Þrymskviða

Sköpunartáknið, Þórshamar— aflið er setur á gang sköpunarhreyfingu fyrir líf og form fyrir guðina að vinna í — getur augljóslega átt við mörg stig tilverunnar þar sem hvert stig þróunar leiðir af öðru til sköpunar. Mennirnir takmarkast ekki í sköpun sinni við efnisheiminn, við njótum meira frjálsræðis í sköpun nú en á öllum fyrri stigum.

Grímur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenel

17. Þrymskviða (Þórshamri stolið)

Löngu áður en mannkynið varð hugsandi og ábyrgt var Þórshamri, Mjölni, stolið af jötninum Þrym. Hamarinn táknar kraft sem eyðir, skapar og elur, hér er Mjölnir tákn giftingar. Loki, sendiboði guðanna og talsmaður jötnanna er sendur af Þór til að finna Mjölni, hið ómissandi tákn sköpunar og fékk að láni Fjaðurham Freyju. Hann snéri aftur með þau tíðindi að Þrymur hafi falið hann djúpt í iðrum jarðar og jötunin vildi fá í skiptum Freyju sem brúði sína. Freyja sem er drottinn Venusar auk þess að vera systir Freys, drottins Jarðar, táknar eins og við höfum séð, hærri greindarþátt mannkynsins sem hún verndar og gætir sem sitt Brisingamen.
Er Freyja heyrði þessa fáránlegu kröfu Þryms frýsaði hún af slíkri heift að hið dýrmæta men sprakk. Guðirnir voru furðulostnir yfir kröfu Þryms og meðan á umræðu þeirra stóð lagði Heimdallur til að Þór sjálfur tæki á sig ham Freyju í brúðarslöri svo hann gæti endurheimt eign sína. Hörð andstaða Þórs við þessari tillögu var að engu höfð af fundinum og tregur samþykkir hann þá óvirðingu að klæðast fínu líni með tvo rúmaða steina á afturenda sínum og fara til hallar Þryms ásamt Loka í gervi brúðarmeyjar.
Í brúðkaupsveislunni er jötuninn hneykslaður á ofboðslegri matarlyst og þorsta brúðarinnar, en Loki útskýrir að Freyja hafi fastað lengi af eftirvæntingu eftir þessum viðburði. Þrymur beygir sig niður til að kyssa brúðina og lyftir blæjunni en mætir þá leiftrandi augnaráði þrumuguðsins og við það hrökk hann aftur á bak eftir öllum hallarsalnum. Aftur kemur Loki til bjargar með afsökunum sem sannfæra jötuninn (sem auðsýnilega var dálítið treggáfaður).
Þrymur fyrirskipar að Mjölnir sé sóttur og lagður í kjöltu brúðarinnar til staðfestingar giftingunni, þannig að afl1 Þórs var endurheimt eftir misnotkun þess í efnisheiminum af kynstofni sem ekki var meðvitaður um ábyrgð sína sem mannkyn. Það er við hæfi hér að geta þess að öld sjálfselsku er ekki sú fyrsta til að misnota eyðingar og sköpunarmáttinn. Sköpunartáknið, Þórshamar— aflið er setur á gang sköpunarhreyfingu fyrir líf og form fyrir guðina að vinna í — getur augljóslega átt við mörg stig tilverunnar þar sem hvert stig þróunar leiðir af öðru til sköpunar. Mennirnir takmarkast ekki í sköpun sinni við efnisheiminn, við njótum meira frjálsræðis í sköpun nú en á öllum fyrri stigum. Aðlögun greindar okkar og innsæi eru lykilinn að heimi vísinda og lista, við höfum aðgang að andagift, heimspeki og andlegum hugmyndum sem ekki voru tiltæk fyrir „dverga Dvalins.“ Þessi staða setur manninn í þá stöðu að vera ábyrgur fyrir stjórn jarðarinnar og náttúruríkjunum sem fylgja honum.
Þess má geta að guðspekirit geyma sögur um að frá þeim tíma að sköpunarkrafturinn kom til jarðar frá guðasviðum hefur jörðin gengið í gegnum meiri efnisþyngd en var þegar Þórshamri var stolið og má líkja við núverandi ástand. Við höfum jafnvel farið neðar og erum byrjuð að klifra upp úr þessum efnisþunga. Fyrir milljónum ára þegar jörðin náði miðpunkti aldurs síns byrjuðu þyngstu efnisatómin að geisla frá sér efninu, þ.e. urðu geislavirk, þó við höfum nýlega uppgötvað það. Plánetan mun halda áfram að efnisléttast (með sameiningar hléum áfram og með stöðugt meiri hröðun) þar til hún deyr. Samkvæmt Brahma og guðspekiritum erum við komin yfir lægstu stöðu í efnisþyngd og erum byrjuð með hægum skrefum að stíga upp til meiri andlegs þroska. Völundarsaga vísar til myrkasta tímabils 1jarðarinnar og hvert gjaldið var fyrir efnisþyngsta mannkynið. (bls. 202-210).

18. Kafli

Efnisyfirlit

________________________________________

Þrymskviða

1.
Vreiðr var þá Vingþórr
er hann vaknaði
ok síns hamars
of saknaði,
skegg nam at hrista,
skör nam at dýja,
réð Jarðar burr
um at þreifask.

2.
Ok hann þat orða
alls fyrst of kvað:
„Heyrðu nú, Loki,
hvat ek nú mæli
er eigi veit
jarðar hvergi
né upphimins:
áss er stolinn hamri!“

3.
Gengu þeir fagra
Freyju túna,
ok hann þat orða
alls fyrst of kvað:
„Muntu mér, Freyja,
fjaðrhams léa,
ef ek minn hamar
mættak hitta?“.

Freyja kvað:
4.
„Þó munda ek gefa þér
þótt ór gulli væri,
ok þó selja,
at væri ór silfri.“

5.
Fló þá Loki,
– fjaðrhamr dunði, –
unz fyr útan kom
ása garða
ok fyr innan kom
jötna heima.

6.
Þrymr sat á haugi,
þursa dróttinn,
greyjum sínum
gullbönd sneri
ok mörum sínum
mön jafnaði.

Þrymr kvað:
7.
„Hvat er með ásum?
Hvat er með alfum?
Hví ertu einn kominn
í Jötunheima?“

Loki kvað:
„Illt er með ásum,
illt er með alfum;
hefr þú Hlórriða
hamar of folginn?“

Þrymr kvað:
8.
„Ek hef Hlórriða.
hamar of folginn
átta röstum
fyr jörð neðan;
hann engi maðr
aftr of heimtir,
nema færi mér
Freyju at kvæn.“

9.
Fló þá Loki,
– fjaðrhamr dunði, –
unz fyr útan kom
jötna heima
ok fyr innan kom
ása garða.
Mætti hann Þór
miðra garða,
ok þat hann orða
alls fyrst of kvað:

10.
„Hefr þú erendi
sem erfiði?
Segðu á lofti
löng tíðendi,
oft sitjanda
sögur of fallask
ok liggjandi
lygi of bellir.“

Loki kvað:
11.
„Hef ek erfiði
ok erendi;
Þrymr hefr þinn hamar,
þursa dróttinn;
hann engi maðr
aftr of heimtir,
nema hánum færi
Freyju at kván.

