Fyrsti fyrirlestur

SOME THOUGHTS ON  GITA
Hugleiðingar um BAGAVAD GITA.

1. Fyrirlestur

Kæru bræður
Eins og vel er þekkt, er Gita hluti af af hinum mikla ljóðabálki sem kallaður er Mahabharata og er, ef svo má segja, kóróna þess. Það er því nauðsynlegt að vita eitthvað um Mahabharata áður en hægt er að skilja innihald Gita. Þetta ljóð, líkt og Ramayana og nokkur önnur ljóð í Sanskrit, hafa margar hliðar og hverjum og einum er frjálst að beina rannsóknum sínum að þeim þætti sem vekur mestan áhuga. Söguleg hlið Mahabharata hefur almennt verið mest rannsökuð, þó jafnvel á því sviði hafi sumir fræðimenn gert mörg mistök. Tregða er nánast táknræn fyrir núverandi fræðimenn, bæði vestræna sem austræna, í því að virða ekki hugmyndir og hefðir Hindúa. Þeim er kastað fyrir vind í anda þeirrar kristnu stefnu að þjappar sögunni saman inn í þröngt 5000 ára tímabil. Þeim kristnu er það fyrirgefanlegt, því þeir eru fastir í skugga þess sem hinir fyrstu kristnu kirkjufeður ákváðu, en fyrir Hindúa er það aðeins fyrirgefanlegt vegna þess að á núverandi öld lýkur fyrstu 5000 árum Kali-yuga.

Hefðirnar sem ríkja nánast á öllu indverska meginlandinu, frá klettóttum hæðum í norðri til sléttnanna í suðri, eru orrustusvið Mahabharata sem áttu sér stað í upphafi Kaliyuga, fyrir u.þ.b 5000 árum. Eins og Hr. Sundaramayya segir, var það karmísk refsing fyrir þann eigingjarna anda sem mótaðist á fyrri tímabilum. Samkvæmt hefðbundnum útskýringum höfðu menn orðið að Rakshashas, (djöflum) sökum hnignunar andans, Dharma. Hvert tímabil, hvort sem er 4,320,000 ár, 5000 ár,
eitt ár, eða dagur, byrjar sem Devi (engill) og endar sem Rakshasa. Fyrir um 5000 árum varð einn mesti viðsnúningur í sögu Karmabhumi (jarðarinnar). Þá voru lok mikils tímabils og byrjun á nýju, Kaliyuga, tímabil fyrirskipað af Brahma, eða lögmáli kosmískrar þróunar, til að þróa ólík einkenni. Tímarnir kröfðust birtingu sterkrar sálar, Maha-Purusha, til að aðlaga það eldra og gefa því nýja kraft til nýrra hluta. Þessi Maha-Purusha var Jagat Guru, Sri- Krishna: ekki persónulegur guð eins og einhverjir vildu, heldur jarðnesk vera um tíma á hugarsviðunum. Hann stóð fyrir geisla dökkrrar fegurðar, eins og allir yogar og fræðimenn geta staðfest, sem hvílir í mannlegum hjartalótus. Þessi líkamaði Krishna er einn þeirra andlegu vera sem dvelja á óræðum sviðum og vaka yfir og vernda svið mannlegrar þróunar.

En snúum aftur að ljóðum Mahabharata. Það er vegna mikilla hetja sem börðust til að móta byrjun Kali-yuga, og allt var þar skráð með fögrum táknum. Margir munu spyrja — hvers vegna voru atburðir skýrðir með þessum hætti en ekki venjulegu rituðu máli? Fyrir mér er svarið, og fullnægjandi fyrir þann sem hugleiðir það, fyrir hendi í fyrstu bók „Secret Doctrine“ frá H.P.B. Ég vísa þar til blaðsíðna sem lýsa „Hljóðinu“ sem er einn karmaþátta mannsins. Hinir fornu heimsspekingar virðast hafa verið haft andúð á skýrum lýsingum af blóðbaði, -sem virðist höfða til manna enn í dag, eins og vinsælar sögur um draumalönd sem heilla. Það eru nægileg rök fyrir því að hinir fornu sögumenn hafi sveipað hjúpi yfir hið sanna. Hetjudáðir sem þar voru framdar eru líkari átökum á milli engla og hirða Satans en á milli manna. Margar tilvitnanir eru þar um stríð á himnum í siðlegum og andlegum lýsingum. Þar eru lýsingar á manninum og alheiminum og tengslum þeirra á milli. Sannleikskjarninn er ávallt til staðar eins og sagan sýnir, þegar maðurinn er tilbúinn og forvitnin knýr hann áfram, mun hann finna það sem hann leitar.

