Hýmiskviða

Níu dætur hans, eða tímabil, eru níu mæður Heimdalls, guðs upphafsins, þ.e. sólarguð. (sem við höfum nefnt áður). Hann hefur sérstök tengsl við Hrútsmerkið, sem markar upphaf dýrahringsins að vorjafndægri í dýrahringsárinu (25,920 jarðnesk ár) og líftíma jarðarinnar. Hann er persónugerður sem Vindurinn, líkt og hrúturinn sem stangar, blæs og ýtir með hornum sínum. Sem faðir níu mæðra Heimdalls virðist Hýmir tákna byrjun á myndun sólkerfis okkar í því stjörnumynstri sem hún er í. Við lífslok er hann kallaður Rýmir; bæði nöfnin eru tenging í Ými og hér má vísa í alheimslegt hugtak í sérstöku dæmi.

Grímur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenell

15. (H)ýmiskviða

Í þeim hluta geimsins sem okkar sólkerfi er, sjáum við ákveðna samsetningu stjarna. Jörðin snýst um öxul sinn þannig að hver hlið er böðuð geislum sólarinnar helming tímans (dagsins) og í skugga hinn helming öxulsnúningsins. Stjörnurnar sem við sjáum eru á næturhlið jarðarinnar og utan sólkerfisins. Stefnan á þær breytist að sjálfsögðu eftir árstíðum þannig að yfir árið, þ.e. einn hring umhverfis sólina sjáum við að nóttu til allar stjörnur sem næstar 66eru sólkerfinu. Þær stjörnur sem eru nálægt því að vera á svipuðu breiddarsviði í geimnum og okkar sólkerfi teljast vera á miðbaugssviði himins, og því sviði hefur verið skipt í 30° lengd, og þannig mynda hin tólf stjörnumerki (12×30°) heilann hring á miðbaugssviði himinsins. Sólin okkar, sem er staðsett í einum armi geimspírals sem við köllum Vetrarbraut, er þannig umkringd tólf „Dýrum“ (þ.e., dýratengdum verum) í „Dýragarði“ himinsins.
Við verðum að hafa skýra mynd af þessari sviðsmynd til að sjá hvernig sagan um jötuninn Hými bendir til aðdraganda að nýrrar íveru (fæðingu hnattar), hugsanlega okkar sól, eða plánetu eins og jörðinni. Samkvæmt kenningum theosofista lifir hver hnöttur nokkur efnislíf og með hvíld (dauða) á milli þeirra á líftíma sólarinnar. Þeir ganga einnig í styttri dvalatímabil (sambærilegum llvið svefni) innan líftíma síns. Mynstrið er sambærilegt við menn og önnur lífsform sem eiga sín hvíldartímabil, svefn, dauða og endurfæðingu.
Hýmir er líklega fyrsta stig í myndun himinhnattar. Níu dætur hans, eða tímabil, eru níu mæður Heimdalls, guðs upphafsins, þ.e. sólarguð. (sem við höfum nefnt áður). Hann hefur sérstök tengsl við Hrútsmerkið, sem markar upphaf dýrahringsins að vorjafndægri í dýrahringsárinu (25,920 jarðnesk ár) og líftíma jarðarinnar. Hann er persónugerður sem Vindurinn, líkt og hrúturinn sem stangar, blæs og ýtir með hornum sínum. Sem faðir níu mæðra Heimdalls virðist Hýmir tákna byrjun á myndun sólkerfis okkar í því stjörnumynstri sem hún er í. Við lífslok er hann kallaður Rýmir; bæði nöfnin eru tenging í Ými og hér má vísa í alheimslegt hugtak í sérstöku dæmi.
Það má benda á áhugaverða hliðstæðu í Biblíunni, í 1. Mósesbók 17:5 en þar á sér stað umbreyting með því að bæta stafnum H við, en h-hljóðið táknar andardrátt, andann, grunn lífsins. Abram verður Abraham, „Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða“; eiginkona hans Sara verður Sarah. Það er mögulegt að þeir norrænu hafi notað sömu hljóðbreytingu til að gefa til kynna innblástur, innöndun lífs í efnið þegar Ýmir verður Hýmir og blæs guðlegum krafti og glæðir heim okkar lífi.
Í sögunni um Hými eru goðunum sögð fyrirspá um að risinn Ægir — geimurinn — geti gefið mjöð reynslunnar og þeir notið, því hann hefði þann mjöð nægan. En þegar Þór skipar Ægi að halda veislu fyrir goðin, þá biður risinn um ílát undir mjöðinn og þá skuli hann blanda mjöð fyrir veisluna:
„bað hann Sifjar ver
sér færa hver, –
„þanns ek öllum öl
yðr of heita.“
Þar sem ekkert ílát var nógu stórt undir mjöðinn voru goðin ráðalaus þar til Týr (1) mundi að faðir hans, Hýmir, átti slíkt ílát. Þór og Týr fóru til að finna Hými og beiðast ílátsins, jafnvel með brögðum ef þörf væri á. Á leið sinni til Miðgarðs hittu þeir Egil geitahirði, son hins dimmeygða, — Þjassa, persónugerving síðasta þróunartímabils. Agli var treyst fyrir að gæta þeirra tveggja hafra sem drógu vagn þrumuguðsins og goðin héldu áfram fótgangandi.
Er þeir komu að garði jötunsins hittu þeir fyrir konu hans sem ráðlagði þeim að fela sig fyrir Hými ef hann kæmi í mjög önugu skapi. Það var að kveldi komið þegar vanskapaður harður Hýmir kom af veiðum. Hér er lýst fyrir okkur hvernig hann kom inn eins og skröltandi jökull með skógfrosið andlit (10). Eiginkonan reynir að milda skap hans áður en hún færir honum þær fréttir að sonur hans, Týr, sé komin til hallarinnar og með honum þekktur mannavinur að nafni Véurr (verndari) (11). Þetta leggur áherslu á tregðu efnisjötunsins til að taka á móti guðskraftinum og minnir á fyrsta lögmál Newtons um tregðu: „Allir hlutir hafa tregðu og halda því óbreyttum hraða og stefnu nema á þá verki ytri kraftar sem samanlagt eyða ekki hver öðrum.“
Við augnlit jötunsins brotnar mænirinn í tvennt og átta katlar falla niður og allir brotna nema einn. Með almennri gestrisni skipar Hýmir að slátra þremur ungnautum fyrir kvöldverð. Þór át tvo þeirra svo að morguninn eftir var þurrð matar og því fóru Þór og jötuninn til fiskveiða. Véurr bauðst til að róa ef jötuninn útvegaði beitu svo að Hýmir kaldhæðnislega bauð Þór einn uxann úr hjörð sinni til beitu, vitandi að það var óvinnandi vegur. Þór leysti verkið hinsvegar án erfiðleika. Þegar út á sjó var komið dró Hýmir tvo hvali samtímis (21). Þór krækti í Miðgarðsorminn Jörmundgand með þeim afleiðingum að íshellur brotnuðu, eldfjöll gusu og allur heimurinn nötraði, þar til Þór sleppti ófreskjunni aftur í djúpið.