12.
Ganga þeir fagra
Freyju at hitta,
ok hann þat orða
alls fyrst of kvað:
„Bittu þik, Freyja,
brúðar líni;
vit skulum aka tvau
í Jötunheima.“

13.
Reið varð þá Freyja
ok fnasaði,
allr ása salr
undir bifðisk,
stökk þat it mikla
men Brísinga:
„Mik veiztu verða
vergjarnasta,
ef ek ek með þér
í Jötunheima.“

14.
Senn váru æsir
allir á þingi
ok ásynjur
allar á máli,
ok um þat réðu
ríkir tívar
hvé þeir Hlórriða
hamar of sætti.

15.
Þá kvað þat Heimdallr,
hvítastr ása,
vissi hann vel fram
sem vanir aðrir:
„Bindum vér Þór þá brúðar líni,
hafi hann it mikla
men Brísinga.

16.
Látum und hánum
hrynja lukla
ok kvenváðir
um kné falla,
en á brjósti
breiða steina
ok hagliga
um höfuð typpum.“

17.
Þá kvað þat Þór,
þrúðugr áss:
„Mik munu æsir
argan kalla,
ef ek bindask læt
brúðar líni!“

18.
Þá kvað þat Loki
Laufeyjar sonr:
„Þegi þú, Þórr,
þeira orða.
Þegar munu jötnar
Ásgarð búa,
nema þú þinn hamar
þér of heimtir.“

19.
Bundu þeir Þór þá
brúðar líni
ok inu mikla
meni Brísinga,
létu und hánum
hrynja lukla
ok kvenváðir
um kné falla,
en á brjósti
breiða steina,
ok hagliga
um höfuð typpðu.

20.
Þá kvað Loki
Laufeyjar sonr:
„Mun ek ok með þér
ambótt vera,
vit skulum aka tvær
í Jötunheima.“

21.
Senn váru hafrar
heim of reknir,
skyndir at sköklum,
skyldu vel renna;
björg brotnuðu,
brann jörð loga,
ók Óðins sonr
í Jötunheima.

22.
Þá kvað þat Þrymr,
þursa dróttinn:
„Standið upp, jötnar,
ok stráið bekki,
nú færa mér
Freyju at kván
Njarðar dóttur
ór Nóatúnum.

23.
Ganga hér at garði
gullhyrnðar kýr,
öxn alsvartir
jötni at gamni;
fjölð á ek meiðma,
fjölð á ek menja,
einnar mér Freyju
ávant þykkir.“

24.
Var þar at kveldi
of komit snemma
ok fyr jötna
öl fram borit;
einn át oxa,
átta laxa,
krásir allar,
þær er konur skyldu,
drakk Sifjar verr
sáld þrjú mjaðar.

25.
Þá kvat þat Þrymr,
þursa dróttinn:
„Hvar sáttu brúðir
bíta hvassara?
Sák-a ek brúðir
bíta breiðara,
né inn meira mjöð
mey of drekka.“

26.
Sat in alsnotra
ambótt fyrir,
er orð of fann
við jötuns máli:
„Át vætr Freyja
átta nóttum,
svá var hon óðfús
í Jötunheima.“

27.
Laut und línu,
lysti at kyssa,
en hann útan stökk
endlangan sal:
„Hví eru öndótt
augu Freyju?
Þykki mér ór augum
eldr of brenna.“

28.
Sat in alsnotra
ambótt fyrir,
er orð of fann
við jötuns máli:
„Svaf vætr Freyja
átta nóttum,
svá var hon óðfús
í Jötunheima.“

29.
Inn kom in arma
jötna systir,
hin er brúðféar
biðja þorði:
„Láttu þér af höndum
hringa rauða,
ef þú öðlask vill
ástir mínar,
ástir mínar,
alla hylli.

30.
Þá kvað þat Þrymr,
þursa dróttinn:
„Berið inn hamar
brúði at vígja,
lekkið Mjöllni
í meyjar kné,
vígið okkr saman
Várar hendi.“

31.
Hló Hlórriða
hugr í brjósti,
er harðhugaðr
hamar of þekkði;
Þrym drap hann fyrstan,
þursa dróttin,
ok ætt jötuns
alla lamði.

32.
Drap hann ina öldnu
jötna systur,
hin er brúðféar
of beðit hafði;
hon skell of hlaut
fyr skillinga,
en högg hamars
fyr hringa fjölð.
Svá kom Óðins sonr
endr at hamri.

18. Kafli

Efnisyfirlit

Grímnismál

Grímnir fræðir lærisvein sinn um Tré Lífsins og þeim hættum sem hann kann að mæta. Engin tilraun hefur verið gerð til að útskýra merkingu nafna á elfum, fljótum og ám lífsins (kvæði 27). Meðal þeirra eru nöfn eins og Vegsvinna og Víni (í mörgum útgáfum) er benda til margskonar mismunandi náttúruríkja og stöðu þeirra í þróunarstiganum. Aðeins örfá nöfn þeirra hafa skýra merkingu fyrir okkur í dag Þeim fylgja svo nöfn fáka guðanna.

Grímur Óðins (Masks of Odin)

