LÖGMÁL PÓLUNAR

29. KAFLI
LÖGMÁL PÓLUNAR
Það er ómögulegt að íhuga Lögmál Pólunar án Lögmála aðdráttarafls og miðflóttaafls, pólun hefur grunn sinn í þessum tveim lögmálum. Það veltur á aðdráttarafli miðjunnar eða ummálsins hvort neikvæðir eða jákvæðir þættir orkunnar eru ríkjandi.
Aðdráttarafl miðjunnar er neikvætt en aðdráttaraflið að ummálinu er já-kvæði þátturinn, það eru þessir tveir þættir pólunar sem framkalla hringráð orkunnar. Hér sérð þú frumgerð sem samsvarar jákvæðum og neikvæðum þáttum kosmískra dægra. Stafbrigði af þessu sést í vafningsstaf Merkúrs. Þar sérðu svarta og hvíta höggorm jákvæðrar og neikvæðrar þátta vefja sig frá hið til hliðar um stafinn. Ef við setjum þetta í jarðneskt samband, þá táknar stafurinn geisla og svarti og hvíti höggormurinn jákvæða og neikvæða þætti í lífsbylgjunni.
Það er annar þáttur í pólun sem tengist hópmyndun. Hópvitund er nei-kvæð, eða kvengerð. Hún krefst örvunar af jákvæðri orku áður en hún getur orðið skapandi. Þættir sem vinna á fínni sviðum eru jákvæðir á það sem vinnur á þéttari sviðunum. Skynji vitund tilgang hóps á hærra sviði en það sem hópurinn er á, verður það jákvæð orka fyrir hópinn og verður því frjó-söm fyrir hann. Þegar frjósemi hóps á sér stað fær hver og einn meðlimur hans nýja hugmynd og fæðir af sér skapandi verk á efnissviðinu. Þeir hafa því skynjað það sem leiðtogi hópsins gat af sér og munu því vera á sama stigi og hann. Með því að hafa skynjað sömu hugmynd eru þeir á sama pól og leiðtoginn og hann geta því ekki lengur gefið þeim sem hóp skapandi örvun. Þetta útskýrir ris og hljóðnun sem hópar ganga í gegnum, tímabil hljóðnunar er ekki endilega dauði.
Þú munt taka eftir að gegnum alla lífsbirtingu er samvinna tveggja þátta nauðsynleg fyrir alla „formmyndun“. Afl, hins vegar, vinnur sem eining því pólun þess er í Lógosnum.

LÖGMÁL ÍHLUTUNAR EÐA FÆRSLA ATHAFNA MILLI SVIÐA.

28. KAFLI
LÖGMÁL ÍHLUTUNAR EÐA FÆRSLA ATHAFNA MILLI SVIÐA.

Aðferð réttrar íhlutunar er lítt skilin, því hún snertir innri meginreglu pólunar.
Íhlutun má skilgreina sem aðferð til að færa orku fínni sviða til þéttari sviða á innþróunarboganum. Það verður að skilja frá niðurþrepun. Hún er svipuð aðgerð á þróunarboganum. Við tölum um niðurþrepun og upplyft-ingu orku á þróunarbrautinni og íhlutun og sundurgreiningu á innþróunar-brautinni. Mikilvæg hugmynd er varðar gott og illt er falin í þessari skilgrein-ingu. Íhlutun er því aðgerð til að efla orku á „formþátt“ þróunar.
Við verðum að muna að lífstraumur streymir frá Lógosnum og verður að koma niður í efnið til að skipuleggjast og þegar hann hefur mótað formið með innilokun í efninu, notar hann það form sem mót, eða strangt til orða tekið, sem grunnmynd (fyrir hið fínna umhverfis, það þétta) og þegar sú efnisgrunnmynd hverfur, viðheldur það fínna forminu við eins og það var, því kerfisspennan er orðin vani.
Aðferð upplyftingar er að aðskilja þétta efnið frá því fínna, en aðferð í-hlutunar er að læsa tvö snertiöfl í efnishnút. Þetta er eins og þú sást sem aðferð í sköpun á atómum.
Aðferð íhlutunar er byggð á Lögmálum aðdráttarafls og miðflóttaafls, og pólunar, í allri útfærslu hugmyndarinnar um pólun setur það Lögmál Í-hlutunar í gang, því pólun kveikir á íhlutun, íhlutun ræðst af pólun þegar sameining á sér stað lárétt og klofningur á sér stað lóðrétt.
Meira hefur verið sagt en þú getur skilið.