Í sögunni samþættast fjölmargar túlkanir og lýsingarnar gætu vísað til jarðneskra-, sólkerfis- eða kosmískra atburða. Miðgarðsormurinn eins og við vitum táknar miðbaug, sem hefur færst til aftur og aftur í sögu jarðarinnar, eða það gæti vísað til brautar jarðar um sólu, eða hreyfing Vetrarbrautarinnar hafi gárast á vötnum himinsins. Miðgarðsormurinn er einn þriggja hinna ógurlegu afkvæma Loka, hinir tveir, Fenrisúlfurinn sem mun gleypa sólina að lokum og Hel, hin kalda fölbláa drottning dauðheima.
Hýmir var ósáttur við velgengni guðsins, í drykklanga stund hafði hann ekki sagt orð, en snéri stýrinu í öfuga stefnu (25). Þetta gæti verið vísbending um breytingu á stöðu stjarnanna sem orsakaðist annaðhvort af nýrri plánetu eða eyðingu annarrar. Það gæti líka einfaldlega þýtt breytingu á öxulhalla jarðar — sem vitað er að hafi gerst margoft og sýnir sig í mismunandi segulstefnum í steinmyndunum. Það er ekki minnst á frekari stefnubreytingu í sögunni, en skömmu síðar koma þeir að landi. Hýmir krefur guðinn um að annaðhvort að bera hvalina heim í höllina eða binda „vatnageitina“ fasta við ströndina (26).
Fram að þessu hefur athyglin verið á ýmsa forvitnilega hluti í sögunni, m.a. „vatnageit“, róandi mann, fiska, hrút, naut og „tvo hvali saman“. Ef við setjum þetta í samhengi við algenga forna lýsingu á stjörnudýramerkjunum þekkjum við þau í tengslum við Steingeitina, Vatnsberann, Fiskana, Hrútinn og Tvíburana, sem öll tengjast röskun á Miðgarðsorminum. Vísbendingarnar eru óumdeilanlegar þegar við sjáum að að þessi sex stjörnumerki ná yfir helming (180°) himinsins, þann hálfa boga sem sjá má í einu. Getur þetta verið tilviljun?
Förum aftur til hallar jötunsins, Þór er ögrað til að brjóta drykkjarílát en þó að hann hendi því af öllu afli í uppistoð þá er kerið óbrotið, en stoðin brotin í tvennt. Jötunkerlingin hvíslar að Þór að hann ætti að brjóta kerið á haus gestgjafans þar sem ekki sé til harðara efni. Ásinn gerir svo og árangurinn var að heill var jötuns hjálmshaldari en vínkerið í tvennt (31). Eftir þetta gátu goðin farið með kerið, þó ekki fyrr en fyrst að yfirvinna risahjörð sem elti þá. Því var að sjálfsögðu náð með Mjölni, Þórshamrinum.
Þegar þeir komu þar sem Egill, sá saklausi, gætti hafra Þórs var annað dýrið halt, eins og í fyrri sögunni. Loki hafði hvatt hirðinn til að brjóta mergbein. Hér varð reiði Þrumuguðsins sefjuð með því að Egill bauð Þór tvo börn sín til þjónustu við hann. Frá því er Þjálfa (hraði) og Röskvu (ljós) börn Egils bónda hins saklausa, ávallt að finna á jörðu með (H)lórrida,- jarðneskrar hliðar Þórs og þau þjóna sem eðlisþættir hins lífgefandi rafmagns.
Í leitinni að keraldi Hýmirs með öllum smáatriðum og augljósum þversögnum er saga sem hægt er að lesa aftur og aftur án þess að „skilja“ réttum skilningi. Það er ekki fyrr en við opnum með lykli hinnar eilífu kosmólógíu sem okkur er ljós aðferðafræðin við að sýna þá hugmynd að goðin séu að leita að viðeigandi stað fyrir stjörnu eða plánetu til að endurlíkamnast. Kerið viðist tákna sérstakt geimrúm sem fullnægir ákveðnum kröfum. Sólar -eða plánetuvitund sem er að koma til birtingar verður að finna sinn rétta heim og það er staður sem fellur inní umhverfi stjarna með sérstaka birtingu. Það er aðeins ein leið til að skilgreina sérstaka staðsetningu í geimnum ef maður hugsar málið, og það er að lýsa umhverfi þess. Kerald Hýmis er hér staðsett þar sem nefnd eru sex sérstök stjörnumerki Dýrahringsins sem ná yfir hálfan himininn, eins og hann lítur út frá okkar sólkerfi.
Hýmiskviða segir auðsjáanlega frá himneskri veru sem er að undirbúa og koma í nýja birtingu og þráir líf (Týr) og rafsegulmögnuð öfl (Þór) í sinn gamla dvalarstað (kerald). Þessi snilldarlega aðferð sýnir aftur sagnatæknina sem höfundar sagnanna notuðu til að koma þekkingu sinni með þessari hefð á framfæri. Almenningur sjálfur, sem var algjörlega ófær um að meðtaka nokkuð nema einföldustu sögur, var notaður ómeðvitaður til að segja vísindalegar staðreyndir í formi skemmtisagna. Brotni mænirinn sem brotnaði af augnráði jötunsins og fall og eyðilegging allra katlanna nema eins sem héngu í mæninum, hefur án efa vakið margan hláturinn, en í skemmtuninni var geymd minning um stórkostlegan stjörnufræðilegan atburð, þegar öxulsnúningur hnattar eða sólkerfis umturnaðist, þar sem aðeins einn ketill eða kerald var óbrotinn og staðsetning þar sem hnöttur er endurborinn í geimnum á staðnum sem hann áður var. Þór veiddi og sleppti Miðgarðsorminum, sem staðfestir sömu atburðarás.
Guðirnir í Ásgarði biðu hins rúmgóða keralds á þingi þegar hinn sigursæli Þór kom með kerald Hýmis og þeir drukku mjög með Ægi hvert haust þegar hinu gullna korni er safnað (39). Það segir sig sjálft að uppskera er samsöfnun á athafnasemi á tilteknu tímabili, hvort sem um er að ræða dags, árs, lífs eða hins óendalega. Það er þá sem guðirnir neyta hins dularfulla mjöð sem hefur verið bruggaður í heimunum sem hafa lifað og dáið.