Else-Brita Titchenell

16. Grímnismál

Grímnismál eru líklega skýrasta innri leiðbeiningin, hvað varðar samsetningu heimanna, sem er að finna í nokkrum þekktum launsögnum. Hún fer saman við lýsingu á innra náttúrulífi sólkerfis okkar úr öðrum áttum, svo sem Kabbala og persneskum og fornum indverskum ritum, og samanborið við The Secret Doctrine er fræðslan í Grímnismálum ótrúlega skýr.
Óðinn í gervi Grímnis (sá sem ber hettu, hulinn) útskýrir fyrir lærisveini sínum, Agnari, uppbyggingu sólkerfisins, frá hinum hæstu hæðum guðleikans niður í harðasta efnisheiminn, og fullkomnar myndina sem dregin var upp í Völuspá um skapandi og eyðandi framgang sem á sér stað í heimi okkar. Stjörnuspekin í goðsögunni er ekki tengd fæðingarkorti eða persónuspá. Hún fjallar um það sem er í lifandi heimum, 66einkenni, athafnir og samskipti plánetuvera og lífgefandi afla sem hreyfast í og um himnahnettina.
Í Grímnismálum kemur fram að fyrstu tveir kynstofnar jarðarinnar voru undir beinni guðlegri umsjón, Agnar, sá eldri sem þjálfaður var af Frigg, móður Æsi, en sá yngri, Geirröður, var undir umsjón Óðins. Alfaðir veldur því að Geirröður tekur stöðu Agnars — seinna mannkynið tekur yfir það fyrsta. Það er nákvæm hliðstæða í Gamla testamentinu þar sem Rebekku er sagt “ Þú gengur með tvær þjóðir, og tveir ættleggir munu af skauti þínu kvíslast. Annar verður sterkari en hinn, og hinn eldri mun þjóna hinum yngri. (Mós 1. 25:23).” Í framhaldi fylgir hin þekkta saga af Esaú sem seldi frumburðarrétt sinn tvíburabróðir sínum.
Þriðji kynstofninn er táknaður með syni Geirröðar sem einnig er kallaður Agnar og er leiðbeint af Grímni, sem nú er kallaður Varatýr (Guðvera eða Guð-sem-er). Drengnum sem hefur öðlast forréttindi sín vegna gæsku sinnar er kennd myndun og samsetning sólkerfisins, formun efnisins, séðra og óséðra sviða — og forgörðum, höllum og híbýlum hinna ýmsu guða. Lýsing á einkennum þessara guðlegu híbýla er mjög frumleg, engin orð geta gefið nægilegan skilning á þeim því mannleg vitund hefur ekki yfir að ráða þeirri næmni sem til þarf. Þar til við þróum skynjun sem þekkir slíkt efni verðum við að gera okkur að góðu það sem fyrir okkur er borið.
Fyrsti heimurinn var kallaður Þrúðheimur — hið helga land nærri Æsum og álfum (4). Guð þess, Þrúðgelmir er sá hluti þrígreindar verundar sem svarar til Vishnu, lífgefandi máttar Hindu trimurti (1) eða guðlegrar þrenningar. Hinar tvær hliðar þess eru Örgelmir, sem svipar til Brahma í Hindúisma, hinn 66gefandi, útgeislandi máttur , „skapari“ og hinn þriðji, Bergelmir, afrakstur lífsins, hliðstæða Siva, eyðandi endurskapara. Þessir þrír eru greinilega þrjár hliðar mótunaraflanna, hvort sem er í alheiminum eða í hverri annarri verund, og tjá sig sem stöðug breyting. Lýsingin á hinum tólf heimum guðanna er efni í margskonar túlkun; hún getur átt við hinar tólf áttir á himnum sem almennt eru kenndar við stjörnumerkin, eða áhrif himinhnattana. Þessir tólf geta einnig vísað til óséðra þátta okkar hnattveru, sem svarar til þessara áhrifa. Samsvörun er góður leiðbeinandi í að skilja laun/goðsagnir, svo framarlega sem hún afbakar ekki eða leiðir í öfgar. Þær tólf verur sem nefndar eru í Grímnismálum eru mjög ólíkar að eigindum og því ekki að undra að þar komi fyrir svo ólíkar verur sem Ull og Þrymur, önnur eitt hæsta andlega lífssvið í okkar jarðneska kerfi, og hin sú efnismesta á þessum hnetti okkar.
Það er vert að hafa í huga að við erum að fjalla um eigindir afla sem hafa óendanlega ólík einkenni, ekki persónugerð heldur ofgerð einkenni til að ná þeim fram. Ef við gætum rannsakað kosmískan gang og öflin á þeim sviðum gætum við kannski skilið þau, en frá okkar litla mannlega sjónarhorni verða þau aðeins óskýrir eðlisþættir sólkerfisins okkar. Verurnar í launsögnunum eru eigindagerð — jafnvel einungis með nafni — og geta aðeins gefið okkur óglögga nálgun af eiginleikum og virkni þeirra. Svo er með dýrastjörnumerkjahringinn sem gefur okkur aðeins óljósa skilgreiningu á hinum ýmsu áhrifum sem ríkja frá ólíkum hlutum geimsins. Við erum ekki nógu næm til að greina þau.
Kvæðin eru ekki alltaf í samfellu og stundum erum við skyndilega stödd í Valhöll þar sem Einherjum Óðins eru bornir þrír geltir til snæðings — niðurstaða af hernaði þeirra á jörðunni sem, eins við höfum séð, er tákngerð í gelti í norrænni goðafræði eins og í öðrum goðsögnum. Nöfn þeirra, Andrímnir, Særímnir, og Eldrímnir, standa fyrir loft (anda), sjó (vatn og vind) og eld (hita, löngun og vilja), og eru tákn innan tákns eins og eðli þeirra og samsetning snertir bæði náttúru og mann. Við getum umorðað 18. kvæðið efnislega svona: „andinn leyfir huganum að sökkva í langanir og frjálst val, en fáir vita hvað nærir Einherja“. Niðurstaðan er að þeir sem sigra sjálfið nærast af fínni löngunum og vilja. Það er sálfræði á hærra stigi. Það gefur mannlegri þróun efni og tilgang til áframhaldandi breytinga og gefur öfluga hvatningu til þroska mannlegrar sálar. Þróunin snýr ekki einungis að líkamanum því að skilningur er á því að það sé vitund lífveranna sem vex, og frjáls vilji mannsins eigi þar verulegan þátt. Leiðbeining og þjálfun Agnars hafði það að markmiði að efla skilnings hans á því hlutverki að hann — mannleg sál — hafði hlutverk í hinu kosmíska spili.
Óðinn lýsir tveimur hundum sínum, Gera og Freka (19) er ávallt fylgja honum. Hann fæðir þá þó gráðugir séu, en sjálfur lifir hann einungis á víni, en vín eða mjöður er hér notað til að tákna visku. Þannig fæðir og notar goðið dýrseðlið en lifir sjálfur á viskunni einni saman. Nýja testamentið geymir hliðstæðu í svipaðri frásögn um brúðkaupið í Kana, er Jesú breytti vatni (hefðbundin venja) í vín (andlega kenningu). Hrafnar Óðins, Huginn og Muninn, eru táknrænir fyrir vitundarþætti sem nauðsynlegir eru til að öðlast reynslu. Huginn táknar hugann: huglæg leikni er aðeins ein hlið hans, markmið, ákefð, skap, viðhorf, tilhneiging — allt þættir hugans. Muninn hefur einnig margar merkingar, minnið ein sú helsta. Án minnis yrði engin aðlögun hugans er verður til við samsafnaða reynslu, það fæðir greindina, eflir hæfni, persónuleikinn dýpkar og mannleg þróun heldur áfram. Við lærum ávallt á því liðna, en Muninn ákvarðar einnig tilgang, meginaflið er stýrir huganum og afleiddum gerðum. Huginn er í hættu á að teppast á ferðum sínum en fræðsla Munins er eilíf.
Alfaðir talar um Þund, fljót tímans er myndar dýkið umhverfis Valhöll. Þar unir fiskur (mannkynið) Þjóðvitni sér. Þjóðvitni er eitt nafna Fenris, úlfurinn er Loki skapaði, allt það dýrslega sem er skapað af óöguðum huga. Það er varúlfurinn er ávallt reynir að fiska sálir til að afvegaleiða þær. Þeir sem ná því að synda yfir fljótið standa frammi fyrir Valgrind eða dyrum dauðans og fáir geta opnað, en þegar inn er komið, eins og við vitum, leiðir þá til hallar hinna útvöldu, — Valhallar.
Grímnir fræðir lærisvein sinn um Tré Lífsins og þeim hættum sem hann kann að mæta. Engin tilraun hefur verið gerð til að útskýra merkingu nafna á elfum, fljótum og ám lífsins (kvæði 27). Meðal þeirra eru nöfn eins og Vegsvinna og Víni (í mörgum útgáfum) er benda til margskonar mismunandi náttúruríkja og stöðu þeirra í þróunarstiganum. Aðeins örfá nöfn þeirra hafa skýra merkingu fyrir okkur í dag Þeim fylgja svo nöfn fáka guðanna.
Í kvæði 42 segir efnislega “ Hylli sé á ULL, er fyrstur snerti eldinn” :
Ullar hylli
hefr ok allra goða
hverr er tekr fyrstr á funa,
því at opnir heimar
verða of ása sonum,66
þá er hefja af hvera.
Hér er ýjað að loforði um fullkomnun mannkynsins. Það er áminning um óbirtan heim ULL, hátindi hins guðlega í því kerfi sem jörðin okkar tilheyrir og er aðgengilegur. „Eld” þessa óskapaða „kalda” heims hreinnar vitundar er varla hægt að útskýra svo skiljanlegt sé í okkar tilveru, en orðin gefa okkur hugmynd um hverju sálin getur 5náð.
Síðustu vers Grímsmála þurfa ekki neinna skýringa við. Þar upplýsir faðir guða og manna um sín mörgu nöfn og endar með orðunum: “ at orðnir sé allir af einum mér.“

