ÞRÓUN FYRSTA PLÁNETUFORMSINS

15. KAFLI

Þróun fyrsta plánetuformsins.

Í fyrri fyrirlestri var þróun Guðlegra neista rakin frá þeim tíma er þau, öll af sömu gerð, söfnuðust saman og mynduðu hópvitund. Við röktum þróunarfasa þessara hópa frá einu sviði til annars á hverri plánetu, hvernig þeir bættu við sig atómahjúpi af hverju sviði við þau sammiðjulög af atómum er snérust kringum kjarna upprunalega ferðaatómsins, þar til að lokum að við finnum miðjukjarna Guðlegu neistanna á fyrsta sviði hjúpuðum sjö lögum.
Tengsl kjarnaatómsins, ferðaatómsins og þessara sjö hjúpi eru flókin og þarfast frekari skýringa áður en haldið er áfram.
Ferðaatómið á uppruna sinn, – ekki frá Lógos, heldur úr Kosmos. Það er því skyldara uppruna tilverunnar en það sem Lógosinn myndar.
Logósinn myndar megin grunnkrafta- og fasa sem ráða sólkerfinu sem heild.
Kosmísku atómin sem gengist hafa undir áhrif Lógosins mynda hin ótölulega fjölda eininga sem hugmyndun hans bindur saman. Kosmísku atómin er í raun yngri bræður Lógosins—Kosmískar einingar sem enn hafa ekki náð sama þroska og Lógosinn, en af sömu gerð. Hvert atóm í sólkerfinu er því af þessari ástæðu mögulegur guð.
Munum að hreyfing er grunnur alls.

Óhlutbundinn hreyfing sem er fönguð af staðbundnum kröftum gerir hana stöðuga, staðbundna. Þessi staðbundni kraftur verður „formið.“ Form er einfaldlega kraftur sem er ekki frjáls að hreyfast.
Hver breyting sem er algjörlega aðlöguð festist í hringrás virkni og gagnvirkni.
Um leið og slík hringrás verður til er ekki hægt að breyta henni og þannig er kraftur festur, ekki sem hreyfingalaust form, heldur í hringsnúandi ferli. Form er eining. Hringirnir eru lífverur.
Eining eða hringur sem orðið hefur til, geta hreyfst sem heild og þegar hreyfing hluta á sér stað eru tveir þættir fyrir hendi — hlutur sem hreyfist og hreyfingin sem hann skapar.
Hreyfingin, óháð hlutnum, er sama eðlis og hreyfingin sem skapaði hlutinn.
Þegar um er að ræða ósamhæfðar hreyfingar, eins og snertihreyfingar atóma áður en þau ná samhæfingu, er ekki kominn á reglulegur hrynjandi og því myndast engin form. En um leið og aðlöguð samvinna þeirra er komið á, myndast óhlutbundin hreyfing.
Þessi meginregla gengur að mörgu og er nefnd hér ef vísað er til hennar síðar og/eða ef vísað er almennt til óhlutgerða megingerðar, þú munt sjá það að eftirmynd þessa hrynjanda, kemur fram á öðrum sviðum sem titringur. Þetta er lykilinn að myndun minnisþáttarins.
Áður en við höldum áfram með þróun hinna Guðlegu Neista, viljum við vísa til þróunar frumgerða hnatta eins og þeim hefur verið lýst.
Sameining Guðlegu neistanna í hópvitund myndar, eins og fyrr hefur verið sagt, skipulag atóma þeirra í samsvarandi rúmfræðilegt form. Eftir dreifingu atómana heldur formgerð þeirra sér í samræmi við lögmálið sem lýst er hér að framan.
Þetta form er smækkuð mynd af Logós eins og hann birtist sólkerfi sínu, það er að segja, kerfi viðbragða.

Þetta kerfi viðbragða skipar atómum sviðanna í grunnskipulag og myndar þannig tiltekið form fyrir sjálft sig. Þannig verður til, auk þróunarhóps Guðlegu neistanna, Plánetuvera með kúlulegan líkamlega sem byggður er á grunni viðbragða og þessi Plánetuvera mun verða innblásin af virkni og skipulagi því sem einkennir hóp Guðlegu neistanna í þróunarfasa á sínu sviði.
Þegar næsti hópur nær þessum fasa verður þróun þeirra að vera í tengslum við þá Plánetuveru sem er Drottinn þess sviðs, því hún er ráðandi þar. Þeir munu finna tilbúnar aðstæður sem fyrirrennarar þeirra urðu að þróa og frá henni byrja þeir sinn eigin þroska. Hver og einn er búinn efnis-skel þess sviðs og mun halda áfram að byggja utan um hana efni næsta sviðs. Munið, að þó að svið Alheimsins séu víðáttumikil í geimnum—sem byggist á hreyfingu—þá teygja atómsviðin í sólkerfi sig ekki út í geiminn, þau eru afurð hugmyndar og bundin í vitund og eru því af þroskaðri gerð.
Það sýnist sem svo að Guðlegu neistarnir þurfi ekki að breyta um stað sinn í geimnum til að safna um sig atómum af annarri gerð (því atóm af öllum gerðum eru alstaðar) en þau verða að breyta hreyfingum sínum til að önnur atóm geti lagað sig að þeim hreyfingum. Hvenær sem samvinna í hreyfingum á sér stað sem breytir staðnari einingu í spinnandi hringhrynj-anda á sér stað slík breyting og hringhrynjandi laðar ávallt til sín atóm frá næsta neðra sviði, því sú hreyfing er lík þeirra eigin.
Sem dæmi, þegar frumatóm hreyfist með snertiferli verður það snerti-atóm. En ef hópur frumatóma hreyfðist með snertiferli mynduðu þeir snertisameind og þar sem það er stærra en atóm yrði það aðdráttarafl fyrir slík atóm og myndaði þannig skel af atómum utan um sameindina. Þannig verða allir hjúpar til.

Ef við snúum okkar aftur að þróun Plánetuveru, þá byggist hún til að byrja með á skipulögðum kerfum atómsviða og þegar hinir nýtilkomnu hópar Guðlegra neista kom inní þessi kerfi finna þeir sig í efni sjöunda sviðs á sjöunda sviðs plánetu. En á þróunarferlinum á þessari plánetu byggja þeir um sig sjötta sviðs hjúp og samhæfa vitund sína inní hópvitund, þegar þeir halda áfram ferð sinni yfirgefa þeir þessa mótuðu hópvitund sem myndar nú vitundgerð Plánetuverunnar og þessi formgerð dregur að sér atóm sjötta sviðs sem koma inná það svið og mynda líkama Plánetuverunnar númer tvö.
Þessi ferill endurtekur sig með hverjum nýjum þróunarfasa þar til hver Plánetuveran hefur náð fullri myndun allra líkama sinna og getur því tekið atómhóp gegnum alla þróunarhringrásina. En hver Plánetuvera tekur fullan þátt í virkni hópanna í formbyggingunni þar sem hver Plánetuvera stendur fyrir mismunandi fasa í þróuninni. Þeir hafa mismunandi eiginleika og þróun hvers þeirra fer fram samkvæmt því.
Til dæmis þá mun einkenni sjöunda sviðs ráða allri þróun alls efnis á sjöunda sviði plánetu. Frumhrynjandi þess sviðs er lykilnótan og þar af leiðandi munu allir síðari taktar bera þau einkenni.
Plánetu á fyrsta sviði tekur á sig frumhrynjanda þess sviðs, en sá hrynj-andi er sá hraðasti og allar afleiddar breytur eru hluti hans og á neðri sviðunum er þessi frumhrynjandi sem einn tíundi.
Takið eftir að hópur í þróun á ákveðinni plánetu byrja á sama fjölda líkama og plánetan hefur og bætir við einum í þróun sinni og bætir þannig einum líkama við plánetuna þar til hámarkinu, sjö, er náð og afþróun hefst, og plánetur og neistar kasta af sér efninu. Það efni verður rætt síðar.
Þú munt sjá að þróunarröð í sólkerfi er öfug við þróunarröð í Kosmos því að sólkerfi er endurkast spegilvitundar hinnar Miklu Veru. Óhlutbundin hreyfing myndar form í Kosmos.
Form mynda óhlutbundnar hreyfingar í sólkerfinu og tengjast þannig Kosmos, en við komum betur að því síðar.

