Ríki náttúrunnar.

„Goðar og jötnar standa fyrir sinn hvorn pólinn í víðfemri skiptingu anda og efnis sem nær langt út fyrir okkar skynjun og skilning. Náttúran í norrænni goðafræði náði yfir lifandi verur á öllum stigum þróunarinnar. Þær táknuðu guð (vitund, orku), sál sem tjáð var á sinn eigin hátt og birtust í viðeigandi mynd sem tiltekinn jötunn. Okkar sýnilegi, áþreyfanlegi heimur var aðeins einn af mörgum — aðeins ein krossgata í hinni miklu og víðfemu tengingu goða og jötna sem lífið flæðir endalaust um í óendanlegri þróun og þroska.“

Grímur Óðins – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

6. Ríki náttúrunnar

Goðar og jötnar standa fyrir sinn hvorn pólinn í víðfemri skiptingu anda og efnis sem nær langt út fyrir okkar skynjun og skilning. Náttúran í norrænni goðafræði náði yfir lifandi verur á öllum stigum þróunarinnar. Þær táknuðu guð (vitund, orku), sál sem tjáð var á sinn eigin hátt og birtust í viðeigandi mynd sem tiltekinn jötunn. Okkar sýnilegi, áþreyfanlegi heimur var aðeins einn af mörgum — aðeins ein krossgata í hinni miklu og víðfemu tengingu goða og jötna sem lífið flæðir endalaust um í óendanlegri þróun og þroska.

Tengingin sem bæði aðskilur og sameinar goða og jötna eru álfar, en merking orðsins er á, elfa eða farvegur. Álfar tjá guðlega eiginleika sína gegnum efnisformið svo sem hægt er. Það gerir hverja veru þríeina, fyrst guðlega vitundin eða eilífan Óðinn, Alföður, ódauðlegan uppruna hverrar veru; það lífmagnar jötuninn, þ.e. líkamann, sem svo deyr og eyðist þegar hið guðlega yfirgefur hann. Tenging þeirra tveggja er álfur—hin starfsama sál sem er farvegur guðlegu áhrifanna í efnisheiminum og er sjálf að þróast til sinnar eigin „hamingju,“ einstaklingsvitundar. Álfasálin verður fyrir áhrifum af báðum heimunum, áhrifum frá guðlega eðlinu sem smá saman gefur honum samræmi, en hins vegar frá dauðlegum efnisþunga, jötninum. Þetta er skýrast í Völundakviðu, þar sem álfasálinni, mannkyninu, er haldið fanginni í öld illskunnar, en yfirvinnur það með andlegum vilja og skörpum úrræðum.

Á hinni löngu þróunarleið vex vitundarsameining við hina guðlegu leiðbeinendur þeirra og smá saman verða þeir ódauðlegir, en þangað til njóta þessir skjólstæðingar guðanna sæluvistar á milli jarðvista í veisluhöll ( himingeimnum) Ægis. Það eru ótölulegar gerðir af álfum á mismunandi vitundarstigi. Ljósálfar sem sofa í hallarsölum guðanna milli jarðvista, en svartálfar dragast að neðri heimum.

Sálir sem ekki hafa enn náð sjálfsvitundarstigi manns í þróuninni eru kallaðar „dvergar“.  Þessar frumaflasálir eru bundnar í dýra- eða plönturíkinu, í steinefnum hnattarins og í öflum lofthjúpsins. Þjóðsagnir lýsa þeim sem smáum verum. Í eldra máli var  þeim lýst sem  miðr, sem fékk merkinguna „minni“ á seinni tímum.  Þetta er í sjálfu sér eðlilegt og vekur tilfinningu um að þær séu minni en mannfólk, —minna þróaðir, skemmra á veg komnir. Nöfn þeirra vísa gjarnan í ýmis dýr, plöntur eða aðrar verur neðar mannríkinu, svo það er meira en líklegt að þessi tilvitnun um smækkun vísi til þroskastigs fremur en stærðar.

