Hugleiðingar um Gita
4. Fyrirlestur.
Kæru bræður
Efni þriðja kafla í Bagavat Gita, er það sem er kallað Karma-Yoga í Indlandi, orðið merkir Yoga sem byggt er á karma, eða athöfnum. Eins og ég hef áður sagt, þá eru nokkrir hugmyndaskólar í Indlandi, og þeir eru ólíkir hver öðrum í því að hver þeirra sérhæfir sig í einum af sjö þáttum hins eilífa, eða það sem er kallað hinn óbirti Logos. Heimsspeki Karma-Yoga skólans er efni sem er mjög mikilvægt og við verðum að læra að skilja merkingu orðsins Karma eins og það er notað í austrænni heimsspeki. Í leiðbeiningum Sri-Krishna um framtíðina, skilgreinir fræðarinn karma sem tilhneigingu skapandi byltingarkenndrar orku til að birta bhootas, eða koma tilveruþáttunum inn í birtingu. Því má líta á Karma sem það sem leiðir alheimsaflið, Sakti, sem mótar, viðheldur og eyðir heimunum á öllum sjö sviðunum. Það er viðurkennd staðreynd að það sem er gert einu sinni, hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og staðfesta sig sem venju. Maður sem beinir hugsunum sínum í eina átt, aftur og aftur, mótar sjálfan sig á þann hátt að sömu hugsanir birtast aftur með tiltekinni hæfni, verða fullmótaðri. Sama gerist á öllum sviðum. Þessi tilhneiging sem festir sig sem venja, er það sem við köllum Karma. Tökum annað dæmi, krafturinn sem drífur pendúl frá einni endasveiflu til annarra má kalla Sakti, eða afl.
Tilhneigingin sem hefur orðið í aflinu til að hreyfa pendúlinn í einni átt frekar en einhverrar annarrar er hægt að segja að sé Karma pendúlsins, eða aflsins. Ef við víkjum frá þessu dæmi til hinna miklu þátta alheimsins, þá héldu hinir fornu heimsspekingar því fram að ferli sem er röð atvika, eins og öndun, hvirflun og blómstrun, sem hver og ein hefur sína minni atvikaröð, er stjórnað samkvæmt ákveðinni röð eða tilhneigingu sem þeir kölluðu Karma alheimsins. Karma er því lögmál athafna kosmískrar orku. Það er í raun áhrif sem eru eftir kosmískan andardrátt fyrri heimsþróunar.
Þessi áhrif er ekki hægt að rekja til neins eins upphafs, það sem við getum ekki vitað hvenær kosmísk orka kom til. Þróun alheimsins er því umfangsmikil spírall sem byrjaði í óþekktu upphafi og endar í óþekktum endi. Allar vangaveltur og rannsóknir einskorðast því við takmarkaðan hluta þess spírals, hlutans sem er innan andlegrar þekkingar þessara miklu sjáenda í sólkerfi okkar. Takmörkuð sviðsmynd án upphafs og endis, er avyaktam Sankhyas, eða hlutlægur þáttur hinnar andlegu sólar sem kallast Narayana.
