Skírnismál

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenell

25. Kafli
Skírnismál

Freyr, sem birtir sig i mörgum jarðarhöllum sat á Liðskjálfi þegar hann sá kvenjötuninn Gerði í hallargarði föðurs hennar. Hann varð gagntekin af ást til hennar og vil beiðast hennar fyrir brúði sína. Goðin geta hinsvegar ekki farið beint í niður í efnið og því sendi Freyr liðsmann sinn, Skírni til að biðja hennar fyrir sína hönd. Skírnir kynnti sig fyrir Gerði sem „ ekki af álfum, né Ásasonur og ekki enn, einn af hinum vísu Vönum“ (18). Hvað var hann þá?
Skírnir, merkir hin skínandi, geisli hins guðlega, sendiboði sem getur farið í lægri heima til þess að upplýsa mannkynið — jötnamærin. Útbúinn með hest og goðasverð, ríður Skírnir til jötunheima og nær tali af Gerði en hún hafnar öllum hans tilraunum. Epli ódauleikans freistar hennar ekki, né „hringurinn sem brann með Óðinssyni“ (Baldri), sem gefur af sér átta slíka níundu hverja nótt — faðir hennar, segir hún eiga nægt gull. Hún bregst heldur ekki við hótunum um að áframhaldandi og enn meiri vonsku í jötunheimum. Hinsvegar þegar hún fær að sjá framtíð sína — eyðing vegna „vanmáttar, heimsku og losta“ — samþykkir hún loks að hitta goðið í hinum helga lundi, Barra (39).

Það er auðveldlega hægt að dæma Skírnismál sem algjöra vitleysu, ef ekki væri fyrir ákveðna hliðstæða þætti í öðrum sögnum um birtingu hins goðumlíka niður í mannheim, -sendiboði stígur niður. Þetta ásamt „gíslum“ sem Vanir sendu Ásum er þétting á guðlegum geisla af hærri stigum niður í lægri svið, og tilgangurinn sá að koma göfgandi áhrifum niður í grófa andrúmsloftið á þeim sviðum. Á tilteknum tímamótum hafa slíkir atburðir á sér stað á jörðunni þegar andlegur fræðari birtir sig í mannlegum líkama og veitir mannkyninu innblástur. Krishna, Lao-tse, Sankaracharya, og sá sem hefðin hefur nefnt Krist, sem og aðra eru dæmi um slíka sendiboða. Þeir koma fram með ákveðnu millibili, Krishna sagði, „ Ég birti sjálfan mig meðal þeirra sköpuðu, Ó sonur Bharata, hvenær sem hnignun siðgæðis manna og óréttlæti ræður heiminum mun ég birtast, öld eftir öld til að viðhalda réttlætinu, eyða þeim illu og koma á kærleika.“ Í hvert sinn sem slíkur sendiboði birtist á meðal manna, slær hann nýjan tón sannleikans sem hljómar um einhvern tíma, ný hringrás hefst og færir með sér ferskan skilning á hinum eilífu sannindum.
Í þessu ljósi birtist leiðangur Skírnis sem einn slíkur atburður sem átti sér stað fyrir örófi alda — guðleg birting, til að innblása Gerði, (kynþætti) dóttur jötunsins (kynstofns).
Nokkrar hindranir varð að yfirvinna áður en hægt var að stíga niður.

Hin geislandi sendiboði varð að ráða yfir hesti sem gat komist yfir „hreinsunarelda“ sem umhringdu bústaði Ásanna. Hann varð að vera vopnaður sverði sem stjórnaði sér sjálft í bardaga við Jötna „ef sá er horskur, er hefur“ (9). Í sögum af Frey er sverð hans tiltölulega stutt, varla faðms langt. Hver sem beitir því verður að vera óhræddur við að nálgast andstæðinginn og úrræðagóður til að skaðast ekki, sá sem býr yfir andlegum vilja er bæði óhræddur og vitur.
Gerður táknar auðsjáanlega tímabil sem er svipað okkar, þ.e. með mikilli efnislegri hæfni og eftirsókn eftir gæðum þess heims. Hún er ánægð með gnægðir jötunheimsins sem er hennar og kærir sig ekkert um það sem sendiboði guðanna hefur að bjóða. Aðeins þegar hún áttar sig á hvaða endalausar hörmungar efnisgræðgin mun leiða af sér fyrir heim hennar (sér rúnirnar), ákveður hún að lokum að hitta sendiboða guðanna í helgum friðarlundi.
Áhugavert atriði í kvæðinu kemur fram þegar fjallað er um Skaða, stjúpmóðir Gerðar, Skaði merkir sá sem er skaðaður. Hún er ung ástrík eiginkona Njarðar, hins eilífa Satúrnusar, guðs tímans. Við vitum að það var hún sem hengdi eitraða höggorminn yfir andlit Loka og jók þjáningar hans í neðri heimum, hún ýtir einnig undir Skírni að spyrja Frey hvað angri hann. Þetta er ekki auðvelt vandamál að leysa, en þarf að skoða. Er það mögulegt að Skaði sé í norrænni goðafræði eins og hin dularfulla Narada í austrænni heimsspeki — aflið sem kemur á tafarlausum þjáningum, en langtímaáhrifin eru til að greiða leið fyrir uppbyggjandi framtíðargrósku? Hvort Skaði er tákngerfingur eyðingarafla til að flýta frekari þróun verður að vera ósvarað.

26. Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________

Skírnismál

Freyr, sonr Njarðar, hafði einn dag setzt í Hliðskjálf, ok sá um heima alla. Hann sá í Jötunheima ok sá þar mey fagra, þá er hon gekk frá skála föður síns til skemmu. Þar af fekk hann hugsóttir miklar. Skírnir hét skósveinn Freys. Njörðr bað hann kveðja Frey máls. Þá mælti Skaði:
1.
„Rístu nú, Skírnir,
ok gakk skjótt at beiða
okkarn mála mög
ok þess at fregna,
hveim inn fróði sé
ofreiði afi.“

Skírnir kvað:
2.
„Illra orða
er mér ón at ykkrum syni,
ef ek geng at mæla við mög
ok þess at fregna,
hveim inn fróði sé
ofreiði afi.“

3.
„Segðu mér þat, Freyr,
folkvaldi goða,
ok ek vilja vita:
Hví þú einn sitr
endlanga sali,
minn dróttinn, um daga?“

Freyr kvað:
4.
„Hví um segjak þér,
seggr inn ungi,
mikinn móðtrega?
Því at álfröðull
lýsir um alla daga
ok þeygi at mínum munum.“

Skírnir kvað:
5.
„Muni þína
hykk-a ek svá mikla vera,
at þú mér, seggr, né segir,
því at ungir saman
várum í árdaga,
vel mættim tveir trúask.“

Freyr kvað:
6.
„Í Gymis görðum
ek ganga sá
mér tíða mey;
armar lýstu,
en af þaðan
allt loft ok lögr.“

7.
„Mær er mér tíðari
en manna hveim
ungum í árdaga;
ása ok alfa
þat vill engi maðr
at vit samt séim.“

Skírnir kvað:
8.
„Mar gefðu mér þá
þann er mik um myrkvan beri
vísan vafrloga,
ok þat sverð,
er sjalft vegisk
við jötna ætt.“
Freyr kvað:
9.
„Mar ek þér þann gef,
er þik um myrkvan berr
vísan vafrloga,
ok þat sverð,
er sjalft mun vegask
ef sá er horskr, er hefr.“
Skírnir mælti við hestinn:
10.
„Myrkt er úti,
mál kveð ek okkr fara
úrig fjöll yfir,
þursa þjóð yfir;
báðir vit komumk,
eða okkr báða tekr
sá inn ámáttki jötunn.“

Skírnir reið í Jötunheima til Gymisgarða. Þar váru hundar ólmir ok bundnir fyrir skíðgarðs hliði, þess er um sal Gerðar var. Hann reið at þar, er féhirðir sat á haugi, og kvaddi hann:
11.
„Segðu þat, hirðir,
er þú á haugi sitr
ok varðar alla vega:
Hvé ek at andspilli
komumk ins unga mans
fyr greyjum Gymis?“

Hirðir kvað:
12.
„Hvárt ertu feigr,
eða ertu framgenginn?
— — —
Andspillis vanr
þú skalt æ vera
góðrar meyjar Gymis.“

Skírnir kvað:
13.
„Kostir ro betri
heldr en at klökkva sé,
hveim er fúss er fara;
einu dægri
mér var aldr of skapaðr
of allt líf of lagit.“

Gerðr kvað:
14.
„Hvat er þat hlym hlymja,
er ek heyri nú til
ossum rönnum í?
Jörð bifask,
en allir fyrir
skjalfa garðar Gymis.“

Ambátt kvað:
15.
„Maðr er hér úti,
stiginn af mars baki,
jó lætr til jarðar taka.“
— — —

Gerðr kvað:
16.
„Inn bið þú hann ganga
í okkarn sal
ok drekka inn mæra mjöð;
þó ek hitt óumk,
at hér úti sé
minn bróðurbani.

