Hvernig er norska stjórnarskráin?

Norska stjórnarskráin var upphaflega samin af Stjórnlagasamkomu og birt 17. mai 1814 að Eiðsvöllum. Hún hefur verið endurbætt nokkru sinnum síðan þá, síðast í febrúar 2007.

Hún skiptist í  fimm kafla (A, B, C ,D ,E) í samtals 112 greinum.

Fyrsti kaflinn A, -3 greinar:

Um að Noregur sé sjálfstætt ríki með takmarkaða konungsstjórn. Ríkjandi trúarfrelsi, en hin Evangelíska-lúterska trú sé opinber trú ríkisins og meðlimir hennar skyldir til að ala upp börn sín í siðum hennar.

Annar kafli B, -45 greinar:

Allar 45 greinar þessa kafla fjalla um konunginn, embætti hans, ráðgjafaráð hans, erfðir konungs, niða hans og skyldur þeirra. Ekkert af þessu á erindi til okkar íslendinga.

Þriðji kafli C, -37 greinar.

Þessi kafli  fjallar um kosningarétt manna  í 5 greinum, -um kosningafyrirkomulag og kosningar til Stórþingsins úr 19 kjördæmum um val á 169 þingmönnum og um kosningaútreikninga  í  7 greinum,-um þingmenn og hvenær Stórþingið er kallað saman og sett í 12 greinum,-um störf þingsins í 13 greinum.

Fjórði kafli D,-6 greinar:

Fjallar um dómsvaldið, í 2 greinum er fjallað um Ákærudómstól sem dæmir eingöngu í málum sem fjalla um brot á stjórnarskrábundnum ákvæðum og framin eru af meðlimum Stórþingsins, Ráðgjafaráðsins og Hæstaréttar. 4 greinar fjalla um skipan og vald Hæstaréttar.

Fimmti kafli E, – 21 greinar:

Fjallar almenn um mannréttindi, þar er að finna augljóslega tiltölulega ný ákvæði sem hafa verið tekin inn 2007. M.a er vernd gegn skuldurum fyrir þá sem hafa orðið gjaldþrota.  Skyldu ríkisins að hver maður geti lifað af vinnu sinni.  Ríkið er ábyrgt fyrir því að náttúrulegt umhverfi og auðlindir hennar skuli stjórnað með langtímasjónarmið í huga. Ákvæði um rétt Sama, um málfrelsi ofl.

Þar er einnig ákvæði um að Stórþingið verði að samþykkja með auknum meirihluta afsal hluta fullveldis til yfirþjóðlegs valds. Ákvæði um endurbætur á stjórnarskránni, þrjú samfeld þing eftir kosningar með 2/3 hluta atkvæða þarf til að breyta henni.

Engin ákvæði um þjóðaratkvæði eru í norsku stjórnarskránni.

…………………………………………………………………………………………………………………………..

Auðséð er að meginbreytingin á henni hefur verið um kosningafyrirkomulag og tiltekin mannréttindi sem nýrri tímar hafa krafist. Hún  ber þess merki að vera stagbætt og gamaldags eins og sú íslenska. Hún endurspeglar ekki þá þróun samfélagsins sem gerir Noreg að einu mesta lýðræðisríki heimsins. Það sýnir okkur að réttindi og lýðræðishefðir hér og í Noregi eru ekki endilega sprottnar úr texta stjórnarskrám landanna. Heldur hafa þær verið lagaðar eftir breytingum í samfélögunum.

Hvað vantar í stjórnarskránna? – Umhverfið.

Umhverfi.

Ákvæði um hafið,  loft og land.

Ákvæði um gæði og vernd umhverfisins eiga að tryggja að þau verði óskert til óborina kynslóða. Slík ákvæði eru stór þáttur af grundvallar mannréttindum kynslóða framtíðarinnar.

Hafið, lífríki þess og hafsbotn.

Hafið og hafsbotninn innan efnahagslögsögu landsins  á að vera  í eigu þjóðarinnar. Allri nýtingu gæða þess skal úthlutað gegn afgjaldi sem renni í ríkissjóð. Ákvæði verður að vera um að afnot þeirra sé byggð á vísindalegum grunni og sjálfbærni til að tryggja að besta þekking á hverjum tíma ráði nýtingu auðlinda þjóðarinnar.

Loft og vatn.

Andrúmsloft og vatn er forsenda lífs og grundvallarmannréttindi að hver maður hafi aðgang að þeim gæðum ómenguðum. Ákvæði um verndun þeirra  verður að vera í stjórnarskrá  til varnar lífríkinu. Spurning hvort setja eigi ákvæði um að vatnsveitur til almenninganota séu í eigu opinberra aðila. Slík stjórnarskrávarin ákvæði eru að koma inn í löggjöf nokkurra landa vegna misnotkunar og einkavæðingar vatnsréttinda.

Land og landsgæði.

Ákvæði um verndun gróðurs þarf að tryggja að framkvæmdir eða nýting þjóðlenda spilli ekki gróðurþekju lands eða vatnsforða.

Einnig þarf ákvæði í stjórnarskrá um eign og nýtingu þjóðlenda, þar með talin orkulinda með sama hætti og um auðlindir hafsins . Með er m.a styrktur lagagrunnur l. nr. 58/1998 um þjóðlendur, um eign og nýtingu þeirra.

Umhverfisvernd -Neytendavernd.

Ákvæði um umhverfisvernd hafs, lofts og lands eiga að vera skýr og ótvíræð á þann hátt að ekki megi menga þau á nokkurn hátt. Þessir umhverfisþættir eru forsenda fyrir  tilvist og endurnýjun  lífríkisins. Á forsendu slíkra ákvæða hefur löggjafinn sterkan grunn við verndunarlöggjöf.

Ákvæði um umhverfisvernd þurfa jafnhliða að taka til almennra umhverfissjónarmiða sem styrkja ákvæði laga m.a. um skipulagsmál og neytendmál.

Hvað vantar í stjórnarskránna?

Einstaklingarnir.

Ákvæði um mannréttindi þarf að skýra og styrkja frá því sem nú er.  Stjórnarskráin snýst um að skilgreina réttindi einstaklinganna og skipulag samfélagsins og þátttöku hans í því.

Frelsi,  jafnrétti og réttlæti er grunnur almennra réttarviðhorfa um mannréttindi og eru sjálfsögð, en sum ákvæði  mannréttinda þurfa  að vera ábyrgðarákvæði til að tryggja aðkomu ríkisins að sérstökum réttindum, t.d. barna ,fatlaðra, aldraðra og annarra sem minni máttar eru í samfélaginu.

Barnavernd.

Börn eru viðkvæmur og sérstakur hópur í samfélaginu sem verður að njóta sérstakrar verndar. Ákvæði um barnavernd þurfa að vera skýr í stjórnarskránni  um skyldu ríkisins til að tryggja velferð þeirra og réttindi eins og best verður á kosið og aðstæður ógni því ekki á nokkurn hátt.

Fötlun, öldrun, vanhæfi.

Tyggja þarf þeir þegnum sem vegna hverskonar fötlunar, öldrunar eða vanhæfis að öðru leyti geti notið kosta samfélagsins á jafns við aðra.

Á að setja sérstök ákvæði í stjórnarskránna sem staðfesta það sem okkur þykir sjálfsagt, t.d.:

Að íslenska sé eina opinbera tungumál íslenska lýðveldisins?

Að Ísland tilheyri íslensku þjóðinni?