SAMTÍMA ÞRÓUN Á PLÁNETU

23. KAFLI
Um samtíma þróunarleiðir á plánetu

ÁHRIFIN sem vinna samtímis á plánetu skiptast í tvo megin flokka:—
1. Áhrif innþróunarbogans.
2. Áhrif útþróunarbogans.
Um er að ræða áhrif af öllum verum úr fyrri þróun. Þær eru af þeim þremur gerðum sem þú hefur þegar heyrt um—Drottna Loga, Forms og Hugar. Þeir drottna á sínum sviðum.
Logadrottnar eru lífið að baki náttúruöflunum sem vísað er til hér að neðan og stjórna þeim. Frumöfl náttúruríkjanna (ekki dýra) eru börn þeirra og sköpuð með huglægri virkni greindar þeirra á sama hátt og logóískur hugur myndar hið birta sólkerfi. Logadrottinn hugsar sköpunarvirkni og til að þróa það frekar, fer hann á hærra svið og mótar hugmyndina frekar til að viðhalda henni.
Þessi hugarform þróa persónuleika, sem ekki hafa enn náð einstaklings-myndun (sál), því er talað um þau sem „sálarlaus.“
Þú munt sjá að guðlegir neistarnir þróa fyrst nokkurskonar frumsál og síðan persónuleika. En „sköpun þeirra sköpuðu“ þroskar fyrst persónuleika sem þráir einstaklingssál. Þess vegna eru þeir sagðir „illir andar“, „púkar“, „flöskuandar“ ofl. Þeir eru ekki illir í eðli sínu, en geta ekki brugðist við neinu nema lægri þáttum. Þeirra eina tenging við hið guðlega er gegnum vit-und þeirra um skapara sinn. Því verða þeir sem eiga við þá, að koma með valdsboði skapara þeirra, þannig nálgast guðlegi þátturinn þá og endurspeglaður guðleikinn í þeim svarar, á hinn veginn er hægt að nálgast þá með lægri þáttum. Þessir þjónar guðanna viðhalda samræmdum takti í náttúrunni. Þeir eru öflin sem stjórna hita og ljósi, þyngdarafli og öllum breytingaröflum náttúrunnar.
Drottnar þessarar þróunar („skaparar þeirra sköpuðu“) ríkja á sjötta og sjöunda sviði sem yfirboðarar frumaflanna, eða „Drottnar frumaflanna“ eins og þeir eru stundum kallaðir og eðlisvirkni þeirra ræður breytilegu aðstæðum í sólkerfinu og í samræmi við þær þarf maðurinn að aðlaga sína þróun. Fyrir þessum drottnum verður maðurinn að sýna undanteknalausa hlýðni, lotningu fyrir mikilfengleika þeirra og þakklæti, því þeir viðhalda aðstæðum fyrir tilveru hans.
Maðurinn er í þakkarskuld við náttúruþjóna þeirra, eða hugarform—frumöflin,— sem þjóna þeim, en þjóna ómeðvitað. Ef hann vill nálgast þá, gerir hann það í gegnum samsvarandi þátt í sínum eigin eteríska tvífara, en gerir það með áhættu, því þó þeir bregðist við þessum þáttum, munu þeir að lokum yfirtaka þá.
Munum að þessi frumöfl eru að þróast uppá við, stig fyrir stig gegnum persónuleika í átt til einstaklingsvitundar og í tilfellum þegar maður reynir að hafa samband við þá, gætu þeir fallið í freistni að nota svarta galdur, þar sem á rangan hátt framganginum fyrir frumöflin er flýtt, með viðeigandi þroskaðri einstaklingsvitund, sem leitast við að komast þannig í sambandi við guðdómleikann.
Í slíku tilfelli gerist hið gagnstæða og yfirtaka á sér stað—persónuleika mannsins er þrýst út og frumaflavitundin tekur sæti hans; í því tilfelli má segja að þeir hafi stein jarðar, eða öldu hafsins, eða himinvind, eða eldsloga fyrir hjarta, því mannsins hjarta hafa þeir ekki, og vegna krafta frumaflanna ákalla þeir frumöflin í manninum með djúpstæðu ákalli og slíkt hefur ávallt truflað dætur og syni mannsins. Því þeir koma sem verur með frumkrafta sem þekkja ekki þau mörk sem manninum eru sett og þannig þekkjum við þær—þær æskja og leita ávallt síns eigin ríkis (því mannkynið er fyrir þeim krossfesting) og því verður samsvarandi þáttur í manninum fyrir ákalli og þeir sem svara munu farast því þær eru of öflugar fyrir þá.