17. Kafli

Efnisyfirlit
________________________________________

Grímnismál

Frá sonum Hrauðungs konungs.
Hrauðungr konungr átti tvá sonu. Hét annarr Agnarr, en annarr Geirröðr. Agnarr var tíu vetra, en Geirröðr átta vetra. Þeir reru tveir á báti með dorgar sínar at smáfiski. Vindr rak þá í haf út. Í náttmyrkri brutu þeir við land ok gengu upp, fundu kotbónda einn. Þar váru þeir um vetrinn. Kerling fóstraði Agnar, en karl fóstraði Geirröð ok kenndi honum ráð. At vári fekk karl þeim skip.
En er þau kerling leiddu þá til strandar, þá mælti karl einmæli við Geirröð.
Þeir fengu byr ok kómu til stöðva föður síns. Geirröðr var fram í skipi. Hann hljóp upp á land, en hratt út skipinu ok mælti: „Farðu nú, þar er smyl hafi þik.“
Skipit rak í haf út, en Geirröðr gekk upp til bæjar. Honum var þar vel fagnat, en faðir hans þá andaðr. Var þá Geirröðr til konungs tekinn ok varð maðr ágætr.
Óðinn ok Frigg sátu í Hliðskjálfu ok sáu um heima alla. Óðinn mælti: „Sér þú Agnar, fóstra þinn, hvar hann elr börn við gýgi í hellinum, en Geirröðr, fóstri minn, er konungr ok sitr nú at landi?“
Frigg segir: „Hann er matníðingr sá, at hann kvelr gesti sína, ef honum þykkja of margir koma.“
Óðinn segir, at þat er in mesta lygi. Þau veðja um þetta mál. Frigg sendi eskimey sína Fullu til Geirröðar. Hon bað konung varast, at eigi fyrirgerði honum fjölkunnigr maðr, sá er þar var kominn í land, ok sagði þat mark á, at engi hundr var svá ólmr, at á hann mundi hlaupa.
En þat var inn mesti hégómi, at Geirröðr konungr væri eigi matgóðr, ok þó lætr hann handtaka þann mann, er eigi vildu hundar á ráða. Sá var í feldi blám ok nefndist Grímnir og sagði ekki fleira frá sér, þótt hann væri at spurðr. Konungr lét hann pína til sagna ok setja milli elda tveggja, ok sat hann þar átta nætr.
Geirröðr konungr átti þá son tíu vetra gamlan, ok hét Agnarr eftir bróður hans. Agnarr gekk at Grímni ok gaf honum horn fullt at drekka ok sagði, at faðir hans gerði illa, er hann píndi þenna mann saklausan. Grímnir drakk af. Þá var eldrinn svá kominn, at feldrinn brann af Grímni. Hann kvað:

1.
Heitr ertu, hripuðr,
ok heldr til mikill;
göngumk firr, funi!
loði sviðnar,
þótt ek á loft berak;
brennumk feldr fyr.

2.
Átta nætr sat ek
milli elda hér,
svá at mér manngi
mat né bauð
nema einn Agnarr,
er einn skal ráða,
Geirröðar sonr,
Gotna landi.

3.
Heill skaltu, Agnarr,
alls þik heilan biðr
Veratýr vera;
eins drykkjar
þú skalt aldrigi
betri gjöld geta.

4.
Land er heilagt,
er ek liggja sé
ásum ok alfum nær;
en í Þrúðheimi
skal Þórr vera
unz of rjúfask regin.

5.
Ýdalir heita,
þar er Ullr hefir
sér of görva sali;
Alfheim Frey
gáfu í árdaga
tívar at tannféi.

6.
Bær er sá inn þriði,
er blíð regin
silfri þökðu sali;
Valaskjalf heitir,
er vélti sér
áss í árdaga.

7.
Sökkvabekkr heitir inn fjórði,
en þar svalar knegu
unnir yfir glymja;
þar þau Óðinn ok Sága drekka um alla daga glöð ór gullnum kerum.

8.
Glaðsheimr heitir inn fimmti,
þars in gullbjarta
Valhöll víð of þrumir; en þar Hroftr kýss hverjan dag
vápndauða vera.

9.
Mjök er auðkennt,
þeim er til Óðins koma salkynni at séa; sköftum er rann reft, skjöldum er salr þakiðr, brynjum um bekki strát.

10.
Mjök er auðkennt,
þeir er til Óðins koma salkynni at séa:vargr hangir
fyr vestan dyrr,
ok drúpir örn yfir.

11.
Þrymheimr heitir inn sétti,
er Þjazi bjó,
sá inn ámáttki jötunn; en nú Skaði byggvir, skír brúðr goða,fornar tóftir föður.

12.
Breiðablik eru in sjaundu,
en þar Baldr hefir
sér of gerva sali,
á því landi,
er ek liggja veit
fæsta feiknstafi.

13.
Himinbjörg eru in áttu,
en þar Heimdall
kveða valda véum;
þar vörðr goða
drekkr í væru ranni
glaðr inn góða mjöð.

14.
Fólkvangr er inn níundi,
en þar Freyja ræðr
sessa kostum í sal;
halfan val
hon kýss hverjan dag,
en halfan Óðinn á.

15.
Glitnir er inn tíundi,
hann er gulli studdr
ok silfri þakðr it sama;
en þar Forseti
byggir flestan dag
ok svæfir allar sakir.

16.
Nóatún eru in elliftu,
en þar Njörðr hefir,
sér of görva sali;
manna þengill
inn meins vani
hátimbruðum hörgi ræðr.

17.
Hrísi vex
ok háu grasi
Víðars land viði;
en þar mögr of læzt
af mars baki
frækn at hefna föður.

18.
Andhrímnir
lætr í Eldhrímni
Sæhrímni soðinn,
fleska bezt;
en þat fáir vitu,
við hvat einherjar alask.

19.
Gera ok Freka
seðr gunntamiðr
hróðigr Herjaföður;
en við vín eitt
vápngöfugr
Óðinn æ lifir.

20.
Huginn ok Muninn
fljúga hverjan dag
Jörmungrund yfir;
óumk ek of Hugin,
at hann aftr né komit, þó sjámk meir of Munin.

21.
Þýtr Þund,
unir Þjóðvitnis
fiskr flóði í;
árstraumr þykkir
ofmikill
Valglaumni at vaða.

22.
Valgrind heitir,
er stendr velli á
heilög fyr helgum dyrum;
forn er sú grind,
en þat fáir vitu,
hvé hon er í lás of lokin.