Mahabharata er ein slíkra sögulegra goðsagna, full af dæmum um siðgæði og gullnáma fyrir þá sem hungra eftir vitneskju um yfirskilvitleg náttúrusvið. Ljóðið hefur mikið gildi fyrir sagnfræðinga, meira gildi fyrir siðfræðinga og enn meiri fyrir guðspekinema, því hinni miklu baráttu milli lægra og hærra sjálfi manna er lýst þar í smáatriðum. Stríðið er kallað Bharata, og það með sterkum rökum. Þeir sem hafa lesið skrif guðspekinnar muna eftir því að sjöhnattakeðjan er líkt við svið mannlega þróun. Þessum sömu sjö hnöttum er lýst í Puranas (fornritum) sem hinar sjö eyjar, eða Saptadwipa-medini. Þessar sjö eyjar eða hnettir eru sagðir eiga tilvist á fjórum sviðum. Númer eitt og sjö eiga tilvist á fyrsta sviði; númer tvö og sex eiga tilvist á öðru sviði; númer þrjú og fimm eiga tilvist á þriðja sviði, fjórði hnöttur er jafnvægið á milli þess fyrsta og sjöunda og er því baráttuvöllur milli guðlegrar og efnislegrar tilvistar mannsins. Þessi fjögur svið tákna hina fjóra lægri tilvistarþætti; linga Sarira (orsakalíkamann), Nephesh eða Prana (lífsorkan), Kama (tilfinningalíkaminn) og umbreytingarþátturinn, Manas (hugarlíkaminn). Vegna þess að Manas er slíkur áhrifavaldur í ferlinu, lítur H. P. B. svo á að hann hafi í sér tvær hliðar, lægri og hærri, sú hærri sem tengill við hærri andleg svið og sú lægri, sál hinna lægri þátta, þríhyrningurinn sem myndar tilvist. Manas er því baráttuvöllur kraftanna í smáheiminum og þar af leiðandi Bharatakhandam (land þjáninga) hinna fornu sagnamanna, Pouranikas. Þróunarstaðan sem við höfum náð er raunverulegt upphaf hinnar miklu baráttu.

Hinar tvær mikilvægu persónur, Arjuna og Krishna, verðum við að kynnast áður en hægt er að skilja stóran hluta þess sem sagt er í Bhagavatgita. Á Indlandi er almennt talað um þá sem Nara og Narayana, og það er nokkuð sennilegt – Nara, eða Arjuna, er mannlegur Monad í þróuninni, í hringrás efnissviðsins á fyrsta geisla (Atma) og í faðmi Atma, eða hinni aldlegu miðju sól,- sem er kölluð Narayana í ritum okkar og hinn óbirti Logos í guðspekiritunum. Það er til almennt Sanskrit orðatiltæki sem segir „Hugur mannsins er ástæðan fyrir efnisfjötrum sem og frelsi frá þeim.“ Hugurinn er miðpuntur allrar tilveru, birting Atma og það er mannlegt egó sem hefur frelsi til að stefna á norðurpól guðanna og óheftrar tilveru, eða suðurpól djöflanna, fjötra.