Það getur einnig skeð að menn sem leita sambands við frumöfl verði ekki yfirteknir heldur bindist þeim böndum. Þá tengist frumeðliskraftur hans við Frumöflin og hann þráir þann óséða elskanda sem er ekki mannlegur. Slíkt er mikill harmur, því þeim þyrstir með þorsta sem ekki er hægt að svala í hold-inu og þeir verða að fara fram í eterforminu. Margt er hægt að segja um þetta efni.
Leiti mannvera sambands við Drottna frumaflanna verður hann að hafa hreinsað þá þætti í eðli sínu sem svarar til ríkis þeirra og upphafið eðliseigin-leika sína. Í stöðugleika jarðarinnar er hann stöðugur. Í hreyfanleika vatnsins er hann hreyfanlegur. Í hraða vindsins er hann knár og leitandi. Í birtu logans er hann ákafur. Þá er hann drottinn þessara þátta í sjálfum sér, hann sjálfur er Drottinn frumaflanna í smáheiminum og getur því krafist tengsla við Drottna Frumaflanna í stórheiminum og sendiboðar frumaflanna eru þjónar hans. Það er engin önnur leið til en sú. Þeir sem nota nöfnin án afls stuðla að eigin tortímingu.
Drottnar formsins stjórna efnis- og efnalegum þáttum og allt sem hefur verið sagt um fyrri þróun það tekur einnig til þeirra, með hjálp þeirra getum við komist að lögmálum atóma, efnavirkni og tengingu hluta, því „form“ eru samræmd tengsl.
Samskipti drottna forms og loga eru mjög mikilvæg, þar sem logadrottnar eru lífsgjafar og formdrottnarnir eru miskunnsöm eyðingaröfl. Það er frá formdrottnunum sem við fáum lögmál dauðans, upplausnarinnar—lögmál flótta og frelsisins.
Til að fanga öfl logans verðum við að vekja upp kraft formadrottna.
Til að fanga öfl formsins verðum við að vekja upp kraft logadrottna.
Formdrottnar eru drottnar núningskrafts, þeir gera öflum kleyft að verka með því að takmarka þau, en með núningskrafti sundra þeir þeim. Þess vegna eru formdrottnar drottnar dauðans, því þeir færa alla lifandi hluti til loka og alla hluti á hreyfingu í kyrrstöðu, þeir gera allt raunverulegt sem var mögulegt. Þeir eru Lærifeðurnir. Agi er þeirra leið, en „refsing“ hvílir hjá hugardrottnunum.
Frumafl formdrottnanna ákvarðar eðli allra efnaþátta, samsetninga og viðbragða.
Logadrottnarnir eru að baki lögmálum eðlisfræðinnar.
Formdrottnarnir eru að baki lögmálum efnafræðinnar.
Hugardrottnarnir eru að baki lögmálum líffræðinnar.*
Drottnar mannkynsins eru að baki lögmálum félagsfræðinnar.

mynd 18


* Athugasemd útgef. : Áhrif hinna þriggja hópa gegnum lögmál líffræðinnar er ekki fjallað um hér, en það er ekki erfitt fyrir lesandann að finna það út sjálfur, út frá því sem sagt er um áhrif fyrsta og annars hóps.

