Hugleiðingar um Gita
10. Fyrirlestur
Kæru bræður mínir
Á síðasta sunnudag upplýsti ég ykkur um að maðurinn verður að ná sannindum um að vita hvað hann er, í þeim heimi sem hann lifir í. Í stuttu máli, verður hann að skilja náttúru þess hjóls sem hann snýst í og er kallað í Sanskrit, hjól Samara. Þetta orð er komið af rótinni Sru, að hreyfa, og gefur til kynna hjól sem snýst, hið mikla hjól síbreytilega lífs, sem mannverur hafa verið kallaðar til að vinna á, og mega ekki yfirgefa, vegna samhyggðar og hlýðni við lögmál einingar sem snertir alla sem eru samferða, það er það sem allir sannir fræðarar og Sri Krishna kenna. Kennarinn gefur þessa fræðslu með sérstökum hætti sem við ættum allir að íhuga. Hann segir: „Allir þættir koma frá fæðu og hún kemur frá regni. Regnið kemur frá náttúrunni, og hún úr Karma. Karma frá Veda og hún úr eilífðinni.“ Hér sjáum við sjöskipta sviðið sem samanstendur af bhootas, eða hinu birta efni á öðrum endanum og hinu eilífa óbirta efni á hinum endanum. Ef við skiptum þessum sjö þáttum eftir guðspeki kerfinu, hinni lægri fernd sem stjórnað er hinni hærri þrenningu, sjáum við formið, fæðu, regn og náttúruna sem lægri ferndina, og karma, Vedu og hið eilífa efni sem hina hærri þrenningu. Hið eilífa efni fyllir allt rými, er söngur heimanna og er upphaf allra lögmála tilverunnar (karma) sem stjórna þróun heima og lægri ferndinni, sem á upphaf sitt í yagna — þróunarandanum sem tengir hið lægra og hærra, eða í stíl Purana, andinn sem leitast við að bæta við samræmi hins óbirta, með því að gefa því svið sem er í ósamræmi, svo það vinni á því og skapi eigin mikilfengleika. Þessi andi yagna sem vinnur að því að mynda form sem gefur og myndar Parjanya, regnið. Orðið Parjanya er tengt regni og andanum sem hefur það hlutverk að mynda regn. Það má kalla það anda úðunar, því að á mörgum stöðum í Upanishadis ritunum er regni lýst sem útgufun eða sviti Yagna-Purusha.
2. Þetta er sýnilegasti þáttur Samara hjólsins og ég mun ekki reyna frekar að skýra það, þar sem slík útskýring verður aðeins endurtekning á því sem áður hefur verið sagt og ónauðsynleg ef við íhugum það sem drottinn Krishna segir að það sé mikilvægt að maðurinn telji sig ekki týndan syndara, því hann verði að fylgja eftir verkum sínum á hjóli Samsara, sem er snúið af milljónum. Þetta er yoga staða manns sem vill reyna að ganga hærra, þekkir sannleikann og lifa fyrir hann. Sankhya (frelsun fyrir þekkingu) þáttur slíks manns ef gefin af kennara hans og er algjörlega óháður glaumi heimsins og þar afleiðandi sjálfstæður í sannri leit sinni, sem beinist inn á atmíska sviðið og er því óhæfur til að þjóna veraldlegum hlutum. Samræming þessa Sankhya huglægu stöðu og yoga athöfnum, segir Sri Krishna „ starfaðu ó Arjuna, gerðu ávallt skyldu þína í heiminum og samtímis vendu þig af öllum löngunum það er aðeins slíkur óeigingjarn verkamaður sem nær hinu háleita markmiði.“ Vinir mínir, köllum slíkan mann sem vinnur óeigingjarnt fyrir heiminn og eflir visku sína, Nishkama Karma-yoga, eða sannan yoga, og hvenær sem þetta nafn er nefnt, má tengja það við Sankhya, yoga, og yagna. Sri Krishna segir veg sanns yoga, sé vegur sem allar miklar sálir hafi gengið í fortíðinni. Hin mikli Rajarshi Janaka, meistari og vígjandi hina fornu Bramhina gekk sama veg, leiðin sem liggur um svið mannlegrar þróunar til sannleikans, og af hverju ætti Arjuna og aðrir leitendur ekki að þræða þann sama veg og hinir fornu?