2. Tökum avyaktam sem sjöunda svið birtingarinnar, það eru sex svið neðan við það sjöunda og það má segja að kosmosinn hefjist á sjöunda sviði og færi síðan orku sína niður á lægri sviðin, allt niður á fyrsta sviðið, það efnislega. Orkan gengur síðan aftur upp, frá sviði til sviðs, þar til hún nær sjöunda sviði aftur. Allan þennan tíma er kosmosinn í birtingu hversu háleitt sem form þess er, svo vinir mínir, þið megið ekki halda að pralaya þýði algera eyðingu bæði þess hlutlægar sem óhlutlægar hliðar náttúrunnar í sólkerfi okkar. Það er ekki í anda Pourana heimsspekinga okkar. Vyasa segir:
„Þegar þeim Bramha degi lýkur, ganga allir þessir heimar inn í hinn mikla Yoga Narayana, hinn mikla óbreytanlega Hamsa. Dauði þeirra á sviði Narayana er okkar fæðing, dauði og fæðing er sem sólris og sólsetur hér. „
Kosmosinn er því samansafn bylgja og hringhreyfinga á sjö mismunandi sviðum, þar til þau birtast á fyrsta, eða lægsta sviðinu, og vinna sig aftur upp til sjöunda sviðsins, eða norðurpól sem kallast avyaktam. Lægri helming þessarar sviða má kalla birtingasvið, og þau hærri svið ekki-birtingarsvið, frá okkar sjónarhóli, og samsvara degi og nóttu Bramha eins og það er kallað. Það má kalla hringrás dags Bramha, sem er lítil hluti aldarhringrás Bramha, þ.e. 100 árum hans. Ég mun ekki fara í samanburð á stærri og minni hringrásum og draga ykkur inn í það sem þið gætuð kallað smámunalegar vangaveltur. Hringrás Bramha dags er næg í bili og komum því að þróunarsviðinu, Bramha, sem er kallaður í Veda ritunum hinn fyrsti Jiva, lifandi efni. Allt samræmi í mismunandi orkugerðum hinna sjö grunnefna sem mynda sjö birtingar í heiminum okkar í réttri röð, er stýrt, ef svo má segja, af áunnum venjum, eða á einföldu máli, af lögmáli kosmísks karma. Þessu er lýst í Puranas í yfirlýsingu um að Bramha hafi skapað alla bhootas (tilvistarþætti) í samræmi við karma sem var skapað af þeim í fyrri kalpas. Karma er því æðsti meistarinn sem gefur lögmálið sem drífur kosmíska þróun. Þetta lögmál er tæknilega kallað Dharma í Sanskrit ritum, og sá sem fylgir kosmísku karma í þroska sínum, er sá sem gengur veg Dharma.
3. Frá þeim sjónarhóli sem ég hef rætt um Karma, sjáið þið að ekkert hinna hæstu andlegra sviða er utan áhrifa hins karmíska hjóls og þegar sagt er í Sanskrit ritum og jafnvel í Bagavat Gita, að menn fari yfir hið karmíska haf, verðum við að skoða það frá öðrum sjónarhóli. Þeir sem sagðir hafa náð að vera utan hins karmíska hjóls, hafa aðeins gert það á öðru hjóli en því sem nú snýst. Kosmosinn snýst ekki í sama farinu alla daga Bramha, heldur gengur til hærri og hærri stiga sem það uppfyllir markmið sín.
Þeir sem hafa verið í hvíld á andlegu stigi fyrri tíma, munu á einhverjum degi í framtíðinni þurfa að stíga aftur á hið karmíska hjól, kannski sem refsing fyrir að hafa vanrækt miklar skyldur um aldir. Kannski munu einhverjir lesendur mína hafa aðra sýn á þá sem leita uppljómunar í Nirvana og aftengja sig hugsun og athöfnum frá öllu í hinum birta heimi. Hið þekkta orðatiltæki „hann snýr ekki aftur, hann snýr ekki aftur“ mun koma upp í huga þinn og þú segir við sjálfan þig „0, þessi maður talar gegn okkar Srutis (allar Vedurnar) og ber á borð fyrir okkur einhverja nýja hluti úr Guðspekinni“. Vinir mínir, ég spyr ykkur á móti, hvernig munið þið þekkja sannleikann, hvaðan sem hann kemur, ef hann er ekki velkominn. Okkar rit eru ónothæf ef við leyfum kreddukenningum núlifandi Adwaita og fyrirrennurum þeirra sem voru uppi fyrir nokkrum öldum, að ráða huga okkar. Enginn hina fornu heimsspekinga lét sér detta í hug að setja eðlilegum athöfnum skorður, eins og þeir í dag reyna að gera. Ef þú lest hvaða Purana rit sem er, með opnum huga og hæfilegu umburðalyndi gagnvart venjum og siðum í ritum Purana, eða þróunarheimsspeki, muntu finna að hinir ýmsu meistarar sitja á mismunandi stöðum og hugleiða hver séu tilgangur kosmosins.