Á okkar þróunarstigi er hugurinn persónubundinn í eðli sínu og ef hann leitar til norðurpólsins, eða Atma, verður hann sjálfur að vinna sig frá öllum persónuþáttum. Þetta ferli sem fellst í að eigið sjálf vinni sig frá persónuþáttum sínum er það sem á sér stað og lýst í fyrsta kafla Bhagavatgita. Margar ástríður rísa upp, við son og dóttur, við bræður og systur og önnur tengsl sem myndast í efnisheiminum. „Öll framtíðin getur ekki verið óþörf. En hún er döpur framtíð“ Sá sem hugsar þannig gengur aftur glaður aftur í hefta tilveru og tengsl. Hann afneitar allri baráttur ef hann fær ekki hvatningu eða leiðbeiningum frá æðri öflum. Baráttumaðurinn þarfnast þess mest sem kallað er vivekam (dómsgreind), eða það að skilja á milli þess sanna og ósanna, ljóss og myrkurs. Hann verður algjörlega að skilja aðstæður, lögmál alheimsins og kosmíska þróun á öllum sviðum þess. Hann verður að skilja lögmál Karma og gangast undir allar skyldur sínar í lífinu, óháð öllum andlegum og veraldlegum aðstæðum. Það mun ekki gerast, ef hann uppfyllir skyldur sínar í von um að uppskera vitundarlega uppljómun, sem kallað er Nirvana eða Moksha (uppljómun, lausn). Von um slíkt skaðar ferlið. Fyrir þann sem vill þekkja sannleikann, óháð öllum aðstæðum, verður öll ánægja og sársauki af reynslu eða væntingum að vera sett til hliðar. Okkur verður þetta ljóst, þegar við skiljum að alheimurinn er ein heild með endalausri fjölbreytni.
Ef maðurinn vill sameinast hinu eina eða ná tilveru á hærra hugarsviði, verður hann að temja sér tilfinningu fyrir einingu eða alheims bræðralagi — sem er ástæðan fyrir átaki guðspekinnar.

Ég mun nú ljúka hugleiðingu um fyrsti kafli Gita, um kringumstæður þær þegar Sri Krishna ráðleggur Arjuna, og halda áfram hugleiðingum um seinni kafla.

Inngangur

Some Thoughts on the Gita. – Hugleiðingar á Gita

Tólf fyrirlestrar fluttir fyrir Guðspekifélagið í Kumbhakonam
Eftir A BRAHMIN F. T. S.

Vísið „veginn“—hversu týndur hann er villtum vegfarendur
— eins og kvöldstjarnan er vegfarendum í náttmyrkri.
Rödd þagnarinnar. (Voice of the silence)

Gefið út af: KUMBHAKONAM BRANCH THEOSOPHICAL SOCIETY KUMBHAKONAM. 1893.
Þýðingin er úr ljósprentaðri bók sem gefin var út 1983 af:
Eastern School Press P.O Box 684 Talent, Oregon 97540 U.S.A. ISBN 0-912181-08-07

Þessi bók var upprunalega gefin út af KUMBHAKONAM BRANCH THEOSOPHICAL SOCIETY og prentuð af Sri Vidya Press, í KUMBHAKONAM, Indlandi. Titill bókakápunar var Thoughts on Bagavad Gita, en á titilsíðu stóð Some Thoughts on the Gita, sem hefur verið sett á þessa endurútgáfu. Talsverðar tilvitnanir úr þessari bókinni undir seinni titlinum eru í A Treatise on Cosmic Fire, eftir Alice A. Bailey. Fjölmargir lesendur þeirrar bókar leituðu án árangurs að bókinni undir því heiti. Það var því talið heppilegra við ljósprentun þessarrar bókar (sem var orðin ófáanleg) að hafa heiti bókarinnar Some Thoughts on the Gita.
Nafn höfundar bókarinnar er óþekkt, en Brahmin F.T.S stendur fyrir Fellow of the Theopsophical Society. Upprunalega bókin var merkt Vol. I. og ætlunin hefur væntanlega verið að önnur bók fylgdi síðar, en það varð ekki.
INNGANGUR.
Fyrirlestrarnir sem almenningi er boðið upp á , voru skrifaðir á síðasta ári og lesnir upp á tólf samfelldum sunnudögum hjá Branch Theosophical Society at Kumbakonum. Þó áheyrendur hafi verið fáir, komu þeir reglulega. Að beiðni vinar var einn fyrirlesturinn lesinn aftur á ráðstefnunni í Adyar. Eðli og framsetning efnisins vakti áhuga vina og áhugamanna svo að þeir báðu höfundinn að gefa út alla fyrirlestranna. Þannig var ákveðið að þeir birtust í „Theosophist.“

