Gylfaginning

Grímur Óðins – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

11. Gylfaginning

Heiti sögunnar, Gylfaginning, er venjulega þýtt sem „The Mocking of Gylfe“ því sögnin að ginna á íslensku merkir einnig að hafa að háði. Þetta er hinsvegar misskilningur á innihaldi, svipað og þegar dvergar í sögnunum merkja lágvaxið fólk í  stað þess að merkja óþroskaðar sálir. Í íslensku hefur nafnorðið ginn háleita merkingu, samanber ginn-heilagt. Orðið stendur fyrir óskýranlegt guðlegt eðli eða innihald ofar Æsum, Vönum og ofar allri upphafinni birtingu. Orðið hefur svipaða merkingu og tat í Sankrít sem merkir „ÞAГ— sem er svo heilagt að merking þess dvínar við að vera nefnt. Það er hið EINA — Alverund — hið sjálfbæra gap sem felur allt í sér sem hin takmarkaði hugur nær ekki að skilja, það er hugtakið sem tjáð er með orðinu Ginnungagap — „gap af ginn.“

Með þessum skilningi verður sagan skýr og skýranleg. Ásgarður í sögnunum er séður sem efnislegur staður með þroskuðum mannlegum verum, en engu að síður í fjarlægum heimi, í höll svo mikilli að loft hennar er varla sýnilegt. Sjónhverfingameistarnir, verðirnir við inngang hallarinnar, gætu staðið fyrir hæfnina í galdri, — þætti sem alltaf vekur hrifningu en er ekki gefinn mikill gaumur hér: sýnandinn sýnir kúnstir sínar fyrir utan höllina. Hann vísar konungi sem kemur í heimsókn inn í helgidóminn og fram fyrir hásæti hinna þriggja háu. Nöfn þeirra eða öllu heldur nafnleysa er í sjáfu sér áhugaverð ráðaþraut sem gefur til kynna að þó seta þeirra innbyrðis sé ólík þá sé enginn greinarmunur á stöðu þeirra.

Um leið og gesturinn er genginn inn lokast dyrnar að baki honum — táknrænn þáttur og sannur í lífinu. Því næst er honum lesin Hávamál sem, eins og við munum sjá, sýna og beinast að þremur stigum andlegs þroska.

Eftir að hafa hlotið alla visku sem hann gat numið af þessum þrígreindu guðlegu konungum snéri Gylfi konungur „heim til land síns og sagði þessi tíðindi sem hann hafði séð og heyrt“ og fullnægði þannig örlögum sem sannur andlegur nemandi og kennari.

Gylfaginning

Gylfi konungur var vitur og fróður maður. Hann furðaði sig á því hversu ásverjar voru fróðir og allt fór samkvæmt óskum þeirra. Hann ályktaði að það væri annað hvort vegna hæfni þeirra eða fyrir tilstilli guða þeirra sem sem þau færðu fórnir. Hann ákvað að finna ástæðuna og undirbjó ferð til Ásgarðs með leynd, dulbúinn sem gamall maður. En ásverjar voru vitrari og sáu ferð hans fyrir og brugðu fyrir hann tálsýnum. Þegar hann kom í hallargarðinn sá hann höll svo háa að hann sá varla topp hennar. Þak hennar var slegið gullnum skjöldum.

Gylfi sá mann í hallardyrunum sem lék að handsöxum og hafði sjö senn á lofti. Sá spurði hann fyrr að nafni. Hann nefndist Gangleri og kominn af refilstigum og beiddist að sækja til náttstaðar og spurði hver höllina ætti. Hann svarar að það var konungur þeirra. „En fylgja má eg þér að sjá hann. Skaltu þá sjálfur spyrja hann nafns,“ og snerist sá maður fyrir honum inn í höllina, en hann gekk eftir og þegar laukst hurðin á hæla honum. Þar sá hann mörg gólf og margt fólk, sumt með leikum, sumir drukku, sumir með vopnum og börðust.

