5. KAFLI
UPPHAF SÓLKERFIS
Þú hefur nú fyrir þér skýra mynd af því sem hefur verið kallað grunnvirki alheims—Hringirnir, Geislarnir og minni hringirnir. Þeir hafa fyrir löngu lokið þróun sinni og hafa myndað stöðugt ástand og eina breytingin sem átt hefur sér stað er að alheimurinn hefur farið gegnum áhrif jákvæðra og nei-kvæðra skeiða, fjögur í hringferlinu. Þetta eru mikil skeið— skeið þar sem uppbyggileg áhrif eru aukin og skeið niðurbrota efld. Hringirnir og geislarnir flæða stöðugt á braut sínum, en þegar jákvætt skeið er í gangi eru útstreymi hraðara og þegar neikvæð skeið ráða eru innstreymi hraðara.
Stóru Hringirnir—þrír að tölu—eru Frumþrenningin, einnig þekkt sem „Hið algilda,“(Absolute) þó að merking hugtaksins sé aðeins þekkt af fáum, þ.e.a.s. að skilgreining á hugtakinu „Hið algilda“ hafi verið notuð í fræðslu án þess að nemar hafi skilið það til fullnustu. „Hið algilda“ er þrígreint afl Hringanna þriggja sem vinna órjúfanlega saman og eru Þrír sem Einn og Einn sem Þrír. Í Aþanasíusarjátningunni er vísað í þessa þrenningu og af henni munt þú skilja merkingu hins Innvígða sem lagði það til.
Geislarnir mynda saman flókið kerfi sem vísað er til undir nafninu „Stjörnumerkjahringurinn“ (Zodiac).
Minni hringirnir eru Kosmísku sviðin.
Miðju-Sólin er sá staður í geimnum sem hægt er að finna ef lína er dreginn frá okkar sólu í stjörnuna “ Alpha Centauri“ og þaðan áfram.
Þú hefur séð hvernig atómið verður til—hvirfill að hornum geislanna og hvernig þau í sinni einföldu mynd bíða á fyrsta kosmíska sviðinu þar sem þau urðu til. En þegar þau mynda samband milli sín og verða samsett, verður þungi þeirra meiri, í óeiginlegri merkingu, þ.e.a.s. næmni þeirra fyrir áhrifum eykst og sá þungi þarf að skilja dulfræðilega. Sú staðreynd er tak-mörkun þeirra á ferð um geiminn. Ef þú sleppir næmni þinni fyrir áhrifum, munt þú geta verið frjálsari.
Þegar atómin verða samsett, knýr miðflóttaaflið þau út þar sem þau finna braut geislanna og halda áfram á þeim, það er leið minnstu mótstöðu fyrir þau. Þegar þau ná næsta sviði finna þau sitt þyngdaraflsvið og stöðvast þar. Þar mynda sum þeirra sameiningu við önnur til viðbótar og sveiflast aftur af stað út á geislabrautina. Af þessu má ráða að aðeins mjög flókin atóm sem sameinast á sjöunda hring sveiflast til baka að miðju-sólu.
Þú hefur nú séð hvernig þessi atóm ganga á ferð sinni upp og niður geislanna, þau eru of þroskuð og of flókin til að geta dvalið á neinu sviði. Þegar atóm hinsvegar hefur lokið hringferð sinni um geislanna og leitast við að fara út að nýju, finnur það ekkert pláss, því að það er frátekið af minna þróuðum atómum. Það kemst ekki inní þann straum, því hann er fullsetinn og því verður það að halda kyrru fyrir í Miðjustillunni. Ekkert atóm fer tvisvar í hringferðina og þau sem eru komin heim hvílast af pílagrímaferð sinni og þegar síðasta atómið hefur snúið heim fellur öll birtingin í svefn (hvíld) og kosmísku föll falla inn á við þegar Hring-Kosmos sveiflast í neikvæðan (niðurbrot) fasa.
Meðan Geislarnir flæða fram og til baka og Minni Hringirnir snúast á brautum sínum, eru atómin kyrr, þó hvert þeirra hafi í sér óendanlega stöðuga hreyfingu. Þegar hins vegar Hring-Kosmos fer inní nýtt skeið, mun aðdráttarafl jaðarsins fá aukin kraft.
