BYGGING ATÓMS.

3. KAFLI

BYGGING ATÓMS.

Lýst hefur verið fyrir þér þeim hreyfingum sem mynda alheiminn (kosmosinn). Frumhringirnir, geislarnir og hjámiðjuhringirnir. Það eru grunnþættir alheims og áhrif þeirra móta þann alheim. Það er snúningur þeirra sem myndar hinar miklu umferðir—„ Daga og Nætur“ birtingarinnar—Dagur, tíminn er sá hluti alheims sem er innan þess sem kalla mætti jákvæða hlið segulsvæðisins og verður til við snúning Hringjanna.
Með þekkingu á þessum kosmísku föllum getur upplýstur maður haft gagn af kröftum þeirra. Þá er vísað til þekkingu á tölum í leynda dagatalinu.
Þetta eru upprunalegu áhrifaöflin, það má líta á þau sem byggingarform Alheims.
Snertilínukraftarnir; innan þeirra myndast hvirflar og þessir hvirflar eru Frumatómin. Þú getur séð af þessu, að við byggingu atóms eru sömu lögmál að verki eins og við að Hring-Kosmos og Hring-Kaos mynduðu alheim. Þar er Lögmál andstæðra afla sem koma á stöðugleika. Þegar þessi andstæð öfl hafa myndað atóm, verða atómin sjálf að afli, því þau hreyfast í snúningi sínum og því eiga sér stað snertilínur—hreyfing sem fær áhrif af fleiri en einu aðdráttarafli. Svo að frá einni einfaldri hornréttri hreyfingu sem varð til af einföldu andstæðu afli, varð til hvirfill sem er lýst sem marghliðungi. Hægt er að sjá slíkt form í mismunandi gerðum efniskristala.

Atóm sem myndast af snertilínum við samsett öfl geta myndað allt frá þríhliðung til fjölhliðungs. Þú verður að skilja fullkomlega að frumatómið samanstendur af tveim andstæðum hreyfingum sem snúast hver um aðra. Þetta eru einfaldir hvirflar, en hvirflarnir geta hreyfst gegnum geiminn líkt og vatnshvirflar hreyfast yfir sjóinn og þessa hvirfla er hægt að líta á sem seinni hreyfingu. Það eru þessar seinni hreyfingar sem ég er að vísa til sem hafa hornlægan ferill.
Það koma fram mismunandi gerðir atóma frá frumatóminu, sem fyrst og fremst spinnast, sum innan þríhyrnings; önnur innan ferhyrnings, enn önnur innan fimmhorna, sexhorn og svo framvegis.
Þessi atóm laðast hvert að öðru, dragast saman og fylgja hvert öðru með því sem í líkingu mætti kalla „brautarfleti“ þeirra. Þannig mynda þau samband sín á milli.
Þessi mismunandi atómgerðir verða til í Alheimi og byrja að safnast saman í samsettar einingar. Hver samsett eining sem stækkar, eykur aðdráttarafl sitt svo að tilhneiging Alheims er því að þétta sig og þessi form laga sig hvert að öðru, og þannig myndast ný öfl reglulega. Við munum skoða það betur síðar.