Þú munt einnig finna Bramha, eða þróunarlögmálin persónugerð, segja að hann viti ekki hvert sé lokamarkið og hann framkvæmi Tapas (hugleiðslu/sjálfsaga) til að finna það út. Í ljósi margra slíkra játninga af þessu tagi, er það einfaldlega fáránlegt að segja „þar, þar er nirvana, áfangastaður þaðan sem enginn ferðalangur snýr til baka.“ Jafnvel án þess að vitna í ritaðar heimildir um efnið, virðist mér það misstök að tala um eilífa hvíld í óendanlegum alheimi, andstætt gangverki lögmálum hans um virkni og óvirkni, og sem gengur frá hæstu himnum til lægstu djúpa. Allar nirvana sem talað er um, jafnvel af mestu hugsuðum, eru aðeins skiljanlegt fyrir mér ef þau standa fyrir einu óvirku tímabili, einnar nætur af allri æfi Bramha. Eins og maður vaknar að morgni eftir nætursvefn, ætti sama að eiga við um þá sem fara í lengri hvíld á hærri sviðum, að þeir vakni endurnærðir þegar nýtt tímabil byrjar. Það hærra svið getur verið á hæstu sviðum sem hinir mestu sjáendur þekkja.
4. En þú getur spurt hvort það sé ekki til það svið sem aldrei sé snúið frá, og þeir meistarar sem töluðu um slíkt svið hafi eitthvað fyrir sér. Svar mitt við því er að það er ekki mögulegt að nirvana eða Moksha í okkar Vedu sé með þessum hætti. Svifasein skjaldbaka verður einhvern daginn að sigra svefninn; hérinn eða hver önnur vera sem sefur svefninum langa verða einhvern tíma að losa hann. Við getum hinsvegar hugsað okkur það ástand hjá veru sem hefur þroskaðist lengi með þróun kosmosins og er mun lengra kominn í þroska en venjulegur maður. Slík vera með sjálfsvitund eins og Sri-Krishna, verður samkvæmt lögmálinu að vinna fyrir hinn þjáða mann. Slíkar verur eru allir Muktats (upplýstir) í sjálfum sér, en eru Badhas (bundnar), þar sem þeir vinna á andlegu hlið Karmahjólsins og snúa því til góða fyrir manninn. Þeir eru til fyrir heildina og geta ekki slitið sig frá henni. Í raun er það markmið Sankhya-Yoga og við verðum að viðurkenna að það er ekki staður fyrir eilífðar hvíld í nirvana.
Skoðum hvað H. P. B. segir — „Vitum að að straumur þekkingar ofurmanna og Deva-visku sem hefur náðst, verður að beina frá sjálfum þér eftir brautum Alaya (upplyfta) áfram til annarra. Þekktu hina leyndu leið, hið hreina vatn verður að nota til að milda salta hafsins öldu ,-hin mikla hafsjó sorgatára manna.“ Vinir mínir, ef þið hugleiðið hvert orð í þessari tilvitnun, munið þið skilja markmið Sankhya- Yoga— markmið sem Pourana meistararnir settu, og getur ekki orðið háleitara, en er hins vegar ekki minnst á hjá Adwraitum í dag. Pourana heimsspekingarnir viðurkenna ekki annað en hver sannur Mukti, þjóni Yagna-Purusha og það er mjög mikilvægt að skilja hvað er átt við með Yagna-Purusha, til að skilja þýðingu Karma-Yoga, ég mun því fara nokkrum orðum um það.