Það er því nauðsynlegt í sólkerfinu að mynda form til að þróast upp á kosmískt svið. Markmið sólkerfis er að lyfta hverju atómi upp á kosmískt svið og þar með gera þeim kleyft að tengjast kosmískum atómum sem þau eru af og gera þessum kosmísku atómum að verða hluti Mikillar Veru. Þannig þróast kosmísku atómsviðin.
Þetta er leyndardómurinn um guðleika mannsins. Hann er ekki eingöngu tengdur guði sólkerfi síns, sem er sá er mótar hann, heldur skapara sínum sem er samsvarandi atóm í Kosmos, sem skapar en hefur ekki afl til að móta, því það sjálft er mótað af Mikilli Veru sem það sjálft er hluti af.
En þegar hið endurspeglaða atóm í sólkerfinu þroskar tilheyrandi eðlisþátt skapara síns og getur því sameinast honum, fær það kosmíska atóm inn í sig alla þá mótun sólkerfisins sem var myndað af hinni Miklu Veru, sem er hluti hans. Þar sem það sólkerfi var mótað af hinni Miklu Veru verður kosmíska atómið þannig eftirmynd þeirrar Miklu Veru, og þar sem það er algjörlega mótað af henni, er hún ekki lengur mótuð heldur hefur verið mótuð, og sú mótun tilheyrir fortíðinni og er því nú ómótuð af hinni Miklu Veru, því það hefur öðlast stöðu til að móta sjálft sig og er því sjálfstætt. Það er frjálst af kosmískum sviðum, – er ekki lengur bundið þjónustu við hina Miklu Veru, en vegna tengingar sem þroskað atóm í mynduðu sólkerfi, er því lyft yfir stöðu atómsviðs sitt, og verður, í stað þess, ferðaatóm og ásamt tengdum Guðlegum neista þessa endurspeglaða sólkerfi, fer það umferðir um alla geisla Alheimsins og verður, að því loknu, Mikil Vera og þróar sólkerfi.
Þetta er þróunarmarkmið allra myndaðra atóma í sólkerfi—að þróa Guðlegan neista—til að ljúka þróun frá mannlegu til Guðlegs í mynduðu sól-kerfi og síðan að sameinast sínum kosmíska skapara og gera kosmíska atóminu kleyft að þróast gegnum ferill sem ferðaatóm til þess að verða Mikil Vera.
Þetta er það kerfi þróunarinnar sem við eru nú að skoða.
Þessi síðustu atriði hafa aldrei áður verið upplýst. Mannleg hugsun hefur aldrei áður farið út fyrir Logósinn, en nú er það upplýst að þó að Logósinn sé Skapari sólkerfisins, er hvert og eitt atóm í því sólkerfi skapað af kosmísku atómi, sem hvetur með aðferðum þess endurspeglaða lífs, að ná því marki að halda áfram sinni eigin þróun.
Því má segja um menn, að með því að borða af tré þekkingarinnar geti þeir orðið guðir.
Þessari þekkingu hefur verið haldið leyndri í þessari útþróun svo að sálir freistist ekki til að snúa til baka og fresta markmiðum sínum, en fyrir þá sem hafa náð á tindinn er nú hægt að upplýsa þetta.

VIÐBÓTAREFNI

II. ÞÁTTUR VIÐBÓTAREFNI
Viðbótarefnið sem hér er sett fram hefur sama uppruna og fyrri fyrirlestrar en sett fram nokkrum árum síðar. Þó efnið hafi í mörgum tilfellum skír-skotun til fyrri kafla stendur það sem almenn skírskotun til efnisins í heild og bætir við gagnlegum útskýringum við efnið í bókinni. Almennt má segja að það hafi meiri skírskotun í fyrstu tuttugu kaflanna er þá síðari, en að sjálfsögðu er þetta viðbótarefni gagnlegra eftir því sem skilningur á efni bókarinnar er meiri.
(I)
Hvert kosmískt atóm hefur í sér orku tveggja geisla sem mynda frumhringiðu þó það síðar fylgi aðeins braut eins geisla. Þessi tveggja geisla orka eru neikvæði og jákvæði þátturinn í hringiðunni, sá neikvæði í dvala og stendur fyrir einskonar undirmeðvitund. Skoðun á „geislagerð“ einstaklings kallar á stjörnumerkjalestur — mun flóknari og dýpri en sá stjörnuspekilestur sem nú er stundaður.
(2)
Logadrottnar og Hugardrottnar hittast ekki á sviðunum í yfirferð fyrstu þriggja hópanna, en það eru síðari ferlar það sem Logadrottnar sem slíkir geta runnið saman við Hugardrottna og þannig orðið á allan hátt Hugardrottnar. Slíkan ferill er mjög erfitt að útskýra, það á sér stað einskonar upp-taka svo að segja, á vissan hátt sambærilegt við samruna sálar við háþróaða persónu sína í jarðvist, en þó ekki eins. Hugardrottinn sem kýs að taka að sér ákveðið verk Logadrottins, drekkur í sig „reynslu“ hans á sama hátt og sálin drekkur í sig reynslu persónunnar (en í þessu tilfelli er samanburðurinn á hinn veginn þ.e Hugardrottinn/persónan sem sem drekkur í sig reynslu Logadrottins/sálarinnar) og kemur fram sem Hugardrottinn með fjartengingu (við Logadrottinn) sem vinnur á bak við hann.
Margir Logadrottnar eru nú það sem við köllum Erkienglaöfl, sem gæta ákveðinna aðstæðna í sólkerfinu og hafa sérstaka tengingu við Sólarlógosinn. Það eru þessir Logadrottnar sem sósa, ef svo má segja á-kveðna Hugardrottna með reynslu sinni og vinna í gegnum þá. Allir Loga-drottnarnir hafa sérstaklega sterka logóíska tengingu og sumir voru sendir aftur eftir að fyrsti hópurinn hafði lokið verki sínu.

Það er sérstaklega gagnlegt að hugleiða á hina hina þrjá frumhópa, sá hluti bókarinnar sem fjallar um þá var settur fram af nauðsyn á tiltekin hátt sem hæfði „meðalgreind.“ Það er mikilvægt að hafa það í huga að allt það sem er sagt er aðeins nálgun, en þó mun meira en vitræn nálgun mundi geta náð með hugleiðingum um hina þrjá frumhópa.
Efni Kosmískrar kenningar getur skapað mikla vitundarvíkkun—raunverulegri víkkun, út yfir núverandi takmörk mannlegs skilnings.
(3)
Það er erfitt verkefni að reyna að nálgast og setja fram í skiljanlegt mál mikilfengleika og mátt hinna þriggja frumhópa. Lýsingar sem gefnar eru í þessu riti gefa aðeins litla hugmynd um umfang þess mikla verks sem þessir hópar framkvæma. Þessar miklu öldur kosmísks líf sem mynda lögmál þau er stjórna sólkerfinu, þróuninni og manninum eru mjög mikilvægt að hugleiða á öllum tímum og sérstaklega í upphafi nýrrar aldar. Áhrif þeirra eru til staðar í manninum og sólkerfinu, og eins og maðurinn er í tengslum við þetta upphaf þegar hans eigin lífneisti kom fyrst í birtingu og sálargerð hans á-kvörðuð. Hann getur jafnvel ekki núna komist frá þessum fyrstu þroskaskrefum, því hans raunverulega sjálf tók í sig áhrifin og brást við þeim á mótunarstigi þróunar sinnar og þannig ber hver mannvera í sér dulda vitund um þessar frumathafnir og viðbrögð. Hann ber eilíflega með sér fræ síns eigin upphafs á sama hátt og eikin ber eilíflega í sér akarnið og eins og akarnið bregst við moldinni sem hún grær í og móttekur sól og loft; og af því er vöxtur þess ákvarðaður og mældur, og smásaman kastar það af sér ytri skel sinni, skýtur rótum og verður að eikartrén, í þeim skilningi varð maður fyrst maður.
Af viðbrögðum mannsins á hinum mismunandi sviðum sem hann fór í gegnum á þessum frumstigum lífsneistans—og af einstökum viðbrögðum var hann mældur, þó í litlu mæli—og þannig er sá maður enn í dag. Þegar neist-inn gekk niður sviðin, safnaði efni af hverju sviði og snéri við aftur, hitti hann aðra neista sem gerðu það sama og hann, og eins er það í lífi hans í dag. Í hinum mikla neistafjölda á sínum fyrstu göngu niður sviðin mynduðu sumir smærri hópa innan heildarinnar, snertu hvern annan meira en aðrir neistar eða neistahópar innan heildarinnar. Þannig mynduðust sérstök við-brögð—“vinartengsl“ sem slík—sem byrja á frumstigum og á síðari dögum þróunarinnar hittast þessi sömu neistar jafnt klæddir efni allra sviða. Við að ganga gegnum sviðin verður efni þeirra samofið innri líkömum mannsins og með tímanum byggir það mismunandi líkama hans sem við þekkjum undir ýmsum nöfnum (þ.e. „Tilfinninga líkama.“ „Hugarlíkama.“ osfv.) og þessir líkamar hafa sína ákveðnu undirskiptingu. Hin miklu plánetusvið sem hvert atóm og guðlegur neisti fóru í gegnum á þróunarbraut sinni höfðu tiltekin áhrif á þau og á ákveðin hátt er það grundvöllur stjörnuspeki, þó að uppruni hennar sé að mestu gleymdur. Ekki er hægt að beita stjörnuspeki eins og fyrri kynstofnar skildu hana, vegna breytinga á himinhnöttunum og mann-inum sjálfum.
Á ferð sinni í gegnum sviðin varð þessi þroskandi vera fyrir miklum plánetukröftum sem enn hafa ákveða stjórn á honum—þó hann sé ekki meðvitaður um það—því í efnisgerð hans geymist tenging við þessi miklu plánetuöfl og áhrif þeirra á líkama, huga og karma eru enn til staðar á mjög frumstæðu stigi, til dæmis er orkan sem hefur verið lýst sem „Hin Mikla Móðir,“ enn hin mikla móðir allra lifandi vera og á vissan hátt getur nútímamaðurinn orðið meðvitaður um þetta samband sem er mikilvægt fyrir hann.

