Fjórði fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

4. Fyrirlestur.

Kæru bræður

Efni þriðja kafla í Bagavat Gita, er það sem er kallað Karma-Yoga í Indlandi, orðið merkir Yoga sem byggt er á karma, eða athöfnum. Eins og ég hef áður sagt, þá eru nokkrir hugmyndaskólar í Indlandi, og þeir eru ólíkir hver öðrum í því að hver þeirra sérhæfir sig í einum af sjö þáttum hins eilífa, eða það sem er kallað hinn óbirti Logos. Heimsspeki Karma-Yoga skólans er efni sem er mjög mikilvægt og við verðum að læra að skilja merkingu orðsins Karma eins og það er notað í austrænni heimsspeki. Í leiðbeiningum Sri-Krishna um framtíðina, skilgreinir fræðarinn karma sem tilhneigingu skapandi byltingarkenndrar orku til að birta bhootas, eða koma tilveruþáttunum inn í birtingu. Því má líta á Karma sem það sem leiðir alheimsaflið, Sakti, sem mótar, viðheldur og eyðir heimunum á öllum sjö sviðunum. Það er viðurkennd staðreynd að það sem er gert einu sinni, hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og staðfesta sig sem venju. Maður sem beinir hugsunum sínum í eina átt, aftur og aftur, mótar sjálfan sig á þann hátt að sömu hugsanir birtast aftur með tiltekinni hæfni, verða fullmótaðri. Sama gerist á öllum sviðum. Þessi tilhneiging sem festir sig sem venja, er það sem við köllum Karma. Tökum annað dæmi, krafturinn sem drífur pendúl frá einni endasveiflu til annarra má kalla Sakti, eða afl.

Tilhneigingin sem hefur orðið í aflinu til að hreyfa pendúlinn í einni átt frekar en einhverrar annarrar er hægt að segja að sé Karma pendúlsins, eða aflsins. Ef við víkjum frá þessu dæmi til hinna miklu þátta alheimsins, þá héldu hinir fornu heimsspekingar því fram að ferli sem er röð atvika, eins og öndun, hvirflun og blómstrun, sem hver og ein hefur sína minni atvikaröð, er stjórnað samkvæmt ákveðinni röð eða tilhneigingu sem þeir kölluðu Karma alheimsins. Karma er því lögmál athafna kosmískrar orku. Það er í raun áhrif sem eru eftir kosmískan andardrátt fyrri heimsþróunar.
Þessi áhrif er ekki hægt að rekja til neins eins upphafs, það sem við getum ekki vitað hvenær kosmísk orka kom til. Þróun alheimsins er því umfangsmikil spírall sem byrjaði í óþekktu upphafi og endar í óþekktum endi. Allar vangaveltur og rannsóknir einskorðast því við takmarkaðan hluta þess spírals, hlutans sem er innan andlegrar þekkingar þessara miklu sjáenda í sólkerfi okkar. Takmörkuð sviðsmynd án upphafs og endis, er avyaktam Sankhyas, eða hlutlægur þáttur hinnar andlegu sólar sem kallast Narayana.

2. Tökum avyaktam sem sjöunda svið birtingarinnar, það eru sex svið neðan við það sjöunda og það má segja að kosmosinn hefjist á sjöunda sviði og færi síðan orku sína niður á lægri sviðin, allt niður á fyrsta sviðið, það efnislega. Orkan gengur síðan aftur upp, frá sviði til sviðs, þar til hún nær sjöunda sviði aftur. Allan þennan tíma er kosmosinn í birtingu hversu háleitt sem form þess er, svo vinir mínir, þið megið ekki halda að pralaya þýði algera eyðingu bæði þess hlutlægar sem óhlutlægar hliðar náttúrunnar í sólkerfi okkar. Það er ekki í anda Pourana heimsspekinga okkar. Vyasa segir:

„Þegar þeim Bramha degi lýkur, ganga allir þessir heimar inn í hinn mikla Yoga Narayana, hinn mikla óbreytanlega Hamsa. Dauði þeirra á sviði Narayana er okkar fæðing, dauði og fæðing er sem sólris og sólsetur hér. „


Kosmosinn er því samansafn bylgja og hringhreyfinga á sjö mismunandi sviðum, þar til þau birtast á fyrsta, eða lægsta sviðinu, og vinna sig aftur upp til sjöunda sviðsins, eða norðurpól sem kallast avyaktam. Lægri helming þessarar sviða má kalla birtingasvið, og þau hærri svið ekki-birtingarsvið, frá okkar sjónarhóli, og samsvara degi og nóttu Bramha eins og það er kallað. Það má kalla hringrás dags Bramha, sem er lítil hluti aldarhringrás Bramha, þ.e. 100 árum hans. Ég mun ekki fara í samanburð á stærri og minni hringrásum og draga ykkur inn í það sem þið gætuð kallað smámunalegar vangaveltur. Hringrás Bramha dags er næg í bili og komum því að þróunarsviðinu, Bramha, sem er kallaður í Veda ritunum hinn fyrsti Jiva, lifandi efni. Allt samræmi í mismunandi orkugerðum hinna sjö grunnefna sem mynda sjö birtingar í heiminum okkar í réttri röð, er stýrt, ef svo má segja, af áunnum venjum, eða á einföldu máli, af lögmáli kosmísks karma. Þessu er lýst í Puranas í yfirlýsingu um að Bramha hafi skapað alla bhootas (tilvistarþætti) í samræmi við karma sem var skapað af þeim í fyrri kalpas. Karma er því æðsti meistarinn sem gefur lögmálið sem drífur kosmíska þróun. Þetta lögmál er tæknilega kallað Dharma í Sanskrit ritum, og sá sem fylgir kosmísku karma í þroska sínum, er sá sem gengur veg Dharma.

3. Frá þeim sjónarhóli sem ég hef rætt um Karma, sjáið þið að ekkert hinna hæstu andlegra sviða er utan áhrifa hins karmíska hjóls og þegar sagt er í Sanskrit ritum og jafnvel í Bagavat Gita, að menn fari yfir hið karmíska haf, verðum við að skoða það frá öðrum sjónarhóli. Þeir sem sagðir hafa náð að vera utan hins karmíska hjóls, hafa aðeins gert það á öðru hjóli en því sem nú snýst. Kosmosinn snýst ekki í sama farinu alla daga Bramha, heldur gengur til hærri og hærri stiga sem það uppfyllir markmið sín.

Þeir sem hafa verið í hvíld á andlegu stigi fyrri tíma, munu á einhverjum degi í framtíðinni þurfa að stíga aftur á hið karmíska hjól, kannski sem refsing fyrir að hafa vanrækt miklar skyldur um aldir. Kannski munu einhverjir lesendur mína hafa aðra sýn á þá sem leita uppljómunar í Nirvana og aftengja sig hugsun og athöfnum frá öllu í hinum birta heimi. Hið þekkta orðatiltæki „hann snýr ekki aftur, hann snýr ekki aftur“ mun koma upp í huga þinn og þú segir við sjálfan þig „0, þessi maður talar gegn okkar Srutis (allar Vedurnar) og ber á borð fyrir okkur einhverja nýja hluti úr Guðspekinni“. Vinir mínir, ég spyr ykkur á móti, hvernig munið þið þekkja sannleikann, hvaðan sem hann kemur, ef hann er ekki velkominn. Okkar rit eru ónothæf ef við leyfum kreddukenningum núlifandi Adwaita og fyrirrennurum þeirra sem voru uppi fyrir nokkrum öldum, að ráða huga okkar. Enginn hina fornu heimsspekinga lét sér detta í hug að setja eðlilegum athöfnum skorður, eins og þeir í dag reyna að gera. Ef þú lest hvaða Purana rit sem er, með opnum huga og hæfilegu umburðalyndi gagnvart venjum og siðum í ritum Purana, eða þróunarheimsspeki, muntu finna að hinir ýmsu meistarar sitja á mismunandi stöðum og hugleiða hver séu tilgangur kosmosins.

Þú munt einnig finna Bramha, eða þróunarlögmálin persónugerð, segja að hann viti ekki hvert sé lokamarkið og hann framkvæmi Tapas (hugleiðslu/sjálfsaga) til að finna það út. Í ljósi margra slíkra játninga af þessu tagi, er það einfaldlega fáránlegt að segja „þar, þar er nirvana, áfangastaður þaðan sem enginn ferðalangur snýr til baka.“ Jafnvel án þess að vitna í ritaðar heimildir um efnið, virðist mér það misstök að tala um eilífa hvíld í óendanlegum alheimi, andstætt gangverki lögmálum hans um virkni og óvirkni, og sem gengur frá hæstu himnum til lægstu djúpa. Allar nirvana sem talað er um, jafnvel af mestu hugsuðum, eru aðeins skiljanlegt fyrir mér ef þau standa fyrir einu óvirku tímabili, einnar nætur af allri æfi Bramha. Eins og maður vaknar að morgni eftir nætursvefn, ætti sama að eiga við um þá sem fara í lengri hvíld á hærri sviðum, að þeir vakni endurnærðir þegar nýtt tímabil byrjar. Það hærra svið getur verið á hæstu sviðum sem hinir mestu sjáendur þekkja.

4. En þú getur spurt hvort það sé ekki til það svið sem aldrei sé snúið frá, og þeir meistarar sem töluðu um slíkt svið hafi eitthvað fyrir sér. Svar mitt við því er að það er ekki mögulegt að nirvana eða Moksha í okkar Vedu sé með þessum hætti. Svifasein skjaldbaka verður einhvern daginn að sigra svefninn; hérinn eða hver önnur vera sem sefur svefninum langa verða einhvern tíma að losa hann. Við getum hinsvegar hugsað okkur það ástand hjá veru sem hefur þroskaðist lengi með þróun kosmosins og er mun lengra kominn í þroska en venjulegur maður. Slík vera með sjálfsvitund eins og Sri-Krishna, verður samkvæmt lögmálinu að vinna fyrir hinn þjáða mann. Slíkar verur eru allir Muktats (upplýstir) í sjálfum sér, en eru Badhas (bundnar), þar sem þeir vinna á andlegu hlið Karmahjólsins og snúa því til góða fyrir manninn. Þeir eru til fyrir heildina og geta ekki slitið sig frá henni. Í raun er það markmið Sankhya-Yoga og við verðum að viðurkenna að það er ekki staður fyrir eilífðar hvíld í nirvana.