5. Ég hef þegar nefnt að Yagna eða Yagna Purusha, er hin fínni hlið náttúrunnar. Í þessu sambandi get ég upplýst ykkur um að okkar fornu heimsspekingar litu alltaf svo á að hinir þrír þættir náttúrunnar færu saman í birtingu og þá má kalla, efni, orka og vitund. Evrópskir vísindamenn efnisvísinda sem vilja með aðferðum sínum skilja til fulls uppbyggingu efnisorkunnar, munu komast að því að atóm er orkumiðja. Líkami getur ekki verið til án tiltekins magns atómorku. Atómið, eða atómkjarninn eins og ég vill kalla það sem kosmosinn er byggður á, er í raun hvíldarástand miðjuaflsins í virkni sinni að öðrum enda athafnar sinnar. Orðið afl er ekki mjög merkingarfullt, ég vil frekar segja andardráttur eins og það er nefnt í Vedískum orðaforða, -að kosmísk öndun, eða Vayu, eða loft er miðjan sem allt er hengt á. Þessi öndun er lífsorkan og má hugsa sér sem sveiflu á milli tveggja póla,-þess birta og óbirta, efnis og vitundar. Vinir mínir, lítum ekki svo á að þegar andardrátturinn nær efnis-pólnum, að vitundinn hverfi, eða öfugt. Hvar sem andardrátturinn vinnur, eru allir þrír þættirnir til staðar og virkni beggja hliðanna. Eins og sagt er þar, er kosmosinn ein mikil vitund með margar aðgreiningar eins og eru í vetrarbraut hins Mikla atóms. Þannig hefur hver efniseind í alheiminum vitundarstig sem sýnir sig í dýraforminu, frá svampdýri upp í manninn, hugmyndin um að sandur hafi vitundarþátt , er ekki svo erfitt að meðtaka.
Ef þú hugsar þér að stíga niður frá þinni miklu vitund, til þeirra marka sem ég kalla autt mistur, má vera að þú sért á tilfinningasviði plantna sem er þeirra vitund, og ef þú ferð skrefi lengra, kemur þú að að ríki steinaríkisins, sem má kalla sofandi kjarna plönturíkisins. Jafnvel eðlisfræðingar sem tengja eðlisfræði við þróunarheimsspeki er tilbúnir að viðurkenna að öll náttúran búi yfir einhverskonar vitund. Það er ómögulegt fyrir ykkur að skilja ykkar eigin fornu heimsspeki ef þið aðskiljið þessa þrjá þætti hvern frá öðrum. Ef við berum þetta saman við sjö þætti, gerum við ávallt ráð fyrir allir sjö birtist sem heild. Hinir fornu líktu Samara, hina raunbirtu náttúru, við tré. Hið eina er rótin, og hin mörgu er greinar og lauf tréðsins. Ræturnar draga orkuna úr jarðveginum og skila henni í greinar og lauf, það sama á við að hver kosmísk rót hefur í sér 3 , 7 eða 49 svið og undirsvið kosmískrar tilveru. Þannig hefur allt samsvörun, hið efra sem neðra. Því stærra sem mengið er í trénu, því nærri er það rótinni. Það er í þessu samhengi að svið kærleiksverka sem unnin eru öðrum til góða, eykur andlegan þroska gerandans. Ég er ekki í þessu sambandi að lofa guðspekisamfélagið þar sem þið þekkið það, jafnvel þó margir ykkar komi ekki með útrétta hönd og vinnið með okkur.
6. Ef þið samþykkið að allur kosmosinn er mikið kerfi fagurlega og haganlega niður raðað og birtist á atómíska grunni, verðum við að viðurkenna að baki sýnilega þættinum og verkinu sem heldur því gangandi, hlýtur að vera finna gangverk sem samsvarar andardrættinum og samanstendur af því sem við köllum orka-efni. Það að auki hlýtur einnig að vera vitundarþáttur kosmosins. Það efni er að sjálfsögðu okkur hulið og er
lýst í Puranas, sem hið meira Tejas, eða hreinn logi. Þessir þrír þættir eru Bhoo-loka, Bhuvar-loka og Swarga-loka, sem samsvara Sthoola Sarira, Sookshma Sarira og Karana Sarira kosmosins. Hliðstæða Sookshma í kosmosinum er það sem má kalla líkami Yagna-Purusha. Það er brunnur alls lífs og allrar orku sem kemur í birtingu á heilum degi Bramha. Þessi þríeina flokkun er ekki nægileg, Pourana heimsspekingarnir komu á sjöfaldri flokkun, og það má hafa gerst með því að deila hinum sýnilegu þáttum í þrennt og halda miðjuþættinum óskertum. Miðjan sem líf hins birta kosmos sem sveiflast í átt að hinum ósýnilegu sviðum, er það sem er kallað Kama í guðspekiritum. Þið hindúar þekkið orðið, Prajapati, eða skapandi andi sem var fyrst knúin af Kama. Þetta kama, og lífið sem það þroskar, er eteríski líkaminn, líkami sem er mótaður úr lífrænu lífi og grófu formi, eða grunnur þess sem allt hvílir á, form sem guðspekin kallar hin lægri ferund. Hún er undir stjórn hærri þrenningar, eða þremur þáttum vitundar — Manas, Budhi og Atma. Samkvæmt þessari sjöskiptingu er Yagna-Purusha vitsmunirnir sem þroska hið lífræna efni kosmosins og ríkja yfir kama-líkamanum.