3. Það er önnur ástæða af hverju Arjuna og aðrir greindir menn af þessari stétt ættu að ganga þann veg hinna fornu vísinda, og sú ástæða er kölluð fordæmi, áhrifin sem greindir menn bera með sér meðvitað eða ómeðvitað. Ef mannleg tilvera er tengslanet og ef engin maður getur hreyft sig í því neti án þess að afleiðingar þess hreyfi við öðrum, þá fylgir því að maður sem lyft hefur sér yfir nágrenni sitt með góðum eiginleikum og vitsmunum, hefur af þeim sökum sérstaka ábyrgð vegna stöðu sinnar. Hver hreyfing hans innan netsins hefur áhrif á þá sem eru næstir honum og það er því hluti af skyldum hans að gæta að því að framferði hans gefi sem best áhrif. Framferði slíks manns er fordæmi fyrir aðra og mikil er karmísk skuld þeirra sem eru í leiðandi stöðu, fyrirmyndir og fræðarar, sem viðhalda eitri eigingirninnar og gæta ekki að leið samferðamenn og nema að réttu hugarfari og athöfnum. Sri Krishna segir að enginn andlegur fullkomleiki og viska geti geti komið í veg fyrir karmíska ábyrgð og hún verði hlutfallslega meiri við þá stöðu. Hann bendir á sjálfan sig, sem heimsins æðsta engil, og segir; „Arjuna, það er ekkert í hinum þremur heimum sem ég hef ekki þegar öðlast eða leiti eftir, en samt er ég enn á Karmabraut. Ef við hugsum okkur í augnablik að æðsti gúrú heimsins gangi veg athafnaleysis,- myndu allir menn fara að því fordæmi og niðurstaðan sú að málefni heimsins yrðu óreiða og heimskir bókstafsmenn myndu eyðileggja siðgæði manna. Þess vegna starfa ég Iátlaust og af hverju gerir þú ekki eins Arjuna.“
4. Í tengslum við þetta heilræði að vinna látlaust að velferð manna á efnis- hugar- og andlega sviðinu, gefur Sri Krishna einnig annað heilræði sem hindúar og guðspekingar ættu að íhuga vel „ Þú átt ekki að koma á ruglingi á heimsins venjum, heldur halda þig fast við veginn og vinna eins og athafnirnar geti leitt til betri árangurs. Fíflið og vitringurinn eru ekki ólíkir í aðferðum verka sinna, eins og í hugarþáttum athafnanna, fíflið er rekið áfram af löngunum, en vitringurinn laus við þær.“ Ég held að þetta ráð sé alveg tilvalið fyrir okkur á öllum sviðum í störfum okkar fyrir samferðamenn, en þó aðeins ef við höfum í huga hið góða sem markmið og að kynna nauðsyn þess að vinna vitsmunalega í þessu mikla fljóti mannlegra hugsana og athafna. Fyrir utan þá menn sem hafa þjónað sem forði hærri áhrifa og hafa þar af leiðandi rofið stífluna sem umkringdi löndin á tímamótum heimstímabila, er mér til efa að nokkrir umbótamenn hafi nokkurn tíma aukið hamingju mannkynsins. Ef við tengjum þetta Guðspekihreyfingunni og fylgismönnum hennar á Indlandi, er besta leiðin að skilja Indland eins og það er nú, trúarbrögð og siði, og tengja og skoða indverskra hugsun og athafnir í ljósi guðspekinnar og að sú hreyfing geti af sér betri dögun nýs 5000 ára heimstímabils. Í fyrsta lagi er rétt að skilja að hlutverk Guðspekihreyfingarinnar er ekki aðeins að fullnægja einstaklingsleit, heldur stöðugu verki að eflingu mannkynsins til andlegs þroska. Ég þarf að koma að karmíska lögmálinu, að hver maður rís hærra í hlutfalli við ærlega viðleitni sína á veginum, og engin maður þarf að hafa áhyggjur af sjálfum sér, því það er öruggt að karma og meistararnir líta til með. Hver guðspekifélagi á aðeins að hugsa um hvernig hann eigi að starfa svo besti árangur náist á indverskan almenning og það verði lifandi raunveruleiki hinna fornu Brainha-Vidya og vísindaleg nauðsyn fyrir siðferðislega hegðun, til velferðar mannkynsins í framtíðinni. Það mikilvægasta er að lifa guðspekilegu lífi, eða eins og við getum kallað yagníst líf, því án þess, er allt annað einskins vert. Að ræða æðstu visku, en haga sérsvívirðilega á hver guðspekingur að varast, þó það framferði sé algengasta framkoma flestra indverskra umbótamanna.
