LÖGMÁL TAKMARKANNA —I og II HLUTI

26. KAFLI
LÖGMÁL TAKMARKANNA —I HLUTI

TAKMÖRKUN er fyrsta lögmál birtingar og því er það fyrsta lögmál orku. Þessi staðreynd er ekki nægilega skilin. Margir trúa því að andleg orka sé eilíf, sem er alls ekki. Til að Logósinn geti birst þarf hann að af-marka sjálfan sig. En andleg orka er svo mikið meiri en að geta yfirunnið allar mótstöður lægri sviðanna þegar henni er beitt.
Til þess að koma krafti í birtingu er nauðsynlegt að færa hann í rétt form eða líkama. Formið er byggt inní efni sviðsins sem er ofar því sem ætlunin er að birt það á og í gegnum þann farveg er aflið vakið. Til að vekja afl án þess að stýra því, er að dreifa því. Því aðeins með þekkingu og notkun á Lögmáli Takmarkanna er hægt að varðveita orkuna.
Til að ná takmarkinu, verður það markmið að vera skýrt og takmarka sig við það, hafna öllu sem er því óviðkomandi, og munið þetta atriði— fyrsti fasinn í að vekja upp kraft er höfnun á öllu óviðkomandi. Þetta er önnur lýsing á einbeitingu. Lögmál Takmarkanna þýðir einbeiting aflsins með höfnun á því óviðkomandi. Þetta er ekki nægilega skilið.
Til að framkvæma það allra nauðsynlegasta til að ná árangri er að vita hvað þú getur ekki. Það er sundurgreining. Lögmál Takmarkanna er nauð-synleg afleiða lögmálanna sem stjórna því hvernig orka er vakin.
Þegar löngun er til að koma hlutum í verk, byrjum við á því að hugsa málið í þaula, sjá skýrt fyrir sér útlínur takmarksins sem á að ná. Næst er að skoða með hvaða aðferðum takmarkið næst. Næsta er að útiloka alla löngun fyrir því sem ekki snertir takmarkið—þetta er mikilvægt atriði. Með öðrum orðum, þú hjúpar þig einbeitni.
Það getur vel verið að með því setjir þú til hliðar einhverja eðlilega hluti daglegs lífs. Leggið þá til hliðar með vissu um að þeim verði sinnt í tíma og haldið áfram með miklum aga í að takmarka sjálfan þig að sinna markmið-inu og þú hafi aðeins eina löngun og allt annað kemur á eftir því. Hugsið ekki um annað, dreymið ekki um annað, þar til verkefninu er lokið. Þegar þessari afmörkun löngunar og takmörkun vitundarinnar að efninu er náð, vaknar orkan til framkvæmda og á augabragði verða hlutirnir að veruleika.
Ítarlegur undirbúningur þýðir fljótari framkvæmd. Yfirleitt er ekki nægur tími notaður í undirbúning og því er árangurinn ekki nógu góður.
Ef tilgangurinn er að efla andlega styrk verður þú að undirbúa hann með algjörri helgun í vitundinni. Það má ekki gleymast að slík þrenging vitundarinnar mun raska jafnvæginu ef henni er þröngvað óþarflega. Því þurfa að skiptast á tímabil einbeitingar og tímabil fullrar þátttöku í lífinu, svo víkkuð vitund og þroskaður persónuleiki vinni í bakgrunninum á efl-ingu og takmörkun löngunar sem kemur andlegum styrk í birtingu á efnis-sviðinu. Það er skortur á þessum hlutföllum sem leiða til öfga og jafn-vægismissis.
Það er því með vitundartakmörkun við verkefni sem við náum einbeit-ingarorku. En það er með þroska og víkkun vitundarinnar sem þú nærð að leggja grunn að takmörkunum; því takmörkun sem felur í sér greiningu og takmörkun vitundar er alls ólík takmarkaðri vitund. Takmörkuð vitund felur í sér takmarkaða reynslu. Takmörkun vitundar felur í sér reynsluval og einbeitta athygli á valið verkefni. Það er lögmál Takmarka sem felur í sér einbeitingarorku. Það er að notfæra sér mótstöðu sem gerir okkur kleyft að hafa eitthvert hald í margdreifðri birtingu.
Stór hluti þeirrar mótstöðu sem nemi reynir í viðleitni sinni við að ná tökum á í dulfræði er tregðumótstaða. þess að setja á hreyfingu það sem er í tregðu, er nauðsynlegt fyrir sálina að ná tökum á líku viðnámi. Tregða er því sett sem jafnvægi við tregðu og hreyfanleiki sálarinnar nýttur til að koma á jafnvægi. Á þennan hátt er hægt að ná því sem ekki var hægt að ná með viljanum.
Það er nauðsynlegt að þeir sem eru í þjónustu við stigveldið (Bræðra-lagið) geti náð þekkingu á listum dulspekinnar, því þau gera þér kleyft að að vekja upp og einbeita orku með árangri. Það er notkun þessara listar til rangra nota sem er bönnuð, en notkun hennar í samræmi við lögmál er hagbeiting orkunnar.
Munum, að í allri beitingu er takmörkun, leyndin á bak við orku. Þetta gefur ekki í skyn að þú eigir sífellt að nýta þetta í smáum hlutum. Setjið alltaf átak ykkar í samhengi við Alheiminn sjálfan og sjáið verkið í teng-ingu við heildina,
En afmarkið kyrfilega þann hluta Alheimsins sem þú ætlar að höndla. Að vega ykkur saman við þar sem er meira en þið sjálf, leiðir til að umfangið skapar tregðu, en að afmarka hluta umfangsins og skilja frá heildinni gerir þér kleyft að ná hluta af henni.
Við að skapa þessa afmörkun verður við að finna nokkuð skýrar útlínur og leita hvar vandamál liggja. Í öllum málefnum eru ávallt skil þar sem mót-staða hluta aðgreinist og önnur skil sem munu skapa mótstöðu við skipt-ingu. Leitið þeirra á tilfinningasviðinu, á meðal tilfinninga sem snerta efnið. Áætlunin sem heild er hægt að sjá á hugarsviðinu, en á tilfinningasviðinu má kannski greina útlínurnar. Skyndileg löngun má greina frá langvinni löngun. Löngun eins þáttar í flóknu eðli má greina frá löngun annars þáttar. Ef þú sjálfur afmarkar vitundina að einum punti verður hún svo skörp að hún getur myndað skýrar útlínur að afmarkaðu verkefni og unnið að því í smá-atriðum.
Það er fókus vitundarinnar sem gerir orkunni kleyft að koma fram og ljúka verkinu, en það er víkkun vitundarinnar sem gefur nægilegan grunn svo þessi orka nái að vinna. Hámark einbeitingar verður styðjast við breið-an grunn. Þessi þáttur gleymist oft.