ÞRÓUN LOGA-, FORMS- OG HUGARDROTTNA

16. KAFLI
ÞRÓUN LOGA-, FORMS- OG HUGARDROTTNA

Við getum nú skoðað þróun guðlegu neistanna í meiri smáatriðum.
Höfum strax í huga að fyrsti hópur guðlegu neistanna er ólíkur þeim sem á eftir koma í mörgum atriðum.
Í fyrsta lagi samanstendur fyrsti hópurinn einungis af ferðaatómum sól-kerfisins.
Í öðru lagi eru þessir guðlegu neistar ekki undir neinum öðrum áhrifum en Lógosins, því fylgihnettir hafa ekki myndast og eru því ekki undir áhrifum plánetuvera. Þess vegna hafa neistar fyrsta hóps guðlegu myndina inn-prentaða hreina og ómengaða af öðrum áhrifum.
Það eru engin straumamót sem koma í veg fyrir að fyrsti hópurinn nái hinni guðlegu hugmynd með minni fyrirhöfn en síðari hópar. Í fyrsta hópnum eru kosmísk áhrif ráðandi. Hver síðari sveimur sem kemur, þróast í sólkerfi sem er æ lengra á veg komið og því eru kosmísk áhrif á þá sveipi sífellt minni.
Annar þáttur sem skilur að í þróun fyrsta hópsins frá þeim síðari er, — fyrsti hópurinn safnar efni í líkama sína frá mismunandi atómum sviða sem þeir hafa þróast í gegnum; hann (hópurinn) fer áfram með þessi atóm á næsta hnött í þróuninni og gegnum sviðin. Svo að á hverjum hnetti sem þeir þróast er gagnvirkni komið á við öll sviðin fyrir ofan í sólkerfinu með þeirri aðferð sem lýst var.
Þessir guðlegu neistar fara þannig niður sviðin og skilja eftir sig röð af grunngerðum og þegar þegar þeir fara til baka upp sviðin,- með aðferðum sem lýst verður hér síðar-, verða þeir að afli og möguleikum sem stýra þróun þeirra sem eftir koma. Þeir eru „Drottnar“, – „Hinir Tignu“, – „Stjórnendur“ eins og þeim er sumstaðar lýst.
Þróunaraðferðir síðari sveima víkja frá þeim fyrsta. Lógosinn sem fékk þróunarárangur fyrsta sveims deilir honum til annars sveims með hrynjanda og titringi sem áður hefur verið lýst og þannig byrja þeir þróun sína með áunnu eiginleikum sem fyrirrennarar þeirra höfðu byggt upp og þeir finna sig undir áhrifum afla sem atómvirkni fyrirrennara þeirra setti inní svið hnattarins.
Þeir aftur á móti draga að sér efnishjúp í gegnum sviðin á þróunarbraut sínum. En það sem greinir þá að er, —þeim hefur ekki tekist að byggja upp hóphuga úr vitundum sínum. Þeir hefur aðeins tekist að stilla sig inn á þann eina sem fyrir er í tilveru. Þeir verða að ná því að verða eining innan sviðs síns og aðlagast áhrifum fyrri sveims sem og sínum eigin, ekki aðeins að vera einn með sjálfum sér.
Þegar þessari samstillingu (einingu) er náð og Logósinn hefur séð árangurinn og hann dregur sig inn í íhugun, halda þessir guðlegu neistar ekki áfram til næsta fylgihnattar eins og fyrsti sveimur gerði, heldur við það að logóískt aðdráttarafl minnkar við íhugun Lógosins, dregur aðdráttarafl hnattar næsta sviði þá til sín.
Á næsta hnetti taka þeir við næsta fasa í þróun sinni á nákvæmlega sama hátt og fyrirrennarar þeirra og endurtaka ferill þeirra þannig áfram allt að brottför af fimmta sviði hnattarins.
Hér á sér breyting stað. Þegar annar hópurinn kom á annan hnöttinn í þróun sinni, hélt hann ekki viðstöðulaust áfram á þriðja hnöttinn, heldur er hann nú undir áhrifum (Logósinn dregið sig aftur inn í óhlutbundið ástand) tveggja plánetna— fyrsta og þriðja hnattar (fyrsti hópur er ávallt einum hnetti á undan). Það er því togað í hópatómin úr tveim áttum og þessi and-stæðu áhrif eru næg til að yfirvinna aðdráttarafl einstakra atóma í atómískum hjúpi þeirra. Atómíski hjúpurinn fellur því af þeim og fellur aftur í sitt upprunalega ástand sem atóm þess sviðs sem tilheyrir þeim, en þó að þau séu frjáls frá guðlegu neistunum eru þau nú umsvifalaust gripin af þeim sviðskröftum þar sem þessi þróun á sér stað og eru því notuð þar aftur.
Á sjötta sviðinu heldur Plánetuveran ekki aðeins sjötta sviðsatómum á afls-viði sínu, heldur einnig sjöunda sviðs atómum sem guðlegu neistarnir skildu eftir sig þar. Munum að Plánetuvera er í raun hóp-andi þess lífs sem þróast í henni.
