ÁHRIF DROTTNA Á HNETTINA

17. KAFLI
ÁHRIF DROTTNA Á HNETTINA

Við höfum fylgt eftir þróun Logadrottnanna alveg til sjöunda hnattar, sem þeir mynda á fyrsta sviðinu og munum nú rekja för þeirra til baka að miðjunni.

Við skynjum af eðli þeirra að þeir hafa mótað segulmagnað kerfi sem myndar grunnmynd hnattanna, sem síðan eru útfærð af Plánetuverunum. Á ferð sinni til baka fara þeir í gegnum hnettina á ný. En í stað þess að mynda sig í formi sviðanna, er þar fyrir annað efnisform, sem haldið er af þeim guðlegu neistum sem eftir þeim komu og eru að þróast þar.

Þannig eru því tvær tegundir lífs á sjötta hnettinum— annar hópurinn á útgönguboga og fyrsti hópurinn í inngönguboga.
Fyrsti hópurinn sem hefur mótaðan hóphuga, hefur hlutlæga vitund.
Annar hópurinn sem er að mynda hóphuga hefur aðeins óhlutlæga vit-und. Því verða þeir ekki varir við nálægð fyrsta hóps, þó hann sé á þessum sama hnetti og þeir lifi í áhrifum þeirra sem aftur hefur áhrif á efnishjúp sviðsins sem umlykur guðlegu neistanna og hafi í sér hrynjanda kjarnatóm fyrsta hóps. Þetta er þekkt fyrirbrigði þegar áhrif reglulegs hrynjanda örva titring.
Þegar þessum aðstæðum hefur er náð mun öðrum hópi verða kleyft að ná hrynjanda fyrsta sveims og verða var við atóm hans—ekki með beinni skynjun, heldur skynja breytingu á ysta hjúpi sínum vegna nálægðar fyrsta sveims. Það gerist þó ekki fyrr en við lok þróunartímabilsins, þegar sveim-arnir yfirgefa hnöttinn—annar sveimurinn áfram til þróunar á sjöunda hnött-inn og fyrsti sveimur sem snýr til fimmta hnattar.

Auk áhrifa sem fyrsti hópur hefur á samferðahóp sinn hefur hann á-kveðið eigið markmið sem hann þarf að ná. Á útgöngu sinni í gegnum hnettina hefur hann safnað að sér hjúpi hvers sviðs sem hann hefur ekki gefið af sér heldur borið með sér áfram. Á inngöngunni, þ.e. á ferðalagi sínu til baka um hnettina, bregst hver sviðshjúpur við, hver fyrir sig, þegar hann kemur á svið sitt á bakaleiðinni. Við það myndast birtingarform og skynjunarleið.
Þannig getur hinn ídveljandi neisti brugðist við á því efnisviði sem hann finnur sig og þó hann ljúki þróun sinni á þessu áhrifasviði hnattarins getur virkni hans haft áhrif þar með ákveðnum hætti. Það verður vikið að þessu síðar.
Á bakaleiðinni, á hverjum hnetti, markar fyrsti hópurinn áhrif sín á neistahjúp þeirra sem hann hittir fyrir. Á sjötta hnetti hittir hann fyrir annan hóp og þegar fer til fimmta hnattar fer þriðji hópurinn til sjötta hnattar og þannig heldur þetta áfram. Þetta veldur því að fyrsti og þriðji hópur fara á mis við hvorn annan. Þess vegna er þriðji hópur sérstakur að þessu leyti—hann hittir aldrei Logadrottnanna, hann hittir aldrei hærri þróun en sína eigin, þess vegna er ímyndin af Logósnum ráðandi áhrif hjá honum og út-koman er hans eigin „frumverk.“ Þess vegna hefur „Hugurinn“ svo mikið frelsi í samanburði við „Formið“ eða öllu heldur „Aflið“
Það sést því að hver hópur, nema sá þriðji hittir Logadrottnanna á mis-munandi plánetum, það eru mismunandi hjúpar sem verða fyrir áhrifum Logadrottnanna. Það skýrir mismunandi mótun líkama hinna ólíku „Lífs-bylgja.“ Þetta er nátengt raunverulegri mögnun, því hvert form sem er inn-blásið af Logadrottnunum, er hægt að nota til að stýra Náttúruöflunum.
Formdrottnarnir hafa svipuð áhrif á samferðahópa sína þegar þeir þróast á tilteknum hnetti, þeir eru sérstaklega nátengdir efni hnattarins og gagnvirk samskipti við hjúpi yngri hópa eru sérstaklega náin.
Hinsvegar þegar Hugardrottnarnir (þriðji hópur) hafa náð hámarki sínu og snúa til baka um hnettina verða þróunaraðstæður mjög flóknar, því frelsi til einstaklingsathafna guðlegu neista þeirra hafa þróast gífurlega á árangur-ríkum tímabilum „Frumverka“ og með fjölbreyttum athöfnum sínum fram-kalla þeir fjölbreytta þróun í þeim hópum sem þeir hitta.