LÖGMÁL TAKMARKANNA—II HLUTI

LÖGMÁL Takmarkanna er grunnurinn að beitingu dulspeki. Það er leyndamál orkunnar og því haldið frá þeim sem eru á byrjendabrautinni. Þeim er kennt um tilvist eilífrar uppsprettu orku og að hugleiða á það. Þeim er kennt að hugleiða á formlausa orku. Það auðveldar orkunni að nota þá, en ekki að þeir noti orkuna.
Þegar þekkingu er náð á aðferð til að byggja rásir gegnum lægri sviðin, er mögulegt að beina orku til þess sem ætlað er. Þegar því er náð að orka er færð af sálarsviðinu niður á svið persónuleikans, ekki gegnum líkamann, heldur utan hans. Það er því nauðsynlegt að hafa þekkingu til að mynda form. „Eins hið efra, svo hið neðra.“ –
Þegar það óbirta vill koma í birtingu flæðir hreyfing í hring og kemur aftur til upphafsins. Til að mynda form á þétta hugræna sviðinu, verður hugsun að fara í hring og koma aftur til upphafsins. Hugmynd sem byrjar, verður að halda áfram rökrétt, rökleiðsla frá því almenna til hins sérstæða á útgönguboganum og frá hinu sérstæða til hins almenna á innkomu-boganum, og skoða báðar hliðar spurninganna og samhæfa þær. Þetta er fyrsta stigið.
Hugmynd sem er þannig mótuð, á því næst að færast inná svið tilfinn-inga. Það samsvarar Hring-Takmörkunum.
Hugmynd á því næst að færast undir drifkraft náttúrunnar. Það sam-svarar Hring-Kaos.
Hugmyndin er nú Hring-Kosmos á hugarsviðinu, Hring-Kaos er drif-kraftur eðlishvatarinnar og Hring-takmörkunin samsvarar efri þáttum til-finningasviðsins. Með því að hugleiða þessar samsvaranir lærir þú mikið. Þetta er hið upprunalega form og innan þess er hægt að byggja allar at-hafnir og viðbrögð sem snúa að því sem fengist er við, en í þessum efnum þarf ávallt að afmarka með skýrri greiningu vitundarinnar. Seinni viðbrögð vitundarinnar eru tengd löngunum sem vakna við ferlið, og þriðji þátturinn varðar notkun frumstæðra afla við að skapa orku.
Kosmísk hlið hugmyndar sem sett hefur verið á stað, birting í heimi forma, á sér stað innan afmarkaðs sviðs. Án þessarar afmörkunar verður engin birting.
Meginlögmál innþróunarbogans er Lögmál Takmarkanna.
Meginlögmál þróunarbogans er Lögmál Sjö Dauða.
Lögmál Takmarkanna er grunnur Lögmáls Athafna og Viðbragða.
Lögmál Athafna og Viðbragða hvílir á fyrirbærum tengdum kúrfunni. Kúrfa sem er framlengd verður að hring. Hluti kúrfu er bogi. Pendúll er einskonar athöfn og viðbragð, andstæð og jöfn. Framlengjum ferilboga pendúls og það myndar hring, þar sem lengd pendúlsins er radíus hringsins. Þetta útskýrir margt í tengslum við umbreytingu orku frá sviði til sviðs.

