Tíundi fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

10. Fyrirlestur

Kæru bræður mínir

Á síðasta sunnudag upplýsti ég ykkur um að maðurinn verður að ná sannindum um að vita hvað hann er, í þeim heimi sem hann lifir í. Í stuttu máli, verður hann að skilja náttúru þess hjóls sem hann snýst í og er kallað í Sanskrit, hjól Samara. Þetta orð er komið af rótinni Sru, að hreyfa, og gefur til kynna hjól sem snýst, hið mikla hjól síbreytilega lífs, sem mannverur hafa verið kallaðar til að vinna á, og mega ekki yfirgefa, vegna samhyggðar og hlýðni við lögmál einingar sem snertir alla sem eru samferða, það er það sem allir sannir fræðarar og Sri Krishna kenna. Kennarinn gefur þessa fræðslu með sérstökum hætti sem við ættum allir að íhuga. Hann segir: „Allir þættir koma frá fæðu og hún kemur frá regni. Regnið kemur frá náttúrunni, og hún úr Karma. Karma frá Veda og hún úr eilífðinni.“ Hér sjáum við sjöskipta sviðið sem samanstendur af bhootas, eða hinu birta efni á öðrum endanum og hinu eilífa óbirta efni á hinum endanum. Ef við skiptum þessum sjö þáttum eftir guðspeki kerfinu, hinni lægri fernd sem stjórnað er hinni hærri þrenningu, sjáum við formið, fæðu, regn og náttúruna sem lægri ferndina, og karma, Vedu og hið eilífa efni sem hina hærri þrenningu. Hið eilífa efni fyllir allt rými, er söngur heimanna og er upphaf allra lögmála tilverunnar (karma) sem stjórna þróun heima og lægri ferndinni, sem á upphaf sitt í yagna — þróunarandanum sem tengir hið lægra og hærra, eða í stíl Purana, andinn sem leitast við að bæta við samræmi hins óbirta, með því að gefa því svið sem er í ósamræmi, svo það vinni á því og skapi eigin mikilfengleika. Þessi andi yagna sem vinnur að því að mynda form sem gefur og myndar Parjanya, regnið. Orðið Parjanya er tengt regni og andanum sem hefur það hlutverk að mynda regn. Það má kalla það anda úðunar, því að á mörgum stöðum í Upanishadis ritunum er regni lýst sem útgufun eða sviti Yagna-Purusha.

2. Þetta er sýnilegasti þáttur Samara hjólsins og ég mun ekki reyna frekar að skýra það, þar sem slík útskýring verður aðeins endurtekning á því sem áður hefur verið sagt og ónauðsynleg ef við íhugum það sem drottinn Krishna segir að það sé mikilvægt að maðurinn telji sig ekki týndan syndara, því hann verði að fylgja eftir verkum sínum á hjóli Samsara, sem er snúið af milljónum. Þetta er yoga staða manns sem vill reyna að ganga hærra, þekkir sannleikann og lifa fyrir hann. Sankhya (frelsun fyrir þekkingu) þáttur slíks manns ef gefin af kennara hans og er algjörlega óháður glaumi heimsins og þar afleiðandi sjálfstæður í sannri leit sinni, sem beinist inn á atmíska sviðið og er því óhæfur til að þjóna veraldlegum hlutum. Samræming þessa Sankhya huglægu stöðu og yoga athöfnum, segir Sri Krishna „ starfaðu ó Arjuna, gerðu ávallt skyldu þína í heiminum og samtímis vendu þig af öllum löngunum það er aðeins slíkur óeigingjarn verkamaður sem nær hinu háleita markmiði.“ Vinir mínir, köllum slíkan mann sem vinnur óeigingjarnt fyrir heiminn og eflir visku sína, Nishkama Karma-yoga, eða sannan yoga, og hvenær sem þetta nafn er nefnt, má tengja það við Sankhya, yoga, og yagna. Sri Krishna segir veg sanns yoga, sé vegur sem allar miklar sálir hafi gengið í fortíðinni. Hin mikli Rajarshi Janaka, meistari og vígjandi hina fornu Bramhina gekk sama veg, leiðin sem liggur um svið mannlegrar þróunar til sannleikans, og af hverju ætti Arjuna og aðrir leitendur ekki að þræða þann sama veg og hinir fornu?

3. Það er önnur ástæða af hverju Arjuna og aðrir greindir menn af þessari stétt ættu að ganga þann veg hinna fornu vísinda, og sú ástæða er kölluð fordæmi, áhrifin sem greindir menn bera með sér meðvitað eða ómeðvitað. Ef mannleg tilvera er tengslanet og ef engin maður getur hreyft sig í því neti án þess að afleiðingar þess hreyfi við öðrum, þá fylgir því að maður sem lyft hefur sér yfir nágrenni sitt með góðum eiginleikum og vitsmunum, hefur af þeim sökum sérstaka ábyrgð vegna stöðu sinnar. Hver hreyfing hans innan netsins hefur áhrif á þá sem eru næstir honum og það er því hluti af skyldum hans að gæta að því að framferði hans gefi sem best áhrif. Framferði slíks manns er fordæmi fyrir aðra og mikil er karmísk skuld þeirra sem eru í leiðandi stöðu, fyrirmyndir og fræðarar, sem viðhalda eitri eigingirninnar og gæta ekki að leið samferðamenn og nema að réttu hugarfari og athöfnum. Sri Krishna segir að enginn andlegur fullkomleiki og viska geti geti komið í veg fyrir karmíska ábyrgð og hún verði hlutfallslega meiri við þá stöðu. Hann bendir á sjálfan sig, sem heimsins æðsta engil, og segir; „Arjuna, það er ekkert í hinum þremur heimum sem ég hef ekki þegar öðlast eða leiti eftir, en samt er ég enn á Karmabraut. Ef við hugsum okkur í augnablik að æðsti gúrú heimsins gangi veg athafnaleysis,- myndu allir menn fara að því fordæmi og niðurstaðan sú að málefni heimsins yrðu óreiða og heimskir bókstafsmenn myndu eyðileggja siðgæði manna. Þess vegna starfa ég Iátlaust og af hverju gerir þú ekki eins Arjuna.“

4. Í tengslum við þetta heilræði að vinna látlaust að velferð manna á efnis- hugar- og andlega sviðinu, gefur Sri Krishna einnig annað heilræði sem hindúar og guðspekingar ættu að íhuga vel „ Þú átt ekki að koma á ruglingi á heimsins venjum, heldur halda þig fast við veginn og vinna eins og athafnirnar geti leitt til betri árangurs. Fíflið og vitringurinn eru ekki ólíkir í aðferðum verka sinna, eins og í hugarþáttum athafnanna, fíflið er rekið áfram af löngunum, en vitringurinn laus við þær.“ Ég held að þetta ráð sé alveg tilvalið fyrir okkur á öllum sviðum í störfum okkar fyrir samferðamenn, en þó aðeins ef við höfum í huga hið góða sem markmið og að kynna nauðsyn þess að vinna vitsmunalega í þessu mikla fljóti mannlegra hugsana og athafna. Fyrir utan þá menn sem hafa þjónað sem forði hærri áhrifa og hafa þar af leiðandi rofið stífluna sem umkringdi löndin á tímamótum heimstímabila, er mér til efa að nokkrir umbótamenn hafi nokkurn tíma aukið hamingju mannkynsins. Ef við tengjum þetta Guðspekihreyfingunni og fylgismönnum hennar á Indlandi, er besta leiðin að skilja Indland eins og það er nú, trúarbrögð og siði, og tengja og skoða indverskra hugsun og athafnir í ljósi guðspekinnar og að sú hreyfing geti af sér betri dögun nýs 5000 ára heimstímabils. Í fyrsta lagi er rétt að skilja að hlutverk Guðspekihreyfingarinnar er ekki aðeins að fullnægja einstaklingsleit, heldur stöðugu verki að eflingu mannkynsins til andlegs þroska. Ég þarf að koma að karmíska lögmálinu, að hver maður rís hærra í hlutfalli við ærlega viðleitni sína á veginum, og engin maður þarf að hafa áhyggjur af sjálfum sér, því það er öruggt að karma og meistararnir líta til með. Hver guðspekifélagi á aðeins að hugsa um hvernig hann eigi að starfa svo besti árangur náist á indverskan almenning og það verði lifandi raunveruleiki hinna fornu Brainha-Vidya og vísindaleg nauðsyn fyrir siðferðislega hegðun, til velferðar mannkynsins í framtíðinni. Það mikilvægasta er að lifa guðspekilegu lífi, eða eins og við getum kallað yagníst líf, því án þess, er allt annað einskins vert. Að ræða æðstu visku, en haga sérsvívirðilega á hver guðspekingur að varast, þó það framferði sé algengasta framkoma flestra indverskra umbótamanna.

Í lífi guðspekings þarf að vera umburðalyndi gagnvart siðum heimsins, sérstaklega í löndum eins og Indlandi sem hafa sérstakt samband við Mahatma bræðralagið vegna þess að vera Karma bhoomi þessa heimstímabils. Það er eftirtektarvert að á langri æfi hafa orð eða athafnir H. P. B. aldrei andæft nokkru um acharams, eða aðferðum sem hinir fornu Bramhanar komu á fót. Hins vegar eru margar tilvitnanir sem styðja og hampa þeim miklu mönnum sem komu þeim á, sem hægt er að sjá í ritum hennar.

5, Við þessar aðstæður, ímyndum okkur að einhver guðspekingur héldi á lofti völdum orðum úr „Secret Doctrine“ og „Isis Unveiled“, og predikaði um Fohat og Karma og notaði hvert tækifæri til að niðurlægja Bramhani sem fylgdu í blindni hinum gömlu lífsháttum. Ímyndum okkur að guðspekingurinn gerði lítið úr helgum skyldum Sandhya Vandana, eða skyldu um að taka morgunbað, fara með bænum og möntrum, sem er krafist af okkar fornu lögmálsgjöfum, og hver yrði niðurstaðan af slíkri predikun? Hún yrði ekkert annað en harmur fyrir hann og Guðspekihreyfinguna sem hann svo illa misskyldi. En í stað slíkrar heimsku, gerum ráð fyrir að sannur upplýstur guðspekingur tæki að sér guðspekilegt starf. Hann myndi í stað predikunar útskýra hvernig töfraeiginleikar kalt morgunbaðs og einbeiting hugar í tilbeiðslu til ljóss er andstæðan við myrkrið. Þessir siðir fylla það sem er fylgt af blindri trú, lífsanda, sem endurnærir morgunstundir með heitum ímyndunum, um að fara frískur til verka og gera þá hluti sem honum er ætlað. Slík verk sem unnin eru af mörgum mönnum til að leysa vandamál á andlegum, hugar-, samfélags,- og efnissviðum, munu eftir tilhlýðilegan tíma gera marga aðra að betri mönnum og þannig verður karmískt ástand mannkynsins bætt. Guðspekihreyfingin mun þannig skila hlutverki sínu og sigurvegarar í nafni hennar mega njóta þess heiðurs, en ekki fyrr en þá. Í þessum anda hvetur Sri Krishna Arjuna til að synda með straumi heimsins og smita þann straum með eins miklum ilmi síns óeigingjarna lífs.

