Framtíðarland.

Þú býr við lagarbrand

bjarglaus við fögru fossasviðin,

fangasmár, og nýtir lítið orkumiðin,

en gefur eigi,

á góðum degi,

gull við fossaband?

 

Vissirðu, hvað Alcan vann til hlutar?

Álverið þeirra of smátt, Alcoa er utar.

Hve skal lengi

draga, stjórnardrengir,

dáðlausir, að álvæða orkuland.

 

(Tilbrigði við Aldarmótaljóð Einars Ben.

SS©2003

Gáta

Leggur lífsins kvöð,

í tilviljun og röð,

við teigum þann mjöð.

Brestir lífsins, boðaföll,

frá mönnum berast harmaköll,

– óma þungt í jarðarhöll.

 

En viljinn upphefur þann,

sem stefnir í betri mann,

vindinn sveigir í mátt,

og takmarkið í sömu átt,

brýtur verk, lýkur mynd,

byggir aftur, – sömu synd ?

 

Lífið færir þig örlítið nær,

og þú finnur máttinn,

sem fegurð ljær

og fullkomnun nær.

 

SS © 2002