Hér höfum við lýst til viðbótar hinum miklu snúningsöflum í Alheiminum, myndun óteljandi smáum stöðugleikamiðjum af mismunandi gerðum, og áframhaldandi skipulagi viðbragða þeirra á milli.
Þú sérð af þessu að langur ferill hefur liðið í þessari þróun, því hvert nýtt afl sem varð til, varð að ferðast gegnum alheiminn og út að Hring-Takmörkum og til baka þaðan sem það var upprunnið, og það var aðeins þá sem það varð stöðugt afl í Alheiminum.
Innan takmarka Geislanna og Hringjanna voru þessi nýju atóm á endalausu ferðalag fram og til baka um ómunatíð áður en nokkur samvinna átti sér stað á milli þeirra. Ef tvö eða fleiri hreyfðust samhliða efldust kraftar þeirra hver við annan og drógu að sér því meira inná umferðabraut sína, þessi samruni gat þannig af sér skiplagða endurtekningu áhrifa og þess vegna á tiltekna braut. Hinar miklu mótuðu kraftlínur í Alheiminum sem við köllum geisla og straumar þeirra, hafa smásaman áhrif á hreyfingu þessa mikla atómhafs sem flæðir í stefnu þeirra. Smásaman verður því hið óskipulagða komið í skipulag hinna miklu öldufalla alheims og þó atómin skapi sínar eigin snertilínur, hreyfast þau með þessum miklu ölduföllum.
Ég mun nú setja fram hugtak sem gæti verið þér ókunnugt, en sem er grunnur að miklu í dulfræði. Í upphafi þessarar fræðslu sagði ég við þig, „Rýmið hreyfist.“
Hvenær sem hreyfing á sér stað í rými, mun hún haldast áfram. Rými sem sett er á hreyfingu flæðir ávallt áfram, því það er mótstöðulaust. Kraftar hafa verið settir af stað sem haldast áfram. Þessir kraftar geta blandast öðrum kröftum og hætta því að vera sjálfstæðir, en halda upprunalegum einkennum sínum og ef við gætum sundurgreint eininguna sem þeir er orðin hluti af myndum, við finna þá krafta óskerta hvern og einn.
Munið þetta—rými sem sett er á hreyfingu, flæðir endalaust áfram. Gerum ráð fyrir með samlíkingu; að þú hreyfir penna yfir blað um nokkra sentímetra myndar sú hreyfing flæði í rýminu í jákvæðu formi í einum þætti hreyfingarinnar og til baka í neikvæðu formi í öðrum þætti hreyfingarinnar. Þetta mun haldast svo og hvað sem breytir þeirri hreyfingu í rýminu, breytir athöfninni sem setti hana á stað í upphafi. Þetta er grunnurinn að minni og er ástæðan fyrir því að auðveldara er að endurtaka hreyfingu en að setja upphafshreyfingu af stað og því oftar sem hún er endurtekin er hún auð-veldari í endurtekningu, því skriðþungi rýmis er uppsafnaður og mun að lokum auðvelda að flytja hreyfingu í flæði sitt. Þetta ætti að útskýra margt fyrir þér.

Kosmos

Þú hefur útbreiddan alheim frammi fyrir þér sem varð til í rýminu með hreyfingu og er ekkert annað en hreyfing og þú hefur séð hvernig spennukraftar verða til af þessum hreyfingum og mynda ótölulegan fjölda hvirfla, byggða á nákvæmlega sömu grundvallarþáttunum sem mynduðu hinn mikla hvirfill, kosmos, því sömu lögmál gilda á öllum sviðum birtingarinnar, lög-mál tengsla. Þú munt því sjá að tengsl eiga sér stað milli nýrra kraftahvirfla sem myndast með þessum hætti og leitast við að mynda nýjan kosmos saman, byggða á sömu grundvallarþáttum.
Dans atómanna myndar nýjan Hring-kosmos og sagan endurtekur sig, þessir nýju heimar, eins og þeir eru kallaðir ráðast af sömu lögmálum og lýst hefur verið um alheim, en eru undir áhrifum af þeim grunni hans sem fyrir er þegar þeir myndast. Þú munt sjá að sömu lögmál ráða í allri birtingu.

