UPPHAF SÓLKERFIS

5. KAFLI
UPPHAF SÓLKERFIS

Þú hefur nú fyrir þér skýra mynd af því sem hefur verið kallað grunnvirki alheims—Hringirnir, Geislarnir og minni hringirnir. Þeir hafa fyrir löngu lokið þróun sinni og hafa myndað stöðugt ástand og eina breytingin sem átt hefur sér stað er að alheimurinn hefur farið gegnum áhrif jákvæðra og nei-kvæðra skeiða, fjögur í hringferlinu. Þetta eru mikil skeið— skeið þar sem uppbyggileg áhrif eru aukin og skeið niðurbrota efld. Hringirnir og geislarnir flæða stöðugt á braut sínum, en þegar jákvætt skeið er í gangi eru útstreymi hraðara og þegar neikvæð skeið ráða eru innstreymi hraðara.
Stóru Hringirnir—þrír að tölu—eru Frumþrenningin, einnig þekkt sem „Hið algilda,“(Absolute) þó að merking hugtaksins sé aðeins þekkt af fáum, þ.e.a.s. að skilgreining á hugtakinu „Hið algilda“ hafi verið notuð í fræðslu án þess að nemar hafi skilið það til fullnustu. „Hið algilda“ er þrígreint afl Hringanna þriggja sem vinna órjúfanlega saman og eru Þrír sem Einn og Einn sem Þrír. Í Aþanasíusarjátningunni er vísað í þessa þrenningu og af henni munt þú skilja merkingu hins Innvígða sem lagði það til.
Geislarnir mynda saman flókið kerfi sem vísað er til undir nafninu „Stjörnumerkjahringurinn“ (Zodiac).
Minni hringirnir eru Kosmísku sviðin.
Miðju-Sólin er sá staður í geimnum sem hægt er að finna ef lína er dreginn frá okkar sólu í stjörnuna “ Alpha Centauri“ og þaðan áfram.
Þú hefur séð hvernig atómið verður til—hvirfill að hornum geislanna og hvernig þau í sinni einföldu mynd bíða á fyrsta kosmíska sviðinu þar sem þau urðu til. En þegar þau mynda samband milli sín og verða samsett, verður þungi þeirra meiri, í óeiginlegri merkingu, þ.e.a.s. næmni þeirra fyrir áhrifum eykst og sá þungi þarf að skilja dulfræðilega. Sú staðreynd er tak-mörkun þeirra á ferð um geiminn. Ef þú sleppir næmni þinni fyrir áhrifum, munt þú geta verið frjálsari.
Þegar atómin verða samsett, knýr miðflóttaaflið þau út þar sem þau finna braut geislanna og halda áfram á þeim, það er leið minnstu mótstöðu fyrir þau. Þegar þau ná næsta sviði finna þau sitt þyngdaraflsvið og stöðvast þar. Þar mynda sum þeirra sameiningu við önnur til viðbótar og sveiflast aftur af stað út á geislabrautina. Af þessu má ráða að aðeins mjög flókin atóm sem sameinast á sjöunda hring sveiflast til baka að miðju-sólu.
Þú hefur nú séð hvernig þessi atóm ganga á ferð sinni upp og niður geislanna, þau eru of þroskuð og of flókin til að geta dvalið á neinu sviði. Þegar atóm hinsvegar hefur lokið hringferð sinni um geislanna og leitast við að fara út að nýju, finnur það ekkert pláss, því að það er frátekið af minna þróuðum atómum. Það kemst ekki inní þann straum, því hann er fullsetinn og því verður það að halda kyrru fyrir í Miðjustillunni. Ekkert atóm fer tvisvar í hringferðina og þau sem eru komin heim hvílast af pílagrímaferð sinni og þegar síðasta atómið hefur snúið heim fellur öll birtingin í svefn (hvíld) og kosmísku föll falla inn á við þegar Hring-Kosmos sveiflast í neikvæðan (niðurbrot) fasa.
Meðan Geislarnir flæða fram og til baka og Minni Hringirnir snúast á brautum sínum, eru atómin kyrr, þó hvert þeirra hafi í sér óendanlega stöðuga hreyfingu. Þegar hins vegar Hring-Kosmos fer inní nýtt skeið, mun aðdráttarafl jaðarsins fá aukin kraft.