23.
Fimm hundruð dura
ok umb fjórum tögum, svá hygg ek á Valhöllu vera;
átta hundruð Einherja ganga senn ór einum durum,
þá er þeir fara við vitni at vega.

24.
Fimm hundruð golfa
ok umb fjórum tögum, svá hygg ek Bilskirrni með bugum; ranna þeira,
er ek reft vita,
míns veit ek mest magar.

25.
Heiðrún heitir geit,
er stendr höllu á
ok bítr af Læraðs limum; skapker fylla
hon skal ins skíra mjaðar;
kná-at sú veig vanask.

26.
Eikþyrnir heitir hjörtr, er stendr höllu á ok bítr af Læraðs limum; en af hans hornum drýpr í Hvergelmi,
þaðan eigu vötn öll vega.

27.
Síð ok Víð,
Sækin ok Eikin,
Svöl ok Gunnþró,
Fjörm ok Fimbulþul,
Rín ok Rennandi,
Gipul ok Göpul,
Gömul ok Geirvimul,
þær hverfa um hodd goða,
Þyn ok Vín,
Þöll ok Höll,
Gráð ok Gunnþorin.

28.
Vína heitir ein,
önnur Vegsvinn,
þriðja Þjóðnuma,
Nyt ok Nöt,
Nönn ok Hrönn,
Slíð ok Hríð,
Sylgr ok Ylgr,
Víð ok Ván,
Vönd ok Strönd,
Gjöll ok Leiftr,
þær falla gumnum nær,
er falla til Heljar heðan.

29.
Körmt ok Örmt
ok Kerlaugar tvær,
þær skal Þórr vaða
dag hvern,
er hann dæma ferr
at aski Yggdrasils,
því at ásbrú
brenn öll loga,
heilög vötn hlóa.

30.
Glaðr ok Gyllir,
Glær ok Skeiðbrimir,
Silfrintoppr ok Sinir,
Gísl ok Falhófnir,
Gulltoppr ok Léttfeti,
þeim ríða æsir jóm
dag hvern,
er þeir dæma fara
at aski Yggdrasils.

31.
Þríar rætr
standa á þría vega
undan aski Yggdrasils;
Hel býr und einni,
annarri hrímþursar,
þriðju mennskir menn.

32.
Ratatoskr heitir íkorni, er renna skal
at aski Yggdrasils,
arnar orð hann skal ofan bera ok segja Niðhöggvi niðr.

33.
Hirtir eru ok fjórir,
þeirs af hæfingar
gaghalsir gnaga:
Dáinn ok Dvalinn,
Duneyrr ok Duraþrór.

34.
Ormar fleiri liggja
und aski Yggdrasils,
en þat of hyggi hverr ósviðra apa:
Góinn ok Móinn,
þeir ro Grafvitnis synir,
Grábakr ok Grafvölluðr,
Ófnir ok Sváfnir,
hygg ek, at æ skyli
meiðs kvistu má.

35.
Askr Yggdrasils
drýgir erfiði
meira en menn um viti:
hjörtr bítr ofan,
en á hliðu fúnar,
skerðir Niðhöggr neðan.

36.
Hrist ok Mist
vil ek, at mér horn beri, Skeggjöld ok Skögul,
Hildr ok Þrúðr,
Hlökk ok Herfjötur,
Göll ok Geirönul,
Randgríðr ok Ráðgríðr
ok Reginleif, þær bera Einherjum öl.

37.
Árvakr ok Alsviðr
þeir skulu upp heðan
svangir sól draga;
en und þeira bógum
fálu blíð regin,
æsir, ísarnkol.

38.
Svalinn heitir,
hann stendr sólu fyrir, skjöldr, skínanda goði;
björg ok brim,
ek veit, at brenna skulu, ef hann fellr í frá.

39.
Sköll heitir ulfr,
er fylgir inu skírleita goði
til varna viðar,
en annarr Hati,
hann er Hróðvitnis sonr,
sá skal fyr heiða brúði himins.

40.
Ór Ymis holdi
var jörð of sköpuð,
en ór sveita sær,
björg ór beinum,
baðmr ór hári,
en ór hausi himinn.

41.
En ór hans brám
gerðu blíð regin
Miðgarð manna sonum,
en ór hans heila
váru þau in harðmóðgu
ský öll of sköpuð.

42.
Ullar hylli
hefr ok allra goða
hverr er tekr fyrstr á funa,
því at opnir heimar
verða of ása sonum,
þá er hefja af hvera.

43.
Ívalda synir
gengu í árdaga
Skíðblaðni at skapa,
skipa bezt,
skírum Frey,
nýtum Njarðar bur.

44.
Askr Yggdrasils,
hann er æðstr viða,
en Skíðblaðnir skipa,
Óðinn ása,
en jóa Sleipnir,
Bilröst brúa,
en Bragi skalda,
Hábrók hauka,
en hunda Garmr.

45.
Svipum hef ek nú yppt
fyr sigtíva sonum,
við þat skal vilbjörg vaka;
öllum ásum
þat skal inn koma
Ægis bekki á,
Ægis drekku at.

46.
Hétumk Grímr,
hétumk Gangleri,
Herjann ok Hjalmberi,
Þekkr ok Þriði,
Þundr ok Uðr,
Herblindi ok Hár.

47.
Saðr ok Svipall
ok Sanngetall,
Herteitr ok Hnikarr,
Bileygr, Báleygr,
Bölverkr, Fjölnir,
Grímr ok Grímnir,
Glapsviðr ok Fjölsviðr;

48.
Síðhöttr, Síðskeggr,
Sigföðr, Hnikuðr,
Alföðr, Valföðr,
Atríðr ok Farmatýr;
einu nafni
hétumk aldregi,
síz ek með folkum fór.

49.
Grímni mik hétu
at Geirröðar,
en Jalk at Ásmundar,
en þá Kjalar,
er ek kjálka dró,
Þrór þingum at,
Viðurr at vígum,
Óski ok Ómi,
Jafnhár ok Biflindi,
Göndlir ok Hárbarðr með goðum.

50.
Sviðurr ok Sviðrir
er ek hét at Sökkmímis,
ok dulðak þann inn aldna jötun,
þá er ek Miðvitnis vark
ins mæra burar
orðinn einbani.

51.
Ölr ertu, Geirröðr,
hefr þú ofdrukkit;
miklu ertu hnugginn,
er þú ert mínu gengi,
öllum Einherjum
ok Óðins hylli.

52.
Fjölð ek þér sagðak,
en þú fátt of mant;
of þik véla vinir;
mæki liggja
ek sé míns vinar
allan í dreyra drifinn.

53.
Eggmóðan val
nú mun Yggr hafa,
þitt veit ek líf of liðit;
úfar ro dísir,
nú knáttu Óðin sjá,
nálgasktu mik, ef þú megir.

54.
Óðinn ek nú heiti,
Yggr ek áðan hét,
hétumk Þundr fyr þat,
Vakr ok Skilfingr,
Váfuðr ok Hroftatýr,
Gautr ok Jalkr með goðum,
Ófnir ok Sváfnir,
er ek hygg, at orðnir sé
allir af einum mér.