Hann sá þrjú hásæti og hvert upp frá öðru og sátu þrír menn, sinn í hverju. Þá spurði hann hvert nafn höfðingja þeirra væri. Sá svarar er hann leiddi inn að sá er í hinu neðsta hásæti sat var konungur og heitir Hár, en þar næst sá er heitir Jafnhár, en sá ofarst er Þriðji heitir. Þá spyr Hár komandann hvort fleira er erindi hans, en heimill er matur og drykkur honum sem öllum þar í Hávahöll. Hann segir að fyrst vill hann spyrja ef nokkur er fróður maður inni. Hár segir að hann komi eigi heill út nema hann sé fróðari, og

„stattu fram meðan þú fregn,

sitja skal sá er segir.“

Í næsta kafla eru Hávamál, þar sem nemandanum er kennd siðfræði. Niðurstaða Gylfaginningar fer þar næst á eftir .

12. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Völuspá

Grímur Óðins – Masks of Odin 

Elsa-Brita Titchenell

10. Völuspá

Af öllum sögum og ljóðum í íslenskum fornritum skipar Völuspá heiðursses. Hún  geymir mikið sagnaminni en er jafnframt mesta ráðgátan í norrænum sögnum. Í henni er dregin upp stórfengleg lýsing á heimum í mótun af alheimstré lífsins (Yggdrasil, hnignun og endalokum, en líka endurfæðingu og endurnýjun þeirra. Til að fylgja framvindu atburðanna sem völvan segir frá verðum við að skoða aðrar sagnir sem eru skýrari um einstök atriði, því í Völuspá er eilífðinni þjappað í eitt augnablik og víðáttu alheimsins í sandkorn.

Völvan sem segir kvæðin er fulltrúi hinnar óafmáanlega tímaskráningar, frá ómuna fortíð til endalausrar framtíðar þar sem heimar taka hver við af öðrum í öldubylgjum lífsins. Völvan persónugerir fortíðina; minni hennar, sem nær yfir alla fortíð, rifjar upp fyrrum níu heimstré, löngu horfin en endurfædd í okkar heimstré.

Völuspá er viðbrögð völvunnar við leit Óðins að visku. Kosmísk saga er skoðuð af Alföður — vitund, guðlegir vitsmunir, sem reglulega birtast sem einingarheimur, -sólkerfi, sem kúinn er áfram af þörf fyrir að öðlast reynslu. Alföður er upphaf alls lífs, sem myndar þann heim. Þegar völvan ávarpar Óðinn, „þér, allar hinar helgu kindur“, sýnir það ekki aðeins hin nánu tengsl allra vera, heldur einnig að þær eru samkenndar hinum leitandi guði. Leit Óðins að „Uppruna lífs og endalokum heimanna“ er aðferð til að kalla fram þessar upplýsingar fyrir hönd allra „helgar kindir, meiri ok minni mögu Heimdallar“ (1) — allra lífsforma í sólkerfinu, heimkynna Heimdalls—og um leið á áheyrn þeirra.

Fyrir þá sem líta á goðaveru sem fullkominn og alvitran guð er það einkennilegt að hann leiti upplýsinga og sérstaklega um þau svið veraldarinnar sem eru neðan hans háa sviðs. En í launsögnunum eru goðverur ekki staðnaðar í guðlegum fullkomleika, heldur sífellt að vaxa og læra á öllum sviðum til frekari fullkomnunar. Í Völuspá er notuð ljóðræn aðferð til ýja að hvernig vitundin kemur í efnisheiminn í þeim tilgangi að læra og þroskast til meiri skilnings, en um leið að samlagast efninu sem hún starfar í.

Völvan segir: „Ek man jötna ár of borna“ — dauða heima þar sem vitundin er þeim löngu horfin og óinnblásið efni þeirra óreiða. Hún segir einnig: „níu man ek heima, níu íviðjur,

mjötvið mæran fyr mold neðan“ (2). Annar staðar er nefnt að Heimdallur sé            „fæddur af níu meyjum“ og að vaka Óðins þegar hann var hengdur á Yggdrasil, lífsins tré, hafi varað „í níu nætur“ (Hávamál 138). Af þessu má ráða að jarðarkerfi okkar sé það tíunda í röðinni úr frostajötninum Ými er þá; „var þar er ekki var, var-a sandr né sær, né svalar unnir“ (3).