6. Eftir að hafa sett fram við Arjuna hið óumræðanlega mikilvægi þess að lifa óeigingjörnu lífi meðal manna, upplýsir kennarinn leyndardóm lífs Yagna, leyndardóm sem án skilnings og athafna, leiðir ekki til sannleikans, né er hægt að komast hjá karmískum afleiðingum glaums eða tára. Ég veit ekki hvort það leyndarmál er skiljanlegt í nútíðinni þeim mörgum sem snúast í hinni miklu hringiðu efnishyggjunnar, sumir hverjir undir áhrifum hryllilegra martraða og aðrir dansandi af gleði undir söng Bakkusar sem reynir að fanga eyru manna og halda þeim föngnum. Að lifa í efnislíkama, en samt ekki, er máltæki sem verður að vera vel skilið áður en hann gengst undir heimsspeki Bagavat Gita og „Voice of Silence“, það sama á við um það sem Sri Krishna segir; „það er aðeins fífl sem er undir áhrifum eigingirni, Ahancara, sem heldur að hann ráði eigin karma, sem ræðst af þróunarþáttunum, Prakritic gunas.“ Ef við skoðum betur þessa hugmynd, hin raunverulega sál eða jiva, verðum við að aðgreina frá líkamanum það sem sálin lifir í. Eins og eilífðarfugl sem lifir í líkömum sem laga sig að aðstæðum í tímans rás. Við getum öll munað eftir atvikum í lífum okkar, þegar við vorum neydd til að horfa niður á líkama okkar og sjá hann sem uppleysta hreyfingu, hvort sem var á dánarbeðum eða við aðrar eðlilegar aðstæður, það skilur eftir sig áhrif á mannlega huga um hversu tímabundin allir hlutir eru í efninu. Í slíkum tilvikum leitar hugurinn til síns sanna eðlis, lægri skilningsstöðvarnar skammast sín að syngja sínar venjulegu nótur í viðurvist aflsins sem gaf þeim líf. Það kann að gerast að sumir finni sig eins og engil ljóss sem bundinn er við skugga, eða sem hræ Promotheus fyrir gammanna, eða sem „ljósgeisla hreinan að innan, en leirhjúp hið ytra.“ Í þessu ástandi aðskilnaður manns frá skynjunarþáttunum í jarðlífinu, finnst honum hann gegna því af skyldu og vegna lögmála lífsins, en ekki vegna persónulegra langanna. Til dæmis þegar maður borðar í þessu andlega ástandi, lítur hugur hans á það sem athafnaþörf líkamans eins og hjá dýrum merkurinnar. Sú skepna getur ekki aðeins étið, heldur hlegið, talað og sungið og heyrt, á sama tíma og sálin finnur sig sem meistarinn sem heldur í strengi lífsins og stýrir dýrinu í lífsdansinum, eins og indverskur betlari með uppá klæddan apa sem sýnir listir sínar.

7. Þessi algeri aðskilnaður meistarans frá dýrinu verður vegna hins eilífa karma lögmáls og er einn þátta yagna lífs sem ætlað er að fara aftur til sannrar uppsprettu lífsins. Það er eðli yagnísks lífs. Annar mikilvægur þáttur er ævarandi gleði í að gegna skyldum til góða fyrir mannkynið. Það ætti ekki að vera þungi yfir jarðaförum, í ljósi þess að hin hugsandi sál ræður sjálf aðskilnaðinum frá efnislíkamanum. Yogi og sannur guðspekingur ættu að vera kátir og muna hina gullnu reglu. Hann á að hafa í huga að hann er órjúfanlegt virki sem, engir heimsins óvinir samanlagðir geta unnið, segir í öðrum kafla Bagavat Gita. Breytingar geta haft áhrif á skuggalandið, en geta engu ráðið yfir hlutum sem hafa eðli sitt í hinu óumbreytanlega. Efldir af vissu um hið sanna og ósanna, og innri gleði, geta þeir gengt jarðneskum skyldum sínum eins og sannir bræður gera, en dvalið engu að síður í landi ljóssins. Hann getur snætt eins og allir aðrir, en það leggur engin bönd á hann. Hann borðar aðeins til að viðhalda líkamanum, því líkaminn er fyrir menn, uppruni Dharma, eins og segir; ‘K W^ ^ ^^ISW.- Nema í tilfellum meistara heimsins, líkaminn er aðeins verkfæri sem nýttur er til að hjálpa öðrum, þess vegna ættum við að gæta hans vandlega og hreinum í öllum skilningi, eins og yogum, eða Bramhinum er sagt að gera í Smritis, eða siðareglunum. Líkaminn er því Dharma kshetram (lifandi musteri), eins og getið er um í Pouranikas og vísað er til í fyrsta versi Bagavat. Gita. Á stærra sviðinu, er jörðin, Bharata Yarsha, þetta lifandi musteri, Dharma kshetram, fyrir allt mannkynið og þar er hin mikla barátta um Maha Bharata (jörðina) háð. Í ljósi þess sem ég hef sagt, hugsið vel um þá borðsiði sem sem Bramhinar er sagðir verða að tileinka sér, Bramhan, eða hver sé merking þess að vera yogi, hvað þýðir að vera Bramhini, hvað á að leggja sér til munn og hvað ekki, ekki vegna þeirrar ánægju, heldur vegna tengsla þess við yagna lífsins sem honum er ætlað gegna. Að borða er því yagnískur siður hjá honum, þó það veki hlátur hjá þeim sem líta á matarborðið og hvílur sem upphaf og endir alls. Tilgangur þessa er að þetta verkfæri mannsins geti verið hluti hinnar ytri náttúru og gefi af sér eins og því er mögulegt, fyrir stöðuleika og heilla fyrir heildina. Að borða er því Pranahuti, eða framlag til elds hins ytra lífs sem viðheldur hinum fimm pranas, eða hinu nauðsynlega andrúmslofti sem er birting fimm óhlutlægu þátta þess og undirstaðan og myndar það sem er kallað tólfflötungur Alheimsins.

8. Snúum okkur aftur að Gita. Sri Krishna bað lærisveina sína ekki aðeins að lifa í líkamanum en utan hans, heldur einnig að samsama þeirra eigin sál við hann, hinni algeru sál og Purusha (kosmíska manninum) Alheimsins, sem hefur hið eilífa ljós, eða hið óskilgreinda kosmíska efni sem líkami og kosmos, þróunarlögmál, lífslögmálið, hin algera hugsun. Ég hef þegar áður upplýst ykkur um að hver mannleg sál er geisli hins óbirta Logos, eða Sri Krishna í kjarna sannleikans. Sem hjarta mannsins er miðja lífsins í líkama hans –miðja orkuhringrásarinnar, er Sri Krishna, eða hinn algeri Purusha (kosmíski maður), andi hins eina í Alheiminum, andi hjarta Alheimsins sem leitast við að birta sig í gegnum hina mörgu (hin eini og hinir mörgu sem einungis geta átt tilvist sem heild), því í hringrásinni sem er andi hinna mörgu, er hver sálarmiðja sem skýr geisli hins eina og hefur gengið í gegnum þróunina í það sem við þekkjum sem mann. Andi hins eina er hin algera fórn hins kosmíska manns, Yagna—Pursha, og stjórnar (yajamana) hinni alheimslegu fórn (yagna) á sama hátt og hver mannlegur geisli er stjórnandi (yaja-mana) þeirra fórnar (yagna) sem er mótuð af henni sjálfri og er hluti hinnar stærri fórnar. Hver maður sem er ákafur í að lifa fórnarlífi, verður því í hverri athöfn að muna að hún er geisli frá hinu eina og miðju Alheimsins. Hver maður er því sendiboði hins sanna eilífa manns, Purusha, og það sem hver athöfn manns verður að vera athöfn sendiboðans og þjónusta við meistara hans, leggur Sri Krishna áherslu á að sýna auðmýkt, og þið vitið um hina fornu staðhæfingu að sannleikurinn er aðeins fyrir þá sem eru auðmjúkir í hjarta. Það er mikilvægasti þáttur Bramharpana karma, eða það karma sem við gerum fyrir Bramha (Skaparann). Þetta er eini þráðurinn sem maður verður að fylgja og reisa sjálfan sig upp til sannrar tilveru, hinnar eilífu fórnar heimsins, menn, lausir við freistingar langanna en vilja færa fórn fyrir aðra menn og leiða þá til lögmálsins og á tind hins gullna fjalls.

9. Annar þáttur nefnir drottinn Krishna og við ættum að íhuga vel. Þegar Arjuna íhugar að gerast einsetu Bramhini og betlari fremur en að taka að sér hlutverk herstjórnanda, Kshatriya, og verða valdur að blóðúthellingu á stríðsvellinum, segir meistarinn „ hlutverk hvers er það besta fyrir hann, þó það sýnist ekki gott fyrir aðra. Það er betra að deyja við að ljúka því hlutverki og fagna nýjum áskorunum.“ Í ljósi þessa sannleika að það er ekki verkið, heldur það sem að baki því liggur sem skapar örlög manns og skapar ánægju og sorg heimsins, er þessi staðhæfing skiljanleg. Staða Kshatriya er jafn mikilvæg fyrir heill heimsins eins og staða Bramhina, og þeir tveir geta ekki staðið án Vysya og Sudra (stéttirnar fjóra á Indlandi). Allar þjóðir heimsins, með sína eigin skiptingu, þekkta eða óþekkta sundurgreiningu, má líta á sem birtingu heimssöngs Vedu — hins algera máls. Hver þjóð hefur eigin tilgang og hver hluti hennar hefur einnig sinn eigin tilgang. Í okkar eigin landi, er hver stétt algjörlega ómissandi fyrir heildina og allar fjórar stéttirnar eru í sömu tengslum við miðju ferningsins —Mahatmíska viskutréð annars vegar, og Yajamana, eða hin sanna mannlega sál hins vegar — Hin sanna sól tilheyrir Mahatmas með sanni. Hugsum um hinar fjórar stéttir sem fjóra potta í garðinum samtengda og sem gefa hver öðrum styrk og skapar samræmi sem heild, en ekki af einstökum manni sem öfundar nágranna sig og segir „Ó! Hann hefur það betra en ég“, heldur með því að hver maður leggi alla orku sína í starf sitt og fullkomna ánægju, og ef mögulegt í ljósi hærri fræðslu sem segir: „ skyldur stéttanna tilheyra skuggasviðinu og sá sem gerir skyldu sína í lífinu í fullkominni hlýðni við karma lögmálið, rís hærra en sú stétt.“ Maður í Sudra stétt sem gerir skyldu sína samkvæmt lögmálinu og í ljósi hærri þekkingar er jafn velkominn til meistarans eins og Bramhini sem gerir skyldu sína. Þegar Sudra predikar rangar kenningar eins og; „drekkið líter af víni og bætið við ögn af ópíum í munninn þá leitar heili ykkar upp og þið sjáið mann, geisla drottins Siva“ eða þegar Bramhini hugsar og hagar sér; “Ég er bramhini og þessi maður er heimskur Sudra“ þá eru þeir báðir plága í samfélaginu og hamingju þess. Allt ósamræmi í stéttaskiptingu leiðir af sér óhamingju og er afleiðing af of mikilli áherslu á efnislífið sem leiðir af sér veikari púls hærri gilda. Ekki er hægt að leysa samfélagsleg vandamál nægilega vel nema að leita lausna í hærri gildum mannsins og því samræmi sem hann leitar. Lausn sem hafnar hærri gildum og leitar einfaldari aðlögunar í efninu, munu ekki endast og birtir veikleikanna í verkum sínum.