Skoðum hvað H. P. B. segir — „Vitum að að straumur þekkingar ofurmanna og Deva-visku sem hefur náðst, verður að beina frá sjálfum þér eftir brautum Alaya (upplyfta) áfram til annarra. Þekktu hina leyndu leið, hið hreina vatn verður að nota til að milda salta hafsins öldu ,-hin mikla hafsjó sorgatára manna.“ Vinir mínir, ef þið hugleiðið hvert orð í þessari tilvitnun, munið þið skilja markmið Sankhya- Yoga— markmið sem Pourana meistararnir settu, og getur ekki orðið háleitara, en er hins vegar ekki minnst á hjá Adwraitum í dag. Pourana heimsspekingarnir viðurkenna ekki annað en hver sannur Mukti, þjóni Yagna-Purusha og það er mjög mikilvægt að skilja hvað er átt við með Yagna-Purusha, til að skilja þýðingu Karma-Yoga, ég mun því fara nokkrum orðum um það.

5. Ég hef þegar nefnt að Yagna eða Yagna Purusha, er hin fínni hlið náttúrunnar. Í þessu sambandi get ég upplýst ykkur um að okkar fornu heimsspekingar litu alltaf svo á að hinir þrír þættir náttúrunnar færu saman í birtingu og þá má kalla, efni, orka og vitund. Evrópskir vísindamenn efnisvísinda sem vilja með aðferðum sínum skilja til fulls uppbyggingu efnisorkunnar, munu komast að því að atóm er orkumiðja. Líkami getur ekki verið til án tiltekins magns atómorku. Atómið, eða atómkjarninn eins og ég vill kalla það sem kosmosinn er byggður á, er í raun hvíldarástand miðjuaflsins í virkni sinni að öðrum enda athafnar sinnar. Orðið afl er ekki mjög merkingarfullt, ég vil frekar segja andardráttur eins og það er nefnt í Vedískum orðaforða, -að kosmísk öndun, eða Vayu, eða loft er miðjan sem allt er hengt á. Þessi öndun er lífsorkan og má hugsa sér sem sveiflu á milli tveggja póla,-þess birta og óbirta, efnis og vitundar. Vinir mínir, lítum ekki svo á að þegar andardrátturinn nær efnis-pólnum, að vitundinn hverfi, eða öfugt. Hvar sem andardrátturinn vinnur, eru allir þrír þættirnir til staðar og virkni beggja hliðanna. Eins og sagt er þar, er kosmosinn ein mikil vitund með margar aðgreiningar eins og eru í vetrarbraut hins Mikla atóms. Þannig hefur hver efniseind í alheiminum vitundarstig sem sýnir sig í dýraforminu, frá svampdýri upp í manninn, hugmyndin um að sandur hafi vitundarþátt , er ekki svo erfitt að meðtaka.

Ef þú hugsar þér að stíga niður frá þinni miklu vitund, til þeirra marka sem ég kalla autt mistur, má vera að þú sért á tilfinningasviði plantna sem er þeirra vitund, og ef þú ferð skrefi lengra, kemur þú að að ríki steinaríkisins, sem má kalla sofandi kjarna plönturíkisins. Jafnvel eðlisfræðingar sem tengja eðlisfræði við þróunarheimsspeki er tilbúnir að viðurkenna að öll náttúran búi yfir einhverskonar vitund. Það er ómögulegt fyrir ykkur að skilja ykkar eigin fornu heimsspeki ef þið aðskiljið þessa þrjá þætti hvern frá öðrum. Ef við berum þetta saman við sjö þætti, gerum við ávallt ráð fyrir allir sjö birtist sem heild. Hinir fornu líktu Samara, hina raunbirtu náttúru, við tré. Hið eina er rótin, og hin mörgu er greinar og lauf tréðsins. Ræturnar draga orkuna úr jarðveginum og skila henni í greinar og lauf, það sama á við að hver kosmísk rót hefur í sér 3 , 7 eða 49 svið og undirsvið kosmískrar tilveru. Þannig hefur allt samsvörun, hið efra sem neðra. Því stærra sem mengið er í trénu, því nærri er það rótinni. Það er í þessu samhengi að svið kærleiksverka sem unnin eru öðrum til góða, eykur andlegan þroska gerandans. Ég er ekki í þessu sambandi að lofa guðspekisamfélagið þar sem þið þekkið það, jafnvel þó margir ykkar komi ekki með útrétta hönd og vinnið með okkur.

6. Ef þið samþykkið að allur kosmosinn er mikið kerfi fagurlega og haganlega niður raðað og birtist á atómíska grunni, verðum við að viðurkenna að baki sýnilega þættinum og verkinu sem heldur því gangandi, hlýtur að vera finna gangverk sem samsvarar andardrættinum og samanstendur af því sem við köllum orka-efni. Það að auki hlýtur einnig að vera vitundarþáttur kosmosins. Það efni er að sjálfsögðu okkur hulið og er
lýst í Puranas, sem hið meira Tejas, eða hreinn logi. Þessir þrír þættir eru Bhoo-loka, Bhuvar-loka og Swarga-loka, sem samsvara Sthoola Sarira, Sookshma Sarira og Karana Sarira kosmosins. Hliðstæða Sookshma í kosmosinum er það sem má kalla líkami Yagna-Purusha. Það er brunnur alls lífs og allrar orku sem kemur í birtingu á heilum degi Bramha. Þessi þríeina flokkun er ekki nægileg, Pourana heimsspekingarnir komu á sjöfaldri flokkun, og það má hafa gerst með því að deila hinum sýnilegu þáttum í þrennt og halda miðjuþættinum óskertum. Miðjan sem líf hins birta kosmos sem sveiflast í átt að hinum ósýnilegu sviðum, er það sem er kallað Kama í guðspekiritum. Þið hindúar þekkið orðið, Prajapati, eða skapandi andi sem var fyrst knúin af Kama. Þetta kama, og lífið sem það þroskar, er eteríski líkaminn, líkami sem er mótaður úr lífrænu lífi og grófu formi, eða grunnur þess sem allt hvílir á, form sem guðspekin kallar hin lægri ferund. Hún er undir stjórn hærri þrenningar, eða þremur þáttum vitundar — Manas, Budhi og Atma. Samkvæmt þessari sjöskiptingu er Yagna-Purusha vitsmunirnir sem þroska hið lífræna efni kosmosins og ríkja yfir kama-líkamanum.

7 . Þið verið að muna að allur þróunarferill í náttúrunni á sér stað í líkama Yagna (sem er skapandi eldur). Öll pralayas, hvíldartímabil, eru eðlileg viðbrögð líkamans sem hann stígur upp á næsta stig eins og öll sköpun, þó það sýnist eins og ganga til baka. Þróun gengur ekki í hringi, frá einum punti í hring til þess sama, heldur í spíral, ella yrði engin framför og þróun í náttúrunni. Vinir mínir, við verðum að muna að ekkert getur gerst á sviði afleiðinga, sem ekki hefur áður birst á svið orsaka. Þetta er mjög víðtæk yfirlýsing, og ekki við hæfi að útskýra hér og nú til fulls, sem krefjast sannanna, rökræðna og greiningar.

Fegursta lögmál samræmis sem gerir rannsakanda náttúrulegra fyrirbrigða orðlausan, er lögmál samræmis sem leiðbeinir lífsferli Yamaíska líkamans. Lögmálin sem stjórna meiri og minni hringrásum og tímaskeiðum, þar sem áherslan er á þróun ýmissa þátta í kosmosinum, þar sem hver þeirra ræður á tilteknum tímaskeiðum og aðrir þættir vinna með hinum ráðandi þætti, og minna þannig á mikið tónverk og því er talsvert til í því þegar sagt er að að náttúran syngi, þetta kæru vinir er gott að íhuga. Það er ekki einungis haft eftir grísku heimsspekingunum, heldur er að almennt orðatiltæki á Indlandi að saraswati syngi stórkostlegan söng. Við sjáum gjarnan myndir af Saraswati með Vina (strengjahljóðfæri) í annarri hendi, Vina hefur sjö strengi og Saraswati er eiginkona Bramha, eða orkan sem gætir útþensluþróun Bramha. Söngur náttúrunnar er sagður vera þekktur af Mahatmas (meisturum) sem hafa tekið á sig þá skyldu að birtast í upphafi hvers Yuga og gefa fræðslu til leiðbeiningar fyrir mannkynið.

8. Hindúa telja að það Veda sem þeir söngla, sé minni framsetning á hinum mikla söng náttúrunnar, eða hluta þess. Ég hef áður sagt ykkur að smáatriði kosmosins eru sögð í Vedunum, eins og Pourana heimsspekingarnir settu það fram. Þessar fullyrðingar verðið þið að hafa skilið nægilega vel til að skilja hin fornu rit, og ég hvet ykkur til að skoða það sem sagt hefur verið um þau hér á landi. Veda er líkami Yagna-Purusha og það sem við lærum af þeim, er mikil þekking á Yagna, eða kosmísku þróunarferli. Undanfarin ár hef ég tekið eftir fallegum skrifum um Veda, bæði frá vestrænum sem austrænum rannsakendum, en ekkert sem nálgast hugmyndir Pourana heimsspekinganna.

Þeir heimsspekingar voru uppi þúsundum árum fyrir Krist og helguðu allt sitt líf með miklum meisturum sem höfðu ekki enn hörfað til fjalla undan mengandi áru heimsins, þeir nutu því meiri þekkingar á Vedunum en nokkur núlifandi fræðimaður hefur. Enn hafa nútíma fræðimenn gefið lítið fyrir eldri sjónarhorn á Veda, en meira fyrir afbökun sem erfitt er að skilja. Tökum dæmi af þeirri staðhæfingu að Veda sé eilíf. Mér er til efa ef nokkur hindúi hafi ekki fordæmt þá yfirlýsingu nokkrum sinni um ævina, bölvað Pourana heimsspekingunum sem héldu því fram. En ef fólk áttaði sig á því hvað þeir áttu við með Veda, munu þeir átta sig á að staðhæfingin er eins óhlutdræg eins og það að efni og orka eru eilíf. Með Veda er átt við að söngur er sungin án innihalds textans, því sagt er að Swara, hljómurinn, sé líf Veda.