17.
Hvat er þat alfa
né ása sona
né víssa vana?
Hví þú einn of komt
eikinn fúr yfir
ór salkynni at séa?“

Skírnir kvað:
18.
„Emk-at ek alfa
né ása sona
né víssa vana;
þó ek einn of komk
eikinn fúr yfir
yður salkynni at séa.“

19.
„Epli ellifu
hér hef ek algullin,
þau mun ek þér, Gerðr, gefa,
frið at kaupa,
at þú þér Frey kveðir
óleiðastan lifa.“

Gerðr kvað:
20.
„Epli ellifu
ek þigg aldregi
at mannskis munum,
né vit Freyr,
meðan okkart fjör lifir,
byggjum bæði saman.“

Skírnir kvað:
21.
„Baug ek þér þá gef,
þann er brenndr var
með ungum Óðins syni;
átta eru jafnhöfðir,
er af drjúpa
ina níundu hverja nótt.“

Gerðr kvað:
22.
„Baug ek þikk-a-k,
þótt brenndr séi
með ungum Óðins syni;
er-a mér gulls vant
í görðum Gymis,
at deila fé föður.“

Skírnir kvað:
23.
„Sér þú þenna mæki, mær,
mjóvan, málfáan,
er ek hef í hendi hér?
Höfuð höggva
ek mun þér hálsi af,
nema þú mér sætt segir.“

Gerðr kvað:
24.
„Ánauð þola
ek vil aldregi
at mannskis munum;
þó ek hins get,
ef it Gymir finnizk,
vígs ótrauðir,
at ykkr vega tíði.“

Skírnir kvað:
25.
„Sér þú þenna mæki, mær,
mjóvan, málfáan,
er ek hef í hendi hér?
Fyr þessum eggjum
hnígr sá inn aldni jötunn,
verðr þinn feigr faðir.

26.
Tamsvendi ek þik drep,
en ek þik temja mun,
mær, at mínum munum;
þar skaltu ganga,
er þik gumna synir
síðan æva séi.

27.
Ara þúfu á
skaltu ár sitja
horfa heimi ór,
snugga heljar til;
matr né þér meir leiðr
en manna hveim
innfráni ormr með firum.

28.
At undrsjónum þú verðir,
er þú út kemr;
á þik Hrímnir hari,
á þik hotvetna stari;
víðkunnari þú verðir
en vörðr með goðum,
gapi þú grindum frá.

29.
Tópi ok ópi,
tjösull ok óþoli,
vaxi þér tár með trega;
sezk þú niðr,
en ek mun segja þér
sváran súsbreka
ok tvennan trega:

30.
Tramar gneypa
þik skulu gerstan dag
jötna görðum í;
til hrímþursa hallar
þú skalt hverjan dag
kranga kostalaus,
kranga kostavön;
grát at gamni
skaltu í gögn hafa
ok leiða með tárum trega.

31.
Með þursi þríhöfðuðum
þú skalt æ nara,
eða verlaus vera;
þitt geð grípi,
þik morn morni;
ver þú sem þistill,
sá er var þrunginn
í önn ofanverða.

32.
Til holts ek gekk
ok til hrás viðar,
gambantein at geta,
gambantein ek gat.

33.
Reiðr er þér Óðinn,
reiðr er þér Ásabragr,
þik skal Freyr fíask,
in firinilla mær,
en þú fengit hefr
gambanreiði goða.

34.
Heyri jötnar,
heyri hrímþursar,
synir Suttungs,
sjalfir ásliðar,
hvé ek fyrbýð,
hvé ek fyrirbanna
manna glaum mani,
manna nyt mani.

35.
Hrímgrímnir heitir þurs,
er þik hafa skal
fyr nágrindr neðan;
þar þér vílmegir
á viðarrótum
geitahland gefi;
æðri drykkju
fá þú aldregi,
mær, af þínum munum,
mær, at mínum munum.

36.
Þurs ríst ek þér
ok þría stafi,
ergi ok æði ok óþola;
svá ek þat af ríst,
sem ek þat á reist,
ef gerask þarfar þess.“

Gerðr kvað:
37.
„Heill ver þú nú heldr, sveinn,
ok tak við hrímkálki
fullum forns mjaðar;
þó hafðak ek þat ætlat,
at myndak aldregi
unna vaningja vel.“

Skírnir kvað:
38.
„Örendi mín
vil ek öll vita,
áðr ek ríða heim heðan,
nær þú á þingi
munt inum þroska
nenna Njarðar syni.“

Gerðr kvað:
39.
„Barri heitir,
er vit bæði vitum,
lundr lognfara;
en eft nætr níu
þar mun Njarðar syni
Gerðr unna gamans.“

Þá reið Skírnir heim. Freyr stóð úti ok kvaddi hann ok spurði tíðenda:
40.
„Segðu mér þat, Skírnir,
áðr þú verpir söðli af mar
ok þú stígir feti framar:
Hvat þú árnaðir
í Jötunheima
þíns eða míns munar?“

Skírnir kvað:
41.
„Barri heitir,
er vit báðir vitum,
lundr lognfara;
en eft nætr níu
þar mun Njarðar syni
Gerðr unna gamans.“

Freyr kvað:
42.
„Löng er nótt,
langar ro tvær,
hvé of þreyjak þrjár?
Oft mér mánaðr
minni þótti
en sjá half hýnótt.“

 

26. Kafli

Efnisyfirlit

Að lokum

Launsagnirnar kenna okkur að þekkja sannleikann og virða hann, ekki sem gögn sem geyma má í tölvuminni, heldur vaxandi svið sannleika sem gefur okkur enn skýrari mynd og opnar skilning á innri sviðum lifandi alheims. Þessi fullvissa um guðlegan uppruna okkar og alheimsörlög gefur okkur grunn sem ávallt er gildur. Ekkert gildishlaðið mat á kostum (sem geta orðið gallar ef þeim er misbeitt), heldur traustur persónuleiki, innri vegvísir sem bendir til réttrar áttar við allar aðstæðum.

