KOSMÍSKA KENNINGIN. (The Cosmic Doctrine)

Þýðing. Sigurbjörn Svavarsson

 

 INNGANGUR.
I . KOSMÍSK ÞRÓUN.
1. Dögun birtingar.
2. Fyrsta þrenningin.
3. Bygging atómsins.
4. Þróun atóms.
5. Upphaf sólkerfis.
6. Kosmísk áhrif á sólkerfið.

II. ÞRÓUN LOGOS OG DROTTNA HANS.
7. Þróun hinnar miklu veru.
8. Kosmísk tengsl hinnar miklu veru.
9. Sköpun hugmynda um sólkerfið.
10. Tengsl sólkerfis og vitundar Logós
11. Viðbrögð og kosmískt minni.
12. Vitundarbirting í sólkerfi.
13. Upphaf hugar og hópvitundar.
14. Bygging fræ-atóms á sjöunda sviðs líkama.
15. Þróun fyrsta plánetuformsins.
16. Þróun Loga,-Forms-og Hugardrottna.
17. Áhrif Drottna á hnettina.
18. Þróunartakmark Lífsveima.

III. ÁHRIF Á ÞRÓUN MANNKYNS.
19. Áhrifaþættir.
20. Kosmísk áhrif.
21. Tengsl Logósar við birtingu sólkerfis.
22. Áhrif af birtingu sólkerfis.
23. Önnur þróun á plánetu.
24. Eigin áhrif mannkyns.
25. Lögmál virkni og gagnvirkni.
26. Lögmál takmarka.
27. Lögmál hinna sjö dauða.
28. Lögmál áhrifa/flutnings virkni milli sviða.
29. Lögmál pólunar.
30. Lögmál aðdráttarafls ytri geims.
31. Lögmál aðdráttarafls miðjunnar.
Viðbótarefni.

Allt efnið í PDF

INNGANGUR

Þessi hluti fræðslunnar var móttekinn af innri sviðunum 1923 og 1924. Sá sem gaf hana er mjög þroskaður maður. Persónubirting hans í síðustu jarðvist er þekkt en verður ekki gefin upp, en þá var hann heimsþekktur heimsspekingur og kennari. Hann er einn hinna miklu meistara.

Tilgangur þessarar fræðslu er að koma á framfæri dýpri skilningi á kosmískum lögmálum og víkka vitundina svo hún megi lyfta hugsunum til þess sviðs sem þær eiga uppruna í. Þessi fræðsla mun einnig mynda grunn sem hægt er að byggja á verulega andlega þekkingu og hefur að geyma út-skýringu á miklu efni sem ekki hefur verið aðgengilegt hingað til fyrir hinn almenna lesanda. Vegna umfang efnisins sem er ofar takmörkun efnishuga okkar er nauðsynlegt að notast við mikil líkingartengsl.
Lesandanum er ráðlegt að gefast ekki upp í viðleitni sinni til að fá sem mest út þessari fræðslu með skoðun og íhugun.