7 . Þið verið að muna að allur þróunarferill í náttúrunni á sér stað í líkama Yagna (sem er skapandi eldur). Öll pralayas, hvíldartímabil, eru eðlileg viðbrögð líkamans sem hann stígur upp á næsta stig eins og öll sköpun, þó það sýnist eins og ganga til baka. Þróun gengur ekki í hringi, frá einum punti í hring til þess sama, heldur í spíral, ella yrði engin framför og þróun í náttúrunni. Vinir mínir, við verðum að muna að ekkert getur gerst á sviði afleiðinga, sem ekki hefur áður birst á svið orsaka. Þetta er mjög víðtæk yfirlýsing, og ekki við hæfi að útskýra hér og nú til fulls, sem krefjast sannanna, rökræðna og greiningar.
Fegursta lögmál samræmis sem gerir rannsakanda náttúrulegra fyrirbrigða orðlausan, er lögmál samræmis sem leiðbeinir lífsferli Yamaíska líkamans. Lögmálin sem stjórna meiri og minni hringrásum og tímaskeiðum, þar sem áherslan er á þróun ýmissa þátta í kosmosinum, þar sem hver þeirra ræður á tilteknum tímaskeiðum og aðrir þættir vinna með hinum ráðandi þætti, og minna þannig á mikið tónverk og því er talsvert til í því þegar sagt er að að náttúran syngi, þetta kæru vinir er gott að íhuga. Það er ekki einungis haft eftir grísku heimsspekingunum, heldur er að almennt orðatiltæki á Indlandi að saraswati syngi stórkostlegan söng. Við sjáum gjarnan myndir af Saraswati með Vina (strengjahljóðfæri) í annarri hendi, Vina hefur sjö strengi og Saraswati er eiginkona Bramha, eða orkan sem gætir útþensluþróun Bramha. Söngur náttúrunnar er sagður vera þekktur af Mahatmas (meisturum) sem hafa tekið á sig þá skyldu að birtast í upphafi hvers Yuga og gefa fræðslu til leiðbeiningar fyrir mannkynið.
8. Hindúa telja að það Veda sem þeir söngla, sé minni framsetning á hinum mikla söng náttúrunnar, eða hluta þess. Ég hef áður sagt ykkur að smáatriði kosmosins eru sögð í Vedunum, eins og Pourana heimsspekingarnir settu það fram. Þessar fullyrðingar verðið þið að hafa skilið nægilega vel til að skilja hin fornu rit, og ég hvet ykkur til að skoða það sem sagt hefur verið um þau hér á landi. Veda er líkami Yagna-Purusha og það sem við lærum af þeim, er mikil þekking á Yagna, eða kosmísku þróunarferli. Undanfarin ár hef ég tekið eftir fallegum skrifum um Veda, bæði frá vestrænum sem austrænum rannsakendum, en ekkert sem nálgast hugmyndir Pourana heimsspekinganna.