Við verðum að skilja til fulls hver áhrif Hring-Kosmos og Hring-Kaos eru. Þegar Hring-Kaos er ráðandi eru til staðar öfl sem ekki eru í jafnvægi, þ.e,a.s, þegar Hring-Kaos eru í jákvæðum fasa og þegar Hring-Kosmos er ráðandi, eru til staðar öfl sem jafna, þau lægja áköf öfl óreiðunnar.
Þannig leitar Kaos út í geiminn en Kosmos jafnar það þar til stöðugu á-standi er náð.
Við höfum séð að fyrsti fasi atómískrar þróunar er lokið með fullum þroska allra atóma (í þeim fasa) og þau hafa safnast saman af ytri hjáhringj-unum í hópa umhverfis Mið-sólina. Hring-Kosmos hefur skilað hlutverki sínu. Allt er í jafnvægi, stöðugt og í dái, en hringirnir snúast áfram og við að Hring-Kaos fer í nýjan fasa raskast jafnvægið sem hefur verið náð og við það finna þessi flóknustu atómin fyrir miðflóttaafli sem togar í þau og þau leita aftur út, svo að hinar miklu sérverur (flóknustu samsettu atómin) fara aftur á stað eftir brautum geislanna, en þau fara ekki gegnum tóman geiminn, því hver hringbraut hefur að geyma atóm á mismunandi þroskastigum, þar sem þyngdaraflið heldur þeim í þessari mismunandi fjarlægð frá Miðjunni.
Þessi samsettu atóm finna sig umhringd minna þroskaðri atóma á þessum sviðum og sem þau draga að sér með snúningskrafti sínum þegar þau halda áfram og þannig tekur hvert þeirra með sér efni af hverju sviði á ferð sinni.
Nú eru þessar samsettu miklu verur fram komnar, byggðar upp af frum-atómum sem hafa mismunandi snertihliðahorn og þau, allt eftir fjölda sam-setninga, eru mismunandi að stærð og þunga og hafa stöðvast af sínu sérstaka þyngdarafli á hinum ýmsu hringsviðum. Geislinn getur ekki borið þau lengra.
Fyrsti fasinn í atómískri þróun var einungis við geislanna, annar fasinn í ferðalagi þessa mikla hópatóm var gegnum hringsviðin og þær fara ekki lengra en á hringsviðin er þær stefndu á.
Þess vegna hefur þróunin byggt upp til viðbótar frumstöðugleikanum — Hringunum, Geislunum og Hjáhringjunum — tvö viðbótarstöðuleika— atómið, hvert á sínu sviði, allt eftir gerð og eðli og sem hefur stöðvast og fundið sína sérstöku stöðu og hin miklu hópatóm sem hafa líka stöðvast, hvert þeirra með sína eigin radíushreyfingu. Atómin snúast um sjálft sig, en þessar miklu verur snúast um Miðju-sól og fara því í gegnum áhrif geislanna á snúningi sínum og eru tiltölulega stöðugar, aðeins háðar breytingum á hringsviðunum sem og áhrifum geislanna sem þær ganga í gegnum.
Hver þessara miklu vera laðað að sér eins mikið efni á hverju hringsviði og það getur haldið að sér þegar þau fara gegnum sviðin í sinni annarri þróunargöngu og þær fara eins langt frá Miðju-sólu og þungi þeirra leyfir, sú staðsetning er ákvörðuð af formmyndun frumatómsins sem hún byggði upphaflega á. Þ.e.a.s. að ef hvirfilinn sem snerti geislanna hreyfðist í þriggja hliða braut, fer það ekki lengra en á fyrsta hringsvið frá Miðjunni, það þyrfti að hafa verið tíu hliða formmyndun til að geta náð á sjöunda hringsvið og snúið þaðan.* Þú sérð af þessu að hver hinna miklu vera hefur sitt lykilnúmer sem byggt er á upprunalega atómi þeirra. Það myndar takmörk þeirra og ákvarðar aðdráttaráhrif þeirra. Þetta er það sem ákvarðar þeirra eigin Hring-takmörkun.
* Sjá lok Kafla V.