Neðanmál:
1. Týr, „dýrsgerð vera“ og „guð,“ merkir sérstaklega Mars sem er nátengdur við Hrútinn í Stjörnudýrahringnum og einnig við Heimdall með kraftinum af Þór. Týr sem slíkur er táknrænn fyrir vilja og þrá. Hér sjáum við þróun frá jötni til Æsis þar sem jötuninn Hýmir táknar foreldri, eða fyrri aðstæður Týs sem Æsir.

16. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

________________________________________

Hymiskviða

1.Ár valtívar
veiðar námu
ok sumblsamir,
áðr saðir yrði,
hristu teina
ok á hlaut sáu;
fundu þeir at Ægis
örkost hvera.

2. Sat bergbúi
barnteitr fyr
mjök glíkr megi
miskorblinda;
leit í augu
Yggs barn í þrá:
„Þú skalt ásum
oft sumbl gera.“

3. Önn fekk jötni
orðbæginn halr,
hugði at hefndum
hann næst við goð,
bað hann Sifjar ver
sér færa hver, –
„þanns ek öllum öl
yðr of heita.“

4. Né þat máttu
mærir tívar
ok ginnregin
of geta hvergi,
unz af tryggðum
Týr Hlórriða
ástráð mikit
einum sagði:

5. „Býr fyr austan
Élivága
hundvíss Hymir
at himins enda;
á minn faðir
móðugr ketil,
rúmbrugðinn hver,
rastar djúpan.“
Þórr kvað:

6. „Veiztu ef þiggjum
þann lögvelli?“
Týr kvað:
„Ef, vinr, vélar
vit gervum til.“

7. Fóru drjúgum
dag þann fram
Ásgarði frá,
unz til Egils kvámu;
hirði hann hafra
horngöfgasta;
hurfu at höllu,
er Hymir átti.

8. Mögr fann ömmu
mjök leiða sér,
hafði höfða
hundruð níu,
en önnur gekk
algullin fram
brúnhvít bera
bjórveig syni:

9. „Áttniðr jötna,
ek viljak ykkr
hugfulla tvá
und hvera setja;
er minn fríi
mörgu sinni
glöggr við gesti,
görr ills hugar.“

10. En váskapaðr
varð síðbúinn
harðráðr Hymir
heim af veiðum,
gekk inn í sal,
glumðu jöklar,
var karls, en kom,
kinnskógr frörinn.
Frilla kvað:

11. „Ver þú heill, Hymir,
í hugum góðum,
nú er sonr kominn
til sala þinna,
sá er vit vættum
af vegi löngum;
fylgir hánum
hróðrs andskoti,
vinr verliða;
Véurr heitir sá.

12. Sé þú, hvar sitja
und salar gafli,
svá forða sér,
stendr súl fyrir.“
Sundr stökk súla
fyr sjón jötuns,
en áðr í tvau
áss brotnaði.

13. Stukku átta,
en einn af þeim
hverr harðsleginn
heill af þolli;
fram gengu þeir,
en forn jötunn
sjónum leiddi
sinn andskota.

14. Sagði-t hánum
hugr vel þá,
er hann sá gýgjar græti
á golf kominn,
þar váru þjórar
þrír of teknir,
bað senn jötunn
sjóða ganga.

15. Hvern létu þeir
höfði skemmra
ok á seyði
síðan báru;
át Sifjar verr,
áðr sofa gengi,
einn með öllu
öxn tvá Hymis.

16. Þótti hárum
Hrungnis spjalla
verðr Hlórriða
vel fullmikill:
„Munum at aftni
öðrum verða
við veiðimat
vér þrír lifa.“

17. Véurr kvaðzk vilja
á vág róa,
ef ballr jötunn
beitr gæfi.
Hymir kvað:
„Hverf þú til hjarðar,
ef þú hug trúir,
brjótr berg – Dana,
beitur sækja.

18. Þess vænti ek,
at þér myni-t
ögn af oxa
auðfeng vera.“
Sveinn sýsliga
sveif til skógar,
þar er uxi stóð
alsvartr fyrir.

