Goð og jötnar.

„Goð og jötnar í norrænum goðsögnum eru hinar tvær hliðar tilverunnar tvenndin sem heimarnir eru gerðir úr. Goðin eru vitsmunaleg orka á ýmsum stigum. Þau klæða sólir, plánetur og menn, – á öllum stigum lífs, jafnvel líflítið efnisform eins og steinaríkið, lofthjúpinn eða öldur hafsins,- sem við venjulega lítum ekki á sem líf, en eru form atóma sem hafa skipulag og kraft sem myndar einstök og sérstök einkenni í uppbyggingu og hreyfingu. Sú orka sem gefur þennan kraft í heiminum eru þróaðar vitundir sem launsagnir kalla goð.“

Grímur Óðins – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

3. Goð og jötnar

Þegar við skoðum fornar goðsagnir í ljósi hugmynda guðspekinnar sjáum við að goðin í sögunum eru náttúruöflin persónugerð, sem hvorki eru stöðug né fullkomin en standa fyrir þroskaða vitsmuni af ýmsum gerðum. Sum eru langt ofar okkar háleitustu ímyndunum og hafa í fortíðinni gengið í gegnum bernsku sjálfsvitundar, eins og við göngum í gegnum, og hafa öðlast andlega stöðu sem við höfum ekki náð. Önnur hafa jafnvel ekki náð þroska mannkynsins; þau eru á leiðinni niður í efnið og hafa ekki náð okkar stigi í efnislegum þroska.

Goð og jötnar í norrænum goðsögnum eru hinar tvær hliðar tilverunnar tvenndin sem heimarnir eru gerðir úr. Goðin eru vitsmunaleg orka á ýmsum stigum. Þau klæða sólir, plánetur og menn, – á öllum stigum lífs, jafnvel líflítið efnisform eins og steinaríkið,  lofthjúpinn eða öldur hafsins,- sem við venjulega lítum ekki á sem líf, en eru form atóma sem hafa skipulag og kraft sem myndar einstök og sérstök einkenni í uppbyggingu og hreyfingu. Sú orka sem gefur þennan kraft í heiminum eru þróaðar vitundir sem launsagnir kalla goð.

Jötnar eru andstæðan. Kyrrstaðan,- köld, óhreyfð og ómótuð. Þeir verða efnið, en þó aðeins þegar því er gefið líf og sett á hreyfingu af goðunum og það hættir að vera til þegar goðin yfirgefa það. Tíminn sem lífið er í efninu er í raun jötnanir sem nefndir eru í goðasögunum, þ.e.a.s. þeir eru lífskilyrði og líkamar goðanna.

Í mörgum sagnanna ferðast einn eða fleiri goðar til jötunheima, oft til að til að hitta einstaka jötun “til að sjá hvernig höll hans er búin”. Þar eru oft átök á milli goða og jötna sem felast í að keppa í gátuþrautum þar sem sá sem tapar glatar lífi sínu. Tilgangur þessara keppna er auðsjáanlega að upplýsa áheyrandann (eða lesandann) og sýna á meistaralegan hátt hvernig guðleg orka segir efnislegri hlið sinni hvar hún eigi stað sinn. Í staðinn fær hún reynslu af tilvist í efninu og aukinn skilning. „Dauði” jötuns (sem alltaf tapar í gátukeppninni) getur táknað breytingu á stöðu eða þroska, þar sem eðli upprunaefnisins „deyr”  frá fyrra stigi yfir á næsta stig þróunar.

Tilveran er auðsjáanlega óendanleg, vitundir eru aðeins þroskaðar eða vanþroskaðar í samanburði við aðrar, aldrei í endanlegum skilningi í tíma eða eðli. Svipað og eilífðin (Aions) hjá frumkristnum (Gnostics), voru norrænu jötnarnir bæði heimarnir og tíminn. Goðin eru ídveljandi líf tímabilsins sem mótar heimana. Jötnar eru oft nefndir „foreldrar” tiltekinna goða eða jötna, sem sýnir stöðu viðkomandi, eða eins og sagt er „barn  endurnýjunar”, eða „barn síns tíma”.  Styttra tímabil innan lengra er jafnvel sagt vera dóttir jötuns, og nokkrar dætur vísa til nokkurra tímabila innan lengra tímabils.

Þegar goðar eru að mynda heima og líf sitt eru þeir sagðir vera að undirbúa veisluborð, því það er í sólar-, plánetu- eða öðrum efnislegum „borðum” sem guðlegir vitsmunir njóta „fæðu,” reynslunnar sem þar er aflað.

Öfugt við jötnana sem eru líkamar eða efnisberar orku goðanna meðan goðarnir dvelja í efninu er tíminn án lífs þegar guðlegir vitsmunir hverfa úr efninu, endurnýjaðir í upprunatilvist þeirra, efnið verður hitalaust. Það tímabil er tími frostjötna. Þeir tákna tímabil kyrrstöðu þegar engin orka er til staðar. Engin hreyfing, hvorki líf né tilvist í geimnum, engin atóm hreyfast, engin formmyndun, því engin guðleg orka er til staðar. Í austrænni heimspeki er slíkt ástand nefnt pralaya (upplausn, hvíld), þegar vitundir eru í sínum eigin nirvanas og efnið er algjörlega uppleyst. Eina mögulega vísindalega lýsingin á slíku ástandi er það sem þau kalla alkul (0 gráða Kelvin), algjört hreyfingarleysi, fjarvera allrar tilveru. Fyrir okkur er þetta algjörlega fræðilegt ástand, óhugsandi fyrir lifandi veru, en nútíma vísindi eru í rauninni mjög nálægt hugmyndinni um frostjötna með kenningu sinni að efni sé afleiðing orku á hreyfingu og án þess væri ekkert efni til.

Í goðsögunum er Aurgelmir (frumhljómurinn), (1) svipaður og Brahma, „þenjandinn“ í heimsmynd Hindu heimspeki; hann er fyrsta hreyfing sem felur í sér myndun alheimsins, og síðasti jötuninn, Bergelmir (lokahljómurinn), sem er „kornið í trektina”og sá sem „bjargað” var, einum jötna. Hann er hliðstæða Siva, eyðandanum, uppbyggjandanum. Það er erfitt að fá betri lýsingu á Stóra hvelli eða svartholum stjarneðlisfræðinnar en þessar fornsögur lýsa. Þetta er eins og sláttur einhvers mikils kosmisks hjarta; í samdrætti þess endurnýjast orka og kemur reglu á óreglu, en í útþenslu dregur það aftur til sín lífið til að endurnýja efnið, – korn goðanna komið í frostjötuninn á ný.

Í allri efnisbirtingu, hvort sem það er í vetrarbraut, manni eða atómi er stöðugt samspil á milli hreyfingar og kyrrstöðu, vitundar og efnis, goða og jötna.  Slíkar andstæður eru ávallt tengdar, óaðskiljanlegar í birtingu. Það getur ekki verið jötunn ef ekki er goð, því það þarf orku til að mynda atóm; á hinn bóginn þurfa goð efnislíkama til að ná þeirri reynslu sem nærir vitundina. Án efnisheimsins af einhverri tegund getur vitund ekki vaxið eða tjáð sig; því eru goðar og jötnar ávallt háðir og tengdir hvorir öðrum. Þannig er mjöður goðanna bruggaður í jötnahöllum (geimnum) og borinn fram á borðum sól- og hnattakerfa. Þetta er norræna útgáfan af Hindu heimspekinni um að tilvera alheimsins sé til fyrir reynslu sálarinnar og lausn hennar.

Í rás tímans urðu goð fornsagnanna persónugerð í mönnum. Grísku goðin virðast hafa goldið þessara niðurlægingar mest, þó að hin norrænu hafi líka sett niður með lélegum eftirlíkingum í vinsælum sögum og tímaritum. Samfallandi ofurorkusvið þeirra og eigindir þyngdarsviðs sem þeir valda eru sýnd í vinsælum sögum sem ofurstríð, og innræktuð sambönd þeirra dæmd af kynslóðum leikinna sem lærðra sem siðleysi ímyndaðra vera. Snorra-Edda gefur sjálf skemmtilega tilbúið dæmi í þessum anda í „Lokasennu.“

ÓÐINN

Höfðinginn á meðal Æsanna er að sjálfsögðu Óðinn. Sem Alfaðir eiga allar lifandi verur í öllum heimum rætur í honum. Guðlegur kjarni er í öllum lífsformum, í hinum smæstu sem og í alheiminum sjálfum. Þegar Óðinn heimsækir jötnaheima ríður hann á áttfættum fola, Sleipni (skeiðari), sem getinn er af Loka (í mynd merar). Óðinn notar ýmis nöfn og gervi sem tengjast hverju sinni sérstöku tilefni. Hann átti galdrahring, Draupni, sem fylgdi sú náttúra að níundu hverja nótt drupu af honum átta gullhringar jafnhöfgir. Þetta svarar til hringferla sem ein hreyfing kemur af stað og sjá má í vatnsgárum og hljóðbylgjum sem mynda nýjar, bæði í tíma og rúmi, hringir innan hrings. Slíkt hringform má sjá í plöntum og dýrum allstaðar í náttúrunni, og í rúmi myndar þetta spíralform sem má sjá í smáheimi atóma og í geimnum í hreyfingum stjarna og vetrarbrauta.

Mesta áhersla Eldri Eddu, Völuspá, er á  Óðinn, háleitan pílagrím sem fer um heimana í leit að þekkingu og reynslu, rúnum sannleikans. Því Óðinnn er einstaklingur sem og Alheimur. Á hnattræna sviðinu er hann verndarandi Merkúrs. Hann er guð allra á jörðu og hinn helgi sendiboði, Hermóður, er sonur hans, Hermóður svarar til hins gríska Hermes.

Eiginkona Óðins er Frigg, sú vitra móðir goðanna, ímynd góðmennskunnar og verndari hinnar leyndu visku. Í norrænu goðafræðinni er hún hliðstæða hinnar egypsku Isis og annarra forna sagna um hina alheimslegu óflekkuðu móður sem öll orka lífs kemur frá. Vísað er til Friggjar sem „veit örlög allra vera, sem hún segir ekki“ (Lokasenna, p. 217). Máttur hennar er til jafns við mátt Óðins þó áhrifum hennar séu aldrei beitt af valdi. Við sjáum einnig að Frigg hefur ekki eigin höll, en eins og Saga deilir hún hýbýlum Óðins. Við getum því ályktað að þó Frigg sé hin óbirta og óvirka hlið Óðins, þá birtist viska fortíðarinnar í Sögu sem táknar hana í lífinu (Lokasenna).

Óðinn birtist á ólikum sviðum, -sem skapandi kraftur í öllum heimunum, eins og Logos í klassískri grísku heimspekinni, og einnig sem fræðari mannlegs anda. Hann er allstaðar, á öllum sviðum tilverunnar, stundum í dulargervi, undir mismunandi nöfnum, en alltaf auðþekktur. Það styrkir hugmyndina um að guðlegt eðli sé til staðar í öllum formum lífsins, og sú sjálfsvitund er til þegar efnið er uppleyst. Því kemur það ekki á óvart þegar vísað er til Óðins sem Alföðurs og hann uppgötvaður með mismunandi grímur í öllum sögum og kvæðum. Besta dæmið um þetta er í Völuspá þegar hann er ávarpaður „Hljóðs bið ek allar, helgar kindir, meiri ok minni“ — þar er vísað til allra lífvera í alheiminum. Í Hávamálum er hann „Hinn hæsti,“ í Vaftrúðismálum er hann Gagnráður, í  Grímnismálum er hann Grímnir, í Baldursdraumum er hann Vegtamur. Í Valhöll fagnar hann hetjum sínum sem Ropt  og Nikar af ástæðu sem síðar verður útskýrð. (bls. 79)

ÞÓR

Annað þekkt goð, Þór, samsvarar Júpiter hinum rómverska og að hluta til Zeus hinum gríska. Líf hans og orka tekur á sig þær myndir sem rafsegulsvið skapa. Hann er ekki aðeins þrumuguðinn sem stjórnar veðrinu, hann er líka verndari hnattarins Júpiters. Þegar Þór gengur undir nafninu Véurr samsvarar hann lífskraftinum sem býr í öllum verum. Sem Hlórriði er hann rafmagnið sem hleðst upp í skýjunum og birtist í þrumum og eldingum.