Við höfum því ákveðin fjölda mikilla hópatóma eða lífvera, sem eru háð áhrifum af Hringunum, Geislunum og Hringsviðunum og hafa sjálf þróast á svipaðan hátt og þrenningin. Þ.e.a.s., hver þessara samsöfnuðu atóma greinast eftir eðli atómanna sem að þau eru samansett úr. Þau hafa þróast undir áhrifum frumatómsins og þau áhrif sköpuðu eðli þeirra af virkni og gagnvirkni sem þau urðu fyrir og mynda einskonar smámynd af hinum mikla Alheimi, þessir miklu atómhópar, þ.e.a.s. þeir sem eru á sjöunda hringsviði þekkir þú sem Sólkerfi.
Í stuttu máli þá er þetta sagan um tilurð sólkerfis, sólkerfa almennt og –þitt sérstaklega.
Það eru mörg önnur sólkerfi á sjöunda sviði auk okkar. Sum þekkir þú sem stjörnur, en þau eru aðeins fá og örlítið brot af þeim fjölda á þessu sviði sem eru óþekkt. það eru einnig kerfi á öðrum sviðum sem eru ekki í núver-andi þróunarfasa. Þér mun skiljast að hver þróunarfasi birtir mikla heild, en flóknari.
Fyrst var Hringakerfið, „Hið Algilda“
Síðan Geislarnir og Hjáhringsviðin, sem mynda Alheiminn.
Síðan hinar miklu Verur sem við köllum Heima, hver á sínum sviðum.
Við höfum því næst númeraðar raðir. Ef við gefur þeim númer sjáum við hvernig þau raðast. Heimarnir eða Sólkerfin eru fjórði fasi þróunarinnar.
Í þessum heimum á sér stað innri þróun eins og í Alheiminum og þessir innri þróunarfasar halda áfram þar til stöðugleika er náð innan þeirra og samsettu atómin þeirra flæða inní Miðju-sólu sína, hvert í sínu kerfi og hvíla þar.
Þegar svo áhrif Hring-Kaos raska kosmíska jafnvæginu fer hin mikla líf-vera sem þróast hefur í hverju sólkerfi aftur af stað og brýst út úr Hring-takmörkun þess sólkerfisins og hringsnýst þar fyrir utan eins og fylgi-hnöttur. Við það á sér stað upplausn sólkerfisins og það byrjar aftur á nýjum fasa í þróun sinni, en einingar þessu eru samsettu atómin er voru í fyrri þróun þess og ganga að nýju gegnum alla þróunarfasanna og kasta burt “ stjörnukjarnanum.“
Hin mikla vera sem er fyrst sundruð þarf að endurtaka allt ferlið, hver á sínu sviði svo að sólkerfið verður aftur heimur fyrir þau, enda sköpuðu þau hann, þetta ferli sem við getum kallað “ Stjörnuþróun,“ heldur áfram þar til stöðugleiki verður með hinum miklu verum og afspringi þeirra og þá koma áhrif Hring-takmarka fram og hið mikla kerfi er sent aftur til miðjunnar og kemur aftur fram þegar áhrif Hring-Kaos kallar þau fram. Slíkur gangur endurtekur sig þar til Alheimur er orðin svo öflugur að hann brýtur Hring-takmörk sín og hina miklu verur ryðjast fram inní hið Óbirta og með hringsnúningi sínum safnar
„geimi“ umhverfi sig og byrja að byggja nýja „Alheim.“ Slík er saga kosmískrar þróunar.
Þú hefur séð að hver fasi þróunarinnar getur af sér skipulega kerfi nýrri afla. Þessi öfl bregðast við öllum áhrifum sem þau verða fyrir og skrásetur þau í hreyfingu sinni í geimnum. Þau eru því skyni gædd, því þau bregðast við og skrásetja við reynsluna. Þannig eru hinir þrír Frumhringir skyni gæddir og geta þróast, en þeir eru svo gífurlega viðáttumiklir og einfaldir (vegna þess að áhrif sem þeir verða fyrir eru lítil) að þessi vitundareining, þó hún nái út yfir alla ímyndun, er óumræðanlega frumstæð. Þó er það á þessari víðfeðmu og einföldu gerð sem þú, sem einstaklingsvitund er byggður á. Þess vegna er það sem þú —eins smár og þú ert—hefur tengsl við þessar kosmísku verur og ert undir áhrifum af fasa þeirra, alveg frá hinu „algilda“ og niður í atómin á þinni jörð. Þetta er kjarninn í hinni Leyndu Visku. Þessi öfl verka á hin óupplýsta mann en hin upplýsti, með vitneskju sinni um-breytir áhrifum þeirra og notar þau í sína þágu. Noti hann þau í þágu kosmískrar þróunar þá vex hann og þroskast gegnum alla þróunarfasa sína þar til hann nær stöðugu ástandi, sem er endanleikinn og fylgir lögmálum hinnar miklu veru, sem hann er nú hluti af, reisir sjálfan sig upp í kerfi.

