ÞRÓUN LOGA-, FORMS- OG HUGARDROTTNA

16. KAFLI
ÞRÓUN LOGA-, FORMS- OG HUGARDROTTNA

Við getum nú skoðað þróun guðlegu neistanna í meiri smáatriðum.
Höfum strax í huga að fyrsti hópur guðlegu neistanna er ólíkur þeim sem á eftir koma í mörgum atriðum.
Í fyrsta lagi samanstendur fyrsti hópurinn einungis af ferðaatómum sól-kerfisins.
Í öðru lagi eru þessir guðlegu neistar ekki undir neinum öðrum áhrifum en Lógosins, því fylgihnettir hafa ekki myndast og eru því ekki undir áhrifum plánetuvera. Þess vegna hafa neistar fyrsta hóps guðlegu myndina inn-prentaða hreina og ómengaða af öðrum áhrifum.
Það eru engin straumamót sem koma í veg fyrir að fyrsti hópurinn nái hinni guðlegu hugmynd með minni fyrirhöfn en síðari hópar. Í fyrsta hópnum eru kosmísk áhrif ráðandi. Hver síðari sveimur sem kemur, þróast í sólkerfi sem er æ lengra á veg komið og því eru kosmísk áhrif á þá sveipi sífellt minni.
Annar þáttur sem skilur að í þróun fyrsta hópsins frá þeim síðari er, — fyrsti hópurinn safnar efni í líkama sína frá mismunandi atómum sviða sem þeir hafa þróast í gegnum; hann (hópurinn) fer áfram með þessi atóm á næsta hnött í þróuninni og gegnum sviðin. Svo að á hverjum hnetti sem þeir þróast er gagnvirkni komið á við öll sviðin fyrir ofan í sólkerfinu með þeirri aðferð sem lýst var.
Þessir guðlegu neistar fara þannig niður sviðin og skilja eftir sig röð af grunngerðum og þegar þegar þeir fara til baka upp sviðin,- með aðferðum sem lýst verður hér síðar-, verða þeir að afli og möguleikum sem stýra þróun þeirra sem eftir koma. Þeir eru „Drottnar“, – „Hinir Tignu“, – „Stjórnendur“ eins og þeim er sumstaðar lýst.
Þróunaraðferðir síðari sveima víkja frá þeim fyrsta. Lógosinn sem fékk þróunarárangur fyrsta sveims deilir honum til annars sveims með hrynjanda og titringi sem áður hefur verið lýst og þannig byrja þeir þróun sína með áunnu eiginleikum sem fyrirrennarar þeirra höfðu byggt upp og þeir finna sig undir áhrifum afla sem atómvirkni fyrirrennara þeirra setti inní svið hnattarins.
Þeir aftur á móti draga að sér efnishjúp í gegnum sviðin á þróunarbraut sínum. En það sem greinir þá að er, —þeim hefur ekki tekist að byggja upp hóphuga úr vitundum sínum. Þeir hefur aðeins tekist að stilla sig inn á þann eina sem fyrir er í tilveru. Þeir verða að ná því að verða eining innan sviðs síns og aðlagast áhrifum fyrri sveims sem og sínum eigin, ekki aðeins að vera einn með sjálfum sér.
Þegar þessari samstillingu (einingu) er náð og Logósinn hefur séð árangurinn og hann dregur sig inn í íhugun, halda þessir guðlegu neistar ekki áfram til næsta fylgihnattar eins og fyrsti sveimur gerði, heldur við það að logóískt aðdráttarafl minnkar við íhugun Lógosins, dregur aðdráttarafl hnattar næsta sviði þá til sín.
Á næsta hnetti taka þeir við næsta fasa í þróun sinni á nákvæmlega sama hátt og fyrirrennarar þeirra og endurtaka ferill þeirra þannig áfram allt að brottför af fimmta sviði hnattarins.
Hér á sér breyting stað. Þegar annar hópurinn kom á annan hnöttinn í þróun sinni, hélt hann ekki viðstöðulaust áfram á þriðja hnöttinn, heldur er hann nú undir áhrifum (Logósinn dregið sig aftur inn í óhlutbundið ástand) tveggja plánetna— fyrsta og þriðja hnattar (fyrsti hópur er ávallt einum hnetti á undan). Það er því togað í hópatómin úr tveim áttum og þessi and-stæðu áhrif eru næg til að yfirvinna aðdráttarafl einstakra atóma í atómískum hjúpi þeirra. Atómíski hjúpurinn fellur því af þeim og fellur aftur í sitt upprunalega ástand sem atóm þess sviðs sem tilheyrir þeim, en þó að þau séu frjáls frá guðlegu neistunum eru þau nú umsvifalaust gripin af þeim sviðskröftum þar sem þessi þróun á sér stað og eru því notuð þar aftur.
Á sjötta sviðinu heldur Plánetuveran ekki aðeins sjötta sviðsatómum á afls-viði sínu, heldur einnig sjöunda sviðs atómum sem guðlegu neistarnir skildu eftir sig þar. Munum að Plánetuvera er í raun hóp-andi þess lífs sem þróast í henni.
