3. KAFLI
BYGGING ATÓMS.
Lýst hefur verið fyrir þér þeim hreyfingum sem mynda alheiminn (kosmosinn). Frumhringirnir, geislarnir og hjámiðjuhringirnir. Það eru grunnþættir alheims og áhrif þeirra móta þann alheim. Það er snúningur þeirra sem myndar hinar miklu umferðir—„ Daga og Nætur“ birtingarinnar—Dagur, tíminn er sá hluti alheims sem er innan þess sem kalla mætti jákvæða hlið segulsvæðisins og verður til við snúning Hringjanna.
Með þekkingu á þessum kosmísku föllum getur upplýstur maður haft gagn af kröftum þeirra. Þá er vísað til þekkingu á tölum í leynda dagatalinu.
Þetta eru upprunalegu áhrifaöflin, það má líta á þau sem byggingarform Alheims.
Snertilínukraftarnir; innan þeirra myndast hvirflar og þessir hvirflar eru Frumatómin. Þú getur séð af þessu, að við byggingu atóms eru sömu lögmál að verki eins og við að Hring-Kosmos og Hring-Kaos mynduðu alheim. Þar er Lögmál andstæðra afla sem koma á stöðugleika. Þegar þessi andstæð öfl hafa myndað atóm, verða atómin sjálf að afli, því þau hreyfast í snúningi sínum og því eiga sér stað snertilínur—hreyfing sem fær áhrif af fleiri en einu aðdráttarafli. Svo að frá einni einfaldri hornréttri hreyfingu sem varð til af einföldu andstæðu afli, varð til hvirfill sem er lýst sem marghliðungi. Hægt er að sjá slíkt form í mismunandi gerðum efniskristala.
Atóm sem myndast af snertilínum við samsett öfl geta myndað allt frá þríhliðung til fjölhliðungs. Þú verður að skilja fullkomlega að frumatómið samanstendur af tveim andstæðum hreyfingum sem snúast hver um aðra. Þetta eru einfaldir hvirflar, en hvirflarnir geta hreyfst gegnum geiminn líkt og vatnshvirflar hreyfast yfir sjóinn og þessa hvirfla er hægt að líta á sem seinni hreyfingu. Það eru þessar seinni hreyfingar sem ég er að vísa til sem hafa hornlægan ferill.
Það koma fram mismunandi gerðir atóma frá frumatóminu, sem fyrst og fremst spinnast, sum innan þríhyrnings; önnur innan ferhyrnings, enn önnur innan fimmhorna, sexhorn og svo framvegis.
Þessi atóm laðast hvert að öðru, dragast saman og fylgja hvert öðru með því sem í líkingu mætti kalla „brautarfleti“ þeirra. Þannig mynda þau samband sín á milli.
Þessi mismunandi atómgerðir verða til í Alheimi og byrja að safnast saman í samsettar einingar. Hver samsett eining sem stækkar, eykur aðdráttarafl sitt svo að tilhneiging Alheims er því að þétta sig og þessi form laga sig hvert að öðru, og þannig myndast ný öfl reglulega. Við munum skoða það betur síðar.
Hér höfum við lýst til viðbótar hinum miklu snúningsöflum í Alheiminum, myndun óteljandi smáum stöðugleikamiðjum af mismunandi gerðum, og áframhaldandi skipulagi viðbragða þeirra á milli.
Þú sérð af þessu að langur ferill hefur liðið í þessari þróun, því hvert nýtt afl sem varð til, varð að ferðast gegnum alheiminn og út að Hring-Takmörkum og til baka þaðan sem það var upprunnið, og það var aðeins þá sem það varð stöðugt afl í Alheiminum.
Innan takmarka Geislanna og Hringjanna voru þessi nýju atóm á endalausu ferðalag fram og til baka um ómunatíð áður en nokkur samvinna átti sér stað á milli þeirra. Ef tvö eða fleiri hreyfðust samhliða efldust kraftar þeirra hver við annan og drógu að sér því meira inná umferðabraut sína, þessi samruni gat þannig af sér skiplagða endurtekningu áhrifa og þess vegna á tiltekna braut. Hinar miklu mótuðu kraftlínur í Alheiminum sem við köllum geisla og straumar þeirra, hafa smásaman áhrif á hreyfingu þessa mikla atómhafs sem flæðir í stefnu þeirra. Smásaman verður því hið óskipulagða komið í skipulag hinna miklu öldufalla alheims og þó atómin skapi sínar eigin snertilínur, hreyfast þau með þessum miklu ölduföllum.
Ég mun nú setja fram hugtak sem gæti verið þér ókunnugt, en sem er grunnur að miklu í dulfræði. Í upphafi þessarar fræðslu sagði ég við þig, „Rýmið hreyfist.“
Hvenær sem hreyfing á sér stað í rými, mun hún haldast áfram. Rými sem sett er á hreyfingu flæðir ávallt áfram, því það er mótstöðulaust. Kraftar hafa verið settir af stað sem haldast áfram. Þessir kraftar geta blandast öðrum kröftum og hætta því að vera sjálfstæðir, en halda upprunalegum einkennum sínum og ef við gætum sundurgreint eininguna sem þeir er orðin hluti af myndum, við finna þá krafta óskerta hvern og einn.
Munið þetta—rými sem sett er á hreyfingu, flæðir endalaust áfram. Gerum ráð fyrir með samlíkingu; að þú hreyfir penna yfir blað um nokkra sentímetra myndar sú hreyfing flæði í rýminu í jákvæðu formi í einum þætti hreyfingarinnar og til baka í neikvæðu formi í öðrum þætti hreyfingarinnar. Þetta mun haldast svo og hvað sem breytir þeirri hreyfingu í rýminu, breytir athöfninni sem setti hana á stað í upphafi. Þetta er grunnurinn að minni og er ástæðan fyrir því að auðveldara er að endurtaka hreyfingu en að setja upphafshreyfingu af stað og því oftar sem hún er endurtekin er hún auð-veldari í endurtekningu, því skriðþungi rýmis er uppsafnaður og mun að lokum auðvelda að flytja hreyfingu í flæði sitt. Þetta ætti að útskýra margt fyrir þér.
Þú hefur útbreiddan alheim frammi fyrir þér sem varð til í rýminu með hreyfingu og er ekkert annað en hreyfing og þú hefur séð hvernig spennukraftar verða til af þessum hreyfingum og mynda ótölulegan fjölda hvirfla, byggða á nákvæmlega sömu grundvallarþáttunum sem mynduðu hinn mikla hvirfill, kosmos, því sömu lögmál gilda á öllum sviðum birtingarinnar, lög-mál tengsla. Þú munt því sjá að tengsl eiga sér stað milli nýrra kraftahvirfla sem myndast með þessum hætti og leitast við að mynda nýjan kosmos saman, byggða á sömu grundvallarþáttum.
Dans atómanna myndar nýjan Hring-kosmos og sagan endurtekur sig, þessir nýju heimar, eins og þeir eru kallaðir ráðast af sömu lögmálum og lýst hefur verið um alheim, en eru undir áhrifum af þeim grunni hans sem fyrir er þegar þeir myndast. Þú munt sjá að sömu lögmál ráða í allri birtingu.