TENGSL LOGÓS VIÐ BIRTINGU SÓLKERFISINS

21. KAFLI
TENGSL LOGÓS VIÐ BIRTINGU SÓLKERFISINS

Okkur mun verða ljóst af skoðun á undangengnum köflum að undirmeð-vitund Logós er tengd Kosmos, en meðvitundin er tengd sólkerfinu. Munum einnig að neikvæðir og jákvæðir kosmískir fasar hafa áhrif á Logós, við nei-kvæðu áhrifin verður vitund hans meira huglæg og því munu kosmísk áhrif vera ráðandi í vitund hans. Samtímis mun logóísk áhrif hverfa að miklu leyti frá birtingu sólkerfisins, það verður til þess að sólkerfið verður undir stjórn þeirra afla sem það hefur skapað á þróunarvegferð sinni.
Þessi tímabil hafa verið nefnd „Dagar og nætur guðs.“ En athugið að það eru tímabil sem eru „Meiri“ og „Minni“ dagar og nætur.
Tengslum Logós við sólkerfi sitt er best lýst með því að muna að þróunarfasar eru fyrir honum, það sem endurfæðing er fyrir manninn.
Útganga og innganga í lífi þróunarhópa hefur í sér reynsluuppskeru fyrir logóíska vitund, eins og einstaklingurinn (sálin) fær frá persónubirtingunni.
Logós sjálfur samsvarar guðlega neistanum.
Sólkerfið, sem hópsálarþáttur, samsvarar einstaklingnum.
Þróunarhópur samsvarar til persónuleika.
Með þessara samsvaranir í huga munt þú geta séð Logós í mynd manns og mann í mynd Logós.
Myndun, þróun og valddreifing í sólkerfi svarar til þróunarhringrásar Logós, þannig þróast hann af röð endurfæðingapúlsa, sem eru lífsöldur þróunarhópanna.
Hver síðari þróunarbylgja fer lengra inní í „formþátt“ sólkerfisins, gerir skipulag þess flóknara, setur það stigi lengra í að nálgast hið fullkomna jafn-vægi krafta sem það leitast við sem heild að ná, og þegar öll birting sól-kerfisins bregst við sem heild er það með fullri sjálfsvitund. Þegar sjálfsvit-und er náð, verður hlutlæg vitund möguleg. Sólkerfið verður þá meðvitað um Logós og gagnkvæmri vitund milli hans og sólkerfisins er komið á.
Í fyrsta lagi höfum við Logós með sjálfsvitund.
Í öðru lagi, til að Logós geti náð hlutlægri vitund þarf eitthvað hlutlægt að vera til staðar sem hann fær vitund um. Logós hefur því myndað hug-tak um sjálfan sig (sólkerfið) og verður meðvitaður um það.
Hugtakið hins vegar, þróar með sér sjálfsvitund gegnum árangurríka þróunarfasa. Logósinn er meðvitaður um þessar breytingar þegar þær eiga sér stað og lagar sig að þeirri vitneskju.
Að lokum þegar sólkerfið hefur náð fullri sjálfsvitund, fær hún hlut-læga vitund og verður meðvituð um Logósinn. Þar sem logóíska vitundin hefur þróast, skref fyrir skref með sólkerfisvitundinni, eru þau eins, eini munurinn er að Logósinn hefur bakgrunn sinn í kosmískum aðstæðum, en sólkerfisvitund hefur bakgrunn sinn í eigin aðstæðum.
Logósinn dregur þá í sig sólkerfisvitundina, því aðdráttarafl kosmískra krafta yfirvinnur samheldni sólkerfiskraftanna.
Öll þessi kerfi skipulagðra viðbragða sem haldið er saman af atómum hins birta sólkerfis, eru því dregin frá sviðum hins birta heims inní kosmíska tilveru og atómin sem sólkerfið var samsett úr, snúa aftur til upphafs síns sem snertihreyfing, óháð öllum æðri kröftum. Þetta er hin „Minna óreiða“ og vísað er til sem „Hinar gömlu nætur“ eða „Nætur ald-anna.“
Af þessu má sjá að þróunarmarkmið er þroski vitundar sem getur sam-einast logóískri vitund og horfið úr fasa endurspeglunar, eða myndaðrar tilveru,—ótrúlegri tilveru—, til þeirrar raunverulegu tilveru í kosmísku á-standi. Þessu er aðeins hægt að ná þegar allt hið birta sólkerfi hefur náð fullkominni samhæfingu. Þetta ástand er það sem kallað er „ Hvíld“ eða „Nótt guðs.“
Minni „Nætur“ eiga hinsvegar sér stað við lok hvers þróunarfasa og varir meðan á þeim tíma stendur þegar Logósinn íhugar þá þætti sem eru ávextir þess þróunarfasa og lagar þá að sinni eigin vitund. Hver síðari hópur guðlegra neista fær innblástur af þessum logóísku breytingum eins og áður hefur verið útskýrt og byrjar því þróun sína með viðbragðseigin-leikum sem þegar hafa verið þróaðir.