Hvert heimstré er tjáning og birting guðlegrar vitundar sem skipar formum til lífs og öðlast „mjöð“ reynslunnar í staðinn. Í fullkomnun tímans, þegar vitundin hefur fullnýtt reynsluna í þessu efni og hverfur, verður það aftur að frostjötninum.

Sú vísa völva sem tamdi úlfa, hliðstæða hinnar kosmísku völvu, birtist til að segja hinn leynda vísdóm.  Völvan Heiða er hin leynda þekking sem hrífur egóið, þó hún sé  „eftirsótt af þeim illu“ þó hún geti verið skaðlaus þeim sem eru vísir og „temja úlfa“,  þeim sem hafa stjórn á dýrseðlinu með sjálfsaga og þjónustu og hafa öðlast aðgang að skrám náttúrunnar. Munurinn á þessum tveim völvum er eins og segir í kvæðinu: „Hún sér mikið, ég sé meira“ (45). Önnur tekur til það sem snýr að manninum á jörðunni en hin les allar kosmísku skrárnar.

Skáldin notuðu þrenns skonar galdra, eða öllu heldur hæfileika: Einn var sjáandi, sem hefur hæfileika til að sjá fyrir atburði sem munu gerast sem eðlileg afleiðing af fortíðinni. Í flestum löndum voru „vísar konur“ sem stunduðu þessa list, aðallega um lítilsháttar efni. Slíkir forlagaspámenn eru enn til eins og við þekkjum í áramótaspám og fleiru. Annar var galdurinn  aðferð með táknum og þulum í þeim tilgangi að koma eigin óskum fram. Slík álög, ef þau voru að einhverju leyti árangursrík varu svarigaldur, hvort sem gert var í góðum tilgangi eða fávisku.  Hann var því hættulegri ef hann var gerður af kunnáttu með vilja og markmið að baki. Óhjákvæmilega komu áhrif og afleiðingar hans til baka og hittu gerandann fyrir og þá sem tóku þátt í verknaðinum, hvort sem þeir voru saklausir eða fávísir.

Þriðji galdurinn var að „lesa rúnir“  að leita í táknum náttúrunnar og öðlast vaxandi visku. Þetta er rannsókn Óðins sjálfs þegar hann hékk á Yggdrasil, lífsins tré (Hávamál 137-8): „Ég kannaði djúpin, fann rúnir þekkingar, reisti þær með söng og féll enn aftur“ – af trénu.

Völvan segir fyrir um endalok hinnar gullnu aldar sakleysis og dauða sólargoðsins Baldurs fyrir gerðir blinda bróður hans, Haðar— fávisku og myrkurs —, fyrir tilverknað Loka hinn slóttuga álfs mannlegrar greindar. Eins og í öðrum launsögnum um fall mannsins er þeim sem gáfu manninum þekkingu og vald til að velja á milli góðs og ills kennt um allt það illa sem hrjáð hefur heiminn. Lucifer, ljósberanum í Biblíunni, frá „björtu morgunstjörnunni“ hefur verið umbreytt í djöful. Prometheus í grískri goðafræði, sem gaf mannkyninu eld hugans, var hlekkjaður við kletta til enda heimsins og mun aðeins bjargað af Heraklesi, sál mannsins, þegar hún hefur öðlast fullkomnun í striti sínu. Loki var bundinn neðan neðstu undirheima til að þjást þar til hringrásinni er lokið. Í öllum þessum dæmum hefur fórnin fært mannkyninu innra ljós sem lýsir veginn til guðsleika sem næst með vitundarvilja, umbreyttri sjálfsvitund og sameiningu við guðlegan uppruna okkar.

Völuspá gefur lifandi lýsingu á Ragnarökum. Nafnið er dregið af orðunum Regin (guð, ráðandi) og rök (ástæða, uppruni) og er sá tími þegar ráðandi goðar snúa aftur til uppruna síns við endalok heimsins. Hryllingnum sem lýst er þegar goðarnir hverfa á brott er hrollvekjandi og undirstrikaður af ýlfri hunda Heljar, en hinsvegar er þetta ekki endirinn. Eftir að heimstréð fellur heldur kvæðið áfram og lýsir fæðingu nýs heims, kvæðið segir í lokin af dögun nýrrar og gullinnar aldar. Þeir sem eru kunnugir efni „Niflungahrings“ Wagners kannast við að hvergi er getið um þessa kosmísku endurbirtingu. En þessi endurnýjun fellur þó vel að öðrum hugsanakerfum en þeim sem gera ráð fyrir algjörum endalokum. Slíkur endir finnst ekki í launsögnum, heldur lærum við af endalausu flæði náttúrunnar, frá birtingu og til hnignunar ínn í óþekktan uppruna og aftur til nýrrar birtingar. — Þetta mynstur vekur hjá okkur stærri sýn á takt lífsins í endalausri eilífðinni.