Við sjáum hve líklegt þetta er ef við íhugum að Veda er sögð vera líkami Yagna-Purusha, (innra líf náttúrunnar) og sem slíkur byggður á samræmdri bylgju sem rís og fellur, sem vinnur í óhlutbundnum Alheimi og hefur skapað allt samræmið sem birtist manninum. Kosmísk þróun er á hverju hinna sjö sviða náttúrunnar, en hreyfingin er óumbreytanleg og færist af einu sviði til annars í samræmi við þroska þeirra. Veda er samin af mörgum möntrum, sem hver er helguð einni kosmískri meginreglu, eða undirþætti hennar, þar sem hver hljóðniður er meira eða minna öðruvísi en aðrir straumar. Því segi ég að Veda sé minni líking hinna ýmsu söngva náttúrunnar. Henni er ekki hægt að eyða, svo lengi sem hið upprunalega er til. Þegar Yuga-hvíldartímabil á sér stað og nýtt mannkyn birtist á hnettinum eftir það, verða athafnir þess á hinu kosmíska sviði í samræmi við tilgang hins nýja Yuga, hluti hins eilífa Veda þarf að vera sett fram fyrir manninn til fræðslu af Yagnum (meisturum), eða Bramhins (fræðimönnum), sem fylgja verkum Yagna-Purusha og sem hafa tekið mannkynið að sér og ekkert Pralaya, hvíldatímabil, getur eytt því.

9. Sumir ykkar kunna að spyrja hvar þessir miklu Yagni Bramhins, meistarar, séu, og svarið er gefið af Parasara í Vishnu-Purana þegar hann lýsir Loka-Loka fjöllunum. Orðið loka-loka merkir hvorutveggja, þekkt og óþekkt. Það er mörkin við bhoo-loka (jörðin) og liggur langt handan þeim sjö sviðum sem náttúran hefur skipt bhoo-loka í. Á því sviði sem við getum kallað efnissvið, starfa hinir miklu Yagnika Bramhins, þeir styðja allan þróunarferil jarðarinnar, bhoo-loka, og Veda er fjársjóður þeirra. Ef þið viljið fá mjög skýra hugmynd um efnið, þá ráðlegg ég ykkur að fylgja þeim kyndli sem kveiktur var fyrir mannkynið af H. P. B. og sem hefur ein leiðbeint ákveðnum mönnum gegnum leyndardóma Pourana hugmyndafræðina. Ef þessi persóna hefði klætt sig í Bramhin klæði og talað til Indlands, hefðum við allir hópast að henni og heiðrað hana, og sökkt okkur dýpra í átrúnaðinn. Hún valdi að forðast þá dimmu afleiðingar og lagði alla áherslu á athafnir og verkin, hugsunarþráðinn í indverskum heila. Vinir mínir, ef þið reynið ekki að skilja hana, og koma verkum hennar á framfæri, vei Karma-Yoga þessa lands og öllum sem valda þessu helga landi að falla í átrúnaðinn.

10. Snúum okkur aftur að innihaldi Veda, það þarf kannski ekki að nefna það, að Vedurnar eru fjórar að tölu, – Rik, -Yagus, -Sama og -Atharva. Þessar eru sagðar úr fjórum munnum Bramha, sem heldur ráð sitt á toppi fjallsins Meru. Ég hef þegar nefnt Bramha sem lifði í lótusi, svo það er nauðsynlegt fyrir þig að vita mismuninn á hinum Bramhas, þó það sé ekki sérstaklega tekið fram í Puranas hingað til að mínu viti. Ég hef þegar upplýst ykkur að Bramha í lótusnum hefur sömu stöðu í okkar sólkerfi og Narayana í alheiminum. Hann er því hin mikla leynd þessa heims og andleg sál þess. Hann er brunnur allra sálna í þessu birtingartímabili hans, og verður ekki skilin nema með stöðugri vinnu í mörg stórtímabil, kalpas. Hann er Atma og þeir sem ná nirvana, eru þeir sem ná inn í ljós þessa Atma, eða ljós logoss sem vinnur í kosmísku efni í sinni fyrstu birtingu. Fjórar* ásjónur Bramha er hin kosmíska ferund sem er séð sem ein, og andi hins birta sólkerfis. Hann er Yagna Purusha þátturinn í birtingu. Hann er sálræna orkan og því kallaður Karya Bramha, eða Bramha athafnanna. Tvær ásjónurnar standa einnig fyrir hærri og tvær fyrir lægri hugarþáttinn (manas) í sjöskiptingu mannsins, eða sólin og tunglið. Yagna-Purusha eða fjórar ásjónur Bramha er þróunarsviðið í náttúrunni er ætlað að skapa hinn mikla ávöxt , ópersónulega lífið, sem er markmið yogans.

11. Fáein orð í viðbót um Veda og svo held ég áfram í Karma-Yoga. Þið sjáið víða í Puranas ritum okkar nokkrar aðgreiningar milli Vedanna þegar ákveðin dulspekileg tákn eru nefnd. Þegar t.d. ákveðnir avatar eru sendir af Vishnu á skilum hinna miklu heimstímabila, lýsa heimsspekingarnir líkama Vishnu sem holdgast, en segja, að ein Veda taki sér bólfestu í hluta líkamans og önnur Veda tekur sér bólfestu í öðrum hluta líkamans og svo framvegis. Jafnvel segir Sri Krishna í 10 kafla Bagavat Gita, að hann sé Sama-Veda á meðal Vedanna, staðhæfing sem er, ef hún er misskilin, dauður bókstafur og leiðir til þess að menn fara að metast um hvaða Veda sé best. Það er því mikilvægt að við köstum dulu yfir allt sem er til þess að draga Vedurnar í dilka. Í fyrsta lagi vil ég minna ykkur á að nafn Vishnu gefur næstum alltaf til kynna Yagna líkamann, eða sálarlíkama Náttúrunnar. Þar sem þróun heimsins er skipt upp í tímabil, stendur Vishnu fyrir komu avatara, sem taka á sig tiltekna líkami og koma á nauðsynlegri aðlögun heimsins , knýja Rakshasas (djöflanna) niður í Patala, eða hyldýpið, og gefa Devunum yfirráðin. Það er allt til aðlögunar sálarlíkamans, sem komið er á af órjúfanlegu kosmísku lögmáli karma. Munum hið sanna orðatiltæki sem þýðir „Vishnu er sannarlega Yagna (hin leyndi eldur)“. Í öðrum hluta Vishnu Purana, sjáum við að aflið í sólinni er sýnt sem þríhliða afl Veda, aflið sem Rik skapar, sem Yajus geymir, og sem Sama eyðir. Rik er því hin skapandi söngur Devanna í sólinni, söngur Yajus nærir og verndar, og söngur Sama er söngur Devanna í sólinni og uppbygging Devanna á tunglinu. Rik er því söngur Devanna, Sama söngur Pitrisa (feðranna), og Yajus söngurinn í milli. Virkni Vedanna er að sjálfsögðu háð hvað við skoðum. Af Pitris, eða Sama í uppbygginga söng þeirra, og Rik sem eyðandi nóta. Hinar þrjár Vedur svara til hverrar þríundar í náttúrunni, og ég mun leita frekari upplýsinga í hinum misskildu Puranas.

* Fjórar ásjónur Bramha tákna fjórar víddir kosmosins, (lengd, breidd, hæð og tíma) og jafnframt áttir, N,A,S,V.

Þriðji fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

3. Fyrirlestur

Kæru bræður

Í síðasta fyrirlestri mínum, nefndi ég yogann í lótusnum, drottinn Bramha, og það krefst mjög djúprar hugleiðinga að ykkar hálfu, þar sem öll ástundun nema í Bramha-Vidya, kemur fram í réttum skilningi á þessum yoga. Ég legg sérstaka áherslu á þennan fræðilega skilning á þeim persónum sem koma fyrir í Purana ritunum, því það eitt mun leiða nemann gegnum alla erfiðleika og hættur í sálarþroskanum. Það er ekkert í mannlegum athöfnum, þar sem hugmynd gengur framar verkum. Engin herstjórnandi leiðir her sinn gegnum ókunnar slóðir, án þess að hafa kannað þær vel, og engin arkitekt reisir byggingu án þess að hafa gert það áður í huga sínum. Þessari reglu þarf nemi að beita með miklum aga við ástundun við Bramha-Vidya, þar sem um er að ræða mikilvægari hluti en allt annað í mannlegu lífi. Ekkert annað er eins fjarstæðukennt eins og að ástunda Yoga, og af hverju er ekki skilið að neinu leyti. Heimsspekinga Purana segja okkur að Kaliyuga sé tímabil þar sem ljós og skuggar eru í hlutföllum einn á móti fjórum, og ljóminn því mun meiri en gullið. Mikill fjöldi falsspámanna, sumir hverjir með enga hæfileika, er hægt að finna á Indlandi, og það sem þeir kenna getur valdið miklum skaða ef það er ástundað í góðri trú. Tryggt ráð gegn slíkri illsku er sundurgreining eða þekking á Atma og Ekki-Atma. Það er eins og þið vitið það fyrsta af hinum fjórum sadhanas, eða það sem þarf að yfirvinna og getið er um í Veda ritunum og er skilið af mörgum núlifandi lesendum þeirra með alveg sérstökum hætti. Þeir segja að Parabramham sé sannleikurinn, og allt annað sé tálsýn og blekking, eins og snákur í böndum.

Mjög undarleg niðurstaða verður af þessari afstöðu— hún hafnar öllum sviðum Asat og blekkinga, samþykkir aðeins Parabramham sem hinn eina sannleika, eftir er bert svið möguleika og afneitunar. Þessir Adwaitar eru því algjörir trúleysingar og afneita með fyrirlitningu allri þeirri þekkingu sem Veda, Itihasas og Puranas hafa fært okkur. Það ætti ekki að vera staða manns sem skilur fyrsta afrekið nægilega. Hann ætti að skilja verk þróunarkraftanna sem hafa skilað því frá óþekktum uppruna niður í grófa reynsluheiminn, hefur skapað breytileg lífssvið og efni sem hentar þeim, og lögmál innri og ytri þátta sem stjórna virkni þeirra vera sem eiga sér bústað í þeim. Það sem er innri skynjun á lægri sviðum, getur orðið ytri birting á hærra stigi. Reynslan á lægra sviði sem er álitin vera um tíma hans eigin reynsla, kann að vera atómísk hreyfing líkama þegar sá sami gengur upp til hærri sviða. Það sem er raunverulegt á einu sviði, kann að vera algjörlega léttvægt skoðað frá hærra sviði, og því er fyrsta afrekið þekking á hinum ýmsu aðstæðum sem náttúran skapar í birtingu sinni. Í raun merkir þekking á Atma og ekki-Atma þekking á eigin sjálfi, þróun heimsins og tengslunum milli þeirra.