Á meðal frumafladverganna (þeirra sem tilheyra lífríkjum neðar steinaríkinu) eru tröllin sem eru sögð óvinveitt mönnum, og vendarvættir sem þjóna og hjálpa á alla vegu. Í þjóðsögunum eru tröll sýnd sem ógurleg skrímsli, en vendarvættirnir sem aðlaðandi litlir andar í gráum peysum með rauðar skotthúfur. Hver bóndabær hafði sinn vætt sem verndaði bústofn og þjónaði búaliði árið um kring. Það eina sem hann fékk fyrir var skál af graut við hlöðudyr á Þorláksmessu. Tröllin voru hinsvegar liðsmenn hins illa og sátu um að gera mönnum grikk. Það er eftirtektarvert að í öllum þjóðsögum voru engin raunveruleg samskipti milli manna og dverga á tilfinninga- eða andlegu sviði. Hvort sem þeir voru hjálplegir eður ei voru þeir aðeins náttúrueðli sem brást aðeins við af eðlishvöt og forvitni gagnvart manninum jafn ópersónuleg og hjá dýrum. Maðurinn hafði engar tilfinningar til þeirra þó hann væri þakklátur fyrir þjónustu þeirra.

Sú glansmynd sem dregin hefur verið upp á seinni tímum af  álfum með vængi, vinalega og mannlega dverga, blómálfa og fleiri slíkar verur  er að sjálfsögðu aðeins skáldskapur, þó útlit þeirra í þeirri mynd eigi sér kannski einhvern stað. Hinar ýmsu þjóðsagnir sem segja frá þeim og öðrum verum huldulanda enduróma raunverulega vitneskju sem hefur máðst og misskilist í tímans rás, að neðar steinaríkinu í þróunarstiganum eru vættir og öfl sem tjá sig í frumöflunum og birtingu þeirra. Þau eru vættir sem erfitt er að skilgreina; við höfum engan skilning á eðli eða „sál“ steinaríkisins, hvað þá á þeim öflum sem eru neðar þeim í þróunarstiganum. Klassískar myndir miðalda höfðu tákn fyrir þessi frumöfl; eðlan sem eldinn, sjávargyðju sem vatnið, loftanda sem loftið, og dverg sem jörð. Norræn goðafræði skilgreinir dverga sem séu komnir frá risum eða jötnum, sem tengjast sömu frumöflum. Gríski Oceanus („vatn“ himingeimsins), faðir sædísa, í norrænum launsögum er það Ægir sem með konu sinni Rán, gyðju sjávarins, skapar hinar níu öldur. Það sem við köllum í dag lögmál náttúrunnar og byggir á — efnfræði- og efnislegri, sjálfvirkri sem hálfsjálfvirkri starfsemi náttúrunnar — er tjáning frumaflanna. Án þeirra getum við hvorki tengst efninu sem við lifum í, né gætum við treyst á virkni þess. Þau eru myndun skýjanna, sem og spenna yfirborðsins sem ákvarðar döggina, virkni eldsins og fall fossanna. En af því að þessar verundir skortir skilgreinda stærð og lögun eru þær ekki skilgreindar sem lífsform, þó þær geti tekið á sig hvaða form sem er í ímyndun fólks. Huldufólk og álfa hefur venjulegt fólk séð; útlit þeirra og fatnaður er undir hugarmyndum sem þjóðsögur hafa skapað, og siðum sem eru sterkir, sérstaklega á ákveðnum stöðum sem ýta undir næmni fyrir náttúrunni og, í bland við áhrif arfsagna, skapa þessar myndir. Hæfileikinn til ímyndunar er raunverulegt afl.

Dvergar eru sagðir fylgja lest Dvalins, því lægri náttúruríkin fá hvatningu til vaxtar frá honum, (dáleidd — er hin mannlega sál sem enn hefur ekki vaknað til vitundar um möguleika sína). Sem Askur og Embla, smækkun heimstrésins, Yggdrasils, var mannkynið enn í heimi jurtaríkisins, án hugsunar, án hugar, og óx eins og planta án sjálfsvitundar þar til „guðirnir litu til baka og sáu þrengingu þeirra.“ Plánetan var enn í mótun af börnum Ívalda, tímabil jötunsins á tungltímanum.

Dvergarnir í lest Dvalins eru m.a. nefndir í Völuspá, jafnvel lýsandi nöfnum eins og Uppgötvun, Vafi Vilji, Ástríða, Mistök, Hraði, Horn og mörg önnur. Sum nafnanna skrítin en önnur skýr einkenni ákveðinna plantna og dýra, „upp til Lofars mannaðir“.

