundvöllur virkni þessara líffæra. Það er áhugavert að rekja tatwic breytingar og áhrif þessara lífsbirtinga.
Prana: Við heilbrigði vinnur prana í öllu kerfinu í einni tatwic miðgerð á hverjum tíma. Við sjáum að bæði við neikvæða og jákvæða strauma eru fimm tatwic breytingar. Litur prana við báða strauma er hvítur litur; við jákvæðan straum er hann örlítið rauðleitur. Sá neikvæði er rólegri og mýkri en hinn.
Tatwic breytingarnar gefa hverjum hinna fimm nýja litafasa. Þannig:
Jákvæður ~ rauðleitur hvítur/ Neikvæður ~ hreinn hvítur:
(1) vayu tatwa, blár; (2) agni tatwa, rauður; (3) prithivi, gulur; (4) apas, hvítur; (5) akasa tatwa, dökkur
Það er staðreynd að það er litamunur á + og – tatwic. Það eru því almennt tíu litafasar á tatwic.
Jákvæði straumurinn (rauðleiti hvíti) er heitari en sá neikvæði (hreinn hvítur). Því má segja að jákvæði straumurinn sé heitari og sá neikvæði kaldari. Hver þeirra tekur því fimm hitabreytingum. Agni er heitastur, sá guli næstur; vayu verður kaldari, og apas er kaldastur. Akasa er ástand sem hvorki kólnar né hitnar. Hitnun er það ástand er hættulegast, ef það er viðvarandi, leiðir það til dauða, sjúkdóma og vanhæfni. Það er ljóst að ef kælandi tatwa kemur ekki inn til að vinna á móti í tíma, mun gangvirki lífsins skaðast. Réttur litur og hitavirkni orkunnar mun truflast og sjúkdómar, vanhæfni og dauði er ekkert annað en truflun á mismunandi stigi. Tilfellið er það sama ef hitun tatwa kemur ekki inn á réttum tíma eftir kólnun.

Það er auðvelt að skilja að breytingar á lit og hita tatwic verða ekki skyndilega. Þær færast hægt og rólega inn í hver aðra og tatwic blanda sýnir marga liti – svo marga, í raun alla liti sem sólar prana hefur í sér. Hver þessara lita leitast við að viðhalda heilbrigði líkamans eins lengi og hann á til og breytir ekki um lit fyrr en sjúkdómur sýnir sig. Það eru því möguleikar á að fjölda sjúkdóma, eins og litir sólarinnar eru margir.
Ef einhver einn litur dvelur við, þá hefur einn eða fleirri verið til staðar um tíma á undan honum; á svipaðan hátt, ef einn litur dvelur minni tíma en hann ætti, verða annar eða aðrir sem koma í stað hans. Þetta gefur til kynna tvær aðferðir við að lækna sjúkdóma. En áður en við ræðum það, er nauðsynlegt að rannsaka eins vel og mögulegt er ástæðuna sem lengir að styttir eðlilegra lengd tatwas.