2. Atma, merkir eins og þið vitið, sjálfið, egóið, eða vitundarmiðjuna þar sem öll reynsla heimsins í sinni tvöföldu bólstrum, sýnilegra og ósýnilegra þátta, raðar sér saman. Það er eins og einn fókus, þaðan sem skína ljósgeislar sem lýsa upp kosmísku vötnin og sameinar endurkasti ljósanna þaðan. Í guðspekiritum er það kallað hærra Manas (hærri hugurinn). Frá þessu sjónarhorni er hærri hugurinn mikilvægasti þátturinn, eða lykilatriðið í mannlegri tilveru, hin sanna sál. Það er þráðurinn sem hver verður að þræða sig eftir, sem vill þekkja sannleikann og lyfta sér upp úr þessum skilyrtu aðstæðum.

Af þessu má vera ljóst að Atma stendur fyrir 7da þáttinn í sjöskiptingu guðspekinnar og að Manas er mun lægra í þeirri skiptingu. En skýra svarið er að 7di þátturinn er endanlega stigið sem hægt sem sjálfið getur náð þegar farið er yfir haf takmarkaðrar tilveru, eða samsara (hringrás lífs og dauða). En snúum aftur að lótus Yoga Bramha, Hann stendur fyrir uppruna alls hugarafls í náttúrunni, og þar með hjarta alls í náttúrunni. Þið munið sjá að í allri birtingu Vishnu, hvort sem er í dýri eða manni, hefur Bramha stöðu hjartans. Til að fylgja eftir verkum þessa Yoga í allri hans miklu hringrásaráætlun, er að fylgja fræðslunni um hjartað og verða hluti af Bramha, að lifa í ljósi hans, og vinna verk Yogans í þessu tímabili. Á tungutaki guðspekinnar, er það að verða Bodhisatwa (frelsari), sonur Dhyane yoga, eða í Sanskrit, Bramhin , sonur Bramha, lótus Yogi.

3. Ég mun nú halda áfram að setja fram við ykkur lýsingu á og skýra út annan kafla Bagavat Gita, og hugtök í Sanskrit sem koma oft fyrir í ritunum, og sem krefjast fullkomins skilnings svo Secret Doctrine og Bagavat Gita skiljist á réttan hátt. Leiðbeiningarnar sem Sri-Krishna gaf Arjuna, voru gefnar eins og við vitum á vígvelli, þegar Arjuna var í ákveðnu hugarástandi. Allt sem hann elskaði á jörðu, og allt sem var þess virði að lifa fyrir í augum Arjuna, var þar á sviðinu saman komið gegn honum, ákveðið í að yfirbuga Arjuna og beygja hann í duftið. Hann fann sig í algerri örvæntingu, og lögmál hins stórkostlega lífs sem gefur manninum hamingju og Swargam (Himnaríki) í lífinu eftir dauðann, endurtók sig í huga hans og gerði hann óhæfan til nokkurrar niðurstöðu, né um hvað hann ætti að gera. Sri-Krishna sagði „Meistari syrgir hvorki lifandi né dauða“. Það er af sama meiði og gefið er í „Voice of Silence“; „Verið góðir og lífsglaðir lærisveinar; skoðið hina gullnu reglu.“ Að vera í góðum anda í öllum kringumstæðum, góðum sem slæmum, er nauðsynleg regla í lífinu fyrir nema í Bramha-Vidya, því það eitt varðveitir jafnvægi hugans, sem samsvarar brosandi ró sáðmanns lótussins í vatninu, sem skapast af sannfæringu um að hver og einn sé eilíf vera óskilyrt af tíma og rúmi. Hvað í raun getur hent guðlega veru sem kennir mannlega veru? Ekkert, því sú vera er af sviði eilífðarinnar. Allar breytingar sem geta gerst, og henda hann, ná aðeins til íveruhjúps hans, en ekki sálar. Hjúpur hans kann að eldast og deyja, og verða skínandi eins og devachan, en sálin breytist ekki. Sársauki og ánægja, hiti og kuldi, eru þær breytingar í hjúpnum, með öllum sínum skynjunarljósum, og það er skylda manns sem leitar visku að meðhöndla þau með afskiptaleysi sem slíkar breytingar eiga skilið. Sá sem gerir mikið úr litlu tilefni, getur ekki náð inn í ódauðleikan, þar sem hann kýs að tengjast því lítilvæga.

4. Slík tenging við lítilvægið, er nákvæmlega það sem kallað er að kenna sig við Asat. Asat og Sat eru þau tvö mikilvægustu hugtök í fornri heimsspeki, og orð um þau eru ekki óþörf. Sat er hið varanlega og óumbreytanlega í samanburði við það tímabundna og breytilega. Hið eilífa Sat í Alheiminum er það sem hægt er að lýsa sem Narayana, og Asat er skugginn sem fylgir honum í öllum hans hugsýnum. Asat er því afsprengi Avyaktam og hefur afl sitt á sviði Prakriti (efnis), og öllum breytingum á ósýnilegum og sýnilegum sviðum þess. Til dæmis eru allar lægri hugmyndir manna sem verða til á efnissviði jarðarinnar og eru óhæfar fyrir sjálfsvitund einstaklings og hærri svið, er einn hópur Asat, en háleitar hugmyndir og draumar einstaklinga eru tengdir Sat. Þannig segir Sri-Krishna „að hætta er ekki í anda Sat, eins og þeir vita sem þekkja sannleikann.“ Sá sem lætur alla lífsorku sína í greipar Asat, verður þannig að taka á sig einkenni Asat, mun ávallt sveiflast á milli sársauka og ánægju, frá lífi til dauða og aftur til lífs.

En andlega sólin sem fyllir og lýsir öllum hinum birta alheimi breytist ekki og engin vera, þó upphafin sé, getur eytt henni. Þeir líkamar sem þessar andlegu verur klæðast, er háðir lögmáli fæðingar og dauða og fæðast þannig inn í ríki Asat meðan þessar verur eru sjálfar ódauðlegar. Eins og gömlum lörfum er hent og við klæðumst nýjum, hendir hin andlega vera af sér úr sér gengnum hjúp og tekur á sig nýjan og það er kallað dauði og fæðing.

5. Til viðbótar þessum hugleiðingum á andlegu hlið spurningarinnar, hugleiðingum sem leitast við að varpa ljósi á að allur ferill dauðans sem gerist fyrir dyggð Karmalögmáls náttúrunnar, er aðeins aðlögun að efnissviðinu og leiðir hugann að því hvort Arjuna hafi fæðst sem Kshatriya, til að taka það karma á vígvellinum. Kringumstæður sem hann hafði enga stjórn á leiddu til hins mikla stríðs sem hafði kallað Arjuna til orrustuvallarins gegn vinum og ættingjum sem óvinum, af ástæðu sem Arjuna hafði sjálfur orsakað. Þurfti Arjuna vegna réttlátrar ástæðu að hörfa af orrustuvellinum frá sigrihrósandi óvinum sínum, vegna persónulegra samskipta við stjúpbróður og sonar móðurfrænda í efnislífinu, eða átti Arjuna að kasta því til hliðar, og standa við ástæðu sína og taka hinni miklu réttlætisástæðu? Örugglega þá síðari og Sri -Krishna gaf góða ráðleggingu.

6. Ráðleggingarnar verður að skilja frá sjónarhorni dulspekings með mikla eiginleika. Við megum ekki halda að hægt sé að ná háleitu markmiði Bramha Yidya meðan maður hefur ástríðu fyrir jarðneskum hlutum. Hins vegar er ástæða til að ætla að mjög lítill þroski eigi sér stað hjá þeim sem hafna slíkum ástríðum. Þessi huglægu bönd geta ekki haldist á lífssviði þar sem mannvera verður að afneita allri sérhæfni, og viðhaldið óhemju ást á mannkyninu sem heild og til eilífðar, eins og hreint vatn sem getur þvegið huglæg óhreinindi heimsins. Eins og ég hef áður sagt, verður að líta á þetta þroskastig þegar dulspekineminn er kallaður til að hafna öllum jarðneskum tengslum og finnur sig þess vegna í mikilli örvæntingu. Slík afneitun má ekki vera bundin því að fá slíkt ríkilega endurgoldið. Það mun spilla framförunum nemans við að ná ópersónulegri stöðu. Afneitunin verður að eiga sér stað, ella heldur orrustan áfram, ekki vegna einhvers sérstaks, heldur vegna þess að framhald slíkrar baráttu er lögmál eða æfing í einfaldri skyldu. Vinir mínir, eftirfarandi vers á skilið alla okkar athygli og íhugun.

„Ó Arjuna, líttu sársauka og ánægju, hag eða tap, ósigur eða sigur, í sama ljósi og undirbúðu þig þannig fyrir orrustuna. Að berjast þannig, mun framkvæmd þín ekki spillast.“ Fræðarinn hélt áfram „skylda þín er að framkvæma, en ekki að líta á ávexti slíkra verka.“
Eitt var enn sem fræðarinn lagði áherslu á við Arjuna, en það var þetta — Allir erfiðleikar sem neminn þarf að yfirvinna á leið að takmarkinu, eru erfiðleikar sem hann mætir hvort eð er einhvern tímann, þar sem allur heimurinn vinnur stöðugt að því sama. Ef maður á erfitt með að líta á líkamann sem skugga, sem á ekki skilið mikla hugleiðingu, þarf hann að minnast þess að dauðinn er ákveðið markmið sem líkaminn stefnir að. Hvað gott getur falist í að tengja líkamann einhverju mikilvægi sem náttúran ætlaði honum ekki? Líkt og kosmísk lögmál hafa verið rannsökuð af andans mönnum um ótölulegar aldir og leitt þá að þeirri niðurstöðu, að heimurinn vinni stöðugt að markmiði sem er mögulegt að ná núna, af þeim sem láta Bramha Vidya vera leiðbeiningu lífs síns. Allar fórnir sem slíkur maður þarf að færa eru allar hluti af áætlun náttúrunnar fyrir framtíðina, það er því einfaldur kjánaskapur að gráta eins og barn þessa hluti sem eru svo verðmætir jarðneskum hugum.