11. Kafli

Efnisyfirlit

Neðamál:

  1. 1. Sögnin saga,frásagnarhefð sögð af munni fram, líkt og í Sanskrit smrti og sruti, fræðsla „endurmunuð“ og „heyrð“, í þeirri röð. (í texta)
  2. 2. Tölur í sviga ( ) vísa í vísunúmer (í texta)
  3. 3. Ættkvíslir, skyldar kynslóðir. (í texta)
  4. 4. Skáletruð nöfn eru ekki þýdd; sum þeirra geta verið „óþýðanleg,“ önnur verið heiti sem ekki eru þekkt, eða útdauð. (í texta)

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

——————————————————————-

Völuspá.

1.

Hljóðs bið ek allar

helgar kindir,

meiri ok minni

mögu Heimdallar;2

viltu at ek, Valföðr,

vel fyr telja

forn spjöll fira,

þau er fremst of man.

2.

Ek man jötna

ár of borna,

þá er forðum mik

fædda höfðu;

níu man ek heima,

níu íviðjur,

mjötvið mæran

fyr mold neðan.

3.

Ár var alda,

þar er ekki var,

var-a sandr né sær

né svalar unnir;

jörð fannsk æva

né upphiminn,

gap var ginnunga

en gras hvergi.

4.

Áðr Burs synir

bjöðum of yppðu,

þeir er Miðgarð

mæran skópu;

sól skein sunnan

á salar steina,

þá var grund gróin

grænum lauki

5.

Sól varp sunnan,

sinni mána,

hendi inni hægri

um himinjöður;

sól þat né vissi,

hvar hon sali átti,

máni þat né vissi,

hvat hann megins átti,

stjörnur þat né vissu

hvar þær staði áttu.

6.

Þá gengu regin öll

á rökstóla,

ginnheilög goð,

ok um þat gættusk;

nótt ok niðjum

nöfn of gáfu,

morgin hétu

ok miðjan dag,

undorn ok aftan,

árum at telja.

7.

Hittusk æsir

á Iðavelli,

þeir er hörg ok hof

hátimbruðu;

afla lögðu,

auð smíðuðu,

tangir skópu

ok tól gerðu.

8.

Tefldu í túni,

teitir váru,

var þeim vettergis

vant ór gulli,

uns þrjár kvámu

þursa meyjar

ámáttkar mjök

ór Jötunheimum.

9.

Þá gengu regin öll

á rökstóla,

ginnheilög goð,

ok um þat gættusk,

hverir skyldi dverga

dróttir skepja

ór Brimis blóði

ok ór Bláins leggjum.

10.

Þar var Móðsognir

mæztr of orðinn

dverga allra,

en Durinn annarr;

þeir mannlíkun

mörg of gerðu

dvergar í jörðu,

sem Durinn sagði.

11.

Nýi, Niði,

Norðri, Suðri,

Austri, Vestri,

Alþjófr, Dvalinn,

Nár ok Náinn

Nípingr, Dáinn

Bívurr, Bávurr,

Bömburr, Nóri,

Ánn ok Ánarr,

Óinn, Mjöðvitnir.

12.

Veggr ok Gandalfr,

Vindalfr, Þorinn,

Þrár ok Þráinn,

Þekkr, Litr ok Vitr,

Nýr ok Nýráðr,

nú hefi ek dverga,

Reginn ok Ráðsviðr,

rétt of talða.

13.

Fíli, Kíli,

Fundinn, Náli,

Hefti, Víli,

Hannar, Svíurr,

Billingr, Brúni,

Bíldr ok Buri,

Frár, Hornbori,

Frægr ok Lóni,

Aurvangr, Jari,

Eikinskjaldi.