Grímur Óðins

Elsa-Brita Titchenell

 

28 Kafli

Að lokum

Lesandi sem þraukað hefur fram að þessum kafla, hefur tekið eftir því að engar myndir eru af guðum eða jötnum sem oft prýða slíkar bækur, m.a. sem sýna kraftalegan Þór með frumstæðan steinhamar. Slíkum skreytingum hefur verið sleppt hér því þær lítisvirða forna goðafræði meira en nokkuð annað. Hér hefur verið reynt að fjalla um efni goðsagnanna, þ.e náttúruöflin og efnið í alheiminum, andstætt þeim hefðbundna sið að setja þessar sagnaverur í mannlegt líki og gæða efnið eiginleikum sem það hefur ekki. Hvorki plánetu eða stjörnuefni er hægt að manngera né gefa því eiginleika sem er umfram náttúru þess.
Þegar við höfum farið yfir lítin hluta Sæmundar Eddu, og með stuttum útúrdúrum í annað efni , ættum við nú að vera nokkuð vel kunnug þeirri aðferð sem sagnaskrifarnir notuðu til að skrá vísindi guðanna. Gegnum hina sérstöku galdra goðsagnanna lærum við af upprunanum, um aldur og endir hlutanna, því við erum hvert og eitt okkar, hin leitandi Óðinn. Vankvæðin sem við stöndum frammi fyrir þegar draga þarf efnið niður í það einfalda, er sama krafan og fyrir andann í efninu, sem hangir á lífsins tré, slitinn frá hærri heimum: Óðinn hið neðra helgaður Óðni hinum efra á trénu er hann leitar í djúpinu að rúnum viskunnar og lyftir þeim með söng, hljóði, hreyfingu, athöfn.
Í Völuspá og Grimnismálum fáum við yfirsýn á myndun alheimsins, sýn á lifandi heima sem snúa aftur til birtingar eftir kosmíska hvíld. Við sjáum goðin taka sæti sín, koma saman til ráðagerða og hvaða sess þær háu verur skipa á greinum Tré Lífsins. Við lærum hver mannlegur uppruni er, að við erum upprunin úr kosmísku sköpunarafli, samsett úr alheimslegum þáttum sem gefur okkur eiginleika sem tilheyra okkar tegund.
Aðrar goðsagnir hafa tilvísun í okkar hnött og mannkynin sem tekið hafa hvert við af öðru sem og jötna og risa sem sýna okkur mismunandi sérkenni og nýja reynslu sem nærir þraukandi vitundina. Mannlegur andi ferðast um svið og kima Alheimstréðs í leit að reynslu, á sama hátt og við erum hýsill fyrir óteljandi heima atóma í okkar eigin líkama, samtímis og okkar eigin álfur (egó) hegðar sér í samræmi við hina guðdómlegu hamingju (andann) eða hleypur eftir dverginum (náttúruöflunum) í eðli okkar. Okkar efnislíkami, steinaríkið sem og önnur náttúruríki byggja upp plánetur sólkerfisins á sama hátt og líf atómanna byggja okkar eigin líkama og tilheyrir þeim heimi sem við lifum í.
Goðsagnirnar eru einkar skiljanlegar og engin ástæða til auðtrúar á þær, kerfin samtvinnast og kvíslar þeirra á lífstrénu eru í sjálfu sér sjálfstæð tré sem vaxa og greinast áfram innan heildarinnar. Goðin á sínum eigin sviðum, byggingaröflin, hafa engin afskipti af málefnum manna, þau eru skapandi og raunverulegir heimar sem er okkur lokaðir, en engu síður möguleg framtíð okkar. Því við erum líkt og börn í heimi fullorðinna, náum þeim í hné í mikilfengleika þeirra og sjáum aðeins brot af eiginleikum þeirra.
Heimarnir lifa og deyja, lifna við og hverfa aftur. Að loknu hverju plánetulífi leita goðin lærdóms af „ ávöxtum andans“ sem hann hefur öðlaðist í birtingu sinni. Á okkar mannlega sviði förum við inní okkar eigin hnattstarfsemi og öðlumst einhvern „mjöð“ sem gleður okkar innri mann og hverfum til annars heims, sem hefur aðra samsetningu, annan þéttleika og önnur reynslusvið fyrir vaxandi vitund til að reyna. Íkorn vitundarinnar sem hoppar um á greinum lífsins tré og hefur þannig aðgang að mörgum sviðum þess, en það sem tekur til eins sviðs hefur ekki sömu tilvísun á öðrum, þó við tilheyrum þeim öllum. Við lifum og lærum í þeim öllum, en hver eðlisþáttur okkar hefur sína heimahöfn í einhverjum þeirra.