Orðið „Meistari“ sem notað er í andlegum ritum er ekki það orð sem ég vildi hafa kosið að nota þar sem það hefur tengingu við „meistari og þjónn“ og eins og gefið er hér í skyn, „meistari og nemi“ Hins vegar tökum við í arf þessa hefðbundnu tjáningu á Vesturlöndum í leit að „Gömlu viskunni„ og verðum því að gera okkur það að góðu, það er þó mögulegt og æskilegt að fella út erlend tökuorð (venjulega úr Sankrit og Hindu) eins mikið og hægt er og nota venjulegt mál sömu merkingar. „Logos“ (gríska) er þó notað í efninu það sem það hefur vel skilgreinda merkingu í stað orðsins „Guð“ sem oft hefur frekar ólíka merkingu í hugum fólks og mjög tengt sannfæringu safnaðar.
Hvað varðar orðið „ Meistari“ eða fullnumi á innri sviðunum vil ég taka skýrt fram að slíkir eru mun þroskaðir en þeir tengiliður „að handan“ sem lýsa „sumarlandinu“ þ.e. þeirra persónulegum sviðum að handan. Þeir síðastnefndu hafa lítið að segja hinum almenna upplýsta manni, þeir fyrr-nefndu geta gefið mikið, en vinna aðeins með vel völdum og þjálfuðum ein-staklingum, sem geta haft „samband“ við hvern og einn okkar til að ná árangri sem kemur fram í innsæislegum skilningi. Þetta ætti þó að taka með allri varúð og ef efnið virðist ekki traust ætti ekki að taka því sem sannleika.
Fullnumar innri sviða hafa svarað spurningum um tilveru sínar og að-stæður nokkru sinnum og þrír úrdrættir hér að neðan geta gefið þeim sem ekki eru kunnir efninu nokkra innsýn. Þessir miklu hugar hafa þroskast um-fram þörf á endurfæðingu og kjarni reynslu þeirra úr öllum lífum þeirra á jörðunni er samandreginn í núverandi tilveru. Það þarf ekki að taka það fram að þeir munu ekki endurfæðast aftur og allar sögur um hvar þeir lifuð eru tilbúningur, fyrir þá sem vita hvaða þroski fellst í „Fullnuma/Meistara“ segir sig sjálft að slíkir eru ekki í birtingu í dag á jörðunni. Það eru að sjálfsögðu mjög þroskaðir og upplýstir menn í birtingu, en þeir eru ekki enn „Meistarar.“ Það má vera að í framtíðinni eftir því sem þróunin heldur áfram að það verði „upplýstir menn“ á „Meistarastigi“ á jörðunni í stað þess að halda á innri sviðin, en með full tengsl við innri og ytri sviðin til þess að vinna að ákveðnum verkum svo lengi sem efnislegi líkaminn er fær um það.

