Á víðum akri
á völlum heims
vindurinn bylgjar grasið
á þeim velli, lítið strá
dansaði þar með öðrum.
Með titrandi hendi
ég gríp það strá
sem fyrir sigði fellur,
stráið er ég
með sigðina í hinni hendi.
SS ©1975
Á víðum akri
á völlum heims
vindurinn bylgjar grasið
á þeim velli, lítið strá
dansaði þar með öðrum.
Með titrandi hendi
ég gríp það strá
sem fyrir sigði fellur,
stráið er ég
með sigðina í hinni hendi.
SS ©1975
Heimska og fáviska
eru stjúpur
þær byggja múra
og byrgja sýn
eflast saman
og afla vina.
Viska og þekking
eru systur
þær brjóta múra
og opna sýn
ganga saman
liðsfáar.
Vaknar þekking
og viskan há
er hugur og vit
fella saman
hönd og verk.
SS ©1997
Fortíð,
örlaganna veg vefur
í mál, hug, hönd,
gönguna hefur.
Nútíð,
reirð gömlum böndum,
bindst á ný,
nýjum löndum.
Framtíð,
gyrt viljans mætti,
bregður sverði á
slitna þætti.
SS © 1993