19. Braut af þjóri
þurs ráðbani
hátún ofan
horna tveggja.
Hymir kvað:
„Verk þykkja þín
verri miklu
kjóla valdi
en þú kyrr sitir.“

20. Bað hlunngota
hafra dróttinn
áttrunn apa
útar færa,
en sá jötunn
sína talði
lítla fýsi
at róa lengra.

21. Dró meir Hymir
móðugr hvali
einn á öngli
upp senn tváa,
en aftr í skut
Óðni sifjaðr
Véurr við vélar
vað gerði sér.

22. Egndi á öngul,
sá er öldum bergr,
orms einbani
uxa höfði;
gein við agni,
sú er goð fía,
umgjörð neðan
allra landa.

23. Dró djarfliga
dáðrakkr Þórr
orm eitrfáan
upp at borði;
hamri kníði
háfjall skarar
ofljótt ofan
ulfs hnitbróður.

24. Hraungalkn hlumðu,
en hölkn þutu,
fór in forna
fold öll saman;
sökkðisk síðan
sá fiskr í mar.

25. Óteitr jötunn,
er aftr reru,
svá at ár Hymir
ekki mælti,
veifði hann ræði
veðrs annars til.
Hymir kvað:

26. „Mundu of vinna
verk halft við mik,
at þú heim hvali
haf til bæjar
eða flotbrúsa
festir okkarn.“

27. Gekk Hlórriði,
greip á stafni
vatt með austri
upp lögfáki,
einn með árum
ok með austskotu
bar hann til bæjar
brimsvín jötuns
ok holtriða
hver í gegnum.

28. Ok enn jötunn
um afrendi,
þrágirni vanr,
við Þór sennti,
kvað-at mann ramman,
þótt róa kynni
kröfturligan,
nema kálk bryti.

29. En Hlórriði,
er at höndum kom,
brátt lét bresta
brattstein gleri;
sló hann sitjandi
súlur í gögnum;
báru þó heilan
fyr Hymi síðan.

30. Unz þat in fríða
frilla kenndi
ástráð mikit,
eitt er vissi:
„Drep við haus Hymis,
hann er harðari,
kostmóðs jötuns
kálki hverjum.“

31. Harðr reis á kné
hafra dróttinn,
færðisk allra
í ásmegin;
heill var karli
hjalmstofn ofan,
en vínferill
valr rifnaði.

32. „Mörg veit ek mæti
mér gengin frá,
er ek kálki sé
ór knéum hrundit;“
karl orð of kvað:
„knákat ek segja
aftr ævagi,
þú ert, ölðr, of heitt.

33. Þat er til kostar,
ef koma mættið
út ór óru
ölkjól hofi.“
Týr leitaði
tysvar hræra;
stóð at hváru
hverr kyrr fyrir.

34. Faðir Móða
fekk á þremi
ok í gegnum steig
golf niðr í sal;
hóf sér á höfuð upp
hver Sifjar verr,
en á hælum
hringar skullu.

35. Fóru-t lengi,
áðr líta nam
aftr Óðins sonr
einu sinni;
sá hann ór hreysum
með Hymi austan
folkdrótt fara
fjölhöfðaða.

36. Hóf hann sér af herðum
hver standanda,
veifði hann Mjöllni
morðgjörnum fram,
ok hraunhvala
hann alla drap.

37. Fóru-t lengi,
áðr liggja nam
hafr Hlórriða
halfdauðr fyrir;
var skær skökuls
skakkr á beini,
en því inn lævísi
Loki of olli.

38. En ér heyrt hafið, –
hverr kann of þat
goðmálugra
görr at skilja? –
hver af hraunbúa
hann laun of fekk,
er hann bæði galt
börn sín fyrir.

39. Þróttöflugr kom
á þing goða
ok hafði hver,
þanns Hymir átti;
en véar hverjan
vel skulu drekka
ölðr at Ægis
eitt hörmeiti

16. Kafli

Efnisyfirlit

 

Þór og Loki í Jötunheimum

Grímur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenell

14. Þór og Loki í Jötunheimum

Þessi skemmtilega saga hefur eflaust glatt einfalda áheyrendur. Hún er augsýnilega um atburð í jarðarsögunni þegar frostvindar ríktu, ásamt lækkandi vatnsborði, þegar ísar norðurskautsins færðust yfir meginlandið og tóku upp meira af vatni hnattarins. Á sama tíma varð breyting á stöðu Miðgarðsormsins — miðbaugsins, eða minnsta kosti halla Vetrarbrautarinnar. Það er engin vafi á að atburðurinn fjallar um ísaldarskeið, en hvaða ísöld er spurning.
Þessi þula hefur mikil líkindi með Hymir þulu (í næsta kafla) þar sem fjallað er um leit guðs að suðukatli. Í báðum þulunum efnir Loki til verknaðar sem vekur reiði Þórs við þann óheppna sem framdi verknaðinn, bóndasoninn — þann minni hring — sem braut beinið.
Eins og í Vafþrúðnismálum heimsóttu Þór og Loki jötnaheim, en það lýsir misskilningnum sem vitundin verður gjarnan fyrir í jötnaheimum. Við skynjum ekki hlutina eins og þeir í raun eru, allar vitundir, líka þær guðlegu, virðast slegnar glýju, sem er einkenni um að eiga tilveru í efninu.

15 Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________
Þór og Loki í Jötunheimum   -Úr yngri Eddu.