10. Stéttirnar eru innan litrófs hinna fornu Hindu trúarbragða, eins og trúarbrögð eru innan allra hugsanaforma heimsins. Í ljósi þess sem ég hef sett fram hér að framan, mun það verða skýrt að þegar stofnanir trúarbragðanna munu vinna í sönnum anda kenninga sinna, og leiða fram í hærra ljósi undirstöður sannra vísinda lífsins og sameiginlegan brunn allra trúarbragða —hins forna Bramha Vidya, eða nútíma guðspeki, mun maður öðlast ró og frið. Kristnir sem vinna að trúboði hér á landi og vilja skipta Krishna út fyrir Krist, skapa meiri skaða en gott, og þið vinir mínir, íhugið og meðtakið visku hinna fornu Bramhinar sem sögðu; “ látum ekki verða umskipti á Hinduism.“ Tökum eftir með nokkurri ánægju að Hindúismi hefur ekki enn stundað trúboð í öðrum löndum né skapað stríð og hatur með blóðsúthellingum. Ef við íhugum þá staðreynd að trúarbrögð eru aðeins hugsanaform með leiðbeiningum um framferði fyrir menn og að hin sönnu vísindi náttúrunnar eru framar öllum slíkum formum og öll trúarbrögð eru aðeins greinar á hinum sameiginlega stofni. Sri- Krishna, segir; — „Þitt eigið Dharma (eiginmótun), jafnvel þó það sé laust við allt gott, er betra en annarra (Dharma) fyrir þig.“ Sá sem breytir einhverjum hluta Dharma fyrir annað, skiptir út formi fyrir efni og slíkur misskilningur getur að lokum leitt til verulegra vandræða eins og sjá má hjá nokkrum þekktum trúarofstækismönnum.

11. Ef við hlustum á orð Sri- Krishna, orð sem leggja mikla áherslu á uppgjöf persónulegra langana (kama) og hugsana, verðum við eins og Arjuna, sem er djúpt snortinn af þessari visku og skynjar dyggð og mikilfengleika manns sem hafnar öllum löngunum, og þrá hans eykst að heyra fræðara sinn útskýra hvernig allt þetta sem heldur manninum föngnum varð til, og leiðbeinir manninum að forlögum sínum. Meistarinn segir það allt verða til vegna langanna, þessa svikula þáttar sem sveipar alla jörðina. Þær eru afkvæmi ástríðna efnisins — græðgi heimsins, sem er óseðjandi og vex að meiri löngun eftir því sem hún er mettuð. Hún er mesti óvinur mannsins og hindrun á þroskaveginum í átt til sannleikans og hefur afl til að hylja andlega skynjun manns. Í hverri birtingu er þessi sjöþátta kamatilvera, sem er sköpuð af hinum fimm skilningsvitum, huganum og Budhi. Kama villir fyrir vitundinni (Budhi) og framkallar eðlislæga vissu sem er alveg andstæð vissu allra andlegra manna, að hver maður sé einstakur og verði að ganga sína eigin braut, án tillit til þess hvaða veg samferðamenn hans ganga. Þetta er kallað ahancara (vitundarljós), sjötti þátturinn sem talin er upp í Sanskrit skrifunum, einnig nefndur Bhootadi, eða uppruna Bhootas (frumþáttanna) í Vishnu Purana nefnt Adhyaya. Eftir að framkalla þannig blekkingaraðskilnað einnar veru frá annarri hvað varðar sameiginlega hagsmuni, vinna langanir (kama) á hugarsviðinu og framkalla alskyns langanir og þarfir, meira eða minna hjá hverjum manni. Þegar kama hefur hugann sem þræl, ræður það öllum skynfærum eins og allir hafa reynt. Hugarvitsmunir (Budhi-Manasic) kama, nærir (Swarga) hugarsviðið, hugartilfinningar (Kama-Manasic) kama, nærir tilfinningarsviðið (Bhuvar) og skynfærin á efnissviðinu (Bhooloka) kama, hjá flestum mönnum. Bhoo-loka, Bhuvar-loka og Swarga-loka, hinir þrír þættir skilyrtrar tilveru kallast Samsara ( hringrás heimsins), það er ljóst að maður þarf að rekja og vita um rætur kama, og stinga þær upp. Meistarinn sagði því „þekktu, ó, Arjuna, eðli þess sem liggur handan Budhi (vitsmunina), að þekkja það ópersónulega leyndarmál, sigrar allan mátt þinn og hinn öfluga óvin, Kama.“

Níundi fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

9. Fyrirlestur

Kæru bræður mínir

Á síðasta sunnudag benti ég á að ekki er mikið á milli hinna fornu yagna heimsspekinga og hinna tveggja sanninda, Pravirti og Nivirti, eins og nú er gert hjá mönnum í dag, og ástæðan verður að vera skýr fyrir ykkur. Fyrir hinum fornu heimsspekingum var engin aðgreining frá heildinni. Hver einstaklingur er tengdur heildinni órjúfanlegum böndum og getur sameinast henni með verkum sínum, í endalausri viðleitni til að ná samræmi við alheiminn — einingunni sem sem tengir heildina. Á máli guðspekinnar er það lögmál samúðarinnar, lögmálið sem þrýstir á að hver yoga beini hugsun sinni og verkum til almenningsheilla. Á máli Veda er það yajamana hins kosmíska yagna, eða vinna á völlum kosmísks karma, sáningar og uppskeru. Hann er hinn sanni fylgjandi drottins Vishnu, hin eilífi andi, eða eilífi hringur sem er að baki hulu alheims sem kölluð er avyaktam (formleysi), eða ósundurgreinarlegt frumefnið sem er að baki öllu. Í þessu sambandi má minna á hinar þekktu Puranísku kvæðalínur:

„Narayana er ofar avyaktam (formleysi) og heimur er af hinum síðari. Öll þess svið eru innan hans og þar einnig Jörðin með sínar sjö eyjar.“

Narayana er eins og þið vitið, hin óbirti logos sem er svið Vishnu, og engin einstaklingur getur á nokkurn hátt skynjað, því segir Sruti (fornt Vedarit) , það sem hugurinn nær ekki. Þið sem hafið lesið guðspekina, munið kannski að hugarþátturinn (manas) er einstaklingsvitund sálarinnar í hærri þrenndinni og persónubirtingin karmíska egósins í lægri ferndinni. Hugarþátturinn er kjarni mannlegrar tilveru, eða miðjan þar sem andlegir og efnislegir hlutar mannsins mætast og mótast. Sruti segir greinilega að einstaklingur getur á engan hátt skilið Vishnu. Ef hins vegar tilraun er gerð til að nálgast hið ómögulega, missir sá sig í uppljómað óminni sem kremur hina þrjá þætti tilveruþætti; mannsins sem veit, þekkinguna og hið þekkta, inn í sameiginlega andlega einingu. Þetta er swargam (himnaríki) einstaklingsins og er ekki markmið hinna fornu yoga. Reynsla vitundar sem þekkt er sem svið Vishnu er einungis upprunaleg Moksha, eða Nirvana, því swarga, himnaríki einstaklings, varð með tímanum þekkt undir orðinu Nirvana af þeim sem aðhylltust Sankhya skólans sem viðurkenndu ekkert handan avyaktam (formleysið, ekki – birtingu), áhangendur eldri skóla hafa notað orðið paranirvana til að gefa til kynna að markmiðið, sem liggur að baki tjáningu Purasa, innan hæsta miðpunts hins gullna fjalls Meru. Sá puntur er án efa enn handan einstaklingsvitundar, en þar sem kosmosinn stefnir til hærri þróunarstigs, bendir það til þess að einhvern tíma muni sú miðja verða mögulegt. Ólík verða örlög þeirra sem stefna á miðjuna og þeirra sem færast frá henni. Við ættum að íhuga þetta með hjálp guðspekirita, hinir fornu yogar sitja á toppi gullna fjallsins og taka þátt í yagna og thapas. Við njótum allra þeirra Yagna verka, og thapas, eða íhugun þeirra viðheldur karmahjóli heimsins sem er í órafjarlægð frá hinum fjarlæga markmiði, – sem er hin algera dýrð.

2. Vinir mínir, þið vitið að í þeirri góðu bók H.P.B sem kölluð er „Key to Theosophy“, sagði hún að Moksha (uppljómun) Hindúa sé ekki óendanlegt ástand. Það hljómar ekki vel í eyrum Hindúa, sem gera ráð fyrir að ná Moksha jafnvel þar næsta dag, og oft hef ég borið sakir af H.P.B. gagnvart vedískum yfirborðsmönnum fyrir það sem þeir segja Búddískt guðleysi.
Þrátt fyrir endurteknar fullyrðingar um að það sem hún segi sé hvorki Veda né Buddahismi, né heldur kristni eða múhameðstrú, dæma Hindúar H. P. B út frá orðum vedista um Moksha og karya bramhaloka (vistarverur fínni heima) sem hanga á bjálka avyaktam sem eini sannleikur um tilveruleysi Parabramha. Niðurstaða Vedanema er að staðhæfingar H. P. B. eigi sér enga stoð, og séu bull sem hafi fæðst í huga búddísks guðleysingja. Það er því gott að hafa í huga að það sem H. P. B. segir, er ekki sjónarhorn vedista, heldur af sjónarhóli hinna fornu viskuvísinda sem var hlítt á í þessu landi þegar Purana heimsspekingar lifðu á meðal okkar og kenndu vísindi náttúrunnar fyrir völdum nemum , grunn allra trúarbragða og leyndardóma hinnar eilífu Vedu. Við verðum því að fara í hin fornu rit Indlands, Puruna, ef við ætlum að skilja það sem H. P. B. talar um. Þau rit verður að lesa með andlegu hugarfari og gæta að merkingu þeirra sem liggur á milli línanna, og ég vil fullvissa ykkur að það mun gagnast ykkur í öllum lífum sem eftir koma, og eilíflega. Fyrir þá ykkar sem eru viljugir að skoða tengsl Nirvana og Para-Nirvana, sem er erfitt að rannsaka, vil ég benda ykkur á þann hluta Harivamsa, þar sem drottinn Krishna (æðsta birting Vishnu) ásamt Narayana (sem Vishnu í þrenningunni), ferðast á fugli sínum Garuda, upp á topp fjallsins Kailas þar sem Maheswara (Shiva í þrenningunni) er í sæti hans. Þarna eru þessi tveir drottnar, Krishna og Maheswara tveir helmingar einnar einingar, Krishna sem eilíf hringrás alls sem er, og Maheswara sem miðja hringrásarinnar, sem er hvarvetna í henni. Þar sem drottinn Maheswara mælir til meistaranna

„ Meistarar, hafið í huga að hin sanna Sankhya-Yogi, sem ég kenni yður, er það sem mun bera ykkur til drottins Krishna, sem er allt. Ég er ávallt verðugur átrúnaðs ykkar, en það verður að vera eins og ég lifi ávallt í Narayana. Ég hef gefið ykkur leyndardóm og ef þið fylgið honum stöðugir, mun Narayana meta það með tímanum og gefa ykkur öll Mukti (frelsi), sannarlegt frelsi er að vera með honum og í honum.“

Narayana sem hin eilífa hringrás og Maheswara sem ávallt er í Narayana, er miðja hringsins, eða einstaklingsvitund manns.
Kenningar Sankhya Yoga kenna því að einstaklingsvitund má aldrei glatast og má aldrei skiljast frá heildinni, eða Paramatma. Hér sjáið þið hvernig þessi einstaklingsvitund er ekki í samræmi við vedíska hugmynd um samruna þess sem veit, þekkingar og þess þekkta.