Snúum okkur að Prana: Lungun eru mikilvægasta lífsgildið, því virkni þeirra færir okkur gildismesta tatwic ástand líkamans. Af þeirri ástæðu er mikilvægi þess gefið nafnið prana.
Þar sem prana vinnur í lungunum, taijas stöðvunum (þ.e., stöðvum lýsandi etersins), eru lungun mótuð í þenjandi þríhyrnda lögun, andrúmsloftið rennur inn, og innöndunarferlið er klárað. Með hverju truti, veldur gagnpúls straumum prana. Lungun fara aftur í upphafstöðu við þennan gagnstæða straum og loftið fer út. Loftið sem fer þannig þrýst út ber þrýhyrningslaga form. Vatnsgufan sem þetta loft inniheldur gerir okkur kleyft með tilraun að sanna þetta. Ef við tökum spegill, setjum undir nasirnar og öndum stöðugt mun vatnsgufa úr önduninni þéttast og sjá má að hún myndar form. Í tilfelli agni, er þetta form þríhyrningslaga. Önnur persóna þarf að skoða þetta á speglinum á meðan tilrauninni stendur því gufan hverfur fljótt.
Í tilfellum annara tatwas taka lungun á sig þeirra form, og spegilinn gefur okkur sama form. Í tilfelli apas sjáum við hálfmánalögun, í vayu sporöskjulögun, og í prithivi ferhyrningslögun. Í blöndun þessara tatwas fáum við aðrar formmyndanir: ílanga, ferhyrnda, hringlaga, ofl.
Það má einnig nefna að hin lýsandi eter ber efni úr andrúmsloftinu til stöðva í eternum og þaðan til allra hluta líkamans. Aðrir eterar taka einnig til sín efni til sinna stöðva. Það er ekki nauðsynlegt að rekja vinnu annara birtinga hverja fyrir sig. Það má hins vegar segja að þó allar fimm tatwas vinni í öllum fimm birtingunum, er hver þessara birtinga heilög fyrir eina af þessum tatwas. Í prana ræður vayu tatwa, í samana ræður agni, í apana ræður prithivi, í vyana ræður apas, í udana ræður akasa. Það má minna lesandann á að almenni litur prana er hvítur, og það sýnir hvernig apas tatwa ræður í Vyana. Myrkur akasa er myrkur dauðans, o.s.f.v., sem orsakast af birtingu udana.

Í lífinu eiga þessar tíu breytingar sér ávallt stað með um 26 mínútu millibili hver. Í vöku, í svefni, eða í draumi, halda þessar breytingar áfram. Það er aðeins í tveim susumnas eða akasa að þessar breytingar verða mögulegar í augnablik, því það er fyrir þær að þessar tatwic birtingar koma fram í líkamanum. Ef það augnarblik er framlengt verður orka prana áfram möguleg, og í dauðanum er prana þannig mögulegt ástand. Þegar þær ástæður sem geta lengt tímabil sjálfsins og þær ástæður dauðans eru fjarlægðar, fer þetta einstaklings prana úr því að vera mögulegt í að vera raunverulegt, jákvætt, eða neikvætt ástand eftir atvikum. Það mun lífmagna efnið og þróa það áfram til þess sem uppsafnaðir möguleikar leiða.
Eitthvað má segja um starf skilningsvita og líffæra.
Almennt má segja að athöfn er tatwic hreyfing. Hún getur gerst í vökuástandi en ekki í svefni að draumi. Þessi tíu líffæri hafa tíu liti:
Skilningavit: (1) Auga, agni, rautt; (2) Eyra, akasa, dökkt; (3) Nef, prithivi, gult; (4) Tunga (bragð), apas, hvítt; (5) Húð, vayu, blátt;
Vinnulíffæri: (1) Hönd, vayu, blátt; (2) Fótur, prithivi, gult; (3) Tunga (tal), apas, hvítt; (4) Endaþarmsop, akasa, dökkt; (5) Kynfæri, agni, rauð.
Þó að þessi séu algengustu tatwas í þessum stöðvum, geta önnur tatwas komið í staðinn. Við höfum rauðleitan gulan í augum, rauðleitan hvítan, dökkrauðan, rauðleitan bláan, og svipað í öðrum líffærum. Þessi fimmskipting litanna er almenn; í raun er næstum ótölulegar litasamsetninga í hverjum þessara.
Með hverri virkni hvers þessara tíu líffæra, hvert þeirra og líkaminn í heild tekur á sig mismunandi liti, sem tiltekin tatwic hreyfing myndar við þá virkni.

Allar þessar breytingar á Prana standa fyrir summu okkar eigin reynslu í heiminum. Búin þessu verkfæri, byrjar prana mannlega pílagrímsgöngu í félagi við hugann, sem er þróaður að því marki sem tengjist „Ég er“ ahankara eða vijnana, fjórða grunnstiginu neðan frá, með þessari birtingu prana. Tíminn setur í það alla ótölulegu liti alheimsins. Allar upplifanir skynfæranna í öllum fjölbreytileika sínum safnast inn í prana, eins og dagleg reynsla okkar felur í sér mörg skilaboð á sama tíma. Á sama hátt safnast saman virkni líffæranna og almenn starfsemi líkamans í þetta prana til að birta sig eðlilega.