Í lífi guðspekings þarf að vera umburðalyndi gagnvart siðum heimsins, sérstaklega í löndum eins og Indlandi sem hafa sérstakt samband við Mahatma bræðralagið vegna þess að vera Karma bhoomi þessa heimstímabils. Það er eftirtektarvert að á langri æfi hafa orð eða athafnir H. P. B. aldrei andæft nokkru um acharams, eða aðferðum sem hinir fornu Bramhanar komu á fót. Hins vegar eru margar tilvitnanir sem styðja og hampa þeim miklu mönnum sem komu þeim á, sem hægt er að sjá í ritum hennar.
5, Við þessar aðstæður, ímyndum okkur að einhver guðspekingur héldi á lofti völdum orðum úr „Secret Doctrine“ og „Isis Unveiled“, og predikaði um Fohat og Karma og notaði hvert tækifæri til að niðurlægja Bramhani sem fylgdu í blindni hinum gömlu lífsháttum. Ímyndum okkur að guðspekingurinn gerði lítið úr helgum skyldum Sandhya Vandana, eða skyldu um að taka morgunbað, fara með bænum og möntrum, sem er krafist af okkar fornu lögmálsgjöfum, og hver yrði niðurstaðan af slíkri predikun? Hún yrði ekkert annað en harmur fyrir hann og Guðspekihreyfinguna sem hann svo illa misskyldi. En í stað slíkrar heimsku, gerum ráð fyrir að sannur upplýstur guðspekingur tæki að sér guðspekilegt starf. Hann myndi í stað predikunar útskýra hvernig töfraeiginleikar kalt morgunbaðs og einbeiting hugar í tilbeiðslu til ljóss er andstæðan við myrkrið. Þessir siðir fylla það sem er fylgt af blindri trú, lífsanda, sem endurnærir morgunstundir með heitum ímyndunum, um að fara frískur til verka og gera þá hluti sem honum er ætlað. Slík verk sem unnin eru af mörgum mönnum til að leysa vandamál á andlegum, hugar-, samfélags,- og efnissviðum, munu eftir tilhlýðilegan tíma gera marga aðra að betri mönnum og þannig verður karmískt ástand mannkynsins bætt. Guðspekihreyfingin mun þannig skila hlutverki sínu og sigurvegarar í nafni hennar mega njóta þess heiðurs, en ekki fyrr en þá. Í þessum anda hvetur Sri Krishna Arjuna til að synda með straumi heimsins og smita þann straum með eins miklum ilmi síns óeigingjarna lífs.