ÞRÓUN ATÓMS

4. KAFLI

ÞRÓUN ATÓMS

Atom2

Við skulum rifja upp fræðsluna um geislanna, hringina og hvirflana.
Geislarnir og hjáhringirnir eru hluti af frumhreyfingu kosmos. Þeir ásamt hringjunum eru óbreytanlegir og kallast straumar Kosmos.
Hvirflarnir eru annars eðlis. Frumhreyfingin gengur í hring. Hvirflarnir byrja sem beinar hreyfingar sem verður fyrir mótstöðu og kalla fram aðra hringlaga hreyfingu.
Það eru því ávallt tveir kraftar að verki sem mynda frumatóm og þetta grunnstef, tvíund, heldur áfram í allri samsetning þar sem atómið er grunnur-inn.
Þú tekur eftir að hvenær sem sérstök söfnun eða hópeining í reglu-bundinni hreyfingu á sér stað mun þessi hópur bregðast við sem ráðandi grunnþáttur þó aðrir þættir eða sameiningar bætast við þann grunnþátt.
Gerum ráð fyrir, t.d. að frumhreyfing atóms sé þríhliða snertilínur — A til B, B til C og C aftur til A, og að önnur hreyfing sem myndast (munum að hreyfing í beinni línu helst aldrei eftir að upprunakrafturinn deyr út) dragi úr frumhreyfinguna og breytir henni í bogaferil, þannig mun atómið, sem upp-haflega hélt sig í þríhyrningsbraut endanlega falla í hreyfingu þriggja spírala innan þríhyrnings.
Hver spíralhreyfing mun gerast undir áhrifum aðstæðnanna sem réðu, A til B hlutanum, þá B til C hlutanum og C til A hlutanum. Því, ef þú vissir hver áhrif A til B hlutans væru, myndir þú vita hvert væri eðli frumhreyf-ingarinnar sem réði spíralnum sem væri einungis sýnilegur í yfirborðslegri athugun. Þetta grundvallaratriði er á bak við stjörnuspeki og einnig ástæðan fyrir því af hverju talnavísindi eiga mikilvægan þátt í öllum rannsóknum á kosmískum grundvallaratriðum.
Atómið er hvirfilhreyfing—ekkert annað, hringhreyfinga umhverfis hreyfingarlaust lofttæmi. Atómið sem lýst var hér að framan, á ekki við um frumatóm, heldur margþætta samsetningu. Það er aðeins þegar frumatómin safnast saman að slík seinni hreyfing myndast.