Við verðum að skilja til fulls hver áhrif Hring-Kosmos og Hring-Kaos eru. Þegar Hring-Kaos er ráðandi eru til staðar öfl sem ekki eru í jafnvægi, þ.e,a.s, þegar Hring-Kaos eru í jákvæðum fasa og þegar Hring-Kosmos er ráðandi, eru til staðar öfl sem jafna, þau lægja áköf öfl óreiðunnar.
Þannig leitar Kaos út í geiminn en Kosmos jafnar það þar til stöðugu á-standi er náð.
Við höfum séð að fyrsti fasi atómískrar þróunar er lokið með fullum þroska allra atóma (í þeim fasa) og þau hafa safnast saman af ytri hjáhringj-unum í hópa umhverfis Mið-sólina. Hring-Kosmos hefur skilað hlutverki sínu. Allt er í jafnvægi, stöðugt og í dái, en hringirnir snúast áfram og við að Hring-Kaos fer í nýjan fasa raskast jafnvægið sem hefur verið náð og við það finna þessi flóknustu atómin fyrir miðflóttaafli sem togar í þau og þau leita aftur út, svo að hinar miklu sérverur (flóknustu samsettu atómin) fara aftur á stað eftir brautum geislanna, en þau fara ekki gegnum tóman geiminn, því hver hringbraut hefur að geyma atóm á mismunandi þroskastigum, þar sem þyngdaraflið heldur þeim í þessari mismunandi fjarlægð frá Miðjunni.
Þessi samsettu atóm finna sig umhringd minna þroskaðri atóma á þessum sviðum og sem þau draga að sér með snúningskrafti sínum þegar þau halda áfram og þannig tekur hvert þeirra með sér efni af hverju sviði á ferð sinni.
Nú eru þessar samsettu miklu verur fram komnar, byggðar upp af frum-atómum sem hafa mismunandi snertihliðahorn og þau, allt eftir fjölda sam-setninga, eru mismunandi að stærð og þunga og hafa stöðvast af sínu sérstaka þyngdarafli á hinum ýmsu hringsviðum. Geislinn getur ekki borið þau lengra.
Fyrsti fasinn í atómískri þróun var einungis við geislanna, annar fasinn í ferðalagi þessa mikla hópatóm var gegnum hringsviðin og þær fara ekki lengra en á hringsviðin er þær stefndu á.
Þess vegna hefur þróunin byggt upp til viðbótar frumstöðugleikanum — Hringunum, Geislunum og Hjáhringjunum — tvö viðbótarstöðuleika— atómið, hvert á sínu sviði, allt eftir gerð og eðli og sem hefur stöðvast og fundið sína sérstöku stöðu og hin miklu hópatóm sem hafa líka stöðvast, hvert þeirra með sína eigin radíushreyfingu. Atómin snúast um sjálft sig, en þessar miklu verur snúast um Miðju-sól og fara því í gegnum áhrif geislanna á snúningi sínum og eru tiltölulega stöðugar, aðeins háðar breytingum á hringsviðunum sem og áhrifum geislanna sem þær ganga í gegnum.
Hver þessara miklu vera laðað að sér eins mikið efni á hverju hringsviði og það getur haldið að sér þegar þau fara gegnum sviðin í sinni annarri þróunargöngu og þær fara eins langt frá Miðju-sólu og þungi þeirra leyfir, sú staðsetning er ákvörðuð af formmyndun frumatómsins sem hún byggði upphaflega á. Þ.e.a.s. að ef hvirfilinn sem snerti geislanna hreyfðist í þriggja hliða braut, fer það ekki lengra en á fyrsta hringsvið frá Miðjunni, það þyrfti að hafa verið tíu hliða formmyndun til að geta náð á sjöunda hringsvið og snúið þaðan.* Þú sérð af þessu að hver hinna miklu vera hefur sitt lykilnúmer sem byggt er á upprunalega atómi þeirra. Það myndar takmörk þeirra og ákvarðar aðdráttaráhrif þeirra. Þetta er það sem ákvarðar þeirra eigin Hring-takmörkun.
* Sjá lok Kafla V.
Við höfum því ákveðin fjölda mikilla hópatóma eða lífvera, sem eru háð áhrifum af Hringunum, Geislunum og Hringsviðunum og hafa sjálf þróast á svipaðan hátt og þrenningin. Þ.e.a.s., hver þessara samsöfnuðu atóma greinast eftir eðli atómanna sem að þau eru samansett úr. Þau hafa þróast undir áhrifum frumatómsins og þau áhrif sköpuðu eðli þeirra af virkni og gagnvirkni sem þau urðu fyrir og mynda einskonar smámynd af hinum mikla Alheimi, þessir miklu atómhópar, þ.e.a.s. þeir sem eru á sjöunda hringsviði þekkir þú sem Sólkerfi.