Holdgun byggir á Lögmáli Takmarkanna, Karma, byggir á Lögmáli At-hafna og Viðbragða, og af því að það er aðeins í takmörkuðu kúlulaga rými sem jöfn og andstæð athöfn og viðbragðs eiga sér stað, verður „form“ að birta sig sem „form“ svo ávextir athafnar geti komið til baka þaðan sem athöfnin upphófst.
Að byggja líkama fyrir holdgun er samkvæmt þeim línum sem lagðar hafa verið. Enn og aftur eru það afmörkun sem sem mótar efnið til að vinna í holdgun. Hver sál ákvarðar sitt eigið efni. Yfirsálin er því Karmadrottinn hvers og eins. Það er þetta sem þú vekur upp í þínu eigin efni og tengir for-lög þínum. Þú vekur þitt eiginlega sjálf.
Lögmál Takmarkanna er sambærilegt við stærðfræðihugmynd um mælingar á yfirborði og hefur tvívíddarþátt. Það er með innleiðingu að þrívídd sem við umbreytum Lögmáli Takmarkanna og maðurinn, með vitundina í þrívídd getur notað Lögmál Takmarkanna til að umbreyta því. Á hvaða sviði sem Lögmál Takmarkanna vinnu á, er ávallt hægt að umbreyta því með viðbótarvídd við vitundina. Þetta er leyndardómurinn við að stjórna Lögmáli Takmarkanna.
Lögmál Takmarkanna gerir kleyft að reikna út þær aðstæður sem eru til staðar þegar verkefni er unnið. Ef þú ákveður hverjar þær eru, mun þær stjórn þér, en ef þú getur hækkað vitund þín á það svið þar sem hægt er að skynja þær í samræmi, af hverju þær samanstanda og afmarkað þá þætti við sviðið, tengt þá við alheiminn með því að sjá fyrir þér tengsl allra hluta við heildina, með þessa kosmísku mynd í huga, er hægt að endurskoða endan-legan þátt hugmyndarinnar og nálgast hana frá annarri og hærri vídd, en samtímis að nýta Lögmál Takmarkanna til að afmarka efnið sem fengist er við, til að upphefja takmarkanirnar.
Þessari aðferð er hægt að beita, ekki aðeins til að höndla sérhvert verkefni eða málefni, heldur einnig til að byggja líkama fyrir holdgun og stjórna karma í holdgun, því, þó við sjáum ekki nema einu sinni fyrirhuguð örlög okkar í tengingu við Alheiminn, höfum við náð tökum á örlögum okkar. Sálin sér það ávallt, því hún hefur kosmíska tengingu gegnum logóíska inn-prentun í Guðlega neistann, en lægra sjálfið í sínum jarðnesku tengingum, sér alla hluti í „fæðingu“ og „dauða“, „upphafi“ og „endi.“
Svo lengi sem vitundin dvelur í skilningsvitunum, sér hún hlutina frá sjónarhorni þeirra, í „sársauka“ og „ánægju“, „upphafi“ og „endi.“ En þegar hún er hafin upp til kosmískra þátta, mun hún sjá alla hluti í tengslum við þróunina—-eftir kúrfunni sem gengur allan hringinn, ekki eftir beinni línunni, sem er skipting í endanleikanum.