Guðlegu neistarnir sem misstu þannig atóm sín, fara í upprunalegt ástand sitt sem sjöunda sviðsatóm og í því ástandi snúa aftur til hins óbirta, sem í sólkerfinu samsvarar Miðjustillu Kosmos, og þar fá þau á ný logóísku myndina, auk ávaxta af þróunarárangri frumneistanna— en Frumneistarnir eru ávallt einu sviði á undan í þróun þeirra.
Neistar annars hópsins byrja ávallt nýja umferð með eiginleikum næsta sviðs til viðbótar. Er þeir fara gegnum sviðin safna þeir um sig efni hvers sviðs og móta það í sammiðjuhjúp eins og áður var lýst, þar til þeir koma að fimmta sviði. Þar byggja þeir upp efnishjúp fimmta sviðs af áhrifum frá þeirri plánetu og endurtaka aðlögunarferlið að hóphuganum, að sleppa hjúpunum og snúa aftur til miðjunnar.
Það má sjá af þessu að það eru grundvallarmunur milli hvers hóps. Fyrsti hópurinn gengur í gegn eingöngu með segulmagnvirkni og titringi, þeir eru kallaðir í dulspeki „ Drottnar Logans.“ Annar hópurinn mótar efnisbygginguna ,form Plánetuveranna, þess vegna eru þeir kallaðir „Drottnar formsins.“
Við snúum okkur nú að þriðja hópnum. Hann birtast sem sjöundasviðs atóm með logóískri ímynd, en af þróaðri gerð en fyrirrennarar þeirra báðir, því Lógosinn hefur þroskast með þróunarferli fyrirrennara þeirra. Þau halda áfram til sjöunda sviðs plánetunnar og hér er mismunurinn ljós á þróun þeirra frá fyrirrennurum sínum, því þau safna ekki um sig efni sviðanna til að mynda líkama, heldur nota þau aðeins efnið sem er undir áhrifum Plánetuveru og þróar það, það efni er orðið vant að bregðast við Guðlegum neistum og er mun auðveldar að stjórna því en efni geimsins. Vegna þess er þessi þróun mun hraðari. En þar sem þessir Guðlegu neistar geta ekki haldið til næsta hnattar fyrr en fyrri hópur hefur haldið þaðan áfram, verða þeir að halda kyrru fyrir og þegar þeir hafa fullnýtt möguleika sína á gagnvirkni og ofurmögnuðum kröftum á þessu sviði, en komast ekki áfram, hefja þau „leik“ sín á milli.
Þetta er fyrsta tilfelli „frjáls vilja“ innan Alheimsins og árangurinn af þeirri virkni myndaði einstaklingsvirkni í atómunum sem kölluð er „frumverk“ (Epigenesis). Þetta er í fyrsta sinn sem atóm greina sig hvert frá öðru og leiðir til nafngiftar þessa hóps sem „Drottnar Hugans“, því einstaklings-reynsla er grunnur persónumyndunar.
Hér má sjá að nýr þróunargrunnur verður til —með því að beina framgangi í eina átt, eflist afl frumgerðarinnar og lyftir því að nýjum þætti. Hins-vegar, ef því er beint of lengi í sömu átt, mun aflið verða til að snúa til frum-stæðari gerðar, það getur ekki gerst í þessum fasa því samræmi krafta á þessu sviði er fullkomið, en er aðeins nefnt hér sem tilvísun.
Ferlið við að þróa nýjan þátt í þróuninni er kallaður „upplyfting.“
Ferlið við að snúa til einfaldari þróunargerðar er kallað „niðurþrepun“ og er ávallt sársaukafull því viðbragðaeiginleika þróaðs stigs er ekki hægt að stjórna af kröftum frumstæðara stigs; þeir munu þróa öfgafulla einstaklings-hyggju og raska samhæfingu krafta á því sviði sem þeir eru á.
Þú sérð að sjálfsögðu að þetta er sami framgangur og gerir ferðaatóm frjálst á þróunarferð sinni til hærri stiga tilverunnar. En ferðaatóm hefur lokið hringnum áður en það gengst undir þessa reynslu og má kallast „Barn Alheimsins.“—eða „Sólkerfis“—í hvoru tilfelli sem við á,—fætt í fyllingu tímans.
En atóm sem fer í niðurþrepun er fætt fyrir tímann—brottnumið. Ef það lifir, lifir það sem ófreskja. Þetta er uppruni ákveðinna gerða djöfla. Þetta efni verður rætt síðar og er aðeins nefnt hér í samanburði.
Sem betur fer er jafnvægið fullkomið í þróunarfasanum sem við erum að ræða, því áhrif Lógosins eru einu áhrifin í sólkerfinu. Þess vegna getur slík hnignun ekki átt sér meðal frumhópanna. Það er á umbreytingarstigi frum-verkanna sem uppruni illskunnar í sólkerfinu verður til.