7. Kæru bræður, ef þið haldið áfram að lesa annan kafla Bagavat Gita vandlega munuð þið sjá að fræðarinn sjálfur gefur tvennskonar ráðleggingar, annars vegar um Sankhya og hins vegar um Yoga. Í versi 39, segir hann: „Ég hef sagt allt þetta frá sjónarhorni Sankhya, en heyrið nú af Yoga Budhi“. Það er því mikilvægt fyrir ykkur að fá skýra mynd af merkingu þessara tveggja hugtaka. Ég hef þegar gefið óljósa mynd um þá tvo skóla sem leiddir voru af Yoga Charya og Sankhya-Charya. Eins og framvindur rannsókn okkar á Bagavat Gita taka hlutirnir að skýrast í huga okkar. Sankhya er útskýrt af Sri Sankara Charya, sem er einn þeirra huga sem ávallt eru í Parabramham, og þeir hugar eru allir samstíga um Paramartha, eða endalegan sannleikann og þeir eru einhuga frá fæðingu um að Atma hvorki framkvæmir né nýtur. Yogi er skilgreindur af honum sem sá sem hefur ekki fullkomna andlega sýn, og leggur þar afleiðandi öll verk og ánægju í Atma, og leitast því við að laga sig að stórkostlegum heimi til að fullnægja sinni eigin vonum. Ég mun ekki núna fjalla frekar um þessar lýsingu, en kjarninn ætti að vera skýr fyrir ykkur. Ég hef þegar upplýst ykkur um að miðju heimsspekiskólinn má kalla Sankhya — Yoga skólann, sem hefur því tvær hliðar. Önnur hliðin er Sankhya, eða viskuhliðin. Hún fjallar um skynjun nemans á hinum eilífu sannindum í náttúrunni, sem er í mótsögn við allt sem er tímabundið og breytilegt, eða sundurgreiningu nemans á Atma og Anatma. Hin hlið Sankhya, er Yoga hliðin, eða karmíski þátturinn sem tengist öllu sem neminn þarf að gera til að ná hærra og hærra stigi andlegs þroska. Sankhya er gnyanam (þekking) og Yogað er karma (athöfnin). Þeir sem fullkomna sig andlega, næra hugmyndina með því að hann sé einn með öllu og allt dragi andann með honum og hann dragi andann með öllu, en á sama tíma dragi sig frá karmahjóli heimsins, eru Sankhyar. Þeir sem telja sig hluta af karmahjóli heimsins, en vilja þroska sig meira og til hærra tilverustigs svo að ekki bæti á karmað, eru Yogar. Þriðji hópur fólks sem þroskar sig andlega og stefna að meiri þekkingu, en á sama tíma taka á sig karmabyrði heimsins og þannig létt karma mannkynsins, eru Sankhya Yogar eða visku Yogar. Af þessum þremur hópum, stendur fyrsti hópurinn fyrir vitsmunum, eða visku þessa sólkerfis, annar hópurinn stendur fyrir andlegu, eða hugsjónalífi, og þriðji hópurinn stendur fyrir hjartað, eða miðju allra andlegra lífa og gangverk allrar visku á meðal manna. En snúum okkur aftur að tjáningu okkar á Purana, við getum sagt að Sankhyas hafa að markmiði eystri helming kviðs hins mikla Aditi, Sankhya Yogar hafa að markmiði vestari helming kviðsins og Yogar hafa miðjuna sitt markmið, vömb Aditis merkir kosmíska lótusinn þar sem við öll eigum okkar stað.

8. Förum að versi 39 í öðrum kafla. Sin Krishna lýsir í hvaða hugarástandi Arjuna ætti að hafa verið, og það ástand var að líta niður á alla sýnilegu náttúruna sem málverk með síbreytilegum skuggaformum, málverk sem verður til í ímyndun og verkar vegna lífgefandi ljósgeisla sem streyma frá hinu eina sanna — Atma, andlegri sól heimsins. Hvers vegna ekki að styrkja öll tengsl við sýnilegu náttúruna og hverfa frá öllum tilstandi lífsins? Svar Sri Krishna er karma. Yoga sem frelsar úr böndum karma. Tillaga fræðarans er því, þetta karma Yoga, þó einfalt sé í eðli sínu, heldur manninum óttalausum. Þegar orðið karma Yoga er nefnt, er hægt að rugla því saman við fórnarsiðum sem getið er í óræðum textum Vedas. Fræðarinn var umhugsað um að halda huga Arjuna frá röngum hugmyndum sem spruttu af fáfræði og eigingirni og fordæmdi slíka grimmd í máli. Eins og ég hef sagt, þá er kosmosinn í allri skiptingu sinni, í tjáningu Veda og Krishna bendir Arjuna á að Veda vísar til heimanna í birtingu og hvetur hann til að rísa ofar þeim, í hugarró og hreinleika hjartans. Hann bendir á að Bramhin sem býr yfir visku, finni í henni fullnægju sem yfirskyggi allt það sem þeir leita sem ekki hafa komist undan töfrum hinna þriggja efnissviða.

9. Eftir þessa aðvörun, deilir fræðarinn hugmyndum sínum um Yoga, megin atriðin sem felast í þessari setningu; „skylda þín er að framkvæma, en nær ekki til ávaxta verkanna.“

Yoga er skilgreint af honum sem hugarástand sem er tilbúið til verka, án hugsunar um hverjar afleiðingar þeirra eru. Slíkt hugarástand er kallað Budhi Yoga, sem er langtum framar venjulegu karma. Allir hugandi menn, eins og Sri Krishna segir okkur, að leita skjóls í Budhi Yoga, sem er að sjálfsögðu ekki Yoga þeirra fáfróðu sem vinna fyrir afraksturinn. Allir miklir menn sem hafa náð ströndum Samario, hinu óbreytanlegu ástandi, eru það vegna algjörar afneitunar á ávöxtum karma. Spurningin vaknar um hvernig menn ná stigi þessa Budhi Yoga. Svarið sem gefið er, að aðeins þegar hugurinn er innblásinn af þekkingu á Atma og Anatma og hreinn af móðu fáfræði og blekkingum náms eða hugsanna, byrjar hann að greina hið sanna frá því ósanna, og lætur ekki það lítilvæga sem eru ávextir eigingjarns karma trufla sig. Þegar hugurinn er orðinn vanur því að verða algjörlega ónæmur fyrir jarðneskum gæðum sem fást með karmískum ávöxtum, byrjar hann að dragast að hinni sönnu tilvist og þroska raunverulega fínni andlega sýn. Slíkir eru þeir sem þekkja.

10. Arjuna bað fræðara sinn að segja eitthvað meira um þá menn sem vissu og þekktu, og Sri Krishna hélt áfram „Það eru þeir sem hafa móttekið hið mikilfenglega ljós sem lýsir upp alla hinu jarðnesku hluti, þeir hafa skilið að sjálf þeirra eru verur sem eiga heima í því ljósi, óbreytanlega og eilífa, og hafa þar af leiðandi afneitað öllum löngunum (lítilfjörlegar í þeirra augum) í jarðneska hluti sem leiðir til traustari tengsla milli þeirra og þeirra eigin skuggamyndar sem þeir eru fastir í. Lífsganga þeirra einkennist af algjörri hjartans ró í öllum vindsveipum sársauka eða gleði. Það getur haft áhrif á líkama þeirra, en hugur þeirra heldur ávallt himneskri rósemi. Þeir eru herrar líkama sinna, gefa orku til skynfæra sinna til að vera í sambandi við heiminn og taka sömu orku til baka þegar ekki er þörf fyrir hana. Slíkir eru þeir menn sem vita og þekkja. Þessu stigi geta allir náð, aðeins ef þeir færa alla tilverukrafta sína til hærra sjálfs síns og hugur þeirra stjórna skynjunum sínum algjörlega eftir langa baráttu. Skynjanir verða þrælar hugans, og verða að vera undir stjórn síns rétta herra. „

11. Eftir þessa útskýringu fyrir Arjuna um sérkenni þeirra sem risið hafa upp yfir allar blekkingar, gefur fræðarinn ástæðu fyrir þeirri keðjuverkun fáfræði sem hefur gert mannkynið að svo aumkunarverðum þrælum blekkinganna. Þau tvö vers sem vísa er til, eru svo hnitmiðuð og merkingarfull að þau réttalæta að festast í minni ykkar allra. Rót alls ills liggur í eftirsókn í ánægju, og sífeld hugsun um það reisir múr á milli þess og lífsorku hugsuðarins.
Þegar þessi tilhneiging verður nógu sterk af næringu hugsanna, verður hugsuðurinn stöðugt órólegri við að hafa ekki þessa efnislegu ávexti og hægt og bítandi þróar hann með sér ósk í brjósti sínu. „ Ó, ég vildi geta haft þetta,“ Þessi lági tónn nær með tímanum hærri tóni og þá fær það ákveðnari merkingu „Ég verð að fá þetta“. Sá sem stendur í vegi mínum, mun finna fyrir styrk mínum“. Þetta er fjórði hlekkur í keðjunni, fyrsti hlekkurinn var röng hugsun, slæm tilhneying var annar hlekkurinn, og löngunin (kama) sá þriðji. Reiðin sá fjórði er hið myrka ský sem hylur Akasa ljósið. Þegar þetta ský verður nægilega þykkt, missir maður andlegt minni sitt. Hann trúir ekki á tilveru eftir dauða þessa líkama. Þetta er sjötti hlekkurinn, missi minnis, dimma skýjaþykknisins, eða skortur á aðgreiningu þess sanna og hins falska, á réttu og röngu, góðs og ills, er fimmti hlekkurinn. Missir andlegs minnis leiðir til missis Budhi, hærri vitundar, sviptir hann öllu innsæi og lokar fyrir svo ekki skíma af hærra vitund nær inn í huga hans. Missir Budhi sjöunda stigið. Það þýðir andlegur dauði , maður er á því stigi gangandi lík, eins og mannleg skepna.

