ÁHRIF AF BIRTINGU SÓLKERFIS.

22. KAFLI

Áhrif af birtingu sólkerfis. Ástand sviða og plánetuvera.

Fræðslu um sviðin er ekki hægt að skilja án fræðslu um Plánetuverur.
Við skulum muna að Plánetuandar þróuðust með þróun sviðanna, Plánetuandi þroskaðist á sama tíma og sviðið og hæsta sjálf þess er fínasti efnisþáttur á því sviði. Því er fínasta svið jarðarinnar það eteríska. Það er formsvið án greindarþáttar.
Hver Plánetuandi er því frumgerð lífsins á sviði sínu og er hið mikla á-hrifavald á því sviði. Í tímans rás gegnum þróunarföllin safnast efnið á neðri sviðunum umhverfis Plánetuveruna og myndar þannig líkama fyrir hana, en efnið á sviðunum ofar safnast ekki þannig upp. Þessi frumöfl eru því háð áhrifum hærri sviða sem hafa áhrif á umhverfi þeirra og frumaflið fær samsvarandi þætti beint frá öllu lífinu sem er á því sviði.
Því Plánetuandi er eins og hópsál sviðsins sem hún dvelur á og neðri sviðanna, í þétta efnið sem honum er gefið, en frumöflin ofar mynda ein-staklingsvitund þess, koma frá eðli lífsins sem þróast á sviði hennar og mynda hóphug alls lífs á plánetunni. Þetta er dulin, en mikilvæg greining, því hún þýðir að þroski hærra sjálfs Plánetuandans ræðst af því lífi sem þróast þar.
Plánetuvera er mikið frumafl þar sem mannkynið myndar hærra sjálf hennar og á meðan Plánetuveran ákvarðar allar þróunaraðstæður og virkni á sínu sviði, tilheyra hærri þættirnir henni ekki, heldur eru þeir tengdir þeim Plánetuverum sem eru ofar henni.
Þess vegna er það svo á Jörðinni að maður sem nær háþróun innan hennar — hann mun ná hæstri mennsku í dýraþættinum—og verður að ná sameiningu við öfl jarðarinnar og dulda sjálf hennar—tunglið. En það er aðeins fyrir áhrif æðri pláneta að hann getur hækkað vitund sína til hærri sviða og á bylgjum plánetnanna verður hann að ná umskiptum.
Sá maður sem gerir Jörðina að plánetu sinni verður jarðbundinn og það líður að því fljótlega, samkvæmt kosmískum tíma, að núverandi mannleg þróun mun verða að hverfa af jarðnesku sviði og þess vegna munu þróaðar sálir í þeirri þróun ekki finna sig í samneyti við jarðarsálina.
Jörðin er vígslugjafi barna frumefnanna, en ekki fyrir mannanna börn. Jarðar og tunglvígslur eru efnislegar vígslur og tengjast „fallinu“ niður í efnið og kynslóða.

Tengja má áhrif plánetnanna með eftirfarandi hætti: —
Jörðina, við hið þétta efnissvið.
Tunglið, fylgihnött hennar, við þann þátt hennar sem er þekkt sem hið eteríska svið.
Mars, við innsæi og ástríðum.
Venus, við óhlutlægra tilfinninga.
Satúrnus, sem pláneta hins hlutlæga huga. Satúrnus, skal tekið fram, er við hin formgerðu áhrif.
Merkur er pláneta hins óhlutbundna huga.
Júpíter er pláneta hins andlega.
Sólin sjálf er tákn Logós sjöunda sviðs.