Guðlegu neistarnir sem misstu þannig atóm sín, fara í upprunalegt ástand sitt sem sjöunda sviðsatóm og í því ástandi snúa aftur til hins óbirta, sem í sólkerfinu samsvarar Miðjustillu Kosmos, og þar fá þau á ný logóísku myndina, auk ávaxta af þróunarárangri frumneistanna— en Frumneistarnir eru ávallt einu sviði á undan í þróun þeirra.
Neistar annars hópsins byrja ávallt nýja umferð með eiginleikum næsta sviðs til viðbótar. Er þeir fara gegnum sviðin safna þeir um sig efni hvers sviðs og móta það í sammiðjuhjúp eins og áður var lýst, þar til þeir koma að fimmta sviði. Þar byggja þeir upp efnishjúp fimmta sviðs af áhrifum frá þeirri plánetu og endurtaka aðlögunarferlið að hóphuganum, að sleppa hjúpunum og snúa aftur til miðjunnar.
Það má sjá af þessu að það eru grundvallarmunur milli hvers hóps. Fyrsti hópurinn gengur í gegn eingöngu með segulmagnvirkni og titringi, þeir eru kallaðir í dulspeki „ Drottnar Logans.“ Annar hópurinn mótar efnisbygginguna ,form Plánetuveranna, þess vegna eru þeir kallaðir „Drottnar formsins.“
Við snúum okkur nú að þriðja hópnum. Hann birtast sem sjöundasviðs atóm með logóískri ímynd, en af þróaðri gerð en fyrirrennarar þeirra báðir, því Lógosinn hefur þroskast með þróunarferli fyrirrennara þeirra. Þau halda áfram til sjöunda sviðs plánetunnar og hér er mismunurinn ljós á þróun þeirra frá fyrirrennurum sínum, því þau safna ekki um sig efni sviðanna til að mynda líkama, heldur nota þau aðeins efnið sem er undir áhrifum Plánetuveru og þróar það, það efni er orðið vant að bregðast við Guðlegum neistum og er mun auðveldar að stjórna því en efni geimsins. Vegna þess er þessi þróun mun hraðari. En þar sem þessir Guðlegu neistar geta ekki haldið til næsta hnattar fyrr en fyrri hópur hefur haldið þaðan áfram, verða þeir að halda kyrru fyrir og þegar þeir hafa fullnýtt möguleika sína á gagnvirkni og ofurmögnuðum kröftum á þessu sviði, en komast ekki áfram, hefja þau „leik“ sín á milli.
Þetta er fyrsta tilfelli „frjáls vilja“ innan Alheimsins og árangurinn af þeirri virkni myndaði einstaklingsvirkni í atómunum sem kölluð er „frumverk“ (Epigenesis). Þetta er í fyrsta sinn sem atóm greina sig hvert frá öðru og leiðir til nafngiftar þessa hóps sem „Drottnar Hugans“, því einstaklings-reynsla er grunnur persónumyndunar.
Hér má sjá að nýr þróunargrunnur verður til —með því að beina framgangi í eina átt, eflist afl frumgerðarinnar og lyftir því að nýjum þætti. Hins-vegar, ef því er beint of lengi í sömu átt, mun aflið verða til að snúa til frum-stæðari gerðar, það getur ekki gerst í þessum fasa því samræmi krafta á þessu sviði er fullkomið, en er aðeins nefnt hér sem tilvísun.
Ferlið við að þróa nýjan þátt í þróuninni er kallaður „upplyfting.“
Ferlið við að snúa til einfaldari þróunargerðar er kallað „niðurþrepun“ og er ávallt sársaukafull því viðbragðaeiginleika þróaðs stigs er ekki hægt að stjórna af kröftum frumstæðara stigs; þeir munu þróa öfgafulla einstaklings-hyggju og raska samhæfingu krafta á því sviði sem þeir eru á.
Þú sérð að sjálfsögðu að þetta er sami framgangur og gerir ferðaatóm frjálst á þróunarferð sinni til hærri stiga tilverunnar. En ferðaatóm hefur lokið hringnum áður en það gengst undir þessa reynslu og má kallast „Barn Alheimsins.“—eða „Sólkerfis“—í hvoru tilfelli sem við á,—fætt í fyllingu tímans.
En atóm sem fer í niðurþrepun er fætt fyrir tímann—brottnumið. Ef það lifir, lifir það sem ófreskja. Þetta er uppruni ákveðinna gerða djöfla. Þetta efni verður rætt síðar og er aðeins nefnt hér í samanburði.
Sem betur fer er jafnvægið fullkomið í þróunarfasanum sem við erum að ræða, því áhrif Lógosins eru einu áhrifin í sólkerfinu. Þess vegna getur slík hnignun ekki átt sér meðal frumhópanna. Það er á umbreytingarstigi frum-verkanna sem uppruni illskunnar í sólkerfinu verður til.