Í víðáttum geimsins er hann Þrúðgelmir, ómur Þórs, viðhaldsorkan (Fohat í austrænni heimspeki) sem skipar alheiminum í reglu úr óreglu, og hringverkið í geiminn. Þrúð eða Þór er krafturinn sem viðheldur atómunum á hreyfingu, eins og Vishnu viðheldur allri virkni á líftíma þeirra. Hamar Þórs er Mjölnir, (malarinn), orka sem eyðir og skapar. Það er rafstraumurinn sem alltaf snýr til baka til upphafs síns. Svastika, annað hvort þrí- eða fjórarma, táknar snúningshreyfinguna, þá stöðugu hreyfiorku sem aldrei hættir meðan eitthvað líf er í tíma og rúmi.

Þrúðgelmir á tvo syni: Móða (orku) og Magna (styrk), sem vísa í hina tvo póla rafmagns eða segulmagns á kosmisku sviði. Allt sem tengist Þór er tvípóla afl. Synir hans, miðflótta- og aðdráttarafl birtast sem geislun og þyngdarafl í öllum myndum lífsins. Í manninum þekkjum við þessi öfl sem ást og hatur, aðlöðun og fráhrinding. Járnbelti Þórs myndar leiðara fyrir rafstraum,  tveir stálhanskar hans vísa til jákvæða og neikvæða pólsins. Vagnhjól hans senda eldingar þegar hann fer í gegnum ský; af þeim sökum getur hann ekki notað regnbogabrú goðanna, Bifröst, (2) þar sem eldingarnar myndu kveikja í henni. Hann verður því að ferjast yfir vötnin (rúmið) sem skilur að heimana. Þetta er væntanlega ekki vandamál fyrir goð, en þar er kannski erfitt að finna óslitinn þráð milli samskipta Þórs og ferjumannsins Harbárðs sem Þór reynir að fá til að ferja sig. Það er augljós leið til að sýna fram á nauðsyn þess að hafa leiðara fyrir orkuna. Á jörðunni eru verk Þórs unnin af tveim fóstursonum hans, Þjálfa (hraða) og Röskva (vinnu), þeim tveim þekktum þáttum sem þjóna orkuhungri menningarsamfélaga.

Hin fagra eiginkona Þórs er nefnd Sif. Hún hefur langt og gullið hár sem er stolt allra goðanna. Það stendur fyrir vöxt og uppskeru, eins og þróunarkrafturinn og ferill hans viðheldur allri birtingu.

SÓLIN OG AÐRAR VERUR

Baldur er sólin í heimi okkar. Hann deyr, en hvern dag og hvert ár er hann endurborinn, hann táknar líftíma sólarinnar. Þetta er leið til að  lýsa endurnýjun sem á sér stað í öllum hringferlum, stærri sem smærri, eins og sólarguð er „deyr“ og „endurfæðist” í lok og upphafi hvers hrings og umferðar jarðarinnar. Sál sólarinnar nefnist Alfröðull (Skírnismál 4.), „eislandi álfahjól” og hin sýnilega sól nefnd „valins leikur.“ (Alvísmál 16) . Efnissólin er forsenda lífs á jörðu, en innri verund viðheldur andlegu lífi (Vafþrúðnismál 46-7).

Þegar sólargoðið er vegið af hinum blinda bróður sínum, Heði (fáfræði og myrkur), – í átakanlegri sögn „aldurs draumar,”— brestur hjarta Nönnu, hinnar trúu eiginkonu Baldurs. Hálfsystir hennar, Iðunn, tekur við hlutverki hennar að færa goðunum epli ódauðleikans. Af innihaldinu má ráða að Iðunn tákni jörðina, en Nanna standi fyrir líkama tunglsins sem dó fyrir ævalöngu. Í guðspekinni er tunglið forveri jarðarinnar.

Goðið Týr stendur fyrir plánetuna Mars— orðið þýðir dýrsleg vera, orka, en er engu að síður goð. Týr er hetja á meðal bræðra sinna fyrir að fórna hægri hendi sinni í gin Fenrisúlfs við að fjötra hann, úlfinn sem mun gleypa sólina þegar hann verður leystur úr fjötrum.

Guð jarðar, Freyr, er bróðir Freyju (hin norræna Venus-Aphrodite). Þau eru börn Njarðar sem stendur fyrir Satúrnus og (eins og gríski Krónos) táknar tímann. Freyja er verndari mannkynsins og ber það á barmi sér sem men — Brislíngamenið, andlegt eðli mannkynsins (brisíngur; eldur hins andlega hugar. Men; eðalsteinn). Kona Freys, Gerður, er dóttir jötunsins Gymis og hennar manns, jötunsins Aurboða.

LOKI

Loki hefur alveg sérstaka stöðu meðal goðanna. Hann er af jötnakyni en hlaut goðastöðu og stendur fyrir leynda og helga eiginleika mannsins. Á annan bóginn er hann guðlegir vitsmunir er birtust í mannkyninu fyrir ævalöngu (eðalsteini Freyju sem hann er tengdur) og hinn frjálsi vilji sem mannkynið getur valið að nýta til góðs eða ills. Á hinn boginn er hann hinn slungni uppreisnargjarni útlagi sem stöðugt veldur goðunum vandræðum og ógæfu og er ávallt tekinn til bæna fyrir misgjörðir sínar. Hann er líka sá sem getur bætt fyrir þær aðstæður sem hann veldur. Í öllu er hann hinn dæmigerði mannlegi hugur, snjall, kjánalegur, óþroskaður. Þegar hann hefur bætt fyrir syndir sínar er hann kallaður Loftur, sem vísar til hins upplífgandi leitandi eiginleika í mannlegum huga.

Það eru margir aðrir goðar í hofinu, en það eru tveir sem verður sérstaklega að nefna; Forseta -réttlæti, sem hefur það hlutverk í norrænni heimsmynd sem karma hefur í hinni austrænu heimspeki. Hinn er Bragi, persónugervingur ljóðræns innsæis, viska skáldanna og guðleg uppljómun sálar,- manns og alheims.

Það er augljóst af sögnum af Vönum að þeir eru æðri Æsum í heimunum á margan hátt, hafa dýpri skilning og innsæi, þar sem hið hærra blæs hinu lægra í brjóst og vekur upp það sem þar er, alveg eins og í hinu endalausa stighækkandi lífi. Þessir tveir flokkar goða, Vanir og Æsir, (3) samsvara augljóslega asuras og suras í Hindu heimspekinni (ekki-goð og goð; sá fyrri hefur tviræða merkingu, annað hvort æðri guðum eða óæðri guðum). Það er mjög oft vitnað í Vani sem hina „vísu Vani” og ekki er að sjá að þeir hafi neitt sérstakt hlutverk á sviðum lífsins. Æsir eru á hinn bóginn þeir sem blása lífi í hnetti sólkerfisins. Íbúar Ásgarðs (garðs Æsanna) heimsækja jötunheima, venjulega í dulargervi eða senda sérstaka sendiboða sína. Skýrt dæmi um slíka er Skírnir, -„geisli” Freys, sem er sendur með bónorð til jötunsins Gerðar fyrir hönd goðsins.  Guðleikinn getur ekki haft beint samband við efnið, hann verður að dylja með einhverjum hætti, eða eins og sagt er í raffræðinni „að þrepa niður, “ þá með spennu-/straumbreyti, eða á máli norrænu goðafræðinnar, með álfi, (elfu) sem farveg,- sál. “Dulargervi” goðanna eru sálir sem hæfa fyrirætlun þeirra hverju sinni.

Í öllum fornsögnum eru stríð guðanna það sem hefur duldustu merkingu og erfiðast er að ráða í. Opinberunarbókin segir af Mikjál og englum sem berjast við drekann og hirð hans. Í hinni indversku Rig Veda er stríðið milli suras og asuras,og í norrænni goðafræði eru kosmísku öflin Vanir og Æsir gegn jötnum. Vestræn hugsun hefur í langan tíma persónugert þessar fornsöguverur sem það eina ofar manninum í kosmosinum, Æsarnir eru álitnir vera eldri í goðafræðinni en Vanir hafi komið síðar inn í þessa heimsmynd. En það eru sterkar vísbendingar um að að þessir hópar báðir tilheyri sitt hvoru stigi tilverunnar, annar æðri hinum. Þeir eru hliðstæða kumaras í Hindu heimsmyndinni (Sanskrit virgins) og agnisvattas, (þeir sem hafa verið reyndir í eldi), einskonar guðir sem ekki eru í birtingu og hafa þroskast með birtingu í efnisheimum. Þetta er stutt í Völuspá (23-25 vers) sem segir frá því er Æsum var úthýst úr heimkynnum sínum af „sigursælum” Vönum á þessum guðlegu sviðum. Upplausnin sem kom af stað kosmískum öflum Þórs og nýrri sköpun sýnist vera afleiðing af bálför Gullveigar (þyrst í gull) og sem var „borin á spjótum” goðanna. Það minnir á gátuna um fuglinn Fönix, sem reis ávallt upp fegurri eftir hverja hreinsun í eldinum. Eins og alkemistarnir umbreyttu öðrum málmum í gull finnur þessi leyndi þráður svörun í mannlegri sál. Við þekkjum þetta í hungri mannsins fyrir uppljómun hugans, sem og í árangri goða í sköpun alheims. Það er þörfin til að efnisbirtast. Þverstæðan er að þorstinn í gull hefur aðra hlið í okkar mannlega samfélagi, -græðgina í að eiga.

Á samkundu goðanna batt Óðinn enda á ágreininginn; áttu allir goðar að vera sammála, eða aðeins Æsir? „Sigraðir” eftirlétu Æsir Vanagoðum himinsviðin, heimkynni sín, en útlægir urðu Æsir að lífga og uppljóma efnisheimanna. Þetta virðist samsama Æsi við agnisvattas, því þeir næra heimana í Alheiminum. Það er tilvist þeirra í lifandi verum sem kveikir þrá sálnanna í andleg heimkynni sín. Fyrir goðin er það háleit hjartans ósk að færa fórn í guðlegri návist Óðins til að eflast að visku.

Aftur koma goðin saman til ráðagerða. Hver hafði eitrað andrúmsloftið og gefið jötnum mey Óðs? Það má umorða þetta: Hver hefur gefið mannkyninu frjálsan vilja til að velja á milli góðs og ills, og vitsmuni (eiginleika Freyju Óðinsdóttur, brúði manndóms — æðri sál mannsins) til að læra og þroskast?

Já hver? Ekkert svar er nákvæmlega gefið, en ef haft er í huga að í ljósi slóttugheitanna er ljóst að ein hlið Gullveigar er Loki.— Lægra eðlið sem þroskast til sjálfsvitundar og þaðan til hærri stöðu frá fyrri efnislegum aðstæðum. Ólíklegar athafnir hans lýsa mannlegu eðli, óöguðu og ófullkomu en með goðumlíkum möguleikum. Loki er næstum alltaf í samfylgd goðanna á ferðalögum þeirra til Jötunheima og virkar eins og milliliður. Hann táknar brú milli goða og dverga, milli andlegrar sálar og dýrslegs eðlis í manninum, sannar tvíeðlið, þar sem takast á það hærra og eðlisávísun. Þegar Loki stal Brislingameni Freyju var mannlegri vitund snúið af réttri.

Sátt á milli Vana og Æsa byggðist á gíslaskiptum. (4)  Mímir og Hænir voru sendir af Æsum sem gíslar til Vana sem í staðinn sendu Njörð og son hans Frey, niður til Æsa. Vanir sáu fljótt að Hænir (vitsmunir á kosmisku sviði) var einskis virði án Mími (fjölbreytileika efnisins) og ráðlegginga hans (hugur án efnislegra athafna), svo þeir afhöfðuðu Mími og sendu Óðni, sem svo ráðfærði sig við höfuð Mímis dag hvern og nam leyndardóma tilverunnar.