Einu sinni gekk ísöld yfir lönd og eyðilagði uppskeru og drap menn og dýr. Þór, ásamt Loka, gerðu ferð til að kvarta við jötuninn Hræsvelg, sem í gervi arnar skapar frostavinda yfir Miðgarð með vængjaþyt sínum. Þeir höfðu að sjálfsögðu tekið á sig aukakrók þar sem, eins og vitað er, vagn Þórs gat ekki farið yfir regnbogabrúna Bifröst, sem tengdi heim manna og guða, því eldingar vagnsins myndu kveikja í brúnni. Þeir fóru því yfir elfuna Efi sem var við mörk þessara heima, anda og efnis.
Í Miðgarði gistu þeir og nutu gestrisni fátæks bónda sem átti tvö börn, Þjálfa og Röskvu. Til að gjalda fyrir viðurgjörninginn slátraði Þór tveimur geithöfrum sínum, Tanngnjóstri og Tanngisni, sem drógu vagn hans. Hann bað gestgjafa sína að leggja beinin varlega óbrotin á húð þeirra að veislu lokinni. Meðan á veislunni stóð hvíslaði Loki að bóndasyninum að hann ætti að bragða á merg beinanna, sem hann sagði að hefði galdraeiginleika. Bóndasonurinn gerði eins og Loki sagði og braut bein til að sjúga merginn. Um morguninn lífgaði Þór skepnurnar við með því að slá hamri sínum á húð þeirra og sá þá að annar þeirra var haltur. Í ofsabræði hótaði þrumuguðinn að eyða allri fjölskyldu bóndans, en gamli maðurinn friðaði guðinn með því að bjóða honum börn sín sem þjóna hans. Varð úr að Þjálfi (hraði) fylgdi goðunum á ferð þeirra, en Röskva (ljós/vinna) varð eftir og beið komu þeirra til baka.
Nótt eina á ferð þeirra gistu þeir í undarlegum híbýlum sem í voru tvö herbergi, annað þeirra var mun stærra. Vegna mikilla hljóða í stærra herberginu færðu þeir sig í minna herbergið. Um morguninn er þeir risu á fætur og litu út sáu þeir að mikill risi svaf rétt fyrir utan, -húsið var hnefi hans og hávaðinn hrotur hans. Við hlið hans lá matarskjóða hans og þar sem þeir voru hungraðir reyndu goðin tvö að opna skjóðuna, en jafnvel Þór gat ekki leyst hnútinn á skjóðunni svo hann ákvað að vekja risann. Þrisvar sló hann hamrinum í höfuð risans en risinn rumskaði aðeins og muldraði eitthvað um flugur, en vaknaði ekki. Goðin hungruðu urðu á brott. Upp frá þessum degi urðu til þrír dalir sem klufu fjallið þar sem risinn svaf.
Að lokum náðu þessir tveir Æsir og Þjálfi að konungsríki jötnanna, en konungur þeirra var Útgarðaloki. Hér urðu goðin að leysa fjölmargar þrautir. Fyrstur þurfti Þjálfi að keppa í hlaupi við fráasta jötuninn og tapaði illilega. Næst var Loka, sem nú var orðinn verulega hungraður, boðið að keppa í áti við hvaða jötunn sem var. Hann tapaði líka, þó þeir hafi verið jafnir í að klára, því jötuninn hafði einnig étið trogið með matnum. Þór bauðst til að tæma hvaða drykkjarhorn sem væri, en hann tapaði einnig þegar honum tókst aðeins að drekka lítið borð á risatunnuna sem honum var færð. Næst var honum boðið að lyfta ketti jötunsins. Móðgaður að vera boðið svo auðvirðulegt verk gekk hann að kettinum en fann fljótlega að hann gat ekki meira en lyft einni loppu kattarins. Næst var honum boðið að glíma við hvaða jötunn sem var og honum mætti brosandi eldri jötnakerling og fljótlega í glímunni kom hún þrumuguðinum niður á annað hnéð.
Að loknum þessum óvirðulegu ósigrum var goðunum boðið að snúa til síns heima, í fylgd gestgjafa sinna hluta leiðarinnar,- sem — þegar þeir voru örugglega komnir úr jötunheimum — útskýrðu þær blekkingar sem þeir voru beittir. Þó Þjálfi hefði hraða eldingar þá gat hann aldrei haft við andstæðingi sínum, sem var Hugsun. Andstæðingur Loka var eldurinn sem ekki aðeins gleypti matinn heldur einnig trogið. Hornið sem Þór gat ekki torgað var Hafið, en jötnaheimur skalf þó af hræðslu því vötn höfðu lækkað verulega er hann drakk. Kötturinn var í raun Miðgarðsormurinn, Jörmundgandur, sem Þór hafði fært úr stað og gamla jötnakerlingin var Ellin, sú gamla öld sem fellir alla, jafnvel Æsa, þegar tíminn kemur.
Þegar Þór mun ljóstra hamri sínum í ógnarreiði til að hefna fyrir þessar blekkingar, 1mun hvorki sjást til gestgjafa hans né neinna borga á þeirri flatneskju sem mun teygja sig endalaust í allar áttir.
________________________________________

 

 15. Kafli

Efnisyfirlit

Vafþrúðnismál

Grímur Óðins – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

13. Vafþrúðnismál

Vafþrúðnismál er ein nokkurra sagna sem fjalla um hvernig sýndarheimur efnisins blekkir vitundina. Vafþrúðnir merkir „sá sem vafinn er í þrautir.“ Efnið fjallar um hve svikul skynfæri okkar geta verið. Hindúaritin leggja líka áherslu á þetta efni. Í Sanskrit er það sem sýnist kallað maya, merking orðsins  kemur af orðinu ma, sem merkir að mæla og vísar til alls sem er takmarkað, smátt eða stórt. Það tekur bæði til tíma og rúms og alls sem við sjáum og mælum. Aðeins óendanlegur heimurinn í eilífri tilvist, án upphafs og endis og óímyndanlegur getur í raun kallast raunveruleiki. Rúm og tími er í sjálfu sér sýndarheimur — óumflýjanleg fyrirbæri er líta endanlegri tilveru, Hann er mikill að umfangi sem við svo reynum að komast út úr kí vitundinni.