Orðið „pláneta“ má því skilja sem frumgerð sviðs, sem geislar áhrifum sínum á sviðið og stillir sviðið inná þá sveiflu. Skiljum einnig að hver þróun þroskar samsvarandi eðlisþátt á ferð sinni um sviðið á útgönguboganum og leitast við á leiðinni til baka á inngönguboganum að ná fullum tökum á ríkj-andi þáttum sviðanna, drottnun þessara þátta. Það næst aðeins algjörlega með því að tryggja skilningsríka samvinnu við Plánetuveru sviðsins.
Eins og við höfum sagt fyrr, eru Plánetuverur mikilfenglegar hugarlausar verur, þess vegna verður hver þeirra að hafa sína leiðsögn og sú leiðsögn er frá fyrstu þróun — Logadrottnum sem kallaðir eru „ Erkienglar sviðanna.“ Það er í gegnum þá sem drottnun sviðsþáttanna er tryggð.
Þessir Erkienglar hnattanna hafa sína eigin vígsluþega sem þekkja „Samhljóm nafnanna“ og þeir tengjast þróun og endurgerð pláneta, sem er hlut-verk þeirra —eins og meisturunum er umhugað um Jarðarsviðið.
Geisladrottnarnir eru ekki Plánetuverur, heldur standa þeir fyrir áhrifum kosmísku stjörnumerkjanna á sólkerfið. Þessi áhrif eru byggð upp á svipaðan hátt og frumöflunum sem falin eru leiðsögn Erkienglanna. En geislarnir, sem eru eldri en sviðin, eru þróaðri og í stað þess að vera yfirskyggðir eins og Plánetuverurnar eru þeir algjörlega sjálfstæðir. Geisladrottnarnir eru Hugardrottnar.

Frumefnisþáttur hvers Geisladrottnar myndast með þróuninni sem á sér stað undir áhrifum hans og því er hægt að kalla geisladrottinn „Hóphuga“ þeirrar þróunar. Hver þróun myndar geisladrottinn og er því mótuð, stöðluð og tamin af þessum sérstöku kosmísku áhrifum í þróun sinni.
Þessir geisladrottnar halda áfram virkni sinni eftir að hið kosmíska bylgjufall, sem kallaði þá fram er gengið yfir og þannig eru þau kosmísku áhrif áfram við líði í sólkerfinu sem þróunin er að móta í mynd smækkaðs Alheims.
Að lokum er eftir að íhuga áhrif annarra lífsforma—hver fyrri og síðari þróun var og verður. Venjulega hefur það alls engin áhrif hvert á annað vegna mismunandi vitundarstigs þó þau deili kannski fyrir tilviljun sama hnetti og hafi því enga tengingu, en undir ákveðnum aðstæðum getur orðið tenging og slíkt samband er þekkt sem sálartengingar.

Sálartengingar eru tvennskonar:

(a) skynjun á því sem er neðar núverandi þróunarstigi; og

(b) skynjun á því sem er ofar núverandi þróunarstigi; þar sem jörðin er lægsta stig.

Þessar tvær sjónlínur standa fyrir, annars vegar, að líta til baka eftir vinstri handar leiðinni, og hins vegar, að líta fram á við eftir hægri handar leiðinni. Það er leyfilegt að líta eins langt fram á við eins og augað eygir, því það leiðir sálina áfram, því þangað sem augað lítur, þangað fylgja fæturnir.
Við eigum aldrei að horfa til baka á sviðin,- við megum aðeins líta þvert yfir sviðin, frá innþróunar- til útþróunarbogans. Því eru það svo að þær verur sem dvelja á eða hækka vitund sína á, til dæmis, þriðja svið, geta stjórnað þeim sem eru á útþróunarboganum, en þeir sem eru á efnissviðinu geta ekki horft til þeirra þátta fyrr en þeir hafa náð tökum á þeim þróunarhliðum.
Vígjendur fyrir efnissviðið eru þeir sem öðlast hafa fullkomnun á sjöunda sviðinu. Þeir vinna ávallt yfir þvermálið (á mynd 20 sést merking þess) og þeir sjöundu vígja þá fyrstu. Því er maður á jörðunni beðin um að tilbiðja—ekki náttúruöfl annars sviðs, né dýrlinga þess þriðja, né meistara þess fjórða, né engla þess fimmta, né erkiengla þess sjötta, né frelsara þess sjöunda, heldur eingöngu Logósinn sjálfan. Því fyrir guðlegu neistanna lifir hann.

