ÞRÓUNARTAKMARK LÍFSSVEIMA

18. KAFLI

ÞRÓUNARTAKMARK LÍFSSVEIMA

Við höfum rakið framgang fyrstu þriggja Lífshópanna alveg frá fyrsta sviði. Nú munum við rekja ferð þeirra til baka um sviðin.
Við rifjum upp að Logadrottnarnir luku heilli hringferð áður en þeir snéru aftur til guðlegu áhrifanna, þaðan sem þeir voru upprunnir.
Þróun Formdrottnanna var hæg í þeirra löngu ferðaröð. Í fyrstu útgöngunni fóru þeir alla leið á sjötta sviðið og snéru síðan aftur til guðlega upprunans. Í annarri útgöngunni þróuðust þeir gegnum tvo hnetti til fimmta sviðs og þannig koll af kolli, á sjöttu útgöngunni náðu þeir fyrsta sviðinu. Í síðustu útgöngunni höfðu þeir náð viðbragðaeiginleikum á öllum sviðunum og því ekki meira að öðlast. Þeir þurftu hinsvegar margt að læra á leiðinni til baka, sem mun verða fjallað um síðar.
Þróun Hugardrottnanna minnir á margt á Logadrottnanna í samfelldri ferð sinni, en við hvert ferðahlé er þeir bíða þess að halda áfram, bætis þeir við sig viðbragðsþáttum.
Við skulum muna að frá því að fyrsti hópur lagði af stað í ferð til baka eru tvær þróunarleiðir ávallt í gangi á hnetti hverju sinni og eldri þróunin hefur ávallt talsverð eðlisáhrif á yngri. Þetta er frummyndin að því ferli sem þekkt er sem vígsla.

Þessu efni er ekki hægt að gera skil í smáatriðum þar til að aðrir þættir hafa verðið til umfjöllunar. Við munum snúa okkur að því síðar.
Við eigum að muna að á hverju sviði þurfa guðlegu neistarnir nýja við-bragseflingu. Þeir lærðu á sviðunum, en voru takmarkaðir af aðstæðunum sviðanna. Þegar þeir snúa við inná inngönguna leita þeir ekki eftir því að ná tökum á nýju sviði til að bæta við þróun sína, heldur leitast þeir við að draga sig frá sviðinu og losna undan takmörkunum þess og um leið að viðhalda eiginleikunum sem sviðið gaf þeim. Þetta frelsi næst aðeins eftir algjöra við-bragðasamhæfingu sem hópsálin hefur náð á sviðinu.
Þessi samhæfing er svo algjör að viðbrögð flæða gagnkvæm, verða sjálf-virk og krefjast engrar einstaklingsathafna. Þessi viðbrögð verða ósjálfráð og sjálfráð vitund neistanna beinist að viðbrögðum á hærra sviði, þeir vinna í samræmi við sviðgerðina og viðbrögð þeirra eru slík að að atóm lægra sviðs geta ekki lengur lagað sig þar og dreifast því. Á þennan hátt færast Loga-drottnarnir upp sviðin.

Formdrottnarnir þróast með öðrum hætti. Hver lexían sem þeir læra, kenna þeir logóísku vitundinni áður en þeir halda lengra og bíða áhrifa logó-ísku ímyndarinnar, sem er þróunarpúlsinn sem sendir þá áfram í næsta áfanga. Þegar þeir hafa farið til ystu sviða og snúið til baka í sjöttu sinn, hafa þeir gefið síðustu skilaboðin til logóísku vitundarinnar og sjöunda ferðin er af þeirra hálfu endurtekning og gefur ekkert nýtt í logóísku vitundinna. Það er hins vegar hlutverk þeirra á hverjum hnetti að efla mótunaröflin í hinum birta sólkerfi. Endanleg gerð viðbragða þeirra er að staðla formin og stýra atómunum sem byggja Plánetuveru hvers hnattar.
Logadrottnarnir hafa áhrif á alla lífsneista hvers hnattar sem þeir eru á. Formdrottnarnir láta lífsneistanna ósnerta, en hafa einungis áhrif á hnöttinn sjálfan. Væri það ekki með þeim hætti, myndi stöðlun formsins hindra þróun guðlegu neistanna. Stöðlun formsins í líkama Plánetuverunnar myndar frumstæðustu birtingargerð sviðsins—hnattmyndun—ólífræna efnissteytingu umhverfis kjarnann. Það eru Hugardrottnarnir sem beita ráðandi áhrifunum á hópanna sem þeir hitta á hverju sviði, því, að sú staðreynd að þeirra hafa náð einstaklingsvitund gerir þeim kleyft haft áhrif á einstaka neista og þurfa ekki að hafa áhrif á hóphugina almennt.