Þessi margskipti alheimur launsagna er óvenjulegt sjónarhorn fyrir okkur, en þannig er það í flestum hinna fornu heimsmynda Mímir hefur níu nöfn á níu sviðum lífsins, níu himnum og heimum. Í öðrum heimsmyndum sjáum við sjö eða tólf nöfn. Vestræn heimsmynd í dag takmarkar alheiminn við þrjá hluta. Guð uppi, maðurinn í miðjunni og Kölski niðri í kjallara. Þessi mynd gefur engu öðru lífsformi tilgang nema manninum. Öll sköpun er neðar okkar eigin og þróast til hennar, en það viðhorf leiðir manninn auðsjáanlega í blindgötu. Með þessu viðhorfi er ekki gert ráð fyrir þroska og þróun ofar hinu mannlega, og sem gerir hugtök eins og eilífð og óendanleiki ómerk. Þessi sýn er alveg andstæð við fornu heimsmyndirnar sem gera ráð fyrir óteljandi vistarverum í tíma og rúmi og í óteljandi samsetningum andlegra og efnislegra lífsforma, þar sem okkar heimur er aðeins krossgata. Í slíkum heimi er ekki hægt að gera ráð fyrir að andlegt sé alltaf „hið góða” og efnið sé „hið illa”, það er alltaf hliðrun í því að hið góða sé það rétta, -samræmi í eigin innihaldi, en hið illa ósamræmi. Hina ruglandi tilvitnun í Bíblíunni um „andlega íllsku á háum sviðum” er hægt að skýra sem ófullkomnun á andlegum sviðum, eða sem samanburð við miklu hærri vitund. Í launsögnum eru guðir og jötnar, orka og kyrrstaða, vitund og efni alltaf órjúfanlega tengd, alltaf afstæð og ættu ekki að vera borin saman við okkar takmarkaða skilning á „góðu” og “illu.” Það er alltaf að breytast og vaxa frá minna til hins meira, hið takmarkaða brýtur af sér bönd. Sjálfsvitundin vex í átt til alvitundar.

Í bókmenntum Brahma eru guðir og risar einnig undir nöfnunum lokas og talas, meðal annarra nafna. Þeir standa fyrir marga heima í birtingu, þar á meðal þann sem við byggjum.  Loka er vitund sem er að vaxa á hverju sviði, en tala svarar til lífs sem er að fara niður í efnið, og orðin „upp“ og „niður“ í þessu samhengi eru að sjálfsögðu einungis táknræn. Þessi samtenging goða og jötna í eilífri andstöðu er dregin vel fram í Grimnismálum sem reynir að lýsa „hillum” efnis sem byggja „hallir“ eða „vistarverur“ goðanna.

Skýringa á stríðum á himni verður að skilja eftir fyrir innsæi lesandans. Við áttum okkur á að efnisheimar þroskast með ídveljandi guðlegum vitsmunum, sönnu víti fyrir þessi háleitu öfl til að lægra lífið megi njóta einhvers af þroska þeirra. Þessi undirliggjandi straumur af þátttöku goðanna á lægri sviðum í þágu íbúa þeirra sést vel í öllum norrænum goðasögnum og getur vel verið raunveruleg ástæða fyrir því að þessar sagnir höfða til okkar og hafa verið sagðar og haldið á lofti svo lengi.

4. Kafli

Efnisyfirlit

Neðanmál:

  1. 1.Aur(íslensku) eða ur (sænsku) er forskeyti og er dregið af „ur,“ út úr einhverju, af einhverju upprunalegu eða upphaflegu.
  2. 2. Bifröst(einnig nefnd Ásbrú). Brú milli Ásgarðs, heimkynna goðanna, og Miðgarðs, heimkynna manna. Heimdallur, hinn hvíti áss, gætir brúarinnar. Rauði litur brúarinnar er eldur og verndar hann Ásgarð frá jötnum. Æsir ferðast um þessa þessa brú daglega til að funda undir skugga Asks Yggdrasils.
  3. 3. Vanireru annar tveggja flokka goðaí norrænni goðafræði og búa í Vanaheimum. Hinir eru Æsir. Í goðafræðinni er talað um stríð milli þeirra og er oft talið að vanatrú sé leifar eldri trúarbragða, sem urðu undir við þjóðflutninga. Þetta er einnig vegna þessa að ekkert er talað um uppruna þeirra, meðan góðar lýsingar eru á tilurð Æsa.

Helstu Vanir eru  Njörður og börn hans, Freyr og Freyja, sem voru gíslar ása eftir fyrrnefnt stríð.

  1. 4. Úr Ynglingasögu Snorra, hinni yngri Eddu.

 

 

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Goðsagnir — Tímahylki

„Einna áhugaverðast við goðsagnir er hve andi þeirra er varanlegri en lífið. Ókunnar og tímalausar sýnast þær óskapaðar í óreiðum alheimi og bíða aðeins eftir því að verða uppgötvaðar. Efni þeirra er eins tímalaust og óendanlegur geimur, eins víðfemt eins og kraftarnir sem sveipa kosmísku ryki upp í spírala og spinna frumefnin í skipuleg form og mynda stærri heima.

Það er aðeins til einn sannleikur, einn umvefjandi raunveruleiki sem er sameign mannkynsins. Hann er og hefur ávallt verið til. Frá skini þessa sannleika eiga launsagnir heimsins uppruna sinn og hafa tekið lit sinn og áherslur frá ótal mannlegum hugum niður í skráðar og óskráðar goðsagnir fjölmargra menninga og trúarkerfa. Engu að síður er hægt með samanburði þessarra goðsagna að greina kjarnann sem gaf þeim líf.“

Grimur Óðins  – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

 1. Goðsagnir — Tímahylki

Einna áhugaverðast við goðsagnir er hve andi þeirra er varanlegri en lífið. Ókunnar og tímalausar sýnast þær óskapaðar í óreiðum alheimi og bíða aðeins eftir því að verða uppgötvaðar. Efni þeirra er eins tímalaust og óendanlegur geimur, eins  víðfemt eins og kraftarnir sem sveipa kosmísku ryki upp í spírala og spinna frumefnin í skipuleg form og mynda stærri heima.

Það er aðeins til einn sannleikur, einn umvefjandi raunveruleiki sem er sameign mannkynsins. Hann er og hefur ávallt verið til. Frá skini þessa sannleika eiga launsagnir heimsins uppruna sinn og hafa tekið lit sinn og áherslur frá ótal mannlegum hugum niður í skráðar og óskráðar goðsagnir fjölmargra menninga og trúarkerfa. Engu að síður er hægt með samanburði þessarra goðsagna að greina kjarnann sem gaf þeim líf.

Á meðal þeirra mörgu goðsagna frá ýmsum stöðum víðsvegar um hnöttinn greinum við að norrænu sagnirnar fela í sér vísindi og heimspeki á háu stigi, reynda þekkingu sem á sér rætur í átrúnaði fólks sem uppi var löngu fyrir víkingatímann. Sagnir þeirra gefa okkur sýn og vitund um öfl og eigindi sem við þekkjum undir mismunandi nöfnum sem hafa verið enduruppgötvuð af vísindum síðustu 100 árin eða svo. Það er í raun merkilegt hve þessi heimspeki norrænu goðsaganna er enn skýr fyrir okkur í dag þrátt fyrir að hafa lifað í munnlegri geymd um ómuna tíð og jafnvel kann að hafa litast af róstri víkingatímans þegar þær voru ritaðar á bókfell.

Ótal kynslóðir endursögðu sagnirnar og eflaust voru þær hálfgerð æfintýri sögð á dimmum vetrarkvöldum þar sem öfl himingeims og umhverfis varð manngert í goðum, hetjum og jötnum, en dýpri skilningur sagnanna farið hjá garði. Kannski var það tilgangur höfunda þeirra að geymd þeirra varðveittist til móttækilegri kynslóða. Það er í raun kraftaverk að þessir söngvar og sagnir skuli enn vera til þegar hugleitt er hve fljótt jafnvel mest seldu bækur nútímans gleymast fljótt. Saga um hversdagslega hluti, raunverulega eða skáldaða gleymist strax. Langlífi sagnanna er vegna innbyggðs varanleika sem hvílir á óséðum öflum tilverunnar, óháð umhverfi sagnamannsins sem þó litar þær. Flest þekkjum við margt úr brunni klassískra sagna, æfintýra og goðsagna sem við lærðum sem börn, einfaldlega vegna þess að þær voru áhugaverðar og eins og foreldrar okkar segjum við þær næstu og þarnæstu kynslóð án þess að spyrja um uppruna þeirra, einfaldlega vegna þess að við njótum þeirra. Þó þýðir orðið „goðsögn“ eitthvað leynt sem ekki er endilega staðreynt. Sagnirnar voru sagðar mann fram að manni um aldir, sungin og kveðin af þeim sem lært höfðu og geymdu ótrúlegt safna kvæða og því er það ekki óeðlileg spurning hvort þær hafi verið eins nákvæmlega sagðar og hin ritaði texti. Við þekkjum öll hve ofurnæm börn eru fyrir breytingum á orðalagi æfintýranna. Kannski skynja þau ósjálfrátt helgi þessara sagna það þurfi  að vernda fyrir  óþurfta breytingum.

Ekki eru allar goðsagnir jafn innihaldsríkar. Sumar einungis skemmtilegar, aðrar með mikla tilvísun í raunvísindi þó þær séu orðaðar með ólíkum hætti og viðfangsefni sem eru aðgreind í okkar skilgreiningum eins og stjörnufræði, líffræði, mannfræði, sálfræði og eðlisfræði, eru sem ein heild í sögnunum. Tilvísun í löngu liðna atburði eru merkingalausar fyrir okkur, en hins vegar geta goðsagnir verið launssagnir sem geyma tímalaust og alheimslegt þema, – eins og sköpun heima, stjarnfræðilega atburði og náttúrusögu, varðveitir um aldir vísindi, heimspeki og átrúnað  og stígur upp úr gleymsku hvenær sem kynslóð er móttækileg fyrir merkingu þeirra.

Allar launhelgar sem eiga rætur sínar í elstu hefðum bergmála sömu heimsmynd og leggja áherslu á svipaðar siðareglur, hver með sínum ólíka hætti. Við getum greint þær með því að bera saman mismunandi launsagnir. Án slíks samanburðar verða margar æfintýrasagnir, fornleifafundir, sögusagnir, óperur eða goðsagnir merkingalausar, eins og bókakápa án bókar eða eins og rammi án myndar. Ef við leitum að innri merkingu goðsagnanna finnum við í raun launsögn, verðmæta tímahylkið, -ekki fullt af hlutum, heldur mikla visku í dulbúinni sögn sem haldist hefur varanlega ósnert í menningu okkar.

Tungumál launsagna

Launsagnir eru ekki aðeins samsafn af sögum, þær eru tungumál og eins og önnur mál notar það sín tákn til að lýsa stöðluðum hugmyndum. Orð eins og „upp“, „hærri“, „háleit“ merkja hluti sem eru upplyftandi og göfugir, og orðin „niður“, lægri“ og „grunnur“ merkja hluti sem eru óæslilegir og ógöfugir.

Svipað tákn sem finnst oft í Eddunum er „kenning“. Því var trúað hér áður fyrr, að með því að gefa ókunnum sitt rétta nafn væri í raun verið að gefa honum vald yfir þér, því er kenning fremur notuð sem lýsandi samheiti. Til að skilja Eddurnar verðum við að skoða upprunamerkingu nafna, því oftar en ekki mun það gefa okkur lykil að hlutverki persónu í tilteknum aðstæðum. Við höfum reynt að þýða merkingu „kenningar“ eins og hún birtist, til að gefa lesandanum tækifæri til að skilja merkinguna sjálfur. Oft er kenning notuð til að draga athyglina að sérstökum þætti persónu eða hlut sem er þýðingarmikill í það skipti.