Fyrir milligöngu þessara stigvelda stígur allt í átt til kosmískrar vitundar, en þau stoppa aldrei né ná endanleika á neinu sviði hins birta sólkerfi, því að er engin endanleiki í birtingunni.
Fyrsta sviðið er eina sviðið þar sem vígsla Logósarins er gefin og sú vígsla hans markar umbreytinguna frá útþróunarboganum inn á innþróunarbogann, því það vekur guðlega neistann, sem svo vel og sannarlega hefur verið kallaður „Guð hið innra“ og mun þróast að sameiningu við „Guð hið ytra“.
Þegar maðurinn gengur upp sviðin á þróunarboganum, lítur hann ekki lengur beint til Logósarins, heldur til næstu hæstu stigveldisstjórnenda; en á inngönguboganum lítur hann hvorki aftur til Logósarins né fram til efnisins, heldur þvert yfir bogann, til guða sinna, sem eru þróaðar verur sem drógu sig úr efnisbirtingu, og náð hærri þroska. Því eru frumstæðu trúarbrögðin fjölgyðja. Eingyðistrúarbrögð marka lágstöðu efnishyggjunnar frá útþróun til innþróunarbogans. Gyðingar sem fyrstir náðu því stigi eru mestu efnishyggjumenn allra manna.
Á innþróunarboganum eru trúarbrögð ekki fjölgyðis vegna þess að lág-stiginu er náð og menn á innþróunarboganum hafa þekkt hin eina guð.
Þeir eru í staðinn hlýðnir stigveldunum, því ljósið sem er skyggt af efninu, er þolanlegt, en mundi verða óbærilegt ef efnið skýlir því ekki. Þess vegna er það að á fínni sviðunum þegar vitundin er laus frá heilanum, snúum við okkur aldrei beint til Skaparans, heldur gegnum milliliði sem miðla orkunni frá sviði til sviðs, og hóphugurinn eða geisladrottnar okkar þróunar eru æðstir.
Þér mun skiljast að þessi fræðsla hampar táknmynd Caduceus. Þar sérðu beina leið frá grunni til kórónu og þú sérð leiðirnar vinda sig frá hlið til hliðar hvers sviðs eins og niðurflæði lífs sé vitandi um hærri þætti sviðanna og uppstreymandi flæðið verði vart við og stjórni niðurflæðinu. (Mynd 20)
Kosmískur Kristur, eða Geisladrottinn sem ræður hverri þróun er Hugardrottinn og þar sem hann er af þriðju þróunarbylgjunni hefur hann í eðli sínu einnig fyrri þróunarbylgjur. Því eru þrír frumtákn þessarar þróunar og frelsari hennar er þríeinn, er fjórir lokatáknið. Þrenningin er grunnurinn en ferningurinn er hið endanlega. Þetta er vísbending að miklu.
Munum, að útskýra aldrei neitt í birtingunni sem stöðugt eða varanlegt, því allt er háð hreyfiorku.

Cadeus

BYGGING ATÓMS.

3. KAFLI

BYGGING ATÓMS.

Lýst hefur verið fyrir þér þeim hreyfingum sem mynda alheiminn (kosmosinn). Frumhringirnir, geislarnir og hjámiðjuhringirnir. Það eru grunnþættir alheims og áhrif þeirra móta þann alheim. Það er snúningur þeirra sem myndar hinar miklu umferðir—„ Daga og Nætur“ birtingarinnar—Dagur, tíminn er sá hluti alheims sem er innan þess sem kalla mætti jákvæða hlið segulsvæðisins og verður til við snúning Hringjanna.
Með þekkingu á þessum kosmísku föllum getur upplýstur maður haft gagn af kröftum þeirra. Þá er vísað til þekkingu á tölum í leynda dagatalinu.
Þetta eru upprunalegu áhrifaöflin, það má líta á þau sem byggingarform Alheims.
Snertilínukraftarnir; innan þeirra myndast hvirflar og þessir hvirflar eru Frumatómin. Þú getur séð af þessu, að við byggingu atóms eru sömu lögmál að verki eins og við að Hring-Kosmos og Hring-Kaos mynduðu alheim. Þar er Lögmál andstæðra afla sem koma á stöðugleika. Þegar þessi andstæð öfl hafa myndað atóm, verða atómin sjálf að afli, því þau hreyfast í snúningi sínum og því eiga sér stað snertilínur—hreyfing sem fær áhrif af fleiri en einu aðdráttarafli. Svo að frá einni einfaldri hornréttri hreyfingu sem varð til af einföldu andstæðu afli, varð til hvirfill sem er lýst sem marghliðungi. Hægt er að sjá slíkt form í mismunandi gerðum efniskristala.