Það er mikilvægt að skilja að sýndarheimur þýðir ekki tilveruleysi. Sýndarheimur er til, sýndarhlutir eru til, því við erum umkringd þeim og erum hluti af þeim. Við tökum hluti sem gefna þó við skynjum þá ekki. Sem dæmi, þá segja vísindin okkur að efnið sé að mestu rýmd — litlar eindir sem hreyfast hratt í tiltölulega miklu tómu rúmi. Skynjun okkar sér þetta ekki þannig, en við véfengjum ekki að efnið sé byggt upp af atómum sem við höfum aldrei séð. Við horfum á fagurt sólsetur og sjáum rauðglóandi hnöttinn hverfa niður fyrir sjóndeildarhringinn, þó við vitum að hann hvarf átta mínútum fyrr því það tekur ljósið þann tíma að berast okkur 150 milljónir kílómetra um geiminn. Við sjáum rautt blóm, en í raun hafa blöð blómsins tekið allar geisla ljóssins í sig nema þann rauða. Það sem við sjáum er liturinn sem blöðin höfnuðu. Við skynjum hluti mismunandi, hvert og eitt. Það sem skynfærin senda til heilans er háð viðhorfi, skapi, skilningi og reynslu einstaklingsins. Því virðist sá er veit meira sýnst geta gert hálfgerð kraftaverk.

Engu að síður er hið sanna til staðar, sólkerfið er til og þekking um það til staðar. Í Vafþrúðnismálum, -sýndarþulunni,- er það guðsjálfið, Óðinn, vitundin sem gengur leitandi inn í efnisheiminn, um kosmísk hlið þess, til að hitta jötuninn Vafþrúðnir til að sjá „hvé Vafþrúðnis salakynni sé“ (3), því hin guðlega vitund öðlast (og nærist) af mjöð þekkingarinnar með því að ferðast um svið efnisins. Óðinn neitar að setjast á bekk í höll glýjunnar: vitundin á ekki heima þar.

Í fyrstu kvæðunum (11-19) er það Vafþrúðnir sem spyr Óðinn, efnið er upplýst og lífgert, vex og lærir af þeirri vitund sem kemur þar og kallar sig Gagnráð, -þann sem gefur góð ráð-, í seinni hlutanum er það Óðinn sem lærir, spyr jötuninn þar til að lokum að gesturinn upplýsir hver hann sé,- Alfaðir. Þetta er venjulega rás atburða í mörgum sögunum, þ.e. fyrst innblæs andinn orku og líf í efnið, skipuleggur og byggir formið sem hann mun dvelja í. Síðar er það efnið sem dregur sig inn á við og gefur andlegri náttúru vöxt og meiri fullkomnun með reynslunni. Þannig eru þessar tvær hliðar tilverunnar ávallt tengdar með sömu tilhneygingunni, tvær hliðar þess sama. Vitundin sem kom inn í heim jötnanna, jafnvel þó hún hafi tímabundið fests í vefi sýndarheims, mun eins og Vafþrúðnir segir um Njörð

„..í aldar rök, hann mun aftr koma,heim með vísum vönum.“ (39). Svo verður um alla.

Vafþrúðni er kennt og við áminnt um að tilvera goða og jötna er aðeins aðskilin með hinni straumhörðu elfu sem kölluð er Efi og engin ísbrú getur nokkurntíma brúað og hinn eilífi stríðsvöllur (lífið) þar sem hin eyðandi og byggjandi öfl takast á í manninum og náttúrunni eru þar ekki að ástæðulausu. Hér er guðinn að benda á þróunarveginn, að efnishlið tilverunnar getur öðlast aðgang að völlum goðanna.

Hér gefur jötnaheimurinn eftir visku sína við að Óðinn dregur fram sögu liðinnar sköpunar frá gestgjafa sínum. Kvæði 23 segir Mundilfara faðir sól og mána og segir um not þeirra fyrir mælingu tímans. Mundilfari er öxull sá er hreyfir okkar geim sem kallaður er Vetrarbraut. Í  kvæði 25 segir ekki aðeins af hreyfingu dags og nætur, heldur einnig af mánskiptum, en það er einnig nefnt í Völuspá. Þetta er lítil vísbending en við getum sagt að höfundar hafa haft þekkingu í stjörnufræði og árstíðaskiptum og talið það mikilvægt að setja þetta tímahylki í launsöguna. Kvæði 43 er merkilega upplýsandi í ljósi svars jötunsins,-

„.því at hvern hef ek,

heim of komit;

níu kom ek heima

fyr Niflhel neðan;

hinig deyja ór helju halir.“

að hann hafi verið níu heimar og komin úr heljarhöllum neðar Niflhel — kaos, óreiðu efnisins,- fyrir kosmos, reiðu efnisins.

Andstæðan við þetta er í kvæði 45:

„Líf ok Lifþrasir,

en þau leynask munu

í holti Hoddmímis.“

Líf og tilvist muni leynast í minni Hoddmímis (sólarinnar, -sálarinnar)  þegar Fimbulvetur ríkir, -þegar efnið er í hvíld og lífið er hjá guðunum (44). Þau munu njóta morgundaggarinnar og fæðast í nýjum komandi heimi. Hér sjáum við aftur að nýtt líf mun rísa úr dauða núverandi heimskerfa. Þeir sem nú eru Æsir munu verða leystir af hólmi af afkomendum þeirra og nýr Þór og nýr Óðinn (í mynd sonar hans Víðar), sem mun hefna föður aldanna,- „þess mun Víðarr vreka“ (53).

Í lokinn segir Óðinn hver hann er með því að spyrja hinnar ósvaranlegu spurningar —öllum ósvaranleg nema guði sjálfum.- Hverju hvíslaði Óðinn í eyra sonar síns, hins deyjandi sólarguðs? Við getum velt fyrir okkur hvaða leyndardómur það var sem Alfaðir fyrrum og nýrra heima hvíslaði.

 14. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

………………………………..

Óðinn kvað:

1.

„Ráð þú mér nú, Frigg,

alls mik fara tíðir

at vitja Vafþrúðnis;

forvitni mikla

kveð ek mér á fornum stöfum

við þann inn alsvinna jötun.“

 

Frigg kvað:

2.