14.

Mál er dverga

í Dvalins liði

ljóna kindum

til Lofars telja,

þeir er sóttu

frá salar steini

Aurvanga sjöt

til Jöruvalla.

15.

Þar var Draupnir

ok Dolgþrasir,

Hár, Haugspori,

Hlévangr, Glóinn,

Dóri, Óri

Dúfr, Andvari

Skirfir, Virfir,

Skáfiðr, Ái.

16.

Alfr ok Yngvi,

Eikinskjaldi,

Fjalarr ok Frosti,

Finnr ok Ginnarr;

þat mun æ uppi

meðan öld lifir,

langniðja tal

Lofars hafat.

17.

Unz þrír kvámu

ór því liði

öflgir ok ástkir

æsir at húsi,

fundu á landi

lítt megandi

Ask ok Emblu

örlöglausa.

18.

Önd þau né áttu,

óð þau né höfðu,

lá né læti

né litu góða;

önd gaf Óðinn,

óð gaf Hænir,

lá gaf Lóðurr

ok litu góða.

19.

Ask veit ek standa,

heitir Yggdrasill,

hár baðmr, ausinn

hvíta auri;

þaðan koma döggvar,

þærs í dala falla,

stendr æ yfir grænn

Urðarbrunni.

20.

Þaðan koma meyjar

margs vitandi

þrjár ór þeim sæ,

er und þolli stendr;

Urð hétu eina,

aðra Verðandi,

– skáru á skíði, –

Skuld ina þriðju;

þær lög lögðu,

þær líf kuru

alda börnum,

örlög seggja.

21.

Þat man hon folkvíg

fyrst í heimi,

er Gullveigu

geirum studdu

ok í höll Hárs

hana brenndu,

þrisvar brenndu,

þrisvar borna,

oft, ósjaldan,

þó hon enn lifir.

22.

Heiði hana hétu

hvars til húsa kom,

völu velspáa,

vitti hon ganda;

seið hon, hvars hon kunni,

seið hon hug leikinn,

æ var hon angan

illrar brúðar.

23.

Þá gengu regin öll

á rökstóla,

ginnheilög goð,

ok um þat gættusk,

hvárt skyldu æsir

afráð gjalda

eða skyldu goðin öll

gildi eiga.

24.

Fleygði Óðinn

ok í folk of skaut,

þat var enn folkvíg

fyrst í heimi;

brotinn var borðveggr

borgar ása,

knáttu vanir vígspá

völlu sporna.

25.

Þá gengu regin öll

á rökstóla,

ginnheilög goð,

ok um þat gættusk,

hverjir hefði loft allt

lævi blandit

eða ætt jötuns

Óðs mey gefna.

26.

Þórr einn þar vá

þrunginn móði,

– hann sjaldan sitr –

er hann slíkt of fregn -:

á gengusk eiðar,

orð ok særi,

mál öll meginlig,

er á meðal fóru.

27.

Veit hon Heimdallar

hljóð of folgit

und heiðvönum

helgum baðmi,

á sér hon ausask

aurgum forsi

af veði Valföðrs.

Vituð ér enn – eða hvat?

28.

Ein sat hon úti,

þá er inn aldni kom

yggjungr ása

ok í augu leit.

Hvers fregnið mik?

Hví freistið mín?

Allt veit ek, Óðinn,

hvar þú auga falt,

í inum mæra

Mímisbrunni.

Drekkr mjöð Mímir

morgun hverjan

af veði Valföðrs.

Vituð ér enn – eða hvat?

29.

Valði henni Herföðr

hringa ok men,

fekk spjöll spaklig

ok spá ganda,

sá hon vítt ok of vítt

of veröld hverja.

30.

Sá hon valkyrjur

vítt of komnar,

görvar at ríða

til Goðþjóðar;

Skuld helt skildi,

en Skögul önnur,

Gunnr, Hildr, Göndul

ok Geirskögul.

Nú eru talðar

nönnur Herjans,

görvar at ríða

grund valkyrjur.

31.

Ek sá Baldri,

blóðgum tívur,

Óðins barni,

örlög folgin;

stóð of vaxinn

völlum hæri

mjór ok mjök fagr

mistilteinn.

32.