LÖGMÁL DAUÐANNA SJÖ

27. KAFLI
LÖGMÁL DAUÐANNA SJÖ

Lærum nú um þýðingu dauða.
Fyrsti dauðinn. Eins og áður hefur verið sagt, þegar tvær hreyfingarlínur mætast verður til hringiða. Þegar það gerist verða þær óvirkar sem hreyf-ingar og og breytast í stöðugleikamiðju. Þetta er Fyrsti dauðinn.
Annar dauðinn. Athöfn og viðbrögð eru jöfn og andstæð á sviðinu sem var upphaf þeirra. Þau verka, gagnverka og halda áfram að birtast í hring-formi. En þegar þau ummyndast af einu sviði á annað, hætta þau að birtast á fyrsta sviðinu og birtast í öðru formi á næsta sviði. Ef þessi færsla er skoðuð frá upphafssviðinu er hún kölluð dauði. Ef hún er skoðuð frá móttökusvið-inu er hún kölluð fæðing.
Ef þróunarbreyting er skoðuð frá frumstæðari hlið er litið á það sem dauða. Ef hún er skoðuð frá þróaðra stigi er litið á hana sem fæðing. Þessi fæðing er Annar dauðinn.
Við skulum skýra þetta með dæmi. Lífið hefur þróast fram yfir hæfileika lægri forma til að tjá sig og því byggt sér hærri form. Steingervingar eru til af yfirgefnum lægri formum. Þeir dóu, kynstofn þeirra eru útdauður, þeir eru ekki lengur til, en lífið hefur getað endurfæðst í þróaðri líkama. Lífið þarf að getað yfirgefið einfaldara form til að komast í flóknara form, þó vitundin sem er á sviði einfalda formsins sjái það sem hörmungar, því hún getur ekki skilið hærra líf og sér sína eigin brottför ummyndast, en vitundin sem á hærra stigi sér það sem fæðingu nýrrar birtingu og fagnar, því hún sér mögu-leika á meiri tjáningu.
Þriðji dauðinn. Hver einstaklingsvitund lifir til að deyja og deyr til að lifa. Það er aðeins með dauða sem við getum notið ávexti lífsins. Við þjótum um velli jarðarinnar og svo leggjumst við niður á himnavöllum og meltum reynsluna. Það er sagt að „fyrir einnar stundar skoðun þarf þriggja stunda hugleiðslu.“ Lífið er skoðunin og dauðinn er hugleiðsla sálarinnar.
Ef þú aðeins „lifir“, fer öll reynsla gegnum vitundina og skilur eftir lítil hughrif eftir að fyrstu myndirnar fylltu allt mögulegt pláss. Allt mundi verða hart, ótengt, ósamhæft; í hugleiðslu, sem er „dauði,“ er óhlutbundni kjarni lífsins dreginn út og í stað milljón mynda, verður eftir óhlutbundin hugmynd. Lærið að treysta dauðanum. Lærið að elska dauðann. Lærið að treysta á dauðann í daglegu lífi og gerið reglulegar æfingar í að sjá sjálfa ykkur látna og skynja hvernig þið séuð þá, með þessu byggið þið brú milli lífs og dauða, með því verður auðveldar að ganga þann veg. Sjáið ykkur sem látin og skoðið örlög ykkar. Sjáið ykkur látin og haldið áfram að vinna frá því sviði. Þannig á að byggja brú sem leiðir okkur handan hulunnar. Brúum hyldýpið milli þess sem kallað er líf og dauði með þessari aðferð svo menn hætti að óttast dauðann.
Fjórði dauðinn. Talan fjórir er „tenging“. Fjórði líkaminn sem er hæsti þáttur persónuleikans tengir hann við einstaklingsvitundina og fjórði dauð-inn er kallaður „tengingin“—„fræðslan“ eða einnig þekktur sem „svefn.“ Svefn er dauði í smámynd, eins og dauðinn er hin meiri svefn og þekking á eðli svefns hjálpar til að útskýra dauða. Eðli svefns er ekki nægi-lega skilin. Hughrifin sem vökuvitundin fær úr svefninum er villandi. Í svefni er jarðneska sviðið ótengt frá öðrum sviðum og sálin því frjáls og laus undan áhrifum skilningsvitanna fimm og því segjum við „þau sofa og eru aðgerða-laus“, en einstaklingsvitundin er vakandi og starfsöm. Í vökulífi er sálin sof-andi og í svefnlífi er sálin vakandi. Það er regla fyrir flesta, en það koma tímar í þróuninni hjá sumum að persónan er hæf til að sálin tjái sig í gegnum hana. Það krefst mjög þroskaðra persónu og mjög þroskaðrar sálar. Ein-staklingsvitund eða sál er tilvitnuð í heilagri ritningu sem „Engill sem ávallt horfir á andlit guðs.“
Á meðan á vökulífi líkamans stendur er tilgangur einstaklingsvitundar-innar að vinna úr þeim beinu áhrifum sem berast þaðan í lægri sálina. Þegar hún er ekki lengur þannig tengd, verður hún hlutlæg á sínu eigin sviði og horfir á „andlit föðurins.“ Hún ber sig við guðlegt stig og lagar sig að því eins og er á hennar valdi, en aðlögun andans er eilíf og mælist í líftíma himinsins.