Efni hvers sviðs, sem hefur verið notað til að byggja form af tilteknum gerðum, heldur viðbragðaeiginleikum formgerðarinnar eftir að formið hefur horfið og getur því sett það saman mun fljótar í hvert sinn sem það er kallað til að endurtaka ganginn og að lokum hefur það þessi form í eigin skipulags-kröftum. Þess vegna eru síðari lífsbylgjur knúnar til að taka þessi form og þar af leiðandi mótuð af þeim. Þetta er mótsagnakennt, því hver lífsalda sem hefur öðlast frumverkun, er betur hæf en fyrirrennari þess og getur því ekki fallið í sama mótið án þess að endurmótast.
Það verður að skiljast að hver eining í lífshópi hefur erft viðbragðseigin-leika Alheimsins í sinni einföldustu mynd og margbreytileikann frá öllum fyrri sveimum. En þó hún hafi fullkominn einfaldleika að meginreglu, hefur hún óendanlega flókna viðbragðseiginleika.
Kosmísk meginregla eru þekkt og stöðug. Mannleg sál verður að gangast undir hana sem og grundvallarlögmál náttúrunnar. En viðbrögð frumverkanna er ekki hægt að reikna út hjá einstaklingum vegna fjölbreytileika þeirra og allra þeirra mögulegra aðlögunarþátta. Það er aðeins hægt að sjá í tengslum við þróunina því þá er fjöldin meðaltal.
Það er því frumverkunin sem gefur eðlisþáttinn sem þekktur er sem „frjáls vilji“ og það er frjáls vilji sem á tímabilinu milli þróunarfasa og sam-ræmingar Logósarins, sem myndar „jákvæða“ mótstöðu hins birta sólkerfis.

Fræðslan í síðustu tveim fyrirlestrum var einkum til skoðunar á ytri áhrifum á sólkerfið. Nú getum við haldið áfram og skoðað áhrif innan sól-kerfisins.
Höfum í huga að ytri áhrifin eru tvennskonar:—
Fyrsta: (a). Kosmísku áhrifin sem Logósinn verður fyrir og sem hann bregst við og verður fyrir breytingum af.
(b) Þær breytingar endurspeglast á hið birta sólkerfi sem afbrigði og fasi logóískra áhrifa. Þau áhrif eru því ekki stöðug þó sönn séu. Þetta er mikilvægt atriði í andlegri guðfræði, sem víkur frá hefðbundinni guðfræði sem sér guð sem óbreytanlegan, en andleg guðfræði sér guð sem þróast og stökk-breytist eins og annað í samræmi við lögmálin.
Annað: Logóísku áhrifin breytast í samræmi við birtingu á eðli Logósarins sem verður vegna viðbragða hans við þróun sólkerfisins. Við getum því sagt að logóísk áhrif á sólkerfið verða með tvennum hætti og þau verður að taka með í reikninginn á áhrifum er verða á mannlega þróun:—
(a) Af kosmískum uppruna—af stöðu jafndægurspunta og halastjarna,- og
(b) af þróunarviðbrögðum með rannsóknum í líffræði.
Við munum nú halda áfram að fást við aðstæður í hinu birta sólkerfi með tilliti til hvernig maðurinn heldur áfram þróun sinni.
Það má sjá af því sem hefur komið fram í fyrri köflum, að öll viðbrögð og gagnviðbrögð sem eru regluleg, fara í hringi í samræmi við lögmál sólkerfis-sveigju og þau hringviðbrögð mynda „feril í geimnum“ og staðlast, verða þannig að meginreglu. Því er hið birta sólkerfi á hverjum tíma kerfi sameinda og atóma sem haldið er saman af heildarkerfi „ferla í geimnum.“ Með öðrum orðum, skipulögð birting hinnar „Einu birtingar“ er einfaldlega kerfi staðlaðra viðbragða sem „ferlar í geimnum“ og mynda í óhlutbundið mót. (Hugmyndin að „óhlutbundnu móti“ er mikilvæg og á að hafa í huga.)

