Maður sem dó (í minningu Kristjáns)

Það var daginn sem maður dó,
að líf mitt breyttist.
Ég varð sár og svikinn,
að missa af manni sem dó.

Það var þá sem ég skildi,
hve lítið ég vissi um lífið
og því sem eftir fór.

En ef þú vilt syrgja góðan mann,
græturðu vegna heimsins,
því heimurinn missti góðan mann,
en maðurinn ekki heiminn.

 

SS © 1974

Stundin.

Undarlega stund,

lifir nú í lófa mér

hljóð,með mikla lund

en aldrei aftur.

 

Hún systir þín

var hér áður

seiðandi alda,

seytlaði milli fingra mér.

 

Sérhver stund

stundum lág og líka há

sífellt hraðar,

líður alltaf,alltaf hjá.

 

Ávalt dýrmæt

en líka gleymd,

því,önnur er komin

fyrir þá sem var reynd.

 

Stríðar stundir

sem ár og fossar,

hafa hrundið lífinu,

í gegnum mig.

 

Hafðu ráð,

krepptu hnefann,

þetta er stundin

sem er nú.

 

SS ©1976