Atóm sem hefur þríhyrnda byggingu getur myndað einingu við eins mörg önnur atóms og hliðar þess eru. Þegar hver hlið hefur tengst atómi er ein-ingin fullkomin og hefur náð stöðugleikaspennu innan sjálfs síns. Það getur ekki lengur vaxið með viðloðun heldur verður að starfa sem eining og getur aðeins tengst öðrum líkum einingum sem hafa svipaða hornaspennu.
Frumatóm er einfaldur hvirfill eins og ég sagði og samsett atóm af mis-munandi gerð, verða til vegna fjölda snertilínuhorna sem hvirflarnir verða fyrir við mótstöðuáhrif. Munum að hvirflarnir mynduðust fyrst við hornin sem geislarnir mynda við Miðjustilluna. Það eru þessi krossun krafta sem myndar seinni hreyfingarnar. Þess vegna finnast frumatómin á sviðinu næst miðjustillunni. Þau verða fljótt fyrir áhrifum annarra sem mynda snertilínu-hreyfingar eins og lýst var áður.
Eins og áður hefur komið fram, til viðbótar hreyfingu geislanna, eru hreyfing hringjanna um Miðjuna. Sú hreyfing skapar miðflóttaaflsvirkni og atómin leita út til jaðarsins. Því flóknara sem atómið er því sterkar verkar miðflóttaaflið á þau, svo í hringjunum eru atóm sem hafa vaxið og orðið flóknari. Þessi atóm sem mynduðust af geislunum og verða fyrir áhrifum miðflóttaaflsins ferðast þannig eftir geislalínunni. Hvert atóm hefur því í sér krafta tveggja geisla sem mynda frumatóm og ferðast því eftir leiðum þessara geisla.
Þróun á kosmískum sviðum má líta á sem vaxandi fjölda atóma á hrings-viðum geimsins á þeim óralanga tíma sem liðið hefur.
Frumatóm eru í Hring eitt.
Fyrstu samsettu atómin í—Hring tvö.
Sambland af samsettum atómum í—Hring þrjú, og svo áfram.
Þessar efnisgerðir, eins og við getum kallað þau, eru þannig dreifð í sammiðja sviðum um alheiminn, allt út til marka Hring-takmarkanna og ganga eftir línum geislanna, svo að meðan fyrsti hringurinn geymir aðeins atóm af sömu gerð, hefur næsti hringur í kjarna sínum innri spegilmynd af þeim fyrri og þannig áfram og því hafa atómin í ystu hringjunum í sér spegilmynd allra úr fyrri hringjum í kjarna sínum og eru orðin mjög þróuð.
Þegar atómin ná ysta sviðinu verða þau fyrir nýju afli, þau hafa hitt fyrir mótstöðu Hring-takmarkanna. Atómin sem eru á ysta sviðinu eru orðin mjög flókið kerfi, hreyfingar innan hreyfinga. Eftir að hafa ferðast frá miðju með miðflóttarafli, er þeim nú endurkastað af Hring-takmörkunum og vegna þess snúið til baka með spíralhreyfingu. Það er þetta sem gefur þeim sérstaka aðlögun að geislunum.
Þegar þessi atóm hafa náð að miðju, dreifast þau aftur út með miðflótta-afli, núna í geisla andstæðum þeim sem þau komu inn á að miðjunni, þegar þau koma aftur til baka á sama hátt breytist hornið minni háttar, sem gerir það að verkum að þegar þau fara aftur frá miðjunni munu þau fylgja næsta geisla við þann sem þau voru á frá miðjunni síðast og þannig áfram til þess næsta o.s.f.v. Þegar þau fá endurkast frá Hring-takmörkun fara þau í hring-ferð um svið ysta hringsins og finna kraft þess frá öllum hliðum. Þetta gera þau á hverju sviða þegar þau fara til baka.
Eins og áður sagði heldur hver hreyfing í geimnum áfram og því setja öll áhrif sem atómin verða fyrir á ferð sinni mark sitt á þau og þau snúa aftur til miðjunnar mun flóknari eftir hverja hringferð, hver geisli sker Hringina við mismunandi hornstefnu og veldur því að atómin verður fyrir mismunandi áhrifum á ferð sinni, og endanleg gerð þeirra er orðin mun flóknari þegar þau hafa lokið ferð sinni, hugsanlega er hægt að skoða gerð þeirra stærðfræði-lega, en alls ekki hægt að útskýra að fullu fyrir jarðneskum vitsmunum, en ef þú gætir skilið rúmfræði þessara atóma og talnalega útreikninga, hefðir þú lykill að samsetningu alheims.
Hér vísum við enn í byggingamyndun atóma—ekki eins og í efnafræðinni, þar sem kenningin er að ekki sé hægt að leysa þau upp í einfaldari form ef þau eru samsett,—heldur á þeim grunni, að ef þau eru samsett, sé ekki hægt að leysa þau upp, því þau séu orðin varanleg einnig.