Dyggð Lögmáls Takmarkanna er Persónubirtingin, dyggð Lögmáls kosmískrar náttúru er einstaklingsvitundin og stigin frá Persónubirtingu upp til Einstaklingsvitundar hefur sjö stig og þau eru „Hinir Sjö Dauðar“, því það er Lögmál Takmarka sem færir okkur fæðingu, en Lögmál Dauðans færir okkur lífið. Því fæðing er dauði, en dauði er fæðing. Allir eru fæddir „blindir“, sem miskunnar þeim að vita að þeir eru dauðir. Þú skilur ekki að þitt svið er svið dauðans og okkar svið* er lífsviðið. Þeir sem eru í efninu eru í gröfinni, þeir eru dauðir og grafnir. Dauði og vígsla skila sama árangri, því er það að allar vígslur hafa tákn dauða og greftrunar.
Munum ávallt að á efnissviðinu þýðir dauði tap, og frelsi upprisu. Eignir eru eins og mold sem er mokað yfir lík. Lærðu því að líta niður á dauða líkama þína og nota þá í lífi þínu, en gera ekki þau misstök að lifa í þeim.
Það er mjög gagnlegt að getað notað vitundina í jarðlífinu, en mjög vont að verða fjötraður af aðstæðum þess heims. Þér er haldið í jarðneska lífinu af tveim þáttum—hræðslu og löngun.
Vígsla gerir þér kleyft að lifa á okkar sviði, en samt sem áður tengdur heilavitundinni. Það er því þess vegna sem „stigin“ ** kenna:
Fyrsta; að yfirvinna langanir,
í öðru lagi; að yfirvinna ótta
og í þriðja lagi, um dauða og upprisu.
Með því að þekkja Lögmál Takmarkanna og umbreyta því, getur þú notað það. Þegar þú hefur afmarkað markmiðið sem þú hefur sett þér og séð það í tengingu við Alheiminn. Með því að sjá kosmísku frumgerðina, dregur þú orku inní hugmyndina og með því að afmarka formið sem löngun er til að birta, muntu fókusera orkuna. Þegar beita þarf þessu þegar vandamál þarfnast lausnar, skaltu draga það saman í íhugun. Hafðu útlínur vanda-málsins skýrar, íhugaðu kosmískan þátt þess og vektu kosmísku orkuna.

* Sálarsviðið.
** Gráður = Framstig; orðatiltæki sem er notað í hefðbundinni aðferð að klifra „stiga hinna sjö þrepa.“

ÁHRIF DROTTNA Á HNETTINA

17. KAFLI
ÁHRIF DROTTNA Á HNETTINA

Við höfum fylgt eftir þróun Logadrottnanna alveg til sjöunda hnattar, sem þeir mynda á fyrsta sviðinu og munum nú rekja för þeirra til baka að miðjunni.

Við skynjum af eðli þeirra að þeir hafa mótað segulmagnað kerfi sem myndar grunnmynd hnattanna, sem síðan eru útfærð af Plánetuverunum. Á ferð sinni til baka fara þeir í gegnum hnettina á ný. En í stað þess að mynda sig í formi sviðanna, er þar fyrir annað efnisform, sem haldið er af þeim guðlegu neistum sem eftir þeim komu og eru að þróast þar.

Þannig eru því tvær tegundir lífs á sjötta hnettinum— annar hópurinn á útgönguboga og fyrsti hópurinn í inngönguboga.
Fyrsti hópurinn sem hefur mótaðan hóphuga, hefur hlutlæga vitund.
Annar hópurinn sem er að mynda hóphuga hefur aðeins óhlutlæga vit-und. Því verða þeir ekki varir við nálægð fyrsta hóps, þó hann sé á þessum sama hnetti og þeir lifi í áhrifum þeirra sem aftur hefur áhrif á efnishjúp sviðsins sem umlykur guðlegu neistanna og hafi í sér hrynjanda kjarnatóm fyrsta hóps. Þetta er þekkt fyrirbrigði þegar áhrif reglulegs hrynjanda örva titring.
Þegar þessum aðstæðum hefur er náð mun öðrum hópi verða kleyft að ná hrynjanda fyrsta sveims og verða var við atóm hans—ekki með beinni skynjun, heldur skynja breytingu á ysta hjúpi sínum vegna nálægðar fyrsta sveims. Það gerist þó ekki fyrr en við lok þróunartímabilsins, þegar sveim-arnir yfirgefa hnöttinn—annar sveimurinn áfram til þróunar á sjöunda hnött-inn og fyrsti sveimur sem snýr til fimmta hnattar.

