Leitum að því sem ekki næst, metnaður næstur aurum, í lífinu sem læst. Löngun í það sem liggur fjærst, hátt frægir lesti, slægð og snilli hæst. Leiðumst upp til tískuhæða, einlægni, trú og heiður, dyggðin sú að hæða. Lífsins markmið að græða, græðgi og öfund, dyggðin sú að næra. Leitum ljómans í listaauði, menning andans dauð, kæfður í efnisbrauði. SS © 1985
Category: Ljóð
Dögun.
-Heldur af himni lítil sál, - ber með sér leyndarmál. Reginöflin máðum þau gömul ör, - gleymd nú í nýrri för. Leiðin sú sama, en nýr maður, - gengur aftur glaður. En gangan herðist, um grýtta leið, - þó ekki alveg sömu reið. Oft mæddur og sár, á stígnum hrasar, áfram stærri spor, -stæltur af þreki og þor.
SS © 1995
Barnið mitt.
Barnið mitt,
hve heitt ég ann þér,
undrið smátt,
hve sakleysi þitt ljær mér,
ljúfan mátt.
Barnið mitt,
hve fljótt við glötum
gæsku og blíðu,
hve fljótt við gleymum
undrun og hlýju.
Barnið mitt,
lífið er leikur,
á tíðum grár,
ef engin er höndin,
er gráturinn sár.
Barnið mitt
mundu faðmsins náð
ef þungan herðir,
mundu kærleikans ráð
við allar þínar gerðir.