Nokkrar útskýringar skýra þetta betur:
Kynferðisleg tengsl ~
Kynfæri agni tatwa karls eru jákvæð, en kvenna neikvæð. Hin fyrrnefndu eru heitari, harðari, og ákafari en þau síðarnefndu; þau eru kaldari, mýkri og rólegri. Þessir tveir straumar hafa tilhneyingu til að renna ínn í hvorn annan, og fullnægjutilfinning verður ef þessir tveir straumar hafa sinn gang; ef ekki, verður óróartilfinning niðurstaðan. Uppruni þessara tilfinninga verður efni undir heitinu manomaya kosha (hugræn gildi). Hér ræði ég aðeins um litbrigði prana við virkni eða vanvirkni þessarar lífsorku. Jákvæður agni hefur tilhneyingi til að verða neikvæður, og öfugt. Ef því er ekki leyft að hafa sinn gang, mun endurtekinn púls þess tatwa snúast gegn sjálfu sér, stöðinni vex styrkur, og hvern dag mun allt prana litur þess verða æ djúprauðari. Stöðvar agni tatwa um allan líkamann verða öflugri í virkni sinni, meðan allar aðrar fá á sig almenna rauðleitni. Augun og maginn verða styrkari. Þetta er hinsvegar aðeins tilfellið innan ákveðinna takmarka og kringumstæðna. Ef agni öðlast of mikinn styrk, mun virkni allra annara tatwas stöðva skerðast við oflitun á agni, og sjúkdómar og vanvirkni er niðurstaðan. Ef maðurinn hinsvegar nýtur oftar en hann ætti, og á öðrum stöðum, fær karl-prana litun af kvenn-agni, og öfugt. Þetta leiðir til veikingu allra stöðva þessa tatwa, og kvennlitar allt pranað. Maginn kólnar niður augun verða veikari, og dregur úr karlmennsku. Ef hinsvegar fleirri en eitt kvenn-agni tekur sér stöðu karl-prana, og öfugt, mun almennt mótandi tatwa verða dýpra og sterkara. Allt prana skerðist enn meira, meiri vanvirkni er afleiðingin, and sæðisfrumur, getuleysi, og annað slíkt mótar litun prana. Auk þess munu karl- og kvenn- agni sem hafa tekið sér stöðu í hvers annars prana hafa tilhneyingu til að vera andstætt hvort öðru.
Ganga ~
Gefum okkur að maður sé gefinn fyrir göngu. Prithivi tatwa fótanna fá styrk, og gulur litur litar allt prana. Allar prithivi stöðvar líkamans byrja að vinna hratt; agni fær milda og heilnæma viðbót við orku sína, allt kerfið leitast til heilbrigðs jafnvægis, hvorki og heitt né of kalt og almenn vellíðan ásamt krafti, fjöri og ánægja er afleiðingin.
Tal ~
Til viðbóta set ég fram eina útskýringu af virkni Vak (máls), en læt lokið efni um virkni líffæranna. Orka (Sakti) máls (Vak, saraswati) er ein mikilvægasta gyðja í Hindúískum átrúnaði. Apas tatwa er aðalinnihald prana sem gengur fram í myndun þessa lífsfæris. Því er litur þessarar gyðju sagður hvítur. Raddböndin með barkakýlið að framan myndar vina (tónverkfærið) gyðjunnar.