12. Þessi mannskepna er er í raun í hörmulegu ástandi. Hún er eins og skip sem öslar hin samsaríska (líf/dauða) sjó, án stýrist eða stöðugleika. Það hrekst fyrir veðri og vindum og fær ekkert skjól. Andstæða þessarar mannskepnu er maður sem hefur agað hugsun sína og upprætt alla illsku. Fyrir honum er hvorki ánægja né sársauki, en hann gerir ráð fyrir að þeir þættir fylgi mannlegum lífsstraumi þegar hann er í efnisbirtingu.
Hinn sanni maður lifir upplýstur og gleðst í himneskum friði, sem ekkert getur truflað. Skilningsvitin eru einungis verkfæri í farteskinu og notar þau eða notar ekki, allt eftir þörfum í sjálfstæði hans. Spurning vaknar um hvað hann er að fást við þegar hann er ekki að nota skilningarvit sín. Sri -Krishna svarar okkur þessu í meðfylgjandi versi:

„Það sem er nótt fyrir öllum verum, heldur Yogi vöku sinni fyrir öllu lægra eðli, og það þegar allir vaka, er nótt fyrir sannri sýn Yogans.“ Að sjálfsögðu er þetta vers ekki tilvísun í dag og nótt efnissviðsins. Þessi dagur og nótt er tilvísun í hugarsviðið. Þið verðið að muna kæru bræður að manas (hugurinn) er hinn mikli orrustuvöllur í þróun mannsins. Við erum menn vegna þess að við búum yfir nokkurri hugarorku, en ekki af því við höfum tiltekið form. Hugurinn er því uppruni ánauðar og frelsis. Öll þróun sálna og allar vígslur sem leiða til hærri leiða verða að byrja og enda hér. Hinu mikla ljósi lokasviðsins er varpað hingað, en það er einnig á þessum velli sem dimmir skuggar blekkinga (Maya) breiða úr sér. Ímyndum okkur hugann sem tvö hálfhvel, annað þeirra undir stjórn og uppljómun andlegs ljóss, en hin helmingurinn undir stjórn blekkingarskugga. En þar sem hugarþroski er mjög mismunandi meðal manna, verðum við að sjá fyrir okkur að hærra hugarhvelið sé ekki virkt. Við skulum hins vegar bera saman tvo dæmigerða menn, venjulegan mann og andlegan mann. Andlegi maðurinn býr í landi hins sanna ljóss, en hin venjulegi maður býr í ljósi blekkinga, þar sem líf hans er í landi hins endurspeglaða ljóss, eða í skugga blekkingar, eins og ég hef kallað það. Ef við ímyndum okkur nú að þetta hugarhvol snúist daglega, til að framkalla fyrirbæri dags og nætur, eða vöku og svefns, muntu sjá að hugardagur yogans er nótt hins venjulega manns, og öfugt. Það sem eru sannindi og raunveruleiki yogans, er algjört svartnætti fyrir hinum venjulega manni, og það sem er raunveruleiki þess síðarnefnda, er fullkomin goðsögn og lýgi fyrir yogann. Eftir að hafa leiðbeint Arjuna um hið sanna líf og skyldu Sankhya-Yoga, segir fræðarinn að lokum.
„ Ó Arjuna, þetta eru Bramha aðstæðurnar,sem náð er með sannleikanum. Ef Yogi heldur því til síðasta dags, mun hann ná inn í Bramha Nirvana.“

Annar fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

2. Fyrirlestur

Kæru bræður

Ég hef þegar nefnt það viðhorf sem nemi Brahmayidya verður að hafa, sem byggist á ástúð til jarðarinnar og til andlegra þátta. Nemi verður að beita réttri dómsgreind sem skilur „fullnað þess sem virðist tómt og tómið sem virðist fullt.“ Samræðan við Sri Krishna sem hefst í öðrum kafla ljóðsins er ætlað að vekja skilning á leyndri þekkingu, hinum sex þáttum, hinum sex heimsspekiskólum sem sagðir eru á Indlandi. Þið hafið heyrt að Veda hefur sex anga eða viðbætur og þeir sem hafa notið þess að lesa guðspekiritin (theosophical) geta skilið að Veda og angar þess mynda tvöfaldan þríhyrning með miðjupunti. Þessi miðjupuntur er að sjálfsögðu hin Leynda kenning (The Secret Doctrine), eða þráðinn, ef svo má kalla aðferð hina fornu fræðara, Pouranic eða fornu kenninga Veda ritanna. Samkvæmt þeim skilningi sem ég hef reynt að gera grein fyrir, verður sönn sundurgreining aðeins frá miðjupunkti, eða aðeins með mikilli ástundun og hugleiðingu á Secret Doctrine, meðan einungis nám í öðrum heimsspekiskólum er einhliða sýn á á einstaka þætti sannindanna. Lesandinn er beðinn um að hafa í huga í þessu sambandi, að hinir fornu heimsspekingar lýstu hinum endanlega sannleika sem er að baki fæðingu, vexti og dauða allra kosmískra kerfa sem sjötungu eldi, sem sést á þessari lýsingu:—

(Harivamsa-sköpun lótusins) „Narayana verður yogi, eða eldur hinna sjö forma, brennandi geislar þess slökkna í vatni hafanna.“ Ef sjö er hin endanlega tala, hlýtur hún að birtast á efnissviðunum, hvort sem er á háum sviðum Dhyan-Chohans, það er Bramha-Rishis, eða á sviði Dhyanis, eða í öllum frelsuðum verum. Við getum getið okkur til um hvaða skóla kennari okkar, H. P. B., tilheyrir, af þeirri áherslu sem hún hefur lagt á töluna sjö, sem hún hikar ekki við að setja á æðstu svið í birtingu, jafnvel þó þessi svið í Veda séu þar kynnt með tölunni einum eða fjórum.

En snúum okkur aftur að efninu. Við verðum að muna að Bhagavat-Gita er í huga allra hugsuða hin eina sanna forna kenning eða heimsspeki og verður aðeins skilin með því að setja sig í anda þeirra og án fyrirfram mótaðra hugmynda um þær, meðtaka þær með innsæis sem sannar. Við erum öll ólík í því að skilja sannindi eða sjá ljósið sem lýsir upp þekkingarsviðin og ég er því alveg eins og hver annar lesandi sem leitar sanninda. Í lýsingum mínum er ég aðeins bundinn mínum eigin hugsunum og þekkingu og ég ráðlegg öllum lesendum að meta efnið sjálfstætt, án áhrifa af hvað sagt er um Gita af nútíma túlkendum. Að reyna að skilja slík djúp verk í Sanskrit sem Bhagavat gita, er nauðsynlegt að hugsa á tungumáli bókarinnar, og ég mun útskýra nokkrar skilgreiningar í Sanskrit sem koma oft fyrir, skilningur á þeim verður að vera skýr.

Mikilvægasta skilgreiningin er eins og allir vita, Parabrahm. Það er ekkert orð í Sanskrit sem hefur um sig slíka dulúð sem Parabrahm. Þessi dulúð fær hugann til að hverfa frá því jarðneska og leita upp til upphafs alls sem er, við sjáum að hver trúargrein á Indlandi fer varlega í að fullyrða að þeirra eigin átrúnaðarguð sé Parabrahm til að útiloka aðra guði. Orðið Brahm er dregið af rótinni brih, að vaxa, og lýsingarorðið Brahma nær til allra kosmískra þátta sem hafa tilhneigingu til að birta sig. Ákveðnir kosmískir kjarnar sem viðhalda sólkerfi með eigin hringrás eru kallaðir fæða eða annam (Brahm er fæða) í Upanishads, og er Brahmísk í eðli sínu.

Hinar fjórar Vedur samanstanda af mismunandi mantrískum hljóðsamsetningum sem tákna lífssláttinn sem kemur úr fæðuþættinum, og hefur framleitt þetta undraverða samræmi heimsins úr þáttum sínum og kallað er Brahm. Frá þessu sjónarhorni Veda, sem byggist aðallega á tónun eða framburði, er þessi heimur Veda í sköpun, og í mínum huga er þetta sjónarhorn hinna fornu heimsspekinga. En handan skilningi á orðinu Brahma, eru nokkrir aðrir kosmískir þættir. En Það eða Ekki-Það, sem er grunnur allra þessara kosmíski þátta sem eru tengdir og vaxa af, er hinn hæsti Brahm eða Parabrahm. Forskeytið para þýðir „ofar öllu“, án takmarkanna, og Parabrahm er það sem lyftir vitundinni upp, jafnvel vitund hinna hæstu yoga og er aðeins hægt að lýsa sem neikvæðri og þannig er henni lýst í Hindu Sastras. Það er kallað „Ekki-Það“ af Buddaistum og vegna óefnislegs þáttar þess greinir Hindu heimsspekin það sem neikvæðan lýsingarþátt; og þeir hindúar sem eru andvígir orðinu „Ekki-Það“ verða fyrst að finna villuna í eigin heimsspeki. Er Parabrahm eða ekki? Þannig spyrja nútíma Vedista. Íhugum nú hvað orðið merkir þegar það er notað af jarðneskum manni. Það verður að merkja „sem slíkt“. Besta svarið við spurningunni — Er Parabrahm? Er þögn drottins Budda við vangaveltum munksins Vachagotta. Sama svarið er við spurningunni — Er ekki Parabrahm? Það í Veda þýðir hvorki er, eða er ekki. Ekki-tilvera er aðeins neikvæð tegund af tilveru, og ég hvet alla mína lesendur að íhuga þá hugmynd. Það má líta svo á að Parabrahm geti því verið algjört upphaf allra birtinga , eða hin algera þögn , sem er og liggur að baki allra hljóða eða „Ekki-Orða“ sem kemur á undan og er „Orð“. Parabrahm er hvorki Prakriti (frumefnið) eða Purusha (andinn), hvorki hlutur né þáttur, hefur hvorki vilja né vitund og er í raun ekkert það sem við getum fjallað um. Það er einungis möguleiki á öllu í eilífum kosmos og þess vegna kallað Verund í „Secret Doctrine“. Það má bæta við í þessu sambandi, að þessi Verund er punturinn í hinni dulúðlegu sameiningu Prakriti og Purusha. Í fyrirlestrum Mr, T. Subba Row, finnum við að Parabrahm er kallaður ofar Sri Krishna og sem í Gita stendur fyrir hinn óbirta Logos í guðspekinni.