UPPHAF HUGAR OG HÓPVITUNDAR.

13. KAFLI
UPPHAF HUGAR OG HÓPVITUNDAR.
Við erum nú að fjalla um upphaf hugans, og því er nauðsynlegt að hafa með-tekið þessi grundvallaratriði.
Þér hefur verið sagt að hreyfing allra hluta skilur eftir sig ferla í rýminu. Hlutir koma til með að hverfa en hreyfing þeirra heldur áfram sem hrein hreyfing.
Það var einungis hreyfing—óhlutlæg hreyfing—sem myndaði alheiminn. Þessi hreyfing gat af sér að lokum, staðbundið mótstöðuafl, sem eru frum-atómin. Það er hreyfing þessara atóma sem mynda grunninn að efnisbirtingu.

Efnisbirting eins og þú þekkir hana er tengd hreyfingu hluta, en „Líf“, „Hugur“ og „Guð“ eru óhlutgerðir þættir og eru einungis byggðir á hreyfingu og ótengd nokkrum hlut.
Í athugum okkar höfum við komið að þeim punti þar sem endurspeglun kosmískra atóma hefur safnast að hinni Miklu Veru, hafa myndað frumefni sólkerfis, og það frumefni hefur skipast í reglu og myndað smækkaðan Kosmos í hinni Miklu Veru.
Þú manst að í þróun alheimsins var það þyngd atómanna sem ákvarðaði hvar þau settust að á sviðum, þau einfaldari settust að þar sem miðflóttaafl alheimsins og aðdráttarafl miðjunnar náði jafnvægi, en massi flóknari atóm-gerða komu í veg fyrir að þau settust að á ákveðnu sviði og í stað þess að haldast á sjöunda sviðinu í samræmingu fyrrnefndra krafta, héldu þau áfram út, þar til þau rákust á Hring-Takmörkin og voru send aftur til Miðjunnar.
Á svipaðan hátt gerist það í sólkerfum, atómin sem tilheyra tilteknu sviði mynda ferla sína í rýminu, en vegna engrar samfellu í virkni þeirra eyðast gagnkvæm áhrif þeirra jafnharðan. Ferlar hvers sviðs mynda eðlisöfl þeirra. En ef atóm eru of flókin til að setjast að á einhverju sviði fara þau að ysta sviði og snúa þar við, en ekki til Miðjunnar, heldur til miðpunts , þar sem hið Óbirta „vellur upp“ og verða þar. Það er að segja, í þeim þróunarfasa efnisbirtingar, þar sem nýr þáttur í logóískri vitund er uppgötvaður og þessi ferðaatóm finna sína sækni.
Þú minnist þess sem fyrr var sagt, að hreyfing hluta skilja eftir sig ferill hreinna hreyfingar í hinu Óbirta (munum að kosmískt ástand er Óbirt á-stand þegar það er skoðað frá sjónarhóli sólkerfis). Logóískar myndanir þurfa því að ganga frá kosmísku ástandi inní efnisbirtingu og í þeirri um-myndun verða þær að ganga í gegnum fasa sem er sambærilegur við það þegar ferlar myndast við hreyfingu hluta í rýminu. Vegna þess að þær hafa sömu náttúru, geta þær haft áhrif á þá ferla sem myndaðir eru.
Þessir ferlar í rýminu eru ávallt í lokaðri formmyndun —eins og feril snertiatóms—og þegar mismunandi logóískar hugmyndir efnisbirtast verða þessir atómferlar undir áhrifum þeirra og endurtaka logóísa fasann í smækkaðri mynd. Þannig getur þú séð fyrir þér mikinn fjölda ferðaatóma snúa aftur til hinnar skapandi miðju og verða þannig böðuð í áhrifaregni logóískra hugmynda.
Þessar logóísku hugmyndir eru að sjálfsögðu að móta uppbyggingu sól-kerfis og skapa þannig mikla eftirmynd af hinni Miklu Veru, sem er í sjálfu sér eftirmynd alheims í sólkerfinu, ferlar ferðaatómanna, ekki atómin sjálf, eru einnig eftirmynd Logós af gefnum ástæðum.
Þannig sérð þú að á sjöunda sviði sólkerfisins, umhverfis hina skapandi miðju, safnast mikill fjöldi tvennskonar atóma eða vera: —
(a) Ferðaatóm sem hefur ferðast gegnum öll sviðin og hefur viðbragða-reynslu af þeim sviðum og getur því brugðist við þeim öllum á viðeig-andi hátt þegar það verður fyrir örvun.
(b) Til viðbótar við þessum atómlíkama sést atómískur dans í feril þess í rýminu. Slíkur ferill er með öllum atómum, en í tilfelli ferðaatóma sem hafa snúið aftur að hinum skapandi upphafi, er ferill þeirra í rýminu undir áhrifum logóískra hugmynda og það aðgreinir þau frá það sem má kalla „andalaus“ atóm.
Þessi atóm hafa orðið fyrir áhrifum sjálfsvitundar Losgosins og feril þeirra í rýminu brugðist við áhrifum þessara aðlaðandi bylgjuhrynjanda, þau tileinka sér þau og verða smækkuð endurspeglun hans, þau sjálf höfðu skapað snertihreyfingar með einföldum hrynjanda og endurtekningu þeirra hringhreyfinga, og geta nú samtengt þær hrynjanda Logósarins.
Munum að endurtekning hringhreyfingar mynda hrynjanda og að sveiflu-titringur er einfaldlega áhrif hrynjanda eins sviðs, á efni annars sviðs. Logó-ískur hrynjandi setur því ferðaatómum sólkerfisins titringinn svo þau tileinki sér sama hrynjanda.
Því er það að ferðaatóm sólkerfisins hafa í sér sömu viðbragðsmöguleika og Logósinn. Það er að segja, Logósinn—eða hin Mikla Vera—hefur í kosmískri þróun sinni hefur náð ákveðinni gerð af viðbrögðum og þau eru samsett inní hrynjanda og þeir byggðir inní mikla strengi.
Þessir strengir eru röð hrynjanda innan hrynjanda—lykkjur inní lykkjum, svo notuð sé samlíking. Það eru þessi samsetti hrynjandi
sem hafa áhrif á ferðaatóm sólkerfisins þegar þau nálgast tilverufasann, þegar hið Óbirta kemur inní efnisbirtingu, og með eigin þroska, eru þau hæf til að tengjast því.