Þessi stöðluðu viðbragðakerfi eru af margskonar gerðum og hægt er að greina þau af því hvaða þau eru upprunnin. Sum voru skilin eftir af Loga-drottnunum er þeir þróuðust, önnur skilin eftir af Formadrottnunum, önnur af Hugardrottnunum og hvert þessara stöðluðu viðbragðskerfa mynda náttúrulögmálin sem ráða birtingu þessara tilteknu forma og gangverki þeirra og voru byggð upp á þróunarferli þeirra og þau greina sig hvort frá öðru. En hver þróun notast við sköpun forvera sinna, viðbragðagerð forveranna er hægt að finna í erfðum þeirra sem síðar koma, þó hinn greinandi hugur geti ekki séð það. En hinsvegar eru þær einnig til sem sjálfstæð undirlög og það er þekking á aðferðum til að stjórna þeim, kjarna grunnaflanna í hverju náttúruríki, sem er grunnur að starfhæfum göldrum og munið að hver birtingargerð hefur sín kjarnaöfl.
Við munum að hver fasi í hinu birta sólkerfi var byggður upp af fyrri fösum og þeir mynda þróunarsvið fyrir síðari lífsbylgjur. Þannig mun hver lífsbylgja í hverjum þróunarfasa sínum verða bundin aðstæðum á því sviði sem fasinn fer gegnum hverju sinni. Þess vegna er skilningur á sviðunum nauðsynlegur til að skilja vandamál þróunar og vígslu (sem er einfaldlega samþjöppuð þróun).
Lögmál fyrsta eða efnislega sviðsins vinna í gegnum hin fimm efnislegu skynfæri sem tilheyra því sviði og eru almennt vel þekkt sem náttúruvísindi, það er einkennilegt að maðurinn álíti eitt svið tilveru sinnar „náttúrulegt“ og önnur „ónáttúruleg“, það álit er sérkennilegur ávöxtur „frumverkunar“ (Epigenetic). Þessar aðstæður, hvað varðar annað en dýraríkið, hafa sannarlega verið vel rannsakaðar og samkvæmt þessum lögmálum mun líf halda áfram að þróast á efnislega sviðinu. En vísindaleg hugsun telur ranglega að þetta séu einu lögmálin sem til eru og það hefur einkennt vísindin síðustu hundrað árin. Fornmenn voru vitrari, en kannski ekki eins vel upp-lýstir. Ákveðnir skólar í trúarlegri heimspeki, hafa hinsvegar gert gagnstæð mistök og trúað að lífið geti þróast án þessara lögmála á efnislega sviðinu. Það er einnig rangt.

Öfl hvers sviðs eru þar ráðandi, stjórna sviðinu neðan við sig, -og,- þegar þau eru í tengslum við sviðið ofar þeim, þá er þeim aftur á móti stjórnað.
Til dæmis eru lögmál rökhyggjunnar ráðandi á hugarsviðinu. Myndir hugans stjórna tilfinningunum, en myndum hugans er stjórnað af andlegum öflum.
Hvert svið hefur sjálfstæða virkni eða virkni í hringrás, en um leið og sviðið er sett í hringrás er nauðsynlegt að straumurinn sameinist í hringnum á sjöunda sviði, annars mun opin hringur skammhlaupa á vinstri handar leiðina.
Sem dæmi; ef þjálfaður hugur lærir að stjórna tilfinningunum og tilfinningalíkaminn lærir að stjórna efnislíkamanum, þá er um að ræða hringferill sem að hálfu er vitundarstilltur, eða neikvæður, en að hálfu ómeðvitaður, eða jákvæður, þar sem sá ómeðvitaði gefur örvunina. Ef þessi hringur lokast ekki gegnum logóíska mynd á sjöunda sviði, mun hann skammhlaupa frá meðvitundinni í undirvitundina á fjórða eða fimmta sviði, allt eftir týpunni og undirmeðvitundin sem er jákvæð, og örvandi mun verða stjórnandi.
Undirmeðvitundin var byggð upp í fortíðinni og því mun fortíðin verða ráðandi. Fortíðin liggur til vinstri. Sá maður mun snúa aftur til fyrri fasa þróunarinnar og stjórnast af hvötum sínum en halda eiginleikum sínum sem hann hafði þegar öðlast.
Þó þessar hvatir séu fullnægjandi til að stjórna einföldum eiginleikum þessa fasa, eru þær ófullnægjandi til að stjórna flóknari eiginleikum sem hann hafði öðlast áður og þessi maður verður hættulegur þróuninni með því að eyðileggja jafnvægið í sálarhópnum sem hann tilheyrir. Eins og áður hefur verið nefnt, er það það hlutverk ákveðinna Vera sem þróuðust í fyrri lífs-bylgjum að koma jafnvægi á aðlögunarkrafta sólkerfisins, því munu niður-brotsöflin færa hann niður til lægsta samnefnara sviðsins. Það er að segja, hann mun missa alla eiginleika sem hann hafði öðlast í þróuninni og halda aðeins eiginleikum þeim sem hæfa hvötum hans. Ákveðnir skaðlegir og illir vitleysingar verða til með þessum hætti.