Atóm sem myndast af snertilínum við samsett öfl geta myndað allt frá þríhliðung til fjölhliðungs. Þú verður að skilja fullkomlega að frumatómið samanstendur af tveim andstæðum hreyfingum sem snúast hver um aðra. Þetta eru einfaldir hvirflar, en hvirflarnir geta hreyfst gegnum geiminn líkt og vatnshvirflar hreyfast yfir sjóinn og þessa hvirfla er hægt að líta á sem seinni hreyfingu. Það eru þessar seinni hreyfingar sem ég er að vísa til sem hafa hornlægan ferill.
Það koma fram mismunandi gerðir atóma frá frumatóminu, sem fyrst og fremst spinnast, sum innan þríhyrnings; önnur innan ferhyrnings, enn önnur innan fimmhorna, sexhorn og svo framvegis.
Þessi atóm laðast hvert að öðru, dragast saman og fylgja hvert öðru með því sem í líkingu mætti kalla „brautarfleti“ þeirra. Þannig mynda þau samband sín á milli.
Þessi mismunandi atómgerðir verða til í Alheimi og byrja að safnast saman í samsettar einingar. Hver samsett eining sem stækkar, eykur aðdráttarafl sitt svo að tilhneiging Alheims er því að þétta sig og þessi form laga sig hvert að öðru, og þannig myndast ný öfl reglulega. Við munum skoða það betur síðar.

Hér höfum við lýst til viðbótar hinum miklu snúningsöflum í Alheiminum, myndun óteljandi smáum stöðugleikamiðjum af mismunandi gerðum, og áframhaldandi skipulagi viðbragða þeirra á milli.
Þú sérð af þessu að langur ferill hefur liðið í þessari þróun, því hvert nýtt afl sem varð til, varð að ferðast gegnum alheiminn og út að Hring-Takmörkum og til baka þaðan sem það var upprunnið, og það var aðeins þá sem það varð stöðugt afl í Alheiminum.
Innan takmarka Geislanna og Hringjanna voru þessi nýju atóm á endalausu ferðalag fram og til baka um ómunatíð áður en nokkur samvinna átti sér stað á milli þeirra. Ef tvö eða fleiri hreyfðust samhliða efldust kraftar þeirra hver við annan og drógu að sér því meira inná umferðabraut sína, þessi samruni gat þannig af sér skiplagða endurtekningu áhrifa og þess vegna á tiltekna braut. Hinar miklu mótuðu kraftlínur í Alheiminum sem við köllum geisla og straumar þeirra, hafa smásaman áhrif á hreyfingu þessa mikla atómhafs sem flæðir í stefnu þeirra. Smásaman verður því hið óskipulagða komið í skipulag hinna miklu öldufalla alheims og þó atómin skapi sínar eigin snertilínur, hreyfast þau með þessum miklu ölduföllum.
Ég mun nú setja fram hugtak sem gæti verið þér ókunnugt, en sem er grunnur að miklu í dulfræði. Í upphafi þessarar fræðslu sagði ég við þig, „Rýmið hreyfist.“
Hvenær sem hreyfing á sér stað í rými, mun hún haldast áfram. Rými sem sett er á hreyfingu flæðir ávallt áfram, því það er mótstöðulaust. Kraftar hafa verið settir af stað sem haldast áfram. Þessir kraftar geta blandast öðrum kröftum og hætta því að vera sjálfstæðir, en halda upprunalegum einkennum sínum og ef við gætum sundurgreint eininguna sem þeir er orðin hluti af myndum, við finna þá krafta óskerta hvern og einn.
Munið þetta—rými sem sett er á hreyfingu, flæðir endalaust áfram. Gerum ráð fyrir með samlíkingu; að þú hreyfir penna yfir blað um nokkra sentímetra myndar sú hreyfing flæði í rýminu í jákvæðu formi í einum þætti hreyfingarinnar og til baka í neikvæðu formi í öðrum þætti hreyfingarinnar. Þetta mun haldast svo og hvað sem breytir þeirri hreyfingu í rýminu, breytir athöfninni sem setti hana á stað í upphafi. Þetta er grunnurinn að minni og er ástæðan fyrir því að auðveldara er að endurtaka hreyfingu en að setja upphafshreyfingu af stað og því oftar sem hún er endurtekin er hún auð-veldari í endurtekningu, því skriðþungi rýmis er uppsafnaður og mun að lokum auðvelda að flytja hreyfingu í flæði sitt. Þetta ætti að útskýra margt fyrir þér.