Þannig halda hóparnir áfram, Logadrottnarnir skilja eftir sig allt orku-mynstur. Formdrottnarnir skilja eftir sig atómasetlög sem mikinn kúlulaga orkuhjúp. Þannig mynda orkumynstur allra sviða Plánetuandann sem bindur setlög efnis annarra sviða í form eða líkama sem þróast í Plánetu eins og þær eru þekktar í stjörnuspeki. Þó er rétt að muna að hver pláneta, þó hún hafi endanlega efni allra sjö sviðanna, hefur Plánetuanda sem myndaður af því sviðsmynstri sem hann er á. Þannig að Plánetuandi á fimmta sviði óhlut-bundinn hugur og Plánetuandi Jarðarinnar er eteríski líkaminn.
Við höfum nú rakið þrjá fyrstu hópsveimana í útgöngu og þú sérð hvernig hver þeirra ber með sér nýja þætti frá sviði til sviðs.
Fyrsti hópsveimurinn—Logadrottnar—snúa ekki til miðju birtingarinnar fyrr en þeir hafa lokið hringrásinni, farið niður sviðin og aftur til baka upp sviðin og lokið þróun sinni.
Annar hópsveimurinn—Formdrottnar—snúa aðeins aftur til miðju birt-ingarinnar eftir að hafa endurtekið þróunarhring sinn og náð tökum á næsta sviði. Það er að segja, að í fyrstu útgöngu ganga þeir í gegnum tvo hnetti og snúa til baka. Í annarri útgöngu—gegnum þrjá hnetti og þá til baka og þannig áfram í kjölfar fyrsta sveims til að samhæfa sinni þróun því sem hann skildi eftir, því er fyrsti sveimur hafði öðlast nýjan þátt, tók Logósinn hann upp og til þess, fór hann í huglægan fasa.
Meðan á þeim fasa stóð, eins og áður hefur verið sagt, var sólkerfið skilið eftir á eigin forsendum. Fyrsti hópsveimur, þá á þeim hnetti sem það var statt á, settist að til að staðla viðbrögð sín og það eru áhrifin af þeim mótaða hnetti í annars ómótuðu sólkerfi sem brýtur hjúpi annars sveims á hnettinum sem undan er og sendir þá aftur til birtingarmiðjunar þaðan sem þeir byrja aftur.
Með líkum hætti er ferill þriðja hópsveims samhæfður, því þeir verða að bíða þess að annar sveimur dragi sig frá plánetunni svo þeir geti haldið áfram. Þróun fyrsta sveims er hægust því það er fyrsta upphafsverk þeirra. Þróun annars sveims tekur lengsta tímann, því þeir eru stöðugt að endurtaka sig, safna saman og brjóta nýtt efni á mismunandi sviðum og samhæfa við ferill fyrsta sveims.
En þriðji sveimur hefur þegar unnið þróunarvinnu sína, því hann þarf að bíða meðan annar sveimur endurtekur sig. Hann metur, endurmetur og skýrir sjálfan sig.
Endurmat þýðir aðgreining og hún er persónumyndun.