Til dæmis þegar sorgmædd Iðunn liggur grátandi, fallin af Tré Lífsins, lýsir sagan því hvernig „tár féllu af heilahjálmi hennar“. Til að þýða þetta sem „tár úr augum hennar“ getur að sjálfsögðu verið heimilt, en rænir kvæðinu hinum sérstaka blæ sínum. Sama er um Tré lífsins, Yggdrasil, sem er sjaldan nefnt tvívegis með sama hætti. Það er kannski kallað „lífsuppspretta“, „skuggagjafi“, „jarðarhylur“, „hin göfugi askur“, „hestur Óðins“, eða „gálgi Óðins“ (þar sem hann var krossfestur).

Norrænu launsagnirnar nota einnig öfugmæli og tvíræðni sem getur verið áhrifarík aðferð í kennslu. Eftirtektarvert dæmi er sagan af Öskubusku, þar sen nafn sögunar felur í sér mikla visku. Hún er hin franska Cendrillon og Little Polly Flinders sú enska (sem sat í öskunni). Sagan er svo kunn að ekki þarf að segja hana alla og táknmyndir hennar eru skýrar. Í stuttu máli er hún um munaðarlaust barn sem þrælað er af illri stjúpmóður og stjúpsystrum: sál sem misst hefur tengingu við faðir sinn á himnum kemst undir áhrif lægri hvata nátturunnar sem hún á þó ekki skyldleika við. Það er stjúpmóðirinn en ekki hinir sönnu foreldrar sem er hin vondi. Fjarri sínum rétta stað stritar sálin að því að finna sínar réttu aðstæður. Með hreinleika og dyggðum ávinnur hún sér aðstoð hinnar björtu meyjar,-tákn hins andlega innri manns. Margar sögur nota þetta þema um hina dularfullu guðsmóðir er veitir gjafir, sem táknar hina fínni þætti mannlegar sálar sem hún öðlast við ástundun dyggða. Þetta álfaafl sem sameinast andlegri mannlegri sál er sá farvegur (elva) sem barninu veitist við eflingu allra dyggða.

Hin norræn Öskubuska nefnist Askungen — . Hún er afspringi hins göfuga Asks, Yggdrasil, tré Lífsins sem ber alla heima og og lífsform þeirra á greinum sínum. Allar lifandi verur eru börn hins kosmíska Asks frá hinni minnstu til hinnar stærstu. Það sem meira er, þá erum við ekki aðeins hluti hins kosmíska tréðs, heldur hvert og eitt okkar einnig sjálfstætt tré lífsins.

Barn Asksins er reglulega endurborið úr ösku fyrri tilveru, líkt og fuglinn Fönix. Það sjáum við í Gullveigu „gull-aflið“,  sem knýr vitundina til að leita dulda „gullsins“— vísdóminn. Gullveig er sögð hafa verið brennd þrisvar og jafnoft endurborin, og lifir enn (Völuspa 21).

Skyld orð eins og askunnigr, fela í sér dýpri merkingu en sýnist og þýða m.a. „af goðakyni“ —„guðaþekking“ — hafa þekkingu á hinu guðlega og búa yfir guðlegri visku og að „vera þekkur af guðum“. Hvet þessarra hugtaka lýsir aðeins þeirri sál sem hefur náð fullkomnun sem maður. Enn fleirri merkingar geta komið fram í samsetningu orða í launsögnum sem gefur þeim dýpri og oft ólíkari merkingu en sýnist á yfirborðinu.

Margar kenningar eru um þátt eða áhrif þjóðflokka á gamlar goðsagnir og eflaust má vera að Óðinn hafi verið höfðingi til í fyrndinni, kannski í dýpri sögulögum Troy eins og sett hefur verið fram af fleirri en einu sagnfræðingi. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þættir sagnanna séu skoðaðir út frá öðrum sjónarhornum,-stjörnufræði,-sálfræði,-eða andlegum. Sama á við um allt annað í sögunum. Launsagnirnar innihalda og tákna allt sem á sér stað í náttúrunni og í okkur sjálfum — og taka ekki aðeins til jarðnesku ríkjanna, heldur einnig til alls í sólkerfinu.

Þrír þættir verða að vera til staðar, til að hugmyndir nái í gegn. Fyrsti þátturinn er skilaboðin, annar er hvernig skilaboðin eru sett fram og sá þriðji er hvernig hugurinn skilur skilaboðin. Hugmyndir launsagna verða að byggast á varanlegri almennri þekkingu á atburðum sem lýsa sannindunum. Þessvegna koma hlutir fyrir í launsögnunum sem þekktir eru í hugum fólks. Stríð og átök eru mjög ráðandi, því það hefur þekkst á öllum tímum, þar að auki endurspegla þau átök sem eiga sér stað í sáL einstaklings sem rísa hærra þegar hann leitar innri markmiða og hærri hugmynda. Slíkt hraðar framgangi mannsins, sem er það sem sögurnar miða að því að boða og efla.

Hetjusögurnar

Hetjusögurnar í Eddunum hafa skýra tvískipta merkingu. Þær eru bæði arfsögur og goðsagnir og fjalla um fjölmarga atburði sem sem tengir saman mikin fjölda aðila í vef undiróðurs og svika. Margir atburðirnir sem koma fyrir tengjast, söguhetjur þeirra svo fjölmargar að til að halda þræði sagnanna reynir verulega á, jafnvel sérfræðinga. En með bakgrunn í aðgerðafræði launsagna getum við séð ljósskímu sem bendir á mynstur sem fellur að framgangi elstu kynþátta, einkennum þeirra, lífsháttum og  fjölgun.

Heimspeki guðspekinnar staðsetur manninn á meðal skapara heims okkar, allt frá upphafi jarðarhnötturinn var þá enn að þéttast úr upprunalegu stjörnuefni og hafði ekki tekið á sig efnislega mynd,. Nöfn elstu hetjanna geta gefið okkur áhugaverða staðsfestingu á því, ef þeir stæðu fyrir horfnum kynþáttum frá þessu stigi efnisbirtingarinnar. Ef hetjudáð þeirra er táknræn fyrir framgang fyrstu kynstofnanna þá getum við rakið forfeður okkar frá formlausum þokusvipum til hálfgagnsærra og að lokum til holdaðrar vera; frá kynlausum til samkynja og að lokum til tvíkynja lífvera; frá ómeðvitaðra vera til smá vaxandi meðvitaðra huga. Með vaxandi reynslu hinna fyrstu goða varð hlutverk þeirra að vernda og hjálpa þessu frumkyni manna í að skipuleggja, vernda og rækta, móta hluti, smíða verkfæri og í tímans rás að verða sjálfþurfandi og sjálfstæðir. Í hetjusögunum getum við séð hvernig samneyti þeirra er, hvernig lífsformin breytast í tímans rás og þar með hvernig samsetning hnattarins breytist. Árangursríkir hópar manna og annara ríkja náttúrunnar tóku við hver af öðrum í samkeppni um búsetu og lifibrauð, sigruðu andstæðinga sem og skyldmenni og með fjölkvæni komu mismunandi afkvæmi inní myndina. Sum voru hvorki mannlegar né dýrsleg verur, heldur sérlega aðlögunarhæfar verur.

Til að tengja sagnirnar við forsögu mannkynsins þarf að vinda ofan af mörgum þráðum frásagnanna — söguleg athöfn, án nokkurra vissu um rétta túlkun eða afleiðinga. Hin langa saga af Sigurði Fáfnisbana vísar í þessa æfafornu tíma. Þýska útgáfan er nokkuð þekkt að hluta í Hring Niflunga. Nafnið Niflungar í norrænu, þýðir „börn þokunnar“. Það minnir mjög á hliðstæðu á „Sonum eldþokunnar“ í The Secret Doctrine, þessar hliðstæður standa fyrir öfl sem komu að myndun frumheimsins. Í kjölfar Niflunga komu Völsungar en nafnið þýðir „synir völsins“, sem hefur tengingu við upphaf fjölgunar mannkynsins með kynfrjógun — þróun sem guðspekin staðsetur í þriðja mannkyninu og síðar.

Viða um sagnirnar eru fjölmörg átök sem auðsjáanlega vísa í sigur kynstofna, kynsþátta og þjóðflokka sem og margar tilvísanir í athafnir frumstæðra vitunda sem einkenna fólk á frumstigi jarðarlífsins. Sagan er full blekkinga og hefndarþorsta, blóðhefndir ganga í gegnum margar kynslóðir, frágögnin er án tilfinninga og fordómalaus sem er frásagnarmáti sannra launsagna. Lofsyrði eru afurð skáldsögunnar og endurspeglar viðhorf samtímans, en launsagnir eru skráning atburða án lof né lasts.

Í táknmyndum sagnanna og í útúrdúrum sem þær taka frá meginstefi sínu getum við fundið fjölmörg atriði sem vísa í ævagamla tíð, í æsku jarðar vorrar, þegar efnið var enn að þéttast og ríki náttúrunnar voru enn í mótun. Aukin fjölbreytni í forminu flýtti fyrir efnislegri þróun en um leið hamlaði það andlegum þroska mannsins í efninu. Til að vinna á móti þvi segja sagnir af komu Ríg, geisla goðsins Heimdalls hins „Hvíti Áss“, föður mannkynsins sem kom þrisvar niður í mannríkið og mótaði það. (Rígsþula) Því er uppruni okkar þríheilagur. Eins og Sigurður Fáfnisbani þá erum við goðakennd en blinduð af blæjum efnisins. Við verðum að endurheimta sverðið sem við erfðum, þ.e. viljann til að yfirvinna blekkinguna og vekja Valkyrju sálarinnar.

VÍSINDIN Í EDDUNUM.

Til að skilja tilvísanir í staðreyndir og niðurstöður í laun- og arfsögnum verðum við  að þekkja hlutina sem vísað er til. Það þarf sérfræðing til að skilja tæknilega uppfinningu annars í sama fagi og það þarf þekkingu á náttúrufyrirbrigðum til að skilja lýsingu á þeim í goðsögn. Lýsing í goðsögnunum á rafmagni, segulmagni og leiðni hefur farið fram hjá fræðimönnum fyrri alda sem vissu lítið eða ekkert um slík fyrirbrigði, þó lýsing sé á „vængjuðum vögnum“ og „fjarðarblöðum“ —líkt og „Himnavagnar“  úr Hinduritunum, Mahabharata og Ramayana (1) — kunni að lýsa verkfærum til flugs og hafi farið fram hjá þeim áður en flugvélavæðingin kom til sögunnar. Við sem notum flugvélar reglulega getum séð sterkar vísbendingar, að ekki aðeins flugferðir, heldur líka segulhjúpur jarðarinna, svarthol og dulstirni voru þekkt fyrirbrigði hjá höfundum launsagnanna. Enn höfum við höfum ekki uppgötvað hvaða kröftum var beitt við þau stórkostlegu mannvirki sem enn eru til staðar frá fyrri tímumí margskonar steinbyggingar, né er vitað hvernig þeir gátu mótað og komið risasteinblokkum á sinn stað af slíkri nákvæmni eins og sést víða um jörðina, t.d. Egyptalandi, Peru, Bretlandi og Kambódíu.

Fornleifafræðingar eru nokkuð vissir um að margar ef ekki allar hengjur Bretlands — Stonehenge, það þekktasta meðal mörg hundraða, — voru byggðar til þess að fylgjast með hreyfingu himinhnatta; staðsetning lóðréttu hluta hengjunar var auðsjáanlega til m.a. að reikna út sól og tunglsmyrkva, sem krafðist nákvæmna langtímaathuganir og útreikninga. Sumar þessara bygginga eru taldar hafa einnig verið gerðar til athugana á öðrum fyrirbrigðum. Bæði í gamla og nýja heiminum sjást ýmsar manngerðar menjar fyrri tíma, hæðir, steinhringir, lækningahjól, steinristur og byggingar sem þjóna því að sýna stöðu stjarna og plánetna. Í Skandinavíu og Bretlandi er urmul af dularfullum steinhringjum sem er minnkuð útgáfa af hinum þekktu hengjum, raða sem uppréttir steinar í hring eða sporöskjulöguðu formi. Ég og vinur minn lékum okkur oft í slíku „steinskipi“ á hæð í eyju í Eystrasalti. Við uppgötvuðum eftir talsverðan mokstur að steinarnir sem stóðu aðeins um tvö fet upp úr jörðu voru svo jarðfastir að þeir losnuðu ekkert. Það má ráða af því að á löngum tíma hefur safnast að þeim jarðvegur og að þeir hafi verið mun hærri á jörðu upphaflega. (Önnur „steinskip“ hafa líklega verið seinni tíma líkbrennslustaður víkinga, því það var síður víkinga að leggja höfðingja um borð í skip sitt og brenna á slíkum stöðum.) Eldri slíkir steinhringir voru staðsettir þannig að þeir gætu hafa verið fyrir athuganir á himintunglum og fyrirbrigðum þeirra.