Auk áhrifa sem fyrsti hópur hefur á samferðahóp sinn hefur hann á-kveðið eigið markmið sem hann þarf að ná. Á útgöngu sinni í gegnum hnettina hefur hann safnað að sér hjúpi hvers sviðs sem hann hefur ekki gefið af sér heldur borið með sér áfram. Á inngöngunni, þ.e. á ferðalagi sínu til baka um hnettina, bregst hver sviðshjúpur við, hver fyrir sig, þegar hann kemur á svið sitt á bakaleiðinni. Við það myndast birtingarform og skynjunarleið.
Þannig getur hinn ídveljandi neisti brugðist við á því efnisviði sem hann finnur sig og þó hann ljúki þróun sinni á þessu áhrifasviði hnattarins getur virkni hans haft áhrif þar með ákveðnum hætti. Það verður vikið að þessu síðar.
Á bakaleiðinni, á hverjum hnetti, markar fyrsti hópurinn áhrif sín á neistahjúp þeirra sem hann hittir fyrir. Á sjötta hnetti hittir hann fyrir annan hóp og þegar fer til fimmta hnattar fer þriðji hópurinn til sjötta hnattar og þannig heldur þetta áfram. Þetta veldur því að fyrsti og þriðji hópur fara á mis við hvorn annan. Þess vegna er þriðji hópur sérstakur að þessu leyti—hann hittir aldrei Logadrottnanna, hann hittir aldrei hærri þróun en sína eigin, þess vegna er ímyndin af Logósnum ráðandi áhrif hjá honum og út-koman er hans eigin „frumverk.“ Þess vegna hefur „Hugurinn“ svo mikið frelsi í samanburði við „Formið“ eða öllu heldur „Aflið“
Það sést því að hver hópur, nema sá þriðji hittir Logadrottnanna á mis-munandi plánetum, það eru mismunandi hjúpar sem verða fyrir áhrifum Logadrottnanna. Það skýrir mismunandi mótun líkama hinna ólíku „Lífs-bylgja.“ Þetta er nátengt raunverulegri mögnun, því hvert form sem er inn-blásið af Logadrottnunum, er hægt að nota til að stýra Náttúruöflunum.
Formdrottnarnir hafa svipuð áhrif á samferðahópa sína þegar þeir þróast á tilteknum hnetti, þeir eru sérstaklega nátengdir efni hnattarins og gagnvirk samskipti við hjúpi yngri hópa eru sérstaklega náin.
Hinsvegar þegar Hugardrottnarnir (þriðji hópur) hafa náð hámarki sínu og snúa til baka um hnettina verða þróunaraðstæður mjög flóknar, því frelsi til einstaklingsathafna guðlegu neista þeirra hafa þróast gífurlega á árangur-ríkum tímabilum „Frumverka“ og með fjölbreyttum athöfnum sínum fram-kalla þeir fjölbreytta þróun í þeim hópum sem þeir hitta.

UPPHAF HUGAR OG HÓPVITUNDAR.

13. KAFLI
UPPHAF HUGAR OG HÓPVITUNDAR.
Við erum nú að fjalla um upphaf hugans, og því er nauðsynlegt að hafa með-tekið þessi grundvallaratriði.
Þér hefur verið sagt að hreyfing allra hluta skilur eftir sig ferla í rýminu. Hlutir koma til með að hverfa en hreyfing þeirra heldur áfram sem hrein hreyfing.
Það var einungis hreyfing—óhlutlæg hreyfing—sem myndaði alheiminn. Þessi hreyfing gat af sér að lokum, staðbundið mótstöðuafl, sem eru frum-atómin. Það er hreyfing þessara atóma sem mynda grunninn að efnisbirtingu.