Það er sérkenni á öllum titrandi hlutum að þeir leitast við að stilla sína eigin tíðni inná alla aðra hluti sem hafa hægari takt en þeirra eigin, en það tak-markast einungis við þann titringseiginleika. Afl Logadrottnanna var takmarkað við að auka titring við getu hópsins, Hugardrottnarnir (en einstaka yngri neistar hafa sérstaka viðbragðseiginleika) geta aukið þá eiginleika hver fyrir sig. Neistarnir sem þróast með þeim hætti hafa mikil áhrif á lífshópinn sem þeir eru hluti af, því þeir eru Vígðir.
Á útgönguboga þróunarinnar er vígsla mynduð með með tengingu við Lífshóp á inngönguboganum. Vígsla gerir vígsluþeganum þannig kleyft að fara yfir þróunarbogann og ná virknieiginleikum með því að framkalla samkennd í stað þess að ganga langan reynsluferilinn. Vígsla á innþróunar-boganum er hins vegar ólíkur ferill og mun verða fjallað um síðar.
Athafnir vígsluþega á útboganum gerir hópi þeirra kleyft að aðlagast betur og hraðar aðstæðum á nýju sviði, því þeir hafa náð að nokkrum hluta eðli þess sviðs. Þannig veldur vígsla á útboganum því að hin vígði nær að aðlagast hraðar efninu.
Við skulum nú íhuga aðstæður fyrsta hóps þegar hann snýr enn aftur til guðlega áhrifasviðsins.
Hann fór út sem neistaský. Hann snýr aftur sem skipulagt sett, segulmagnað æðanet, með aðdráttar- og miðflóttaafl í snúningsferli með mikinn skriðþunga.
Logósinn mætir nú skipulagi sem er sambærilegt að áhrifum og hann sjálfur. Hvaða virkni sem logósinn mun setja á kerfi sitt getur verið andstætt skipulagi fyrsta hóps. En hann vinnur ekki gegn því sem hann sjálfur hefur skapað, heldur vinnur sem samhæfing milli alheimsins sem hann er hluti af og þess skipulags sem nú myndar aðstæður í (sól)kerfi hans. Með skilningi hans á þessu skipulagi verður til samsvarandi mynd í vitund hans og hann aðlagast þannig aðstæðum í eigin (sól)kerfi, þannig eru öllum kosmískum áhrifum umbreytt að aðstæðum áður en þær voru settar fram í sólkerfinu.