Hin miklu lögmál urðu til löngu áður en það sem við köllum „mann“ hafði þroskast nægilega til að ganga niður sviðin á sama hátt og og hin miklu atóm og hópöfl sem í upphafi byggðu upp sólkerfisöflin. Þau hópöfl eru að baki því sem við köllum hinar miklu frumgerðir og þær geta verið mjög áhugaverðar fyrir dulspekinema.
Þegar maðurinn snýr að lokum til baka upp sviðin við lok þróunarkeðjunnar nær hann öðru stigi í sinni eigin byrjun. Hann verður einskonar guð, Lógos í sjálfum sér, sem hefur safnað saman mikilli keðjureynslu eftir lok margra þróunarhringrása, sem hættir að vera einstaklingur, heldur á vissan hátt hópur sem aðrar hugareiningar spretta frá. Því maðurinn byrjar sem hópur en aðskilst sem einstaklingur frá hópnum eftir því sem þróunin heldur áfram, en verður í lokin að snúa aftur í sinn eigin hóp sem er þá hann sjálfur.
Að baki þessarar fræðslu er „hugmyndafræði Samvinnu“ eða sameiginleg tilfinning, sem að hluta og jafnvel að öllu leyti er ranglega skilin eins og oft er, en hægt að finna í stjórnmálalegum hugmyndum og kerfum. Þessi tilfinn-ing hefur háleitan siðferðisgrunn og leitast þannig við að mynda einingu þar sem allir eigi að vera eins, ættu að vera sem lið og í liði, því það er það mesta, flóknast og fyrsta Guðlega lögmálið þegar það er nægilega skilið. Engu að síður getur maðurinn ekki verið hluti af sameiginlegri einingu Guðdómsins, fyrr en hann hefur ná hæstri þróun sinni í lok ferðarinnar til baka. Í hverjum manni er það sem myndar þrenninguna—hinir þrír þættir hins birta Guðdóms— og þessir þættir eru í innsta kjarna andans sem hið æðsta sið-gæði.
Þegar þessari þróun er lokið mun reynsla og efni þessa sviðs (jarðarinnar) verða rakið upp og flutt til annarrar þróunar á annarri plánetna og eitthvað af lífsorkunni mun snúa til baka í öðrum búningi til þessarar plánetu að nýju. Þegar maður deyr glatast hluti af eter- og tilfinningalíkömum hans, en oft mynda þeir ákveðna hluta í nýjum líkömum sem hann fær í nýrri jarðvist. Í fáum orðum er það sem gerist gegnum alla þróunina—formin eru brotin upp og hlutunum komið áfram til að byggja upp og mynda næstu gerð lífs-forms, en það er ekki alltaf vitað hvort að hlutar þéttari líkamanna—þ.e. eter og tilfinningalíkamar fólks sem hefur látist fari í að mynda aðra persónu-leika. Þeir persónuleika kunna að hafa tilheyrt þeim einstaklingum sem fyrri persónur tilheyrðu, en það þarf ekki að vera, og einstaklingar hafa oft persónulíkama sem samanstandi af efni annarra persóna. Þetta kann að skapa einkennileg viðbrögð milli manna í jarðvist, svo það þarf ekki alltaf að vera að fólk hafi hitts í fyrri jarðvist til að skýra slík viðbrögð. Á sama hátt og hjá mönnum, er svo einnig með plánetum og öðrum himinhnöttum.
Plánetur hafa í sér hluta annarra plánetna sem annar kosmískur tími og önnur þróun hafði myndað í áru þeirra, alveg eins og jörðin er í áru mánans* og hefur tengsl við marga „tunglhluta“ úr fyrri þróun. Lífið er marghliða og á engan hátt einfalt, það er ofið víðtæku mynstri sem aðeins mjög þroskaður fullnumi innri sviðanna getur skilið og það er ekkert í mynstri sem ekki er tengt öllu hinu.

(4)
Plánetuverur þróast með plánetunni og samsvarandi sviði. „Líkamar“ þess—allir sjö— og vitundin, eykst við komu og brottför hinna ýmsu sveima. Athafnasemi hópsveima 4—7 var stjórnað af „Drottnum“ hinna fyrstu þriggja frumsveima. Það var ekki fyrr en Plánetuvera hafði þroskað alla „líkama sína“ að hún gat farið með hópsveim gegnum heila þróunarhringrás,og þá aðeins gat þróun byrjað hjá þeim neistum sem urðu „mannlegar verur“ eins og við skiljum hugtakið.
Meðan á niðurgöngu fyrstu sjö sveimanna voru áhrif Lógosins svo mikil í sólkerfinu að allt ójafnvægi sem átti sér stað frá verkun frumverka sveim-anna
4—7 var leiðrétt umsvifalaust svo að „líkamar“ plánetuveranna urðu ekki fyrir ójafnvægi.
Eftir að Plánetuveran hafði náð hinum sjö líkömum höfðu áhrif Lógosins ekki að fullu náð að jafna allt ójafnvægi, því áhrif frá fullmótaðri plánetuverunni komu inní. Það er á þeim punti sem þættir frumverka (epigenetic) leggja grunninn að einstaklingskarma. Hver Plánetuvera á sviðinu er að baki mannlegri þróun á þeirri plánetu og verkar sem hemill á hana.
* Hér er ekki átt við núverandi tungl, fyrra tungl lét eftir sig efni sem fór í að mynda áru jarðar. Þetta fyrra tungl skildi nægilega mikið efni eftir til að mynda núverandi tungl og stór hluti „orku“ eða áhrifa þess er þar, einnig varð hluti frumstæðri orku þess og ákveðnir mjög mikil-vægir þættir eftir innan jarðarinnar (í því sem við köllum „Innri jörð“) og allt þetta tengist saman í mikla áru sem umlykur bæði jörð og tungl.
(5)
Hinum þremur frumsveimum er hægt að líkja við (gegnum Lógosinn) hina þrjá kosmísku hringi og eðli hinna fjögra Frumefna: —
(1) Logadrottnar með hina miklu “ hreyfingarspennu “ samsvara við Hring-Kosmos og frumeðli eldsins .
(2) Formdrottnar samsvara við Hring-Óreiðu og við frumjörð/vatnseðlið (Frumeðli Jarðar og Vatns).
(3) Hugardrottnar samsvara við Hring-Takmörkun og eðli Lofts. Einstaklingsmyndun getur náð ákveðnum takmörkum, og er þá snúið við til baka á hærri sameiningarboga. Takmörk mannlegs huga er öryggið fyrir mannkynið.
(6)
Það mun koma sá tími þegar plánetusviðin hafa enga sveima sem koma niður innþróunarbogann. Þegar það gerist munu aðstæður sem síðasti sveimurinn skyldi eftir smá saman leysast upp og ekkert mun gerast í geimnum. Þá mun smásaman koma inn „nokkurskonar hringiða“ utan sviðsins, eitthvað sem leitar þróunar, einskonar ómennsk „vera“ sem mun ganga gegnum innþróun í litlu mæli á tóma sviðinu. Þetta verður mjög einföld lífsgerð sem mun að lokum koma niður efnissviðið, aðeins reyndur nemi af innri sviðunum getur skilið hverskonar lífsform þetta er—einhverskonar nálgun á nýrri gerð af frumveru er eins góð líking eins og annað. Það mun að endingu hafa tengsl við Guðlegan neista sem hefur mun meiri takmarkanir en Guðlegur neisti manns. Þessu efni er mjög erfitt að koma í orð, jafnvel með grófri nálgun, það er samt sem áður áhugavert þó fjarlægt sé.
(7)
Lífssveimarnir 4-7 eru uppruni alls mannkyns, í göngu þeirra niður sviðin hafa þeir skapað hinar miklu frumgerðir manna og grunn mannlegrar eðlishvatar. Þeir standa fyrir hinni miklu Hópsál, sameinuðu ástandi, sem maðurinn sem einstaklingur á uppruni sinn í. Þeir hafa myndað þann þátt í lögmálum sólkerfisins sem birtist í „guðsforminu.“ Maðurinn gat ekki skilið sig úr Hópsálinni fyrr en þessum lögmálum var komið á, þessi skilnaður samsvarar því er Plánetur verur gátu náð fullmyndun líkamanna sinna—allra sjö.
Það er þessi hópstaða í manninum sem myndar „sameinað vitundarleysi“ mannkynsins, frumgerðirnar eða fyrirmyndirnar sem eru á þróunarboganum (öfugt við innþróunarbogann) og maðurinn tengist fyrst í draumi og sýn.
Kynþáttaskipting kom því eftir hópstöðuna, skilnaðinum sem varð byrjunin á aðskilnaði. Samfélagslíf í æðsta skilningi er verðug fyrirmynd er leitast við að hafa samvinnu í stað aðskilnaðar. Þessir hópsveimar mótuðu smásaman það sem má kalla frummótun mannsins—jafnvel um miðjan fjórða hópsveiminn var það á „fósturvísis“ stigi.
Það er sérstaklega áhugavert að jafnvel strax á þessum stigi sveimanna verður til það sem við köllum „kynstofna“ gerðirnar. Á þessum frumstigum er að mótast margt er varðar þróun og framgang mannsins, jafnhliða þroskuðust frumgerðirnar smásaman, það sem við getum kallað „ Fóstur-fræði plánetunnar.“
Mannlegt form eins og við þekkjum það varð endanlega til um miðbik sjöunda sveimsins og mótun frumgerða voru þá fyrir hendi sem svöruðu hugmyndum Plánetuverunnar, sem voru viðbót og af annarri gerð en logó-ísku hugmyndirnar, en voru þó ekki í andstöðu við þær.
(8)
Þær þrjár „athafnir“ sem rætt er um í III. Kafla. „Hreyfing,“ „Ljós,“ og „Hljóð“ má jafna við hina þrjá háu þætti (3 Sephiroth af 10) í „ Tré lífsins.“ Tala þessara þátta er tengd tölu samsvarandi atóma (þ.e. tölu hliða). Sem dæmi er hin ótrúlega einföldun þriggja hliða atóms og notkun tölunnar þrír í tákni Binah (þriðji af tíu Sephiroth í Kabbala) auðsýnilega tengd. Hin fjögur tré í Tarot spilum hafa sama grunn. Bæði, „Tré lífsins“ og Tarot munu reynast vera í fullu samræmi við „Kosmísku kenninguna,“ fyrir leitandann sem hugleiðir efnið gaumgæfilega.
(9)
„Guðlegu neistarnir“ og hin mikla vera, Lógos sólkerfisins, hafa sameiginlegan uppruna í sínu Frumatómi (Kosmíska) sem átti upptök sín úr því Mikla Óbirta. Áður en þessi Frumatóm guðlegu neistanna komust undir log-óísk áhrif, var hægt að kalla þau „Fræ-atóm.“ *
Það er samhengi og framhald í þróun frá myndun Frumatómsins eins og því er lýst í fyrri köflum og til guðlegs neista hvers og eins okkar. Alveg eins og hin mikla Vera þróaðist frá tíu-hliða atómi, eða kosmísku ferðaatómi (sem þróaðist frá Frumatómi), hafa guðlegir neistar þróast frá ákveðnum en ekki eins flóknum atómum sem ferðaatómið, hin mikla vera, vakti og dró að sér með þeim hugmyndum sem hún hafði skapað og myndað með heimi sínum.
Munurinn á Logósi og guðlega neistanum hér, er stigmunur en ekki tegundar, því hin mikla vera hefur reynslu allra geislanna en guðlegi neistinn aðeins reynslu eins geisla—báðir hafa reynslu allra sviða.
Ákveðin atóm sem voru „færð yfir“ frá Alheimi til sólkerfis með athöfnum hinnar miklu Veru urðu ferðaatóm sólkerfisins.
Þau eru ekki eins flókin eins og hin mikla Vera, en of flókin til að setjast að á birtingarsviðunum og snéru því inn að miðjunni. Þessi atóm sem voru „færð yfir“ af Lógosnum og urði guðlegir neistar eru þeir sem sem á ferðalagi sínu að miðjunni, hafa sinn „ferill í geimnum“ innblásinn af logóískum myndum og áhrifum. Eftir það eru þessir guðlegu neistar mótaðir af logóískri vitund til loka hringrásarinnar og þá eru þeir „lausir“ frá þessum áhrifum og snúa aftur til síns upprunalega kjarna sem Fræ-atóm.
Það eru því tvær leiðir til að skoða hinn guðlegan neista. Þú getur skoðað hann frá kosmísku sjónarhorni eða frá logóískri sólkerfisþróun, en í raun á hinn guðlegi neisti uppruna sinn í hinu Óbirta, þaðan sem tilvera hans og orka kemur.