„Heima letja

ek mynda Herjaföðr

í görðum goða;

því at engi jötun

ek hugða jafnramman

sem Vafþrúðni vera.“

 

Óðinn kvað:

3.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaða,

fjölð ek reynda regin;

hitt vil ek vita,

hvé Vafþrúðnis

salakynni sé.“

 

Frigg kvað:

4.

„Heill þú farir!

heill þú aftr komir!

heill þú á sinnum sér!

æði þér dugi,

hvars þú skalt, Aldaföðr,

orðum mæla jötun.

 

5.

Fór þá Óðinn

at freista orðspeki

þess ins alsvinna jötuns;

at höllu hann kom,

ok átti Íms faðir;

inn gekk Yggr þegar.

 

Óðinn kvað:

6.

„Heill þú nú, Vafþrúðnir,[1]

nú em ek í höll kominn

á þik sjalfan sjá;

hitt vil ek fyrst vita,

ef þú fróðr sér

eða alsviðr jötunn.“

 

Vafþrúðnir kvað:

7.

„Hvat er þat manna

er í mínum sal

verpumk orði á?

Út þú né komir

órum höllum frá,

nema þú inn snotrari sér.“

 

Óðinn kvað:

8.

„Gagnráðr ek heiti,

nú emk af göngu kominn,

þyrstr til þinna sala;

laðar þurfi –

hef ek lengi farit –

ok þinna andfanga, jötunn.“

 

Vafþrúðnir kvað:

9.

„Hví þú þá, Gagnráðr,

mælisk af golfi fyr?

Far þú í sess í sal!

Þá skal freista,

hvárr fleira viti,

gestr eða inn gamli þulr.“

 

Gagnráður kvað:

10.

„Óauðigr maðr,

er til auðigs kemr,

mæli þarft eða þegi;

ofrmælgi mikil,

hygg ek, at illa geti

hveim er við kaldrifjaðan kemr.“

 

Vafþrúðnir kvað:

11.

„Seg þú mér, Gagnráðr,

alls þú á golfi vill

þíns of freista frama,

hvé sá hestr heitir,

er hverjan dregr

dag of dróttmögu.“

 

Gagnráður kvað:

12.

„Skinfaxi heitir,

er inn skíra dregr

dag of dróttmögu;

hesta beztr

þykkir hann með Hreiðgotum;

ey lýsir mön af mari.“

 

Vafþrúðnir kvað:

13.

„Seg þú þat, Gagnráðr,

alls þú á golfi vill

þíns of freista frama,

hvé sá jór heitir,

er austan dregr

nótt of nýt regin.“

 

Gagnráður kvað:

14.

„Hrímfaxi heitir,

er hverja dregr

nótt of nýt regin;

méldropa fellir hann

morgin hvern;

þaðan kemr dögg um dala.“

 

Vafþrúðnir kvað:

15.

Seg þú þat, Gagnráðr,

alls þú á golfi vill

þíns of freista frama,

hvé sú á heitir,

er deilir með jötna sonum

grund ok með goðum.“

 

Gagnráður kvað:

16.

„Ífing heitir á,

er deilir með jötna sonum

grund ok með goðum;

opin renna

hon skal of aldrdaga;

verðr-at íss á á.“

 

Vafþrúðnir kvað:

17.

Seg þú þat, Gagnráðr,

alls þú á golfi vill

þíns of freista frama,

hvé sá völlr heitir,

er finnask vígi at

Surtr ok in svásu goð.“

 

Gagnráður kvað:

18.

„Vígriðr heitir völlr,

er finnask vígi at

Surtr ok in svásu goð;

hundrað rasta

hann er á hverjan veg;

sá er þeim völlr vitaðr.“

 

Vafþrúðnir kvað:

19.

„Fróðr ertu nú, gestr,

far þú á bekk jötuns,

ok mælumk í sessi saman;

höfði veðja

vit skulum höllu í,

gestr, of geðspeki.

 

Gagnráður kvað:

20.

„Seg þú þat it eina,

ef þitt æði dugir

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan jörð of kom

eða upphiminn

fyrst, inn fróði jötunn.“

 

Vafþrúðnir kvað:

21.

„Ór Ymis holdi

var jörð of sköpuð,

en ór beinum björg,

himinn ór hausi

ins hrímkalda jötuns,

en ór sveita sær.“

 

Gagnráður kvað:

22.

„Seg þú þat annat,

ef þitt æði dugir

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan máni kom,

sá er ferr menn yfir,

eða sól it sama.“

 

Vafþrúðnir kvað:

23.

„Mundilfari heitir,

hann er mána faðir

ok svá Sólar it sama;

himin hverfa

þau skulu hverjan dag

öldum at ártali.“

 

Gagnráður kvað:

24.

„Seg þú þat it þriðja,

alls þik svinnan kveða

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan dagr of kom,

sá er ferr drótt yfir,

eða nótt með niðum.“

Vafþrúðnir kvað:

25.

„Dellingr heitir,

hann er Dags faðir,

en Nótt var Nörvi borin;

ný ok nið

skópu nýt regin

öldum at ártali.“

 

Gagnráður kvað:

26.

„Seg þú þat it fjórða,

alls þik fróðan kveða,

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan vetr of kom

eða varmt sumar

fyrst með fróð regin.“

 

Vafþrúðnir kvað:

27.

„Vindsvalr heitir,

hann er Vetrar faðir,

en Svásuðr sumars.“

 

Gagnráður kvað:

28.

„Seg þú þat it fimmta,

alls þik fróðan kveða,

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hverr ása ellztr

eða Ymis niðja

yrði í árdaga.“

Vafþrúðnir kvað:

29.

„Örófi vetra

áðr væri jörð of sköpuð,

þá var Bergelmir borinn,

Þrúðgelmir

var þess faðir,

en Aurgelmir afi.“

 

 

Gagnráður kvað:

30.

