Óður til sjófarenda.

I.

Úr “ Vísur um Krist.”

….

Guð, heit ek á þik,

at þú græðir mik.

Minnsk þú, mildingr, mín,

Mest þurfum þín.

Ryð þú, röðla gramr,

ríklyndr ok framr,

hölðs hverri sorg

ór hjarta borg.

…….

Kolbeinn Tumason D. 1208


II.

Lausavísa.

 

Upp skaltu á kjöl klífa.

Köld er sjávar drífa.

Kostaðu huginn at herða.

Hér muntu lífit verða.

Skafl beyjattu, skalli,

Þótt skúr á þik falli.

Ást hafðir þú meyja.

Eitt sinn skal hverr deyja.

Þórir Jökull Steinfinnsson. D.  1238.

III.

Úr  “Ég bið að heilsa.”

……….

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum

um og hæð og sund í drottnis ást og friði.

Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði,

Blásið þið vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

………

Jónas Hallgrímsson  D. 1845.


IV.

Úr “Sonarterrek”

………..

Eftir ein á strönd við stöndum,

störum eftir svörtum nökkva,

sem að burtu lífs frá löndum

lætur út á hafið dökkva.

Farmurinn er enn fagri laukur,

felldur snöggt af norðanvindi,

farmurinn er enn fallni haukur,

farmurinn er lífsins yndi.

Ein er huggun, ei fær grandað

ólgusjór, né fær á skeri

dauðans hann í dimmu strandað.-

Drottinn sjálfur stýrir kneri.

Grímur Thomsen D. 1896

V.

“Þið sjáist aldrei framar”

 

Ég veit eitt hljóð svo heljarþungt,

sem hugans orku lamar,

með helstaf lýstur hjartað ungt,

og hrædd það tungan stamar.

Það dauðaklukku geymir glym

og gnýr sem margra hafa brim

þau dómsorð sár með sorgarrym:

“Þið sjáist aldrei framar.”

Ástskyldar verur snöggvast sjást,

Þeim sundra nornir gramar.

Þá yndisvonin öll þeim brást,

þær aldrei verða samar.

Hve sárt, er slitnar hönd frá hönd

og hafið veglaust skilur lönd.

Það suðar dimmt við sendna strönd:

“Þið sjáist aldrei framar.”

Steingrímur Thorsteinsson D. 1913


VI.

“Dánarstef”

 

Vor æfi stuttrar stundar

er stefnd til drottnis fundar,

að heyra lífs og liðins dóm.

En mannsins sonar mildi

skal máttug standa í gildi.

Hún boðast oss í engils rómi.

Svo helgist hjartans varðar.

Ei hrynur tár til jarðar

í trú, að ekki talið sé.

Í aldastormsins straumi

og stundarbarnsins draumi

oss veitir himnar vernd og hlé.

Einar Benediktsson  D. 1940

VII.

Úr “Dreggjar”

…..

Nætur, -nætur sem hverfa í haf,

hve hart og skammvint binda.

En máist þessi um æfina af,

þótt efsti tindurinn sökkvi í kaf ?

–        Ég skynja í sæg allra svífandi mynda

einn svip og eitt nafn,

–        einn lífsþátt með eldskreyttan upphafsstaf.

Einar Benediktsson  D. 1940


VIII.

Úr “Svona verða drengir menn”

………

Sá ég hann er segl á firði

setti hann upp og hélt til lands.

Afli, skip og yngri bróðir

ábyrgð var nú falið hans.

Stillti hann svo með styrkum höndum

stýrissveif og skaut í senn.

Þróttur óx er þaut í reiða.

–        Þannig verða drengir menn.

………….

Guðmundur Ingi Kristjánsson, 1935

IX.

“ Jón Thoroddsen „

In memoriam.

 

Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri

mitt ljóð til þín var árum saman grafið.

Svo ungur varstu, er hvafstu út á hafið,

hugljúfur,glæstur,öllum drengjum betri.

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína

sem hefði klökkur gíjustrengur brostið.

Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,

sem hugsar til þín alla daga sína.

En meðan árin þreyta hjörtu hinna,

sem horfðu eftir þér í sárum trega,

þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,

þitt bjarta vor í hugum vina þinna.

Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir,

sem ung á morgni lífsins staðar nemur,

og eilíflega, óháð því sem kemur,

í æsku sinnar tignu fegurð lifir?

Sem sjálfur Drottinn mildum lofum lyki

um lífsins perlum í gullnu augnabliki-

Tómas Guðmundsson. -Fagra veröld.

 

X.

“Sálmar á atómsöld”

 

Tíminn er hvítur í fjöll.

Dagarnir hverfa í brim.

Þið eruð skipreikamenn á kili.

Þið kallið lagið þegar sogið kemur –

skjóllausir men á bliksvörtum kili.

Við horfðum af ginfjöru og biðum,

skyggðum hönd fyrir auga:

Í Jesú nafni kyrrðu landsjóinn

eins og öldur vatnsins áður,

gefðu þeim hik gegnum brimið.

Mattías Johannessen, 1991

Þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám.

Því er gjarnan haldið fram að okkar Stjórnarskrá sé í norrænum anda og á að vera erfitt að breyta henni. En er það svo? Þegar skoðuð eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í norrænum stjórnarskrám sést að þær eru mjög ólíkar.

Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram sex sinnum á Íslandi.  Þrisvar sinnum á grundvelli um ályktunar meirihluta Alþingis (1908,1916 1933)um áfengisbann og þegnskylduvinnu. Tvisvar sinnum á grundvelli sambandslaganna við Danmörk (1918, 1944) og nú síðast um Icesave.  Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í fjórum greinum;

11. gr. Ef Alþingi víkur Forseta frá þarf samþykki þjóðarinnar.

26 gr. Synjun Forseta á lögum Alþingis ber að vísa til þjóðarinnar.

79 gr. og 81.gr.  Ef Alþingi samþykkir breytingar á Stjórnarskránni og á kirkjuskipan samkv.  62 gr.

Danska  stjórnarskráin hefur skýr ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkrum greinum.  42 gr.segir að þriðjungur þingmanna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög meirihlutans og einungis þarf meirihluta atkvæða  í 30% kosningaþátttöku til að fella lögin. Líklega er þetta ástæðan fyrir meiri samvinnu um lagasetningu á danska þinginu. Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa farið fram um fullveldisafsal í tengslum við ESB.

Norska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur en meirihluti þings getur samþykkt sérlög um slíkar atkvæðagreiðslur (eins og allstaðar)og það hefur gerst fjórum sinnum frá sjálfstæði, þar af tvisvar um áfengismann eins og á Íslandi.

Sænska stjórnarskráin  gerir ráð fyrir tvennskonar þjóðaratkvæðagreiðslum. Atkvæðagreiðsla um stjórnarskránna er bindandi.  Aðeins 10% þingmanna geta gert tillögu um breytingu á stjórnarskránni og hún fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hljóti hún samþykki 30 % þingsins. Hún fer fram í næstu almennu kosningum og telst samþykkt ef meirihluti a.m.k. helmings kjósenda í almennum kosningum samþykkir.   Þjóðaratkvæðagreiðslur um önnur má eru einungis ráðgefandi og þarf meirihluta þingsins til að koma þeim á.

Finnska stjórnarskráin gerir einungis ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem meirihlutinn samþykkir sérlög um í hverju tilviki. Aðeins tvær þjóðaratkvæðagreiðslur hafa á sér stað í Finnlandi. Önnur um áfengismál 1931 og hin 1994 um inngöngu í ESB og þær báðar ekki bindandi fyrir þingið.

Niðurstaðan af þessari skoðun að er sú að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrám norrænu ríkjanna eru ólík, hvort þær eru bindandi eða ráðgefandi, hvort meirihluti þings  eða minnihluti getur krafist þeirra, eða hvort þær eru um stjórnarskrábreytingu eða annað.  Ef þau eru ekki í stjórnarskrá fara þær sjaldnar fram.

Lægsti þröskuldurinn á breytingum eins og í Danmörk hefur mikil áhrif á lýðræðið og löggjafarvaldið. Ákvæði  42 gr. dönsku stjórnarskrárinnar  skapar grundvöll fyrir samvinnu alls þingsins og þar með möguleika á myndun minnihlutastjórnar sem verður að reiða sig á samvinnu í þinginu og því lítil hætta á stjórnarkreppu.  Þetta þurfum við að skoða.

Stjórnarskránni þarf að breyta.

Úrtöluraddir.

„Af hverju þarf að breyta stjórnarskránni þó einhverjir bankar hafi farið á hausinn? Svona er spurt í  Morgunblaðinu. Ef fólk er ekki  blint á samfélag sitt, sér það þörf á breytingum eftir það sem undan er gengið. Krafa almennings er skýr, kannanir og tveir Þjóðfundir sem blaðið gerir lítið úr, sýna það ljóslega. Sagan mun dæma þá blindu.

Sú upplausn sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins birti okkur skýrt þá galla á samfélaginu sem flokksræðið íslenska hafði skapað. Þess vegna vaknaði krafa um breytingar og ásæknar spurningar. -Hvernig breytum við þeirri siðspillingu stjórnmálanna sem byggðist á vinarvæðingu og fóstbræðralagi við hagmunaöfl í áratugi? – Hvernig komum við í veg fyrir að flokksforingjaræði tröllríði íslenskum stjórnmálunum ?  Er hægt að koma í veg fyrir lagasetningu tæps meirihluta á Alþingi sem stríðir gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar?  – Hvernig komum við í veg fyrir að minnihluti Alþingis sé alltaf áhrifalaus? Þetta og margt annað sem hefur skert lýðræðið þarf að íhuga og laga.

Andi stjórnarskrárinnar.

Fólk íhugar hvaða gildi ráði og knýi áfram gott samfélag . Það hugsar ekki í lögfræði heldur í hugsjónum og í gildum, það vill sjá lýðræðið í verki.  Sautján Evrópuþjóðir hafa endurskoðað stjórnarskrár sínar á síðustu áratugum, meira en við höfum gert og flestar á síðustu 30 árum.  Í flestum þeirra eru þau meginstef og gildi sem Þjóðfundir hafa nefnt. Í þeim eru mun þroskaðri ákvæði um lýðræðið og virkni þess, en er í þeirri stjórnarskrá sem kóngurinn gaf okkur.

Vonandi skynjar þjóðin þetta tækifæri til að setja sér framsækin samfélagssáttmála. Hún getur stutt kröfur sínar um breytingar á samfélaginu með því að taka þátt í kosningu til Stjórnlagaþings, og velja fulltrúa sína til að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnvöld og Alþingi þurfa aðhald. Lýðræðið þarf að treysta í sessi. Ný ákvæði um mannréttindi, umhverfi , auðlindir og fullveldi þurfa að koma í stjórnarskránna.