Myndin hér að ofan er af hljóðverkfærinu, AB er skjaldkyrtilinn, breitt brjósk myndar vörn fyrir kokið, og er meira áberandi á körlum en konum. Neðan við það er hringlaga brjósk C, the crecoid. Innan við það, eða heldur á því, eru strengd raddböndin, a og b.
Loftið gengur yfir raddböndin við öndun og við það titra þau, og hljóð myndast. Venjulega eru raddböndin það slök að þau gefa engin hljóð frá sér. Apas tatwa, mjólkurhvíta málgyðjan, framkallar alla virkni fram til að strekkja þessi bönd. Þegar hálfmána straumur apas tatwa gengur eftir þessum böndum, þau eins og skreppa saman upp og skálar myndast á böndunum; verða strekktari.
Dýpt þessara skála fer eftir styrk apas straumsins. Því dýpri sem þær eru, því strekktari eru raddböndin. Skjaldkirtilinn þjónar því að breyta styrkleika hljóðanna sem eru mynduð. Það er gert hér og nægir að sýna að að mótandi kraftur til að framleiða hljóð er af apas tatwa eða Prana. Auðvelt er að skilja að það eru ákveðnar eterískar aðstæður í ytri heiminum sem efla apas tatwastöðvarnar; straumurinn sem streymir með raddböndunum sem verða strekkt og hljóð myndast. En efling þessara stöðva kemur einnig frá sálinni gegnum hugann. Notkun þessara hljóða sem þróast eins og hugsun er gifting Brahma (Vijana mayakosha, sálarinnar) og Saraswati, málorka í manninum.
Þó apas tatwa raddkerfisins sé aðal drifkrafturinn í að framkalla hljóð, er það aðlagað í samræmi við kringumstæður í samtengingu við önnur tatwas í mismiklu mæli. Svo langt sem mannleg geta nær, um 49 breytur hafa verið skráðar undir nafni swara. Það fyrsta þá eru sjö almennar nótur. Þær geta verið jákvæðar eða neikvæðar (tivra and komala), og hver þeirra hefur þrjár undirskiptingar. Þessum nótum er síðan skipað í átta raga, og hvert raga hefur nokkur ragini. Einfalt ragini getur þannig verið skipað í önnur, og hvert ragini getur haft margar nótnasamsetningar. Breytileiki hljóðs getur þannig orðið næsta ótölulegur. Allur þessi breytileiki fæst með breytingum á spennu raddbandanna, Vina af Saraswati, og þessar spennur breytast með mismunandi styrk apasstraumsins, sem framkallast af yfirsetningu annara tatwas.
Hver breyting hljóðs hefur eigin lit sem hefur áhrif á alla prönuna á sinn hátt; tatwic áhrif af öllum þessum hljóðum eru skráð í tónlistbækur. Suma sjúkdóma má lækna og góðar og slæmar tilhneyingar eru mótaðar í prana með krafti hljóðsins. Saraswati er öflug gyðja og stjórnar prana okkar til góðs eða ills eftir atvikum. Ef söngur eða nóta er lituð af agni tatwa, þá litar hljóðið prana rauða, og með sama hætti vayu, apas, akasa, og prithivi, bláa, hvíta, dökka, og gula. Rauðlitaður skapar hita; það kann að orsaka reiði, svefn, meltingu, eða roða. Akasa litaður söngur orsakar hræðslu, gleymsku ofl., Söngur getur getur á svipaðan hátt gefið prana litun af kærleika, fjandskap, tilbeiðslu, siðferði, eða ódauðleika, allt eftir tilfellinu.

Snúum öðrum lykli. Ef orð sem fram er borið af agni tatwa — reiði, kærleikur, losti – litast prana okkar rauðu, og sú rauðleitni snýst gegn sjálfum okkur. Það getur brennt upp efni okkar, og við munum líta illa út og hafa 10,000 aðra sjúkdóma. Skelfileg málagjöld reiðiorða! Ef orð okkar eru hlaðin háleitum kærleik og tilbeiðslu, vingjarnleika og góðu siðferði, orð sem gefa ánægju og fullnægju hverjum þeim sem á hlustar — liti prithivi og apas – verðum við elskandi og elskuð, tilbeiðandi og tilbeidd, vinsamleg og siðleg, ánægð og vingjarnleg, fullnægjandi og ávallt fullnægð. Ögun málfarsins sjálfs — satya Patanjalis – er því eitt af æðstu gildum Yoga.
Skynjunartilfinning litar prana á sama hátt. Ef við sjáum of mikið af, of mikið af þægilegum hljóðum, of mikið af þægilegum ilm, o.f.l., mun litun þessara tatwas verða yfirspennt og ráða prana okkar. Ef við erum of hugfangin af fallegum konum, eða söng orða þeirra, guð hjálpi okkur, því almenna og ekki minnstu áhrifin á pranas okkar mun verða kvennlitun. Ef það væri aðeins ást á konu, getur maður forðast þessa ofureftirlátsemi, því kvenneiginleikar í karlmönnum fá ekki náð í augum kvenna.