Það er því hægt að sjá að ferð atómanna út til jaðarsins og til baka til miðjunnar markar skeið í þróun alheims og hringferð atóms um geislanna markar þróunarskeið fyrir atóm. Þegar það hefur lokið hringferð sinni, hefur það þá reynt alla krafta alheimsins og þegar öll atómin hafa lokið hringrás sinni (þróun atóms á slíkri bylgju er takmörkuð, því eftir að ákveðið hlutfall aflsins hefur takið við snertilínuformi er jafnvægi náð innan alheimsins, því þróun heldur áfram frá fyrstu hreyfingu óbeislaðs afls þar til jafnvægi er náð), þetta er endir þróunar—jafnvægisstaða og því afstæð kyrrð.
Þú sérð kannski að við höfum lýst þremur skeiðum í kosmískri þróun. Þróun Hringanna var fyrsta skeiðið. Þeir mynduðust fyrir áhrif hvers annars þar til jafnvægi var náð. Þó þeir væru stöðugir hver við annan, þ.e.a.s., hver þeirra á stöðugri hreyfingu en héldu stöðugri afstöðu hvers til annars og munu gera það, því að engir kraftar munu trufla þá afstöðu, hvirflar mynduðust vegna hreyfinga Hringanna sem aftur mynduðu aðrar hreyfingar— Geislanna og Hringsviðin. Þau þróuðust einnig þar til þau voru orðin stöðug gagnvart hvert öðru og öðru skeiði þróunarinnar var lokið. Þriðja skeiðið var þegar áhrif þeirra mynduðu snertilínuhreyfingarnar sem mynduðu atómin.
Þannig sést að af þróunarskeiðum tekur við jafnvægisskeið og það sem hafði þróast er viðhaldið óbreyttu. Þau skeið eru þekkt undir nöfnunum „Dagar“ og „Nætur“ guðs—Dagur þróunar— Nótt stöðugs jafnvægis, en sem mun taka enda þegar einn krafturinn nær yfirhöndinni sem leiðir til að jafnvægið raskast og kraftarnir líða inní birtingu að nýju. Jafnvægið fer úr skorðum og nýir kraftar fara af stað.
Þessi öfl byggjast á tengslum eininganna sem áður voru byggðar upp og undir áhrifum frumhvatanna—Hringanna, Geislanna, og seinni hringanna. Innan þessara takmarka og eðli eininganna sem verka á þau, mynda þau nýja samsetningar og hrynjanda í verkun og gagnverkun þar til hin nýju öfl hafa fundið jafnvægi sitt, og í endanlegri samsetningu og þróun verða jafnvægi ávallt náð að nýju í alheimi, þar til jafnvægið raskast að nýju.
Þau öfl sem raska jafnvæginu eru þau sem settu á stað Frumhringina—sú staðreynd að hreyfing getur af sér hreyfingu og myndar hringsvið utan um sína eigin braut. Því er það svo að jafnvel ný öfl sem sett eru á hreyfingu verða að ná sínu lokajafnvægi sem ræðst af eðlisþáttum þess, slíkt jafnvægi er viðhaldið af afstæðri stöðu hreyfinganna hverrar til annarrar og ná því „afstæðri“ kyrrð, en því mun ávallt verða raskað og mynda ný skeið í þróun-inni, því þetta er alheimur sem byggður er á hreyfingu og hreyfing getur af sér hreyfingu.

LÖGMÁL VIRKNI OG GAGNVIRKNI

25. KAFLI

LÖGMÁL VIRKNI OG GAGNVIRKNI

Athöfn og viðbragð eru jöfn og andstæð. Jafngildi viðbragðs gerir það út-reiknanlegt ef hlutfall yfirfærslunnar er þekkt.
Hvert svið hefur sjö undirsvið, sjö svið sólkerfis á sjöunda kosmíska sviðinu og sjö svið í Alheiminum. Yfirfærsla á sér stað á undirsviðum.
Möguleg virkni hvers undirsviðs er í öðru veldi sviðsins fyrir neðan. Þetta má útskýra með þeirri staðreynd að tvö andstæð og jöfn öfl mynda hringiðu, sem er frumatómið. Þegar þessi tvö öfl hittast vega þau upp hvort annað og niðurstaðan er stöðuleikamiðja, sem er gjörsneydd gildi nema í sínum huglægu þáttum. Minnum á að stöðuorka er huglægur þáttur orku.
Ef þú gætir aðskilið þessa hringsnúandi strauma sem mynda frum-atómið, myndir þú hafa tvo möguleika sem væru jafngildir eiginleikum atómsins. Svo að í stað eins raunverulegs eiginleika hefur þú tvo mögulega. Þannig hefur atómið verið tvöfaldað með sjálfu sér og flutt frá einu birt-ingarstigi til annars, og hvenær sem hlutir eru þannig margfaldaðir eru þeir fluttir til annarrar víddar.
Þegar athöfn og viðbragð er sögð vera jöfn og andstæð, verðum við að muna að þar er svo í venjulegum skilningi þess hugtaks og á því sviði sem fjallað er um.
Ef hins vegar orka er flutt frá lægra svið til hærra sviðs, þá eru við-brögðin jafngild möguleikum þess sviðs. Þess vegna er það að þegar þú eykur orku, þá eykst hún í veldi. Þegar þú dregur úr orku, minnkar hún um kvaðratrót. Skilgreiningin „að draga úr eða minnka“ er hér notuð í tæknilegum tilgangi og þýðir lækkun niður í efnið.
Á innþróunarleiðinni var þróunin lækkun niður í efnið. Því er það að á fyrstu reynslustigum er sálin endurtekur þróunina, verður hún að þekkja dýptina.