Guðlegi neistinn kemur ekki frá Sólarlogósi, en er mótaður af þróun hans þar til þróun sólkerfisins er lokið. Þegar það gerist, þarf einstaklingsvitundin, sem er árangur af sérstökur þróunarferli í umdæmi Lógosins, ekki lengur að vera í því umdæmi og er fær um að skilja sína sönnu eigin tilveru. Þá er eins og „ytri“ þróun guðlega neistans hverfi og það verður aftur á ný hreint fræ-atóm sem einstaklingsvitundin á þaðan af sitt heima. Á því stigi þegar guðlegi neistinn er „laus“ frá takmarkandi áhrifum sólkerfisþróunarinnar, rís einstaklingsvitundin uppá stig fullkomins frelsi, tilveru án tíma og rúms—hreinar vitundar.
Hin mikla ábyrgð sem hvílir þá á einstaklingsvitundinni á „hægri handar brautinni“ kemur frá tengslum sem hann hefur náð við hreina og ótak-markaða „orku.“ Hún er aðeins háð skilningsstigi sínu á þessi tengsl þegar hún fer í þennan fasa skapandi athafna, með öllu sanni, guð.
Hærri vígslur tengjast sambandsstigum einstaklingsvitundarinnar við innri þátt guðlega neistans (fræ-atómið) og skilning á þeim tengslum. Hring sólarþróunarinnar er stjórnað af „ Karmadrottnunum“ og það felur í sér að vinna úr „ferlunum í rýminu“ sem skilið var eftir af „karma“. Þegar unnið hefur verið úr því og „ferlarnir í rýminu“ (þ.e. fræ-atómin) hafa náð logóíska innblæstrinum heldur sólarþróunin áfram. Þar til henni er lokið getur einstaklingsvitundin ekki náð í gegn hreinum krafti án þess að eitthvað af þeim krafti sé beint til eigin þarfa.
Það er að sjálfsögðu mikið bil á milli fyrri og seinni fasa, en almennt talað snúa hinir fyrri því að koma einstaklingsvitundinni (eftir undirbún-ingsvinnu við persónuvitundina) í samband við sína sönnu verund—fræ-atómið— þar sem seinni fasarnir er hin sönnu skapandi athafnir þeirra sem hafa náð því í samvinnu við meðbræður sína. Í undirbúningsvinnunni verður persónubirtingum alveg að ljúka áður en þessir seinni fasar taka við.
* Þetta „Fræ-atóm“ vísar í Kosmósinn og er annað en „Fræ-atóm“ sem nefnt er í lok XII kafla og mismunurinn er augljós.
(10)
Hin „ólíkamlegu“ atóm og guðlegir neistar hafa sameiginlegan uppruna í hinu mikla Óbirta. Bæði hafa verið „færð yfir“ af hinni miklu Veru, sem er Sólarlogósinn og úr samanlögðum hugmyndum þeirra um sina eigin mynd myndaði hann sólkerfi sitt. Allt sem hefur „lifað“ í sólkerfinu dregur líf frá eigin fræ-atómi. Það er markmið sólkerfisþróunarinnar að sameina að lokum atóm sólkerfisins fræ-atómum sínum í Alheiminum.
Það hefur verið staðhæft að munurinn á ferðaatómi sólkerfisins og Sólar-logós sé stigsmunur, eins er aðeins stigmunur, en ekki gerðar á ferðaatómi og ólíkamlegu atómi.
Aðeins þroskaðri kosmísk atóm sem færð voru yfir af hinni miklu Veru urðu ferðaatóm í sólkerfi hennar í upphafi sólkerfisþróunar og náðu logó-ískum innblæstri á ferð sem „ferlar í rýminu.“

II HLUTI
Þessir hópsveimar—þó ekki fyrstu þrír hópsveimarnir, sem eru öðruvísi,—tengjast mannlegri þróun og þroski þeirra er misjafn vegna mismunandi þátta sem þeir hafa í uppleggi sínu.
Ódýrslegu atómin eru minna þróuð en ferðaatómin og meðtaka logóískan innblástur í sólkerfisþróuninni í samræmi við þróunarstig sín, og það að vera í eða hluti sólkerfisins (hugmyndir þeirra notaðar til að skapa það) baðar þau stöðugt í logóískum áhrifum og sem þau meðtaka smásaman. Á þennan hátt verða til yfirsálir plantna og dýralífs, en þær eiga uppruna sinn frá ódýrslegu atómunum sem smásaman verða fyrir logóískum innblæstri.
(11)
„Grunnhljómur“ mannveru verður til af þróun guðlegs neista. Logóískur innblástur verður betur skilinn sem tíðni hljóðs fremur en myndræn hug-mynd. Hugmyndin um frum- eða grunnhljóminn var að baki fornu fræðslunni um tölur og tölugildi. Hljóð felur í sér takt og tíðni. Sá „þáttur“ þrenningar Logós sem þekktur er sem kærleiksþátturinn er að verki sem þessi innblástur. Bestu kirkjukenningarnar eru innblásnar af þessum þætti.
(12)
Fyrstu þrír hópsveimarnir í birtingu voru hver undir áhrifum eins af Frumþáttum Logósar er kom frá einum Frumhringanna. Þessir frumsveimar eru ólíkir seinni sveimunum og á öðru þróunarstigi. Þessir síðari sveimar þróuðust undir áhrifum Logósarins og hinna þriggja fyrstu sveima, Loga,- Forms-og Hugardrottna. Þeir eru því undir áhrifum hina þriggja kosmísku hringja, (eins og frumsveimarnir þrír), en eru einnig, -frá því að Logósinn brást við hinum tólf kosmísku geislum, – markaðir af áhrifum geislanna sem voru ráðandi þegar þeir fengu logóískan innblástur að koma í birtingu.
Þess vegna eru hinir miklu þróunarfasar, milli nýrra sveima, undir áhrifum hinna tólf kosmísku geisla. Þetta hefur tilvísun í „hús“ kosmíska stjörnumerkjahringsins og í möndulhalla miðbaug himins.
Aflgjafar þessara þróunarfasa og sérkenna eru geisladrottnarnir, þeir standa svo
að segja milli stjörnumerkjahringsins og fasanna, og endurvarpa áhrifum þess sem einskonar kosmískur milliliður. Þannig vinna þessi áhrif á plánetuverur.
(13)
Tveir þessara fornu guða koma auðveldlega uppí hugann þar sem þeir samsvara auðveldlega innra sjálfinu, flest allir aðrir guðir stóðu fyrir kosmíska eða sólkerfisþætti. Þessir tveir guðir voru Horus og Eros. Sá fyrri stóð fyrir guðlega neistanum, sá síðari fyrir fræ-atóminu. Fyrir raunhæfar ástæður er hægt að segja að þeir standi fyrir innri og ytri þætti fræ-atómsins hvor fyrir sig.
Þessi háleiti Eros er fjarri þeim almennum hugmyndum sem samsvara hann sem ástarguðinn. Hann stendur hér fyrir kjarna mannsins sem er Eros auk Anteros sem sprettur úr Kosmíska egginu eins og heimspekileg hug-mynd af þeim Eros sem var einn af elstu grísku guðunum. Eros. Þessi kosmíski Eros var fyrsta aflið sem kom á reglu úr óreglu (óreiðunni), var í forsæti guðanna og ræður hugum manna og guða; hann var einn guða Samothraki launhelganna.
(14)
Í dulspekinni er stjarnan Síríus talin hafa mikil áhrif á sólkerfisþróunina. Stjarnfræðilega er staðsetning Síríusar langt frá sólkerfinu, en frá kosmískri viðmiðun „skilyrðir“ Síríus og margar aðrar stjörnur Sólarlogósinn, og þar sem hann sjálfur skilyrðir og er skilyrtur af sólkerfi sínu eru áhrifin af Síríusi og öðrum stjörnum umbreytt þannig áður en þau eru látin berast útí sólkerfið. Í hreinum dulfræðilegum skilningi geta stjörnur almennt og Síríus sérstaklega (vegna sérstakra áhrifa) haft áhrif á sólkerfisþróunina,—sérstaklega hefur Síríus markað spor sín í hana. Einstaklingur, verður hins-vegar að hafa lokið hringferð í sólkerfisþróun áður en hann getur reynt hin „hreinu“ áhrif Síríusar eða annarra stjarna.
(15)
Hefðbundin vísindi rannsaka efni jarðarinnar og samsetningu þess, en „djúp“ innri jarðar, myndun plánetuverunnar, er það sem er einna mikil-vægast að skoða í dulspeki.
Það er hjálplegt að hugsa um jörðina sem plánetu eða hnött í sólkerfinu fremur en sem „heiminn“ og þróunina á plánetunni sem margar siðmenn-ingar hafa skapað, allt til þeirrar sem við tilheyrum. Það sem hefur stutt og nært þessar siðmenningar er Plánetuveran. Þessi ógnarmikli kraftur er stundum persónugerður sem „Móðir Jörð,“ en hvað sem það er kallað ættu allir að vera meðvitaðir um það ógnarafl sem um ræðir og hvernig allir eru háðir því. Þeir Erkienglar sem tengjast Plánetuverunni standa fyrir hærri þáttum hennar sem svarar til „vitsmunaþættinum“ í manninum. Nöfn þessara Erkiengla sem venjulega eru notuð má finna í meginritum, svo sem í The Mystical Qabalah.
(16)
Hver pláneta hefur í sér meginþætti sólkerfisins (og einnig atóm) svo að hópsál plánetulífsins kemur í gegnum þætti sem eru sambærilegir við hina þrjá meginþætti Logós. Það er eitthvað af „kærleiks-“, „visku-“ og „afls-“ þáttum í hverri plánetu. Plánetur hafa sinn „Leiðtoga“ sem leiðir í gegn ákveðna meginþætti inní aðstæður lífsins, eins hafa fræðarar leiðbeint mannkyninu með sama hætti. Þessir plánetuþættir snertu ákveðin hluta mannkynsins því þeir snertu lífssveimanna þegar þeir komu niður. Þannig voru ríkjandi þættir tiltekinna plánetna í tengslum við manninn, eins og hann var þá, og þannig meðtóku ákveðnir sveimar skilyrðin.
Þessar miklu „spennur á plánetuefnin“ hafa haft mikil áhrif á þeirra eigin svið og á jörðina, því hún var svo að segja, að byrja ferð sína í gegnum ýmis áhrif og efni frá mismunandi plánetum og móta þann tóma og ósamhæfða massa sem varð jörðin, þessar spennur hafa skilið eftir mark sitt á samsetningu og innsta náttúrueðli hennar og hafa á stundum átt þátt í truflunum af einum eða öðrum orsökum—jarðskjálftum til dæmis, því það eru enn tengsl milli ákveðinna efna í jörðunni og samsvarandi efnis í öðrum plánetum og þau efni kveikja í hvort öðru og viðbrögð koma fram í báðum. Þetta er grunnur að nákvæmari hliðum stjörnuspekinnar, en er of flókinn og fjarlægur í dag fyrir næga skoðun eða grunn fyrir greiningu.