6. Eftir að hafa sett fram við Arjuna hið óumræðanlega mikilvægi þess að lifa óeigingjörnu lífi meðal manna, upplýsir kennarinn leyndardóm lífs Yagna, leyndardóm sem án skilnings og athafna, leiðir ekki til sannleikans, né er hægt að komast hjá karmískum afleiðingum glaums eða tára. Ég veit ekki hvort það leyndarmál er skiljanlegt í nútíðinni þeim mörgum sem snúast í hinni miklu hringiðu efnishyggjunnar, sumir hverjir undir áhrifum hryllilegra martraða og aðrir dansandi af gleði undir söng Bakkusar sem reynir að fanga eyru manna og halda þeim föngnum. Að lifa í efnislíkama, en samt ekki, er máltæki sem verður að vera vel skilið áður en hann gengst undir heimsspeki Bagavat Gita og „Voice of Silence“, það sama á við um það sem Sri Krishna segir; „það er aðeins fífl sem er undir áhrifum eigingirni, Ahancara, sem heldur að hann ráði eigin karma, sem ræðst af þróunarþáttunum, Prakritic gunas.“ Ef við skoðum betur þessa hugmynd, hin raunverulega sál eða jiva, verðum við að aðgreina frá líkamanum það sem sálin lifir í. Eins og eilífðarfugl sem lifir í líkömum sem laga sig að aðstæðum í tímans rás. Við getum öll munað eftir atvikum í lífum okkar, þegar við vorum neydd til að horfa niður á líkama okkar og sjá hann sem uppleysta hreyfingu, hvort sem var á dánarbeðum eða við aðrar eðlilegar aðstæður, það skilur eftir sig áhrif á mannlega huga um hversu tímabundin allir hlutir eru í efninu. Í slíkum tilvikum leitar hugurinn til síns sanna eðlis, lægri skilningsstöðvarnar skammast sín að syngja sínar venjulegu nótur í viðurvist aflsins sem gaf þeim líf. Það kann að gerast að sumir finni sig eins og engil ljóss sem bundinn er við skugga, eða sem hræ Promotheus fyrir gammanna, eða sem „ljósgeisla hreinan að innan, en leirhjúp hið ytra.“ Í þessu ástandi aðskilnaður manns frá skynjunarþáttunum í jarðlífinu, finnst honum hann gegna því af skyldu og vegna lögmála lífsins, en ekki vegna persónulegra langanna. Til dæmis þegar maður borðar í þessu andlega ástandi, lítur hugur hans á það sem athafnaþörf líkamans eins og hjá dýrum merkurinnar. Sú skepna getur ekki aðeins étið, heldur hlegið, talað og sungið og heyrt, á sama tíma og sálin finnur sig sem meistarinn sem heldur í strengi lífsins og stýrir dýrinu í lífsdansinum, eins og indverskur betlari með uppá klæddan apa sem sýnir listir sínar.
7. Þessi algeri aðskilnaður meistarans frá dýrinu verður vegna hins eilífa karma lögmáls og er einn þátta yagna lífs sem ætlað er að fara aftur til sannrar uppsprettu lífsins. Það er eðli yagnísks lífs. Annar mikilvægur þáttur er ævarandi gleði í að gegna skyldum til góða fyrir mannkynið. Það ætti ekki að vera þungi yfir jarðaförum, í ljósi þess að hin hugsandi sál ræður sjálf aðskilnaðinum frá efnislíkamanum. Yogi og sannur guðspekingur ættu að vera kátir og muna hina gullnu reglu. Hann á að hafa í huga að hann er órjúfanlegt virki sem, engir heimsins óvinir samanlagðir geta unnið, segir í öðrum kafla Bagavat Gita. Breytingar geta haft áhrif á skuggalandið, en geta engu ráðið yfir hlutum sem hafa eðli sitt í hinu óumbreytanlega. Efldir af vissu um hið sanna og ósanna, og innri gleði, geta þeir gengt jarðneskum skyldum sínum eins og sannir bræður gera, en dvalið engu að síður í landi ljóssins. Hann getur snætt eins og allir aðrir, en það leggur engin bönd á hann. Hann borðar aðeins til að viðhalda líkamanum, því líkaminn er fyrir menn, uppruni Dharma, eins og segir; ‘K W^ ^ ^^ISW.