Kosmos

Þú hefur útbreiddan alheim frammi fyrir þér sem varð til í rýminu með hreyfingu og er ekkert annað en hreyfing og þú hefur séð hvernig spennukraftar verða til af þessum hreyfingum og mynda ótölulegan fjölda hvirfla, byggða á nákvæmlega sömu grundvallarþáttunum sem mynduðu hinn mikla hvirfill, kosmos, því sömu lögmál gilda á öllum sviðum birtingarinnar, lög-mál tengsla. Þú munt því sjá að tengsl eiga sér stað milli nýrra kraftahvirfla sem myndast með þessum hætti og leitast við að mynda nýjan kosmos saman, byggða á sömu grundvallarþáttum.
Dans atómanna myndar nýjan Hring-kosmos og sagan endurtekur sig, þessir nýju heimar, eins og þeir eru kallaðir ráðast af sömu lögmálum og lýst hefur verið um alheim, en eru undir áhrifum af þeim grunni hans sem fyrir er þegar þeir myndast. Þú munt sjá að sömu lögmál ráða í allri birtingu.

ÞRÓUN ATÓMS

4. KAFLI

ÞRÓUN ATÓMS

Atom2

Við skulum rifja upp fræðsluna um geislanna, hringina og hvirflana.
Geislarnir og hjáhringirnir eru hluti af frumhreyfingu kosmos. Þeir ásamt hringjunum eru óbreytanlegir og kallast straumar Kosmos.
Hvirflarnir eru annars eðlis. Frumhreyfingin gengur í hring. Hvirflarnir byrja sem beinar hreyfingar sem verður fyrir mótstöðu og kalla fram aðra hringlaga hreyfingu.
Það eru því ávallt tveir kraftar að verki sem mynda frumatóm og þetta grunnstef, tvíund, heldur áfram í allri samsetning þar sem atómið er grunnur-inn.
Þú tekur eftir að hvenær sem sérstök söfnun eða hópeining í reglu-bundinni hreyfingu á sér stað mun þessi hópur bregðast við sem ráðandi grunnþáttur þó aðrir þættir eða sameiningar bætast við þann grunnþátt.
Gerum ráð fyrir, t.d. að frumhreyfing atóms sé þríhliða snertilínur — A til B, B til C og C aftur til A, og að önnur hreyfing sem myndast (munum að hreyfing í beinni línu helst aldrei eftir að upprunakrafturinn deyr út) dragi úr frumhreyfinguna og breytir henni í bogaferil, þannig mun atómið, sem upp-haflega hélt sig í þríhyrningsbraut endanlega falla í hreyfingu þriggja spírala innan þríhyrnings.
Hver spíralhreyfing mun gerast undir áhrifum aðstæðnanna sem réðu, A til B hlutanum, þá B til C hlutanum og C til A hlutanum. Því, ef þú vissir hver áhrif A til B hlutans væru, myndir þú vita hvert væri eðli frumhreyf-ingarinnar sem réði spíralnum sem væri einungis sýnilegur í yfirborðslegri athugun. Þetta grundvallaratriði er á bak við stjörnuspeki og einnig ástæðan fyrir því af hverju talnavísindi eiga mikilvægan þátt í öllum rannsóknum á kosmískum grundvallaratriðum.
Atómið er hvirfilhreyfing—ekkert annað, hringhreyfinga umhverfis hreyfingarlaust lofttæmi. Atómið sem lýst var hér að framan, á ekki við um frumatóm, heldur margþætta samsetningu. Það er aðeins þegar frumatómin safnast saman að slík seinni hreyfing myndast.