Þessar útskýringar eru nægilegar til að skýra hverning litun tatwic af annari náttúru safnast upp í eigin prana. Það kann að vera nauðsynlegt að segja að engir nýjir litir gangi inn í myndun prana. Allir litir alheimsins eru þegar til staðar nú þegar, alveg eins og þeir eru í sólinni, frumgerð prana. Litunin sem ég hef rætt er aðeins styrking þessa sérstaka lits að því marki að hún kastar öðrum í skuggann. Það er þessi truflun jafnvægis sem er tí fyrsta lagi orsökuð af breytileika mannlegs prana, og í öðru lagi þeim ótölulega fjölda sjúkdóma sem holdið erfir.
Héðan er ljóst að hver athöfn mannsins gefur prana hans sérstakan lit og sá litur hefur áhrif á allann efnislíka hans. Hvenær mun tiltekinn tatwic litur hafa áhrif á hann? Venjulega fer það eftir svipuðum tatwic aðstæðum af ytri heimi. Það þýðir að ef agni tatwa hefur öðlast styrk í prana á einhverri tiltekinni tímaskiptingu mun styrkurinn sýna sig þegar þegar sú tímaskipting kemur aftur. Áður en við reynum að finna lausn á þessum vanda, er nauðsynlegt að skilja efirfarandi sannindi:

Sólin er megin lífsgjöf allra lífvera í kerfinu. Á því augnabliki sem ný vera kemur í tilvist breytir sólin eiginleikum hennar, allt eftir gerð verunar. Sólin viðheldur jákvæðu lífi verunar. Ásamt sólinni byrjar tunglið að hafa áhrif á veruna með sínum hætti. Það viðheldur neikvæðum þætti hennar. Pláneturnar hafa hver fyrir sig áhrif á lífverurnar. Til að einfalda hlutina hef ég aðeins fjallað um sólina og tunglið, drottna jákvæða og neikvæða strauma í hægri og vinstri helming líkamans, heilans og hjartans, tauga og æðakerfanna. Þeir eru tveir megin uppruni lífs, en við verðum að muna að plánetur hafa áhrif til breytinga á þessa strauma. Raunverulegar tatwic aðstæður hverrar stundar er ákvörðuð af öllum sjö plánetunum, alveg eins og sólin og tunglið. Hver pláneta ákveður hina almennu tatwic aðstæður augnabliksins, og þær aðstæður innprentast í veruna sem fæðist á því augnabliki. Þessar breytingar svara til birtingu litar prana sem varð á þeirri stundu. Gerum ráð fyrir að rauður litur hefur komið inn í prana þegar tunglið var á annari gráður (2°) í Voginni (Libra). Ef truflandi áhrif annara plánetna eru ekki til staðar, mun rauður litur birta sig hvenær sem tunglið er í sömu stöðu; í öðrum tilfellum, þegar truflandi áhrif eru fjarlægð. Getur það sýnt sig í mánuði, eða það getur frestast um aldir. Það er mjög erfitt að ákvarða tíma hvenær athöfn hefur áhrif sín. Það fer að miklu leyti eftir styrk áhrifa athafnarinnar. Þeim styrk má skipta í tíu stig, þó sumir gangi lengra.
(1) Strax: Þetta styrktarstig hefur áhrif þá og þar;
(2) 30 gráðustyrkur: Í því tilfelli sýna áhrifin sig þegar hver pláneta er í sama merki og þegar athöfnin átti sér stað in the same sign as at the time of the impression;
(3) 15 gráðustyrkur: Hora; (4) 10 gráðustyrkur: Dreskana; (5) 200 gráðustyrkur: Navaansha; (6) 150 gráðustyrkur: Dwadasansa; (7) 60 or 1 gráðustyrkur: Trinsansa; (8) 1″ styrkur: Kala; (9) 1’’’ styrkur: Vipala; (10) 1’’’’ styrkur: Truti.
Í hvaða prana, í öllum athöfnum, nær agni tatwa sterkasta mögulega stöðugu algengi með varðveislu líkamans, tatwa mun byrja að hafa áhrif þá og þar, þar til það er hefur ofreynt sig að ákveðnu marki. Þá verður það í láginni og sýnir sig hvenær sem sama pláneta er í sömu sölum. Dæmi getur útskýrt þetta betur. Segjum að eftirfarandi staða plánetna á tilteknu augnabliki marki tilvistar (tatwic) aðstæður þegar einhver gefin litbrigði hafa komið í prana:
3ðji april, þriðjudagur ~
Pláneta merki Gráða Minuta Sekúnda
Sun        11       22      52        55
Moon      8       16        5          9
Mercury 10       25      42        27
Venus     11      26      35        17
Mars         5      28        1        40
Jupiter      7      15      41         53
Saturn       3       9       33         30
Gerum ráð fyrir að á þessum tíma, að athöfn hafi átt sér stað. Núverandi áhrif mun hverfa innan tveggja stunda tungls straums sem líður hjá á þessum tíma. Þá verður hann í láginni þar til þess tíma sem þessar plánetur eru aftur í sömu stöðu. Eins og þetta ber með sér í þessari stöðu sem eru níu eða fleirri að tölu.
Um leið og þessi tími líður hjá fær prana ríkjandi lit, áhrifin á efnislíkamann liggja því í láginni. Þau koma aftur í ljós á almennan hátt þegar plánéturna ná sömu stöðu á ný. Eitthvað af styrknum hefur dvínað á þessum tíma, og orkan fer í dvala þar til hún sýnir sig í smámynd í hvert sinn sem hálf-staða á sér stað, og svo áfram þegar eitthvað af þessu plánetum koma í þessa stöðu og þá er orkan aðeins tilhneying.