KOSMÍSK ÁHRIF

20. KAFLI
Kosmísk áhrif
Við munum nú hugleiða þau áhrif sem mannleg þróun verður fyrir. Þú er vanur hugtökum stjörnuspekinnar sem útskýra áhrif plánetna á persónu-leikann. Efnisumfjöllun okkar er kosmísk áhrif á einstaklinginn sem má kalla stjörnumerkja-stjörnuspeki til aðgreiningar frá plánetu-stjörnuspeki.
Sólkerfisþróun er háð ákvörðun logóísku vitundinni og reynsla hennar er háð áhrifum kosmískra bylgjufalla. Því aðlagast sólkerfið óbeint af hreyfingu kosmískra falla.
Kosmísku föllin eru áhrif jákvæðra og neikvæðra fasa Hringjanna. Þessir fasar hafa áhrif á Alheiminn í heild, þannig að hinir tólf kosmísku geislar og hin sjö kosmísku svið hafa jákvæða og neikvæða þætti ráðandi með sama hætti. Það þýðir að þegar jákvæðir fasar eru ráðandi, verður kraftvirknin, —hámarkið, skulum við segja,—að miðjunni. Þegar neikvæðir fasar eru ráð-andi, er hámarkið að ummáli hrings.
Í jákvæðum fasa samanstendur hringrásin af inn- og útflæði, í neikvæðum fasa af út-og innflæði. Virkni geisla er mjög ólík hvort hún er reynd í nei-kvæðum eða jákvæðum fasa Hringjanna, þannig að mikil vera sem snýst á braut sinni um Kosmosinn og fer í gegnum áhrifsvið geislanna, verður fyrir jákvæðum og neikvæðum hliðum þeirra.
Framgangur þróunar í sólkerfi mun þannig verða fyrir breytingum eftir því hvort Logós verður fyrir jákvæðum eða neikvæðum kosmískum áhrifum.
Það byggist á stjörnumerkja-stjörnuspeki að reikna út þessi áhrif. Þessi stjörnuspeki tengist lífi og örlögum sálarheilda og plánetusála. Hún tengist fæðingu þessara himnesku líkama. Grunnur þessara útreikninga er möndul-halli jafn,-há eða lágdægurs línunnar. Þessi lína og fasi kosmísku geislanna tengist og það eru fjórir fasar í Hringfasanum. Á grunni þess er hægt að finna áhrif stjörnumerkjanna á þróunina.
Munum þá að þessi áhrif snerta mannlegt líf ekki beint, en hafa áhrif á plánetuverur sem aftur hafa áhrif á huglægt og „karmískt“ umhverfi sálar-innar, og plánetuverurnar sjálfar breytast með þróun sálarheilda lífshópa sem ganga í gegnum svið þeirra, þannig að þrátt fyrir að logóísk áhrif séu óumbreytanleg, gerast breytingar með tímanum.
Þannig er stjörnuspeki forntíðar, þó hún sé í grundvallaratriðum sönn, ekki nákvæmlega eins í nútíðinni. Gera verður ráð fyrir framgangi þróunar. Því geta þeir þættir sem á fyrri tímum voru túlkaðir sem stríð og blóðsúthellingar verið túlkaðir í dag sem átök um hugmyndafræði.
Útreikningar Stjörnumerkja-stjörnuspeki ættu ávallt að vera gerðir fyrir kynstofn áður en stjörnuspá einstaklings af þeim kynstofni er gerð. Hóphugur og hópsálir er efni stjörnumerkja-stjörnuspeki, en einstaklingar efni plánetu-og stjörnumerkja-stjörnuspeki.
Finnið út stöðu jafndægurslínunnar. Frá því er hægt að finna áhrif Hringjanna. Það gerir kleyft að vita hvort Himnahúsið er í jákvæðum eða neikvæðum þætti og það segir til hvaða þáttur Logós er ríkjandi. Hver sem orkan er mun hún efla alla aðra þætti í birtingu.
Niðurbrots- eða uppbyggjandi þættir eru háðir kosmískum hringjunum og hvert form þessa eyðandi og uppbyggjandi þátta er háð kosmískum geisla. Þessar meginaðstæður yfirgnæfa allar aðrar og ráða hvort útreikn-ingar verði réttir eða rangir.
Til viðbótar þessum reglulegu og útreiknanlegu áhrifum Kosmos eru önnur óregluleg áhrif af völdum annarra mikilla vera sem eru á öðrum sviðum Alheimsins, eins og áður hefur verið vísað til. Þú finnur það efni í fyrri köflum.
Það er engin aðferð sem hægt er að grípa í til að reikna út slík áhrif, en þau samsvara nálgun halastjarna. Sumar halastjörnur eru þekktar og brautir þeirra hafa verið reiknaðar út. Aðrar eru enn óþekktar, en tilvist þeirra er hægt að finna út er nálgun þeirra veldur truflun á svið annarra hnatta.
Stjörnufræði halastjarna hefur lítið verið skoðuð en þarfnast nánari athygli. Besta aðferðin til að reikna þær út er með greiningu á litrófi þeirra. Það gerir mögulegt að greina efnainnihald þeirra og efnahlutföll þeirra mun gefa vísbendingu um eðli þeirra, sérstaklega hlutföll málma í þeim sem gefur lykil að að spurningunni um gott eða illt, ávexti Þekkingar-trésins.
Af því má sjá hvaða þátt krafturinn styður, því að virkni þess þáttar mun eflast og það sem búast mátti við að vera neikvæður fasi mun óvænt verða jákvæður.
Grunnurinn fyrir Stjörnumerkjaútreikningum er þá jafndægursbaugurinn (fjórir skurðarlínur sólarinnar við himinbaug), þegar um er að ræða óreglu-legar breytingar vegna annarra mikilla vera.
Það má segja að Halastjörnur, séu hópur atóma sem dragast saman af raftruflunum sem stafa af áhrifum vera á fínni sviðum. Þessar verur eru kosmískar, en hafa ekkert efni sjöunda kosmíska sviðs í sér og geta því ekki myndað sólkerfi sem er hæft til efnislegrar gerðar í skilningi fyrsta sviðs sól-kerfisþróunar.