Þeir heimsspekingar voru uppi þúsundum árum fyrir Krist og helguðu allt sitt líf með miklum meisturum sem höfðu ekki enn hörfað til fjalla undan mengandi áru heimsins, þeir nutu því meiri þekkingar á Vedunum en nokkur núlifandi fræðimaður hefur. Enn hafa nútíma fræðimenn gefið lítið fyrir eldri sjónarhorn á Veda, en meira fyrir afbökun sem erfitt er að skilja. Tökum dæmi af þeirri staðhæfingu að Veda sé eilíf. Mér er til efa ef nokkur hindúi hafi ekki fordæmt þá yfirlýsingu nokkrum sinni um ævina, bölvað Pourana heimsspekingunum sem héldu því fram. En ef fólk áttaði sig á því hvað þeir áttu við með Veda, munu þeir átta sig á að staðhæfingin er eins óhlutdræg eins og það að efni og orka eru eilíf. Með Veda er átt við að söngur er sungin án innihalds textans, því sagt er að Swara, hljómurinn, sé líf Veda.
Við sjáum hve líklegt þetta er ef við íhugum að Veda er sögð vera líkami Yagna-Purusha, (innra líf náttúrunnar) og sem slíkur byggður á samræmdri bylgju sem rís og fellur, sem vinnur í óhlutbundnum Alheimi og hefur skapað allt samræmið sem birtist manninum. Kosmísk þróun er á hverju hinna sjö sviða náttúrunnar, en hreyfingin er óumbreytanleg og færist af einu sviði til annars í samræmi við þroska þeirra. Veda er samin af mörgum möntrum, sem hver er helguð einni kosmískri meginreglu, eða undirþætti hennar, þar sem hver hljóðniður er meira eða minna öðruvísi en aðrir straumar. Því segi ég að Veda sé minni líking hinna ýmsu söngva náttúrunnar. Henni er ekki hægt að eyða, svo lengi sem hið upprunalega er til. Þegar Yuga-hvíldartímabil á sér stað og nýtt mannkyn birtist á hnettinum eftir það, verða athafnir þess á hinu kosmíska sviði í samræmi við tilgang hins nýja Yuga, hluti hins eilífa Veda þarf að vera sett fram fyrir manninn til fræðslu af Yagnum (meisturum), eða Bramhins (fræðimönnum), sem fylgja verkum Yagna-Purusha og sem hafa tekið mannkynið að sér og ekkert Pralaya, hvíldatímabil, getur eytt því.
9. Sumir ykkar kunna að spyrja hvar þessir miklu Yagni Bramhins, meistarar, séu, og svarið er gefið af Parasara í Vishnu-Purana þegar hann lýsir Loka-Loka fjöllunum. Orðið loka-loka merkir hvorutveggja, þekkt og óþekkt. Það er mörkin við bhoo-loka (jörðin) og liggur langt handan þeim sjö sviðum sem náttúran hefur skipt bhoo-loka í. Á því sviði sem við getum kallað efnissvið, starfa hinir miklu Yagnika Bramhins, þeir styðja allan þróunarferil jarðarinnar, bhoo-loka, og Veda er fjársjóður þeirra. Ef þið viljið fá mjög skýra hugmynd um efnið, þá ráðlegg ég ykkur að fylgja þeim kyndli sem kveiktur var fyrir mannkynið af H. P. B. og sem hefur ein leiðbeint ákveðnum mönnum gegnum leyndardóma Pourana hugmyndafræðina. Ef þessi persóna hefði klætt sig í Bramhin klæði og talað til Indlands, hefðum við allir hópast að henni og heiðrað hana, og sökkt okkur dýpra í átrúnaðinn. Hún valdi að forðast þá dimmu afleiðingar og lagði alla áherslu á athafnir og verkin, hugsunarþráðinn í indverskum heila. Vinir mínir, ef þið reynið ekki að skilja hana, og koma verkum hennar á framfæri, vei Karma-Yoga þessa lands og öllum sem valda þessu helga landi að falla í átrúnaðinn.