3. En snúum aftur að Pravirti og Nivirti eins og það er kennt í Bagavat-Gita, þessa tvö þætti í lífi hver einstaklings. Það var skortur á þessum sannindum sem varð til þess að Arjuna yfirgaf orrustuvöllinn og kaus að lifa sem betlari í stað þess að vinna blóðuga glæsilega sigra. Arjuna hafi gleymt að enginn einsetumaður eða betlari gæti náð þeirri dýrð að gera skyldu sína af óeigingjörnum hvötum, „óháð allri varfærni heimsins.“ Í öðrum kafla setur Sri Krishna fram fyrir Arjuna hugleiðingar um rétt eðli mannlegrar tilveru, endurfæðingar hans og lögmál karma sem leiðir af sér ávallt bestu niðurstöðu lífsins. Sri- Krishna hafði hvatt Arjuna til að gera skyldu sína, óháð hugleiðingum um afleiðingar, en hafði einnig á sama tíma ráðlagt honum að leita skjóls í Budha-Yoga, eins og allir vitrir menn gera. Meistarinn hafði sagt eitthvað frá Sankhya skólanum og annað sem auðsýnilega var frá Yoga skólanum, og Arjuna náði ekki að skilja á hver hátt væri hægt að sameina hvorutveggja, að leitaðist við að draga hugann að málefnum heimsins, og hitt að leitaðist við að draga hugann frá hinu veraldlega. Arjuna var ljóst að meistarinn vildi berjast, en gat ekki skilið þá áherslu hans á Budhi-Yoga, sem var að áliti Krishna leið hins vísa. Arjuna var ráðvilltur og gat ekki skilið af hverju meistari hans vildi að hann stykki inn í allar þessar stríðshörmungar í stað val hans sjálfs á tilbeiðslu Budhi-Yoga, þeirri ögun sem hentaði honum best.

4. Arjuna spyr því Sri-Krishna hver ástæðan sé fyrir áherslu á þessar aðstæður, og meistarinn sér að það er nauðsynlegt að færa fram nákvæmari útskýringar um hið sanna í heiminum og tengslum þess við mannlegt líf. Hann segir að alveg frá upphafi kosmískrar þróunar hafi verið tvær leiðir að hinum eina sannleika Alheimsins, þær leiðir séu Sankhya og Yoga. Þær standi fyrir hugsun og athöfn, og séu í hugum hinna fornu heimsspekinga óaðskiljanlegar, hugsun sé andleg hlið athafnar, og athöfn efnisleg hlið hugsunar. Hið andlega og efnislega þarf ekki að vera eins og við lítum á það, en geti verið einkenni sviðs sem framsækin tilvera kemur inn í. Af þessu sjáum við að yoga (hugur) getur ekki verið án Sankhya (athafnar), og enginn athöfn án hugsunar. Þessar eru tvær hliðar hins eina, á sama hátt og Kapila og Narayana yogar eru aðeins hliðar hins eina yoga í lótusnum— drottins Bramha. Ef það er eitthvað sem hefur algjörlega gleymst í þessum heimi, eða hunsað í verki, þá er það þessi sannleikur um óaðskiljanleika Sankhya og Yoga. Þessir tveir þættir fara aldrei saman hjá fólki sem drottna í skjóli valds, og það er miklu verra á Indlandi en á Vesturlöndum. Af þeim sökum sjáum við fjölda fólks, sem gengur áfram í tómlæti, fólk sem situr aðgerðalaust í fimmtíu ár án þess að hreyfa máli né hönd fyrir meðbræður sína. Þá má kalla úrgang athafnanna, og það eru svipaður úrgangur á hugarsviðinu af fólki sem hugsa mest um sjálfan sig í öllum verkum og tilbeiðslu, án þess að skilja og sinna hinu sanna í náttúrunni og sjálfum sér.
Allt það sanna í guðspekinni er fram komið til að fólk skilji eigin eðli, og til að útskýra lögmál karmískra athafna og samþættingu hugsunar og athafnar og stefnir til enn meiri og hærri skilnings. Sri Krishna sem er höfuð þessara guðspeki og leiðir þetta Kali Yuga í birtingu, hefur því þurft að berjast gegn illum afleiðingum falsanna og misskilinnar heimsspeki og þarf því að útskýra Yoga og Sankbya sérstaklega og þarf að leiðandi að sameina þau í setningu sem sannur sjáandi sér í tvíhliða einingu.


5. Ef við hugleiðum það sem Sri Krishna segir, að engin geti hoppað af karmísku hjóli náttúrunnar með afneitun einni saman, og það sem menn kalla afneitun er einungis goðsögn. Athöfn er lögmál lífsins, og það er ógerlegt fyrir nokkra lifandi veru að stíga frá lögmáli eigin tilveru, og athöfn er forsenda lífs hennar, á háum sviðum ljóss sem og í efnislegri tilveru. Í huga sannra karma yoga er athafnaleysi ígildi tilveruleysis, eða algjör afneitun á eigin getu til að þroskast og er ekki viðurkennt í náttúrunni. Maðurinn getur engu að síður hlýtt lögmálinu og aðferðum ögunar, og lyft athafnaorku sinni á hærri svið. Þó maðurinn sé ekki starfssamur í líkamanum, verður hann að vera virkur hugarlega, og huglæg athafnasemi hans myndi keðju sem dugi fyrir margar endurfæðingar. Sá sem yfirgefur fjölskyldu og heimili sitt fyrir einsetu og hugsar svo með söknuði til þægindanna sem hann yfirgaf, er verri en sá sem gegnir skyldum sínum á heimili sínu og umhverfi. Huglægu böndin eru þau sömu, en sá sem hafnaði heiminum er sekur um að hafa ekki gert skyldur sínar. Þessi sekt er ekki afskrifuð á töflum náttúrunnar og er í tímans rás verri skuld en þess sem hélt áfram að gegna skyldum sínum í lífinu. Ef fjölskyldumaðurinn gerir skyldur sínar og heldur sér hreinum huglægt og óeigingjörnum, lætur ekki langanir stjórna sér, né hrekjast fyrir skemmtunum heimsins, þá er hann mun meiri maður en einsetumaðurinn og siðferði hans gerir hann hæfan sem nema meistara. Gamalt sanskrít máltæki segir um slíkan mann „Fyrir þeim sem er laus við langanir, er heimilið hans griðastaður“.

6. Vinir mínir, þið megið ekki álíta af framansögðu, að Sri-Krishna eða aðrir meistarar séu á móti sanyasam (einsetumanni) sem lýst er af hinum mikla lögmálagjafa Manu. Þó mér sé ljóst að meirihluti þeirra sem ástunda það kerfi hagi sér ekki í samræmi við það, verðum við að undanskilja þá sem skilja og ástunda Sanyasa Dbarma til fulls. Við getum ekki afneitað kerfi sem sett var á fót af hinum forna löggjafa sem byggt er á miklu kosmísku lögmáli sem vinnur frá því þétta til hins fína. Bramhacharyam stigið á okkar tímum, hentar manninum best í að þjálfa orð og æði, og síðasti og fjórði hluti æfi manns hentar best til að draga sig í hlé frá erli lífsins og íhuga andlegan raunveruleika. Hinir fornu löggjafar segja Sanyasam sé fyrir þá sem vilja taka á sig hinar helgu Dharmam (kosmískar skyldur), og ég held hið aldna fyrirkomulag sé í fullu samræmi við guðspekina. Það að verja öllu lífi sínu, fram að síðustu stundu í „hnitið málæði, fláræði, jánkun og breitt bros“ J. Milton, er sannarlega skaðlegra en gamla kerfið. Meistarinn í Bagavat Gita er óvinur þess Sanyasi, sem saknar og lítur löngum að því liðna, en ekki þess sanna, sem hugsa og fær aðra til að hugsa.


7. Ef við snúum okkur aftur að Gitu, má spyrja hvort athöfn sé lögmál lífsins, og ef athöfn hefur áhrif á karmísk stöðu mannsins, hvernig getur hann þá komist undan þeim skapaböndum? Þessu svarar meistarinn og segir að ekki skapi allar athafnir karma. Engin óeigingjörn athöfn fyrir aðra skapar karmabönd. Kvæðislínurnar þar sem meistarinn segir þetta má gjarna
geyma í minninu:

„Heimurinn er bundinn karma, ó Arjuna, af öðru en að þjóna Yagna óeigingjarnt.“

Ég held að ég hafi sagt nægilega mikið um efni Yagna. Yagna er kosmískur þróunarferill í samræmi við lögmálið og allar athafnir sem efla það, verða að vera athafnir sem þjóna heiminum og efla samræmið í honum. Jafnvel hér eru tvöfaldir þættir mögulegir. Gömlu heimsspekingarnir skiptu yagna í Nishkama og Sakama, karma og ekki-karma. Aðeins með hreinleika og vinnu getur maður létt af sér karma. Það er þegar andleg hugsun nær í gegn og lyftir huganum og festir sig í þrenningu hans. En ef yajamana, eða mannveran sem framkvæmir yagnam, finnur fjarlægan ilm Kama, verða athafnir hans karmískir og hann uppsker í samræmi við það síðar.
Eftir tilhlýðilegan tíma snýr sálinn aftur í efnislega heiminn til frekari athafna og reynslu, og þessi ferill heldur áfram þar til sálin nær því stigi sem svo stórfenglega er lýst í lokahluta „Seven Portals“ H. P. B. Því stigi er markmiðið sem Sri Krishna bendir á sem hann sjálfur táknar. Öll þessi svið sem eru á neikvæðn póli náttúrunnar, frá Nirvana og niður, hafa samheitið Devachan í guðspekiritum. Í þessu sambandi bið ég ykkur að lesa vandlega, „The Mahatma Letters“ og tilvitnanir K. H. í bók Mr. Sinnetts’ „Esoteric Budhism“ um Devachan, eða Swarga. Til ýmissa sviða Swarga, er náð með óeigingirni, Sakamayagna. En þó góðu karma sé náð og Punyam (gott karma) sé heilagt, er það engu síður hindrun að því að eyða öllu karma, og því er sagt að bæði Punyam og Papam, eða góðar og slæmar gerðir séu hindranir. Þetta hefur verið skilið af sumum sem afsökun um athafnaleysi, en lykilnóta sannrar guðspeki er sú sama og í Gita, og það er athafnir og aftur athafnir. En hvernig? Að þjóna kosmísku yagna án hugsunar um ávexti þeirra athafna.

8. Margir ykkar guðspekibræðra munu spyrja af hverju guðspekiritin setji alla menn á sama stall í því að ná Swarga sem viti ekkert um yagna og framkvæmd þess. Svarið er einfalt. Það er ekki til sú mannvera sem ekki gerir að minnsta kosti eitt verk á ævinni sem styður kosmískan framgang, þ.e. Yagna. Það þarf ekki að vera Hindúi eða hafi heyrt orðin yagna og Swarga úr Veda, til að gera góðverk. Þessi áhersla á orð er versti óvinur réttrar hugsunar og við Hindúar ættum að losa okkur við þau og sérstaklega við sem erum guðspekingar. Hver sem finnur til, við að sjá fátæktina og hungursneyðina í hverfum okkar, eða á strætum stórborga vesturlanda, og sýnir meðaumkun með blíðri ölmusu eða með vinsemd, er þar með að framkvæma yagna fyrir hönd Pitir devana, sem hafa mótað líkama ríkra og fátækra, hindúa sem annarra. Ef þið hugsið um það, sjáið þið að slíkur maður er að framkvæma yagnam, fórn til eflingu þess góða. Mannleg mynd er fórnarvöllurinn, fæða er hin helga gjöf, lystin er eldurinn á þeim velli, fingurnir eru þjónarnir og róandi orð eru þulurnar. Samúð er yagna-purusha, eigin auður hans er sláturlambið og mannleg staðfesta er fórnarstaurinn sem lambið er bundið við. Getur einhver okkar sagt að slíkt yagnam sé ekki utan þessa karma-bhoomi (þessa heims), og ef svarið er að slík fórn hafi verið gerð, þá fylgir að yagna hluti karma mannsins færir hann að swarga, nær himni –meðan ekki-yagna og eigingjarni hluti hans er háður karmísku þáttum — blóðstraumnum sem er kallaður Yaitarani og flæðir um lönd Kamaloka (efnissviðsins). Táknmyndir segja að eftir dauðann komi maðurinn að hindrun, bakka hræðilega fljóts, eina aflið sem kemur honum til hjálpar og ber hann yfir fljótið, eru hans eigin gerðir, dharma, í mynd helgrar kýr sem ber hann yfir.