Hvert efnisatóm hefur í sér ávinning þróunarinnar. Innþróun er hægfara ferill. Þess vegna er það, að ef þú gætir sundrað efnisatómum í litlum leirköggli, myndir þú sundra hnettinum sem þú stendur á, en áður en þú gætir framið þessa töfra, yrðir þú , með viljastyrk þínum, að leysa upp samheldni Alheimsins. Því er ekki að vænta að slík tilraun muni verða framkvæmd í náinni framtíð!
Hver guðlegur neisti sem hefur náð lágstöðu innþróunar og er tilbúinn að hefja vegferð sína í útþróuninni, og er að sjá sem einkennandi mannvera, hefur i sér möguleika sem þú litla hugmynd um.
Þegar huglægri vitund er lyft frá efnissviði til næsta hærra sviðs gerist það í samræmi við framborðið lögmál og tregðu er breytt í tvo hreyfanleika. Það er sjaldgæft að vitundarmiðja á lægra sviði geti borið aflið, ef um-myndunin er algjör og snögg. Samanber orðatiltækið „Þú getur ekki litið andlit mitt og lifað.“ Einnig sú staðreynd að þar sem meiri eða minni hluti formummyndunar á sér stað verður aðeins vart við það sem blindandi ljós-blossa og þegar slík ummyndun á sér stað á sinn venjulega hátt er það gert með viðbót í stað margföldunar.
Það er að segja, þegar ummyndun á sér stað af einu sviði til annars með veldislyftingu er hægt að lýsa árangrinum með orðum ritningarinnar „Hann gekk með guði og varð ekki lengur.“ Þegar ferlið er margendurtekin marg-földun, er um að ræða hefðbundna vígslugöngu og hvert stig vígslunnar margföldun. En þegar við höfum viðbót í venjulegu ferli er það hinn eðlilegi gangur þróunarinnar.
Hvert stig vígslunnar má skilja sem blindandi ljósblossa og hver blossi tilheyrir því tilteknu undirsviði sem er eins og myndað í undirmeðvit-undina, þegar vitundin skoðar það í ferlinu.
Ef orku er lyft um svið verður að vera hópur til að taka við henni. Form orkunnar sem er lyft frá sviði til annars er myndað af hóphuga. Ef afli er lyft á annað svið þarf að hafa annars stigs hóp til að taka við því. Því bætist við stig um hvert svið.
Ef að á hinn bóginn orka er minnkuð um svið eða undirsvið, á sér stað algjörlega ólíkt ferli. Orkan er gerð óvirk og líkaminn sem bar hana verður tómur farvegur og opinn og allt getur því fyllt hann. Þetta er lykill að mörgu,- og skýrir þráhyggju.
Munum að skilgreining á þráhyggju (obsession) er almenn ekki rétt, þegar tæknilega er átt við „yfirskyggingu“. Yfirskygging er þegar áhrif einnar veru stjórna annarri. Yfirtaka eða andseta á sér stað þegar sálin hefur verið felld með lækkun vitundarinnar. Skilgreiningin „að falla“ er notuð hér því merking orðsins er nákvæm.
Þegar átt er við raunverulega yfirskyggingu, er ekki aðeins nauðsynlegt að kasta hinum óvelkomna út heldur að reisa sálina við. Það má sjá af sögunni um manninn sem var yfirskyggður og djöfli var kastað út, en sjö djöflar fluttu í staðinn inní tómt húsið.
Fall sálar gerist þegar persónan hefur tengst lægri þróunargerð, hún á sér ekki stað fyrir vísvitandi viljaathöfn, heldur fremur vegna hömluleysis. Því er það þegar átt er við slíkt tilfelli þar sem um er að ræða hömluleysi fremur en orkuleysi, verður ávallt að fara varlega áður en átt er við slíka yfirskyggingu. Hömluleysi er hættulegra en illvilji, því það afhjúpar þann yfirskyggða fyrir áhrif ómannlegra afla.
Við sjáum að það eru tvær duldar merkingar að baki staðhæfingunni um að athöfn og viðbrögð séu jöfn—athöfn og viðbragð eru aðeins jöfn á sama sviði, en þegar virkni hinna sjö sviða er skoðuð, eru þau alls ekki jöfn og þegar athöfn á einu sviði hefur viðbrögð á öðru sviði verður út-koman umbreyting á gildum. Við höfum þegar gert grein fyrir þeim gildis-breytingum.
Það hefur eflaust hent þig þegar orku er umbreytt frá einu sviði til annars, að áhrifin raski jafnvægi beggja sviðanna. Það er einmitt raunin og því er nauðsynlegt fyrir Fullnuma sem beitir áhrifum sínum að viðhalda nægilegu orkujafnvægi. Til að hann geti það, verður hann að kunna aðferð til að jafna orkuna. Þetta er mjög áríðandi atriði í dulspeki og varðar að bæta upp andstæða þætti með réttum eiginleikum.

