LÖGMÁL AÐDRÁTTARAFLS YTRI GEIMS

30. KAFLI
LÖGMÁL AÐDRÁTTARAFLS YTRI GEIMS

Þegar Lögmál aðdráttarafls ytri geims er skoðað verðum við fyrst að spyrja af hverju það lögmál getur verið sterkara en aðdráttarafl miðjunnar. Til að skilja þetta vandamál, verðum við að íhuga ákveðna grunnþætti sól-kerfisins sem áður hefur verið lýst.
Logóíska vitundin sem hefur náð jafnvægi og fullkomnun og náð að raungera það sem hún hafði hugmyndað, heldur áfram og setur fram fleiri hugmyndanir og leitast við að raungera þær.
Þessar mótuðu hugmyndanir í logóísku vitundinni halda áfram inní flókna samhæfingu (og meðtekin þar með inní þróunarfasa birtingarinnar), eða, með annarri hugtakanotkun; færðir út og niður svið birtingarinnar. Þessa vaxandi logóíska flæði birtist sem þróunarpúlsar og Lógosinn gefur þeim þrýstiafl sem ákvarða formin, blæs í þau líf.
Það er ávallt markmið „viljans“ að starfa óháð aðstæðum, eins og það er ávallt tilhneiging „formsins“ að setja hinu óbirta tilteknar aðstæður og „lífs-vilji“ Lógosins kemur ávallt inní hið mótaða form, sem, eins og það er, þrýstir sjálfu sér áfram niður sviðin og er „fangað“ af forminu, en í seinni logóískum lífsfösum getur viljinn ekki verið óháður aðstæðum, allar athafnir eru ákvarðaðar af aðstæðum sem þegar eru fyrir hendi og „lífsvilji“ Ló-gosins, sem er líf hins birta sólkerfis, verður að laga sig að aðstæðum og bindast í form. Af því kemur hugtakið „stríð anda og efnis.“

„ Lífsvilji“ Lógosins tjáir sig gegnum seinni formfasanna þar til þéttasta efninu hefur verið náð. Hann getur ekki mótað birtingu sína frekar og leitast við að frelsa sjálfan sig úr viðjum formsins og halda áfram—að líkja eftir Kosmos—á þeim svæðum etersins sem ekki hefur verið afmarkaður og mótaður af hinum guðlega upphafsvilja.
Fyrst leitast mótaða lífið við að verða ómótað, sem myndaði fyrsta hvat-ann—sem sendi það út í ytri geim.
Í öðru lagi er eðlileg tilhneiging til jafnvægis og einnig innan sólkerfisins- aflana sem eru undir miklum þrýstingi að dreifa sjálfum sér út í sambærilegt lofttæmi ytri geims.
Í þriðja lagi er þessi mynd af Penumbra, gráskyggnunni—öll þau mót sem voru afmynduð í formgerðinni—allar þær þróunarhugmyndir sem mistókust í að raungerast—allir vannýttir kraftar og sálir sem mistókst verk sín og var hafnað af einstaklingsvitundum sínum— allt það í raun sem þörf er á að hafna úr logóískri vitund og hefur ekki verið sundrað út úr innri skel Hring-Takmarkanna, er til staðar eins og mynd sem endurspeglast í eter geimsins og má myndrænt skilgreina sem ytra yfirborð Hring-Takmarkanna (mitt á milli þess og Hring-Óreiðu sólkerfisins) og má sjá þar óljóst.
Hver vitund sem ferðast niður í neðri lög efnisins mun greina handan hins mikla gaps sem Hring-Takmörk sólkerfisins eru, endurspeglaðar myndir af öllum þeim óuppfylltu vonum og gagnlausu tilraunum í birtingunni—og þegar þær þráðu krafta sem mundu hafa getað komið þeim inní birtinguna, kölluðu þær yfir gapið til hvaða frumafls sem var skylt þeim, að sýna sig við mörkin, svo er einnig með öll þróunaröfl, hvort sem er í sólkerfinu eða ein-staklingi, að þegar leitað er í grunninn og lítið yfir hið mikla gap, sem myndað er af kosmísku lögmáli, og þau sjá myndir af sínum vonlausu draumum sem lofuðu uppfyllingu, freistast þær til að halda áfram á þessari útgöngubraut, sem hið guðlega hreyfiafl hafði myndað, en með sínu eigin hreyfiafli að stökkva yfir það mikla gap, inní frelsi ytri geims þar sem engin lögmál ráða og menn eru guðir.
Þegar vitund er laus undan birtingu í sólkerfinu og upphafin lögmálinu (þar sem lögmálinu er fullnægt í algjörri hlýðni), verður hún miðjukjarni nýrrar logóískar sólar, þetta er leyndardómur Guðdóms. En þegar vitund sem hefur ekki uppfyllt lögmálið og flýr það, er hún óheftur vilji, þetta er leyndardómur þess illa (jákvæður), persónugerður djöfull. Þessi freisting lá-mennskunnar kemur til allra á þróunarbrautinni.