Þessar nauðsynlegu athuganir þó ónákvæmar séu, leitast við að sýna að áhrif sem myndast á prana, af einhverri athöfn, hversu lítilfjörleg hún er, tekur í raun aldir að fjara út þegar pláneturnar ná sömu stöðu og þegar athöfnin átti sér stað. Því er þekking á stjörnufræði í hávegum höfð í dulspeki Veda átrúnaði. Eftirfarandi athuganir geta hins vegar upplýst þetta hér á undan eitthvað betur.
Eins og áður hefur verið getið er prana mayokosha (orkulíkaminn) nákvæm mynd af Prana jarðarinnar. Reglulegir straumar fínni orku náttúrunnar á jörðunni ganga eftir sömu lögmálum og lífið; alveg eins og Stjörnudýrahringurinn (Zodiac), prana mayakosha er skipt í hús o.s.f.v. Norður og suðurhalli öxulsins samsvarar hjartanu og heilanum. Hver þeirra hefur 12 skiptingu; það eru hin 12 dýramerki stjörnuhringsins. Dagleg hringrás gefur okkur 31 chakras sem áður var getið. Það eru jákvæð og neikvæð minni hússkipting. Þá höfum við einn þriðja, einn níunda, einn tólfti og svo áfram að því marki, eða skipting og undirskipting af því. Hvert chakra, bæði daglega og árlega, er í raun 360 °, alveg eins og hinir miklu hringir himnasviðanna. Gegnum chakra eru sjö lífsstraumarnir tengdir:
(1) Sólar, (2) tungls, (3) Mars, agni, (4) Merkúr, prithivi, (5) Júpiter, vayu, (6) Venus, apas, (7) Satúrn, akasa.
Það er alveg mögulegt að í sama chakra gangi allir eða einn eða fleirri þessara strauma á sama tíma. Lesandanum er bent á nútíma rafstrauma í þessu sambandi. Það er ljóst að raunverulegt ástand prana ákvarðast af stöðu þessara staðbundnu strauma. Ef einn eða fleirri þessara tatwic strauma er efldur með athöfnum okkar, undir áhrifum þessara plánetna, þá er það aðeins þegar sama staða þeirra kemur upp að tatwic straumurinn birtir sig í fullum styrk. Hann getur birtst með minni styrk á mismunandi tímum, en fullur styrkur mun aldrei verða með fullum styrk nema að staða þeirra sé nákvæmlega eins. Það getur tekið aldir og það er alveg mögulegt að áhrifin komi ekki fram í núverandi jarðlífi. En af því leiðir að annað líf er nauðsynlegt á þessari jörð.
Uppsöfnuð tatwic áhrif lífsgöngunnar gefur hverju jarðlífi sinn eigin lit. Sá litur hverfur smásaman þegar hlutar hans hverfa eða missa styrk, einn af öðrum. Þegar einstakir hlutar þessa samsetta litar eyðast eðlilega út, dofnar hinn almenni litur lífsins. Efnislíkaminn sem við fengum við fæðingu með þessum sérstaka lit hættir að bregðast nú við almennt ólíkum pranalit. Prana gengur ekki út úr susumna. Dauði er niðurstaðan.