Þróun hnatta

BYGGING FRÆ-ATÓMS Á SJÖUNDASVIÐS LÍKAMA.

14. KAFLI
Bygging fræ-atóms á sjöundasviðs líkama.
Við höfum rakið þróun þriggja þátta í þróuninni, og aftur sjáum við tölu birtingarinnar—þrjá hringi Kosmos; þrjá þættir sólkerfis og einnig þrjá þætti á bak við vitundareiningu.
Þessir vitundarþættir eru aðskildir hvað varðar kjarnaatómið og þau atóm sjöunda efnissviðs sem umlykja þau.
Kjarnaatómið og það sem umlykur það, myndar samþætt kerfi spennu og viðbragða sem hafa aðlagast hvert öðru og náð jafnvægi og þannig orðið að einingu.
Einingin er samsett af gagnvirkum öflum sem hafa náð jafnvægi og orðin stöðug.
Slíkur stöðugleiki samsettra afla sem hefur náð tilteknum hrynjanda í að-lögun mun bregðast við í sameiningu við öllum ytri áhrifum, og ef hluti slíks aðlögunarkerfis verður fyrir ytri áhrifum mun það hafa áhrif á alla aðra hluti þess og valda viðbrögðum alls kerfisins, þar sést að slíkt samstarf virkar sem eining.
Í tilfelli ferlanna í rýminu sem hafa móttekið logóísk áhrif (og má nú vísa til sem Guðlegar myndir—endurspeglanir—Neista frá kosmíska Eldinum,- mun verða hér eftir vísað til sem „Guðlega Neista“), er það með öðrum hætti.
Við skulum því skoða einstaka Guðlegan neista og eðli hans. Hann er móttækilegur fyrir þrennskonar áhrifum:—
1. Reynslu sem hann fær frá kjarnaatómi sínu.
2. Áhrifum frá öðrum Guðlegum neistum.
3. Hann er í tengslum við Logósinn. Hann er meðvitaður um Logósinn og Logósinn meðvitaður um hann.

Þessi áhrif breytast stöðugt í hrynjanda mismunandi bylgjulengda, og Guðlegi neistinn leitast stöðugt við að aðlaga þau öll í reglulegan takt. Logó-ísku áhrifin breytast með kosmískum föllum sem eru mjög hæg, en áhrif kjarnaatómsins eru mun hraðari og Guðlegi neistarnir bregðast allir við án tengsla hver við annan.
Kosmískir fasar sem endurspeglast frá huga Logós mynda hin fyrstu miklu mótunaráhrif, hinir stríðandi neistar berast á föllum jákvæðra og nei-kvæðra fasa og smá saman er tengslum komið á, spenna er aðlöguð og allir Guðlegir neistar verða tengdir sín á milli í gagnkvæmum („gefa og þiggja“) sambandi. Þegar þetta á sér stað hefur þróunin náð hámarki sínu.
Á óhlutlægan hátt eru þeir fullkomin eftirmynd Logósarins á þessu þróunarstigi og á formhlið mynda þau rúmmálsmynd af hópatómum utan um kjarnaatóm og það myndar kraftlínur þess, alveg á sama hátt og kristall er rúmfræðilegt form, myndað af efnisögnum sem raðast upp af kraftlínum. Þannig var alheimurinn byggður upp af þremur umlykjandi hringferlum og því er logóískt tákn kúlulaga, tala frumbirtingar er þrír, tákn fyrsta hnattarins er þríhliða mynd—þríhliða pýramídi innan hrings. Fyrsta plánetuformið hefur tekið á sig mynd. Á kosmísku hlið hlutanna hefur hin Mikla Vera myndað fylgihnött.
Hin Mikla Vera er meðvituð um fylgihnött sinn. Vitund hennar stýrir honum og fylgihnötturinn er meðvitaður um Skapara sinn, en þó samvitund fylgihnattarins sé undir áhrifum hinnar Miklu Veru og það sé því gagnvirkni milli hennar og fylgihnattarins, hann hefur ekki vitund um hina Miklu Veru gegnum samvitund sína, en með óteljandi einstaklingsvitundum, þar sem samvitund hans er varla meðvituð um að þær séu meðvitaðar, er algjörlega annað efni.