Alveg frá því að hugur og vilji fyrri mannkyna var hraðað til að hugsa og velja og frá því að þeirra, — okkar — fyrstu skref sem mannlegar verur var stýrt af „uppbyggjandi öflum“ í líkingu Rígs, hefur leið okkar legið yfir margar mýrar og kviksendi þar sem innra ljósið var dimmt, en líka yfir tinda mikils innblásturs. Sem hluti hins skapandi alheims getur hinn mannlegi hugur ekki aðskilið sig frá honum, né hafnað því að vera hluti hans. Við erum fullvissuð af goðsögunum að þrautaganga okkar gegnum efnisdal sjálfshyggjunnar muni enda og við endurheimtum guðleika okkar réttilega og öðlumst vitund og ábyrgðarverk í stjórnun heimsins. Því innan oss er ótvíræður tengill við hina björtu vitund sem stjórnar plánetu og sólkerfum. Þau eru tignarveldi þar sem eðli þeirra gegnsýrir þá heima á sama hátt og mannleg vera gegnsýrir með vitund sinni allt líf innan sálar og líkama síns. Þó að við missum stundum snertingu við uppljómun okkar, hefur hugarheimurinn sem við dveljum í ótal neista sem geyma sannleikann.
Á þessari vegferð hefur ljós hugljómunar aldrei slokknað, ávallt hefur verið til staðar launhelgar hugmyndir á öllum tímum fyrir þá sem leita sanninda af heilum hug. Þess vegna hafa goðsagnir og launsagnir lifað. Þegar innri nauðsyn og umhyggja ræður verða þær að fullu þekktar, á öðrum tímum munu þær verða leyndar í dularbúningi skemmtisagna og æfintýra. Þegar þær eru rannsakaðar birta þær eilíf verðmæti og eiginleika og kenna okkur að lifa , því, eins og þær sýna okkur greinilega, þá er hlutverk mannríkisins að umbreyta grófu efni jötnaheims okkar í varanlegt verðmæti vitundar — mjöðin sem nærir goðin — í okkur og kerfum heimsins.
Launsagnirnar kenna okkur að þekkja sannleikann og virða hann, ekki sem gögn sem geyma má í tölvuminni, heldur vaxandi svið sannleika sem gefur okkur enn skýrari mynd og opnar skilning á innri sviðum lifandi alheims. Þessi fullvissa um guðlegan uppruna okkar og alheimsörlög gefur okkur grunn sem ávallt er gildur. Ekkert gildishlaðið mat á kostum (sem geta orðið gallar ef þeim er misbeitt), heldur traustur persónuleiki, innri vegvísir sem bendir til réttrar áttar við allar aðstæðum.
Túlkunin sem hér er færð fram er alls ekki tæmandi heldur sýnir aðeins meginútlínur í theosófískri heimsspeki sem hægt er að þekkja í sögnum og kvæðum Eddu. Ekki hafa öll tákn verið ráðin né allar kenningar útskýrðar. Margt mun lesandin rekast á sem ekki er útskýrt. Margar setningar eru of snúnar til að skilja og eru því skildar eftir fyrir innsæi lesandans. Því er trúað að með almennum lyklum táknfræðinnar geti hugsandi og greinandi lesandi fundið frekari skilning, ekki aðeins á norrænni goðafræði heldur einnig öðrum launsögnum heimsins. Það sem hefur verið skoðað vel er einnig ófullkomið, því það er aðeins lítill hluti efnisins sem til staðar er í Eddunum. Ef þessi hluti rúnaviskunnar getur hvatt aðra til að takast á við frekari rannsóknir á þessum gögnum, er tilgangnum náð. Það er raunveruleg þörf í nútímanum á að endurheimta andlegan áhuga og ástæðurnar fyrir tilvist mannsins áður en við hellum okkur í alheiminn án merkingar. Gömlu goðin eru ekki dauð, langt frá því. Þeir ganga til skyldna sinna við að halda heimunum í réttum takti, þeir tryggja jafnvægi í náttúruöflunum og viðhalda á öllum sviðum þau viðkvæmu áhrif sem heilla okkur í efnisumhverfi okkar. Meistaraverk náttúrunnar er maðurinn. Náttúruríkin sem fylgja okkur eiga mikið undir okkur og þjást ómælt af misstökum okkar, en þau sem á undan okkur fóru í þróunarstiganum, eru ekki bundin af fávisku okkar, en eru engu að síður án samvinnu við okkur þegar við gerum ekki okkar besta sem menn.
Það er nauðsynlegt að við öðlumst vitund um næstu skref að Óði okkar, mannlegri sál, sem verður að bindast hinni himneskri brúði sinni við ferðalok, eftir langa leið um vindkalda dali efnisins og á langri fortíð safnaði saman eiginleikum og hæfni. Aðeins þegar við erum undirbúin og viljug getum við fullgilt mannleg örlög okkar sem Svipdagur sameinaður Meðgleði, hamingju okkar, sameinuð í takmarki ára og alda.
________________________________________