Þessi óbirti Logos gengur undir mörgum nöfnum í Sanskrit ritum, en það helsta þeirra er nefnt Narayana, hið forna nafn Paramatma. Það er því algjörlega nauðsynlegt að skilja merkingu þessarar skilgreiningar. Það kann kannski að auðvelda skilning að nefna að að hinir fornu heimsspekingar
hafa ritað um sólkerfið okkar og annars slagið um Alheiminn. Andi hugmyndar um eitt sólkerfi er kallaður Brahma í Sanskrit og Narayana með sama hætti í tengslum við Alheiminn. Þessi afstæði óbirti andi (Purusha) er því andi afstæðrar hugsunar og hin háa leynd er enn óafhjúpuð og ekki á færi einu sinni hinna hæstu vitsmuna. Ég segi óafhjúpuð vegna þess að leyndin að baki alheiminum er kölluð Avyaktam. Alveg eins og það sem evrópskir vísindamenn kalla ether, er það haf sem allur hjúpur sólkerfisins er sagður lifa í, fljóta og hreyfast í; Avyaktam er á svipaðan hátt uppruni allra efnislegra birtinga, sem þróar alheiminn og hylur leyndina frá sjónum hinna mestu sjáenda. Af þessari ástæðu er hinn óbirti Logos kallaður Avyakta Murti í Sanskrit og í því sambandi má nefna vel þekkt máltæki „það sem er handan Ayyaktam er þekkt af þeim sem þekkja Narayan.“ Þið sem hafið lesið Gita, munið að — hula Parabrahm —kemur iðulega fyrir. Adwait heimsspekingurinn, T. Subba Row, sagði að fyrir Logosinn, birtist Parabrahm sem Mulaprakriti. Sem ég hef lesið Bhagavat Gita og skilið, sé ég að Krishna kennir sig við Alsjálf alheimsins — Narayna, og gefur fræðslu hans. Ef skilningur minn er réttur og að Krishna sé Narayana, er hula Parabralm algjörlega misvísandi tjáning. Engin hinna fornu heimsspekinga talaði um þennan óbirta Mukta og í raun viðurkenndu þeir algjöra fávisku sína um þess óbirtu tilveru, Vyasa segir:
„Engin vera getur skilið á einhvern hátt þennan óskiljanlega Purusha (anda),“ og ég held að orðatiltækið — hula Parabrahm, leiði okkur af leið. Narayana er því andi allar vitundar í alheiminum, algjör sannleikur og vísdómur eins og segir í Sruti. Alheimurinn er í honum, eins og hugsýnarstraumurinn er hann sjálfur. Það má lýsa honum sem Chidahas, eða svið ljóss eða vitsmuna, sem hefur ávallt í sér hugmyndina um þróun allra sólkerfa. Réttur skilningur hina fornu heimsspekinga Indlands sýnist mér aðallega byggjast á skilningi um merkingu þessarar miðju sem er alstaðar og birtir í sér lögmál alheimsins. Narayana er því Dharmarupi. Geisli þessa sólarmiðju er Jivatma, eða Nara, og – Ayana merkir efst. Samsett orðið Narayana merkir æðstur allra geisla, eða Paranirvana Buddaísku heimsspekinganna.

Þetta ljósstraumshaf sem er í og myndar Narayana, má ekki líta á sem kyrrt himneskt vatn. Nær væri að hugsa sér þetta haf sem hreyfðist í samræmdum tignarleika sem fugl — svani eilífðarinnar, eða hinum mikla Hamsa. Þessi hugmynd um vatn eða haf sem hafa sína eigin tilveru eru undursamleg lögmál samræmis sem sést í birtingu og þróun sólkerfanna, virkni og gagnvirkni. Narayana er líkt við fugl eilífðarinnar eða endalausan tíma sem takmarkast af tímabilum yugas, meiri og minni hringrásum.

Það er hægt að leiða af orðinu Narayana með öðrum hætti, ef við gefum okkur að hann sé kosmískur andi sem yfirskyggi og lífgi hin kosmísku vötn. Þessi vötn eru að sjálfsögðu hinn afstæði geimur , eða „hin eilífar-duldi strengur ummönnunar“ í fyrstu birtingu sinni. Í þessu sambandi verð ég að nefna hugmyndin um „vötn“ sem hinir fornu heimsspekingar kölluð svo. Vísindamenn brosa góðlátlega þegar orðið vatn kemur fyrir í þessu sambandi, þeir taka „vatn“ í bókstaflegum skilningi. Ég tel það óréttlætanlegt. Merking hinna fornu sagnamanna um vötnin sem sköpuð voru af hina fyrsta Brahma, var um efnið sem fyllti allt, grunnur allrar efnislegrar birtingar. Frá því sjónarhorni er alheimurinn eins og líkami fullur af vökva og hver birtur dropi hluti þessa mikla hafs, þéttist og birtir ýmsa eiginleika í hafinu. Ég fer ekki í lýsingu á þessum eiginleikum, eða guði Veda, en gott er að muna að að það eru höf innan hafa og að hafið er uppruni okkar tilveru, úr hinu salta hafi. Þeir sem lesið hafa Vishnu Purana kannast eflaust við hin sjö svið sem þar er minnst á og hið salta haf er innst þeirra. Narayana er því sá sem lífgaðir hin upphaflegu vötn.

Hægt er að sjá þessa miklu andlegu miðjusól í hinni fornu heimsspeki. Sú hlið er frá hinu eilífa Yagna-Purusha. Yagna-Purusa er sá –sem ríkir yfir Yagna, eða fórnarvenjum sem lýst er í siðahluta Veda, og hann er því Purusha, andi fórnarinnar. Það er ekki ein einasta hugmynd hinna fornu, sem er eins illskiljanleg og þessi, og þar afleiðandi misskilin af núlifandi fræðimönnum sem þessi háleita hugmynd um Yagna. Þegar ég segi „háleit“, á ég ekki við að ég mæli með því hvernig Yagna er stunduð í dag. Ég er fullviss um að hin sanna Yagna hefur afbakast og hnignað eins og svo margt annað, maðurinn líka. Það má líta á allt sólkerfið sem mikið gangverk með sinni stórkostlegu aðlögun í öllum smáatriðum sem efnislega tjáning Vishnu, eða eterískt grunnefni eins og við skiljum orðið í dag. Allt samræmið sem við getum séð í hinum birta kosmos er afleiðing þeirrar samræmdu orku sem birtist þar. Plánetur, heimar, maðurinn eru aðeins hlutar líkamans, sem hver fyrir sig gengst undir lögmálum heildarinnar. Þróun, viðhald og niðurbrot í alheiminum er því hluti þessu mikla ferli sem á sér stað í sál Yagna, eða í fínni líkama náttúrunnar. Mannkynið í heild er hjarta og hugur þessarar sálar (Purusha) og því myndar karma mannkynsins, efnis,-huga og andlega, -einkenni þessa Yagníska ferli. Hinir miklu fornu Brahminar, sem gættu Aríska kynstofninn í bernsku hans, voru allir Yagnikar og lífreglurnar sem þeir fylgdu, eða var krafist af öðrum Brahminum, eru gefnar í Smritis (hindúískum textum, öðrum en Veda) og þeir sem annað hvort hafa lesið Smritis eða hugleitt vel venjulegt líf Brahmina í þorpum okkar, munu sjá hversu laust það er við persónulega þætti. Líkami manns sem lifir slíku lífi er raunverulegur dharma-kshetram, (heilagur staður), staður þar sem hið góða er skapað, hver athöfn framkvæmd með löngun til góðra verka og sem hluti heildar og kemur öllu til góða. Hvert talað orð er í anda hins eilífa Veda, söngurinn í takt við orku náttúru lífsins í hennar stórfenglegu göngu frá dögun til nóttu, hvers dags Brahma. Yagnískur hugur er í fullkomnum tengslum við og hluti af huga Brahma.

Sagt hefur verið af evrópskum mönnum að Hindúar geri allt í trúarlegum tilgangi,-líka éta og drekka. Yagníkur Brahmi mun svara:— „ Já, ég hef engan rétt til að éta, drekka og lifa fyrir persónulegar þarfir. Persónuleiki er í raun goðsögn. Við erum öll geislar óbirtrar dýrðar, eitt með náttúru þess og sendiboðar, og því höfum við engan rétt til neins nema fyrir hönd þess. Hvað sem okkur er gefið, var okkur gefið af Brahma til þjónustu við hann og því ætti allar athafnir okkar að vera tileinkaðar honum, sem er uppruni alls“

Ég hef hvorki tíma né þekkingu til að fara í smáatriði á sérstökum Yagni ferlum sem lýst er í siðahluta Veda, en ég bið lesendur að sleppa ekki neinum kafla hinna fornu Vedarita, án þess að rannsaka þá rækilega og skilja. Ég er ekki í vafa um að það sem talið er augljóslega fáránlegt felur í sér einhvern dýpri andleg sannindi og mun að fullu ljúkast upp fyrir okkur, ef við aðeins gefum okkur tíma til að skilja það. En víkjum aftur að orðinu Yagna-Purusha, Narayana er hæsta nafn Yagna-Purusha í Puranas ritum okkar. Purusha hefur ekkert form, en er það sem eldur, vatn og Akasa, er af sprottið.
Þetta eru þau öfl sem einu sinni voru hugmyndir í uppbyggingu „Eilífðar tegundar,“ og verða vinnukraftar hið neðra. Ýmis önnur form Yagna okkar sólkerfis eru gefinn og þau verða að vera skilin með réttri tilvísun á birtingarsviðinu. Formið Garuda, eða Örninn, með útbreidda vængi er eitt formið. Villigölturinn með sínar tvær vígtennur, framsettan haus og fjórar lappir, sem stendur fyrir ákveðna rúmfræðilega veru, er annað form. Ég mun ekki hafa fleiri orð um tákn Yagna, en mun halda áfram að öðrum þáttum. Hin andlega miðjusól sem ég hef rætt um, er eins og ég sagði, Bramha eða Hiranyagarba (gullegg) alheimsins. Hann er hægt að þekkja í efnisbirtingu sem guðlegt stigveldi (kosmískt niðurstig vitsmuna frá hinum hæsta) sem færir niður stigann avyaktam (óbirta innra eðli náttúrunnar) í saukhyas (efnislíkamann) þar sem avyaktam stendur fyrir það sem yogar kalla Parabramham (hæsti Bramha). Goðsagnir Purana segja okkur að þegar Maha-pralaya stendur yfir þá innbyrðir Narayana líf engla, manna og djöfla og Lakshmi (markmiðið) myndar líkama hans, upphaf allra birtinga. Vegna þess að hið æðsta leyndarmál er séð tvíþætt, af eilífu foreldri og eftir ósýnilegum þræði, er Parabramham svið allra möguleika, en svið sem við þekkjum ekki og því þróunarleg nauðsyn í goðsögunum. Eins og þið vitið er Parabramham æðra hvel Krishna og ég hef sagt að sé óefnisleg hugsun í anda Advaita Vedanta (Puruṣavāda, Hindú heimsspeki) að þekkja. Ég mun nú gefa stutta lýsingu hvernig lótusinn sem Brahma heldur á, kom í birtingu, en áður en ég fer í það mun ég lýsa allri þróun á tveim miklum þáttum, Prabhavam og Bhavam, sem hægt er að þýða sem hin meiri og minni náttúra. Sá hluti kosmískrar þróunar sem heldur áfram í ákveðnu samræmi án árekstra við einstaklingsvilja, er birting einstaklings og hærri kosmískrar náttúru. Þegar Prakriti (frumefnið) nær Vikaram (tilfinningum) eða þróar krafta andstæða lögmálum samræmis, er sagt að lægra eðli birtist – Allt í heiminum skín, vegna andstæðna. Ekkert myrkur er, ef ekkert er ljósið. Ef þróun kosmísks kerfis gengur fram eftir fullkomnum ferlum æðri náttúru, hefði kosmísk útþensla ekkert markmið og engan þroska. Ekkert þ.e. engin geisli andlegrar sólar eða jiva, (lifandi vera) mun verða vísari við að vera í eintóna dauðasviði. Purana goðsagnirnar segja æðra eðlið geti ekki skinið, ef það hefur ekki lægri náttúruna andstæða sér. Þannig höfum við nú skoðað kosmíska ferla fram að því stigi, að Bramha kemur fram sem æðra birtingarstig og mun ég því byrja að lýsa því stuttlega.