- Nema í tilfellum meistara heimsins, líkaminn er aðeins verkfæri sem nýttur er til að hjálpa öðrum, þess vegna ættum við að gæta hans vandlega og hreinum í öllum skilningi, eins og yogum, eða Bramhinum er sagt að gera í Smritis, eða siðareglunum. Líkaminn er því Dharma kshetram (lifandi musteri), eins og getið er um í Pouranikas og vísað er til í fyrsta versi Bagavat. Gita. Á stærra sviðinu, er jörðin, Bharata Yarsha, þetta lifandi musteri, Dharma kshetram, fyrir allt mannkynið og þar er hin mikla barátta um Maha Bharata (jörðina) háð. Í ljósi þess sem ég hef sagt, hugsið vel um þá borðsiði sem sem Bramhinar er sagðir verða að tileinka sér, Bramhan, eða hver sé merking þess að vera yogi, hvað þýðir að vera Bramhini, hvað á að leggja sér til munn og hvað ekki, ekki vegna þeirrar ánægju, heldur vegna tengsla þess við yagna lífsins sem honum er ætlað gegna. Að borða er því yagnískur siður hjá honum, þó það veki hlátur hjá þeim sem líta á matarborðið og hvílur sem upphaf og endir alls. Tilgangur þessa er að þetta verkfæri mannsins geti verið hluti hinnar ytri náttúru og gefi af sér eins og því er mögulegt, fyrir stöðuleika og heilla fyrir heildina. Að borða er því Pranahuti, eða framlag til elds hins ytra lífs sem viðheldur hinum fimm pranas, eða hinu nauðsynlega andrúmslofti sem er birting fimm óhlutlægu þátta þess og undirstaðan og myndar það sem er kallað tólfflötungur Alheimsins.
8. Snúum okkur aftur að Gita. Sri Krishna bað lærisveina sína ekki aðeins að lifa í líkamanum en utan hans, heldur einnig að samsama þeirra eigin sál við hann, hinni algeru sál og Purusha (kosmíska manninum) Alheimsins, sem hefur hið eilífa ljós, eða hið óskilgreinda kosmíska efni sem líkami og kosmos, þróunarlögmál, lífslögmálið, hin algera hugsun. Ég hef þegar áður upplýst ykkur um að hver mannleg sál er geisli hins óbirta Logos, eða Sri Krishna í kjarna sannleikans. Sem hjarta mannsins er miðja lífsins í líkama hans –miðja orkuhringrásarinnar, er Sri Krishna, eða hinn algeri Purusha (kosmíski maður), andi hins eina í Alheiminum, andi hjarta Alheimsins sem leitast við að birta sig í gegnum hina mörgu (hin eini og hinir mörgu sem einungis geta átt tilvist sem heild), því í hringrásinni sem er andi hinna mörgu, er hver sálarmiðja sem skýr geisli hins eina og hefur gengið í gegnum þróunina í það sem við þekkjum sem mann. Andi hins eina er hin algera fórn hins kosmíska manns, Yagna—Pursha, og stjórnar (yajamana) hinni alheimslegu fórn (yagna) á sama hátt og hver mannlegur geisli er stjórnandi (yaja-mana) þeirra fórnar (yagna) sem er mótuð af henni sjálfri og er hluti hinnar stærri fórnar. Hver maður sem er ákafur í að lifa fórnarlífi, verður því í hverri athöfn að muna að hún er geisli frá hinu eina og miðju Alheimsins. Hver maður er því sendiboði hins sanna eilífa manns, Purusha, og það sem hver athöfn manns verður að vera athöfn sendiboðans og þjónusta við meistara hans, leggur Sri Krishna áherslu á að sýna auðmýkt, og þið vitið um hina fornu staðhæfingu að sannleikurinn er aðeins fyrir þá sem eru auðmjúkir í hjarta. Það er mikilvægasti þáttur Bramharpana karma, eða það karma sem við gerum fyrir Bramha (Skaparann). Þetta er eini þráðurinn sem maður verður að fylgja og reisa sjálfan sig upp til sannrar tilveru, hinnar eilífu fórnar heimsins, menn, lausir við freistingar langanna en vilja færa fórn fyrir aðra menn og leiða þá til lögmálsins og á tind hins gullna fjalls.