Efnisyfirlit

Rígsþula

Rígur (1) er geisli Heimdallar „hvítasti Ás,“ áhrif sólarinnar. Táknrænt er hægt að jafna honum við Tý, guð upphafsins og við stjörnumerkið Hrútinn. Þulan er um hvernig guðkennd áhrif komu niður í mannkynið í þremur stigum fyrir óralöngu. Mannkynið var mállaust og án hugsunar og vegalaust, flaut áfram í hægagangi þróunarbrautarinnar án hvata eða löngunar til þroska, þegar samúðarfullur guð leit niður á það:

Grí­mur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

18. Rígsþula

Þetta er saga um vakningu mannkynsins úr dýraríkinu inn í frummanninn, steinaldarmanninn, þar sem þjálfun hans byrjaði, verkfæragerð og fullkomnun mannlegra verkfæra, löngu,löngu áður en mannkynið hafði öðlast hæfileikana sem skila okkur frá dýrunum í dag, þ.e. talsmál, afstæð hugsun, handverk, list og sköpun.
Rígur (1) er geisli Heimdallar „hvítasti Ás,“ áhrif sólarinnar. Táknrænt er hægt að jafna honum við Tý, guð upphafsins og við stjörnumerkið Hrútinn. Þulan er um hvernig guðkennd áhrif komu niður í mannkynið í þremur stigum fyrir óralöngu. Mannkynið var mállaust og án hugsunar og vegalaust, flaut áfram í hægagangi þróunarbrautarinnar án hvata eða löngunar til þroska, þegar samúðarfullur guð leit niður á það:
„Ár kváðu ganga
grænar brautir
öflgan ok aldinn
ás kunnigan,
ramman ok röskvan
Ríg stíganda. (1).
Hann ákvað að stíga niður til mannkynsins til að hjálpa manninum að vakna til síns heima, þ.e. ásmegin, guðskapara.
Fyrsta tilraun misheppnaðist, dyrnar að mannheimi, þess auma koti, voru lokaðar (2). Við aðra tilraun fann guð mann í betri húsakynnum þar sem dyrnar voru í hálfa gátt, (13) — að hluta móttækilegur11. Við þriðju tilraun fann hann mann í höll þar sem dyr voru opnar (23), það mannlega form var hæft til að móttaka guðleg áhrif í sjálfmeðvitundar huga.
Frá því varð maðurinn sjálfsmeðvitaður og fær um að ákvarða örlög sín. Með huganum kom frjáls vilji og með frjálsu vali fylgdi ábyrgð og maðurinn varð ábyrgur fyrir hugsunum sínum og athöfnum, sem og siðferði og vitsmunum. Það er eftirtektarvert að afkomanda guðsins í þriðju dvölinni var gefin þekking rúnanna sem hann meðtók og tók sér nafnið Rígur. Þessi kynstofn gat af sér síðari mannkyn þar sem yngsti konungurinn var hæfileikaríkur; „Klök nam fugla, kyrra elda, sefa of svefja, sorgir lægja,
Óvænt niðurstaða er í lok þulunnar þar sem kráka varar konung við að veiða fugla, heldur fremur ætti hann að ríða hestum, draga sverð og fella óvini:
„Hvat skaltu, Konr ungr,
kyrra fugla?
Heldr mætti ér
hestum ríða,
[hjörvi bregða]
ok her fella.”

Þarna er vísað til þess að hann ætti í stað þess að eltast við dýrslega náttúru,- að taka upp sverð viljans (þekkingu) og berja á óvini mannlegrar framþróunar,— eigingirni og sjálfselsku. Aðvörunin er eins og fyrirboði og áhyggjur af því að kynstofninn víki af þeim háleita vegi sem honum er ætlað6ur. Rígsþula er oft talin lýsa stéttarmun sem var í öllum samfélögum og það má svo sem hafa verið, en við ættum að hafa í huga að launsagnir hafa að geyma margvíslega djúpa merkingu sem er jafnvel á mörkum þess að við skiljum í dag. Ef við lítum á þróun fyrst og fremst sem birtingu vitundar klædda í form og persónuleika sjáum við hina guðlegu samúð stíga niður í Ríg, þennan guðumlíka forföður okkar sem kom og gaf okkur þá sérstöku mannlegu eiginleika er birtast smám saman sem reynsla okkar í lífi eftir líf og mun að lokum fullkomna mannkynið.

19. Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________
Rígsþula
Svá segja menn í fornum sögum, at einnhverr af ásum, sá er Heimdallr hét, fór ferðar sinnar ok fram með sjóvarströndu nökkurri, kom at einum húsabæ ok nefndist Rígr. Eftir þeiri sögu er kvæði þetta:

1.
Ár kváðu ganga
grænar brautir
öflgan ok aldinn
ás kunnigan,
ramman ok röskvan
Ríg stíganda.

2.
Gekk hann meir at þat
miðrar brautar;
kom hann at húsi,
hurð var á gætti;
inn nam at ganga,
eldr var á golfi;
hjón sátu þar
hár at arni,
Ái ok Edda,
aldinfalda.

3.
Rígr kunni þeim
ráð at segja;
meir settisk hann
miðra fletja,
en á hlið hvára
hjón salkynna.

4.
Þá tók Edda
ökkvinn hleif,
þungan ok þykkvan,
þrunginn sáðum;
bar hon meir at þat
miðra skutla,
soð var í bolla,
setti á bjóð;
var kalfr soðinn
krása beztr.

5.
Rígr kunni þeim
ráð at segja;
reis hann upp þaðan,
réðsk at sofna;
meir lagðisk hann
miðrar rekkju,
en á hlið hvára
hjón salkynna.

6.
Þar var hann at þat
þríar nætr saman,
gekk hann meir at þat
miðrar brautar;
liðu meir at þat
mánuðr níu.

7.
Jóð ól Edda
jósu vatni,
hörvi svartan,
hétu Þræl.

8.
Hann nam at vaxa
ok vel dafna;
var þar á höndum
hrokkit skinn,
kropnir knúar,
fingr digrir,
fúlligt andlit,
lotr hryggr,
langir hælar.

9.
Nam han meir at þat
magns of kosta,
bast at binda,
byrðar gerva;
bar hann heim at þat
hrís gerstan dag.

10.
Þar kom at garði
gengilbeina,
aurr var á iljum,
armr sólbrunninn,
niðrbjúgt er nef,
nefndisk Þír.

11.
Miðra fletja
meir settisk hon;
sat hjá henni
sonr húss;
ræddu ok rýndu,
rekkju gerðu
Þræll ok Þír
þrungin dægr.

12.
Börn ólu þau,
– bjuggu ok unðu, –
hygg ek at héti
Hreimr ok Fjósnir,
Klúrr ok Kleggi,
Kefsir, Fúlnir,
Drumbr, Digraldi,
Dröttr ok Hösvir.
Lútr ok Leggjaldi;
lögðu garða,
akra töddu,
unnu at svínum,
geita gættu,
grófu torf.

13.
Dætr váru þær
Drumba ok Kumba,
Ökkvinkalfa
ok Arinnefja,
Ysja ok Ambátt,
Eikintjasna,
Tötrughypja
ok Trönubeina.
Þaðan eru komnar
þræla ættir.

14.
Gekk Rígr at þat
réttar brautir,
kom hann at höllu,
hurð var á skíði,
inn nam at ganga,
eldr var á golfi,
hjón sátu þar,
heldu á sýslu.

15.
Maðr teglði þar
meið til rifjar;
var skegg skapat,
skör var fyrir enni,
skyrtu þröngva,
skokkr var á golfi.

16.
Sat þar kona,
sveigði rokk,
breiddi faðm,
bjó til váðar;
sveigr var á höfði,
smokkr var á bringu,
dúkr var á halsi,
dvergar á öxlum.
Afi ok Amma
áttu hús.

17.
Rígr kunni þeim
ráð at segja;
[meir settisk hann
miðra fletja,
en á hlið hvára
hjón salkynna].

18.
[Þá tók Amma]
— — —
var kalfr soðinn
krása beztr.

19.
[Rígr kunni þeim
ráð at segja]
reis frá borði,
réð at sofna;
meir lagðisk hann
miðrar rekkju,
en á hlið hvára
hjón salkynna.

20.
Þar var hann at þat
þríar nætr saman;
liðu meir at þat
mánuðr níu.

21.
Jóð ól Amma
jósu vatni,
kölluðu Karl,
kona sveip rifti,
rauðan ok rjóðan,
riðuðu augu.

22.
Hann nam at vaxa
ok vel dafna,
öxn nam at temja,
arðr at gerva,
hús at timbra
ok hlöður smíða,
karta at gerva
ok keyra plóg.

23.
Heim óku þá
hanginluklu,
geitakyrtlu,
giftu Karli;
Snör heitir sú,
settisk und rifti;
bjuggu hjón,
bauga deildu,
breiddu blæjur
ok bú gerðu.

24.
Börn ólu þau,
– bjuggu ok unðu, –
hét Halr ok Drengr,
Hölðr, Þegn ok Smiðr,
Breiðr, Bóndi,
Bundinskeggi,
Búi ok Boddi,
Brattskeggr ok Seggr.