9. Snúum okkur aftur að Gita, Sri Krishna segir að Yagna (tilbeiðsla/fórn) hafi verið til frá upphafi lífs á jörðunni sem aðferð íbúa efnisheimsins og deva fínni heima við að vera í tengslum, með virkni og gagnvirkni hvorn við annan. Það er kýr* alnægtanna sem færð var inn í birtinguna af hinum skapandi Prajapati, til að maðurinn gæti lifað af mjólk hennar. Ef það er að sanni að mjólkandi kú þarf að gefa og fá umhirðu af fjölskyldu, eru það jafn mikil sannindi um kú alsnægtanna, náttúruna, að maðurinn verður sem fjölskylda að sinna henni. Þessi dulfræðilega staðhæfing liggur að baki þeirri staðhæfingu að Devas styðji menn með því að færa þeim allar gjafir náttúrunnar og að menn gleði þá með tilbeiðslu og fórn, Yagna. Það er kannski ekki ein sérstök hugmynd í fornu heimsspekinni sem er eins mikilvæg og sú, að Devar og menn styðji hvorn annan. Ef þið skoðið vel fyrri staðhæfingar mína, að mannkynið saman myndi heila yagníska líkamann (náttúrunnar), ættu þið að skilja þetta. Hugsanir, orð og gjörðir mannkynsins sem heild mynda þá orku saman sem knýr karmíska hjól náttúrunnar. Ef sátt og samlyndi er meðal manna eru þeir eins og bræður í alheims bræðralagi, sem vinna hver fyrir annan, náttúran sem væri stjórnað af slíkum fagurlega mynduðum heila, væri í slíkum friði og reglu sem væri algjörlega óþekkt, nema í útópískri ímyndun sumra heimsspekinga.

En ef hver maður vinnur einungis fyrir sjálfan sig og segir: „ Ég kæri mig ekki um aðra,“ þá skiptist mannkynið sem fjölskylda í ósamstæðar einingar sem verða drifið áfram af öflum eins og hatri og illvilja sem ræðst af ósætti og ósamlyndi. Það leiðir til svipaðs ástands og er á okkar tímum. Hugsanir, orð og æði í ósamlyndi snertir einnig fínni heimanna. Athafnir mannkynsins í slíku ósamlyndi, sem er heili hinnar öldnu móðir náttúru, hefur áhrif á gang hennar. Þurrkar valda hungursneyðum, plágur ríkja, jarðskjálftar, eldgos og og veðuröfgar skella á börnum hennar. Hinir vitru öldrungar á ekrum jarðarinnar greindu þessar öfgar móður náttúru á margan hátt, óvitandi um að óhamingja hennar byggðist á heimsku barna hennar.
Gripið var til alskyns tilbeiðslu, guðir voru persónugerðir og færðar fórni með dýraslátrun og blóðsúthellingum, og ofræktun ávaxta til fórnargjafa fylltu alla akra. Til að snúa þessum vondu verkum til baka, bað hin mikli fræðari Sri Krishna menn um að lifa í samræmi við náttúruna, og að elska og aðstoða aðra, og þannig að viðhalda samlyndi við devana. Eins og náttúran nærir hvern einstakan mann, þannig ættum við að fara eftir lögmálum hennar, ávallt að starfa með henni, og læra af hennar öldnu visku. En þeir sem vilja ekki eiga slíka samvinnu og kjósa sína eigin eigingirni, eru kallaðir svikarar af Sri Krishna. Hann segir að lífið njóti ekki neins af þeim og missi ekkert við dauða þeirra.

* Auðhumla í Norrænu goðafræðinni

10. Kæru vinir, það sem ég hef sagt um öfga náttúrunna kann að sýnast einungis ímyndun, en þið verðið að muna að þetta er afstaða hina miklu fornu heimsspekinga, sem með sinni miklu samúð fyrir hinu þjáða en fáviska mannkyni hafði upplýst fyrir því eilífan gang náttúrunnar og gaf mönnum lífskerfi sem er í samræmi við þann gang og hvernig á að viðhalda honum. Líta má á manninn sem samsetningu, efnis, prana-, tilfinninga-, og huglægra þátta í lægri ferndinni, sem er undir stjórn hinnar raunverulegu mannveru, englinum í jarðvist, þannig er náttúran einnig skipt í fernt undir stjórn hins eina samræmis sem gætir og gefur lögmálið öllum mannlegum englum. Ef þið munið að mannlega ferndin tengist á ótal vegu kosmísku ferndinni, getið þið auðveldlega skilið að náttúrubirtingin er mjög flókið net, sem er samtengt og algjörlega undir áhrifum af kosmísku samræmi — heimi sem tilheyrir hinu sanna sviði mannvera. Það fylgir að stjórn mála í neðri ferndinni, er algjörlega undir því komin hvernig lægri hugurinn – skuggi engilsins hið efra — skugginn sem mótaður var í þróunartilgangi, hagar sér og gætir kerfisins. Ef hann skilur samræmi meistara síns og lærir að hægt er að ná til hans, en aðeins með samræmi lífsins, sem þekkt er sem bræðralag og eining, eða ópersónulegs lífs, þá verður heimurinn að standa fyrir annarri sýn en nú er, óreiða með tilfinningaöskrum um að drepa og ráða, ræna og fagna. Íhugið vel heimsspeki Bagvat Gita og hvort nokkur lausn á ástandinu í heiminum í dag er möguleg nema að hver okkar ástundi bróðurkærleika og vinni í samvinnu um að beisla flæði þess lifandi andagiftar sem okkur berst frá hinum ýmsu rótarskotum þekkingartréð, sem meistararnir hafa sáð og nýtist þeim sem einlæglega vilja veita hinum þreyjandi fjölda hlutdeild í eilífum sannindum náttúrunnar, svo menn geti nýtt þá þekkingu til að greina á milli hins sanna og ósanna, þess varanlega og hins skammvinna og öðlast frið og skapað flæði alsnægta.

Áttundi fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

8. Fyrirlestur

Kæru bræður mínir.

Tilgangur funda okkar hér, er eins og þið vitið, að rannsaka Bagavat Gita og eins og einhverjir ykkar hugsa, segi ég þetta án þess að fara í kringum hlutina. Það eru margir sunnudagar síðan þið hafið heyrt nokkuð um sjálfa Gitu, en ég verð enn að fara að henni á hlið með hugsunum um yagna og presta. Ég fullvissa ykkur um að allt sem ég segi er nauðsynlegur undirbúningur að raunverulegum skilningi á Gita; því Gita er ekkert fjarlægt heimsspekikerfi sem kennt er í hinum sex hugsanaskólum, heldur yfirlit á stöðu þessara sex skóla af sjónarhóli sannleikans, eða vedísku sjónarhóli. Rannsókn á bókinni krefst þekkingar á öllum hinu fornu heimsspekikerfum sem kennd er í Uptoishads, Puranas, Yogasastra og öðrum, og ekkert í þessum undirbúningi sem við leggjum á okkur er til ónýtis, því hann er til að gera Gita skýrari. Engin bók um stjörnufræði er sett í hendur nema sem ekki hefur undirbúning í stærðfræði og eins er Gita ekki fyrir þann sem þekkir ekkert um hina fornu hugsun. Engu að síður hafa margir reynt og margir hópar guðspekinga og sumir hverjir hafa reynt að skilja Gita með hjálp okkar hefðbundnu vedaista. Þeir hafa ekki verið nærðir af öðru en guðleysi og bólgnir af falskenningum um að ekki-tilvist Parabramha sé eini sannleikurinn og allt annað í birtingunni sé algjör blekking, þeir hafna öllum Purana þjóðsögum og áhrifum á hugarsviðs manna frá hærri vitundum af sviðum sem hulin er okkar augum. Þær vitundundir eru Purana Bramhinar, Konungs-meistarar eða Mahatmar guðspekinnar og hafa ómældan kærleika fyrir mannkynið sem einni fjölskyldu og munu ekki hætta að vinna í þágu þess, og eru ávallt reiðubúnir fyrir þá sem óska þess.

Þessir geta unnið í gegnum sérstaka einstaklinga þegar þeir einstaklingar laðast að sannleikanum hvar sem hann finnst og eru þess vegna hæfir til að yfirstíga hugarmúra stétta og trúarbragða sem birta sig í aðdáun á tilteknum ritum, sérstökum átrúnaði og þjóðerni. Sá sem vill skilja hið mikla gangverk náttúrunnar með öllum sínu duldu hliðum, verður að setja sig á miðjan fjallstindinn til að kanna umhverfið, en ef hann bíður og vill ekki ganga á tindinn, verður slík persóna að sætta sig við takmarkaðar útlínur og þrönga ganga þröngsýnna hugsana og afstöðu. Hann verður áfram fangi eigin múra og afstaða hans er „þú hefur rangt fyrir þér, en ég hef rétt fyrir mér“. Vinir mínir, hugleiðið hvað Mahatma geti gert til að frelsa þennan ánægða fanga. Megi ég deyja í mínu fæðingalandi, er hjartakall okkar virðulegu gömlu frúa og við Hindúar, allir sem einn, erum ekki á hærri stalli en hinar eldri frúr sem fæddu okkur í heiminn. Um leið og hinn ánægði maður er tekin úr fangaklefa sínum, getur hann vart dregið andann í hreina loftinu úti, og löngun vaknar til að komast aftur í mettað andrúmsloft fangaklefans, aumingja maðurinn mun flýja aftur til síns upprunalega heimilis og loka sig öruggan inni og taka undir með leiðtogum sínum „ þetta er er mitt fæðingarland.“

2. Þið kunnið allir að sussa á mig og ástríðufullir segja eins og góður Hindúi „ó þú ótrúi sonur Indlands“, en ég get ekki annað en sagt sannleikann, að mikill meirihluti okkar nútíma vedaista er fangar hinna fjögurra veggja einnar sagnar „Purabramham sannindi, allt er blekking“. Þessir herramenn hafa heimildir sínar úr ritum hins mikla sagnameistara Sankaracharya, sem við þekkjum allir sem leiðtoga Adwaita hreyfingarinnar sem sett var á fót eftir að annar mikill meistari var uppi, sem þekktur er sem