Í árdaga vissu þeir þroskuðustu í prestastétt um „spennu“ stjarna og plánetna og segulkrafta jarðarinnar og á þeirri þekkingu byggðu þeir kerfi, sem vissulega eru enn til staðar, þó grunnvöllur þess sé gleymdur. Það er fólk á jörðunni sem vegna andlegra eiginleika þess verður fyrir truflunum við slíkar spennur, er til dæmis næmara fyrir jarðhræringum eða andrúms-loftsþrýstingi en flestir aðrir. Slíkt fólk hefur í samsetningu sinni þá spennu sem samsvarar þeirri sérstöku plánetu sem truflar jörðina. Áhrif frumefna „Vatns,“ „Elds,“ „Lofts“ og „Jarðar“ frá ákveðnum plánetum móta að-stæður á jörðunni með áhrifum á áru hennar.
Að baki þessu liggur meginþemað, að það sé eining alls. Jörðin er ekki einstök, við ættum að íhuga hvað hún raunverulega er—einn hluti sól-kerfisins sem hefur gengið í gegnum stig og aðstæður sem smásaman hefur þétt hana í það sem við köllum „jörðin,“ en hefur gengið niður frá Tunglinu, Venusi, Satúrnusi og öðrum plánetum.
Plánetuverur má sjá sem hópsálir plánetna og hægt að mynda þær með
ímyndaraflinu í ákveðið form—sem vissulega var gert í fyrndinni. Sumar þessara Plánetuvera, er snertu huga og einkenni mannsins, þróuðust síðar með sýn og ímyndarafli í form, -sem öfl sem þekkt eru í goðafræði. Það eru því sterk tengsl milli Plánetuvera og samsvarandi guðsforms eins og það er rannsakað af sumum í dag.
Við þróunarlok plánetu umbreytist hún og ólíkar plánetur verða virkar í þeirri þróun sem tekur við svo að stjörnuspekin í dag yrði þá ónothæf.
Það er margt hægt að læra um Lífs-sveima og hvernig þeir koma niður í birtingu og snertir mannkynið enn í dag. Alla forna atburðir og þróun verður að taka inní mat á aðstæðum og þróun mannsins. Á ýmsum sögulegum tímabilum höfðu ákveðin plánetuöfl,—því plánetuöfl er nákvæmari lýsing en „Plánetur“—hafa áhrif á jörðina, hver í samræmi við náttúru sína. Þegar þessi öfl birtast aftur bera þau með sér skilyrði sem svara til náttúrueðlis þeirra og breiða yfir jörðina. Þó við höfum notað skilgreininguna „Plánetu-öfl“ er einnig átt við ákveðna stjörnukrafta sem vinna gegnum sólkerfis-umdæmið, svo sem stjörnumerki Dýrahringsins.
En efnið er of umfangsmikið til að fjalla um í smáatriðum hér. Höfum hins vegar í huga Tvíburamerkið, því öflin sem standa að baki því merki höfðu áhrif á Atlantis og munu hafa áhrif á jörðina síðar á núverandi tíma-bili. Stjörnurnar eru í svipaðri stöðu innbyrðis sem höfðu áhrif á síðustu daga Atlantis, ákveðin meiriháttar plánetuöfl og merki hafa áhrif á mann-kynið að nýju og þó að samsetningin sé öðruvísi eru innri skilyrðin svipuð, en þó heimurinn sökkvi ekki í haf, verður hann fullur af árekstrum og á-tökum af ýmsum toga.
(17)
Við skulum skoða Annan hópsveiminn, lífsbylgju þá miklu drottna sem við köllum „Formdrottna.“ Það má líka kalla þá „Byggjendur“ því í gegnum þá þróast öll form og lögun. Lögunin sem sveipar eða ummyndar lífsvit-undir er mótuð af byggjendunum til að geyma það líf í nægilegan tíma til að bregðast við spennu sviðsins sem það er á. Eftir að lífið dregur sig úr form-inu í aðrar aðstæður leysist formið uppí frumefni sviðsins. Þetta er ein elsta hugmyndin um „dauða“ svo að Formdrottnanna má einnig kalla „Guði dauðans.“
Þar sem dauði á sér stað í miklu mæli, sérstaklega dauði á hópum eins og í stríði, koma Formdrottnarnir náið að, því öll plánetan er í upplausn og plánetuöflin þarfnast endurbyggingar. Formdrottnarnir vinna meira með hópsálum en með einstaklingum, en ef mikill fræðari er að leiðbeina mannkyni (sérstaklega ef fræðslan varðar þróun mannþróunina) vinna Formdrottnarnir að því að aðlaga „plánetuefnið“ að nýrri og hærri lífsþáttum til að koma þróuninni í gegn. Þegar Kristur notaði líkama Jesús, sem hafði mikil áhrif á jörðina og ákveðnar en óútreiknanlegar breytingar urðu á raunverulegum línum jarðarinnar, þær eru kannski ekki skoðunarhæfar fyrir vísindin en logóísk öfl breyttu um stefnu svo að segja og innri kraftar að baki hinni ytri birtingu jarðarinnar—eteríska uppbyggingin—byrjaði að breytast. Form er ekki skilgreint af útlínum heldur er það í raun heildarmótunin og það uppfylli þörf lífsins fyrir sérstaka lögun, lögunin sést alls ekki öll í einu, heldur vex og þróast í þróunarbraut eins og lífið gerir.
Raunverulegar útlínur eða samsetningar kosmískra forma, eins stjarna, plánetna og meginlanda eru öll af áhrifum Formadrottna. Fornmenn voru meðvitaðir um þessar upphafsverur (Formadrottnanna) og afl þeirra, þeir þekktu þá sem hin miklu Títanísku öfl sem tengdust eldi og málmum og sýndu þeim virðingu í elstu launsögnunum.