Umsnúinn Sephiroth (innihaldið) verður Qliphoth (hylkið). Í því liggur lykill að miklu og þannig er það í hverri dulspekilegri athöfn þar sem mikill andlegur styrkur er vakinn að lægri verur eru einnig meðhöndlaðar með réttum hætti; og þegar sá er við köllum „Meistara“ vill starfa á efnissviðinu, verður hann af nauðsyn að notast við veru á lægri þróun en hans sjálfur og hann er neyddur til að vinna gegnum persónuleika þeirrar persónu. Til að endurheimta orkujafnvægið sem hann er við að koma úr jafnvægi, mun hann, í óeiginlegri merkingu, nota þá veru sem lágstöðu á sínum boga. Ork-an sem hann sendir er móttekinn með hæsta þætti verunnar og mun verða tjáð með lægsta og þéttasta þættir sálar þeirrar veru og persónuleiki hennar verða notaður fyrir flæðið til baka af efnissviðinu.
Þetta má sjá skýringamynd af þessu í stafnum Y, það sem tveir armarnir tákna Sálina og Persónuna og stofnhlutann sem farveg inn- og útflæði á efnislega sviðinu. Við Y bætist X og þar fæst tákn á innflæði og útflæði orkunnar, X táknað sem tvö C bak í bak—það vinstra, táknar útflæðið og það hægra táknar innflæðið.
Við getum nú skilið af hverju ófyrirsjáanleikinn er oft fyrir hendi í slíkum aðgerðum. Flæðið til baka sem þarf að eiga sér stað gegnum persónuleikann, þessum lægsta og frumstæða þætti, verður að upplyftast svo að tjáningaraflið geti snúið til guðs sem gaf það.
Þetta er önnur leið til að tjá notkun á uppljómun í þeim tilgangi að búa til afl á efri sviðum. Nemandi sem móttekur afl frá Meistara sínum á hærri sviðum niður til efnissviðsins, verður að undirbúa áhrifin af umbreyt-ingunni og svara með samsvarandi svörun og orku frá lægra sviði til þess hærra til að viðhalda nauðsynlegu jafnvægi. Það er vanræksla í þessum tilvikum sem veldur alltof algengri yfirhitun á lægri þáttum nemans.

mynd 23 og 24