Í stuttu máli þá er þetta sagan um tilurð sólkerfis, sólkerfa almennt og –þitt sérstaklega.
Það eru mörg önnur sólkerfi á sjöunda sviði auk okkar. Sum þekkir þú sem stjörnur, en þau eru aðeins fá og örlítið brot af þeim fjölda á þessu sviði sem eru óþekkt. það eru einnig kerfi á öðrum sviðum sem eru ekki í núver-andi þróunarfasa. Þér mun skiljast að hver þróunarfasi birtir mikla heild, en flóknari.
Fyrst var Hringakerfið, „Hið Algilda“
Síðan Geislarnir og Hjáhringsviðin, sem mynda Alheiminn.
Síðan hinar miklu Verur sem við köllum Heima, hver á sínum sviðum.
Við höfum því næst númeraðar raðir. Ef við gefur þeim númer sjáum við hvernig þau raðast. Heimarnir eða Sólkerfin eru fjórði fasi þróunarinnar.
Í þessum heimum á sér stað innri þróun eins og í Alheiminum og þessir innri þróunarfasar halda áfram þar til stöðugleika er náð innan þeirra og samsettu atómin þeirra flæða inní Miðju-sólu sína, hvert í sínu kerfi og hvíla þar.
Þegar svo áhrif Hring-Kaos raska kosmíska jafnvæginu fer hin mikla líf-vera sem þróast hefur í hverju sólkerfi aftur af stað og brýst út úr Hring-takmörkun þess sólkerfisins og hringsnýst þar fyrir utan eins og fylgi-hnöttur. Við það á sér stað upplausn sólkerfisins og það byrjar aftur á nýjum fasa í þróun sinni, en einingar þessu eru samsettu atómin er voru í fyrri þróun þess og ganga að nýju gegnum alla þróunarfasanna og kasta burt “ stjörnukjarnanum.“
Hin mikla vera sem er fyrst sundruð þarf að endurtaka allt ferlið, hver á sínu sviði svo að sólkerfið verður aftur heimur fyrir þau, enda sköpuðu þau hann, þetta ferli sem við getum kallað “ Stjörnuþróun,“ heldur áfram þar til stöðugleiki verður með hinum miklu verum og afspringi þeirra og þá koma áhrif Hring-takmarka fram og hið mikla kerfi er sent aftur til miðjunnar og kemur aftur fram þegar áhrif Hring-Kaos kallar þau fram. Slíkur gangur endurtekur sig þar til Alheimur er orðin svo öflugur að hann brýtur Hring-takmörk sín og hina miklu verur ryðjast fram inní hið Óbirta og með hringsnúningi sínum safnar
„geimi“ umhverfi sig og byrja að byggja nýja „Alheim.“ Slík er saga kosmískrar þróunar.
Þú hefur séð að hver fasi þróunarinnar getur af sér skipulega kerfi nýrri afla. Þessi öfl bregðast við öllum áhrifum sem þau verða fyrir og skrásetur þau í hreyfingu sinni í geimnum. Þau eru því skyni gædd, því þau bregðast við og skrásetja við reynsluna. Þannig eru hinir þrír Frumhringir skyni gæddir og geta þróast, en þeir eru svo gífurlega viðáttumiklir og einfaldir (vegna þess að áhrif sem þeir verða fyrir eru lítil) að þessi vitundareining, þó hún nái út yfir alla ímyndun, er óumræðanlega frumstæð. Þó er það á þessari víðfeðmu og einföldu gerð sem þú, sem einstaklingsvitund er byggður á. Þess vegna er það sem þú —eins smár og þú ert—hefur tengsl við þessar kosmísku verur og ert undir áhrifum af fasa þeirra, alveg frá hinu „algilda“ og niður í atómin á þinni jörð. Þetta er kjarninn í hinni Leyndu Visku. Þessi öfl verka á hin óupplýsta mann en hin upplýsti, með vitneskju sinni um-breytir áhrifum þeirra og notar þau í sína þágu. Noti hann þau í þágu kosmískrar þróunar þá vex hann og þroskast gegnum alla þróunarfasa sína þar til hann nær stöðugu ástandi, sem er endanleikinn og fylgir lögmálum hinnar miklu veru, sem hann er nú hluti af, reisir sjálfan sig upp í kerfi.