Raunveruleg hreyfing atóms skapar því óhlutbundna hreina hreyfingu. Hrein hreyfing er einkenni alheims og er því af sömu gerð og samskonar tilvera og hin Mikla Vera, eða Logós. Þannig skapar hvert atóm í sólkerfinu með hreyfingu sinni, hliðstæðu við sjálft sig, samskonar tilveru og myndar alheiminn og sömu náttúru og sólkerfi Logós, og er því hæft til gagnkvæmra viðbragða við hann. Atóm sem sest hafa á sviðunum komast ekki í beina tengingu við huga Logós til að skilja hugmyndir hans. En ferðaatómin, og því ekki sest að á sviðunum, og ekki bundin formum þeirra— hafa ekki staðgast—hafa þannig snúið aftur til frumstæðra aðstæðna eftir að hafa náð háu þróunarstigi, og öfl þeirra frumstæðu aðstæðna geta ekki haft áhrif á þau eins og atóm þeirra eigin sviða.
Þessi ferðaatóm hafa því komist undan lögmálum sólkerfisheima í birt-ingu, sem bindur í form (því sólkerfi er í sjálfu sér hugform) og eru því undir sömu lögmálum og ráða eðli Logósar og fá samskonar áhrif og alheimur hefur sett á Logósinn —“ Guð skapaði manninn í sinni mynd.“
Þessi atóm sem náð þessu, halda áfram að safna að sér öðrum atómum, því ferill þess í rýminu, sem hefur náð ákveðnum hrynjanda í hringsnúningi og er laus við snertur Brownian hreyfinga, myndar hringiðu sem dregur að sér önnur atóm inn í hreyfingarsvið sitt og heldur þeim í hringsnúningi um-hverfis sig.
Þú sérð því þessar aðstæður: atóm sem er endurspeglun kosmísks atóms, sem er of flókið til að geta sest niður í svið efnisbirtingar og snýr aftur að miðjunni, og hefur þroskað rás hreinnar hreyfingar sem er háttur kosmískrar birtingar. Kosmískur þáttur þess er stimplaður með logóískri mynd og hrynjanda eins og lýst var hér á undan, og þessi óhlutbundni eiginleikaþáttur atómsins gerir því mögulegt að hreyfast með föstum snúningshrynjanda, mynda hringiðu sem dregur að sér nálæg atóm.
Þannig höfum við kosmískan titring hreinna hreyfinga sem heldur ferða-atómi í tiltekinni hreyfingu og það atóm, með hreyfingu sinni dregur önnur sviðsatóm inn á braut sína og heldur þeim þar.
Þessir þrír þættir eru: —
(a) Kosmískur neisti eða Guðlegur sálgerður andi sem fyrst var lýst sem ferli í rýminu sem myndað var af atómi.
(b) Atóm, sem er upphaf að líkama og þekkt sem kjarnaatóm.
(c) Atóms á sjöunda sviði sem dregst inn á braut kjarnaatómsins og stendur sem sjöundasviðs líkami þess.