Margt sem sýnist vera vitlaust, rangt og ósamrýmanlegt í launsögnum verður skýranlegt og eðlilegt þegar við skoðum það frá öðru sjónarhorni. Í stað þess að líta niður á skrifin sem heimskuleg og líta upp til himingeimsins með efnislegum viðmiðunum, ættum við fremur að líta á Algeiminn sem tjáningu lífs, sem stórkostlega samsetna lífsheild sem hefur í sér svo víðfemar vitundir og fjölbreytileg efnissvið að okkur er ekki fært að ímynd sér þau. Sífellt fleirri  vísindamenn færa sig inná svið heimspekinnar og taka undir að mannkynið sé óaðskiljanlegur hluti af lífinu í sólkerfinu. Í nýlegri bók um stjörnufræði segir:

„Stjörnufræði kennir að við séum sköpun Sólkerfisins, börn stjarnanna, afsprengi stjörnuþoka. Við erum afurð og hluti kosmískar þróunar. Kannski erum við leið sólkerfisins til að skynja sjálft sig. Þegar ég og þú og aðrar lífverur í Alheiminum lítum upp í geiminn — sjáum við uppruna okkar og bætum í þann viðfeðma geim mannlegum tilfinningum eins og von, hræðslu, ímyndunum og kærleika.“ (3)

Norræna goðafræðin lítur á sólina, tunglið og plánetnunar sem dvalastaði sem „góðviljuð öfl“ hafa búið íbúum þeirra. Sumir þessara dvalastaða skiptast eftir efnissviðum og eru nefndir í samræmi við það, t.d. Breiðablik (Víðsýni), Himnabjarg ( Á tindi Himins), Hliðskjálf (Hlið tilfinninga), (4) Sökkvabekkur (Djúp) sem og önnur slík sérheiti. Auðvitað er ekki hægt að lýsa með mannlegum hugtökum þeim háu sviðsheimum goða, en við getum ályktað að stjörnur og plánetur sem við sjáum á himni hafi verið hinir sýnilegu hlutar þessara goðumlíku vera, það er að segja, staðið fyrir þá vitundarkrafta sem einkenndu hvert og eitt þessara goðvera. Launsagnir sem fjalla um þessa goða og goðynjur, um dvalarstaði og hallir sem þeir byggðu fyrir sig gefa tilfinningu að tilheyri fjölskyldu, eða öllu heldur hópi skyldra einstaklinga með skýrt afmörkuð sérkenni og stöðu. Þeir haga sér líkt hver og einn og gagnvart hvor öðrum, og haga sér almennt eins og búast má við af fjölskyldumeðlimur geri.

Þó goðsagnafræðingar haldi fram þessum „góðviljuðu öflum“ sem hreyfiafli himnanna, þá eru engin merki um slíkt í nútímaskilningi þess orð. Það er kannski viðurkenning á tilveru þeirra sem sólkerfisöflum sem útskrifuðust úr fyrri „jötnaheimi“ og eru undan okkur á þróunarbrautinni, lýsa veg mannkynsins til ómunatíðar. Þeim er heldur ekki lýst sem birtingarmynd sólar eða jarðar sem þær þó standa fyrir. Umfang þeirra er mun meira, þekking okkar í dag segir okkur að umhverfis jörðina er mikið segulsviði og jörðin inní því sviði sýnist eins og tennisbolti inní körfubolta. Frá sólinni streyma miklir rafsegulvindar sem skella á segulsviði jarðarinnar svo að fletst út á þeirri hlið sem snýr að sólu en teygist út í geiminn á þeirri hlið sem snýr frá sólu..

Þó tjáningin sé mismunandi þá lýsa vísindin og goðsagnirnar sólkerfinu á svipaðan hátt. Goðsögnin lýsir því sem stigveldiverum sem frá streymir lífsorka,- lífsfljót Eddanna — streyma frá bústað til bústaða og tengir hina guðlegu orku (vitundina) inní vef lífsins. Vísindi líta á það sem eina heild þar sem öldur þyndaraflsins framkalla á óskýranlegan máta vaxtatímabil á jörðunni og þau sjá á stærri mælikvarða áhrif vetrarbrauta hver á aðra í sama vetrarbrautakerfi. Lýsing goðsagna á sólkerfinu sem samfellu sýnilegra og ósýnilegra heima sem tengjast í goða-jötna samband, orku-efnis samband, samspili hliðstæðu sálfræði- og huglægum þáttum á mannlegri veröld.

Í tengslum við þetta, hefur stjarnlíffræðin í nokkurn tíma tekist á um hugmyndina um „lokaðan“ eða „opinn“ Alheim. Svarið er háð því hversu mikið efni er í geimnum, ósýnilegt og óuppgötvað með núverandi þekkingu. Hver sem niðurstaðan er úr þeirri umræðu þá viðurkenna vísindin tilveru óséðs-, óheyrt- og óáþreifanlegs efni. Að því leyti nálgast þau dulvísindin sem alltaf hafa haldið fram tilveru óbirtanlegs efnis. Ekki það að launspeki þurfi staðfestingu eða höfnun. því skilaboð þeirra standa á eigin verðleikum.

Ef að meginhluti efnis er óséður þá er það einföld niðurstaða að hnöttur á himni er hluti af stærra kerfi heima sem við sjáum ekki en hafa hliðstæðu við okkar og hefur jafnvel einhver samskipti við okkar eigin náttúru. Í Guðspekinni er sýnilega efnið í sólkerfinu talið grófasta samsetningin þessara plánetuanda. Það er líkamar þeirra sem við getum ímyndað okkur eða fundið fyrir en getum ekki séð sálu þeirra. Til að taka skrefið lengra þá hafa þær samskipti hver við aðra alveg eins og menn gera á líkamlegra tenginga. Við deilum hugsunum okkar og tilfinningum og stundum innblásum eða verðum innblásin af öðrum og verðum þannig hluti af ósýnilegum hlutum sólkerfisins og hjálpum við að byggja upp og hafa áhrif á sýnilega og ósýnilega hluti. Það fellur vel að hugmyndinni um að fljót lífsins sem samanstendur af fjölbreyttum gerðum lífs og tilheyrandi efni flæði um hið mikla sólarlíkama, með aðdráttarafli segulflæðisins hvers lífs sem og sem lítill hluti heildarinnar. Hluti þessa lífs er í steinaríkinu sem myndar þetta grófa jarðneska efni, en sem okkur finnst erfitt að líta á sem „líf“. Önnur líf hafa þróast inní plönturíkið með sinni miklu fjölbreytni og enn önnur inní dýraríkið og með enn meiri fjölbreytni og að síðustu inní mannríkið. Gegnum allt kerfið sést tengingin í stöðu okkar í líffræðilegri fæðukeðjunni, þar sem við umbreytum og umbyltum efni jarðarinnar og höfum þannig ekki síður áhrif á ótal vitundarþætti. Allt það líf sem færst hefur í gegnum þau tilverustig upp að mannríkinu eru hluti stærri verundar. Það er því ekki skrítið að álykta að við, ein æð lífsins hafi sinn stað í sólkerfinu. Það virðist vera það sem goðsagnirnar gefi til kynna með sínum hætti.

Hin grípandi lýsing í Grímsmálum á hinum tólf heimkynnum goðanna, hver á sínu stað eða sviði er ótrúlega lík því mynstri sem gefið er í The Secret Doctrine og útskírt af G. de Purucker í Fountain-Source of Occultism.  Þar er reynt að tengja hvert goð og samsvarandi hluta af innra lífi plánetu og tengsl þeirra hver við aðra sem hluta af sólkerfisheildinni. Marghliða samskipti tengir hver við annan á hinu himneska sviði og skýrir betur þau flóknu tengsl og samskipti hinna norrænu goða. Það sama á við í grískum og öðrum fjölgyðingslegum átrúnaði. Þegar launsagnir fullvissa okkur um slík tengsl utan skilningsvita okkar, bæði ofan og neðan okkar „heims“ kemur í hugann hinar fjölmörgu efnistíðnir sem einkenna og mynda heim okkar og sannarlega tilheyra okkur þó þær séu ofan og neðan sjónsviðs okkar og líklega er tómur geimurinn fullur lífs sem við skynjum ekki. Við getum ekki sannað né afsannað þessar upplýsingar fyrr en við höfum skilið og reynt þá staði eða heimkynni sem þær segja frá. Skilningur eða túlkun á þeim er því einstaklingsbundin. Goðsögn sem vísar til Freyju snýr ekki alltaf að hinni sýnilegri plánetu Venus, né að ósýnilegum öflum hennar sem styðja og snúa sérstakalega að mannkyninu, heldur má vera að það snúi að Venusarþætti okkar eigin plánetu. Í einstökum tilvísunum er ekki hægt að setja fjölbreytileika náttúrunnar mörk, – takmörkin eru á okkar skilningi.

Áhugaverður möguleiki birtist þegar við hugleiðum stjarneðlisfræðina sem snýr að hinni víðtæku dreifingu á tvístirnum og vetrarbrautum í Alheiminum. Þau eru mun fjölmennari en einstaka stjörnur í geimnum og í mörgum tilfellum paraðar þannig saman að meðan önnur er að efnisþéttast er hin að efnisléttast, — að missa efni sitt. Í ákveðnum tilvikum er sú fyrri að gleypa þá seinni. Ef við leiðum hugann að kenningum guðspekinnar um sólar og plánetugoð sem draga saman efni til byggingu bústaða sinna meðan goðar í sama kerfi eru í dauðastríði, þá birtist það sem svið sem þróast til skýrari birtingar meðan önnur svið í sama kerfi dragast saman, slík færsla á sviðum í pörun tveggja hnatta gæti birst okkur sem tvístirni.

Án þess að ráða yfir algjörri þekkingu — sem engin fullgreindur maður myndi teldi sig hafa — verðum við að játa að það geti verið tilvera lífs sem við vitum ekki um. Goðsagnir kynna okkur heim fullan af þroskandi vitundarverum í lífsformum þó við skiljum þau ekki til fulls. Fyrir sagnahöfundanna var náttúran ein lifandi heild þar sem stærri og minni kerfi lifðu og höfðu samskipti, hvert og eitt fyrst og fremst sem vitund sem starfrækti og lífgaði tilheyrandi líkama. Það var auðsýnilega tekið sem sjálfsögðum hlut að annarsskonar efnisheimar samtvinnuðust og jafnvel hefðu samskipti við okkar heim, þó oftast ofar mannlegri vitund. Aðferð þeirra til að lýsa jafn þekktu fyrirbæri og rafsegulmagni gefur okkur vísbendingu um hvernig goðsagnir geymdu slíkar upplýsingar. Það væri áhugavert að skoða hvernig við myndum útskýra þekkingu okkar fyrir eftirlifendum mikilla hamfara og tæknin væri horfin, og hversu þekkjanleg hún væri eftir nokkrar endursagnir. Ímyndið ykkur til dæmis hvernig væri að lýsa hvernig rafmagn virkaði — sem auðveldast væri sem samanburð við eldingarveður— og hvernig þær upplýsingar myndu hafa ummyndast á nokkrum kynslóðum. Óhjákvæmilega myndi rísa úr því nýr Indra, Jove, eða Þór sem þeyttist sem þrumubolti um himininn og fljótlega yrði til nýr Olympus eða Ásgarður og öflugar og klárar verur myndu enn á ný fylla himininn.