Úrdrættir:
(1)
“ Ef maður leitar „Leiðarinnar“ sýnir hann skýra löngun. Þessari löngun er veitt eftirtekt á innri sviðunum og hann mun verða setur í „bekk“ í sam-ræmi við skaplyndi hans. Eftir ákveðin tíma undir leiðsögn er hann settur undir leiðsögn leiðbeinanda, það er fyrstu verk sálna sem þeim eru fengin á þessum sviðum. Leiðbeinandinn mun reyna að halda fræðslu að nemanum með fjarhrifum og neminn verður að reyna að ná því sem „sagt“ er.
Síðar mun neminn verða tengdur við „lægri“ meistara og verður einn af mörgum nemum sem slíkur meistari ber ábyrgð á. Leiðbeinandi hefur aðeins einn nema í hvert sinn, en meistari hefur marga. Eftir því sem neminn þroskast mun hann komast undir leiðsögn meistara af hærri stigum. Vanda-mál nemans verður ávallt það að ná því sem meistari hann „segir“. Því hærra sem stig meistarar er, því „fjarri“ eru þeir jörðunni.“
(2)
„Hvað eru Meistarar? Menn eins og við, en eldri. Þeir eru ekki guðir, englar né náttúruöfl, en þeir eru einstaklingar sem hafa náð þeim markmiðum sem þú hefur sett þér sjálfum. Hvað þú ert núna, voru þeir einu sinni. Hvað þeir eru nú, getur þú orðið.
Hefur þú svo litla trú á að lifa líkamlegan dauða og skilur því ekki tilveru meistaranna? Hefur þú svo litla trú á þróun mannsins að þú geti ekki skilið að til eru menn sem eru svo mikið þroskaðri en þú sjálfur ert ofar skepnum? Hefur þú svo litla þekkingu á afli hugans að þú trúir ekki að hægt sé að hafa samskipti við meistaranna? Ef það er ekkert til hærra en þú sjálfur, hvaða von hefur þú þá? Ef þú viðurkennir möguleikann, því þá ekki að reyna? Ef þú reynir, er þá ekki nokkuð víst að fyrstu tilraunir verði grófar, ófull-komnar og ónákvæmar? Ef þú byrjar ekki, nærðu aldrei árangri. Alveg eins og barn talar slitrótt áður en það fer að tala reiðbrennandi. Ef þú reynir ekki, nærðu aldrei að tala. Við skulum kenna þér tungutakið.“
(3)
„ Meistarar eins og þú sérð þá, er „ímyndun“. Takið eftir að ég sagði ekki að meistarar væru ímyndun. Ég sagði „ Meistarar eins og þú sérð þá.“ Þú getur ekki skilið hvað við erum og það er tímasóun að reyna það, en þú getur ímyndað okkur á tilfinningasviðinu og við getum tengst þér gegnum þína í-myndun og þó hugarmynd þín sé ekki raunveruleg þá er árangurinn raun-verulegur.
Meistarar eins og þeir eru álitnir vera í ýmsum andlegum hópum er algjör uppspuni, svo lengi sem þú ert í „þéttri“ vitund verður þú að nota tilfinn-ingasviðið til að ná til afstæða sviðsins. Það eru lögmál hugforma tilfinn-ingasviðsins sem eru kennd í dulfræði.
Munurinn á manni sem snertir ímyndanir tilfinningasviðsins og manns sem með tilfinningaímyndun snertir andlegan raunveruleika er sá að hinn fyrri rís ekki upp fyrir tilfinningasviðið, en sá síðari hefur andlega viðleitni og skilning sem hann færir í gegn um „heilavitundina“ með tilfinningaí-myndun.“
Meistarinn sem er ábyrgur fyrir þessari fræðslu sagði í upphafi fyrsta fyrirlestrar í þessari bók. „ Ég hef áhuga og læt mig varða fræðslu og hef ávallt verið tengdur nemum. Það er ekki það auðveldasta að koma á fram-færi greinagóðri kosmólógíu og vísindum um manninn og það má vera að það skiljist ekki allt, en það er nægilegt að þið hafið efnið. Það eru til ýmsar bækur um hina „Fornu Visku“, en þær bækur eru aðallega fyrir þá sem fylgja ákveðinni þróunarbraut því bækur tala ekki aðeins til vitundarhugann, heldur einnig til undirvitundinna. Þær ýta hugsunum inná upprunasvið hug-takanna.
Þekking fellur í tvo flokkar—staðreyndir og skýringar á þeim. Þekking samanstendur aðeins af því sem er til staðar í heilanum. Það sem kemur ekki í heilann er ekki hægt að þekkja. Þess vegna getur þú aðeins vitað það sem skilningsvitin segja þér. Þegar ný skilningsvit opnast fyrir þér verða fleiri tilverusvið þekkt. Það eru þó takmörk fyrir mögulegri þekkingu — endan-leikinn. Skilningur hættir við landamæri birtingarinnar. Það sem liggur handan hennar getum við aðeins þekkt með samlíkingum.“

Í þessa flókna efni verður erfitt fyrir sérhvern lesanda að tengjast því og hafa verður í huga að móttakandi efnisins hefur reynt að finna orð og líkingar sem hæfa þessum mótteknu hugmyndum sem best. Hver og einn ætti að nota ímyndun sína og innsæi við lesturinn, því þetta er ekki einföld yfirlýsing sem lausn á eðli efnisins, heldur tilraun til að ná utan um þessar afstæðu hugmyndir niður í skiljanlegt form fyrir þá sem eru enn í efnislegri birtingu frá þeim sem hafa fyrir löngu hætt að hafa þörf fyrir efnislíkama.
The Society of the Inner Light, stofnað af Dion Fortune, hefur námskeið fyrir þá sem hafa alvarlegan áhuga á að nema vestrænar andlegar hefðir.