Þannig halda hóparnir áfram, Logadrottnarnir skilja eftir sig allt orku-mynstur. Formdrottnarnir skilja eftir sig atómasetlög sem mikinn kúlulaga orkuhjúp. Þannig mynda orkumynstur allra sviða Plánetuandann sem bindur setlög efnis annarra sviða í form eða líkama sem þróast í Plánetu eins og þær eru þekktar í stjörnuspeki. Þó er rétt að muna að hver pláneta, þó hún hafi endanlega efni allra sjö sviðanna, hefur Plánetuanda sem myndaður af því sviðsmynstri sem hann er á. Þannig að Plánetuandi á fimmta sviði óhlut-bundinn hugur og Plánetuandi Jarðarinnar er eteríski líkaminn.
Við höfum nú rakið þrjá fyrstu hópsveimana í útgöngu og þú sérð hvernig hver þeirra ber með sér nýja þætti frá sviði til sviðs.
Fyrsti hópsveimurinn—Logadrottnar—snúa ekki til miðju birtingarinnar fyrr en þeir hafa lokið hringrásinni, farið niður sviðin og aftur til baka upp sviðin og lokið þróun sinni.
Annar hópsveimurinn—Formdrottnar—snúa aðeins aftur til miðju birt-ingarinnar eftir að hafa endurtekið þróunarhring sinn og náð tökum á næsta sviði. Það er að segja, að í fyrstu útgöngu ganga þeir í gegnum tvo hnetti og snúa til baka. Í annarri útgöngu—gegnum þrjá hnetti og þá til baka og þannig áfram í kjölfar fyrsta sveims til að samhæfa sinni þróun því sem hann skildi eftir, því er fyrsti sveimur hafði öðlast nýjan þátt, tók Logósinn hann upp og til þess, fór hann í huglægan fasa.
Meðan á þeim fasa stóð, eins og áður hefur verið sagt, var sólkerfið skilið eftir á eigin forsendum. Fyrsti hópsveimur, þá á þeim hnetti sem það var statt á, settist að til að staðla viðbrögð sín og það eru áhrifin af þeim mótaða hnetti í annars ómótuðu sólkerfi sem brýtur hjúpi annars sveims á hnettinum sem undan er og sendir þá aftur til birtingarmiðjunar þaðan sem þeir byrja aftur.
Með líkum hætti er ferill þriðja hópsveims samhæfður, því þeir verða að bíða þess að annar sveimur dragi sig frá plánetunni svo þeir geti haldið áfram. Þróun fyrsta sveims er hægust því það er fyrsta upphafsverk þeirra. Þróun annars sveims tekur lengsta tímann, því þeir eru stöðugt að endurtaka sig, safna saman og brjóta nýtt efni á mismunandi sviðum og samhæfa við ferill fyrsta sveims.
En þriðji sveimur hefur þegar unnið þróunarvinnu sína, því hann þarf að bíða meðan annar sveimur endurtekur sig. Hann metur, endurmetur og skýrir sjálfan sig.
Endurmat þýðir aðgreining og hún er persónumyndun.

Þróun hnatta

BYGGING FRÆ-ATÓMS Á SJÖUNDASVIÐS LÍKAMA.

14. KAFLI
Bygging fræ-atóms á sjöundasviðs líkama.
Við höfum rakið þróun þriggja þátta í þróuninni, og aftur sjáum við tölu birtingarinnar—þrjá hringi Kosmos; þrjá þættir sólkerfis og einnig þrjá þætti á bak við vitundareiningu.
Þessir vitundarþættir eru aðskildir hvað varðar kjarnaatómið og þau atóm sjöunda efnissviðs sem umlykja þau.
Kjarnaatómið og það sem umlykur það, myndar samþætt kerfi spennu og viðbragða sem hafa aðlagast hvert öðru og náð jafnvægi og þannig orðið að einingu.
Einingin er samsett af gagnvirkum öflum sem hafa náð jafnvægi og orðin stöðug.
Slíkur stöðugleiki samsettra afla sem hefur náð tilteknum hrynjanda í að-lögun mun bregðast við í sameiningu við öllum ytri áhrifum, og ef hluti slíks aðlögunarkerfis verður fyrir ytri áhrifum mun það hafa áhrif á alla aðra hluti þess og valda viðbrögðum alls kerfisins, þar sést að slíkt samstarf virkar sem eining.
Í tilfelli ferlanna í rýminu sem hafa móttekið logóísk áhrif (og má nú vísa til sem Guðlegar myndir—endurspeglanir—Neista frá kosmíska Eldinum,- mun verða hér eftir vísað til sem „Guðlega Neista“), er það með öðrum hætti.
Við skulum því skoða einstaka Guðlegan neista og eðli hans. Hann er móttækilegur fyrir þrennskonar áhrifum:—
1. Reynslu sem hann fær frá kjarnaatómi sínu.
2. Áhrifum frá öðrum Guðlegum neistum.
3. Hann er í tengslum við Logósinn. Hann er meðvitaður um Logósinn og Logósinn meðvitaður um hann.