Frá hinu guðlega á útgönguboganum verður lífið að komast niður í grunninn og þegar það hefur snert hann og náð hámarki orku sinnar, verður það að hafna freistingum þeirra langanamynda sem speglast frá ytri geimnum og feta sig til baka með auðmýkt til uppruna síns, ná þeim skiln-ingi að frelsi er ekki náð með því að flýja takmarkanir eða aðstæður, heldur með laga jafnvægið að fullkomnu samræmi.
Þegar samræmi andstæðra krafta er náð er formið staðlað og getur haldið áfram að þroska samsvarandi vitund og sálartengt lífið dregur sig til baka uppá hærri svið og ber með sér viðbragðaeiginleikanna sem náð var á lægra sviðinu en er ekki lengur bundið af aðstæðum þess sviðs. Um þetta verður fjallað betur í síðari fyrirlestri.
Aðdráttarafl ytri geims er því aðdráttarafl af ómótuðu afli, það er freist-ingin að flýja frá lögmálunum sem hafa byggt okkur upp og nota krafta sem falla undir þau lögmála án sambærilegrar ábyrgðar. Það má sjá sem dæmi í lífi manns sem nýtur allra kosta háþróaðrar menningar, en gefur af sér markmið og hugmyndir vanþróaðrar tilveru.
Aðdráttarafl ytri geims er freisting til að brjótast frá þróuninni og kosmískum lögmálum til að vera sem guð. Slíkir guðir eru þeir sem eru dýrkaðir í helgiathöfnum djöfladýrkunar.

LÖGMÁL PÓLUNAR

29. KAFLI
LÖGMÁL PÓLUNAR
Það er ómögulegt að íhuga Lögmál Pólunar án Lögmála aðdráttarafls og miðflóttaafls, pólun hefur grunn sinn í þessum tveim lögmálum. Það veltur á aðdráttarafli miðjunnar eða ummálsins hvort neikvæðir eða jákvæðir þættir orkunnar eru ríkjandi.
Aðdráttarafl miðjunnar er neikvætt en aðdráttaraflið að ummálinu er já-kvæði þátturinn, það eru þessir tveir þættir pólunar sem framkalla hringráð orkunnar. Hér sérð þú frumgerð sem samsvarar jákvæðum og neikvæðum þáttum kosmískra dægra. Stafbrigði af þessu sést í vafningsstaf Merkúrs. Þar sérðu svarta og hvíta höggorm jákvæðrar og neikvæðrar þátta vefja sig frá hið til hliðar um stafinn. Ef við setjum þetta í jarðneskt samband, þá táknar stafurinn geisla og svarti og hvíti höggormurinn jákvæða og neikvæða þætti í lífsbylgjunni.
Það er annar þáttur í pólun sem tengist hópmyndun. Hópvitund er nei-kvæð, eða kvengerð. Hún krefst örvunar af jákvæðri orku áður en hún getur orðið skapandi. Þættir sem vinna á fínni sviðum eru jákvæðir á það sem vinnur á þéttari sviðunum. Skynji vitund tilgang hóps á hærra sviði en það sem hópurinn er á, verður það jákvæð orka fyrir hópinn og verður því frjó-söm fyrir hann. Þegar frjósemi hóps á sér stað fær hver og einn meðlimur hans nýja hugmynd og fæðir af sér skapandi verk á efnissviðinu. Þeir hafa því skynjað það sem leiðtogi hópsins gat af sér og munu því vera á sama stigi og hann. Með því að hafa skynjað sömu hugmynd eru þeir á sama pól og leiðtoginn og hann geta því ekki lengur gefið þeim sem hóp skapandi örvun. Þetta útskýrir ris og hljóðnun sem hópar ganga í gegnum, tímabil hljóðnunar er ekki endilega dauði.
Þú munt taka eftir að gegnum alla lífsbirtingu er samvinna tveggja þátta nauðsynleg fyrir alla „formmyndun“. Afl, hins vegar, vinnur sem eining því pólun þess er í Lógosnum.

LÖGMÁL ÍHLUTUNAR EÐA FÆRSLA ATHAFNA MILLI SVIÐA.

28. KAFLI
LÖGMÁL ÍHLUTUNAR EÐA FÆRSLA ATHAFNA MILLI SVIÐA.

Aðferð réttrar íhlutunar er lítt skilin, því hún snertir innri meginreglu pólunar.
Íhlutun má skilgreina sem aðferð til að færa orku fínni sviða til þéttari sviða á innþróunarboganum. Það verður að skilja frá niðurþrepun. Hún er svipuð aðgerð á þróunarboganum. Við tölum um niðurþrepun og upplyft-ingu orku á þróunarbrautinni og íhlutun og sundurgreiningu á innþróunar-brautinni. Mikilvæg hugmynd er varðar gott og illt er falin í þessari skilgrein-ingu. Íhlutun er því aðgerð til að efla orku á „formþátt“ þróunar.
Við verðum að muna að lífstraumur streymir frá Lógosnum og verður að koma niður í efnið til að skipuleggjast og þegar hann hefur mótað formið með innilokun í efninu, notar hann það form sem mót, eða strangt til orða tekið, sem grunnmynd (fyrir hið fínna umhverfis, það þétta) og þegar sú efnisgrunnmynd hverfur, viðheldur það fínna forminu við eins og það var, því kerfisspennan er orðin vani.
Aðferð upplyftingar er að aðskilja þétta efnið frá því fínna, en aðferð í-hlutunar er að læsa tvö snertiöfl í efnishnút. Þetta er eins og þú sást sem aðferð í sköpun á atómum.
Aðferð íhlutunar er byggð á Lögmálum aðdráttarafls og miðflóttaafls, og pólunar, í allri útfærslu hugmyndarinnar um pólun setur það Lögmál Í-hlutunar í gang, því pólun kveikir á íhlutun, íhlutun ræðst af pólun þegar sameining á sér stað lárétt og klofningur á sér stað lóðrétt.
Meira hefur verið sagt en þú getur skilið.