LÖGMÁL AÐDRÁTTARAFLS MIÐJUNNAR

31. KAFLI
LÖGMÁL AÐDRÁTTARAFLS MIÐJUNNAR

Lögmál aðdráttarafls miðjunnar hefur í sér leyndardóm kærleikans. Í því felast þrír þættir:
—Fyrst tengt þróuninni, – annað tengt vígslu, – þriðja í tengslum við aftur-þróun og Vinstri-handar brautinni.
(1) Í tengslum við þróunina
Þegar lífsformin hafa náð sínu mesta mögulega í efnislegri skipulagningu, byrjar sameiningin. Hún næst með samþættingu meginreglna á hærra sviði og þegar það er tryggt, byrjar afþróun efnislega formsins. Þetta markar yfir-færslu yfir lástöðu þróunarbogans.
Við skulum skoða þessa hugmynd betur. Hugmyndir um lífstjáningu hafa þróast meira hjá verum á hærra stigi en lífsformið sem um er rætt, þeim er varpað inn í eterríkið þegar þau nálgast efnisbirtingu, og í hinni sveigjanlegu etergerð eru þau mótuð og það verður grunnur að síðara efnislega formi.
Lífsformin, neydd til að hringrása í efnisformunum, þróa einskonar segul-sviðsspennu. Þegar það hefur þróast er hægt að fleygja efnisforminu og spennan verður eftir sem eterískt mót. Þannig fara upphafshugmyndirnar í gegnum birtingarsviðið inní efnið og verða mótaðar hugmyndir.
Það eru margar mismunandi aðferðir notaðar til að ná sama árangri og þó hver þeirra eigi sína mótun í mismunandi upphafshugmyndum—ólíkar til-raunir til að vinna hönnunina —er mótaða hugmyndin í fullkomu verki sú sama hjá öllum. Svo það sem var margfeldi í upphafi, þróaðist í fullkomnun og úr varð eining.
Einn táknar fyrstu birtingu, eða það algjöra (Absolute.) Hvað sem dregur margfeldi saman í einingu—hið „þétta og flókna“ í það „einfalda og af-stæða“ nálgast miðjuna. Það að nálgast miðjuna er ekki hreyfing í geimnum, heldur sameining.
Takið eftir mismuninum á sameiningu og einföldun, því það er vísbending um margt. Sameiningu er náð með þróun en einföldun er náð með afþróun. Sameining er endanlega samhæfingin—einföldun er hin endanlega greining eða endurgerð.
Annað er framfarir til endanleika, hitt er afturför til upphafsins.
Hugmyndin um að snúa aftur til miðjunnar má líta á sem framlengingu af miðjunni, því þegar það á sér stað stækkar miðjan, okkur er kennt að það sé takmark þróunarinnar að snúa aftur til miðjunnar. Ef þessi hugmynd er hugleidd er hægt að sjá að með því að snúa til baka hefur þau áhrif að miðj-an þenjast út, því ef allt það ytra verður hið innra, munu mörk miðjunnar færast út. Með sanni má skilja, að snúa til miðjunnar þýðir að hún þenst út að ummálinu og allir hlutir eru í miðjunni. Það gefur í skyn að öll svið verða andleg.
Slík hugmynd felur í sér tvo þætti—„ form“ – og „orku“ þætti. Orkan dregst frá ummálinu og flæðir að miðjunni. Því fylgir að miðjan verður að mæta þeirri orku og flæða út á móti. Þannig er það að efni hvers sviðs sem orka þess hefur verið dregin frá, er endurmótuð af áhrifum stækkandi miðju, í formi þess sem ræður ríkjum á sjöunda sviði.
Þessi orkuflutningur úr efninu markar lok kosmísk dags og byrjun kosmískar nætur. Útflæðið frá miðjunni er verk kosmískrar nætur—leyndardómur kosmískrar nætur hefur aldrei áður verið upplýstur.