Þessi áhrif breytast stöðugt í hrynjanda mismunandi bylgjulengda, og Guðlegi neistinn leitast stöðugt við að aðlaga þau öll í reglulegan takt. Logó-ísku áhrifin breytast með kosmískum föllum sem eru mjög hæg, en áhrif kjarnaatómsins eru mun hraðari og Guðlegi neistarnir bregðast allir við án tengsla hver við annan.
Kosmískir fasar sem endurspeglast frá huga Logós mynda hin fyrstu miklu mótunaráhrif, hinir stríðandi neistar berast á föllum jákvæðra og nei-kvæðra fasa og smá saman er tengslum komið á, spenna er aðlöguð og allir Guðlegir neistar verða tengdir sín á milli í gagnkvæmum („gefa og þiggja“) sambandi. Þegar þetta á sér stað hefur þróunin náð hámarki sínu.
Á óhlutlægan hátt eru þeir fullkomin eftirmynd Logósarins á þessu þróunarstigi og á formhlið mynda þau rúmmálsmynd af hópatómum utan um kjarnaatóm og það myndar kraftlínur þess, alveg á sama hátt og kristall er rúmfræðilegt form, myndað af efnisögnum sem raðast upp af kraftlínum. Þannig var alheimurinn byggður upp af þremur umlykjandi hringferlum og því er logóískt tákn kúlulaga, tala frumbirtingar er þrír, tákn fyrsta hnattarins er þríhliða mynd—þríhliða pýramídi innan hrings. Fyrsta plánetuformið hefur tekið á sig mynd. Á kosmísku hlið hlutanna hefur hin Mikla Vera myndað fylgihnött.
Hin Mikla Vera er meðvituð um fylgihnött sinn. Vitund hennar stýrir honum og fylgihnötturinn er meðvitaður um Skapara sinn, en þó samvitund fylgihnattarins sé undir áhrifum hinnar Miklu Veru og það sé því gagnvirkni milli hennar og fylgihnattarins, hann hefur ekki vitund um hina Miklu Veru gegnum samvitund sína, en með óteljandi einstaklingsvitundum, þar sem samvitund hans er varla meðvituð um að þær séu meðvitaðar, er algjörlega annað efni.

Það býr því í fylgihnettinum, samvitund sem er sjálfsvitund; vör um eigin aðstæður og tilvist sem fylgihnöttur; og ótölulegs fjölda einstaklingsvitunda sem eru meðvitaðar um um sinn atómhóp umhverfis sitt kjarnaatóm, en eru ekki meðvituð um aðstæður annarra kjarnaatóm, sem þó eru hvert um sig, meðvitað um hina Miklu Veru.
Vitund hinnar Miklu Veru gagnvart fylgihnetti sínum er hægt að líkja við sjón mannlegs auga , en vitund fylgihnattarins gagnvart hinni Miklu Veru má líkja við sjón kóngulóar—ótölulegir fletir sem endurkasta ótölulegum fjölda mynda sem verður að samræma í heilanum—heila sem hægt er að líkja við “Hópvitund.“
Þegar allir guðlegu neistarnir eru fullkomlega aðlagaðir gagnvart hverjum öðrum þannig að fullkomin gagnvirkni viðbragða er í hópi þeirra, þá mun sameiginleg vitund fókusera myndfletina. Þegar því er náð er gagnvirk vitund milli fylgihnattarins og hinnar Miklu Veru, því þeir mætast á sama grunni.
Form fylgihnattarins er ákvarðað af sjálfsmynd hinnar Miklu Veru, að-skilið frá uppbyggingu vitundar eininganna sem mynda hana; og þegar Guðlegir Neistar hafa náð gagnvirkum viðbrögðum, öðlast sameiginlega ein-beitta vitund og sú vitund vinnur sem eining og því hæf til hlutlægrar vit-undar, er hin Mikla Vera eini hluturinn á hans sviði.
Hin Mikla Vera er vör við vitund fylgihnattar síns og innihald þeirrar vit-undar, sem er öll samandregin þroskareynsla hnattarins eins og áður hefur verið hefur verið lýst.
Hin Mikla Vera verður þannig var við hvernig þróun hnattarins er, og það leiðir að nýjum vitundarþætti í huga hans og sá þáttur verður að falla að því sem fyrir er; þar sem stöðugleika hafi verið náð og reglulegum hrynjanda komið á hjá fylgihnettinum, þessi einfalda örvun vekur athygli Logósarins og verður til þess að hann dregur hana til sín og leysir það sem kallast nýr þáttur inní vitund sína, en þessi ytri örvun hverfur fylgihnettinum og fellur í undirmeðvitund hans og þannig staðlast viðbrögð hans.
Í vitund sinni vinnur Logósinn úr þessum nýja þætti og aðlagar hann og öðlast vitundarsamræmi á ný. Meðan á því stendur dragast allir kraftar hans inná við í þeirri íhugun og útgeislun hans er engin. Þá er vitund hans ekki á heimi sínum. Þá er sólkerfinu haldið saman af eigin sjálfsvitund sem það hefur öðlast við endurtekna íhugun Logósarins þegar nýjar hugmyndir koma til hans frá sínum eigin kerfi.