Mennirnir og þrengingar þeirra kveiktu samúð guðanna, sem fylgdu þeim og með hæfileikum sínum gerðu mennina ásmegin (guðmegnugir), þ.e. geta orðið goð í þríeiningu; dvergur af kyni Dvalins, af dýrslegu eðli hans; í mannlegu eðli sínu er hann álfur, farvegur eða sál sem tengir dvergefnið við hið guðlega; og andleg sál hans er „hamingja“ hans af kyni norna, verndari hans og fræðari sem aldrei yfirgefur hann nema að maðurinn sjálfur gefi sig á vald og þjóni hinu illa og slíti tengingu við hið guðlega og þvingi „hamingjuna“ á burt.

Mun nákvæmari skilgreining kemur í ljós þegar við áttum okkur á að maðurinn nýtur náðargáfu þriggja skapandi Æsa í eðli sínu. „Frá því liði (þróandi náttúruríki) úr sölum þriggja Æsa, öflugir, ástúðugir. Þeir fundu á jörðu Ask og Emblu lítt megnandi og örlagalaus. Óðinn gaf þeim anda, Hænir gaf þeim innsæi, Lóður gaf þeim blóð og guðlega sýn“ (Völuspá 17, 18)1). Þetta gerir manninn að samsettri veru. Í góðri greiningu Viktors Rydbergs voru lægri frumöflin þegar í Ask og Emblu fyrir aðkomu guðanna, en náðargjafir þeirra fullkomnuðu manninn sem ásmegin „guðmegnugur“ — ás í mótun — sem tekur þátt í hinum guðlegu þáttum sem móta alheiminn í formi, afli og skipulagi. Á öllum sviðum er maðurinn óaðskiljanlegur hluti þeirra afla sem lífmagna alheiminn. Sama hugmynd er í Genesis: guðlegt eðli lífs alheimsins blæs í manninn eigin andardrætti og skapar þar með mannlega ímynd sem býr falin í öllu lífi í alheiminum..

Forgengilegi efnisramminn var þríþættur: Fyrst er það líkaminn sem samanstendur af frumefnum jarðarinnar, í öðru lagi er það lífsgerðin sem heldur lögun sinni gegnum lífið, og í þriðja lagi vöxtur allra vera, lífmögnun eða segulmögnun. Þessir þrír þættir voru fyrir hendi í Aski og Emblu. Til viðbótar bættu guðirnir sínum eigin þáttum, Löður lagði til  eða læti, blóð og sjálf, blóð í skilningi arfbera genaþátta og það sem kallað er í Sanskrit,  svabhava, sjálfssköpun, -þessir samsettu eiginleikar gera hvern einstaklingi einstakan. Þessar tvær gjafir gefa goðumlíka mynd ásamt óð, gjöf Hænis, sem er hugur eða greindarþátturinn, hinu mannlega álfaeðli. Þetta, ásamt guðlega eðlinu, gerir manninn ásmegin, goðumlíkan (Rígsþula,18). Mesta gjöfin var Óðins, sú sem gæðir manninn sínum eigin anda.

Nokkrar árangurlausar tilraunir voru gerðar til að manna jörðina í einhverju formí. Edda lýsir leirjötninum Leirbrimi sem varð að eyða þegar Þór drap steinjötuninn Hrugnir.

Hrugnir kom í Ásgarð eftir kappreiðar við Óðinn, varð drukkinn mjög og hótaði Æsum, hvernig hann ætlaði að flytja Valhöll til Jötunheima, flæða Ásgarð og drepa alla þar frelsa Freyju og Sif sem hann myndi og taka með sér. Þar sem hann hélt áfram að rausa bar Freyja meiri drykki í hann. Að lokum urðu æsir leiðir á grobbi Hrugnis og nefndu Þór sem birtist um leið í hallarkynnum með hamarinn Mjölnir hátt reiddan. Þór krafðist að vita í hvers leyfi Hrugnir væri á Ásgarði og þjónað af Freyju sem aðeins þjónaði ásum. Jötuninn kvaðst vera í boði Óðins, en þó sagðist hann eiga að sjá eftir að hafa þegið það boð. Orðaskakið leiddi til að Þór og Hrugnir ákváðu að ganga til bardaga á landamærum Ásgarðs og Jötunheima og Hrugnir flýtti sér heim til að vígbúast fyrir einvígið.

Allur jötunheimur var í uppnámi vegna komandi bardaga og óttaðist afleiðingarnar, hvor sem ynni. Svo þeir sköpuðu jötun úr leir, níu álna háan, sem þeir nefndu Leirbrimir. Þeir gátu ekki fundið nægilega stórt hjarta fyrir slíkan risa svo þeir settu í hann merarhjarta. En Snorra Edda segir, „Hjarta Hrugnirs var að sjálfsögðu úr steini og og hafði það þrjú horn.“ Haus hans var einnig úr grjóti og bar hann steinbrjóstvörn og steinexi.