9. Annar þáttur nefnir drottinn Krishna og við ættum að íhuga vel. Þegar Arjuna íhugar að gerast einsetu Bramhini og betlari fremur en að taka að sér hlutverk herstjórnanda, Kshatriya, og verða valdur að blóðúthellingu á stríðsvellinum, segir meistarinn „ hlutverk hvers er það besta fyrir hann, þó það sýnist ekki gott fyrir aðra. Það er betra að deyja við að ljúka því hlutverki og fagna nýjum áskorunum.“ Í ljósi þessa sannleika að það er ekki verkið, heldur það sem að baki því liggur sem skapar örlög manns og skapar ánægju og sorg heimsins, er þessi staðhæfing skiljanleg. Staða Kshatriya er jafn mikilvæg fyrir heill heimsins eins og staða Bramhina, og þeir tveir geta ekki staðið án Vysya og Sudra (stéttirnar fjóra á Indlandi). Allar þjóðir heimsins, með sína eigin skiptingu, þekkta eða óþekkta sundurgreiningu, má líta á sem birtingu heimssöngs Vedu — hins algera máls. Hver þjóð hefur eigin tilgang og hver hluti hennar hefur einnig sinn eigin tilgang. Í okkar eigin landi, er hver stétt algjörlega ómissandi fyrir heildina og allar fjórar stéttirnar eru í sömu tengslum við miðju ferningsins —Mahatmíska viskutréð annars vegar, og Yajamana, eða hin sanna mannlega sál hins vegar — Hin sanna sól tilheyrir Mahatmas með sanni. Hugsum um hinar fjórar stéttir sem fjóra potta í garðinum samtengda og sem gefa hver öðrum styrk og skapar samræmi sem heild, en ekki af einstökum manni sem öfundar nágranna sig og segir „Ó! Hann hefur það betra en ég“, heldur með því að hver maður leggi alla orku sína í starf sitt og fullkomna ánægju, og ef mögulegt í ljósi hærri fræðslu sem segir: „ skyldur stéttanna tilheyra skuggasviðinu og sá sem gerir skyldu sína í lífinu í fullkominni hlýðni við karma lögmálið, rís hærra en sú stétt.“ Maður í Sudra stétt sem gerir skyldu sína samkvæmt lögmálinu og í ljósi hærri þekkingar er jafn velkominn til meistarans eins og Bramhini sem gerir skyldu sína. Þegar Sudra predikar rangar kenningar eins og; „drekkið líter af víni og bætið við ögn af ópíum í munninn þá leitar heili ykkar upp og þið sjáið mann, geisla drottins Siva“ eða þegar Bramhini hugsar og hagar sér; “Ég er bramhini og þessi maður er heimskur Sudra“ þá eru þeir báðir plága í samfélaginu og hamingju þess. Allt ósamræmi í stéttaskiptingu leiðir af sér óhamingju og er afleiðing af of mikilli áherslu á efnislífið sem leiðir af sér veikari púls hærri gilda. Ekki er hægt að leysa samfélagsleg vandamál nægilega vel nema að leita lausna í hærri gildum mannsins og því samræmi sem hann leitar. Lausn sem hafnar hærri gildum og leitar einfaldari aðlögunar í efninu, munu ekki endast og birtir veikleikanna í verkum sínum.