Atóm sem hefur þríhyrnda byggingu getur myndað einingu við eins mörg önnur atóms og hliðar þess eru. Þegar hver hlið hefur tengst atómi er ein-ingin fullkomin og hefur náð stöðugleikaspennu innan sjálfs síns. Það getur ekki lengur vaxið með viðloðun heldur verður að starfa sem eining og getur aðeins tengst öðrum líkum einingum sem hafa svipaða hornaspennu.
Frumatóm er einfaldur hvirfill eins og ég sagði og samsett atóm af mis-munandi gerð, verða til vegna fjölda snertilínuhorna sem hvirflarnir verða fyrir við mótstöðuáhrif. Munum að hvirflarnir mynduðust fyrst við hornin sem geislarnir mynda við Miðjustilluna. Það eru þessi krossun krafta sem myndar seinni hreyfingarnar. Þess vegna finnast frumatómin á sviðinu næst miðjustillunni. Þau verða fljótt fyrir áhrifum annarra sem mynda snertilínu-hreyfingar eins og lýst var áður.
Eins og áður hefur komið fram, til viðbótar hreyfingu geislanna, eru hreyfing hringjanna um Miðjuna. Sú hreyfing skapar miðflóttaaflsvirkni og atómin leita út til jaðarsins. Því flóknara sem atómið er því sterkar verkar miðflóttaaflið á þau, svo í hringjunum eru atóm sem hafa vaxið og orðið flóknari. Þessi atóm sem mynduðust af geislunum og verða fyrir áhrifum miðflóttaaflsins ferðast þannig eftir geislalínunni. Hvert atóm hefur því í sér krafta tveggja geisla sem mynda frumatóm og ferðast því eftir leiðum þessara geisla.
Þróun á kosmískum sviðum má líta á sem vaxandi fjölda atóma á hrings-viðum geimsins á þeim óralanga tíma sem liðið hefur.
Frumatóm eru í Hring eitt.
Fyrstu samsettu atómin í—Hring tvö.
Sambland af samsettum atómum í—Hring þrjú, og svo áfram.
Þessar efnisgerðir, eins og við getum kallað þau, eru þannig dreifð í sammiðja sviðum um alheiminn, allt út til marka Hring-takmarkanna og ganga eftir línum geislanna, svo að meðan fyrsti hringurinn geymir aðeins atóm af sömu gerð, hefur næsti hringur í kjarna sínum innri spegilmynd af þeim fyrri og þannig áfram og því hafa atómin í ystu hringjunum í sér spegilmynd allra úr fyrri hringjum í kjarna sínum og eru orðin mjög þróuð.
Þegar atómin ná ysta sviðinu verða þau fyrir nýju afli, þau hafa hitt fyrir mótstöðu Hring-takmarkanna. Atómin sem eru á ysta sviðinu eru orðin mjög flókið kerfi, hreyfingar innan hreyfinga. Eftir að hafa ferðast frá miðju með miðflóttarafli, er þeim nú endurkastað af Hring-takmörkunum og vegna þess snúið til baka með spíralhreyfingu. Það er þetta sem gefur þeim sérstaka aðlögun að geislunum.
Þegar þessi atóm hafa náð að miðju, dreifast þau aftur út með miðflótta-afli, núna í geisla andstæðum þeim sem þau komu inn á að miðjunni, þegar þau koma aftur til baka á sama hátt breytist hornið minni háttar, sem gerir það að verkum að þegar þau fara aftur frá miðjunni munu þau fylgja næsta geisla við þann sem þau voru á frá miðjunni síðast og þannig áfram til þess næsta o.s.f.v. Þegar þau fá endurkast frá Hring-takmörkun fara þau í hring-ferð um svið ysta hringsins og finna kraft þess frá öllum hliðum. Þetta gera þau á hverju sviða þegar þau fara til baka.
Eins og áður sagði heldur hver hreyfing í geimnum áfram og því setja öll áhrif sem atómin verða fyrir á ferð sinni mark sitt á þau og þau snúa aftur til miðjunnar mun flóknari eftir hverja hringferð, hver geisli sker Hringina við mismunandi hornstefnu og veldur því að atómin verður fyrir mismunandi áhrifum á ferð sinni, og endanleg gerð þeirra er orðin mun flóknari þegar þau hafa lokið ferð sinni, hugsanlega er hægt að skoða gerð þeirra stærðfræði-lega, en alls ekki hægt að útskýra að fullu fyrir jarðneskum vitsmunum, en ef þú gætir skilið rúmfræði þessara atóma og talnalega útreikninga, hefðir þú lykill að samsetningu alheims.
Hér vísum við enn í byggingamyndun atóma—ekki eins og í efnafræðinni, þar sem kenningin er að ekki sé hægt að leysa þau upp í einfaldari form ef þau eru samsett,—heldur á þeim grunni, að ef þau eru samsett, sé ekki hægt að leysa þau upp, því þau séu orðin varanleg einnig.