„Seg þú þat it sétta,

alls þik svinnan kveða,

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan Aurgelmir kom

með jötna sonum

fyrst, inn fróði jötunn.“

 

Vafþrúðnir kvað:

31.

„Ór Élivágum

stukku eitrdropar,

svá óx, unz varð jötunn;

þar eru órar ættir

komnar allar saman;

því er þat æ allt til atalt.“

 

Gagnráður kvað:

32.

„Seg þú þat it sjaunda,

alls þik svinnan kveða,

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvé sá börn gat,

inn baldni jötunn,

er hann hafði-t gýgjar gaman.“

Valþúðnir kvað:

33.

„Undir hendi vaxa

kváðu hrímþursi

mey ok mög saman;

fótr við fæti

gat ins fróða jötuns

sexhöfðaðan son.“

Gagnráður kvað:

34.

„Seg þú þat it átta,

alls þik svinnan kveða,

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvat þú fyrst of mant

eða fremst of veizt,

þú ert alsviðr, jötunn.“

 

Valfþrúðnir kvað:

35.

Örófi vetra

áðr væri jörð of sköpuð,

þá var Bergelmir borinn;

þat ek fyrst of man,

er sá inn fróði jötunn

á var lúðr of lagiðr.“ [2]

 

Gagnráður kvað:

36.

„Seg þú þat it níunda,

alls þik svinnan kveða,

ok þú, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan vindr of kemr,

svá at ferr vág yfir;

æ menn han sjalfan of sjá.“

 

 

 

Valþþrúðnir kvað:

 

37.

„Hræsvelgr heitir,

er sitr á himins enda,

jötunn í arnar ham;

af hans vængjum

kvæða vind koma

alla menn yfir.“

 

Gagnráður kvað:

38.

„Seg þú þat it tíunda,

alls þú tíva rök

öll, Vafþrúðnir, vitir,

hvaðan Njörðr of kom

með ása sonum –

hofum ok hörgum

hann ræðr hundmörgum –

ok varð-at hann ásum alinn.“

 

Vafþrúðnir kvað:

39.

„Í Vanaheimi

skópu hann vís regin

ok seldu at gíslingu goðum,

í aldar rök

hann mun aftr koma

heim með vísum vönum.“

Gagnráður kvað:

40.

„Seg þú þat et ellifta,

hvar ýtar túnum í

höggvask hverjan dag;

val þeir kjósa

ok ríða vígi frá,

sitja meir of sáttir saman.“

Valþrúðnir kvað:

41.

„Allir einherjar

Óðins túnum í

höggvask hverjan dag,

val þeir kjósa

ok ríða vígi frá,

sitja meirr of sáttir saman.“

 

Gagnráður kvað:

42.

„Seg þú þat it tolfta,

hví þú tíva rök

öll, Vafþrúðnir, vitir,

frá jötna rúnum

ok allra goða

segir þú it sannasta,

inn alsvinni jötunn.“

Vafþrúðnir kvað:

43.

„Frá jötna rúnum

ok allra goða

ek kann segja satt,

því at hvern hef ek

heim of komit;

níu kom ek heima

fyr Niflhel neðan;

hinig deyja ór helju halir.“

 

Gagnráður kvað:

44.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaðak,

fjölð ek of reynda regin:

Hvat lifir manna,

þá er inn mæra líðr

fimbulvetr með firum?“

Vafþrúðnir kvað:

45.

„Líf ok Lifþrasir,

en þau leynask munu

í holti Hoddmímis;

morgindöggvar

þau sér at mat hafa,

en þaðan af aldir alask.“

 

Gagnráður kvað:

46.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaðak,

fjölð ek of reynda regin:

Hvaðan kemr sól

á inn slétta himin,

er þessa hefr fenrir farit?“

 

Vafþrúðnir kvað:

47.

„Eina dóttur

berr alfröðull,

áðr hana fenrir fari;

sú skal ríða,

þá er regin deyja,

móður brautir, mær.“

 

Gagnráður kvað:

48.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaðak,

fjölð ek of reynda regin:

Hverjar ro þær meyjar,

er líða mar yfir,

fróðgeðjaðar fara?“

 

 

Vafþrúðnir kvað:

49.

„Þríar þjóðár

falla þorp yfir

meyja Mögþrasis;

hamingjur einar

þær er í heimi eru,

þó þær með jötnum alask.“

 

Gagnráður kvað:

50.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaðak,

fjölð ek of reynda regin:

Hverir ráða æsir

eignum goða,

þá er sloknar Surta logi?“

 

Vafþrúðnir kvað:

51.

„Víðarr ok Váli

byggja vé goða,

þá er sloknar Surta logi,

Móði ok Magni

skulu Mjöllni hafa

Vingnis at vígþroti.“

 

Gagnráður kvað:

52.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaðak,

fjölð ek of reynda regin;

Hvat verðr Óðni

at aldrlagi,

þá er of rjúfask regin?“

 

Vafþrúðnir kvað:

53.

„Ulfr gleypa

mun Aldaföðr,

þess mun Víðarr vreka;

kalda kjafta

hann klyfja mun

vitnis vígi at.“

 

Gagnráður kvað:

54.

„Fjölð ek fór,

fjölð ek freistaðak,

fjölð ek of reynda regin;

Hvat mælti Óðinn,

áðr á bál stigi,

sjalfr í eyra syni?“

 

Vafþrúðnir kvað:

55.

„Ey manni þat veit,

hvat þú í árdaga

sagðir í eyra syni;

feigum munni

mælta ek mína forna stafi

ok of ragnarök.

Nú ek við Óðin

deildak mína orðspeki;

þú ert æ vísastr vera.“

[1] Vafþrúðnir,-Vefari blekkingavefsins

[2] „á var lúðr of lagiðr.“ Var á kvarnarstein lagður. Líkami Aurgelmirs/Ýmirs var mulinn í efni hins nýja heims.