Geirröðr konungr sat ok hafði sverð um kné sér ok brugðit til miðs. En er hann heyrði, at Óðinn var þar kominn, þá stóð hann upp ok vildi taka Óðin frá eldinum. Sverðit slapp ór hendi honum, ok vissu hjöltin niðr. Konungr drap fæti ok steypðist áfram, en sverðit stóð í gögnum hann, ok fekk hann bana. Óðinn hvarf þá, en Agnarr var þar konungr lengi síðan.

17. Kafli

Efnisyfirlit

Hýmiskviða

Níu dætur hans, eða tímabil, eru níu mæður Heimdalls, guðs upphafsins, þ.e. sólarguð. (sem við höfum nefnt áður). Hann hefur sérstök tengsl við Hrútsmerkið, sem markar upphaf dýrahringsins að vorjafndægri í dýrahringsárinu (25,920 jarðnesk ár) og líftíma jarðarinnar. Hann er persónugerður sem Vindurinn, líkt og hrúturinn sem stangar, blæs og ýtir með hornum sínum. Sem faðir níu mæðra Heimdalls virðist Hýmir tákna byrjun á myndun sólkerfis okkar í því stjörnumynstri sem hún er í. Við lífslok er hann kallaður Rýmir; bæði nöfnin eru tenging í Ými og hér má vísa í alheimslegt hugtak í sérstöku dæmi.

Grímur Óðins  (Masks of Odin)