Það er því hægt að sjá að ferð atómanna út til jaðarsins og til baka til miðjunnar markar skeið í þróun alheims og hringferð atóms um geislanna markar þróunarskeið fyrir atóm. Þegar það hefur lokið hringferð sinni, hefur það þá reynt alla krafta alheimsins og þegar öll atómin hafa lokið hringrás sinni (þróun atóms á slíkri bylgju er takmörkuð, því eftir að ákveðið hlutfall aflsins hefur takið við snertilínuformi er jafnvægi náð innan alheimsins, því þróun heldur áfram frá fyrstu hreyfingu óbeislaðs afls þar til jafnvægi er náð), þetta er endir þróunar—jafnvægisstaða og því afstæð kyrrð.
Þú sérð kannski að við höfum lýst þremur skeiðum í kosmískri þróun. Þróun Hringanna var fyrsta skeiðið. Þeir mynduðust fyrir áhrif hvers annars þar til jafnvægi var náð. Þó þeir væru stöðugir hver við annan, þ.e.a.s., hver þeirra á stöðugri hreyfingu en héldu stöðugri afstöðu hvers til annars og munu gera það, því að engir kraftar munu trufla þá afstöðu, hvirflar mynduðust vegna hreyfinga Hringanna sem aftur mynduðu aðrar hreyfingar— Geislanna og Hringsviðin. Þau þróuðust einnig þar til þau voru orðin stöðug gagnvart hvert öðru og öðru skeiði þróunarinnar var lokið. Þriðja skeiðið var þegar áhrif þeirra mynduðu snertilínuhreyfingarnar sem mynduðu atómin.
Þannig sést að af þróunarskeiðum tekur við jafnvægisskeið og það sem hafði þróast er viðhaldið óbreyttu. Þau skeið eru þekkt undir nöfnunum „Dagar“ og „Nætur“ guðs—Dagur þróunar— Nótt stöðugs jafnvægis, en sem mun taka enda þegar einn krafturinn nær yfirhöndinni sem leiðir til að jafnvægið raskast og kraftarnir líða inní birtingu að nýju. Jafnvægið fer úr skorðum og nýir kraftar fara af stað.
Þessi öfl byggjast á tengslum eininganna sem áður voru byggðar upp og undir áhrifum frumhvatanna—Hringanna, Geislanna, og seinni hringanna. Innan þessara takmarka og eðli eininganna sem verka á þau, mynda þau nýja samsetningar og hrynjanda í verkun og gagnverkun þar til hin nýju öfl hafa fundið jafnvægi sitt, og í endanlegri samsetningu og þróun verða jafnvægi ávallt náð að nýju í alheimi, þar til jafnvægið raskast að nýju.
Þau öfl sem raska jafnvæginu eru þau sem settu á stað Frumhringina—sú staðreynd að hreyfing getur af sér hreyfingu og myndar hringsvið utan um sína eigin braut. Því er það svo að jafnvel ný öfl sem sett eru á hreyfingu verða að ná sínu lokajafnvægi sem ræðst af eðlisþáttum þess, slíkt jafnvægi er viðhaldið af afstæðri stöðu hreyfinganna hverrar til annarrar og ná því „afstæðri“ kyrrð, en því mun ávallt verða raskað og mynda ný skeið í þróun-inni, því þetta er alheimur sem byggður er á hreyfingu og hreyfing getur af sér hreyfingu.