Halastjörnur mynda ekki hópsál sem getur þróast.
Halastjörnur eru „Brjálæðingar stjörnumerkjanna.“ Gerviefni eru sál þeirra og þær eru,—sumar þeirra—,kosmískir ruslahaugar. Til þeirra eru sendar sjaldgæfar einingar úr þróuninni, sem hafa með stöðugri misnotkun frum-verka, dæmt sjálfa sig til eyðingar. Halastjörnur á braut taka slíkar sálir til ystu heima Kosmosins, þar sem þær geta ekki náð í nein áhrif sem þær geta brugðist við, og kosmísku atómmyndarnar sem byggðu þær upp hætta að verða til.
Þetta er hinn „Óþekkti dauði.“ Slíkar einingar eyðast algjörlega–engin endurfæðing eða nýtt upphaf. Jafnvel karma þeirra leysist upp og hefur engin áhrif né snertir nokkurn hópanda. Sagt er um slíkar, að þær hafi skipt á plánetu fyrir halastjörnu. Þær völdu að fara hratt og langt, en fóru of langt og of hratt fyrir samræmingu krafta sinna og þegar halastjarna sem þær tengdu sig við snýr aftur inní sólkerfið okkar er hún án þeirra.
Sólkerfisþróunin kemur frá Sólarlogós – sem er þinn guð – ,hún sam-hæfist gróflega við áhrif Hringjanna á Alheiminn. Það er að segja að undir jákvæðum kosmískum áhrifum eflir Logósinn nýja sveimi af stað í ferðalag, og lengd og hraði þeirrar ferðar ræðst einungis af þeirri eflingu, því að þar eru margar mótstöður sem hann verður fyrir, en sveimurinn verður að ná að komast í gegnum lástöðu (nadir) sína í tíma áður en kosmísk föll snúast. En það geta verið einn eða fleiri kosmískir fasar á útgönguboga þeirra. Breyt-ingar á kosmískum fösum munu alltaf valda þróunarkrísum, en þegar þróunin er að nálgast takmörk þróunarmöguleika sinna, mun þróunar-sveimur ekki taka áhættu í að fara yfir lágstöðu sína fyrr en kosmísk falla-skipti hafa átt sér stað, heldur sýna frumverkan og bíða síns tíma.

Þær verur sem sýna viðleitni til að fara yfir lágstöðuna (nadir) undir ó-hagstæðum áhrifum og mistekst umsnúningurinn, snúa til baka sömu leið þegar kosmíska fallið kemur síðar og verða púkar og djöflar. Þaðan kemur skilgreiningin á „Vinstri handar leiðin.“
Vinstri handar leiðina er hægt að ná með tvennum hætti—með vísvitandi viðsnúningi af boganum frá hægri til vinstri eftir að lágstöðunni var náð, eða með afturhvarfi áður en henni var náð.
Þú sérð af þessu að nauðsynlegt er að fylgjast með kosmísku föllunum þegar tekist er á við hverskonar uppbyggjandi verk, er varða andlega leið-sögn mannkynsins.
Hið mikla uppbyggingartímabil nítjándu aldar veitti dýrmætan grunn fyrir margskonar andlegan innblástur. Fyrsti fjórðungur tuttugustu aldar var í niðurbrotsfasa. Þú munt geta séð að allir fasar sem náðu hámarki á þessu tímabil, sérstaklega um mitt tímabilið eru að engu orðnir. Hugmyndirnar kunnu að hafa verið góðar, en tímabilið var óhagstætt.