Lítt þróuð sál fellur ekki í algleymi í svefni, en er, upptekin af óuppfylltum löngunum, og bregst við hugformum sem verða til við þessum langanir. Hana dreymir drauma sem eiga uppruna sinn í þessum löngunum og frá eðlishvötunum. Sálin er ekki frjáls og í stað þess að horfa á „andlit föðurins sem er á himnum“, horfir hún á mannlegt form og þroskast því í þeirri mynd. Sálin getur ekki starfað á sínu sviði og þroskast ekkert, persónan verður þannig ýktur persónuleiki sjálfs síns. Þriðji dauðinn getur aðeins komið sálinni úr þessu ástandi og gert henni kleyft að halda áfram, en ef þriðji dauðinn nægir ekki til þess, mun lægri sálin halda áfram að dreyma á tilfinningasviðinu. Það leiðir okkur að fimmta dauðanum.
Fimmti dauðinn er dauði persónuleikans. Þegar persónan hverfur úr líkamanum við dauðann, heldur hún áfram að vera til, maðurinn er ekkert vísari og „heldur áfram að gegna nafni sínu.“ Í lægra helvíti brennur hann af löngunum þar til að allar langanir er útbrunnar. Langanir halda aðeins áfram sem afstæðar hugmyndir og eru hluti af sálinni. Hann deyr þannig lægri hvötum en heldur áfram að lifa til æðri langanna.
Hann lærir að þessar langanir gera hann dauðlegan, hann finnur að þær eru tálmi milli hans og föður á himnum og hann fær löngun til að flýja þessar langanir. Hann elskar ekki lengur sem persóna, heldur æskir æðri elsku, sem er kærleikur sem elskar enga persónu né hluti, heldur er vit-undarástand sem umvefur allt. Hann leitar frjálsræðis frá lægri elsku og það er þessi löngun, að losna frá því sem er gott en endanlegt, til að skilja það góða sem er óendanlegt, sem veldur fimmta dauðanum og hann fæðist inní vitund sálarinnar og lifir á hennar sviði og skynjar “andlit föður síns sem er á himnum.“
En vökulöngunin verður aftur draumurinn og með draumnum kemur ákall efnisins. Andinn, horfir á andlit föðurins þar til vitundin þreytist af birtu hans, lokar augunum og sofnar. Í svefninum dreymir hann um ófull-nægðar langanir sínar og fæðist að nýju, því í löngunum er vitundarstigið staðurinn, vegna þess að löngunin ræður og því endurfæðumst við. Þannig skapar maðurinn sitt eigið karma.
Eðlilegt er að spurt sé, hvers vegna maðurinn skapi sjálfum sér þjáningar og takmarkanir sem hann hafi ekki þráð? Það er vegna þess að hann upp-sker ekki ávexti ímyndana sinna, heldur ávexti raunveruleikans. Honum er færður árangur þess sem hann hefur leyft sér að þrá, en ekki það sem hann þráði. Sem dæmi—maður sem þráði völd uppsker hégóma. Til að öðlast völd verður maðurinn að þrá eiginleikanna sem veita völdin, styrk, framsýni og visku. Maðurinn sem þráir völd skapar með sér vitund eigingjarnar sjálfselsku, maðurinn sem þráir styrk, framsýni og visku skapar með sér visku valds.
Sjötti dauðinn er leiðsluástand. Í slíku ástandi sefur líkaminn er sálin er vakandi. Hún er starfsöm á sínu sviði. Hún getur starfað á sviði lægri þátta sinna, eðlishvatanna, með líkamann í bakgrunni. Eða hún getur starfað á sviði hærri þátta sinna—með hugann og tilfinningar í bakgrunni. Í venjulegri sálfræðimynd sýnir vitundin atburði innri heimanna eins og í töfraspegli, þar sem athyglin ræðst af tilfinningastöðu mannsins.
Þegar sálarvitundin hefur athyglina í eðlishvötum og ástríðum í bak-grunni, er vitundin flutt inní eterlíkamann til að hann geti starfað sem líkami fyrir ástríðurnar, þá sjáum við það birtast í lægri töfrum, göldrum, hættuleg og ill í allri birtingu, niðurlægjandi fyrir persónuna, því lífinu er lifað í efninu, en ekki andanum. Lifið lífinu með guð sem bakgrunn og vegið allar gjörðir ykkar við haf himinsins og metið þær í kosmísku ljósi, þá sérð þú syndir þínar sem miklar og mistök þín verða mjög smá.
Sjöundi dauðinn er tálsýn. Í sjöunda dauða flyst vitundin frá persónu-leikanum og verður ein með einstaklingsvitundinni, sálinni, og maðurinn horfir ætíð á föðurinn sem er á himnum, jafnvel þó hann ferðist til jarðar-innar. Þess vegna er hin upplýsti vígsluhafi ekki eins og aðrir menn. Fullnaðarvígsla er lifandi dauði.