Sólkerfið er upp á sjálft sig komið og stendur í stað, en endurtekur stöðugt hrynjandann sem það hefur náð og staðgast, og jafnvægi kraftanna sem náð var við athygli Logósarins er komið í form.
Eftir að hafa ígrundað og aðlagast hinni nýju hugmynd sem kom fram (í þessu tilfelli, þrefalda einingu—ferðaatómsins, með vitund annars vegar og umlukin líkama hins vegar) vaknar hin Mikla Vera úr þeirri sjálfskoðun til íhugunar um gerð eigin kerfis.
Vitundareiningarnar sem þróast hafa í fylgihnetti verða strax varar við þessa nýju örvun. Þeir (fylgihnettirnir) eru meðvitaðir um viðbrögð og gagnvirkni á milli hugastjórnandans og tengds líkama og á þeirri frum-gerðarhugmynd halda þeir áfram að þróast.
Þannig verður til nýtt álag sem rýfur jafnvægið sem náð var í hóphuga fylgihnattarins og þar af leiðir verða allar hinar dreifðu einingar sem fylgi-hnötturinn samanstendur af, að fylgja aftur braut þessara leitandi atóma, auk vitunda hins Guðlega neista og líkama sjöunda sviðs.
Frumgerð fylgihnattar sem staðgast meðan á íhugun Logósarins stendur verður áfram eins. Þetta getur þú séð fyrir þér, snúast um Logósinn á sjöunda sviði.
Guðlegu neistarnir sem hafa þróast út frá sjötta sviðinu og safnaði þar um sig efni þess sviðs og ferlið er endurtekið, nákvæmlega eins og áður:—
(a) Endursamhæfing Neistanna.
(b) Aðlögun viðbragða sem byggir upp hópvitundina.
(c) Gagnkvæm viðbrögð hópvitundarinnar og vitundar Lógosins.
(d) Íhugun Lógosins að nýrri hugmynd.
(e) Stöðlun endurtekinna viðbragða fylgihnatta.
En það er með öðrum hætti í þessu tilfelli. Á þeim tíma sem þróun fyrsta fylgihnattarins átti sér stað, var ekkert í áru Lógosins nema atóm-sviðin og þessi fylgihnöttur, en þegar myndun annars fylgihnattarins átti sér stað, var sá fyrsti að gangast undir nýjan þróunarfasa. Lógosinn sem hafði uppgötvað möguleikann á að gefa atómunum sína eigin eiginleika, hugsaði um atómin þannig og þau urðu innblásin.
Atóm sjöunda sviðs, eins og á öllum sviðum, eru stöðugt að hreyfast áfram eða aftur eins og í fallaskiptahreyfingum þegar jákvæðir logóískir fasar draga þau inn að miðjunni og neikvæðir fasar hans þrýsta þeim út á við, athygli daufra vitunda atómanna dragast að Logósinum í jákvæða fasanum (munum að staður í þessum hugarferlum í áru Lógosar þýðir í raun ástand), atómin fá í sig þá mynd eins og Lógosinn sér þau, því taka þau í sig sama hrynjanda og fyrstu þróuðu atómin fengu þegar Lógosinn varð meðvitaður um vitundarástand þeirra—það er að segja, við lok þróunar þeirra.
Þessi nýju atóm byrja þar sem hin fyrri enduðu. Við frumkrafta fyrsta fylgihnattarins raðast þau fljótt í sömu gerð og fyrirrennarar þeirra og ná fljótt þroska þeirra. Þau verða síðan að ná samhæfingu í viðbrögðum, sem er sameiginleg vitund, til að verða meðvituð um Lógosinn, og sami ferill endur-tekur sig eins og í fyrra tilfelli.
Er fyrsti atómshópurinn hefur lokið þróun sinni í öðrum fylgihnettinum eins og lýst hefur verið, heldur hann áfram og undirgengst þriðju þróunina á fimmta sviðinu.