Dauði ~
Eins og fyrr var sagt er venjulegur dauði tvennskonar, jákvæður gegnum heilann, og neikvæður gegnum hjartað. Þetta er dauði gegnum susumna. Í þessu öllu er tatwas mögulegt. Dauði getur einnig átt sér stað gegnum önnur nadis. Í þeim tilfellum er það ávallt fyrir eitt eða fleirri tatwas.
Prana gengur inn í mismunandi svið eftir dauðann, allt eftir hvaða leið það fór úr líkamanum:
(1) Neikvæða susumna færir það til tunglsins; (2) jákvætt susumna færir það til sólarinnar; (3) agni annara nadi færir það til hæðanna sem eru þekktar sem Raurava (eldur); (4) apas annara nadi færir það til hæðanna sem þekktar eru sem Ambarisha, og svo áfram, akasa, vayu, og prithivi færa það til Andhatanusra, Kalasutra, og Maha kala (Sjá Yoga Sutra, pada 111, Staðhæfing 26, athugasemd).
Neikvæða leiðin er algengasti vegurinn sem prana tekur. Hann leiðir til tunglsins (chandraloka) því það er drottinn neikvæða kerfisins, neikvæðra strauma, neikvæða susumna hjartans, sem er því áframhald tungls prana. Prana sem hefur almennt neikvæðan lit getur ekki annað en farið eftir þessari leið, og færist til síns eðlilega uppruna, meginstöðvar hins neikvæða prana. Þeir sem hafa tveggja stunda tunglstraum fara reglulega þennan veg.

Prana sem hefur misst styrk síns jarðneska litar, eflir tunglefnið í samræmi við eigin styrk, og myndar þannig fyrir sig einskonar aðgerðarlaust líf. Í þessu tilfelli er hugurinn í draumaástandi. Tatwic orkuáhrif líða hjá á sama hátt og í dagdraumum. Eini munurinn er að í þessu ástandi er ekki til staðar sterkur yfirborðskraftur tatwic áhrifa. Þetta draumaástand einkennist af mjög mikilli ró. Hvað sem hugur okkar hefur af áhugaverðri reynslu þessa heims, hvað sem við höfum hugsað, heyrt, séð eða notið, skynjun ánægju, gleði apas og prithivi tatwa, veik kærleikslöngun agni, gleymska akasa, allt birtist eitt af öðru í fullkominni ró. Sársaukafullar tilfinningar birtast ekki, því sársauki birtist þegar einhver áhrif þvinga sig upp í hugann þegar hann er úr jafnvægi við umhverfi sitt. Í þessu ástandi lifir hugurinn í Chandraloka, sem skilst betur þegar ég ræði um tatwic ástæður fyrir draumum.