Gotama Budda, höfundur kenningarinnar um Budda eða Buddahisma. Báðir eru miklir meistarar samúðar, og má líta á þá sem hin tvö jarðarhvel glóandi ljóshnattar sem er settur þar sem hann lýsir huglægu ljósi til Austurs og Vesturs. Þessir tveir meistarar er dulfræðilega tengdir, ef þið hlustið á H. P. B, næst skilningur á eðli þessara tveggja og að skilja eðli alls kosmosins sem tvö aðskildin himinhvel, annað sem land sólarupprisu eilífðarhuga, og hitt sem „stólpi í Vestri sem snýr að rísandi hugarsólu sem eilíflega baðar hann dýrðlegustu geislum sínum.“ Þeir standa fyrir tveim miklum öflum sem eru þekkt í Purunas sem Siva og Visnu, sáningu og uppskeru alheimsins, þeir sem með samskiptum sínum styðja alheimsferilinn. Náttúrulífið, yagna, sem komið var á af hinu fornu yagnikas, sem í eðli sínu eru tengdir Bramha Charyam sviði mannsins, einstaklings og í heild, féll niður í mikla misnotkun þegar núverandi 5000 ára tímaskeið náði botni sínum u.þ.b. fyrir 2500 árum. Yagna, fórnarandinn, einstaklingshöll Yajamana sem er fús til að gefa upp hugarheim sinn og vinna að heilindum að af samúð fyrir hinn þjáða mann, verður fullur grimmdar og tekur þátt í grimmd, stendur með stífni, taugalaus og með köld augu í herbergjum evrópskra ruddalegra greininga sem menn með mýkra náttúrueðli geta ekki gert að því að sjá það sem skuggalönd myrkurs og hryggðarstuna, þar sem konungur grimmdar ríkir og stjórnar af hörku eftir þeim lögum sem þar ríkir, „ Valdið er réttur“.“ Kannski er hægt að afsaka Evrópumenn að hluta, þar sem þeir hæla sér ekki af neinum fórnum, né af því að drekka Soma, engin flugför koma til að sækja Jiva eftir dauðann og lyfta honum til uppljómunar. Það er ekki hægt að segja um Hindúa. Hann var settur sem stjórnandi fyrir náttúruna og sem slíkur gat stjórnað heildinni og að hluta tilheyrði Veda, heimsöngnum í mannlegum hljóðum

sem honum var gefinn til að nota á dulfræðilega á merkingalegan hátt, og sem töfra í kyrjun. Heimssöngur hlýðir ákveðnum lögmálum hlutfalla, eða stærðfræði Pythagorasar og setur spennandi áhrif sín inn í svið kosmísks efnis, það setur það síðarnefnda í kristallaðan ferill, sem heimsspekingurinn Plato kallaði rúmfræði kosmosins. Hin mismunandi form sem hægt er að skoða í sameindum, allt frá saltkristala til hinna dásamlegu flóknu lífeinda mannlegs líkama, eru allt byggingar hins mikla kosmíska arkitektar sem þekktur er sem Viswakarma, devasmiður í Purana ritunum okkar. Sú upplýsta verkun Veda er að rekja alheiminn frá einum grunnhljómi sem er táknaður sem O M, sem af nauðsyn er skipt í upprunalega þrjá, og síðar í sjö sérhljóða, síðan í sjö nótur, og aftur í sjö sjö samsetningar hinna sjö nótna sem byggðar er á hinum þremur og þá í kvæði. Allt þetta fellur inn í efnislegt svið samhljóða, sem smásaman framleiðir kristalmyndunina sem saman myndar Alheiminn. Heimurinn fyrir hugsuðinn er sú töfrandi hreyfing sem söngur á hindúaísku Saraswati framkallar.

3. Nú verður að eiga sér stað, og hefur átt sér stað, að nöfn nokkurra rúmfræðilegra niðurstaða sem hægt er að skoða eru orð sem koma fyrir í Veda. Til að hafa skýra mynd af þessu skulum við skoða þá mynd sem kölluð er lamb, sérstaklega þar sem þetta dýr sér allan heiminn sem óvin sinn. Orðið fyrir þetta dýr í Sanskrit, er nafnið á fyrsta merkinu í dýrahringnum, eða Mesha. Pitir devarnir, eða eins og Puranas skýrir það, devarnir sem með verkum sínum gefur okkur grófu líkamana sem við lifum í, eru sagðir búa í segulsviði grófa efnisins sem má kalla sveitailm, eða áru þess þáttar sem kallast ástúð, eða þau bönd sem tengja líkamana hvorn við annan og huglæg tengsl við margvíslega hópa sem afleiðing af segulmagnaðri aðlöðun. Þegar Veda útskýrir segulsviðið, útskýrir hún það eðlilega sem
svið lambsins, sviðið þar sem Pitir devas hafa tilveru sína. Í næsta skrefi mynda þessir devar sig í lambi, þ.e.a.s. sem lambið í manninum. Ef þið hafið í huga að hann myndar ávallt miðju þróunarstarfsins, þráðinn sem öll náttúran er hengd á og hann er heilinn í yagna líkamanum eða logos smáheimsins á því sviði sem hann birtir sig, eða efnislega grunngerðin sem geislar frá sér ýmis lífsform sem eru í kringum okkur, munið þið því ekki aðeins sjá lambið í manninum, heldur einnig hest, svín ofl. Ef þú gætir séð fyrir þér allan heiminn sem eina mikla lífsheild, sem geislað hefur frá fernd einnar tilveru, með neti taktfastra strauma, og ef þú sérð einnig fyrir þér steina-, jurta-, dýra- og mannríkið sem fjóra þætti birtingarinnar sem svara til hinnar upphaflegu ferndar, mun það ekki vera erfitt fyrir ykkur að að rekja hverja birtingu til upprunalegu fjögurra, ferndina í Bramha. Við komum að lambinu sem dýr úr einni átt í lífinu og að lambinu í manninum úr annarri átt og bæði fylgjast að, enda Bramha, eða egó mannsins miðja allrar þróunar. Tökum sem dæmi máltæki Telugu tungumálsins, „að sá sem étur hund er yogi“. Eigum við að skilja það sem hundinn á strætunum, eða hundsháttinn í okkur sem geltir á hugarsviðinu og framkallar það sem kallað er reiði?* Örugglega það síðarnefnda. Öðrum tilfinningaþáttum mannsins er hægt að tengja dýrum og það styður raunverulega dýrun og einnig áhrifum sem verða á astralsviðinu, Bhuvarloka, og finnur fyrir tjáningu til baka. Þó að sýnileg hringrás lífs milli manns og ytri náttúrunnar eigi sér ekki stað á þessu sviði, eru þar óséðar hringrásir með fínni öldum sem hann setur á ýmsa fínni þætti náttúrunnar.
*Í íslensku máli eigum við mörg máltæki þar sem dýr eru tengd innri tilfinningum og eiginleikum manna, m.a; „Hann hefur hundseðli“, hann er hundfúll“, „hann er svínslegur“, „hann er ljúfur sem lamb“, „Hann er sauðheimskur“, hann er kýrskýr“, hann er kattþrifinn“ o.s.f.

4. Vedísk staðhæfing segir; að ef maður fremur fórn með lambi, muni hann ná inn í swargam og allur heimurinn muni njóta þess, og ef hann fremur fórn með hesti mun hann dvelja í Swargam í heilt heimstímabil, kalpa, Devar og Pitris munu fagna og blessa allt mannkynið. Þessi staðhæfing sem hefur tilvísun í mannlegt líf í tengslum við tilfinninga- og sálar hluta mannsins og einnig áhrif góðra verka fyrir heiminn í heild með sérstökum fórnum í lífinu og fyrir þau karmísku viðbrögð sem safnast saman hjá þeim sem færir fórnina, langi hann að njóta ávaxtanna, þessar staðhæfingar skilja margir bókstaflega. Versta útfærslan er svartigaldur. Eigin fórn er snúið í fórn á lífi dýrs í blindri trú að það muni lyfta manni til Swargam eftir leið eldsins. Þegar slík fáfræði ræður huga manns um karmískt lögmál, nær sjálfselskan meiri hærri hæðum en nokkurn tíma áður og verður lögmál lífsins þeirra sem beita yagna til eflingar og hreinleika mannkynsins. Bramhan verður Rakshasa og þeir byrja að líta á sig æðri en stéttarbræður sínir. Hugmyndin um alheimsbræðralag þar sem sjálfsfórnin ein getur þrifist í anda yagna sem mótvægi við sjálfsánægju, er hent út í vindinn. Slíkar voru aðstæður þegar drottinn Budda birtist á sviði heimsins fyrir 2500 árum, og gerði hvað hann gat til að brjóta upp íhaldssama bókstafstrú sem hafði sokkið niður í svartagaldur.

5. Drottinn Budda tilheyrði Aryan hluta mannkynsins, eins mikið og Sankaracharya, hann bar virðingu fyrir og var ekki andsnúinn hinna fornu yagnikas sem lifðu meðal manna á Bramha charyam stiginu og höfðu gefið heiminum heimssönginn sem þekkist sem Veda, höfðu kennt manninum leyndardóma yagna þar sem hann gat viðhaldið ákveðnu samræmi við fínni heima, eða með aðferðum deva og pitris í Purana. Drottinn Budda var ekki andstæður anda yagna, heldur ytra formi siðanna sem byggðir voru á bókstaf Veda ritanna,
og spillt af sjálfselsku og grimmd og var svo fjarri anda einingu og bræðralagi sem fjarlægð milli pólanna. Þessi andi einingar sem var ráðandi á fyrri stigum manna og náttúru, hvarf fyrir einstaklingshyggjunni með öllum þeim afleiðingum sem það hafði á hugi manna. Hin sanni Sankhya-yoga skólinn, eða skóli hinna fornu þekkingar eða einfaldlega Veda skólinn sem drottinn Budda og allir aðrir tilheyra sem þrætt hafa þann veg hans síðan, hafa í sér grunntón þess, hugmyndina um einingu Alheimsins og bræðralags. Samkvæmt þessum grunntóni verður hver og einn að vinna fyrir alla hina, og einungis þannig getur orðið samræmi á jörðu sem á himni. Um leið og maður slær nótu sem er ekki í samhljómi við grunntóninn, læðist að honum karmískt misræmi og hann verður að neyta ávaxta þess, hversu beiskir þeir eru. Lögmál einingar gerir aðra að neytendum þessa beisku ávaxta, því hver maður er óhjákvæmilega tengdur öðrum og ef allir skilja þetta getur allt mannkynið forðað óhjákvæmilegum hörmungum sem munu verða meiri við aukna sjálfselsku. Við getum sagt eins og segir í táknrænum texta Purana, að drottinn Budda kleif hið gullna fjall Meru sem er nú hulið af mistri fáfræði og íhugun manna, eins og sagt er að við ættum að íhuga Bramhadrottna heimsins til að viðhalda allri birtingu. Þegar drottinn Budda steig upp og náði toppnum, bar fyrir augu hans útsýni yfir öll svið tilverunnar, frá efstu sviðum Nirvana niður til lands sorganna þar sem milljónir þraukuðu, ýmist í gleði eða grátandi í sorg.

6. Hinn mikli drottinn samúðar sá hvernig hinn eilífi vegur samlyndis var að breytast í ósamlyndi, allt fyrir eftirsókn eftir persónulegum ljóma eigin mikilvægis. Hann sá hvernig eðli Kali Yuga hægt og bítandi vann á karma Aría, fimmta kynstofnsins (hugsið hér um töluna fimm), jókst í samræmi við hið eilífa lögmál andstæðna.