Við þessa ákvörðun að fyrirlestrarnir birtust mánaðarlega í „Theosophist;“ komu fram efasemdir um að samhengi efnisins, það að skilningur lesandans á nýju efni byggðist á efninu á undan hentaði illa í mánaðartímariti. Hvort það var raunverulegt eða ímyndað, var þetta ein ástæða þess að ákveðið var að gefa efnið út í bók fremur en að sjá það á síðum „Theosophist“

Enn önnur ástæða sem ýtti undir þessa ákvörðun var þessi. Ef fyrirlestrarnir gætu haft almenn áhrif til að beina hugum inn á vegi guðspekinnar, var engin ástæða að að bíða með það frekar. Enn fremur hafði margoft verið rætt, að það tímabil sem við göngum í gegnum sé eitt hið varasamasta í sögu núverandi kynstofns.

Áhersla H. P. B. á að þau áhrif sem við sköpuðum núna væru upphaf og mótun á nýrri hringrás. Því ættum við þá að bíða? Tólf fyrirlestrar sem gefnir almenningi núna í tímariti taki lesendur fram í miðjan fjórða kafla. Tákn tíunda kafla munu ein og sér gefa tilefni til annarrar bókar eins og þessarar, ef efnið höfðaði til almennings. Það stutta tímabil sem eftir var, mun verða liðið að þremur fjórðu ef efnið birtist í tímaritinu, og það voru sterk rök fyrir því að gefa efnið út í bók.
Nokkrar afsakanir þarf að færa fram fyrir því að reyna að skilja hina raunverulegu heimsspeki í Gita þegar heimurinn er fullur af frægð hennar. Þúsundir bóka og útskýringa eru því til staðfestingar. „Hvaða þörf er fyrir aðra bók sem kallast „ Hugleiðingar um Gita“? En hugulsamur lesandi mun muna að það er aðeins virðing sem þvingar fram lotningu. Þar sem virðing er, eru oft sannindi undir skínandi yfirborðinu. Nægilegri virðingu er ekki hægt að sýna sannleikanum. Hann er verður alls þess sársauka sem krefst þess að uppgötva hann. Þessi viðleitni er hægt að líta á sem enn einn virðingarvottinn og staðfastir guðspekingar sem eru talsmenn samstarfs verða að fyrirgefa höfundi þessara fyrirlestra.

Auk þessa er annar mikilvægur þáttur sem þarfnast íhugunar! Bagavat Gita hefur ekki enn verið skoðuð út frá sjónarhóli elstu kenninga, sem eru kallaðar indversku Purana kenningarnar –mikið er af einhliða umfjöllun, en mjög lítið af hlutlausri umfjöllun. Eins og sumir evrópskir þýðendur Gita hafa gefið sér sem niðurstöðu að heimspeki Gita kenni mönnum að sitja aðgerðarlausir til að öðlast frelsun, án þess að átta sig á því að það vekur bros hjá Bramhins, líkt og þeirra síðastnefndu hafa einnig farið í gegnum Gita og fjallað um það í löngu máli og komist að þeirri niðurstöðu að siða og fórnarathafnir kindaslátrunar sé viðhaldið gegnum lífið með „velvilja“ drottins og það komi mönnum inná braut frelsunar og það sé tilgangur kenninga Gita. Ég þarf varla að upplýsa lesandann um að slík afstaða tilheyrir frekar Karma-Yoga skólanum í anda Kali-Yuga úrkynjunar. Það eru aðrar umfjallanir sem ritaðar hafa verið af talsmönnum annarra stefna, þar sem góðar hugmyndir eru settar fram og tengjast öðrum sannindum en eru settar fram í anda þeirra skóla. Einn heimspekingur Adwaita skólans lagði áherslu á Sanyasa sem þreytir lesendur sína með rökum um að Karma (athöfn) og Gnyana (þekking) geti ekki verið í sama manni, samkvæmt Bagavat Gita og gefur margar tilvitnanir úr ljóðunum. Annar heimsspekingu af öndverðum skóla, Visistadwaita, heldur því fram að enginn gnyani geti verið laus við karma og mun geta bent á jafn góðar tilvitnanir úr ljóðunum sér í hag. Lesandi sem laðast að þessum mótsagnakenndu skrifum er eins og hengdur upp á þráð á milli heims og helju líkt og goðsagnakonungurinn Thrusanku, með döprum svip, eins og er á meirihluta fræðimanna eldri skólanna á Indlandi í dag.