Logósinn öðlast sama virknieiginleika með einbeiting að þessum þroska hópsins sem hópurinn öðlaðist á sviðunum. Því verður tíðni hinnar miklu veru og þessarar birtingu hennar ein og sú sama eftir tímabil einbeittrar að-lögunar og gagnvirkni. Logóíska tíðnin er yfirfærð á sál hópsins og hópsálin yfirfærist inn í vitund hinnar miklu veru. Hinsvegar halda neistarnir, hver og einn, einstaklingsvitund sinni óskertri, en hópsál þeirra er ekki lengur sérstök verund, því hún hefur sameinast vitund hinnar miklu veru og er orðin hluti logískrar vitundar, því er yfirsál hópsins Logósinn sjálfur. Þetta er þróunar-takmark lífshóps—að sameina hópsálina við logóíska vitund og færa þannig Logósinum ávexti þróunar sinnar. Við getum nú spurt „Hvert fara neistarnir?“
Í tilfelli Logadrottnanna draga þeir sig svo algjörlega úr hinu birta sólkerfi og eru ekki lengur til staðar á birtingarsviðunum, en eru til staðar í miðdepli átaka, viðhalda þar jafnvægi virkni og gagnvirkni milli hins birta og óbirta.
Sum þeirra ná þó að tengjast samsvarandi atómum og þau fara út úr þróunarsviði Lógosins til að reyna líf ferðaatóms í alheiminum. Enn önnur, sem fara ekki þá leið verða áfram kyrr sem áhrifavaldar í sólkerfinu og sem eitt með logóískum huga geta þeir framfylgt þeim vilja. Formin sem þeir mynduðu á þróunargöngu sinni er orðin hluti af grunnbyggingu sólkerfisins og sem slík, orðin staðalímynd. En hvenær sem Logósinn vill koma á jöfnuði sem svar við óskipulagðri spennu í vaxandi sólkerfi, er það með Logadrottnunum, sem eru lausir undan böndum birtingarinnar sem því er náð, „og hann gerði þjóna sína að eldslogum og logar eldsins voru þjónar hans.“ Logadrottnarnir tengjast náttúruöflunum.

Þegar Formdrottnarnir eru að ljúka þróun sinni ganga þeir undir svipaða aðlögun, þegar Logósinn hefur móttekið nýjan þátt frá hópi í þróun og vill setja mark sitt á hann, eru það Formdrottnarnir sem taka að sér verkið. Að-ferð þeirra verður skoðuð síðar.
Hugadrottnunum á inngönguboganum er hægt að líkja við guðlega vit-und og þeir gegna því hlutverki að vera boðberar á milli Logósinn og sól-kerfis hans.
Munum að Hugardrottnarnir hafa náð einstaklingsvitund og þeir eiga aðallega við einstaklinga sem einstaklingar, en Formdrottnarnir eiga við sálarhópa.
Hugadrottnarnir eru vígjendur okkar núverandi þróunar og munu sem slíkir oft verða nefndir í þessum fyrirlestrum. Það eru þeir sem geta unnið á öllum sviðum birtingarinnar og komið á aðlögun með jöfnun á spennu þegar eiginleikar „frumverka“ hafa truflað þróunina.
Á sviðunum þar sem þeir vinna eru þeir einfaldlega orkumiðjur og því verður líf sviðanna ekki var við þá.
Þeir geta hins vegar með efni þess sviðs, stjórnað ákveðnum þáttum og mótað kjarnaefnið í efnisform; af því er komið hugtakið, „Eingetið“, og „Meyfæðing.“ Þeir eru nefndir „Frelsarar“ og eru ávallt viðstaddir sem endurnýjun lífs. Þeir koma með sinn eigin lífslátt; einungis uppsöfnun efnis þarf fyrir birtingu þeirra.
Með þessum útlínu höfum við rakið þróun hins birta sólkerfi að þeim stað er hinir guðlegu neistar fyrsta hóps hafa snúið aftur til Lógosins—ná sameiningu og vinna sem milligönguaðilar á milli hans og sólkerfisins.

Rifjum upp að Lógosinn hefur þrjá megin þætti. Hverjum þessara þriggja hópa var varpað inní birtinguna sem einum þessara þriggja þátta hans og þeir geta því verið álitnir fulltrúar þeirra þátta í sólkerfinu. Þessar þrjár megin birtingar eru ólíkar öllum öðrum.
Síðari lífshópar þróast undir áhrifum Lógosarins og fulltrúum hans, og þegar til viðbótar þeim þremur frumþáttum sem upprunnir eru frá hringjum alheimsins, bregst Lógosinn við áhrifunum frá hinum tólf kosmísku geislum, öll síðari þróun er því mörkuð áhrifum geislanna, á þeim tíma er hún verður fyrir logóískri svörun.
Þessa kosmísku púlsa fær Logósinn með Stjörnuvígslu, hópsveimarnir sem þróast þannig eru þekktir sem „Fyrirmyndir geislanna. “Geislastjórnendur.* Þeir eru nátengdir guðlegum neistum sem eru á svipaðri braut.