Þessir drottnar er að baki hinum miklu efnabrunum (og alkemísku). Þeir mynda lögun með blöndun og sameiningu krafta frumefnanna og krafta málma og steinefna jarðarinnar, mynda samsetningar af öllum tegundum sér-staklega plánetumyndun, því það eru þeir sem móta pláneturnar. Þú tekur eftir því að stór og umfangsmikil form eru ávallt einföldust—hið mikla kúluform er einfaldast en smærri gerðir verða flóknari, eins og samanburður á hinum stóru fornsögulegu dýrum í samanburði við flóruna í dag sýnir. „Ytri“ bygging plánetu er raunverulega einföld.
Formdrottna má einnig kalla „Taktdrottna“ (alveg eins og Logadrottna má kalla „Tíðnidrottna“) vegna takts þeirra að ganga fram og svo til baka, í að byggja sólkerfið. Það var byrjunin á takti í sólkerfinu sem myndaði hin mikla takt „dauða“ og „fæðingu.“ Þess vegna má kalla þessa drottna „Drottna dauðans“ og þeir eru nátengdir við Hring-Óreiðuna, þeir búa yfir hinum mikla viðbragðskrafti sem mun að lokum brjóta upp formið og leysa orkuna úr fjötrum. Þeir eru að baki myndun steinaríkisins, því það þróast eftir niðurbrot forma jarðarinnar og líf plánetunnar er innan steinefnanna á ákveðin hátt.
Allar fornsagnir um hin miklu öfl undirheima—sláttkraft Hamars og Steðja sem móta hina miklu orkustrauma, Járnsmiðsgoðin sem stýra smiðum og lægri frumöflum eru þar þjónar Formadrottnanna. Með réttum siðum og þulum byggja frumöflin ákveðin form á tilfinningasviðinu sem heldur þeim saman með orkuspennu þar til aðrir kraftar taka við, taktur eða endurtekning er mikilvæg við stöðuga byggingu forma sem að lokum verða eins „föst“ eins og mögulegt er á því sviði. Á eins árangursríkan hátt og „tengdur“ dulspekingur notfærir sér þjónustu og samvinnu þessara byggj-enda, er svo einnig á mun stærri skala, þegar Logósinn nýtir afl Form-drottnanna til að byggja, ekki aðeins jörðina, heldur einnig aðrar plánetur sólkerfisins.

Allt sólkerfið er tengt saman og endurkast eiginleika annarra plánetna sjást innan steinaríkis jarðarinnar—ákveðnir gimsteinar til dæmis eru nátengdir öðrum plánetum og þessi tenging er ekki byggð á hjátrú. Með sama hætti hafa ákveðnir málmar samsetningu sem tengir þá við ákveðnar grunnútlínur ákveðinna plánetna sem er ekki aðeins samlíking við þær heldur ákveðnar raunverulegar tengingar.
Ímynduð mynd af þessum Formadrottnum er hægt að sjá fyrir sér sem risastórt hringleikahús niður í myrkri jarðarinnar fyllt af rauðum glampa frá djúpkjarna jarðarinnar. Gegnum myrkrið heyrum við hamarssláttinn á steðj-ann—mjög dauf í byrjun vegna fjarlægðarinnar. Ímyndum okkur að þessi hljóð nálgist smásaman með með öflugum, hörðum, einföldum takti. Sem hljóðið og takturinn hækkar taka útlínur að risaformi smásaman að myndast—mikið og dimmt form og aðeins skýrar útlínur að hluta, því það er of mikið og of máttugt til að til að geta komist fyrir í geimnum eins og við þekkjum hann, en finnum eterísku spennuna „handan“ hins dimma forms.
Að baki verki sem unnið er af Formadrottnunum er mikil þolinmæði sem tekur milljónir ára uns verkið sem stefnt var að geti orðið fullkomið. Í hver sinn sem hinn mikli verkmaður snýr aftur að verki fylgir nýr kraftur frá Logósinum og því sviði sem lokið var við síðast, og þessi nýi kraftur gefur örlítið breytt afl til verksins. Áfram slær og slær og slær hin mikli hamar gegnum tímann—byggir, brýtur niður, byggir á ný, svo er hinum miklu verk-stjórum Logósarins treyst fyrir þessu verki.
Þessir drottnar þjóna þeim þætti Logósarins sem er að baki dauða, endurnýjun og endurbyggingu. Við getum vakið Formdrottnanna til að hjálpa okkur til að öðlast frelsi frá forminu er tíminn nálgast. Sá sem veit og skilur dauða hefur þegar sigrað hann—hann er nemi Formdrottnanna. Við ættum að hugsa til hina miklu byggjenda sem hafa skapað okkur og plánetu-sviðin og eru að baki lögmálum formsins, hvort sem er á tilfinninga- eða efnissviðinu, sem við getum átt samvinnu við sem fulltrúar hins guðlega.
(18)
Í The Mystical Qabalah eru ítrekaðar tilvitnanir í Erkienglanna í hinum Tíu Helgu Boðberum. Þeir eru „Vitsmunir“ sviðanna og eru af Fyrsta sveimi—Logadrottnum. Þessi vitsmunir vinna með orku frumgerða svið-anna og undir stjórn þeirra eru „Englar sviðanna“ sem framkvæma óskir Erkienglanna í samræmi við náttúrueðli þeirra.
Svið Malkuth er jarðneska sviðið og andleg eigindi sem eru þegar innan þétta efnisins — í raun „Andi atómsins“—og það er undir leiðsögn Drottna hinna fjögurra frumefna sem við köllum Sandalphon. Þessi erkiengill er sá sem þarf að leita til, af þeim sérstaklega sem eiga erfitt með að ná tökum á efnissviðinu, því hann er sá er hefur umsjón með „sálarþætti“ efnislegra hluta. Ef þú gætir séð með efnisaugum þínum nákvæma innri byggingu stóls eða borðs mundir þú taka eftir mjög hægri tíðni og hreyfingu óteljandi lítilla „mólekúla“ sem halda þétta efninu saman. Sandalphon er yfirdrottinn allra slíkra athafna. Þeir sem til þess eru hæfir geta séð fyrir sér mikið englaform litum Malkuth—fölgulum, ólívugrænum, rauðbrúnum og svörtum, tíðni hans er hæg og svolítið þung því hún tilheyrir efnisþétta sviðinu og teng-ingunni við hið eteríska sem er rétt handan þess.
Svið Yesod snertir meðal annars hin dýpri og fjarlægari eterísku efni—Akasha eins og það er stundum kallað —og hér er erkiengillinn þekktur sem Gabríel, sem ræður mörgum fínni sviðum í náttúrunni og manninum. Hann er drottinn drauma og hinna fínni tíðni sem er af sérstakri gerð og getur snert hina skyggnu eiginleika mannsins. Í kristni er hann tengdur boðuninni, að hluta vegna þess að hann er „Hin leyndi boðari“—stjórnandi sérstakra skila-boða sem geta náð til mannlegs hugar frá fjarlægum sviðum, hann er í raun Engill boðunarinnar fyrir aðra en Maríu. Þannig er hann einnig tengdur svefninum—sem í því ástandi þar sem hinn þétti líkami er óvirkur og hinir fínni líkamar sleppa frá honum yfir á önnur svið. Það er stór hluti af vinnu hans að örva það sem er hluti „Tunglvitundar“ í manninum, hann leitast við að binda sálina segulkröftum eins og mikil vatnsorka gerir og því eru áhrif hans róandi á efnislega orku — hann dregur vitundina frá henni. Það má sjá hann fyrir sér sem mikið egglaga silfurlitað form með örlitlu liljubláu og fjólubláu í vængendum og mikinn vatnsnið sem sýnir hans sérstöku tíðni.
Svið Tiphareth er Raphael erkiengils. Hann ræður læknandi og uppbyggjandi orku sólskins— hann lætur sig sérstaklega varða nútíma aðferðir við hitageislun, innrauðum og útfjólubláum geislum, þessar aðferðir eru þó á bernskustigi út frá dulspekilegu sjónarmiði.
Að lokum er það svið Kether þar sem erkiengill Metatron ræður. Hann er sagður vera ábyrgur fyrir táknum Tré Lífsins sem gefin hafa verið mann-inum. Hann vinnur í hinum mikla heimi kosmískra frumgerða og áhrif hans eru mjög sérstök. Það eru þau er koma sem blindandi leiftur innsæis, sjald-gæfs andlegs sannleika.

Við höfum fjallað um boðberanna á miðsúlunni, um tákn Tré lífsins og súlurnar. Við skulum nú fjalla um boðberanna á hliðarsúlunum tveim.
Á sviði Chokmah er Ratziel erkiengill. Hann kom í gegn skapandi kröftum í fyrstu þróuninni. Það er erfitt að gefa mannlegum huga mynd af slíkum verum svo sem Metatron (af Kether) eða Ratziel, því þeir eru handan formsins eins og við þekkjum það og ekki er hægt að „smækka“ þær í einhver tákn sem eru nægileg nema með „ Sæmdarsúlunum þremur“ án nokkurrar mótaðra útlína.
Erkiengill sviðs Binah—Tzaphkiel—hefur verið að baki mótun allra dulspekireglna sem hafa verið sendar niður í formið æ ofan í æ með fullnumum innri sviðanna. Hann er „erkiengill musteris“ og má sjá sem mikil skínandi viðvera með ákveðinni lifandi dimmu og dásamlegri rósrauðri glóð í miðjunni.
Erkiengill sviðs Chesed—Tzadkiel—hefur mikil áhrif og gefur vissu fyrir góðvild og ytri ró um öryggi og áreiðanleika. Hann getur verið mikil hjálp fyrir þá sem eru pirraðir og skapmiklir.
Erkiengill sviðs Geburah—Khamael—er verndari þeirra veiku og sem hafa verið beittir óréttlæti, hann er einnig hin refsandi engill sem refsar lögmálsbrjótum.
Erkiengill sviðs Netzach—Haniel—er erkiengill samræmis og fegurðar, sérstaklega í samskiptum hvort sem er innan sviða, plánetna, plantna eða dýra og mannlegs lífs, hann er frumgerð samúðar. Hægt er að sjá hann fyrir sér sem skínandi með grænum og gullnum loga með róslitað ljós yfir höfði hans.
Erkiengill sviðs Hod er Michael. Hod er svið „galdra“ og Michael er erki-engill þess vegna þess að hann hefur stjórn á ýmsum illum áhrifum sem gætu flúið inní mannanna heim. Hann er mjög mikilvægur verndari „galdra-formúla“— sérstaklega gagnvart óreyndum notendum. Gyðingar til forna listuðu upp heilu englakóranna með nöfnum til viðbótar þeim miklu sem hér hafa verið nefndir en til að fjalla um þá þarf mun meiri tíma, en þú hefur hér nokkrar vísbendingar um þessa tíu sem eru svo miklir að þeir eru—hver á sínu sviði—ábyrgir fyrir þessum miklu boðum guðs. Margir sem „lesa tréð“ hneigjast til að komast í samband við boðbera þessara guðskrafta (og nota guðform ýmissa átrúnaða) þar sem í raun er betra að nota erkiengla-formið og orkuna til að ná fram tiltekinni orku sviðanna.