10. Snúum okkur aftur að innihaldi Veda, það þarf kannski ekki að nefna það, að Vedurnar eru fjórar að tölu, – Rik, -Yagus, -Sama og -Atharva. Þessar eru sagðar úr fjórum munnum Bramha, sem heldur ráð sitt á toppi fjallsins Meru. Ég hef þegar nefnt Bramha sem lifði í lótusi, svo það er nauðsynlegt fyrir þig að vita mismuninn á hinum Bramhas, þó það sé ekki sérstaklega tekið fram í Puranas hingað til að mínu viti. Ég hef þegar upplýst ykkur að Bramha í lótusnum hefur sömu stöðu í okkar sólkerfi og Narayana í alheiminum. Hann er því hin mikla leynd þessa heims og andleg sál þess. Hann er brunnur allra sálna í þessu birtingartímabili hans, og verður ekki skilin nema með stöðugri vinnu í mörg stórtímabil, kalpas. Hann er Atma og þeir sem ná nirvana, eru þeir sem ná inn í ljós þessa Atma, eða ljós logoss sem vinnur í kosmísku efni í sinni fyrstu birtingu. Fjórar* ásjónur Bramha er hin kosmíska ferund sem er séð sem ein, og andi hins birta sólkerfis. Hann er Yagna Purusha þátturinn í birtingu. Hann er sálræna orkan og því kallaður Karya Bramha, eða Bramha athafnanna. Tvær ásjónurnar standa einnig fyrir hærri og tvær fyrir lægri hugarþáttinn (manas) í sjöskiptingu mannsins, eða sólin og tunglið. Yagna-Purusha eða fjórar ásjónur Bramha er þróunarsviðið í náttúrunni er ætlað að skapa hinn mikla ávöxt , ópersónulega lífið, sem er markmið yogans.
11. Fáein orð í viðbót um Veda og svo held ég áfram í Karma-Yoga. Þið sjáið víða í Puranas ritum okkar nokkrar aðgreiningar milli Vedanna þegar ákveðin dulspekileg tákn eru nefnd. Þegar t.d. ákveðnir avatar eru sendir af Vishnu á skilum hinna miklu heimstímabila, lýsa heimsspekingarnir líkama Vishnu sem holdgast, en segja, að ein Veda taki sér bólfestu í hluta líkamans og önnur Veda tekur sér bólfestu í öðrum hluta líkamans og svo framvegis. Jafnvel segir Sri Krishna í 10 kafla Bagavat Gita, að hann sé Sama-Veda á meðal Vedanna, staðhæfing sem er, ef hún er misskilin, dauður bókstafur og leiðir til þess að menn fara að metast um hvaða Veda sé best. Það er því mikilvægt að við köstum dulu yfir allt sem er til þess að draga Vedurnar í dilka. Í fyrsta lagi vil ég minna ykkur á að nafn Vishnu gefur næstum alltaf til kynna Yagna líkamann, eða sálarlíkama Náttúrunnar. Þar sem þróun heimsins er skipt upp í tímabil, stendur Vishnu fyrir komu avatara, sem taka á sig tiltekna líkami og koma á nauðsynlegri aðlögun heimsins , knýja Rakshasas (djöflanna) niður í Patala, eða hyldýpið, og gefa Devunum yfirráðin. Það er allt til aðlögunar sálarlíkamans, sem komið er á af órjúfanlegu kosmísku lögmáli karma. Munum hið sanna orðatiltæki sem þýðir „Vishnu er sannarlega Yagna (hin leyndi eldur)“. Í öðrum hluta Vishnu Purana, sjáum við að aflið í sólinni er sýnt sem þríhliða afl Veda, aflið sem Rik skapar, sem Yajus geymir, og sem Sama eyðir. Rik er því hin skapandi söngur Devanna í sólinni, söngur Yajus nærir og verndar, og söngur Sama er söngur Devanna í sólinni og uppbygging Devanna á tunglinu. Rik er því söngur Devanna, Sama söngur Pitrisa (feðranna), og Yajus söngurinn í milli. Virkni Vedanna er að sjálfsögðu háð hvað við skoðum. Af Pitris, eða Sama í uppbygginga söng þeirra, og Rik sem eyðandi nóta. Hinar þrjár Vedur svara til hverrar þríundar í náttúrunni, og ég mun leita frekari upplýsinga í hinum misskildu Puranas.
* Fjórar ásjónur Bramha tákna fjórar víddir kosmosins, (lengd, breidd, hæð og tíma) og jafnframt áttir, N,A,S,V.