Elsa-Brita Titchenell

15. (H)ýmiskviða

Í þeim hluta geimsins sem okkar sólkerfi er, sjáum við ákveðna samsetningu stjarna. Jörðin snýst um öxul sinn þannig að hver hlið er böðuð geislum sólarinnar helming tímans (dagsins) og í skugga hinn helming öxulsnúningsins. Stjörnurnar sem við sjáum eru á næturhlið jarðarinnar og utan sólkerfisins. Stefnan á þær breytist að sjálfsögðu eftir árstíðum þannig að yfir árið, þ.e. einn hring umhverfis sólina sjáum við að nóttu til allar stjörnur sem næstar 66eru sólkerfinu. Þær stjörnur sem eru nálægt því að vera á svipuðu breiddarsviði í geimnum og okkar sólkerfi teljast vera á miðbaugssviði himins, og því sviði hefur verið skipt í 30° lengd, og þannig mynda hin tólf stjörnumerki (12×30°) heilann hring á miðbaugssviði himinsins. Sólin okkar, sem er staðsett í einum armi geimspírals sem við köllum Vetrarbraut, er þannig umkringd tólf „Dýrum“ (þ.e., dýratengdum verum) í „Dýragarði“ himinsins.
Við verðum að hafa skýra mynd af þessari sviðsmynd til að sjá hvernig sagan um jötuninn Hými bendir til aðdraganda að nýrrar íveru (fæðingu hnattar), hugsanlega okkar sól, eða plánetu eins og jörðinni. Samkvæmt kenningum theosofista lifir hver hnöttur nokkur efnislíf og með hvíld (dauða) á milli þeirra á líftíma sólarinnar. Þeir ganga einnig í styttri dvalatímabil (sambærilegum llvið svefni) innan líftíma síns. Mynstrið er sambærilegt við menn og önnur lífsform sem eiga sín hvíldartímabil, svefn, dauða og endurfæðingu.
Hýmir er líklega fyrsta stig í myndun himinhnattar. Níu dætur hans, eða tímabil, eru níu mæður Heimdalls, guðs upphafsins, þ.e. sólarguð. (sem við höfum nefnt áður). Hann hefur sérstök tengsl við Hrútsmerkið, sem markar upphaf dýrahringsins að vorjafndægri í dýrahringsárinu (25,920 jarðnesk ár) og líftíma jarðarinnar. Hann er persónugerður sem Vindurinn, líkt og hrúturinn sem stangar, blæs og ýtir með hornum sínum. Sem faðir níu mæðra Heimdalls virðist Hýmir tákna byrjun á myndun sólkerfis okkar í því stjörnumynstri sem hún er í. Við lífslok er hann kallaður Rýmir; bæði nöfnin eru tenging í Ými og hér má vísa í alheimslegt hugtak í sérstöku dæmi.
Það má benda á áhugaverða hliðstæðu í Biblíunni, í 1. Mósesbók 17:5 en þar á sér stað umbreyting með því að bæta stafnum H við, en h-hljóðið táknar andardrátt, andann, grunn lífsins. Abram verður Abraham, „Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða“; eiginkona hans Sara verður Sarah. Það er mögulegt að þeir norrænu hafi notað sömu hljóðbreytingu til að gefa til kynna innblástur, innöndun lífs í efnið þegar Ýmir verður Hýmir og blæs guðlegum krafti og glæðir heim okkar lífi.
Í sögunni um Hými eru goðunum sögð fyrirspá um að risinn Ægir — geimurinn — geti gefið mjöð reynslunnar og þeir notið, því hann hefði þann mjöð nægan. En þegar Þór skipar Ægi að halda veislu fyrir goðin, þá biður risinn um ílát undir mjöðinn og þá skuli hann blanda mjöð fyrir veisluna:
„bað hann Sifjar ver
sér færa hver, –
„þanns ek öllum öl
yðr of heita.“
Þar sem ekkert ílát var nógu stórt undir mjöðinn voru goðin ráðalaus þar til Týr (1) mundi að faðir hans, Hýmir, átti slíkt ílát. Þór og Týr fóru til að finna Hými og beiðast ílátsins, jafnvel með brögðum ef þörf væri á. Á leið sinni til Miðgarðs hittu þeir Egil geitahirði, son hins dimmeygða, — Þjassa, persónugerving síðasta þróunartímabils. Agli var treyst fyrir að gæta þeirra tveggja hafra sem drógu vagn þrumuguðsins og goðin héldu áfram fótgangandi.
Er þeir komu að garði jötunsins hittu þeir fyrir konu hans sem ráðlagði þeim að fela sig fyrir Hými ef hann kæmi í mjög önugu skapi. Það var að kveldi komið þegar vanskapaður harður Hýmir kom af veiðum. Hér er lýst fyrir okkur hvernig hann kom inn eins og skröltandi jökull með skógfrosið andlit (10). Eiginkonan reynir að milda skap hans áður en hún færir honum þær fréttir að sonur hans, Týr, sé komin til hallarinnar og með honum þekktur mannavinur að nafni Véurr (verndari) (11). Þetta leggur áherslu á tregðu efnisjötunsins til að taka á móti guðskraftinum og minnir á fyrsta lögmál Newtons um tregðu: „Allir hlutir hafa tregðu og halda því óbreyttum hraða og stefnu nema á þá verki ytri kraftar sem samanlagt eyða ekki hver öðrum.“
Við augnlit jötunsins brotnar mænirinn í tvennt og átta katlar falla niður og allir brotna nema einn. Með almennri gestrisni skipar Hýmir að slátra þremur ungnautum fyrir kvöldverð. Þór át tvo þeirra svo að morguninn eftir var þurrð matar og því fóru Þór og jötuninn til fiskveiða. Véurr bauðst til að róa ef jötuninn útvegaði beitu svo að Hýmir kaldhæðnislega bauð Þór einn uxann úr hjörð sinni til beitu, vitandi að það var óvinnandi vegur. Þór leysti verkið hinsvegar án erfiðleika. Þegar út á sjó var komið dró Hýmir tvo hvali samtímis (21). Þór krækti í Miðgarðsorminn Jörmundgand með þeim afleiðingum að íshellur brotnuðu, eldfjöll gusu og allur heimurinn nötraði, þar til Þór sleppti ófreskjunni aftur í djúpið.
Í sögunni samþættast fjölmargar túlkanir og lýsingarnar gætu vísað til jarðneskra-, sólkerfis- eða kosmískra atburða. Miðgarðsormurinn eins og við vitum táknar miðbaug, sem hefur færst til aftur og aftur í sögu jarðarinnar, eða það gæti vísað til brautar jarðar um sólu, eða hreyfing Vetrarbrautarinnar hafi gárast á vötnum himinsins. Miðgarðsormurinn er einn þriggja hinna ógurlegu afkvæma Loka, hinir tveir, Fenrisúlfurinn sem mun gleypa sólina að lokum og Hel, hin kalda fölbláa drottning dauðheima.
Hýmir var ósáttur við velgengni guðsins, í drykklanga stund hafði hann ekki sagt orð, en snéri stýrinu í öfuga stefnu (25). Þetta gæti verið vísbending um breytingu á stöðu stjarnanna sem orsakaðist annaðhvort af nýrri plánetu eða eyðingu annarrar. Það gæti líka einfaldlega þýtt breytingu á öxulhalla jarðar — sem vitað er að hafi gerst margoft og sýnir sig í mismunandi segulstefnum í steinmyndunum. Það er ekki minnst á frekari stefnubreytingu í sögunni, en skömmu síðar koma þeir að landi. Hýmir krefur guðinn um að annaðhvort að bera hvalina heim í höllina eða binda „vatnageitina“ fasta við ströndina (26).
Fram að þessu hefur athyglin verið á ýmsa forvitnilega hluti í sögunni, m.a. „vatnageit“, róandi mann, fiska, hrút, naut og „tvo hvali saman“. Ef við setjum þetta í samhengi við algenga forna lýsingu á stjörnudýramerkjunum þekkjum við þau í tengslum við Steingeitina, Vatnsberann, Fiskana, Hrútinn og Tvíburana, sem öll tengjast röskun á Miðgarðsorminum. Vísbendingarnar eru óumdeilanlegar þegar við sjáum að að þessi sex stjörnumerki ná yfir helming (180°) himinsins, þann hálfa boga sem sjá má í einu. Getur þetta verið tilviljun?
Förum aftur til hallar jötunsins, Þór er ögrað til að brjóta drykkjarílát en þó að hann hendi því af öllu afli í uppistoð þá er kerið óbrotið, en stoðin brotin í tvennt. Jötunkerlingin hvíslar að Þór að hann ætti að brjóta kerið á haus gestgjafans þar sem ekki sé til harðara efni. Ásinn gerir svo og árangurinn var að heill var jötuns hjálmshaldari en vínkerið í tvennt (31). Eftir þetta gátu goðin farið með kerið, þó ekki fyrr en fyrst að yfirvinna risahjörð sem elti þá. Því var að sjálfsögðu náð með Mjölni, Þórshamrinum.
Þegar þeir komu þar sem Egill, sá saklausi, gætti hafra Þórs var annað dýrið halt, eins og í fyrri sögunni. Loki hafði hvatt hirðinn til að brjóta mergbein. Hér varð reiði Þrumuguðsins sefjuð með því að Egill bauð Þór tvo börn sín til þjónustu við hann. Frá því er Þjálfa (hraði) og Röskvu (ljós) börn Egils bónda hins saklausa, ávallt að finna á jörðu með (H)lórrida,- jarðneskrar hliðar Þórs og þau þjóna sem eðlisþættir hins lífgefandi rafmagns.
Í leitinni að keraldi Hýmirs með öllum smáatriðum og augljósum þversögnum er saga sem hægt er að lesa aftur og aftur án þess að „skilja“ réttum skilningi. Það er ekki fyrr en við opnum með lykli hinnar eilífu kosmólógíu sem okkur er ljós aðferðafræðin við að sýna þá hugmynd að goðin séu að leita að viðeigandi stað fyrir stjörnu eða plánetu til að endurlíkamnast. Kerið viðist tákna sérstakt geimrúm sem fullnægir ákveðnum kröfum. Sólar -eða plánetuvitund sem er að koma til birtingar verður að finna sinn rétta heim og það er staður sem fellur inní umhverfi stjarna með sérstaka birtingu. Það er aðeins ein leið til að skilgreina sérstaka staðsetningu í geimnum ef maður hugsar málið, og það er að lýsa umhverfi þess. Kerald Hýmis er hér staðsett þar sem nefnd eru sex sérstök stjörnumerki Dýrahringsins sem ná yfir hálfan himininn, eins og hann lítur út frá okkar sólkerfi.
Hýmiskviða segir auðsjáanlega frá himneskri veru sem er að undirbúa og koma í nýja birtingu og þráir líf (Týr) og rafsegulmögnuð öfl (Þór) í sinn gamla dvalarstað (kerald). Þessi snilldarlega aðferð sýnir aftur sagnatæknina sem höfundar sagnanna notuðu til að koma þekkingu sinni með þessari hefð á framfæri. Almenningur sjálfur, sem var algjörlega ófær um að meðtaka nokkuð nema einföldustu sögur, var notaður ómeðvitaður til að segja vísindalegar staðreyndir í formi skemmtisagna. Brotni mænirinn sem brotnaði af augnráði jötunsins og fall og eyðilegging allra katlanna nema eins sem héngu í mæninum, hefur án efa vakið margan hláturinn, en í skemmtuninni var geymd minning um stórkostlegan stjörnufræðilegan atburð, þegar öxulsnúningur hnattar eða sólkerfis umturnaðist, þar sem aðeins einn ketill eða kerald var óbrotinn og staðsetning þar sem hnöttur er endurborinn í geimnum á staðnum sem hann áður var. Þór veiddi og sleppti Miðgarðsorminum, sem staðfestir sömu atburðarás.
Guðirnir í Ásgarði biðu hins rúmgóða keralds á þingi þegar hinn sigursæli Þór kom með kerald Hýmis og þeir drukku mjög með Ægi hvert haust þegar hinu gullna korni er safnað (39). Það segir sig sjálft að uppskera er samsöfnun á athafnasemi á tilteknu tímabili, hvort sem um er að ræða dags, árs, lífs eða hins óendalega. Það er þá sem guðirnir neyta hins dularfulla mjöð sem hefur verið bruggaður í heimunum sem hafa lifað og dáið.

Neðanmál:
1. Týr, „dýrsgerð vera“ og „guð,“ merkir sérstaklega Mars sem er nátengdur við Hrútinn í Stjörnudýrahringnum og einnig við Heimdall með kraftinum af Þór. Týr sem slíkur er táknrænn fyrir vilja og þrá. Hér sjáum við þróun frá jötni til Æsis þar sem jötuninn Hýmir táknar foreldri, eða fyrri aðstæður Týs sem Æsir.

16. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

________________________________________

Hymiskviða

1.Ár valtívar
veiðar námu
ok sumblsamir,
áðr saðir yrði,
hristu teina
ok á hlaut sáu;
fundu þeir at Ægis
örkost hvera.