Varð af þeim meiði,

er mær sýndisk,

harmflaug hættlig,

Höðr nam skjóta;

Baldrs bróðir var

of borinn snemma,

sá nam Óðins sonr

einnættr vega.

33.

Þó hann æva hendr

né höfuð kembði,

áðr á bál of bar

Baldrs andskota;

en Frigg of grét

í Fensölum

vá Valhallar.

Vituð ér enn – eða hvat?

34.

Þá kná Váli

vígbönd snúa,

heldr váru harðgör

höft ór þörmum.

35.

Haft sá hon liggja

und Hveralundi,

lægjarns líki

Loka áþekkjan;

þar sitr Sigyn

þeygi of sínum

ver vel glýjuð.

Vituð ér enn – eða hvat?

36.

Á fellur austan

um eitrdala

söxum ok sverðum,

Slíðr heitir sú.

37.

Stóð fyr norðan

á Niðavöllum

salr ór gulli

Sindra ættar;

en annarr stóð

á Ókólni

bjórsalr jötuns,

en sá Brimir heitir.

38.

Sal sá hon standa

sólu fjarri

Náströndu á,

norðr horfa dyrr;

falla eitrdropar

inn um ljóra,

sá er undinn salr

orma hryggjum.

39.

Sá hon þar vaða

þunga strauma

menn meinsvara

ok morðvarga

ok þann er annars glepr

eyrarúnu;

þar saug Niðhöggr

nái framgengna,

sleit vargr vera.

Vituð ér enn – eða hvat?

40.

Austr sat in aldna

í Járnviði

ok fæddi þar

Fenris kindir;

verðr af þeim öllum

einna nokkurr

tungls tjúgari

í trölls hami.

41.

Fyllisk fjörvi

feigra manna,

rýðr ragna sjöt

rauðum dreyra;

svört verða sólskin

um sumur eftir,

veðr öll válynd.

Vituð ér enn – eða hvat?

42.

Sat þar á haugi

ok sló hörpu

gýgjar hirðir,

glaðr Eggþér;

gól of hánum

í galgviði

fagrrauðr hani,

sá er Fjalarr heitir.

43.

Gól of ásum

Gullinkambi,

sá vekr hölða

at Herjaföðrs;

en annarr gelr

fyr jörð neðan

sótrauðr hani

at sölum Heljar.

44.

Geyr nú Garmr mjök

fyr Gnipahelli,

festr mun slitna,

en freki renna;

fjölð veit ek fræða,

fram sé ek lengra

um ragna rök

römm sigtíva.

45.

Bræðr munu berjask

ok at bönum verðask,

munu systrungar

sifjum spilla;

hart er í heimi,

hórdómr mikill,

skeggöld, skalmöld,

skildir ro klofnir,

vindöld, vargöld,

áðr veröld steypisk;

mun engi maðr

öðrum þyrma.

46.

Leika Míms synir,

en mjötuðr kyndisk

at inu galla

Gjallarhorni;

hátt blæss Heimdallr,

horn er á lofti,

mælir Óðinn

við Míms höfuð.

47.

Skelfr Yggdrasils

askr standandi,

ymr it aldna tré,

en jötunn losnar;

hræðask allir

á helvegum

áðr Surtar þann

sefi of gleypir.

48.

Hvat er með ásum?

Hvat er með alfum?

Gnýr allr Jötunheimr,

æsir ro á þingi,

stynja dvergar

fyr steindurum,

veggbergs vísir.

Vituð ér enn – eða hvat?

49.

Geyr nú Garmr mjök

fyr Gnipahelli,

festr mun slitna

en freki renna;

fjölð veit ek fræða,

fram sé ek lengra

um ragna rök

römm sigtíva.

50.

Hrymr ekr austan,

hefisk lind fyrir,

snýsk Jörmungandr

í jötunmóði;

ormr knýr unnir,

en ari hlakkar,

slítr nái niðfölr,

Naglfar losnar.

51.

Kjóll ferr austan,

koma munu Múspells

of lög lýðir,

en Loki stýrir;

fara fíflmegir

með freka allir,

þeim er bróðir

Býleists í för.

52.