Hann hugsaði með sér „á eðli Yuga að koma í veg fyrir að ég ætti ekki að létta þjáningu mannsins? Er ekki ósamræmið skapað af náttúrunni til að efla styrk mannsins til að öðlast samræmi? Ef eining er lögmál náttúrunnar, nær það þá ekki einnig til sálarsona heimsins og er það ekki skylda manna að ná því góðar úr hinu illa, hafna Nirvana og vinna ávallt fyrir minnimáttar? Ef ferilinn er eitt lögmálanna, er þá ekki ósamræmi sem Kaliyuga skapar, nauðsynleg leið til að ná samræmi?“ Bræður mínir, svona hugsaði Mahatma höfðinginn og stríðsmaðurinn. Ég segi höfðingi, vegna þess að þessi miskunnsami andlegi maður hafði svo djúpar tilfinningar til meðbræðra sinna, og sló hærri nótur miskunnar og andlegs þroska í öll bræðralög. Kjarni Arísku meistarana fylgdu honum og mikil hreyfing varð til fyrir 25 öldum fyrir hugsun og verk hans.

7. Vegur hreyfingarinnar má segja að hafi verið úr forminu í efnið. Þetta má rekja í sérhverjum breytileika Búddískra sjónarmiða, frá efnishlið hefðbundinna presta á þessum tíma. Það sem ég kalla Búddísk sjónarmið, er það sama og hið forna Bramhiníska. Það getur ekki hafa verið öðruvísi ef drottinn Budda þekkti sannindi náttúrunnar og ef hinir fornu Bramhinar gerðu það einnig, að heimsspeki hans og þeirra hafi verið ein og sú sama. Hugmyndin um alheims bræðralag sem var undirstaða hins forna yagna kerfis kallaði á hvern mann að rækta eigin hreinleika, svo sá hreinleiki gengi áfram til hreinsunar allra, var endurvakin af drottni Budda. Fórnarsiðir slátrunar, þessir úrkynjuðu myndir af fyrrum glæsilegu kerfi töfrasiða, umbreytingartilfelli þar sem Veda huldi leyndarmál sín, var að miklu leyti sett niður og menn voru kallaðir til að sýna sjálfsfórn í bræðralagi í hugsun, orði og æði. Bramhinarnir fengu nafn sitt af nafnrótinni Brih, að vaxa, urðu að læra af öðru en að drekka Soma safa, heldur af stöðugri viðleitni í hugsun um að létta þjáningar mannkynsins, þannig efldust þeir til hærri sviða andlegrar fullkomnunar. Ef við snúum okkur að efni hinna fornu vísinda Vedu, þá höfðu þau breyst á tíma Budda í kerfislega trú með mörgum hliðum eins og sjá má af sérnöfnum í Vedunum. Nöfn eins og Indra, Eudra, Vishnu, Bramha, Soorya, Soma og önnur, sem eru notuð til að sýna hinar ýmsu deildir og þætti hinnar miklu tilvistar, séðrar og óséðrar, höfðu misst lifandi merkingu sínar og litið var á sem persónulega Deva sem hefðu tilvist í hornum alheimsins. Drottin Budda fjarlægði þennan misskilning með því að leggja áherslu á hugmyndina um algjörð, dharma, kosmíska reglu eða lögmál sem er órjúfanleg ópersónuleg reglu sem vinnur á mörgum stigum og undirstigum. Það er engin vafi á því að fjöldi vera sem vinna á þessum stigum er hægt að kalla persónulegan Guð. Hinir fornu Yagna heimsspekingar, sem höfðu gefið kosmíska sýn sem er rakin frá upprunalega efninu sem táknað var sem Nadam, eða Om, birtir sig sem þrenning á hugmyndasviðinu og síðan þróast í ferndina, sem ég hef kallað yagna líkamann. Um hvað lá að baki þessari grunnmynd gátu þeir ekki upplýst, heldur einungis kallað það hæsta stig hins birta Vishnu eða náttúru sem hafði í sér hið endanlega, öll lögmál í birtingu, eða Narayana. En af því að nafn var gefið, urðu siðir til þess að festa það í fast form og gerðu úr því persónulega veru sem hægt var að færa sláturfórnir. Drottinn Budda gaf blátt bann við slíkri dýrkun með því að segja að heimurinn hefði enga þörf á slíkri veru og hið endanlega væri ekkert.

8. Vinir mínir, það var gömul sögn, að hvenær sem engill snúi sér fylgi djöfull honum sem skuggi, þetta orð, ekkert, hefur verið útlistað mjög sem ,ekki-neitt, og fest rætur bæði í Austri og Vestri og hefur verið borið sem vitni um að drottinn Budda hafi verið algjör guðleysingi. Fram til þessa hafa bókstafstrúaðir Hindúar kallað fylgismenn Budda trúleysingja. Óhlutdrægur samanburður á því sem er kallað Buddaísk heimsspeki við hið forna Bramhiníska kerfi sannfærir alla um að hugsunin er næsta eins. En það er sorglegt að sjá, að jafnvel skynsamir herramenn eru að mistúlka orð drottins Budda, og hafa kallað þetta átak til að endurnýja hið forna yagna kerfi, eins og mögulegt er á dimmum öldum Kaliyuga, -útbreiðslu örvæntingar. Þessi röksemd þessara manna er mjög sérkennileg. Því drottinn Budda hafi kallað heiminn eymdardal og því sé hann útbreiðandi örvæntingar. Ef svo er, þá eru allir hinir fornu Arísku heimsspekingar, frá höfundum Upanishads, til Sankara Charya, jafnmiklir útbreiðendur örvæntingar. Þetta er fullkomlega röng yfirlýsing, að sýn Sankara Charya á blekkinguna sé afbrigði af örvæntingu Budda, því sú sýn hafði margoft verið nefnd af miklum heimsspekingum sem voru uppi löngu fyrir daga drottins Budda. Það að heimurinn sé blekking, er yfirlýsing sem ekki er ætluð mönnum sem lifa í lúxuss og eru því mjög bundnir efnisheiminum. En það vill svo til að sumt fólk í heiminum, á þessu hjóli fæðinga og dauða, komast að lokum á þann hugarþroska og byrja að líta á þennan hringrásarferill sem skugga lífsins í fínni heimum, að ná því sem kallað er Vairagyam, eða fráhvarfi.
Tálmyndarsýnin er hluti af heimsspeki sem skoðar það sem má nefna fráhvarf, sá sem er á vegi Nivirti, eða endurkomu frá fínni sviðunum. Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju bókstafstrúarmenn þessa lands ættu að skilja drottinn Budda frá þeim hóp sem hann tilheyrir og tengja nafn hans við örvæntingu og tálsýn, en að undanskilja aðra sem voru á undan honum og eftir.

9. Hreyfing drottins Budda hlýtur að hafa skapað mikla ringulreið hér á landi, eins og þið allir getið ímyndað ykkur og hin mikli heimsspekingur og sá sem tók á sig það verk að endurvekja regluna var Sankara Charya. Hann varðveitti kjarnann í því sem drottinn Budda hafði kennt og sagt, sem var við hæfi fólks á þeim tíma. Til dæmis setti hann fram vedíst Parabramham í stað hið buddaíska ekki-tenging. Þegar spurt var hvað Parabramham væri, var svar hans að það væri ekkert sem maður gæti hugsað og því sé aðeins lýst sem neikvæðu. Takið eftir hvernig eitt og það sama er sagt á tvennan máta og skapar mismunandi áhrif á huga illa upplýst fólks sem ekki skilur orðræðuna. Hvað yagna varðar, er eftirtektarvert að Sankara Charya ræddi það ekki þar sem umræðan var á lágu stigi. Hann skipti hinsvegar öllu dharma sem varðaði svið mannsins í tvo þætti, Pravritti og Mvirti, eða dharma þess sem þekktist heiminn og vildi njóta ávaxta hans og andlega andstæðu Swarga, og dharma annars sem þekkir sannindin um náttúruna og orðið fráhverfur hlutum efnisheimsins og bíður launar frá byrðum þessa skilyrta lífs. Fyrri flokkurinn samanstendur að sjálfsögðu af fáfræðingum heimsins, og hinn síðari af vali heimsins. Fyrir seinni hópinn mælti Sankara Charya með Sanniyasa, eða höfnun á vedísku karma og hann mælti með að reyna að brjótast frá ahancara, eða eigingirni með því að vinna fyrir drottinn en ekki fyrir sjálfan sig. Það eitt var stór þáttur í að draga úr þessu lágstigi yagna, talsmenn þess byggðu rök sín á Veda Vada, eða túlkun á innihaldi Veda. Sri Sankara Charya gerði meira. Í útskýringum tók hann tillit til hvers ferils yagna sem mælt var með í ritunum og túlkaði stundum orðið Yagna sem Parameswara (guð), logos, sem að sjálfsögðu var túlkað almennt sem logos sem náð var með höfnun einni saman. Tilgangur hins mikla umbótarmanns var ekki að kenna nein andleg fræði, heldur að endurvekja reglu í landinu sem gat ekki borið sannindin sem drottinn Budda kenndi, og sem hafði leitt af sér rugling. Hann tók því ekki upp neinar purana hefðir til að rekja virkni kosmísks lögmáls sem hafði komið á þessari undursamlegu breytu, birtingu úr ekki-birtingu.

Að heimurinn sé blekking og Parabramham sé það eina raunverulega, var gott yfirskin við þessar kringumstæður sem kröfðust þess að andleg sannindi yrðu enduruppgötvuð; Mér var sagt af nemum í ritum Sankra Charya, að á einum stað þar sem Vyasa (forn heimsspekingur) hafði reynt að sætta saman ýmsar mótsagnir sem sagt er um þróunina í Upanishads, hafði Acharya, meistarinn látið fella margar fallegar setningar út til að kæfa forvitni um mótsagnirnar. Það eru þessi áhrif — allur heimurinn er draumur og tálsýn. Einkenni tálsýnar er að hún breytist. Borg á himni sem sköpuð er með efni skýjanna er fyrir augað tálsýn og breytist eins oft og skýin taka á sig breytta lögun. Eitt skipti sér maður eins og eldvagn og á næsta augnabliki sér hann eitthvað annað. Heimsspeki Upanishads vill kenna að Parabramham er það eina sem er raunverulegt, og öll gerð heimsins, ýmsar þróunargerðir í mismunandi stöðum, séu einungis tálsýn sem sýni að draumur geti ekki staðist lögmálin vegna þess að hann er blekking.