Aldir líða í þessu ástandi, þegar hugurinn hefur, í samræmi við sama lögmál og myndar prana, eytt út áhrifum fyrra lífs. Sterkir tatwic litirnir sem endalausar athafnir prana höfðu kallað í birtingu dofna, þar til að hugurinn nær langtímastöðu með prana. Bæði hafa misst áhuga á fyrra lífi. Það má orða það svo að prana hafi nýja ásjónu og hugurinn hafi nýja vitund. Þegar bæði eru í þessu ástandi, eru þau mjög máttvana, uppsöfnuð tatwic áhrif prana byrja að sýna sig með endurkomu plánetana til sömu stöðu. Það dregur okkur til baka frá tungl til jarðneska prana. Á þessu stigi hefur hugurinn enga einstaklingsvitund til að taka afstöðu til, svo hann hann fylgir prana hvert sem tilhneying þess dregur hann. Það dregst að og mætir þeim sólar geislum sem hafa líka liti, með öllum þeim miklu möguleikum sem liggja fyrir manninn í framtíðinni. Það berst með geislum sólarinnar í samræmi við eðlileg lögmál vaxtarinn í fræ sem ber líka liti. Hvert fræ hefur sérstakan einstakling sem er ólíkur öðrum bræðrum sínum, og mannlegir möguleikar gefa því sérstaka einstaklingsvitund. Fræið ber virkt sæði, sem tekur á sig mannlega mynd í kviði konunar. Það er endurfæðing.
Á sama hátt koma mannlegir einstaklingar aftur frá þessum fimm sviðum sem þekkt eru sem Hel. Þetta eru þau svið fyrrum mannatilvistir sem búin eru þeim mönnum sem ánægju hafa af áköfum og ofsafengnum áhrifum hvers tatwas. Þar sem styrkur tatwic, sem truflar jafnvægið og orsakar þannig sársauka, dofnar með tímanum, hverfur einstaklingsprana yfir á tunglsviðið, og ferlið verður eins og líst var hér á undan.

Á jákvæða veginum gegnum brahmarandhra gengur það prana sem hefur gengið fram yfir venjuleg áhrif tímans, og gengur því ekki aftur til jarðarinnar undir venjulegum lögmálum. Það er tíminn sem kallar prana aftur frá tunglinu, þegar hann er sem venjulegastur, og engin sterkar tatwic aðstæður kalla fram endurkomu líkrar astralstöðu; en sólin sem er varðmaður tímans sjálfs og öflugasti þátturinn í ákvörðun tatwic aðstæðna hans, það er ógerlegt fyrir sólartímann að hafa áhrif á sólar prana. Aðeins það prana ferðast til sólarinnar sem hefur enga ofgnótt neins tatwic litar. Þetta er einungis prana sjálfs Yogin. Með stöðugri iðkun hinna átta greina Yoga, er prana hreinsað af öllum miklum persónulegum litum, og af því að það er ljóst að tíminn hefur enginn áhrif á slíkt prana, undir venjulegum kringumstæðum, halda þau áfram til sólarinnar. Þessi prana hafa enga sérstaka persónulega liti; allir sem ganga til sólarinnar hafa næstum sömu tilhneyingu. En hugar þeirra eru ólíkir. Þá er hægt að greina frá hverjum öðrum eftir tilteknum greinum þekkingar sem þeir hafa aflað sér, eða eftir þeim sérstöku og mismunandi aðferðum huglægs þroska sem þeir hafa fylgt á jörðunni. Í þessu ástandi er hugurinn ekki ráðandi, eins og í tunglinu, heldur af áhrifum prana. Stöðug iðkun Yoga hefur gert hann að sjálfstæðum verkmanni, sem aðeins er háður sálinni, og hefur mótað prana í sitt form og gefið því sína eigin liti. Þetta er einskonar Moksha.

Þó sólin sé áhrifamesti drottinn lífsins, og að tatwic aðstæður prana hafi nú engin áhrif á prana sem hefur snúið til sólarinnar, hafa plánetustraumarnir enn einhver áhrif á það og það koma tímar þegar áhrif þeirra eru mjög sterk, svo að fyrri jarðneskar aðstæður koma aftur í huga þeirra. Löngun til til þess sama og þeir gerðu í fyrra lífi tekur hug þeirra, og undir áhrifum þessara langanna koma þeir stundum til baka til jarðarinnar. Snakaracharya hefur getið þess í athugasemdum sínum við Brahmasutra að Apantaramah, meistari, hafi birtst á jörðinni sem Krishna-dwaipayana, í lok Dwapara og byrjun Kaliyuga.