Flæði hreins anda yfir öll efnissvið, á sér stað á kosmískri nóttu og öll frumform sem eru til staðar verða áfram til sem mótuð segulsviðsbönd, en án lífs, án endurholdgunarþáttar og því laus við allt minni, og í lok kosmískrar nætur hefur andlega fallið gengið yfir og skilið sviðin tóm við kosmíska dögun. En formin sem andlega fallið gekk yfir, hafa verið aðlöguð kosmískri spennu og þar með hafa allar illgerðir verið leiðréttar.
Þetta er hreinsun efnisins sem á sér stað milli hvers kosmísks dags og hlutleysir öll tregðuöfl og þar sem tregðuöflin eiga uppruna sinn í Lögmáli Takmarkanna og það lögmál á rætur í kosmískri neikvæðni, sérðu þýðingu verksins á kosmískri nóttu og sérð einnig dýpri þýðingu hugtaksins „ Öfl Myrkursins.“
Það er nauðsynlegt til að þú skiljir dýpri vísbendingar dulspeki, að þú sjáir að myrkrið gengur gegnum ljósaskiptin til dögunar og dagurinn gengur gegnum ljósaskiptin inní myrkrið. „Gott“ og „Illt“ má skilja sem svæði Ljóss og Skugga sem hringsnýst og hið „Illa“ hefur sitt verka að vinna eins og hið „Góða.“ Guð ljóssins og Guð Myrkurs eru athafnir hægri og vinstri handar Föðurins. Hægri höndin gefur og sú vinstri tekur til baka. Sú hægri gefur það sem verður að verða, en sú vinstri tekur til baka það sem verið hefur. Sú hægri sendir í birtingu og sú vinstri laðar hana til baka, en þú, þegar þú
Aðdráttarafl miðjunnar á sér stað á brautinni til baka og verði þetta að-dráttarafl sett af stað of snemma veldur það því að lífið flæðir til baka til fyrri þátta. Það orsakar afþróun lífs fyrr en afþróun formsins á sér stað. Þegar þetta bakflæði á sér stað í tengslum við lífið, sjáum við þróun á við sníkjudýratilvist. Það útskýrir bakteríusýkingarvanda; aðrar lífsgerðir sem eru niðurbrotsverur eru alls ekki af þessari þróun, heldur starfa undir stjórn-ríki „ Drottna hins Dökka andlits“ og eru meindýr guðanna.
Þú sérð af framansögðu að afturhvarf til miðjunnar þýðir dagslok birt-ingarinnar og þegar dagsljósið dofnar flæðir andlegt myrkur hins óbirta yfir efnissviðin. Þetta þarf ávallt að hafa í huga þegar þessi vandamál eru skoðuð, því þegar ljósið dregur sig frá ytri straumi efnis, byrja andlegu áhrifin að að flæða út frá innstu kjarnarás andans og þessi ferill heldur áfram þar til allt ljós hefur slokknað og hreinsandi vatn myrkursins hefur algjörlega flætt yfir hjámiðjuhringi birtingarinnar og jafnhliða á sér stað umbreytingar-stig er Vötn Myrkursins (nafn sem táknar andlegan frið, hreinsun og endur-nýjun), hefja undirbúning að nýju lífi. Þessi vötn síast gegnum birtingar-sviðin svo að það séða rennur saman við hinu óséða. Þetta færir okkar að öðrum þætti Aðdráttarafls miðjunnar —spurninguna um vígsluna.
(2) Í tengslum við vígslu
Þær verur sem hafa snúið til baka að miðjunni að lokinni þróun sinni, flæða út að nýju sem undanfarar skugga andans. Þeir eru vígslugjafarnir. Þeir hafa sjálfir náð þróunarframförum og verið innvígðir af þroskuðum verum fyrri þróunar á þeim sviðum þar sem þeir vígðust; drottnum hvers sviðs, fullkomnum ávexti þeirrar þróunar sem náði hástigi á því sviði. Þetta eru vígslugjafar hverrar þróunar, þar til þeir sem vígjast og hafa sjálfir farið í gegnum ljósið ganga fram að nýju.