Það býr því í fylgihnettinum, samvitund sem er sjálfsvitund; vör um eigin aðstæður og tilvist sem fylgihnöttur; og ótölulegs fjölda einstaklingsvitunda sem eru meðvitaðar um um sinn atómhóp umhverfis sitt kjarnaatóm, en eru ekki meðvituð um aðstæður annarra kjarnaatóm, sem þó eru hvert um sig, meðvitað um hina Miklu Veru.
Vitund hinnar Miklu Veru gagnvart fylgihnetti sínum er hægt að líkja við sjón mannlegs auga , en vitund fylgihnattarins gagnvart hinni Miklu Veru má líkja við sjón kóngulóar—ótölulegir fletir sem endurkasta ótölulegum fjölda mynda sem verður að samræma í heilanum—heila sem hægt er að líkja við “Hópvitund.“
Þegar allir guðlegu neistarnir eru fullkomlega aðlagaðir gagnvart hverjum öðrum þannig að fullkomin gagnvirkni viðbragða er í hópi þeirra, þá mun sameiginleg vitund fókusera myndfletina. Þegar því er náð er gagnvirk vitund milli fylgihnattarins og hinnar Miklu Veru, því þeir mætast á sama grunni.
Form fylgihnattarins er ákvarðað af sjálfsmynd hinnar Miklu Veru, að-skilið frá uppbyggingu vitundar eininganna sem mynda hana; og þegar Guðlegir Neistar hafa náð gagnvirkum viðbrögðum, öðlast sameiginlega ein-beitta vitund og sú vitund vinnur sem eining og því hæf til hlutlægrar vit-undar, er hin Mikla Vera eini hluturinn á hans sviði.
Hin Mikla Vera er vör við vitund fylgihnattar síns og innihald þeirrar vit-undar, sem er öll samandregin þroskareynsla hnattarins eins og áður hefur verið hefur verið lýst.
Hin Mikla Vera verður þannig var við hvernig þróun hnattarins er, og það leiðir að nýjum vitundarþætti í huga hans og sá þáttur verður að falla að því sem fyrir er; þar sem stöðugleika hafi verið náð og reglulegum hrynjanda komið á hjá fylgihnettinum, þessi einfalda örvun vekur athygli Logósarins og verður til þess að hann dregur hana til sín og leysir það sem kallast nýr þáttur inní vitund sína, en þessi ytri örvun hverfur fylgihnettinum og fellur í undirmeðvitund hans og þannig staðlast viðbrögð hans.
Í vitund sinni vinnur Logósinn úr þessum nýja þætti og aðlagar hann og öðlast vitundarsamræmi á ný. Meðan á því stendur dragast allir kraftar hans inná við í þeirri íhugun og útgeislun hans er engin. Þá er vitund hans ekki á heimi sínum. Þá er sólkerfinu haldið saman af eigin sjálfsvitund sem það hefur öðlast við endurtekna íhugun Logósarins þegar nýjar hugmyndir koma til hans frá sínum eigin kerfi.

Sólkerfið er upp á sjálft sig komið og stendur í stað, en endurtekur stöðugt hrynjandann sem það hefur náð og staðgast, og jafnvægi kraftanna sem náð var við athygli Logósarins er komið í form.
Eftir að hafa ígrundað og aðlagast hinni nýju hugmynd sem kom fram (í þessu tilfelli, þrefalda einingu—ferðaatómsins, með vitund annars vegar og umlukin líkama hins vegar) vaknar hin Mikla Vera úr þeirri sjálfskoðun til íhugunar um gerð eigin kerfis.
Vitundareiningarnar sem þróast hafa í fylgihnetti verða strax varar við þessa nýju örvun. Þeir (fylgihnettirnir) eru meðvitaðir um viðbrögð og gagnvirkni á milli hugastjórnandans og tengds líkama og á þeirri frum-gerðarhugmynd halda þeir áfram að þróast.
Þannig verður til nýtt álag sem rýfur jafnvægið sem náð var í hóphuga fylgihnattarins og þar af leiðir verða allar hinar dreifðu einingar sem fylgi-hnötturinn samanstendur af, að fylgja aftur braut þessara leitandi atóma, auk vitunda hins Guðlega neista og líkama sjöunda sviðs.
Frumgerð fylgihnattar sem staðgast meðan á íhugun Logósarins stendur verður áfram eins. Þetta getur þú séð fyrir þér, snúast um Logósinn á sjöunda sviði.
Guðlegu neistarnir sem hafa þróast út frá sjötta sviðinu og safnaði þar um sig efni þess sviðs og ferlið er endurtekið, nákvæmlega eins og áður:—
(a) Endursamhæfing Neistanna.
(b) Aðlögun viðbragða sem byggir upp hópvitundina.
(c) Gagnkvæm viðbrögð hópvitundarinnar og vitundar Lógosins.
(d) Íhugun Lógosins að nýrri hugmynd.
(e) Stöðlun endurtekinna viðbragða fylgihnatta.
En það er með öðrum hætti í þessu tilfelli. Á þeim tíma sem þróun fyrsta fylgihnattarins átti sér stað, var ekkert í áru Lógosins nema atóm-sviðin og þessi fylgihnöttur, en þegar myndun annars fylgihnattarins átti sér stað, var sá fyrsti að gangast undir nýjan þróunarfasa. Lógosinn sem hafði uppgötvað möguleikann á að gefa atómunum sína eigin eiginleika, hugsaði um atómin þannig og þau urðu innblásin.
Atóm sjöunda sviðs, eins og á öllum sviðum, eru stöðugt að hreyfast áfram eða aftur eins og í fallaskiptahreyfingum þegar jákvæðir logóískir fasar draga þau inn að miðjunni og neikvæðir fasar hans þrýsta þeim út á við, athygli daufra vitunda atómanna dragast að Logósinum í jákvæða fasanum (munum að staður í þessum hugarferlum í áru Lógosar þýðir í raun ástand), atómin fá í sig þá mynd eins og Lógosinn sér þau, því taka þau í sig sama hrynjanda og fyrstu þróuðu atómin fengu þegar Lógosinn varð meðvitaður um vitundarástand þeirra—það er að segja, við lok þróunar þeirra.
Þessi nýju atóm byrja þar sem hin fyrri enduðu. Við frumkrafta fyrsta fylgihnattarins raðast þau fljótt í sömu gerð og fyrirrennarar þeirra og ná fljótt þroska þeirra. Þau verða síðan að ná samhæfingu í viðbrögðum, sem er sameiginleg vitund, til að verða meðvituð um Lógosinn, og sami ferill endur-tekur sig eins og í fyrra tilfelli.
Er fyrsti atómshópurinn hefur lokið þróun sinni í öðrum fylgihnettinum eins og lýst hefur verið, heldur hann áfram og undirgengst þriðju þróunina á fimmta sviðinu.

