12. KAFLI
VITUNDARBIRTING Í SÓLKERFI
Það er nauðsynlegt að hafa skýra hugmynd um hvað „vitund“ er, það mun nú verða útskýrt.
Þú manst að í fræðslunni um eðli hinnar Miklu Veru var útskýrt að vitund var algjör gagnkvæmni allra þátta og eiginleika viðbragða sem hafa þróast í kosmískri þróun. Vitund er samþætting viðbragða, svo að hver breyting í hverjum einum þætti er svarað af samsvarandi aðlögun heildarinnar. Hér ræður meginþátturinn að jafna út, og þessi útjöfnun heildarinnar má útlista sem grunnur að kosmískum persónuleika.
Á fyrstu stigum byggðist það á samruna óvirkra viðbragðaeiginleika Verunnar. Það er í meginatriðum óhlutlægt tengslanet, en með þróun hlut-gerðar efnisbirtingar sem höfðu áhrif á Veruna, komu fram ný jöfnunarviðbrögð.
Við skulum því skilgreina tvö svið vitundar:—
(a) Grunnvitund sem falin er í kosmískri þróun.
(b) Aðlögun vegna ytri áhrifa.
Hin Mikla Vera byrjar því með grunnvitund, myndar sjálfsmynd sína og verður meðvituð um hana og sú vitundarmynd með sínum margslungnu þáttum byggir upp seinni þátt vitundar hennar. Þessir tvö svið svara til þeirra þátta í manninum sem kallaðir eru einstaklingseðli og persónuleiki
Einstaklingur, hvort sem er Mikil Vera eða maðurinn í smáheimi, er röð skipulagðra viðbragða sem náðu jafnvægi í undangegnum þróunarfösum. Þessir fasar eru að baki og horfnir, nema eiginleikarnir fyrir viðbrögðum sem veran hefur öðlast.
Einstaklingur er því staðlaðir viðbragðaeiginleikar.
Persónaleiki er því þessir viðbragðseiginleikar til viðbótar þeim nýjum þáttum í þróuninni sem eru mögulegir.
„Einstaklingur“ og „Persóna,“ vísa því til þróunarstigs og hefur sögulegt mikilvægi. Það vísar til “ tíma“ en ekki „forms.“ Það sem er persóna nú, mun verða hluti af Einstaklingi síðar.
Hin Mikla Vera, byggir þannig upp sína fyrstu Persónu af viðbrögðum sínum við kosmíska fasa. Hún verður meðvituð um „sjálfið“ sem þroskast þegar gagnkvæm virkni af öllum þáttum verður til. Sú vitund sem þroskast þannig, er í sjálfu sér hlutlæg tilvera svo hugurinn geti meðtekið það. Um leið og vitundin sér það sem hugform, er það skapað og lifir eigin verðleikum og verður hluti vitundarinnar og í því hugformi mun sama samspil krafta eiga sér stað þegar þessar Miklu Verur urðu til í alheiminum og þannig hélt gangurinn áfram.
Eins og alheimurinn er endurskapaður í smækkaðri mynd í hópi hinna Miklu Vera og með þeim aðferðum í þróunarframgangi þeirra, mynda hugarmyndir þeirra aðrar tilverur. Þær tilverur byrja þróun sína á þeim stað þar sem Hina Mikla Vera var stödd í sinni þróun þegar hún skapaði þær. Á sama hátt og Hún hefur í sér alla fasa alheimsins, þannig hafa þær tilverur sem hún skapar einnig í sér alla eiginleika Hinnar Miklu Veru.
Við sjáum því í þessari hugmyndun Hinnar Miklu Veru, sem við köllum sólkerfi: —
1. Atóm sem dregist hafa inná braut þess ferðaatóms sem verður síðan hin Mikla Vera.
2. Kraftalínur og straumflæði sem eru hin myndaða vitund þessara Miklu Veru.
3. Við þessa samvinnu sem komið er á milli þessara seinni krafta og krafta atómanna, verða til straumar hreinna hreyfingar í rýminu sem eru sam-bærilegir við fyrstu hreyfingu í því og myndaði Hring-Kosmos.
Þannig fer þróunin í hringi og kemur aftur á hærri boga að þeim dyrum sem hún gekk út um.
Það eru þessu straumar hreinna hreyfinga, sem eru annað en hreyfing hluta í rýminu, sem mynda grunnvitund í hinu myndaða sólkerfi.
Eins og hefur verið fullyrt, eru virkni og gagnvirkni ekki vitund. Það er viðbrögð auk minnis sem eru grunnurinn að vitund og straumar hreinn hreyfingu í rýminu er grunnur að minni, því þeir straumar eru efnislausir og því án mótstöðu, þeir hverfa ekki.
Við höfum því virkni og gagnvirkni í viðbrögðum og stöðugt endurkast þeirra í ástandi sem er óbirt, sambærilegt við það sem átti sér stað. Orðtakið „úr óreiðu rís sköpun“ vísar til þess. Reglu hefur verið komið á Hið óbirta. Eitthvað verður til sem ekki var til. Sköpun hefur átt sér stað. Þessi viðbrögð hafa skjót áhrif hvert á annað og þau mynda reglu og skipulag sín á milli og þessi gagnkvæmu viðbrögð eru grunnur að persónuleikanum. Þessi fyrsti þroski vitundar í sólkerfi er mikil og alhliða Yfirsál.
Ferill þessara viðbragða sem verða með virkni á atómsviðinu og þróast innan Yfirsálinni, mynda sýnilega „för“, sem, þegar eitthvert atómið sker feril þeirra, verður til þess að það fylgir stefnu þeirra þar til aðrir áhrifa-kraftar verða yfirsterkari.
Reynum að sjá fyrir okkur fyrstu hreyfingu atóms marka far í „kraftinn“ og önnur atóm festast í þessu fari og fylgja sveigju þess um einhvern tíma og síðan brjótast úr því til að fylgja þeirra eigin eðlislæga ferli og önnur atóm falla í farið í stað þeirra. Reynum svo að sjá fyrir okkur þennan fram-gang á atómsviðinu og þá munum við sjá ótölulegan fjölda atóma í snerti-dansi og af og til munum við sjá einstaka atóm breyta skyndilega hreyfingu sinni, halda því um hríð eins og stýrðu af ósýnilegu afli og snúa svo skyndilega aftur til fyrri hreyfingarmáta. Þegar við skoðum „farið“ aftur sjáum við að það hefur dýpkað og næsta atóm sem festist í því tekur lengri tíma að losna úr því, en við hvert atóm sem fer í farið, breytist stefna þess, því áhrif eigin hreyfinga atómanna sem festast í farinu breyta stefnu þess. Þetta er fyrstu og einföldustu tengsl sálar og líkama. Ferlar í rýminu sem myndast af snúningi atóma grípa önnur atóm og þá myndast seinni hreyfing og ferilinn vex. Atómin sem mynda þessa ferla má líkja við ferðaatóm alheimsins.
Lokað er fyrir athugasemdir.