Eina leiðin til að losna úr þessum vandræðum er að fara beint að brunninum sjálfum og skilja Gita skilningi hinna fornu Purana,-uppruna Veda —„Secret Doctrine“ H. P. B. En hinir fornu Purana skólar rituðu allt niður með táknum og þau verður að skilja áður en lit þeirra verða skilin. En þó tákn þeirra verði ekki að fullu náð af þeim sem eru ekki fullnuma, er hægt að skilja megin útlínur heimsspeki þeirra í því sem H. P. B hefur gefið núverandi og komandi kynslóðum.
Nemi H.P.B. sem hefur litla þekkingu á Sanskrít og lesið verk sem rituð voru á Sanskrít með hjálp rita hennar, getur að mínu mati dregið fram margar eldri hugmyndir úr hinum fornu sögnum og stutt þannig leit áhugasamra nema í Evrópu og Ameríku. En af þessu má ekki draga þá ályktun að það verk sé að þakka Bramhin. F. T. S., sem ritaði þessa fyrirlestra. Ekkert slíkt er í hans huga. Það eina sem hægt er að segja er, að þessir fyrirlestrar eru niðurstaða þakkláts hjarta — hjarta einlægs Bramhin. F. T. S. sem fæddur er í mikla fræðafjölskyldu í suður-Indlandi og getur kallað sig Bramhin, aðeins vegna H. P. B. sem kom honum til hjálpar í að eyða öllum hugsunum sem ella hefðu leitt hann í faðm prestanna.
A. BRAMHIN F. T S. 1893

Áhrifaþættir

Við munum nú hugleiða þau áhrif sem mannleg þróun verður fyrir.
1. Lógóísk áhrif.
(a) Kosmísk áhrif sem Logosinn verður fyrir—Hringirnir, Geislarnir eins og þeir koma frá Stjörnumerkjunum og öðrum miklum verum
.
(b) Aðlögun lógóísku vitundarinnar að þróunarbreytingum í birtingu sólkerfisins.
2. Áhrif frá Sólkerfinu.
(a) Ástandi sviða.
(b) Áhrif frá Geislastjórnendum.
(c) Áhrif frá Plánetuverum.
(d) Áhrif frá öðrum þróunarbrautum á sömu plánetu.
3. Þáttum í Sólkerfinu.
Þessir þættir eru safn staðlaðra viðbragða sem verka við tilteknar aðstæður. Þeir voru byggðir upp af fyrri þróun og mynda erfðaform og innri eiginleika sem eru innbyggt í síðari þróun. Þeir eru fjölmargir og við munum telja upp þá helstu: —
1. Lögmál virkni og gagnvirkni—jöfnun og andstæða.
2. Lögmál krafta, eða pólun.
3. Lögmál árekstra, færsla athafna frá einu sviði til annars.
4. Lögmál aðdráttarafls Miðjunnar.
5. Lögmál aðdráttarafls ytri geims.
6. Lögmál takmarkanna.
7. Lögmál hinna sjö dauða.
Undir áhrifum þessara þátta, sem sumir eru helstir og ráðandi, heldur þróunin áfram og sumir þessara þátta munu minnka.
Logóísku áhrifin eru ráðandi þegar nýr fasi er í þróun og ákvarðar lífgerð þess sem er að þróast.