Aðeins athafnir sem héldu áfram frá yfirborðinu niður í neðri lög sviðsins og vötn endurnýjunar náðu að streyma í gegnum sprungur og rifur móttækilegrar vitundar tiltekins sviðs gera það kleyft að vígsla getur farið þar fram. Því er það að á þessu stigi, að hin mikla uppljómun getur aðeins átt sér stað utan líkamans, því í þessum þróunarfasa hafa vötn endur-nýjunar ekki enn náð jarðneska sviðinu.
(3) Í tengslum við afturþróun
Þriðji þáttur Aðdráttarafl miðjunnar er afturþróun, eða hvernig vinstri-handar leiðin nær til vitundarinnar.
Í tengslum við þróun, þýðir afturþróun afturköllun lífs úr hvaða form-gerð sem er og upplausn formsins. Segulkerfismótin sem lífið hafði myndað í formunum verða því einungis tómar skeljar á undir- etersviðinu. Þær verða að bíða hreinsun Vatna endurnýjunar sem flæða út við kosmíska nætur-fallið.
Engu að síður gerist það að sálir sem eru nægilega þroskaðar og hafa náð því stigi að finna Aðdráttarafl miðjunnar á endurgöngubrautina, en hafa ekki nægilegan þroska á ákveðnum þáttum til að vera tilbúnir til frekari þroska þar sem þeim hafa ekki lokið innþróuninni að fullu, kunna að velja að fara veginn að miðju áður en þeir ná sínu lástigi. Þeir munu þá fara gegnum sviðin þaðan sem lífi þeirra lauk og tóm segulmótin bíða komu kosmíska næturfallsins. Þessar sálir munu því ganga inní þessi skeljasegulmót, sem eru frumstæðari í tjáningu en hæfileiki sálar þeirra. Það getur útskýrt margt ef það er hugleitt.
En þegar þessar sálir hafa vaxið úr eða eyðilagt þessar skeljar (og þar með komið í veg fyrir síðar þróun) og halda áfram afturþróunarbraut sinni, kemur að því stigi að það eru ekki til fleiri formskeljar til að móta sig í og geta því ekki lengur viðhaldið formi til að birta sig í og munu hverfa inní ó-skipulögð frumöfl efnisins og eru ekki lengur hæf til góðs eða ills. Þetta er leið vinstri-handar leiðarinnar.
Þróunin á hægri-handar leiðarinnar er náð við afturköllun fullkomins lífs úr forminu þar sem, sameiningarþáttur forms er hannaður til að tjá upplyft-ing meginreglna í hugmyndir og raungerð hugmyndanna frá logóísku vitund-inni. Þetta er leið þróunarinnar á Hægri-handar leiðinni.

Af þessu má sjá að kjarni þróunarinnar er sameining og birting þessa sameiningarþáttar á sviðunum er kærleikur. Hvort sem kærleikurinn er vit-undarleg samúð á hinu þétta hugarsviði eða efnisleg sameining á efnissvið-inu, er kærleikur í öllum sínum myndum, tákn Lógosins sem eitt.
Markmið þróunarinnar er að gera alla hluti að einum og á birtingarsvið-unum eru tveir þættir sem gera alla hluti að einu—Dauði og kærleikur. Dauði er birting vinstri-handar leiðarinnar og kærleikur birting hægri-handar leiðar-innar. Hver sá sem elskar, hversu dauf hugmynd hans um kærleika er, birtir sameiningu og hún er tilgangur þróunarinnar. Guð er eining. Kærleikur skapar einingu—þess vegna er það satt sem sagt var „ GUÐ ER KÆR-LEIKUR“
Hver sem tjáir kærleik birtir andann, sem er eining. Að aðskilja er að vera dauður. Kjósum því kærleikann og lífið.