SKÁLD OG FRÆÐARAR

Í þeirri fjarlægi dögun þegar mannkynið varð fyrst meðvitað um sjálft sig sem hugsandi, vitandi og sérstakt, hafa elstu hefðir verið sammála um að þessi vakning hafi átt sér stað vegna þess að hærri greind, reyndari sálir mannkyns úr enn fjarlægari fortíð, hafi blandast fyrstu mönnum þessa mannkyns. Þessi samúð þeirra gaf okkur ævarandi sýn á veruleikann sem er tenging okkar við hina guðlega grunn lífsins.

Goðsagnirnar eru, ef þær hafa einhverja merkingu fyrir okkur yfirleitt, leiðarvísar til innra ljóss sem lýsti mönnum í greiningu á gott og illt, þegar val er enn ekki til – ljós sem enn var ótendrað í dýpstu vitund okkar. Goðsagnirnar segja okkur af heimum og mönnum sem gengu lífsins veg til að fullkomna okkur og heilagan tilgang mannkynsins. Sögur þeirra eru stundum óskýrar, hreyfa við okkur og er stundum fyndnar. Þær halda athygli okkar, jafnvel þegar við skiljum þær ekki, gefa vísbendingar, og hvetja okkur til að vekja innsæisgreind okkar og finna sannleikskjarnan sem þær dylja.

Sagnaþulirnir voru meistarar sem sögðu frá án þess að bæta í eða breyta né setja fram skoðanir. Fegurð sagna þeirra liggur í því flugi sem fá hugann til að taka og í sífellt nýrri sýn þar sem glittir ofar við hvern nýjan skilning. Kannski gefur engin goðafræði svo marga lykla að leyndardómum náttúrunnar sem hinar norrænu launsagnir. Nokkrar  hreinustu útgáfur af visku Alheinsins kunna að vera í Eddunum þó þær séu minna þekktar en en grísku og rómverskar goðsagnir sem hafa útþynnst í tímans rás. Goðsagnir Miðjarðarhafsins hafa afskræmst svo frá lokun Launhelgaskólanna að almenningur á síðari öldum sér aðeins guðina í þeim endurspegla mannlega galla. Ókunnir og illa útskýrðir varð merking þeirra á myrkum öldum Evrópu enn frekar misskilin og mistúlkuð. Þess vegna hefur fólk tilhneyingu til að líta á allar goðsagnir sem barnalega óra þeirra sem tilbiðja það sem þeir skilja ekki. Ef við hefðum meiri innsýn inn í þau göfug sannindi sem þeim upphaflega ætluð, gætum við auðgað okkar eigin andlega garð. Arfleið norrænu goðsagnanna virðast hafa fundið öruggra skjól í hinu fjarlæga norðri fyrir hina fornu visku.

Enginn veit hversu lengi hinar norrænu sagnir voru sagðar mann fram að manni sem orð af munni áður en þær voru skráðar. Það kann að hafa verið mjög langur tími, kannski frá síðastu siðmenningu sem hafði þekkingu á anda mannsins, uppruna alheimsins og örlögum sem og veg þróunarinna. Höfundar launsagnanna voru eflaust vitrastir meðal manna; hinir norrænu, eins og í fornri menningu Indlanda og annarra landa, þeir settu fram þekkingu sína  á taktvísan hátt í vísum svo auðveldar var að leggja á minnið og ástundað þannig gegnum árþúsundir. Sá er lærði og fór með sagnirnar var skáld og það er enn notað. Það er einnig gefið til kynna í Eddunum, að sé sá sem býr yfir visku, andlegri vitneskju, það er bundið við hugmyndina um mjöðinn, næringu guðanna. Skáldamjöður (ljóðræn mjöður) táknar leyndardóma, visku sem Óðinn, höfðingi hinna skapandi guða sóttist eftir í leit sinni í gegnum svið efnisins – „Jötnaheiminn“

Falið í launsögnum er andlegur sannleikur, rökrétt heimspeki, og einnig vísindalegar staðreyndir. Nýjustu uppgötvanir í vísindum hafa oft reynst vera ómissandi til skilnings á vísindin í goðsögnum. Við gætum aldrei uppgötvað hvernig óþekktar þjóðir í fjarlægri fornöld öðluðust þessa þekkingu nema við viðurkennum að sannleikurinn er eðlisbundinn á greindarstigi lífsins og birtist á jörðu með mannkyninu. Sú forna goðsögn að guðir hafi skapaði mennina „í sinni eigin mynd“ eins og Biblían orðar það og um aldir hafi guðlegir kennarar manna gengið á jörðina með okkur, þjálfað hina nýfæddu greindarvitund til að skilja og vinna með aðferðum náttúrunnar. Í tímans rás, eftir því sem mannkynið öðlaðist þekkingu og reynslu á góðu og illu fyrir sinn frjálsa vilja, hvarf  sakleysi þessarra daga. Í stöðugum framgangi efnislegra þátta, fjarlægðist mannkynið guðlegum forfeðrum sínum. Héðan af verðum mannkynið að  vinna að frelsun sinni: vitundin verður að læra að þekkja rétt frá röngu og losa sig vísvitandi úr viðum efnisins til að geta náð aftur sess sínum meðal guða.

Uppruni launsagnanna er frá þeim tíma er guðir gengu meðal manna. Það er ekki að undra að efni sagnanna kunni oft að vera okkur framandi, þær eru útkoma ógrynni  endursagna þar sem endurminni, misminni og torskilningur sagnamanna litar þær, sem og viðhorf nútímans á hið fyrra. Með núverandi þekkingu okkar og með opnari huga sem smá saman er að koma í stað afturhaldsamra skoðanna á því liðna og þegar við viðurkennum að allar launsagnir endurspegla sannindi sem vísindauppgötvanir, nýjar stefnur í heimspeki og trúarviðhorfum bregða birtu á, verður það auðveldara að sjá sömu náttúrulegu sannindin í öðrum kerfum.

 Orðið Edda  merki „langamma“ og getur einnig merkt „Heimsmóðir.“ Orðið er sennilega upprunnið frá veda,  hinum Hinduisku ritum eða hinum leyndu vidya (þekking, frá vid, að vita, að skilja), einnig skilt wissen, í þýsku, veta í sænsku og wit í fornensku — allt orð sem þýða „að vita“. Skáld  voru virt fyrir þekkingu sína og jafnvel á víkingatímanum var drott (druid) álitinn sá er byggi yfir guðlegri visku. (Seinna var orðið notað fyrir hugrakka og göfuga foringja, stríðskonunga, sem féll vel að víkingatímanum. Þessi viska, eða Edda var skáldunum inblásin sem ferðuðust á milli þorpa og bæja sem lágu í hinum mörgu víkum sem einkenna strandlengju Skandinávíu og orðið víkingur er dregið af.

Með allri sanngirni verður að geta þess að Víkingar sem gjarnan eru sagðir hafa verið grófir og einfaldir, skelft alla Evrópu með grimmd sinni og sannarlega fundu Ameríku löngu undan Kólumbusi, höfðu ríka hefð fyrir heiðri og ríkt siðferði. Margir þeirra voru sagðir hafa haldið svo rík agagildi að fáir nútímamenn gætu lifað eftir. Kaupmenn sem áttu á hættu að verða fyrir árásum sjóræningja á þessum tíma réðu gjarnan víkinga sér til verndar. Þessir norðanmenn sem þekktir voru fyrir hraustleika og hugprýði buðu fram vopnaða vernd og urðu einskonar trygging fyrir meginlandið. (Þeir, víkingar, urðu m.a. lífverðir keisara Byzantium frá níundu og frá á tólftu öld.) Engin vafi er á því að einhverjir á meðal þeirra féllu í freistni að fara í ránsferðir, en það væri einföldun að fella alla norðanmenn í þann flokk því menning þeirra hafði áhrif í margar aldir. Lög þeirra og þjóðfélagsskipan er þekkt þar sem þeir námu land og settust að,- hin frægu Danalög  — og Ísland varð fyrir þúsund árum hið upprunalega heimkynni þingræðisins og elsta þekkta dómskerfi sem skipað var jafningum. En þetta var útúrdúr frá efninu.

Í munnlegri geymd sagnanna má efast um að viskan sem falin var í söngvunum og sögunum hafi alltaf verið skáldum og sögumönnum fullkomlega ljós, og þeir hafi á stundum bætt við efnið einhverjum skreytingum til að geðjast áheyrendum sínum, eða sleppt að segja frá einhverjum sögum sem ekki voru eins vinsælar. Gera má ráð fyrir mannlegum veikleikum í munnlegri geymd þar sem við höfum enga hugmynd um hversu langt aftur í tímann þær höfðu verið sagðar. Við vitum að Sæmundur Fróði (1057-1133 A.D.), hafði opnað skóla í Odda eftir að hann lauk námi í Svartaskóla í Frakklandi og þar í Odda er talið að hann hafi ritað niður hina Eldri Eddu, eða Ljóða Eddu. Yngri Edda er tileinkuð Snorra Sturlusyni (1178-1241), en hann hafði verið í námi í Odda hjá sonarsyni Sæmundar Fróða og þar hafi hann kynnst sögnunum. Flestum sögnunum, þar á meðal nokkrum sem ekki voru í Eldri Eddu endursagði hann í óbundnu máli. Mörgum fræðimönnum finnst auðveldar að skilja efnið hjá Snorra en í kvæðum/ljóðum Sæmundar Eddu.

Í inngangi að Corpus Poeticum Boreale, the Poetry of the Old Northern Tongue (1883), eftir G. Vigfusson og F. York Powell, benda þeir á að mikið af sögnunum í óbundnu máli úr eldri sagnakvæðunum, sé annað hvort ekki að finna í kvæðunum sem hafa varðveist eða eru mjög sundurlaus og í hlutum. Niðurstaða þeirra er að efnið í Snorra Eddu, hvort það er frá Snorra sjálfum eða öðrum sé úr  heilstæðari frumheimildum sem ekki eru til annarsstaðar. Þessir tveir fræðimenn vísa til hluta úr Völuspá í einni óbundinni útgáfu sem, „ruglingslega, óskipuleg brot og vísulínum ruglað í röð, eins og kvæðavísunum hafi verið hrist saman í flösku“ (p. xcviii); þeir komast að einna líklegustu niðurstöðunni, sem sé að eftir að vísdómurinn hafi verið settur fram upprunalega af höfundi sem sögn eða kvæði hafi „lokið tímabili samningu þeirra og tímabil sagnamanna, endurgerða og endursagna tekið við og við séum heppin að fá þær á bók áður en tímabil afskiptaleysis og hnignunar tók við þó efnið hafi að einhverju leyti glatast.“ (p. xcvii).

Árið 1890 gaf sænski fræðimaðurinn Fredrik Sander út verk sitt Rigveda-Edda, þar sem hann rakti germanskar hefðir til hinna fornu Aría menningar. Rannsóknirnar sannfærðu hann um að hinar norrænu launsagnir séu upprunnar frá Indlandi hinu forna og varðveiti hindúískar launsagnir mun betur en hinar grísku og rómversku sem séu mjög afbakaðar. Max Muller áleit hinsvegar að efni Eddunar væri eldra en Vedaritin, aðrir fræðimenn, m.a. Sven Grundtvig, álíta efni norrænu sagnanna upprunnið frá því snemma á járnöld, enn aðrir álíta efnið frá því í byrjun kristni. Hver sem aldur sagnanna er, þá er innhald þeirra í samræmi við elstu sagnir annarstaðar í heiminum, sem sýnir að þær eiga allar einn og sameiginlegan uppruna þekkingar sem var sameign mannkynsins fyrir ævalöngu, eða hver þessara menninga reis upp sjálfstætt og einangruð með sameiginleg líkindi, — það er þó kenning sem ekki gengur auðveldlega upp. En líkindin eru meiri á að sagnirnar hafi einn uppruna og breiðst út og hægt sé að finna í einhverju formi í öllum hornum heimsins.