Þegar annar atómshópurinn í fyrsta fylgihnettinum, heldur áfram með sama hætti á sjötta sviðið og er fangaður og raðað upp af þeim frumkröftum sem fyrir eru frá fyrsta atómahópi; samtímis er þriðji atómshópur sendur af Lógosnum til að manna fyrsta fylgihnöttinn, hann hugsar nú atómin með tveim umluktum hvelum og nýju atómin er því gefin hæfileiki til að safna um sig efni tveggja sviða.
Þannig heldur ferlið áfram þar til fyrsti hópur ferðaatóma, sem hver um sig hefur safnað umhverfis sig efni allra sviða og hefur þróað, hefur byggt upp fylgihnött á fyrsta sviði, og hver fylgihnöttur á undan er mannaður Guðlegum neistum, sem hver þeirra hefur byggt upp sjálfur í röð efnissviða í samræmi við þá þróunarstöðu sem hann hefur náð.
En fyrsti atómshópur Guðlegra neista, með áunnum kröftum sínum, hefur hugsað sitt form, Lógosinn hefur orðið var við þá staðreynd og sent út seinni hópa með ávinning fyrsta hóps sem hugmynd í vitund þeirra. Það er að segja að hver sá hrynjandi sem náðst hefur er erfður af þeim hópi sem tekur við.
Þetta er það sem kallað er innþróun. Útþróun er tjáning á þessu í efninu á hvaða sviði, þar sem útþróun heldur áfram.
Það má sjá af þessu sem hér er sagt að framan, að að lokum munu öll sjötta sviðs atóm mun fara í gegnum þennan ferill.
Þú munt sjá, að líkt og tákn fylgihnattar a sjöunda sviði var sívalningur með þriggja hliða tákni—pýramídi með þremur hliðum, er sjötta svið fjögurra hliða tákn, teningur og þannig gengur þetta niður sviðin.
Fimmta sviðið hefur fimmhliða tákn.
Fjórða sviðið hefur sexhliða tákn.
Þriðja sviðið hefur sjöhliða tákn.
Annað sviðið hefur áttahliða tákn.
Fyrsta sviðið hefur níuhliða tákn.
Þú sérð að tölurnar eru samanlagt ávallt tíu og talan níu er fjöldi hliða sem mynda táknið sem táknar kraftana á fyrsta sviði. Þrír margfaldaðir með þremur er fullkomin tala fyrsta sviðs.
Talan tíu er fjöldi kraftanna í birtingu okkar sólkerfis, en níu er tala Kosmos og kraftsins sem kallaði sólkerfið fram í birtingu, þegar sá kraftur birtist á fyrsta sviðinu.

Kosmísku sviðin og tákn þeirra.

Svið-form