VIÐBRÖGÐ OG KOSMÍSKT MINNI.

11. KAFLI
VIÐBRÖGÐ OG KOSMÍSKT MINNI.
Þér hefur skilist af þessum fyrirlestrum að hver þróunarfasi, alheims- eða sólkerfislegur, byrjar með nýrri virkni og gagnvirkni og öll möguleg ný við-brögð við viðbrögðum eru til staðar. Skemað líkist mögulegum fjölda breyt-inga á hljómi sem geta orðið við að slá bjöllu á mismunandi hátt og ef bætt er við annarri bjöllu bætast við enn meiri möguleikar á hljóðbreytingum. Þannig eykur nýr þáttur margbreytileikan í birtingu og þegar öll fjölbreytnin sem þessi nýi þáttur hefur gefið sólkerfinu, nær hámarki, hefur þessi fasi í þróuninni náð hámarksþroska og þá verður hlé í framganginum meðan vitund Lógosins meðtekur hvað hafi átt sér stað og „sér að það er gott“ og áhrifin inn í vitundina eru ný viðbrögð, sem aftur koma fram í hinu birta sólkerfi. Þannig er hægt að líkja þróuninni við röð af tvöföldum speglum þar sem vitund Lógosins birtir ímynd sína, verður hennar var og bregst við myndinni sem birtist og viðbragðið hefur áhrif á spegilmyndina og þannig heldur hringurinn áfram látlaust.
Þér mun skiljast að Logós, eða athugandinn, hefur orðið var við hlut—og að sá hlutur er endurvörpun myndar eða eftirmynd af honum sjálfum. Meðvitund um endurspeglunina verður að endurtaka í vitund eftirmyndar-innar svo að hún sé jafn hæf til meðvitundar um eftirmyndina (sjálfa sig). Eftirmyndin sem er af annarri birtingargerð en Logósinn, getur ekki verið meðvituð um Hann og er aðeins meðvituð um sjálfa sig og áhrifin sem streyma til hennar frá Logósinum. Því er máltækið „Engin maður hefur nokkurn tíma séð Guð.“ Guð getur ekki birst nokkrum meðan sólkerfi er í birtingu. Það er því einungis hægt að álykta um hann.
Meðvitund endurmyndarinnar er ekki bundin við einhvern tiltekin stað í sólkerfisbirtingu, heldur er dreifð meðvitund umhverfis það sem við getum skilið sem Hringmiðju, í óeiginlegri merkingu, eða til að nota nákvæmara og óhlutlægt hugtak, þeirra atómgerða sem líkjast atómum Kosmísku Miðjunnar, þeim sem eru af einföldustu gerð og því ekki bundin af flækjum, mynda grunninn í meðvitund hans. En það verður að vera skýrt að meðvit-und er ekki atómísk viðbrögð, heldur er algjörlega af- „afls“ eða „lífs“ – hlið hlutanna. Hún er aðlögun að logóískri vitund, ekki af endurspeglaðri atóm-ískri vitund. Hún er fyrstu viðbrögð í sólkerfi og tilheyra einungis því sól-kerfi, en á ekki uppruna í Logósinum. Efnið, vitundin, hefur komið fram í forminu.
Vitund má skilgreina sem viðbrögð plús minni. Það er að segja, viðbrögð verða í tiltekinni gerð efnis og viðbrögð skapa önnur viðbrögð í annarri tilverugerð sem er tengd hinni fyrri á sama hátt og atóm sólkerfis eru eru tengd atómum alheimsins eða „form“ sólkerfisins er tengt vitund Logósarins.
Það er að segja, meðvitundin myndar sér hugmyndir um sjálfan sig og viðbrögðin milli þeirra, svo notuð sé samlíking, skilja eftir sig „för í geimnum“ þar sem hreyfingar viðbragðanna halda áfram að flæða sem hreinar hreyfingar án nokkurrar raunverulegra tilfærslna hluta í rýminu sem myndaði hreyfinguna. Þetta hreina flæði hreyfinga er Minni—endurtekning viðbragða í öðrum birtingarfasa, vitund er byggð á minni og aðgreind frá meðvitund sem er viðbragðform milli tveggja sviða.
Af þessu sést að form eða rammi sem sólkerfið er byggt á er grunnur að þriðju gerð birtingar—birtingu sjálf-viðbragða.