Þeir sem þrá hluti skynfæranna og gæði lífsins nota orðin „lifandi dauður“ til að lýsa þeim hörmulegu örlögum sem geta hent menn, en þeir sem hafa þekkinguna, vita að „lifandi dauði“ þýðir frelsi andans á efnissvið-inu. Það þýðir vitund „varanlegrar verundar“ í lífi skilningsvitanna. Það er æðri meðvitund í lífi á jörðu. Því gengst vígsluþeginn við lifandi dauðanum, sem er frelsi í líkamanum, því dauði yfirvinnur Lögmál Takmarkanna, frelsar eiginleika andans, gefur blindum sjón og afl til þeirra hjálparþurfandi. Það einskinsverða sem við þráðum í lífinu, skiljum við í dauðanum, því dauði er lífið og lífið er dauði.
Fyrir meiri vitund, móðurlegið er gröf og gröf er móðurlegið. Hin þrosk-andi sál, sem gengur inní lífið, kveður vini sína sem syrgja hann, tekur hugrekkið báðum höndum og mætir hinni miklu áskorun og gefur sig á vald þjáningu, gengur inní lífið. Fyrstu viðbrögð hans eru að draga andann. Önnur viðbrögð hans eru við þann andardrátt, grátur, neyðarkall, því hann kemur til átaka lífsins sorgmæddur, en markmið hans í lífinu gera lífið bæri-legra. En þegar hann kemur í gröfina gengur hann um hlið inní meira vit-undarlíf og þegar vígsluhafinn gengur inní það vitundarlíf, gengur hann gegnum hlið sem táknar dauðann og með dauða langanna sinna öðlast hann frelsi, og sem dauður gengur hann á meðal manna. Í dauðanum í lífinu, sem er frelsi andans í böndum holdsins, umbreytir hann Lögmáli Takmarkanna, sem dauður er hann frjáls, sem dauður fer hann með kraft á meðal manna sem grafnir eru í holdinu og þeir sjá ljósið skína umhverfis hann og vita að hann er dauður, því ljósið getur ekki skinið gegnum hulu holdsins. Meðan vitundin er í jarðvistarlíkama, getur ljósið ekki skinið gegnum á vitund, en þegar vitund er ekki í jarðvist, lýsir ljósið gegnum hana. Ef ójarðnesk vitund er enn í líkama, þá skín ljósið gegnum efnisheiminn og uppljómar menn. En munið þetta og hugleiðið—hinn uppljómaði vígsluhafi er dauður maður sem stjórnar líkama sínum svo hann geti þjónað þeim sem hann gæti ekki annars nálgast.