10. Takið eftir vinir mínir, hvernig heimsspekingurinn forðast að gefa upp andleg sannindi, sem þjóna því einu að samræma auðsæjar mótsagnir í hinum fornu ritum. Fræðarinn vildi aðeins koma því inn í huga nema að Alheimurinn er einn í eðli sínu, en auðsýnilega fjölbreyttur í birtingu sinni. En þetta hafði sína eigin villu í för með sér á huga nema, alla vega eins og það er í dag. Meirihluti Veda nema læra aðeins rökin, „Sannindi Parabramham eru, að allt er blekking“ Ég mun ekki núna fara í mikið málskrúð gegn okkar vesalings vedaistum, en ég mun segja nokkur orð ykkur til leiðbeiningar í að lesa Bagavat Gita frá sjónarhóli hinna fornu yagnikas. Fyrir þessum heimsspekingum var náttúran ekki blekking, heldur tímalaus forsenda fyrir þróun í eilífri tilveru, sem bjó í hverju atómi í endalausum geimnum, eða var hjarta í öllum hlutum, sem reynir að öðlast æ meiri vitund um lífstilveru sína. Þetta hjarta alheimsins býr allstaðar í náttúrunni og þeir kölluðu það hið eilífa yagna, eða Purusha* sem er að baki allri kosmískri birtingu. Allar mannlegar sálir, eða allar endanlegar vitundarmiðjur sem eru bundnar í efninu, fæða af sér eigind, eða ahancara, eru geislar frá hjarta Purusha sem snúast á hjóli þróunarinnar til að auka við vitund alheimsins. Í hverjum takmörkuðu heimstímabili ferðast maðurinn frá neikvæða póli vitundarsviðsins í átt til þess jákvæða, þetta sjáum við ef við berum saman fyllri vitund aldraðs manns í samanburði við vitund hans sem barn. Að sjálfsögðu er slíkur samanburður léttvægur ef hann er borinn saman við eilífa þætti eins og hjartavitund Alheimsins, sem samkvæmt hinni öldnu heimsspeki, skapar birtingu allra heimstímabila með sínum eigin þankaslætti. Þessi tímadrottinn, eins og Purusha nefnir hann, er upphaf og endir allra sviða. Stöðu hans má lýsa hér á eftir. Þið vitið að vísindaleg niðurstaða eðlisfræðinga er að allar plánetur sólkerfisins á sínum föstu brautum, munu að lokum renna inn í miðju kerfisins, sólarinnar, þaðan sem þær eru upprunnar, vegna tregðuverkunar eteríska efnisins sem við öll fljótum í. Ef þið getið séð fyrir ykkur allar þessar plánetur á mismunandi brautum sem mynda einskonar spíral, og að allt líf og þróunarferill sólkerfisins er spíralkúrfa frá miðju hinnar andlegu sólarmiðju og til baka. Ef við setjum í stað hinnar efnislegu sól, hina andlegu vitundarsól sem er alstaðar í kerfinu og er hjarta náttúrunnar, — uppruni og endir alla lífs. Þetta er Parabramham í Puruna ritunum og Baghavan Sankaracharya, og er ekki skilinn af skynfærum mannsins , eins og sagt er. Svo að þið misskilið ekki stöðuna, þá vil ég segja ykkur að hin andlega sól sem fyllir allt, er ekki hægt að staðsetja í efninu.
* Í elstu Vedunum táknaði,Purusha kosmískan mann sem fórnað var af guðunum og skapaði allt líf. Það var ein margra sköpunarkenningar sem komu fram í Vedunum. Hugmyndin er nátengd Ými hinum norræna

Taktur þróunarinnar er innan frá og út, og aftur inn, þessi sami gangur er í öllum geimnum. Það sem þessa hluti er erfitt að meðtaka án djúprar hugsunar, mæli ég með næsta þætti fyrir ykkur.

11. Ég sagði að allar mannlegar sálir væru að sönnu, geislar í andlegri sól og þá spyrjið þið, ef allar þessar sálir snúa til baka til sólarinnar, steypast þær ekki saman í eitt. Sumir heimsspekingar segja í eitt og aðrir segja í margar og mikið hefur verið ritað um þetta, en sannur Sankhya-Yoga skóli, sem stendur fyrir hina fornu Raja-meistara, Bramhina og drottins Budda á seinni tímum, segja okkur að þær vera ein og margar. Margar sem lifa í einingu andans, eða algjöru samræmi sem með eigin töfrum fjarri hugmyndinni um margar, það er hin eina sem skapar eigin tilveru, birtir sig og þjónar sem grunntónn margra. Guðspekin er fullkomlega í samræmi við bæði Sankhya og Yoga, og Sri-Krishna sagði „Sá sem sér Sankhya og Yoga sem eitt, er hinn raunverulegi sjáandi.“ Til að gera þetta en skýrar, vil ég skýra hugmynd sem er gefin í miklu verki sanns guðspekings, og ætti að vera þekkt á Indlandi, H. P. B. Við höfum öll kynnst málstækjum eins og, andi hópsins, líf hópsins, ofl. Skoðum þetta nánar — hópurinn hefur enga tilvist án eininganna sem mynda hópinn. En í verkum hafa þessar einingar oft sömu tilfinningu, hugsun og tilgang, og svo mikla að litið er á þær sem eina heild sem hefur nafnið hópur. Andi hópsins er einn, en samt margir, samanstendur af mörgum einstökum einingum. Við skulum því þenja ímyndunaraflið til hæstu sviða lífsins og sjá fyrir okkur einn í mörgum og hina mörgu í einum og þá munum við fá innsýn á hið algjöra eina líf sem „ hin einasta eining rennur inn í hina óendalegu heild.“

12. Mikilfengleiki þessarar algeru tilveru í hjarta alheimsins er hlutur sem við eigum erfitt með að skilja, jafnvel í innblásnum ljóðaglóðum Valmiki er kannski einungis ilmur af þessum máttugu, sem einu sinni lifðu sem menn og hafa lyft sér á sviðum náttúrunnar með hreinleika og einingu, með þátttöku í alheims bræðralagshugsýninni, ásamt löngun til að þekkja sannleikann hvar sem hann finnst, jafnvel í að fórna Nirvana. Þetta eru meistararnir, Mahatmas, í guðspekiritunum sem saman mynda þekkingartréð* — tréð sem má segja að vaxi á mörkum lands hreins samræmis, sem reynir að birta sig gegnum sviðin sjö, æ meira í gegnum æ þéttari mótstöðu. Þegar ég segi að Mahatmas hafi fórnað Nirvana til að næra þekkingartréð, verðið þið að líta á þá sem menn sem fórnuðu sér vegna fáfræði mannkynsins og stigu á karmahjól þess til að gera framgang þess bjartari. Þess vegna kalla ég þá Yagnikas og þeir standa saman sem hjarta náttúrunna í sjöskiptri birtingu sinni, fyrir okkur, íbúa sjöunda sviðsins sem erum römmuð inn í því sem mætti kalla grunn atómsins.
* tréð í goðafræðinni

13. Þessir meistarar eru nemar í öllum þáttum náttúrunnar og þekkingin sem þeir hafa öðlast á aðferðum og lögmálum hennar, hjálpar þeim til að ákvarða með mikilli nákvæmni eðlisþætti framgangs hennar. Að fylgja kosmískum vexti og þróun, fylgja lögmáli þess — lögmáli sem er óumbreytanlegt. Það er ekki lögmálið sem veldur tálsýn Vedanema í landi okkar, nemum sem mér sýnast hafa snert yfirborð hugsana okkar mikla heimsspekings Sankaracharya. Heimsspekingur, sem án efa tilheyrði hinum forna viskuskóla, sem sagði hluti með ákveðnum skýrum hugmyndum sem hafa alla tíð verið mistúlkuð af nemum hans. Fræðsla okkar Acharya, er fræðsla Gautama Budda sem er aðlöguð að skapgerð þjóðarinnar og að hún renni til persónulegs kama hennar, hefur hindrað Hindúa að skilja hugmyndina. Ég hef lesið lítinn hluta skrif Sankara Charya, en það er nóg til að sannfæra mig að þessi mikli meistari sem kom eftir Gautama Budda, en í skrifum sínum var á hefðbundnum línum við það sem allir fornu heimsspekingarnir höfðu kennt, hafði á sama tíma sýnt þolinmæði gagnvart fáfræði og fordómum heimsins. Eitt dæmi má nefna hér.

14. Hinir fornu heimsspekingar höfðu rætt um tvö dharmas (sannindi), eða hegðunarmynstur sem kölluð eru Pravriti og Nivirti. Lögmál Pravirti varðar kosmíska útþróun og hvernig hegðun manna hefur áhrif á hana. Lögmál sem varða kosmíska innþróun og feril sem menn taka í sömu átt frá hærri sviðum er kallað Nivirti. Yagna, sem menn eiga þátt í Pravirti, eða kosmískum vexti og mótun er í samræmi við svið náttúrunnar og það samræmi var kallað Adhyatmic yagna. Þessi tvö yagna eru náskyld , eins og hugur og líkami, og ekki er hægt að draga skýra línu á milli þeirra. Engin maður getur risið á vog náttúrunnar án þess að hafa skilið eitthvað gott eftir sig fyrir mannkynið segir Karmalögmálið, með sama hætti og eðlisfræðilögmálið segir að hæð kúlu upp í loftið fari eftir þrýstikraftinum, þið skiljið að framfarir manna fara eftir því átaki hans að skilja sannindi náttúrunnar, til góða fyrir mannkynið. Hinir fornu heimsspekingar sögðu í hugleiðingum sínum um þetta lögmál

„Svið þeirra sem aldrei snúa til baka ákvarðast í Karma Yoga. Maður er bundinn karmakeðjunni, ef hann samþykkir ávexti karma, en hafni hann þeim í afneitun langanna, vinnur hann að frelsi.“ Af þessu má sjá að sannindi Prayirti og Nivirti ná tengd og enginn maður getur ekki þroskast andlega, ef hann vinnur ekki stöðugt að betri efnislegum, huglægum og andlegum þroska manna í anda bróðurkærleika til allra, eða í anda bræðralags alheimsins sem er eini vegurinn sem lyftir manninum hærra. Allt þetta er hin forna Yagna fræðsla. Þetta sama var endurtekið af Drottni Budda fyrir 2500 árum þegar rætur hins illa, í persónulegum túlkunum réði þá ríkjum. Hugmynd um að ekkert karma snerti mann sem vildi lausn frá skilyrtri tilvist, náði fótfestu í hugum mikils fjölda. Síðan voru Brahmanir í úrkynjuðu Yagnahópum sem töldu að lambslátrun og Somadrykkja væru nauðsynleg fyrir andlega fullkomnun. Drottinn Budda gaf báðum þessum hópum nauðsynlegt högg með staðhæfingu sinni að fullkomnun næðist hvorki með leti eða somadrykkju. Hann hafði slegið lykilnótuna — Vinnið, vinnið, vinnið hver fyrir annan, og sýnið þannig í verki bróðurkærleik og lögmál karma sem gætir gang náttúrunnar, það mun sannarlega lyfta verkamanninum og mannkyninu. Slíkri uppgjöf eigingirni var ekki vel tekið hjá landsbörnum Karma-Bhumi eða íhaldsseminni, en Bagavan Sankaracharya ræddi hana. Stefnan sem þessi fræðari tók var að greina á milli karma og gnyanam (visku). Í öllum skrifum Sankara, leggur hann mikla áherslu á og spyr; „á að tengja karma viskunni eða á að skilja hana frá henni?“ Fræðarinn vissi að orðið karma væri skilið af almenningi sem vedíst karma, sem bókstafafórnarsiðir, og nýtti sér það. Svarið við spurningu er, að það er engin samruni karma og visku. Karma eins og Sri Sankara sagði, var fyrir kjána sem eltust við ávexti tálsýnarsviðsins, en viska – er höfnun þeirra, eða Sanyasam, sem er vegur hinna vísu, sem vilja hefja sig yfir tálsýnina. Það fólk fellir af sér karma og stefnir á Sangraham, eða framför mannsins, eða á máli Sankara, að taka karma fyrir Bramham. Sé heimurinn birting Bramham, þurfa orð Sankara engar skýringar. Þannig reyndi Sankara að tengja hugmyndinni um bræðralag við óeigingjarnt karma, eins og drottinn Budda leitaðist við. Pravirti og Nivirti eru því einfaldir þættir lífsins, þó að vedaistar okkar aðgreini þau. Bræðralagið er það sem allir fræðarar leggja áherslu á fyrir þá sem vilja öðlast samræmi við allt í náttúrunni, og ég bið ykkur um að hugsa vel um þetta, og hvort það sé ekki göfug hugsun til að fylgja eftir.