10. Stéttirnar eru innan litrófs hinna fornu Hindu trúarbragða, eins og trúarbrögð eru innan allra hugsanaforma heimsins. Í ljósi þess sem ég hef sett fram hér að framan, mun það verða skýrt að þegar stofnanir trúarbragðanna munu vinna í sönnum anda kenninga sinna, og leiða fram í hærra ljósi undirstöður sannra vísinda lífsins og sameiginlegan brunn allra trúarbragða —hins forna Bramha Vidya, eða nútíma guðspeki, mun maður öðlast ró og frið. Kristnir sem vinna að trúboði hér á landi og vilja skipta Krishna út fyrir Krist, skapa meiri skaða en gott, og þið vinir mínir, íhugið og meðtakið visku hinna fornu Bramhinar sem sögðu; “ látum ekki verða umskipti á Hinduism.“ Tökum eftir með nokkurri ánægju að Hindúismi hefur ekki enn stundað trúboð í öðrum löndum né skapað stríð og hatur með blóðsúthellingum. Ef við íhugum þá staðreynd að trúarbrögð eru aðeins hugsanaform með leiðbeiningum um framferði fyrir menn og að hin sönnu vísindi náttúrunnar eru framar öllum slíkum formum og öll trúarbrögð eru aðeins greinar á hinum sameiginlega stofni. Sri- Krishna, segir; — „Þitt eigið Dharma (eiginmótun), jafnvel þó það sé laust við allt gott, er betra en annarra (Dharma) fyrir þig.“ Sá sem breytir einhverjum hluta Dharma fyrir annað, skiptir út formi fyrir efni og slíkur misskilningur getur að lokum leitt til verulegra vandræða eins og sjá má hjá nokkrum þekktum trúarofstækismönnum.
11. Ef við hlustum á orð Sri- Krishna, orð sem leggja mikla áherslu á uppgjöf persónulegra langana (kama) og hugsana, verðum við eins og Arjuna, sem er djúpt snortinn af þessari visku og skynjar dyggð og mikilfengleika manns sem hafnar öllum löngunum, og þrá hans eykst að heyra fræðara sinn útskýra hvernig allt þetta sem heldur manninum föngnum varð til, og leiðbeinir manninum að forlögum sínum. Meistarinn segir það allt verða til vegna langanna, þessa svikula þáttar sem sveipar alla jörðina. Þær eru afkvæmi ástríðna efnisins — græðgi heimsins, sem er óseðjandi og vex að meiri löngun eftir því sem hún er mettuð. Hún er mesti óvinur mannsins og hindrun á þroskaveginum í átt til sannleikans og hefur afl til að hylja andlega skynjun manns. Í hverri birtingu er þessi sjöþátta kamatilvera, sem er sköpuð af hinum fimm skilningsvitum, huganum og Budhi. Kama villir fyrir vitundinni (Budhi) og framkallar eðlislæga vissu sem er alveg andstæð vissu allra andlegra manna, að hver maður sé einstakur og verði að ganga sína eigin braut, án tillit til þess hvaða veg samferðamenn hans ganga. Þetta er kallað ahancara (vitundarljós), sjötti þátturinn sem talin er upp í Sanskrit skrifunum, einnig nefndur Bhootadi, eða uppruna Bhootas (frumþáttanna) í Vishnu Purana nefnt Adhyaya. Eftir að framkalla þannig blekkingaraðskilnað einnar veru frá annarri hvað varðar sameiginlega hagsmuni, vinna langanir (kama) á hugarsviðinu og framkalla alskyns langanir og þarfir, meira eða minna hjá hverjum manni. Þegar kama hefur hugann sem þræl, ræður það öllum skynfærum eins og allir hafa reynt. Hugarvitsmunir (Budhi-Manasic) kama, nærir (Swarga) hugarsviðið, hugartilfinningar (Kama-Manasic) kama, nærir tilfinningarsviðið (Bhuvar) og skynfærin á efnissviðinu (Bhooloka) kama, hjá flestum mönnum. Bhoo-loka, Bhuvar-loka og Swarga-loka, hinir þrír þættir skilyrtrar tilveru kallast Samsara ( hringrás heimsins), það er ljóst að maður þarf að rekja og vita um rætur kama, og stinga þær upp. Meistarinn sagði því „þekktu, ó, Arjuna, eðli þess sem liggur handan Budhi (vitsmunina), að þekkja það ópersónulega leyndarmál, sigrar allan mátt þinn og hinn öfluga óvin, Kama.“