Þessi rannsókn styðst næstum eingöngu við Sæmundar Eddu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna hversu mikið efni sem hún innheldur, jafnvel í tiltölulega fáum sögnum ásamt þeirri vissu að jafnvel þó þær séu styttar og ekki í fullri lengd þá hafi þær hafið verið sem minnst breyttar. Þó innihald þessarar sagna sé minna en upphaflega var, er líklegt að það hafi ekki verið bætt við þær af öðrum höfundum. Hin ástæðan fyrir vali okkar er að efni hinar Eldri Eddu er betur þekkt hjá Theósófistum. Mörg sannindi sem þær innihalda hafa ekki verið uppgötvuð né haldið fram af trúarástæðum, enda efnið talið heiðið. En í seinni tíð hafa nýjustu vísindarannsóknir varpað ljósi á ýmis sannindi á óvæntan hátt.

Samtími okkar er mun frjálslyndari en nokkur annar sögulegur tími. Þegar kristnin var að breiðast yfir Evrópu eyddu öfgamenn hinnar nýju trúar öllum merkjum og menjum eldri átrúnaðar og myrtu alla þá sem héldu í gömlu átrúnaðarsiðina. Heiðingjar norðurlandanna sem voru vanir gestrisni og algjöru umburðalyndi í trúmálum og voru vammlausir fyrir þessum ágangi, þeim var ýmist snúið vegna ákvarðanna konunga sinna sem sáu stjórnmálaleg tækifæri í að snúa þjóðum sínum til nýrrar trúar áður en þeir fengu rönd við reist eða ella velja dauðann. Þannig féllu þeir undir áhrif Páfans í Róm sem krafðist notkunar á latínu og kristnum guðspjöllum í stað innlendrar tungu og rita. Hin norrænu trúarbrögð urðu fljótlega blanda af kristni og hnignandi heiðni. Aðeins á hinu afskipta Íslandi þar sem áhrif yfirstjórnar kirkjunnar að prestum og almenningi var takmarkaður sökum fjarlægða varð yfirgangur öfganna ekki eins mikill. Jafnvel hinir kristnu prestar hunsuðu hinar nýju reglur — svo sem hreinlífi — og héldu í siði forfeðra sinna að nota eigin tungu og héldu áfram að segja börnum sínum hinar fornu sögur og kvæði. Þannig lifði Sæmundur Fróði og skrifaði niður kvæði hinnar Eldri Eddu og varðveitti þannig hinn háttbundnu framsetningu kvæðanna sem vakti innsæi hlustandans. Snorri lagði seinna meiri áherslu á knappan texta og sagnir sem fjölluðu sérstaklega um kynþætti mannsins og þróun þeirra. Þessar norrænu launsagnir hafa skapað ótölulegan fjölda þjóðsagna og æfintýra sem aftur hafa tekið á sig myndir, allt frá vöggusöng til ópera, eftir ýmsa höfunda svo sem Gæsamömmu, Wagner og Grímsbræður.

Af öllum þeim fjölmörgu útgáfum af alheimslegri visku í guðspjöllum, sögum, kenningum og trúarvitnisburðum, brennur hvert nýtt ljós sem tendrað er aðeins svo lengi sem það gefur aðdáendum sínum mikilvæg sannindi. Fyrr eða síðar dregur á áhrifunum, t.d. þegar sett er upp stofnun til að varðveita skilaboðin og tekur forræði yfir þeim og brenglar þau. Eftir það er áherslan á grímuna,  — aðferðir og siði — en kjarnanum sleppt. Mistúlkun, misskilningur og hjátrú í stað innblásturs og hin helga þekking er aftur gleymd. Verur launsagnanna sem táknuðu hin miklu náttúrulögmál Alheimsins urðu perusónugerð sem goðar og hetjur og gerðir þeirra sýndust óútreiknanlegar vegna skorts á þeim vísdómi sem í upphafi fylgdi, en var nú einungis merkingalaus orð — það eina sem eftir stóð af sambandi mann við þau háu öfl sem stjórna sólkerfinu.

En launsögnin lifir. Því það er hin eilífi leyndardómur, hinn eilífi sannleikskjarni klæddur í ótal búninga sem hafa innblásið manninum gegnum aldirnar. Í öllum löndum hafa þeir verið til sem með hugrekki hafa leitað inná sálarsviðin og komið með til baka með dögg frá hinum óþrjótandi sannleiksbrunni. Þessir afkomendur hinna fyrstu launsagnahöfunda eru hin svonefndu skáld, skáld og sjáendur  sem hafa haldið opnu sambandi manna og goða. Þeir hafa fært okkur þá eilífu visku gegnum aldirnar svo við hin getum baðað okkur í „goðagaldri“ sem rís djúpt innra með okkur í óljósri minningu um leyndan trúnað. Raddir sögumannanna munu aldrei þagna, því þeir óma tóna eilífðarinnar. Þeir höfða til ódauðleika okkar, jafnvel þó hið dauðlega sjálf okkar hæðist eins og Loki gerir þegar hann kemur óboðinn og óundirbúinn í veislu goðanna. (5)

2. Kafli

Efnisyfirlit

Tilvísanir:

  1. 1. Sænska:vingvagn,fjaderblad; Sanskrit: vimana.
  2. 2. Quasi-stellar objects, venjulega kallaðir quasars.
  3. 3. Michael Zeilik,Astronomy: The Evolving Universe,1979 ed., p. 501.
  4. 4.Líða.Að líða eða hlið , skipa, eða til hliðar. Með tilvísun í „hillu“ er gefið í skin að goðaverur séu við hlið okkur, eða öllu heldur, „þjást“ eða „líða með“ — líkt og í latínu compassion og grísku sympathy frá pathein, að þjást, að þrauka, í merkingunni að bera byrði fyrir.
  5. 5. Cf. Hæðni Loka, p. 214.

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. Öll réttindi áskilin.

ORÐALISTI

Hugtakasafn úr norrænni goðafræði.

Alfaðir er eitt af fjölmörgum heitum Óðins.

Alsvinnur og Árvakur heita hestarnir sem draga kerru Sólar.

Andhrímnir er nafn steikarans sem sýður göltinn Sæhrímni í katlinum Eldhrímni í Valhöll.

Askur og Embla eru fyrstu manneskjurnar samkvæmt sköpunarsögu norrænnar goðafræði. Þau urðu til þegar fyrstu goðin, Óðinn, Vilji og Vé, fundu tvö tré á ströndu og gerðu úr þeim mannverur. Óðinn gaf þeim anda og líf, Vilji vit og skilning og Vé mál, heyrn og sjón.

Askur Yggdrasils sjá Yggdrasill.

Auðhumla heitir frumkýr sem varð til þegar hrímið draup í árdaga. Úr spenum hennar runnu fjórar mjólkurár sem nærðu hrímþursinn Ými. Auðhumla sleikti salta hrímsteina í þrjá daga og leysti úr þeim forföður goðanna, Búra.

Austri er einn fjögurra dverga sem halda uppi himninum sem gerður var úr höfuðskel Ýmis. Austri heldur uppi austurhorni himinsins, Norðri norðurhorninu, Suðri suðurhorninu og Vestri vesturhorninu.

Árvakur sjá Alsvinni.

Ás/Ásynjur sjá æsir.

Ása-Þór er eitt af heitum Þórs.

Ásgarður er bústaður ása. Hann stendur þar sem heimurinn rís hæst og þangað má komast um brúna Bifröst. Þar eru bústaðir goðanna, m.a. Valhöll.

 

Baldur er einn ásanna, sonur Óðins og Friggjar, eiginmaður Nönnu og faðir Forseta. Bústaður Baldurs er Breiðablik. Baldur er bestur og vitrastur goðanna og eftirlæti allra.

Bergelmir er eini jötunninn sem ekki drukknaði í blóði Ýmis. Því eru allar ættir hrímþursa komnar af Bergelmi og konu hans. Ýmir var afi Bergelmis.

Bestla er jötnamær, dóttir Bölþorns jötuns. Með Bor á Bestla hin fyrstu goð, Óðin, Vilja og Vé.

Bifröst heitir brúin milli Miðgarðs og Ásgarðs sem goðin byggðu og sést frá jörðu sem regnbogi. Annar endi Bifrastar er á himni, hjá Himinbjörgum þar sem Heimdallur býr. Á hverjum degi ríða æsir yfir Bifröst að Urðarbrunni til dóma.

Bil og Hjúki heita mennsk börn sem Máni tók til fylgdar við sig.

Bilskirnir er bústaður Þórs.

Bor heitir faðir fyrstu goðanna, Óðins, Vilja og Vés. Bor er sonur Búra og kona hans var Bestla, dóttir Bölþorns jötuns. Jötnar eru þannig forfeður goðanna og voru til á undan þeim.

Bragi er norræni skáldskaparguðinn, sonur Óðins. Þess vegan er skáldskapur oft kallaður bragur. Kona hans er Iðunn.

Breiðablik heitir bústaður Baldurs og Nönnu. Það er fagur staður þar sem aldrei verður óhreint.

Brísingamen er skartgripur Freyju.

Búri er ættfaðir ásanna sem kýrin Auðhumla sleikti lausan úr hrímsteinum, faðir Bors og afi hinna fyrstu goða, Óðins, Vilja og Vés.

Bölþorn heitir faðir jötnameyjarinnar Bestlu.

 

Dagur er sonur Nætur og persónugervingur dagsins. Hann ríður hestinum Skinfaxa yfir himininn en móðir hans, Nótt, ríður Hrímfaxa.

Dvergar eru vitrar verur sem búa undir björgum og í klettum. Þeir eru miklir hagleiksmenn. Dvergarnir Austri, Norðri, Suðri og Vestri halda uppi himninum, hver í sínu horni. Í Snorra-Eddu segir að dvergar hafi kviknað niðri í jörðinni eins og maðkar í holdi, þeir fyrstu í holdi Ýmis.

 

Einherjar eru menn sem deyja í bardaga og valkyrjur fara með til Óðins í Valhöll. Einherjar berjast daglangt á Iðavelli en að kvöldi rísa hinir föllnu upp og setjast að drykkju. Aðeins þeir menn sem dóu í bardaga gátu orðið einherjar.

Eldhrímnir heitir ketillinn í Valhöll sem eldamaðurinn Andhrímnir matbýr í göltinn Sæhrímni.

Embla sjá Askur og Embla.

Epli Iðunnar eru töfraepli sem halda goðunum ungum. Gyðjan Iðunn gætir eplanna.

Élivogar er mikil á sem rennur úr Niflheimi. Við sköpun heimsins flytur hún með sér kuldann sem mætir hitanum úr Múspellsheimi í Ginnungagapi. Við þann samruna kviknar fyrsta lífið, hrímþursinn Ýmir.

 

Fensalir heitir bústaður Friggjar.

Freyja er norræna ástargyðjan. Hún er af vanaætt, dóttir Njarðar og systir Freys. Freyja ekur um á vagni sem tveir kettir draga. Auk þeirra eru einkennisgripir Freyju valshamur, gölturinn Hildisvíni og Brísingamen. Freyja er oft í forsvari fyrir ásynjur og ævinlega girnast jötnar hana.

Freyr er mestur goða af ætt vana og mikilvægasta frjósemisgoð norrænnar goðafræði. Freyr er sonur Njarðar og bróðir Freyju. Freyr ræður fyrir regni, skini sólar og frjósemi jarðar.

Frigg er höfuðgyðja í heiðnum sið af vanaætt og einungis Freyja hefur mikilvægara hlutverki að gegna. Frigg er kona Óðins og á með honum eina dóttur og sex syni, m.a. Baldur. Bústaður hennar í Ásgarði heitir Fensalir.

Þjónustumeyjar Friggjar eru Fulla og Gná. Ginnungagap er hið mikla tóm sem var til fyrir sköpun

heimsins. Fyrir norðan það varð hinn ískaldi Niflheimur til en að sunnan eldheimurinn Múspellsheimur.

 

Gjallarhorn er horn ássins Heimdalls sem hann blæs í til að vara goðin við þegar ragnarök skella á.

Goð/guð(ir) eru af tveimur meginættum: æsir og vanir. Æsir eru goð hernaðar og valda en vanir frjósemisgoð. Í árdaga háðu ættirnar mikil stríð en sömdu svo frið og skópu með sætt sinni manninn Kvasi. Goðin standa fyrir það góða í norrænni goðafræði en jötnar og annað illþýði það illa.