Þegar annar atómshópurinn í fyrsta fylgihnettinum, heldur áfram með sama hætti á sjötta sviðið og er fangaður og raðað upp af þeim frumkröftum sem fyrir eru frá fyrsta atómahópi; samtímis er þriðji atómshópur sendur af Lógosnum til að manna fyrsta fylgihnöttinn, hann hugsar nú atómin með tveim umluktum hvelum og nýju atómin er því gefin hæfileiki til að safna um sig efni tveggja sviða.
Þannig heldur ferlið áfram þar til fyrsti hópur ferðaatóma, sem hver um sig hefur safnað umhverfis sig efni allra sviða og hefur þróað, hefur byggt upp fylgihnött á fyrsta sviði, og hver fylgihnöttur á undan er mannaður Guðlegum neistum, sem hver þeirra hefur byggt upp sjálfur í röð efnissviða í samræmi við þá þróunarstöðu sem hann hefur náð.
En fyrsti atómshópur Guðlegra neista, með áunnum kröftum sínum, hefur hugsað sitt form, Lógosinn hefur orðið var við þá staðreynd og sent út seinni hópa með ávinning fyrsta hóps sem hugmynd í vitund þeirra. Það er að segja að hver sá hrynjandi sem náðst hefur er erfður af þeim hópi sem tekur við.
Þetta er það sem kallað er innþróun. Útþróun er tjáning á þessu í efninu á hvaða sviði, þar sem útþróun heldur áfram.
Það má sjá af þessu sem hér er sagt að framan, að að lokum munu öll sjötta sviðs atóm mun fara í gegnum þennan ferill.
Þú munt sjá, að líkt og tákn fylgihnattar a sjöunda sviði var sívalningur með þriggja hliða tákni—pýramídi með þremur hliðum, er sjötta svið fjögurra hliða tákn, teningur og þannig gengur þetta niður sviðin.
Fimmta sviðið hefur fimmhliða tákn.
Fjórða sviðið hefur sexhliða tákn.
Þriðja sviðið hefur sjöhliða tákn.
Annað sviðið hefur áttahliða tákn.
Fyrsta sviðið hefur níuhliða tákn.
Þú sérð að tölurnar eru samanlagt ávallt tíu og talan níu er fjöldi hliða sem mynda táknið sem táknar kraftana á fyrsta sviði. Þrír margfaldaðir með þremur er fullkomin tala fyrsta sviðs.
Talan tíu er fjöldi kraftanna í birtingu okkar sólkerfis, en níu er tala Kosmos og kraftsins sem kallaði sólkerfið fram í birtingu, þegar sá kraftur birtist á fyrsta sviðinu.

Kosmísku sviðin og tákn þeirra.

Svið-form

UPPHAF SÓLKERFIS

5. KAFLI
UPPHAF SÓLKERFIS

Þú hefur nú fyrir þér skýra mynd af því sem hefur verið kallað grunnvirki alheims—Hringirnir, Geislarnir og minni hringirnir. Þeir hafa fyrir löngu lokið þróun sinni og hafa myndað stöðugt ástand og eina breytingin sem átt hefur sér stað er að alheimurinn hefur farið gegnum áhrif jákvæðra og nei-kvæðra skeiða, fjögur í hringferlinu. Þetta eru mikil skeið— skeið þar sem uppbyggileg áhrif eru aukin og skeið niðurbrota efld. Hringirnir og geislarnir flæða stöðugt á braut sínum, en þegar jákvætt skeið er í gangi eru útstreymi hraðara og þegar neikvæð skeið ráða eru innstreymi hraðara.
Stóru Hringirnir—þrír að tölu—eru Frumþrenningin, einnig þekkt sem „Hið algilda,“(Absolute) þó að merking hugtaksins sé aðeins þekkt af fáum, þ.e.a.s. að skilgreining á hugtakinu „Hið algilda“ hafi verið notuð í fræðslu án þess að nemar hafi skilið það til fullnustu. „Hið algilda“ er þrígreint afl Hringanna þriggja sem vinna órjúfanlega saman og eru Þrír sem Einn og Einn sem Þrír. Í Aþanasíusarjátningunni er vísað í þessa þrenningu og af henni munt þú skilja merkingu hins Innvígða sem lagði það til.
Geislarnir mynda saman flókið kerfi sem vísað er til undir nafninu „Stjörnumerkjahringurinn“ (Zodiac).
Minni hringirnir eru Kosmísku sviðin.
Miðju-Sólin er sá staður í geimnum sem hægt er að finna ef lína er dreginn frá okkar sólu í stjörnuna “ Alpha Centauri“ og þaðan áfram.
Þú hefur séð hvernig atómið verður til—hvirfill að hornum geislanna og hvernig þau í sinni einföldu mynd bíða á fyrsta kosmíska sviðinu þar sem þau urðu til. En þegar þau mynda samband milli sín og verða samsett, verður þungi þeirra meiri, í óeiginlegri merkingu, þ.e.a.s. næmni þeirra fyrir áhrifum eykst og sá þungi þarf að skilja dulfræðilega. Sú staðreynd er tak-mörkun þeirra á ferð um geiminn. Ef þú sleppir næmni þinni fyrir áhrifum, munt þú geta verið frjálsari.
Þegar atómin verða samsett, knýr miðflóttaaflið þau út þar sem þau finna braut geislanna og halda áfram á þeim, það er leið minnstu mótstöðu fyrir þau. Þegar þau ná næsta sviði finna þau sitt þyngdaraflsvið og stöðvast þar. Þar mynda sum þeirra sameiningu við önnur til viðbótar og sveiflast aftur af stað út á geislabrautina. Af þessu má ráða að aðeins mjög flókin atóm sem sameinast á sjöunda hring sveiflast til baka að miðju-sólu.
Þú hefur nú séð hvernig þessi atóm ganga á ferð sinni upp og niður geislanna, þau eru of þroskuð og of flókin til að geta dvalið á neinu sviði. Þegar atóm hinsvegar hefur lokið hringferð sinni um geislanna og leitast við að fara út að nýju, finnur það ekkert pláss, því að það er frátekið af minna þróuðum atómum. Það kemst ekki inní þann straum, því hann er fullsetinn og því verður það að halda kyrru fyrir í Miðjustillunni. Ekkert atóm fer tvisvar í hringferðina og þau sem eru komin heim hvílast af pílagrímaferð sinni og þegar síðasta atómið hefur snúið heim fellur öll birtingin í svefn (hvíld) og kosmísku föll falla inn á við þegar Hring-Kosmos sveiflast í neikvæðan (niðurbrot) fasa.
Meðan Geislarnir flæða fram og til baka og Minni Hringirnir snúast á brautum sínum, eru atómin kyrr, þó hvert þeirra hafi í sér óendanlega stöðuga hreyfingu. Þegar hins vegar Hring-Kosmos fer inní nýtt skeið, mun aðdráttarafl jaðarsins fá aukin kraft.