Það má því sjá að hver þessara fyrstu hópa, eftir að hafa náð sameiningu við Logósinn, taka að sér hlutaverk að „jafna“ eða „vega á móti“ í þróuninni, því, þegar „frumverkun“ kemur inn, kemur einnig áhætta á að þróunin fari úr jafnvægi við guðlega eðlið. Á svipaðan hátt þurfa þessi þróuðu hópar að flytja ávöxt þróunarinnar sem náðst hefur til útgönguneistanna og koma í veg fyrir óþarfa endurtekningu athafna sem þegar hafa verið stöðluð í sólkerfinu.
Við höfum nú lokið lýsingu á útlínum í þróun Logósarins og fulltrúum hans sem setja aðstæðurnar fyrir alla síðari þróun.

* Kallaðir „ Stjörnu Logásar“ í upprunalegu útgáfunni; þessu breytt hér þar sem hugtakið Fyrirmyndir á betur við.

Drottnar

SKÖPUN HUGMYNDAR UM SÓLKERFIS

9. KAFLI

SKÖPUN HUGMYNDAR UM SÓLKERFIS.

„Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu.“ Sköpunarsag-an. 1.2
Við höfum nú rakið tvo fasa í þróuninni—kosmíska fasann og mun hraðari endurspeglun hans í þroskafasa hinnar Miklu Veru. Við höfum einnig skoðað tengsl hennar við umhverfi sitt, alheiminn, og við miðjuna sem jafnstillir alla krafta alheimsins, sem er Guð hans. Við munum nú skoða líf hinnar Miklu Veru í tengslum við heims hennar, þar sem hún er Guð þess heims—Skapari—sá er skilyrðir —og viðheldur.
Við höfum séð að hin Mikla Vera kemur frá Miðjunni og tekur sér bólfestu á tiltekinni braut sinni og byggir kerfi sitt undir áhrifum neikvæðra fasa Kosmos. Þetta kann að sýnast einkennilegt að sköpun eigi sér stað yfirleitt undir áhrifum niðurbrotsafla Kosmos sem setja samræmi þróunarinnar úr skorðum, en við það verður til nýr fasi sem kemur aftur á jafnvægi. Þegar þessi fasi hefst með fyrri reynslu innbyggða í eðli sínu, byrjar hann þar sem sá síðasti endaði, hann „stendur á öxlum þeirra“ og því rís þróunin til meiri þroska því þetta er regla í Lífsmyndunni. Þú munt sjá að þessi meginregla gengur í gegnum alla hluti, smá sem stóra, á hinu efra sem neðra, hún er ein af kosmísku meginreglunum en lítið sem ekki þekkt.
Á svipaðan hátt myndar hin Mikla Vera innri og huglægan þroska sinn. Hann verður ekki til vegna ytri áhrifa, heldur af áhrifum sem verða til af innri aðstæðum sem samsvara þeim áhrifum sem mannleg sál gengur í gegnum við fæðingu og dauða. Þegar þessum tilvistarfösum lýkur hefur hin Mikla Vera náð að því skipulagi sem mögulegt er fyrir hana við þær að-stæður eru til staðar, lengra verður ekki gengið. Þannig er skipulagið heild og hver hluti þess er undir áhrifum og svarar breytingum sem verða í öðrum hlutum kerfisins.
Það er því að fullu orðið vitundarstillt, því vitund er meðvitund og meðvitund er viðbrögð við áhrifum. Aðstæður eru stöðugar í hringiðu sinni og endurtekningu myndast ekki lengur meðvituð viðbrögð. Hin Mikla Vera hefur því vitund, en einungis um sjálfan sig. Alheimurinn er algjörlega stöðugur gagnvart þessari Veru og myndar bakgrunn fyrir vitund hennar sem jafna má við mannlega undirmeðvitund á því sjálfvirka stigi.
Hún hefur því tilfinningu fyrir eigin eðli, hugmynd og meðvitund um sjálfa sig. Hér er því einstök vitund sem hún dvelur við. Þetta er sjálfsvitund Mikillar Veru. Þetta er sköpun—„ og Guð skapaði manninn í sinni mynd og líkingu.“ Sólkerfi er hugmynd í huga hinnar Miklu Veru. Það er skapað með sjálfsíhugun hennar.