(19)
Fræðslan um geisladrottnanna—sérstaklega innhald kafla 20,—er mjög mikilvæg og ætti því að hugleiða gaumgæfilega. Fræðslan hefur verið gefin í mjög knöppu formi—aðallega hve torskilið efnið er, og hve erfitt er að koma því í hugform sem tjáir það nægilega vel á tungumáli. Góð leið til að ná skilningi er að hugsa til fræðara og frelsara mannkynsins sem hafa verndað hina ýmsu þróunarfasa í öllum aðstæðum—bæði jarðneskum sem kosmískum.
Hugsið um hin öflugu áhrif og „skilyrði“ sem streyma með þeim miklu straumum frá Dýrahringnum—hinum stærri hring geislanna og hinum betur þekkta minni Dýrahring.
Í þessum miklu straumum vinnur endurlausnarorka Logósarins, eða, svo við notum kosmískara orðfæri, mikil kosmísk orka blandast á sérstakan hátt við sérstök tilefni sem má kalla miðjuþátt Logósarins til að getað bætt áhrifin á þróunina. Þegar mismunandi gerðir þessarar miklu orku snerta þróunina gefur hún af sér ákveðin áhrif til hvers og eins—hún verkar eins og næring fyrir hvern guðlegan neista. Þannig hefur það ávallt verið í öllum þróunarskeiðum okkar.
Sú vera sem við vitum mest um er stundum nefnd „Drottinn fjólubláa geislans.“ Hann er, svo að segja, „hóphugur“ þess geisla sem er í ofurfasa og leiðir þróun okkar til loka.
Það ógnarafl sem ég er að ræða um—„hið vígða afl“ fjólublá geislans—hefur verið beint að nokkru marki að miklum fræðurum og leiðtogum á ýmsum tímaskeiðum þegar þeir hafa komið í mannanna heim, en drottinn fjólublá geislans er að sjálfsögðu einstakur.
Þetta margbrotna efni er svo flókið að næsta ómögulegt er að gefa aðeins skýra grein fyrir því í orðum. Til viðbótar orðum þarf að koma djúp íhugun og einbeiting fremur en vitsmunaleg skoðun til að ná einhverjum grunnskiln-ingi, sem mun halda áfram að vaxa. Hefðbundin nöfn og eiginleikar sem geisladrottnunum hafa verið gefin er mjög mikilvæg, ekki aðeins vegna þess að þau gefa einhverja hugmynd um þær verur sem móta þennan kraft niður í þennan heim, heldur vegna þess að þær geta komið þér í samband við kosmíska orku sem er öflugri en sú geislaorkan sem varði þegar boðberar hennar voru hér á jörðu. Það er að sjálfsögðu munur á „Kosmískum Kristi“ og þeirri orku hans sem beint er í gegnum einstakling, sú seinni er komin af þeirri fyrri, og getur ekki birst án hennar.
Kraftar geisladrottna eru mjög sterkir og djúpir. Það getur verið mjög gagnlegt að að tengjast þeim huglægt við þann óhlutbundna þátt einstakling sem kallaður er „hærra sjálf“, einstaklingsvitundina eða sál.
Það er mögulegt með nægilegum undirbúningi og aðstæðum að hafa sam-band við þennan mikla kraft með siðaþulum og þá þarf að gæta mikillar varúðar þar sem þessi kraftur hefur í sér eyðingaráhrif, „að brenna upp sorpið“ ef þeir eru færðir of nærri jarðarsviðinu. Venjulega í táknsiðum—að nota tákn Tré lífsins í kabbalisma,—frá hæsta þríhyrningnum gegnum Tiphareth en ekki „neðar“ þeim boðbera, – en stundum getur það virkað inná astral og etersviðin að hópur fólks er notaður til að birta áhrifin þar sem allir í hópnum njóta þeirra þar sem engin einn getur tengst slíkum krafti án afleið-inga. Hin mikli „geisli“ hefur þau áhrif að knýja „hærra sjálfið“ til að tengjast persónuleikanum og þeir sem hafa þróað slík tengsl munu finna svo sterk áhrif að það gæti jafnvel verið þeim ofviða. Þegar þessi „geisli“ er tekin gegnum persónuna móttekur hún hana með sama hætti og reynslu, hún tekur á móti reynslu hærra sjálfsins eins og hærra sjálfið safnar saman reynslu persónunnar eftir efnislegan dauða.
Þennan kraft kosmísks Krists má hugsa sér á hærri sviðum sem „ sól að baki sólar“ þar sem geislinn sameinast Logósnum svo að segja. Nú hefur sá tími runnið upp að þessi mikli kraftur verður ekki lengur beint gegnum ein-staklinga heldur hópa—í auknum mæli þar til hann tekur yfir allan heiminn. „Líkami“ innra svið sem er notaður af kraftinum má hugsa sem hæsta dularþátt Horusar. Engu að síður vinna þær einstaklingsvitundir sem einu sinni birtu þennan kraft á jörðunni enn á fjarlægum sviðum og viðhalda honum í alheiminum.
Það er líklegt að stundum valdi það ruglingi þegar „geisli“ er tengdur sérstökum lit. Geisli kosmísks Krists er yfirsál Hugardrottnanna. Hann vinnur í gegnum möndulhalla merkja Dýrahringsins og hefur í sér allt litróf eða setlög litanna þar sem lag hans er hinn svokallaði „Fjólublái.“ Græni geisli eða græna lagið í sama mikla geisla vinnur í gegnum kraft sem lýst er í goðsögunum um Osiris, Orpheus og Dionysos. Það er geisli hugans og leiðir í innsta hvel „leyndardómanna.“
(20)
Hollusta mannsins er við hið eina,—Einingu. „Hollusta“ er varla rétt orð til að nota, þar sem hið eina er lögmál—engin önnur tilvera er möguleg, í henni lifum við, hrærumst og eigum okkar tilveru. Það er þó nauðsynlegt að skilja að það eina—Logósinn,—er í raun verðandi birting hins óbirta. Það er Eining, ekki vegna þess að það er samþjappað eða takmarkað, heldur vegna þess að það er óbreytanlegt.
Kjarni hverrar ódauðlegrar sálar er „orkukjarni“ í hinu óbirta. Logósinn gefur
skipulagt efni í birtingu allra sviða til að byggja upp birtingarform hvers sviðs. Af þeim sökum er tilvera okkar skilyrt, logóískt eðli er lögmál tilverunnar og undir þau verðum við að gangast ef við viljum lifa í samræmi við birtingu hans. Kjarni hverrar lifandi sálar á ekki uppruna sinn í Logós-inum, heldur úr hinu óbirta. Hinsvegar verður maðurinn er birtist á sviðum hans að vinna í og gegnum þær aðstæður,* þar sem logóískt eðli eru lög-málin. Sólarlogósinn er guð sólkerfisins og gefur því lögmál sín, þessi Logós sem vinnur gegnum Plánetuverurnar og erkienglaleiðsögn þeirra, er uppruni þeirrar orkuskiptingar sem birtir sig innan sólarþokunar. Í stuttu máli, Sólar-logósinn skilyrðir og nærir kerfisbirtinguna sína. Hið mikla Óbirta er óskilyrt.

(21)
Það eru þrír titlar sem geta verið ruglingslegir nema skýr hugmynd sé til staðar um þá. Þeir eru (1) Plánetusál, (2) Plánetuvitsmunir eða erkiengla-vitsmunir, (3) Plánetuveran.
Plánetusálin er logóísk hugmynd um „plánetu“ eins og hún verðir í andlegum skilningi við lok þróunar. Þessi hugmynd hefur margvíslegar lýsingar, svo sem „Konungsríkið“, „Nýja Jerúsalem“ o.s.f.v.
Plánetuvitsmunir eða erkienglavitsmunir er erkiengilinn sem hafa verið settur til að „gæta“ plánetunnar á þróunarskeiði hennar, sá er einn af fyrsta sveimi. Sá er settur var til að gæta jarðarinnar er þekktur á Vesturlöndum undir nafninu Sandalphon. Hann er sagður hafa fyrst komið að í nána stjórnun á jörðinni á Lemoríu tímabilinu þegar eldur var á sérstakan hátt kynntur á jörðinni. Þessi erkiengill, mikill sem hann er, hafði ekki náð sama stigi og plánetuvitsmunir Venusar eða Merkúrs, frá núverandi sjónarhorni, hinsvegar er mikilfengleiki hans slíkur að þessi stigsmunur er aðeins fræði-legur fyrir okkur. Hann er einnig að þróast og leita, svo að segja, til annarra meiri krafta—og að þessari hugmynd er ýjað að í ákveðnum dulspekikenn-ingum sem snúa að táknmerkingum giftingar. Öðru hvoru hafa miklar verur frá öðrum og þróaðri „plánetum“ verið í tengslum við verk Sandalphon á plánetunni, sérstaklega frá Venusi.
Plánetuveran er mikið frumafl sem er samsett vitund (orðið notað í víðri merkingu) allra barna hennar—sem eru allar lifandi verur sem lifa á jörðu, menn, skepnur, fuglar, skriðdýr, skordýr, fiskar, ofl. Í hinu mikla frumafli, Plánetuverunni, eru þau öll, eða ættu að vera, eitt, enda eru þau það, eða ættu að vera, sem eitt í samskiptum hvort við annað, það er vegna þess að samskiptin hafa rofnað, brotnað og verið svikin sem svo hefur leitt til þess að svo margt illt hefur átt sér stað. Það má gera ráð fyrir að þegar „konungsríkið kemur,“ þegar logóíska hugmyndin um þessa plánetu hefur sannarlega ræst, þá muni allar jarðarverur vera eitt á ákveðnu stigi.
Allir ættu að muna að þroskaðar og þroskandi mannverur eru í mikilli skuld við jörðina, sem er í raun móðir þeirra, foreldri þeirra, þeir eru skapaðir af efni hennar og lifa á efni hennar og allt sem þeir framkvæma hér á jörð, allt sem þeir uppgötva í vísindum, allt sem þeir skapa í listum og framkvæmdum er einnig hluti hennar. En hún þroskast ekki eins hratt og börnin hennar og það er skylda þeirra að styðja við þróun hennar. Hvað svo sem þú gerir, láttu það ekki vera eingöngu vegna áhuga þíns eða þér til hags-bót, heldur einnig hennar hagur og áhugi fyrir tilveru plánetunnar. Því meira sem þú gerir, sem er vitundarlega sameiginlegt með þessu mikla frumafli, því meira munu þeir hlutir blómstra, ekki aðeins í henni heldur einnig í þér. Það eru engir hlutir á jörðu né nokkur hugsun um jörðina sem ekki snerta Plánetuveruna— hversu mikil eða háleit, eða (því miður) ill eða grunn. Þú hefur mikla ábyrgð, ekki aðeins gagnvart þér sjálfum eða öðrum heldur einnig við hina miklu hópsál jarðarinnar, hina miklu móðir allra.