Við verðum að skilja til fulls hver áhrif Hring-Kosmos og Hring-Kaos eru. Þegar Hring-Kaos er ráðandi eru til staðar öfl sem ekki eru í jafnvægi, þ.e,a.s, þegar Hring-Kaos eru í jákvæðum fasa og þegar Hring-Kosmos er ráðandi, eru til staðar öfl sem jafna, þau lægja áköf öfl óreiðunnar.
Þannig leitar Kaos út í geiminn en Kosmos jafnar það þar til stöðugu á-standi er náð.
Við höfum séð að fyrsti fasi atómískrar þróunar er lokið með fullum þroska allra atóma (í þeim fasa) og þau hafa safnast saman af ytri hjáhringj-unum í hópa umhverfis Mið-sólina. Hring-Kosmos hefur skilað hlutverki sínu. Allt er í jafnvægi, stöðugt og í dái, en hringirnir snúast áfram og við að Hring-Kaos fer í nýjan fasa raskast jafnvægið sem hefur verið náð og við það finna þessi flóknustu atómin fyrir miðflóttaafli sem togar í þau og þau leita aftur út, svo að hinar miklu sérverur (flóknustu samsettu atómin) fara aftur á stað eftir brautum geislanna, en þau fara ekki gegnum tóman geiminn, því hver hringbraut hefur að geyma atóm á mismunandi þroskastigum, þar sem þyngdaraflið heldur þeim í þessari mismunandi fjarlægð frá Miðjunni.
Þessi samsettu atóm finna sig umhringd minna þroskaðri atóma á þessum sviðum og sem þau draga að sér með snúningskrafti sínum þegar þau halda áfram og þannig tekur hvert þeirra með sér efni af hverju sviði á ferð sinni.
Nú eru þessar samsettu miklu verur fram komnar, byggðar upp af frum-atómum sem hafa mismunandi snertihliðahorn og þau, allt eftir fjölda sam-setninga, eru mismunandi að stærð og þunga og hafa stöðvast af sínu sérstaka þyngdarafli á hinum ýmsu hringsviðum. Geislinn getur ekki borið þau lengra.
Fyrsti fasinn í atómískri þróun var einungis við geislanna, annar fasinn í ferðalagi þessa mikla hópatóm var gegnum hringsviðin og þær fara ekki lengra en á hringsviðin er þær stefndu á.
Þess vegna hefur þróunin byggt upp til viðbótar frumstöðugleikanum — Hringunum, Geislunum og Hjáhringjunum — tvö viðbótarstöðuleika— atómið, hvert á sínu sviði, allt eftir gerð og eðli og sem hefur stöðvast og fundið sína sérstöku stöðu og hin miklu hópatóm sem hafa líka stöðvast, hvert þeirra með sína eigin radíushreyfingu. Atómin snúast um sjálft sig, en þessar miklu verur snúast um Miðju-sól og fara því í gegnum áhrif geislanna á snúningi sínum og eru tiltölulega stöðugar, aðeins háðar breytingum á hringsviðunum sem og áhrifum geislanna sem þær ganga í gegnum.
Hver þessara miklu vera laðað að sér eins mikið efni á hverju hringsviði og það getur haldið að sér þegar þau fara gegnum sviðin í sinni annarri þróunargöngu og þær fara eins langt frá Miðju-sólu og þungi þeirra leyfir, sú staðsetning er ákvörðuð af formmyndun frumatómsins sem hún byggði upphaflega á. Þ.e.a.s. að ef hvirfilinn sem snerti geislanna hreyfðist í þriggja hliða braut, fer það ekki lengra en á fyrsta hringsvið frá Miðjunni, það þyrfti að hafa verið tíu hliða formmyndun til að geta náð á sjöunda hringsvið og snúið þaðan.* Þú sérð af þessu að hver hinna miklu vera hefur sitt lykilnúmer sem byggt er á upprunalega atómi þeirra. Það myndar takmörk þeirra og ákvarðar aðdráttaráhrif þeirra. Þetta er það sem ákvarðar þeirra eigin Hring-takmörkun.
* Sjá lok Kafla V.