Fyrsta mikla framtakið í birtingu sólkerfis í alheimshafinu er lýst í Puranas sem draumi Markandeya. Markandeya er eilífur meistari, sem hefur orðið vitni að mörgum pralayas (hvíldartímabilum) og ferðaðist frá einum helgum stað til þess næsta. Þetta merkir að Markandeya táknar hugsýnina um hvað heimurinn verður þegar þeir setja mark sín á hið kosmíska haf. Markandeya er andi hæstu hugsýnar sem býr í óbirta lógosnum og aðstoðar hann reglulega með orku við hugsýnarinnar til að móta helga staði í heiminum á hinum ólíku sviðum tilverunnar. Staðhæfingin um að Markandeya sé meistari eilífs lífs merkir einfaldlega að hann er tengdur lífsorku sólkerfisins þegar það sveiflast úr birtingu Bramha til þess óbirta Narayana. Ef þú skilur nöfn meistaranna í Purana sem staka einstaklinga sem gera undraverða hluti, missir allt merkingu. Þeir í flestum tilvikum standa fyrir anda þess sem vinnur á kosmískum tilvistarsviðum. Það kunna að vera þúsundir vera sem hafa náð slíkum háum sess að vera ofar því þegar hvíldartímabil (pralaya) Bramha á sér stað. Þessar verur vinna samræmt að hinu eina lögmáli, mynda einn anda, anda hugsýnarinnar, og sá andi er Markandeya. Draumur Markandeya skiptist í tvo hluta , fyrri hlutinn er í svo djúpum draumi að meistarinn þekkir ekki sjálfan sig. Honum er hann horfinn og eilífðin er að reyna að setja mark sitt á hann, Markandeya hrekkur upp og fer til baka þaðan sem hann kom, þ.e. úr kviði Drottins Narayana. Seinna skiptið birtist hann úr munni hans, og í þetta sinn þekkir hann sjálfan sig og tilgang, snýr svo til baka í kviðinn til að styðja framtíðarbirtingu síns eigin draums.

Vötnunum er fengið mikilvægt verkefni af eldi hugsýnarinnar, og nauðsynleg verk sett af stað. Það má sjá það sem einskonar fögnuð sem berst gegnum vötnin sem að lokum getur af sér hina fimm Mahabootams, (frumöfl, skynjanir) sem ein gera allar birtingar mögulegar. Þau fimm mahabootams, mynda kosmískan lótus. Lótusinn, eins og þið vitið, táknar heimskerfi og það sem hér er fjallað um, er að sjálfsögðu sólkerfið á fyrstu stigum þess. Birting lótussins byggist á ljósi Bramha, eða lýsandi orku (Tejas) sem nefnd er Akas. Orðið Akas merkir það sem lýsir alstaðar, og líta má á sem tímabundna birtingu óhlutgerða geimsins, eða avyaktam, sýningartjald alheimsins sem hjúpar upprunann. Vitundarandi lótussins, sem birtist í Akas er kallaður Bramha, stundum nefndur Yogi lótussins. Það sem ég skrifaði um Markandeya, á einnig við um Yogi Bramha. Hér er ekki um að ræða sérstakan einstakling, heldur vitsmuni sem gefur lögmálið mörgum einstaklingum sem hafa náð þessu stigi. Eins og ég hef nefnt, þá hefur þessi Bramha logos sömu tengingu við sólkerfi okkar og Narayana hefur við allan alheiminn. Hann hefur í sér þróunarlögmál alls orðsins, og er, ef ég skil það rétt, lokaorð allra guða sem vilja komast úr hinni fölu takmörkuðu tilveru. Í Puranas, er hann sagður vera gerður úr hugum allra tilvera (bhootas), og það er því rangt að hugsa sér að sá sem hefur góð tök á huga sínum og persónu og geymir sjálfsvitund sína gegnum allar hæðir andlegs þroska sem hann nær, muni ná stigi drottins Bramha, andlegum Yoga lótus eylandsins.

Af því að ég hef nefnt að lokastigi Bramha sé mögulegt hægt að ná, þeim sem hafa góða stjórn á huga sínum, er ekki hægt að álíta að það sé það stig sem nefnt er Bramha-lokam í Sanskrit ritum. Það er ekki svo. Bramha-lokam er staða hins óbirta logos, sem ekki er hægt að öðlast á þessu stigi, en er mögulegt í fjarlægri framtíðinni, sem ég held að ekki einu sinni fullnuminn viti hve löng er. En samræmt lögmálinu sem ræður öllum þróunarþáttum sólkerfis og fellir niður hverja huluna af annarri í tímarás, sýnir aðeins að við hvert kalpatímabil þróast sólkerfið á hærra stig, og í fullnustu tímans fellur sýningartjaldið, Avyaktam. Þá birtist hið sanna Nirvana, eða Paranirvana Buddhistanna, sem er Bramha-lokam okkar Purana heimsspekinga, þá rennur sjálfsvitund þessara einstaklinga saman í Alsjálfið, Bramha- loka, sem ég hef nefnt og er hið hæsta svið Vishnu.

Þetta er ekki sjónarmið heimspeki Bankhyas í Indlandi. Þeir taka ekki undir að avyaktara, eða óhlutgerður geimurinn sé hula Purushottama sem þjóna Bramha í nokkrum sólkerfum. Þeir einfaldlega líta svo á að sólkerfi verða til, þroskast og deyja í lok nokkurra Kaplatímabila, hverfa í avyaktam og endurfæðast undir áhrifum eilífðar orku. Þegar það endurfæðist, endurfæðast allar verur með því frá síðustu hringrás þess af nauðsyn. Maheswara, eða orka avyaktam er lokatakmark allra vera og engin ástæða til að fara lengra. Vegna þess að að það er bramhíst stig handan hulu sólkerfis, er engin ástæða til að halda að það sé sambærilegt stig handan avyaktam, handan Parabrahmam, í hafinu þar sem heimar fæðast til að þroskast og deyja fyrir virkni hinnar eilífu orku, eða Sakti.
Aðrir heimsspeki skólar svara þessu, „já, það avyaktam sem þú telur Parabramham, er aðeins Moolaprakriti, eða aðeins það sem klæðir allt. Það verður til við að Mooia-Purusha gefur vitsmuni öllu því sem er til staðar. Vitsmunir Maheswaric sem eru allstaðar í öllum hlutum og í Avyaktam, eru aðeins skugginn á sviðinu af Purusha, eða Narayana. Prakriti og Purusha eru Asat og Sat þættirnir, nei- og jákvæðu pólar Parabramham, sem að nefna er síðra, en að nefna ekki . Það er vegur þarna á milli þessara tveggja heimsspekiskóla, sem leggur áherslu á kosmísku hugsýnina. Fyrsti skólinn sem aðhyllist Alvitundinni, eða Narayana má líta á sem Leynda skólann, eða Sankhya- Yoga skólinn. Þessi skóli í sínum upprunalega hreinleika aðhylltist Alvitundina, þó hann viki frá skilningi sínum á markmiðinu. Það má líta á þennan skóla sem Yoga skólann og endanleikinn er það sem er kallað Karya-Bramha lokam, eða svið Karya Bramha, eða háleita aflið að baki sólkerfi. Til að öðlast markmið þessa skóla, er að ná virkni í háleitri stofnun þessa sólkerfis og styðja það með orku hugsýnar. Þeir sem ná þessu markmiði má kalla óvirka yoga, þar sem þeir hafa samkennt sig við kosmíska hugsýn, bæði í góðu og illu, og synda með straumnum. Ég bið ykkur vini mína að lesa gott Sanskrit verk, eða „Secret Doctrine“, og hugleiða þetta efni. Þá mun hlutirnir aðeins verða skýrari í huga ykkar.

Orkan sem ríkir yfir Yoga og Sankhya heimsspekinni er kölluð Narayana Yoga og Kapila í Sanskrit Puranas. Sú fyrsta er kölluð Yoga Charya, hin Sankhyacharya og miklu skiptir að skilja eðli þessara tveggja krafta. Nöfn þessara þriggja, Bramha, Narayana Yoga, og Kapila standa fyrir þrjú mikil sjónarhorn sem skoða alheiminn, sá er veit, þekkingin og hið þekkta, þessi þrjú eru rekjanleg til hins óbirta logos eða Alsjálfið, hugsýn hans, og hlutlægu hliðarnar sem allir sjá sem neðar honum standa. Eins og ég hef nefnt, þá stendur Bramha fyrir sjálfsvitandi einstakling, og þeir sem halda fast í þann einstakling eru Sankhya Yogar, eða nemar sem sjá Sankhyam og Yoga sem er einn og sama. Skólinn sem stendur fyrir Narayana Yoga leggur áherslu á hugsýnina, og þeir aðrir sem tilheyra Sankhya skólann, leggja áherslu á Avyaktam og alla kshetrams, eða líkami sem eru fæddir af avyaktam. Þessir þrír skólar eru Satwic, Rajasic og Tamasic þættir sannleikans. Í Puranas er sagt að Bramha verði Sambhoo með því að skipta sér í tvo hluta, Narayana og Kapila, og þetta eru kannski Sanskrit nöfn þeirra tveggja Bodhisatwas, sem eru kynntir í athugasemdum í „The Seven Portals“, og eru sagðir lifa í garði Amitabha og veiti ljósum sínum yfir hina þrjá heima.