Því meir sem þú ert í tengslum við hana því meiri forréttindi öðlast þú að ná sambandi við leiðsagnarvitsmuni hennar og þeir munu leiðbeina þér einnig, ekki aðeins í efni jarðarlífsins heldur einnig til að nota slíka hluti til að hjálpa við að skapa framtíðarleið til þess tíma er Plánetuveran og Plánetusálin verða eitt. Hjálpumst við að sameina þau tvö—logóísku hug-myndina um jörðina (sem jafnvel þú getur ekki séð fyrir þér þó þú getir í-myndað þér að einhverju leyti) og Plánetuveruna og látum þann tilgang sam-einast um óskir þínar til handa þróuninni og ýtrustu viðleitni þína til að að-stoða móðir jörð. Eins og allur þroski ykkar gegnum aldirnar fylgir hin mikla móðir og þroski þess með ykkur. Þegar þú villist af réttri braut, leiðir þú hana einnig þangað og það er skelfilega rangt því það heftir þroska Plánetu-verunnar.
Verið einnig umhyggjusöm um öll önnur líf hennar—fugla, skepnur, skordýr, frumöflin og öll önnur lífsform því að við þau áttu tengsl.
Það hefur verið mikil hjátrú og tilfinningasemi tengd þessu háleita einingar-lögmáli, en hafið vel í huga hin mikla sannleik um sameiningartengsl allra þegar þú varpar ljósi á hjátrúna.
Verið meðvituð um gríðarlegan aldur Plánetuverunnar, sem hvert ykkar er hluti af og gegnum hana færð þú jarðlífið, það má líkja henni við gríðar-stórt býflugnabú með milljónir hólfaskiptingu,þar sem hver hefur sitt hólf til að búa til hunang.
Verum einnig meðvituð um að erkienglavitsmunirnir skapa gífurlega vernd, kærleika og hollustu við og fyrir hverja og eina sköpunarveru á jörðunni, því hver þeirra er hluti jarðarinnar og með því að getað verndað hver aðra hvort eð er óbeint gegnum Plánetuveruna eða beint, ef þú hefur öðlast rétt, viðhaldið honum til að hafa beint samband hana.
Það sem er sagt hér, hversu ímyndafullt það kann að virðast, er mjög raunverulegt og er þess virði að íhuga mjög vel.

KOSMÍSK TENGSL HINNAR MIKLU VERU

8. KAFLI

KOSMÍSK TENGSL HINNAR MIKLU VERU

Ferðaatóm sem hefur farið gegnum alla fasa kosmískrar þróunar að þeim stað þar sem sköpun þess nær hátindi og fullkomnun hverju sinni, heldur aftur í för sína að Miðjunni. En vegna ójafnvægis heldur það áfram enn að nýju, en á ólíkan hátt—það hefur vegna þróunar sinnar orðið að aðdráttarmiðju. Það dregur að sér tiltekinn fjölda atóma á hverju sviði sem það fer í gegnum, þar til það kemur á það kosmíska belti sem það finnur sig heima vegna síns sérstaka aðdráttarafls og tengist miðflóttarafli kosmíska snúningsins. Ferðaatómið verður því kjarnamiðja í myndun þessa nýja kerfis. Reynsla þeirrar kjarnamiðju sem hún hefur öðlast í gegnum þróunarfasa Alheimsins mun ráða viðbragðshætti kerfisins.
Til að verða ekki fyrir áhrifum af stöðugri gagnvirkni af utanaðkomandi þáttum sem það getur orðið fyrir í þessu nýja belti, heldur þessi nýja kjarnamiðja áfram gagnvirkni við skriðþunga sinna eigin hluta. Þessi gagn-virkni við eigin kerfi dregur úr tilfallandi gagnvirkni við lausar efnisútfellingar sem hvert kosmískt svið dregur að sér. Þannig er smækkaður kosmos byggður upp.

Image3 susan rhodes isl


Það má sjá með dálítilli íhugun að þessi smækkaði Alheimur með þessari kjarnamiðju samsvarar miðjunni, sem í alheimi umbreytir allri gagnvirkni í virkni og hefur sama hlutverk og kjarnaatómið. En samtímis er öll tilvera þessa kerfis háð fasakröftum Alheimsins— þættir þess fá samsvarandi púlsa meðan fasar „Kosmísks Dags“ ráða , þ.e. þeir þættir hringsins þar sem ráðandi kraftar eru jákvæðir og uppbyggjandi og sömu þættir fá örvun þegar þeir hlutar hringsins eru undir áhrifum neikvæðra afla. Sama á við um áhrifasvið hvers geisla, þá munu tilsvarandi eðlisþættir smækkaða Al-heimsins fá aukna örvun.
Við munum sjá að áhrifin á hina Mikla Lífmyndun um hringsviðið skiptast eftir fjórðungum þess, – jákvæð og neikvæð til skiptist- til viðbótar koma fram áhrif þriggja geisla í hverjum fjórðungi. Hér höfum við lykill að svokölluðum „Dag og Nóttu Guðs“ og þar með þróunartímabilum, en, þar sem þessi Mikla Vera sem við ræðum um er sjálf smækkaður Alheimur, skilst að meiri þróunarhraði á sér stað á hringferðinni innan hans.
Til viðbótar þessum áhrifum eru önnur sem þarf að taka tillit til. Þar er um að ræða aðdráttarafl annarra Mikilla Vera á öðrum sviðum Alheimsins.
Tengsl milli einnar Veru við aðrar á eigin sviði eru ákveðin og ákvörðuð áður en þessi þróun á sér stað og er stöðug þarf ekki að ræða frekar. En hringferð Mikilla Vera á önnur sviðum Alheimsins fara fram með öðrum hætti og án tengsla við Vera annarra sviða en eigin. Þannig mætast þær tímabundið og trufla um stund aðdráttarafl Miðjunnar á þær Verur sem eru utan þeirra eigin sviða sem og áhrif á allar einingar eigin sviðs og þeirra Vera á sviði ofar því.
Þessi tímabundna truflun á aðdráttarafli miðjunnar veldur ójafnvægi í verum á ytri sviðum þegar aðdráttaraflið raskast gagnvart miðflóttaaflinu, því það er tilhneiging ákveðinna sameinda að streyma inn að miðju og það truflast við þetta. Einnig truflast vilji kjarnaatóm Verunnar, sem sér um að viðhalda stöðugum aðstæðum og er sem orðið lögmál þess. Þessar bundnu aðstæður, má segja innan sviga, eru meðal þeirra endurtekninga sem maðurinn kallar „Náttúrulögmál“ þegar hann uppgötvar þau.
Á svipaðan hátt leitast kraftar alheimsins að viðhalda jafnvægi með því að aðlagast hvert öðru. En það gerist engu að síður með óreglulegu bili að aðstæður verður að aðlaga og þær valda mismikilli óreglu á hreyfingu þessara Miklu Vera og framkalla „jákvæða illsku, synd og veikindi“ innan sviða þeirra.
Alheimurinn sjálfur þarf að leitast við að aðlagast í upphafi hvers fasa í þróun sinni, og öll óregla sem á sér stað fyrir slíka aðlögun hefur áhrif á þróunina, það er upphaf illskunnar í þeim skilningi sem lagður er í það orð.
„Kosmísk Illska“ er takmörkun—andstaða og er grundvöllur birtingar, það er það sem við köllum „neikvæð illska.“
Þessi kosmíska illska, hin „Guðdómlega Illska“, hin „Guðdómlegi Dauði“ er í hverri Mikilli Veru og er grunnur fyrir birtingu og þróun hennar. Því án takmarkanna—endanleika—getur engin birting orðið og án dauða eða brottkasts þess úr sér gengna, getur engin framgangur orðið.

Þessir fyrirstöðuþættir Alheimsins eru ávallt til staðar í birtingu heims, en illskan sem birtist í tveim þáttum, synd eða bjöguðu afli og sjúkdómum eða bjöguðu formi, kemur til vegna bjögunar sem verður á braut er hin Mikla Vera fer í gegnum önnur svið alheimsins. Það er öfgafullt í upphafi þróunarinnar en er smásaman aðlagað eftir því sem þróunin jafnar það út og í lok þróunarinnar verður fullkomið taktfast jafnvægi komið á í Alheiminum—samræmi virkni og gagnvirkni sem viðheldur stöðugleika.