Surtr ferr sunnan

með sviga lævi,

skínn af sverði

sól valtíva;

grjótbjörg gnata,

en gífr rata,

troða halir helveg,

en himinn klofnar.

53.

Þá kemr Hlínar

harmr annarr fram,

er Óðinn ferr

við ulf vega,

en bani Belja

bjartr at Surti;

þá mun Friggjar

falla angan.

54.

Geyr nú Garmr mjök

fyr Gnipahelli,

festr mun slitna,

en freki renna;

fjölð veit ek fræða,

fram sé ek lengra

um ragna rök

römm sigtíva.

55.

Þá kemr inn mikli

mögr Sigföður,

Víðarr, vega

at valdýri.

Lætr hann megi Hveðrungs

mundum standa

hjör til hjarta,

þá er hefnt föður.

56.

Þá kemr inn mæri

mögr Hlóðynjar,

gengr Óðins sonr

við orm vega,

drepr af móði

Miðgarðs véurr,

munu halir allir

heimstöð ryðja;

gengr fet níu

Fjörgynjar burr

neppr frá naðri

níðs ókvíðnum.

57.

Sól tér sortna,

sígr fold í mar,

hverfa af himni

heiðar stjörnur;

geisar eimi

ok aldrnari,

leikr hár hiti

við himin sjalfan.

58.

Geyr nú Garmr mjök

fyr Gnipahelli,

festr mun slitna

en freki renna;

fjölð veit ek fræða

fram sé ek lengra

um ragna rök

römm sigtíva.

59.

Sér hon upp koma

öðru sinni

jörð ór ægi

iðjagræna;

falla forsar,

flýgr örn yfir,

sá er á fjalli

fiska veiðir.

60.

Finnask æsir

á Iðavelli

ok um moldþinur

máttkan dæma

ok minnask þar

á megindóma

ok á Fimbultýs

fornar rúnir.

61.

Þar munu eftir

undrsamligar

gullnar töflur

í grasi finnask,

þærs í árdaga

áttar höfðu.

62.

Munu ósánir

akrar vaxa,

böls mun alls batna,

Baldr mun koma;

búa þeir Höðr ok Baldr

Hrofts sigtoftir,

vé valtíva.

Vituð ér enn – eða hvat?

63.

Þá kná Hænir

hlautvið kjósa

ok burir byggja

bræðra tveggja

vindheim víðan.

Vituð ér enn – eða hvat?

64.

Sal sér hon standa

sólu fegra,

gulli þakðan

á Gimléi;

þar skulu dyggvar

dróttir byggja

ok um aldrdaga

ynðis njóta.

65.

Þá kemr inn ríki

at regindómi

öflugr ofan,

sá er öllu ræðr.

66.

Þar kemr inn dimmi

dreki fljúgandi,

naðr fránn, neðan

frá Niðafjöllum;

berr sér í fjöðrum,

– flýgr völl yfir, –

Niðhöggr nái.

Nú mun hon sökkvask.

Sæmundar Edda– Guðni Jónsson

GRÍMUR ÓÐINS (Masks of Odin)

eftir Elsa-Brita Titchenell

Þýðing. Sigurbjörn Svavarsson

Efnisyfirlit

Formáli

Orðalisti

Fyrsti hluti: SKÝRINGAR

1 Goðsagnir — Tímahylki
2 Lífsins tré — Yggdrasill
3 Goð og jötnar
4 Sköpun Alheims
5 Sköpun jarðarinnar
6 Ríki náttúrunnar
7 Rig, Loki, og hugurinn
8 Dauði og endurfæðing mannins
Vígsla

Annar hluti: Athugasemdir, kvæði og sagnir

10 Völuspá
11 Gylfaginning
12 Hávamál
13 Valþrúðnismál
14 Þór og Loki í Jötunheimum
15 Hymniskviða
16 Grímnismál
17 Þrymskviða
18 Rígsþula
19 Loki stelur Brislíngameninu
20 Gróttusöngur
21 Völundarkviða
22 Lokasenna
23 Alvísmál
24 Gróugaldur og Fjölvinnsmál
25 Skírnismál
26 Baldurs draumur (Vegtamskviða)
27 Hrafnagaldur Óðins
28 Að lokum

Allt efnið í PDF: Grímur Óðins  Grímur Óðins