Við höfum því ákveðin fjölda mikilla hópatóma eða lífvera, sem eru háð áhrifum af Hringunum, Geislunum og Hringsviðunum og hafa sjálf þróast á svipaðan hátt og þrenningin. Þ.e.a.s., hver þessara samsöfnuðu atóma greinast eftir eðli atómanna sem að þau eru samansett úr. Þau hafa þróast undir áhrifum frumatómsins og þau áhrif sköpuðu eðli þeirra af virkni og gagnvirkni sem þau urðu fyrir og mynda einskonar smámynd af hinum mikla Alheimi, þessir miklu atómhópar, þ.e.a.s. þeir sem eru á sjöunda hringsviði þekkir þú sem Sólkerfi.
Í stuttu máli þá er þetta sagan um tilurð sólkerfis, sólkerfa almennt og –þitt sérstaklega.
Það eru mörg önnur sólkerfi á sjöunda sviði auk okkar. Sum þekkir þú sem stjörnur, en þau eru aðeins fá og örlítið brot af þeim fjölda á þessu sviði sem eru óþekkt. það eru einnig kerfi á öðrum sviðum sem eru ekki í núver-andi þróunarfasa. Þér mun skiljast að hver þróunarfasi birtir mikla heild, en flóknari.
Fyrst var Hringakerfið, „Hið Algilda“
Síðan Geislarnir og Hjáhringsviðin, sem mynda Alheiminn.
Síðan hinar miklu Verur sem við köllum Heima, hver á sínum sviðum.
Við höfum því næst númeraðar raðir. Ef við gefur þeim númer sjáum við hvernig þau raðast. Heimarnir eða Sólkerfin eru fjórði fasi þróunarinnar.
Í þessum heimum á sér stað innri þróun eins og í Alheiminum og þessir innri þróunarfasar halda áfram þar til stöðugleika er náð innan þeirra og samsettu atómin þeirra flæða inní Miðju-sólu sína, hvert í sínu kerfi og hvíla þar.
Þegar svo áhrif Hring-Kaos raska kosmíska jafnvæginu fer hin mikla líf-vera sem þróast hefur í hverju sólkerfi aftur af stað og brýst út úr Hring-takmörkun þess sólkerfisins og hringsnýst þar fyrir utan eins og fylgi-hnöttur. Við það á sér stað upplausn sólkerfisins og það byrjar aftur á nýjum fasa í þróun sinni, en einingar þessu eru samsettu atómin er voru í fyrri þróun þess og ganga að nýju gegnum alla þróunarfasanna og kasta burt “ stjörnukjarnanum.“
Hin mikla vera sem er fyrst sundruð þarf að endurtaka allt ferlið, hver á sínu sviði svo að sólkerfið verður aftur heimur fyrir þau, enda sköpuðu þau hann, þetta ferli sem við getum kallað “ Stjörnuþróun,“ heldur áfram þar til stöðugleiki verður með hinum miklu verum og afspringi þeirra og þá koma áhrif Hring-takmarka fram og hið mikla kerfi er sent aftur til miðjunnar og kemur aftur fram þegar áhrif Hring-Kaos kallar þau fram. Slíkur gangur endurtekur sig þar til Alheimur er orðin svo öflugur að hann brýtur Hring-takmörk sín og hina miklu verur ryðjast fram inní hið Óbirta og með hringsnúningi sínum safnar
„geimi“ umhverfi sig og byrja að byggja nýja „Alheim.“ Slík er saga kosmískrar þróunar.
Þú hefur séð að hver fasi þróunarinnar getur af sér skipulega kerfi nýrri afla. Þessi öfl bregðast við öllum áhrifum sem þau verða fyrir og skrásetur þau í hreyfingu sinni í geimnum. Þau eru því skyni gædd, því þau bregðast við og skrásetja við reynsluna. Þannig eru hinir þrír Frumhringir skyni gæddir og geta þróast, en þeir eru svo gífurlega viðáttumiklir og einfaldir (vegna þess að áhrif sem þeir verða fyrir eru lítil) að þessi vitundareining, þó hún nái út yfir alla ímyndun, er óumræðanlega frumstæð. Þó er það á þessari víðfeðmu og einföldu gerð sem þú, sem einstaklingsvitund er byggður á. Þess vegna er það sem þú —eins smár og þú ert—hefur tengsl við þessar kosmísku verur og ert undir áhrifum af fasa þeirra, alveg frá hinu „algilda“ og niður í atómin á þinni jörð. Þetta er kjarninn í hinni Leyndu Visku. Þessi öfl verka á hin óupplýsta mann en hin upplýsti, með vitneskju sinni um-breytir áhrifum þeirra og notar þau í sína þágu. Noti hann þau í þágu kosmískrar þróunar þá vex hann og þroskast gegnum alla þróunarfasa sína þar til hann nær stöðugu ástandi, sem er endanleikinn og fylgir lögmálum hinnar miklu veru, sem hann er nú hluti af, reisir sjálfan sig upp í kerfi.