Vitund hinnar Miklu Veru sér sjálfa sig sem heild, og mun næst verða var við breytingar á eðlisþáttum sínum af völdum kosmískra áhrifa sem hún verður fyrir á ferð sinni, sem vekja upp nýja eðlisþætti sem bætast við þá sem fyrir eru og aðlagast þannig þróuninni. Þetta er ólíkt því flæði sköpunarafla sem þú hefur heyrt um.
Þessi fræðsla um innri og ytri þætti hinnar miklu Veru er lykilinn að kenningunni um algyðistrú , eins og hún er almennt skilin, en er þó hálfsann-leikur. Því Mikil Lífvera hefur í minni sínu kosmískar aðstæður, þó hún sjálf sé ekki alheiminn sem hún er hluti af. Sama má segja um þá eigin huglægu mynd sem endurspeglar hana í allri sinni mynd sem verk fullkominnar vit-undar, en þar er ekki sú Vera sem birtir sig, – þó allt ráðist af náttúrulögmálum og reynslu hennar og hún eigi engan annan uppruna og verði alls ekki fyrir neinum öðrum áhrifum, því hún hefur enga aðra tilvist örugga nema í vitund þeirrar Veru sem gat hana, þess vegna er sú Vera ekki beint háð kosmískum aðstæðum vegna þess að hún er sköpuð með öðrum hætti en hinar Miklu Verur sem eru fylginautar skapara sinna, og hver þeirra, í tímans rás, myndar hugmynd um sjálfan sig. Hún verður hinsvegar fyrir óbeinum áhrifum af kosmískum fösum því hin Mikla Vera sem er grunnur að tilveru hennar verður fyrir áhrifum af þeim.

Það er þessi staðreynd sem tryggir sólkerfi fyrir truflunum og leyfir engin áhrif sem hindra tengslin milli þess og Skapara síns—Guð þess.
Guð þess, er því, almáttugur hvað það varðar, þó Hann sé líka háður að-stæðum í Alheiminum. Guð þess er óendanleikinn hvað það varðar, því að Hann er „allt sem er“ fyrir henni. Hvað Hann er ekki „er ekki.“. En Hann er sjálfur endanlegur í samanburði við alheiminn, sem er óendanlegur hvað Hann varðar, er „allt sem er“ fyrir Honum, þó alheimurinn sjálfur sé endan-legur í samanburði við hið Óbirta.
„Almáttugur“ merkir hér frelsi frá áhrifum af öllum utanaðkomandi kröftum og „Óendanleiki“ merkir summa allra allra áhrifa sem lífsheild er fær um að bregðast við. Sólkerfi er því hugarform sem hugur Guðs myndar, Hann er því almáttugur og óendanlegur fyrir þann heim, sólkerfið.
Eins og komið hefur fram þá myndar hin mikla Vera hugmynd um sjálfa sig. Það er hinsvegar ekki upphaf hlutmyndunar í sólkerfinu, þó það að ræða um þetta fyrst, er til að gera það sem eftir fylgir skiljanlegra; því þegar hin Mikla Vera birtir eigin mynd, verður til efni af sömu eðli sem lífkerfið bíður eftir.
Við munum að hin mikla Vera safnaði um sig atómum á hverju sviði al-heimsins og myndar líkama hennar. Þessi atóm eru einnig verur, þó af lægra þróunarstigi en hún sjálf. Þó þau séu minna þróuð var þroska þeirra náð mun fyrr. Hvert atóm sem hefur uppgötvað sjálft sig hefur skapað hugmynd um sig. Þessar hugmyndir sem myndaðar eru af atómunum eru ekki atóm, heldur eins margar myndir af þekkingu á eins marga vegu og viðbrögð eru möguleg. Þau eru því ekki flokkuð úr í hjámiðju sviðunum, því þyngdaraflið verkar ekki á þær. Þær eru einfaldlega viðbragðamyndanir.