25.
Enn hétu svá
öðrum nöfnum,
Snót, Brúðr, Svanni,
Svarri, Sprakki,
Fljóð, Sprund ok Víf,
Feima, Ristill.
Þaðan eru komnar
karla ættir.

26.
Gekk Rígr þaðan
réttar brautir;
kom hann at sal,
suðr horfðu dyrr,
var hurð hnigin,
hringr var í gætti.

27.
Gekk hann inn at þat,
golf var stráat;
sátu hjón,
sáusk í augu,
Faðir ok Móðir,
fingrum at leika.

28.
Sat húsgumi
ok sneri streng,
alm of bendi,
örvar skefti;
en húskona
hugði at örmum,
strauk of rifti,
sterti ermar.

29.
Keisti fald,
kinga var á bringu,
síðar slæður,
serk bláfáan;
brún bjartari,
brjóst ljósara,
hals hvítari
hreinni mjöllu.

30.
Rígr kunni þeim
ráð at segja;
meir settisk hann
miðra fletja,
en á hlið hvára
hjón salkynna.

31.
Þá tók Móðir
merkðan dúk,
hvítan af hörvi,
hulði bjóð,
hon tók at þat
hleifa þunna,
hvíta af hveiti,
ok hulði dúk.

32.
Framm setti hon
fulla skutla,
silfri varða, á bjóð,
fáin fleski
ok fugla steikða,
vín var í könnu,
varðir kálkar;
drukku ok dæmðu,
dagr var á sinnum.

33.
Rígr kunni þeim
ráð at segja;
reis hann at þat,
rekkju gerði.
Þar var hann at þat
þríar nætr saman;
gekk hann meir at þat
miðrar brautar;
liðu meir at þat
mánuðr níu.

34.
Svein ól Móðir,
silki vafði,
jósu vatni,
Jarl létu heita;
bleikt var hár,
bjartir vangar,
ötul váru augu
sem yrmlingi.

35.
Upp óx þar
Jarl á fletjum;
lind nam at skelfa,
leggja strengi,
alm at beygja,
örvar skefta,
flein at fleygja,
frökkur dýja,
hestum ríða,
hundum verpa,
sverðum bregða,
sund at fremja.

36.
Kom þar ór runni
Rígr gangandi,
Rígr gangandi,
rúnar kendi;
sitt gaf heiti,
son kveðsk eiga;
þann bað hann eignask
óðalvöllu,
óðalvöllu,
aldnar byggðir.

37.
Reið hann meir þaðan
myrkvan við,
hélug fjöll,
unz at höllu kom;
skaft nam at dýja,
skelfði lind,
hesti hleypði
ok hjörvi brá;
víg nam at vekja,
völl nam at rjóða,
val nam at fella,
vá til landa.

38.
Réð hann einn at þat
átján búum,
auð nam skipta,
öllum veita
meiðmar ok mösma,
mara svangrifja,
hringum hreytti,
hjó sundr baug.

39.
Óku ærir
úrgar brautir,
kómu at höllu,
þar er Hersir bjó;
mey átti hann
mjófingraða,
hvíta ok horska,
hétu Erna.

40.
Báðu hennar
ok heim óku,
giftu Jarli,
gekk hon und líni;
saman bjuggu þau
ok sér unðu,
ættir jóku
ok aldrs nutu.

41.
Burr var inn ellsti,
en Barn annat,
Jóð ok Aðal,
Arfi, Mögr,
Niðr ok Niðjungr,
– námu leika, –
Sonr ok Sveinn,
– sund ok tafl, –
Kundr hét enn,
Konr var inn yngsti

42.
Upp óxu þar
Jarli bornir,
hesta tömðu,
hlífar bendu,
skeyti skófu,
skelfðu aska.

43.
En Konr ungr
kunni rúnar,
ævinrúnar
ok aldrrúnar;
meir kunni hann
mönnum bjarga,
eggjar deyfa,
ægi lægja.

44.
Klök nam fugla,
kyrra elda,
sefa of svefja,
sorgir lægja,
afl ok eljun
átta manna.

45.
Hann við Ríg jarl
rúnar deildi,
brögðum beitti
ok betr kunni;
þá öðlaðisk
ok þá eiga gat
Rígr at heita,
rúnar kunna.

46.
Reið Konr ungr
kjörr ok skóga,
kolfi fleygði,
kyrrði fugla.

47.
Þá kvað þat kráka,
sat kvisti ein:
„Hvat skaltu, Konr ungr,
kyrra fugla?
Heldr mætti ér
hestum ríða,
[hjörvi bregða]
ok her fella.

48.
Á Danr ok Danpr
dýrar hallir,
æðra óðal
en ér hafið;
þeir kunnu vel
kjóli at ríða,
egg at kenna,
undir rjúfa.“

49.
Brún bjartari,
brjóst ljósara,
hals hvítari
hreinni mjöllu.

50.
Bjuggu hjón,
bauga deildu.

19. Kafli

Efnisyfirlit