Efnisbirting eins og þú þekkir hana er tengd hreyfingu hluta, en „Líf“, „Hugur“ og „Guð“ eru óhlutgerðir þættir og eru einungis byggðir á hreyfingu og ótengd nokkrum hlut.
Í athugum okkar höfum við komið að þeim punti þar sem endurspeglun kosmískra atóma hefur safnast að hinni Miklu Veru, hafa myndað frumefni sólkerfis, og það frumefni hefur skipast í reglu og myndað smækkaðan Kosmos í hinni Miklu Veru.
Þú manst að í þróun alheimsins var það þyngd atómanna sem ákvarðaði hvar þau settust að á sviðum, þau einfaldari settust að þar sem miðflóttaafl alheimsins og aðdráttarafl miðjunnar náði jafnvægi, en massi flóknari atóm-gerða komu í veg fyrir að þau settust að á ákveðnu sviði og í stað þess að haldast á sjöunda sviðinu í samræmingu fyrrnefndra krafta, héldu þau áfram út, þar til þau rákust á Hring-Takmörkin og voru send aftur til Miðjunnar.
Á svipaðan hátt gerist það í sólkerfum, atómin sem tilheyra tilteknu sviði mynda ferla sína í rýminu, en vegna engrar samfellu í virkni þeirra eyðast gagnkvæm áhrif þeirra jafnharðan. Ferlar hvers sviðs mynda eðlisöfl þeirra. En ef atóm eru of flókin til að setjast að á einhverju sviði fara þau að ysta sviði og snúa þar við, en ekki til Miðjunnar, heldur til miðpunts , þar sem hið Óbirta „vellur upp“ og verða þar. Það er að segja, í þeim þróunarfasa efnisbirtingar, þar sem nýr þáttur í logóískri vitund er uppgötvaður og þessi ferðaatóm finna sína sækni.
Þú minnist þess sem fyrr var sagt, að hreyfing hluta skilja eftir sig ferill hreinna hreyfingar í hinu Óbirta (munum að kosmískt ástand er Óbirt á-stand þegar það er skoðað frá sjónarhóli sólkerfis). Logóískar myndanir þurfa því að ganga frá kosmísku ástandi inní efnisbirtingu og í þeirri um-myndun verða þær að ganga í gegnum fasa sem er sambærilegur við það þegar ferlar myndast við hreyfingu hluta í rýminu. Vegna þess að þær hafa sömu náttúru, geta þær haft áhrif á þá ferla sem myndaðir eru.
Þessir ferlar í rýminu eru ávallt í lokaðri formmyndun —eins og feril snertiatóms—og þegar mismunandi logóískar hugmyndir efnisbirtast verða þessir atómferlar undir áhrifum þeirra og endurtaka logóísa fasann í smækkaðri mynd. Þannig getur þú séð fyrir þér mikinn fjölda ferðaatóma snúa aftur til hinnar skapandi miðju og verða þannig böðuð í áhrifaregni logóískra hugmynda.
Þessar logóísku hugmyndir eru að sjálfsögðu að móta uppbyggingu sól-kerfis og skapa þannig mikla eftirmynd af hinni Miklu Veru, sem er í sjálfu sér eftirmynd alheims í sólkerfinu, ferlar ferðaatómanna, ekki atómin sjálf, eru einnig eftirmynd Logós af gefnum ástæðum.
Þannig sérð þú að á sjöunda sviði sólkerfisins, umhverfis hina skapandi miðju, safnast mikill fjöldi tvennskonar atóma eða vera: —
(a) Ferðaatóm sem hefur ferðast gegnum öll sviðin og hefur viðbragða-reynslu af þeim sviðum og getur því brugðist við þeim öllum á viðeig-andi hátt þegar það verður fyrir örvun.
(b) Til viðbótar við þessum atómlíkama sést atómískur dans í feril þess í rýminu. Slíkur ferill er með öllum atómum, en í tilfelli ferðaatóma sem hafa snúið aftur að hinum skapandi upphafi, er ferill þeirra í rýminu undir áhrifum logóískra hugmynda og það aðgreinir þau frá það sem má kalla „andalaus“ atóm.
Þessi atóm hafa orðið fyrir áhrifum sjálfsvitundar Losgosins og feril þeirra í rýminu brugðist við áhrifum þessara aðlaðandi bylgjuhrynjanda, þau tileinka sér þau og verða smækkuð endurspeglun hans, þau sjálf höfðu skapað snertihreyfingar með einföldum hrynjanda og endurtekningu þeirra hringhreyfinga, og geta nú samtengt þær hrynjanda Logósarins.
Munum að endurtekning hringhreyfingar mynda hrynjanda og að sveiflu-titringur er einfaldlega áhrif hrynjanda eins sviðs, á efni annars sviðs. Logó-ískur hrynjandi setur því ferðaatómum sólkerfisins titringinn svo þau tileinki sér sama hrynjanda.
Því er það að ferðaatóm sólkerfisins hafa í sér sömu viðbragðsmöguleika og Logósinn. Það er að segja, Logósinn—eða hin Mikla Vera—hefur í kosmískri þróun sinni hefur náð ákveðinni gerð af viðbrögðum og þau eru samsett inní hrynjanda og þeir byggðir inní mikla strengi.
Þessir strengir eru röð hrynjanda innan hrynjanda—lykkjur inní lykkjum, svo notuð sé samlíking. Það eru þessi samsetti hrynjandi
sem hafa áhrif á ferðaatóm sólkerfisins þegar þau nálgast tilverufasann, þegar hið Óbirta kemur inní efnisbirtingu, og með eigin þroska, eru þau hæf til að tengjast því.