Vitund hinnar miklu Veru verður ekki vör við einstaka viðbrögð atóma sem hún er samansett af, ekki frekar en vitund manns er vör við vitund einstakra fruma í líkama sínum. Því er það að þegar hún leitast við að skilja sjálfsmynd sína tekur hún viðbrögð mismunandi gerða atóma inní heildar-myndina og er háð atómísku hugmyndunum sem skapaðar hafa verið í þeirri heild. Þess vegna verður hin mikla Vera að skapa hugmynd um sjálfa sig í sýnilegu efni, og er því takmörkuð og bundin af eigindum þeirrar myndar hún notar. Þannig verða atómískar sjálfsmyndir hluti af fyrstu sköpunarmynd.
Fyrsta verk sköpunar kom frá líkama Guðs, en var einungis massi af óskipulögðum einingum—„ Myrkur ríkti yfir djúpinu.“ Þessar einingar, óskipulagðar og þar af leiðandi án tengsla sín á milli, gátu ekki náð að mynda sameiginlega vitund, en hugmynd hinnar Miklu Veru með kosmíska reynslu sína myndaði skipuleg tengsl á milli þeirra og vitund þeirra um hvert annað og þau drógust að hvert öðru.
Af þessu má sjá að kosmísk atóm sköpuðu atóm á hverju undirsviði birtingar og þau atóm sem þannig voru sköpuð voru tengd saman hvert við annað af verkum hinnar Miklu Veru og þannig þróuðust undirsvið.
Þessi fyrstu undirsvið á hverju meginsviði höfðu bein tengsl við samsvarandi kosmískt efnissvið og þar af leiðandi höfðu áhrif á hina Miklu Veru á því sviði. Af því leiðir að það er ávallt ákveðin mótstaða við hina Miklu Veru sólkerfisins frá hendi atómanna sem mynduðu efni þess. Þetta er mjög mikilvægt atriði.
Við höfum því, í fyrsta lagi, myndun atómískra hugmynda. Síðan, myndun hugmynda hinnar Miklu Veru um sjálfa sig, sem raðaði þessum atómum í kosmíska smámynd sem við köllum sólkerfi til að aðgreina það frá því tilvistarstigi sem myndaði foreldri þess og Skapara.

mynd 17

III. HLUTI. ÁHRIF Á ÞRÓUN MANNKYNS.

III. HLUTI  ÁHRIF Á ÞRÓUN MANNKYNS.

19. KAFLI

SAMANDREGIN ÁHRIF

1. Logóísk áhrif.
(a) Kosmísk áhrif sem Lógosinn verður fyrir—Hringirnir, Geislarnir eins og þeir koma frá Stjörnumerkjunum og öðrum miklum verum.
(b) Aðlögun logóísku vitundarinnar að þróunarbreytingum í birtingu sólkerfisins.

2. Áhrif frá Sólkerfinu.
(a) Ástandi sviða.
(b) Áhrif frá Geislastjórnendum.
(c) Áhrif frá Plánetuverum.
(d) Áhrif frá öðrum þróunarbrautum á sömu plánetu.

3. Þáttum í Sólkerfinu.
Þessir þættir eru safn staðlaðra viðbragða sem verka við tilteknar aðstæður. Þeir voru byggðir upp af fyrri þróun og mynda erfðaform og innri eiginleika sem eru innbyggt í síðari þróun. Þeir eru fjölmargir og við munum telja upp þá helstu: —
a. Lögmál virkni og gagnvirkni—jöfnun og andstæða.
b. Lögmál takmarkanna
c. Lögmál hinna sjö dauða.
d. Lögmál árekstra, færsla athafna frá einu sviði til annars.
e. Lögmál krafta, eða pólun.
f. Lögmál aðdráttarafls ytri geims.
g. Lögmál aðdráttarafls Miðjunnar.
Undir áhrifum þessara þátta, sem sumir eru helstir og ráðandi, heldur þróunin áfram og sumir þessara þátta munu minnka.
Logóísku áhrifin eru ráðandi þegar nýr fasi er í þróun og ákvarðar lífgerð þess sem er að þróast.