2. Sat bergbúi
barnteitr fyr
mjök glíkr megi
miskorblinda;
leit í augu
Yggs barn í þrá:
„Þú skalt ásum
oft sumbl gera.“

3. Önn fekk jötni
orðbæginn halr,
hugði at hefndum
hann næst við goð,
bað hann Sifjar ver
sér færa hver, –
„þanns ek öllum öl
yðr of heita.“

4. Né þat máttu
mærir tívar
ok ginnregin
of geta hvergi,
unz af tryggðum
Týr Hlórriða
ástráð mikit
einum sagði:

5. „Býr fyr austan
Élivága
hundvíss Hymir
at himins enda;
á minn faðir
móðugr ketil,
rúmbrugðinn hver,
rastar djúpan.“
Þórr kvað:

6. „Veiztu ef þiggjum
þann lögvelli?“
Týr kvað:
„Ef, vinr, vélar
vit gervum til.“

7. Fóru drjúgum
dag þann fram
Ásgarði frá,
unz til Egils kvámu;
hirði hann hafra
horngöfgasta;
hurfu at höllu,
er Hymir átti.

8. Mögr fann ömmu
mjök leiða sér,
hafði höfða
hundruð níu,
en önnur gekk
algullin fram
brúnhvít bera
bjórveig syni:

9. „Áttniðr jötna,
ek viljak ykkr
hugfulla tvá
und hvera setja;
er minn fríi
mörgu sinni
glöggr við gesti,
görr ills hugar.“

10. En váskapaðr
varð síðbúinn
harðráðr Hymir
heim af veiðum,
gekk inn í sal,
glumðu jöklar,
var karls, en kom,
kinnskógr frörinn.
Frilla kvað:

11. „Ver þú heill, Hymir,
í hugum góðum,
nú er sonr kominn
til sala þinna,
sá er vit vættum
af vegi löngum;
fylgir hánum
hróðrs andskoti,
vinr verliða;
Véurr heitir sá.

12. Sé þú, hvar sitja
und salar gafli,
svá forða sér,
stendr súl fyrir.“
Sundr stökk súla
fyr sjón jötuns,
en áðr í tvau
áss brotnaði.

13. Stukku átta,
en einn af þeim
hverr harðsleginn
heill af þolli;
fram gengu þeir,
en forn jötunn
sjónum leiddi
sinn andskota.

14. Sagði-t hánum
hugr vel þá,
er hann sá gýgjar græti
á golf kominn,
þar váru þjórar
þrír of teknir,
bað senn jötunn
sjóða ganga.

15. Hvern létu þeir
höfði skemmra
ok á seyði
síðan báru;
át Sifjar verr,
áðr sofa gengi,
einn með öllu
öxn tvá Hymis.

16. Þótti hárum
Hrungnis spjalla
verðr Hlórriða
vel fullmikill:
„Munum at aftni
öðrum verða
við veiðimat
vér þrír lifa.“

17. Véurr kvaðzk vilja
á vág róa,
ef ballr jötunn
beitr gæfi.
Hymir kvað:
„Hverf þú til hjarðar,
ef þú hug trúir,
brjótr berg – Dana,
beitur sækja.

18. Þess vænti ek,
at þér myni-t
ögn af oxa
auðfeng vera.“
Sveinn sýsliga
sveif til skógar,
þar er uxi stóð
alsvartr fyrir.

19. Braut af þjóri
þurs ráðbani
hátún ofan
horna tveggja.
Hymir kvað:
„Verk þykkja þín
verri miklu
kjóla valdi
en þú kyrr sitir.“

20. Bað hlunngota
hafra dróttinn
áttrunn apa
útar færa,
en sá jötunn
sína talði
lítla fýsi
at róa lengra.

21. Dró meir Hymir
móðugr hvali
einn á öngli
upp senn tváa,
en aftr í skut
Óðni sifjaðr
Véurr við vélar
vað gerði sér.

22. Egndi á öngul,
sá er öldum bergr,
orms einbani
uxa höfði;
gein við agni,
sú er goð fía,
umgjörð neðan
allra landa.

23. Dró djarfliga
dáðrakkr Þórr
orm eitrfáan
upp at borði;
hamri kníði
háfjall skarar
ofljótt ofan
ulfs hnitbróður.

24. Hraungalkn hlumðu,
en hölkn þutu,
fór in forna
fold öll saman;
sökkðisk síðan
sá fiskr í mar.

25. Óteitr jötunn,
er aftr reru,
svá at ár Hymir
ekki mælti,
veifði hann ræði
veðrs annars til.
Hymir kvað:

26. „Mundu of vinna
verk halft við mik,
at þú heim hvali
haf til bæjar
eða flotbrúsa
festir okkarn.“

27. Gekk Hlórriði,
greip á stafni
vatt með austri
upp lögfáki,
einn með árum
ok með austskotu
bar hann til bæjar
brimsvín jötuns
ok holtriða
hver í gegnum.

28. Ok enn jötunn
um afrendi,
þrágirni vanr,
við Þór sennti,
kvað-at mann ramman,
þótt róa kynni
kröfturligan,
nema kálk bryti.

29. En Hlórriði,
er at höndum kom,
brátt lét bresta
brattstein gleri;
sló hann sitjandi
súlur í gögnum;
báru þó heilan
fyr Hymi síðan.

30. Unz þat in fríða
frilla kenndi
ástráð mikit,
eitt er vissi:
„Drep við haus Hymis,
hann er harðari,
kostmóðs jötuns
kálki hverjum.“

31. Harðr reis á kné
hafra dróttinn,
færðisk allra
í ásmegin;
heill var karli
hjalmstofn ofan,
en vínferill
valr rifnaði.

32. „Mörg veit ek mæti
mér gengin frá,
er ek kálki sé
ór knéum hrundit;“
karl orð of kvað:
„knákat ek segja
aftr ævagi,
þú ert, ölðr, of heitt.

33. Þat er til kostar,
ef koma mættið
út ór óru
ölkjól hofi.“
Týr leitaði
tysvar hræra;
stóð at hváru
hverr kyrr fyrir.

34. Faðir Móða
fekk á þremi
ok í gegnum steig
golf niðr í sal;
hóf sér á höfuð upp
hver Sifjar verr,
en á hælum
hringar skullu.

35. Fóru-t lengi,
áðr líta nam
aftr Óðins sonr
einu sinni;
sá hann ór hreysum
með Hymi austan
folkdrótt fara
fjölhöfðaða.

36. Hóf hann sér af herðum
hver standanda,
veifði hann Mjöllni
morðgjörnum fram,
ok hraunhvala
hann alla drap.

37. Fóru-t lengi,
áðr liggja nam
hafr Hlórriða
halfdauðr fyrir;
var skær skökuls
skakkr á beini,
en því inn lævísi
Loki of olli.

38. En ér heyrt hafið, –
hverr kann of þat
goðmálugra
görr at skilja? –
hver af hraunbúa
hann laun of fekk,
er hann bæði galt
börn sín fyrir.

39. Þróttöflugr kom
á þing goða
ok hafði hver,
þanns Hymir átti;
en véar hverjan
vel skulu drekka
ölðr at Ægis
eitt hörmeiti

16. Kafli

Efnisyfirlit