Raunveruleg hreyfing atóms skapar því óhlutbundna hreina hreyfingu. Hrein hreyfing er einkenni alheims og er því af sömu gerð og samskonar tilvera og hin Mikla Vera, eða Logós. Þannig skapar hvert atóm í sólkerfinu með hreyfingu sinni, hliðstæðu við sjálft sig, samskonar tilveru og myndar alheiminn og sömu náttúru og sólkerfi Logós, og er því hæft til gagnkvæmra viðbragða við hann. Atóm sem sest hafa á sviðunum komast ekki í beina tengingu við huga Logós til að skilja hugmyndir hans. En ferðaatómin, og því ekki sest að á sviðunum, og ekki bundin formum þeirra— hafa ekki staðgast—hafa þannig snúið aftur til frumstæðra aðstæðna eftir að hafa náð háu þróunarstigi, og öfl þeirra frumstæðu aðstæðna geta ekki haft áhrif á þau eins og atóm þeirra eigin sviða.
Þessi ferðaatóm hafa því komist undan lögmálum sólkerfisheima í birt-ingu, sem bindur í form (því sólkerfi er í sjálfu sér hugform) og eru því undir sömu lögmálum og ráða eðli Logósar og fá samskonar áhrif og alheimur hefur sett á Logósinn —“ Guð skapaði manninn í sinni mynd.“
Þessi atóm sem náð þessu, halda áfram að safna að sér öðrum atómum, því ferill þess í rýminu, sem hefur náð ákveðnum hrynjanda í hringsnúningi og er laus við snertur Brownian hreyfinga, myndar hringiðu sem dregur að sér önnur atóm inn í hreyfingarsvið sitt og heldur þeim í hringsnúningi um-hverfis sig.
Þú sérð því þessar aðstæður: atóm sem er endurspeglun kosmísks atóms, sem er of flókið til að geta sest niður í svið efnisbirtingar og snýr aftur að miðjunni, og hefur þroskað rás hreinnar hreyfingar sem er háttur kosmískrar birtingar. Kosmískur þáttur þess er stimplaður með logóískri mynd og hrynjanda eins og lýst var hér á undan, og þessi óhlutbundni eiginleikaþáttur atómsins gerir því mögulegt að hreyfast með föstum snúningshrynjanda, mynda hringiðu sem dregur að sér nálæg atóm.
Þannig höfum við kosmískan titring hreinna hreyfinga sem heldur ferða-atómi í tiltekinni hreyfingu og það atóm, með hreyfingu sinni dregur önnur sviðsatóm inn á braut sína og heldur þeim þar.
Þessir þrír þættir eru: —
(a) Kosmískur neisti eða Guðlegur sálgerður andi sem fyrst var lýst sem ferli í rýminu sem myndað var af atómi.
(b) Atóm, sem er upphaf að líkama og þekkt sem kjarnaatóm.
(c) Atóms á sjöunda sviði sem dregst inn á braut kjarnaatómsins og stendur sem sjöundasviðs líkami þess.