 

Heiðnir menn trúðu á og dýrkuðu goðin og hétu á þau til ólíkra hluta. Þekkt nöfn á goðum eru: Óðinn, Þór, Njörður, Freyr, Týr, Heimdallur, Bragi, Víðar, Váli, Ullur, Hænir og Forseti. Ekki er vitað hversu margar ásynjur voru í raun dýrkaðar sem slíkar í heiðni en þau nöfn sem nefnd eru í fornum heimildum eru: Frigg, Freyja, Gefjun, Iðunn, Gerður, Sigyn, Fulla, Nanna, Sága, Eir, Sjöfn, Lofn, Vár,

Vör, Syn, Hlín, Snotra, Gná, Sól og Bil. Loki er jötnaættar en ævinlega með ásum enda fóstbróðir Óðins.

Hati er úlfurinn sem eltir mánann yfir himininn og mun gleypa hann í ragnarökum. Úlfurinn Skoll eltir sólina.

Heiðrún heitir geitin sem stendur á þaki Valhallar. Úr spenum hennar rennur hreinn mjöður í drykkjarker einherja.

Heimdallur er norrænt goð sem stundum er sagður faðir alls mannkyns. Hann á níu mæður sem allar voru systur. Hann á hestinn Gulltopp og lúðurinn Gjallarhorn og heyrist blástur hans í alla heima. Heimdallur býr í Himinbjörgum við Bifröst og gætir brúarinnar fyrir bergrisum. Hann þarf minni svefn en fugl og sér jafnt nótt sem dag hundrað rastir frá sér. (Röst er forn mælieining sem nemur um 12 km.) Hann heyrir og gras vaxa á jörðu og ull á sauðum. Hann er svarinn óvinur Loka.

Hel heitir heimur hinna dauðu. Til Heljar koma þeir men sem deyja ekki í bardaga. Vegurinn til Heljar nefnist Helvegur.

Himinbjörg heitir bústaður Heimdallar sem stendur við himins enda, við brúarsporð Bifrastar.

Hjúki sjá Bil.

Hliðskjálf er hásæti Óðins og þaðan má sjá um heima alla.

Hrímfaxi heitir hesturinn sem Nótt ríður yfir heiminn.

Hrímþursar er annað heiti á jötnum. Það á rætur að rekja til þess að forfaðir jötna, Ýmir, varð til við sköpun heimsins þegar hrím mætti hita.

Hræsvelgur heitir jötunn í arnarham sem situr á enda heimsins og kemur vindinum af stað með vængjaslögum sínum.

Hvergelmir er uppspretta í Niflheimi, undir Aski Yggdrasils, sem úr falla ellefu ár. Í honum eiga öll vötn heimsins upptök sín. Í Hvergelmi býr Níðhöggur.

 

Iðavöllur er goðsögulegur völlur í miðjum Ásgarði þar sem askur Yggdrasils stendur. Á Iðavelli berjast einherjar dag hvern.

Iðunn er ein af ásynjum norrænu goðafræðinnar, gyðja ástar og æsku og kona Braga. Iðunn ræður yfir æskueplunum sem æsir éta til að halda sér ungum.

 

Jörð er goðvera sem telst til ásynja en er einnig sögð tröllkona. Þór er sonur hennar og Óðins.

Jötunheimur, -heimar er ógnvænlegt jötnaríki sem liggur utan Miðgarðs og skilja ár það frá mannheimi. Einnig nefndur Útgarður.

 

Loki er flóknasta og jafnframt neikvæðasta persónan í goðafræðinni. Faðir hans er jötunninn Fárbauti, móðir hans heitir Laufey eða Nál. Kona Loka heitir Sigyn og synir þeirra eru Narfi og Váli.

 

Máni er sonur Mundilfara og bróðir Sólar. Hann keyrir vagn mánans yfir himinhvolfið.

Miðgarður heitir miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr.

Mundilfari er faðir Sólar og Mána sem æsir köstuðu upp á himininn.

Múspellsheimur heitir eldheimur og þaðan kom hitinn við sköpun heimsins. Múspellssynir eru eldjötnar.

 

Naglfar er skip hinna dauðu sem sjósett er í ragnarökum og flytur Múspellssyni til bardaga við goðin. Naglfar er gert af nöglum dauðra manna og er stærst allra skipa.

Nanna er ein af ásynjunum, eiginkona Baldurs, dóttir Neps og móðir Forseta.

Niflheimur heitir staður í norðri sem var til fyrir sköpun heimsins. Milli hans og hins heita Múspellsheims er Ginnungagap. Ein af rótum asks Yggdrasils stendur yfir Niflheimi og undir henni er brunnurinn Hvergelmir.

Níðhöggur er dreki sem drekkur blóð dauðra og étur lík. Einnig er sagt að hann búi undir aski Yggdrasils og nagi rætur hans.

Njörður er norrænt goð af vanaætt, faðir systkinanna Freys og Freyju. Njörður er sjávar- og frjósemisgoð.

Nóatún er bústaður goðsins Njarðar.

Norðri sjá Austri.

Nornir skapa mönnum örlög samkvæmt norrænni goðafræði.

Við Urðarbrunn sitja örlaganornirnar þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, og ráða örlögum manna.

Nótt er persónugervingur næturinnar.

 

Óðinn er æðsta goð norrænar goðafræði. Hann er aðallega goð skáldskapar, hernaðar og dauðans en einnig goð töfra, galdra og rúnastafa. Óðinn og bræður hans, Vilji og Vé, voru fyrstu goðin. Þeir eru synir Bors og tröllkonunnar Bestlu. Óðinn er kvæntur Frigg og þekktustu synir hans eru:

Baldur (með Frigg),

Þór (með Jörð) og Váli (með Rindi),

en börn Óðins eru miklu fleiri. Bústaður Óðins í Ásgarði

heitir Glaðsheimur, þar er höllin Valhöll og hásætið

Hliðskjálf þaðan sem Óðinn sér um heima alla.

 

Ratatoskur heitir íkorninn sem hleypur upp og niður stofn asks Yggdrasils og ber öfundarorð á milli drekans Níðhöggs, sem nagar rætur asksins, og arnarins sem situr í greinum hans.

 

Sif er ein ásynjanna, eiginkona Þórs og móðir Ullar. Hún er frægust fyrir mikið og fallegt hár.

Sigyn er eiginkona Loka og ein ásynjanna.

Skinfaxi heitir hesturinn sem Dagur ríður.

Skoll heitir úlfurinn sem eltir sólina á ferð hennar yfir.

Skuld sjá Urður, Verðandi og Skuld; norn.

Sól er dóttir Mundilfara og systir Mána. Hún keyrir vagn sólarinnar um himinhvolfið sem hestarnir Alsvinnur og Árvakur draga.

Suðri er einn fjögurra dverga sem halda uppi himninum. Sjá Austri.

Sæhrímnir er gölturinn sem steikarinn Andhrímnir sýður dag hvern í katlinum Eldhrímni handa einherjum í Valhöll eftir að þeir hafa barist allan daginn. Kjötið af Sæhrímni nægir alltaf til að metta einherjana, sama hversu margir þeir eru, og á hverjum morgni rís gölturinn alheill upp á ný.

 

Tanngnjóstur og Tanngrisnir heita hafrar Þórs. Þeim má slátra og éta að kvöldi. Ef öllum beinum er kastað á húðirnar og Mjölni sveiflað yfir rísa þeir heilir upp að morgni.

Tröll, jötunn og þurs eru samheiti yfir óvinveitt illþýði úr Útgarði sem ógna Ásgarði og Miðgarði og Þór berst gjarnan við.

Týr er norræna himin-, stríðs- og þinggoðið, jötunninn Hymir er nefndur sem faðir hans en einnig sjálfur Óðinn. Hvergi er nefnt að hann eigi konu eða afkomendur.

 

Ullur er eitt goðanna, sonur Sifjar og stjúpsonur Þórs.

Urðarbrunnur er undir þeirri rót asks Yggdrasils sem stendur á himni. Þar eiga goðin dómstað sinn og þar er fagur salur þar sem örlaganornirnar, Urður, Verðandi og Skuld, sitja og skapa mönnum örlög. Á hverjum degi taka nornirnar vatn úr brunninum og ausa upp yfir askinn.

Útgarður eða jötunheimar er svæðið sem liggur utan þess hluta heimsins sem menn og goð byggja og er bústaður jötna, þursa og annars illþýðis. Í Útgarði er illt að vera og erfitt að rækta jörðina og því sækja jötnar sífellt í land ása.

 

Valhöll heitir bústaður Óðins í Ásgarði og þangað safnar hann öllum þeim sem deyja í bardaga og gerir þá að einherjum.

Veggir Valhallar eru þaktir spjótum og skjöldum og brynjur liggja á bekkjum. Valkyrjur vísa einherjum til sætis í Valhöll þar sem þeir borða kjöt af geltinum Sæhrímni og drekka mjöð úr spenum geitarinnar Heiðrúnar.

Valkyrjur eru stríðsmeyjar sem hafa áhrif á gang orrustu. Þær ráða því hverjir deyja og verða að einherjum. Valkyrjur færa Óðni hinar föllnu hetjur til Valhallar og bera einherjum öl.

Vanir er önnur tveggja goðaætta (hin er æsir) og kemur úr Vanaheimum.

Vé(i) er eitt hinna fyrstu goða, sonur Bors og tröllkonunnar Bestlu, bróðir Óðins og Vilja.

Vilji er eitt hinna fyrstu goða, sonur Bors og tröllkonunnar Bestlu, og bróðir Óðins og Vés.

Vingólf eða Víngólf er fagur salur gyðjanna í Ásgarði.

Víðar heitir einn ásanna, sonur Óðins og tröllkonunnar Gríðar.

Völva er kona sem getur spáð fyrir um framtíðina.

 

Yggdrasill eða askur Yggdrasils heitir heimstré hinna norrænu goðsagna. Króna hans breiðir sig yfir allan heiminn og rætur hans teygja sig til þriggja átta. Ein rótin nær til Niflheims, þar er brunnurinn Hvergelmir og drekinn Níðhöggur nagar rótina. Önnur rótin er í Jötunheimum, þar er Mímisbrunnur og vitri jötunninn Mímir. Þriðja rótin er á himnum, við hana er Urðarbrunnur.

Ýmir heitir frumjötunn norrænu sköpunarsögunnar. Hann var tvíkynja og jók kyn sitt þannig að annar fótur hans eignaðist son með hinum og eru þaðan komnar ættir hrímþursa.

 

Þór er hinn norræni þrumuguð. Hann er sonur Óðins og bróðir Baldurs. Móðir Þórs er Jörð. Nöfn allra barna Þórs minna á ógurlega krafta hans: synir hans eru Móði og Magni og dóttir hans heitir Þrúður. Kona Þórs heitir Sif og Ullur er stjúpsonur hans. Þór er stór vexti, sterklegur og rauðskeggjaður, með stingandi augnaráð og mikill drykkju- og matmaður. Þór er sterkastur ása og ver goð og men gegn hættulegum öflum Útgarðs: jötnum og Miðgarðsormi. Höll Þórs stendur á Þrúðvangi í Ásgarði og heitir Bilskirnir. Þór á mikinn vagn sem hafrarnir Tanngrisnir og Tanngnjóstur draga.

Þrúðvangur er staður í Ásgarði þar sem bústaður Þórs, Bilskirnir, stendur.

Þurs, jötunn og tröll eru samheiti yfir óvinveitt illþýði úr Útgarði sem ógna Ásgarði og Miðgarði og Þór berst gjarnan við.

 

Æsir eru stærri ættin í norrænni goðafræði. Hin ættin er vanir. Til ása teljast helstu og æðstu goðin. Eftir sköpunheimsins bjuggu æsir til röð og reglu, settu sól og mána upp á himininn þannig að sólarhringurinn skiptist í dag og nótt. Þeir reistu Ásgarð. Vegna epla Iðunnar haldast æsir síungir.

 

Öku-Þór er auknefni Þórs sem væntanlega er dregið af því að einn einkennisgripa Þórs er vagn sem dreginn er af tveimur höfrum, Tanngnjósti og Tanngrisni.