Hrugnir ásamt Leirbrimi biðu komu Þórs , en þegar ásinn birtist varð leirrisinn hræddur og „missti vatn sitt“. Þjálfi sem fylgdi Þór hljóp snöggt að Hrugni og sagði „Þú ert kjáni að hafa skjöld þinn að framan, Þór hefur séð það og mun koma að þér að neðan.“ Þá lagði Hrugnir skjöldinn undir sig og stóð á honum og hélt á öxi sinni með báðum höndum. Með logum og þrumum kom Þór framan að honum og kastaði Mjölni að honum og Hrugnir sinni exi einnig svo vopnin mættust miðsvegar, öxin brotnaði í smátt, annar helmingur hennar dreifðist yfir jörðina sem leiðarsteinar en hinn helmingurinn kom í höfuð Þórs, sem féll við, en hamarinn hitti höfuð Hrugnirs og mölvaði í smátt; þegar jötuninn féll niður kom fótur hans að hálsi Þórs.

Þjálfi hafði lítið fyrir að fella Leirbrimir og reyndi síðan að lyfta fæti Hrugnis af hálsi Þórs en fékk ekki hreyft. Allir ásar komu nú til hjálpar til að lyfta fætinum af hálsi Þórs en allt kom fyrir ekki. Nú kom Magni, þriggja ára sonur Þórs og jötunynjunar Járnsaxa. Magni lyfti léttilega fætinum af hálsi föður síns og afsakaði sig að hafa komið seint til hjálpar, en Þór var stoltur af syninum, og sagðist „myndi ekki erfa seinkunina við hann“. Hinsvegar var hluti steinaxarinnar enn í höfði Þórs. Völvan Gróa (gróður) reyndi að nema það burt með galdraþulu, en um leið og Þór fann það losna vildi hann verðlauna hana með  því að segja frá björgun hans á fyrrum jötni Örvendi (Orion) sem hann hafði borið yfir ísaðar bárur í körfu. Ein táin sem stóð út úr körfunni fraus, svo Þór braut hana af og henti henni til himins, þar sem hún hefur skinið fram til þessa dags. Við köllum hana Sírius í dag. Gróa var svo uppnumin af sögunni að hún gleymdi allri þulunni og því er axarbrotið ennþá í höfði Þórs.

Líkt og margar sögur úr yngri Eddu þá er svipuð hugsun hér í þessari sögu og við höfum ýjað að; víst er þó að sagan hefur tekið breytingum í tímans rás, þó í takt við glettni og persónur sögumanna, þar til þær voru settar á bókfell. Þriggja ára hetjan og Járnsaxið sem ól hann hefur vissulega merkingu, alveg eins og sögnin um Siríus. Lýsingin á leirrisanum á sér margar hliðstæður í hinum ýmsu arfsögnum, t.d. eins og Adam er gerður úr leir jarðarinnar (Genesis 2:7). Mannkynið hefur eflaust þróast í milljónir ára til að komast af sem hugsandi vera. Því síður vaknaði hugræn geta þess á einum degi heldur vaknaði smá saman. Guðspekin kennir að það hafi tekið milljónir ára. Í Stanzas of Dzyan er sagt frá sonum hugans (manasaputras) sem kveiktu hugareiginleikann í mannkyninu, en höfðu ekki getað það í fyrri mannkynum, og ekki fyrr en snemma í þriðja mannkyni. Þau, sögðu þeir, „pössuðu ekki fyrir oss.“

Hinir forvitnilegu litlu „moldarhausar“ sem fundust í Mexikó geta alveg eins táknað eitthvert skeið í þróun okkar. Aðeins smá saman urðu líkamir manna „tilbúnir“; í þriðja kynstofni hafði maðurinn hæfileika til að móttaka hugstillingu frá þeim sem höfðu útskrifast úr mannlegri þróun í fyrri heimsumferð. Núverandi mannkyn mun, ef það lykur þróun sinni á fullnægjandi hátt sem sálir, þá upplýsa og innblása þá sem nú eru „dvergar í lest Dvalins“— í órafjarlægri framtíð á nýrri eða endurmótaðri jörð, afkomanda þess hnattar sem við dveljum á í dag.

7. Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Sköpun jarðarinnar.

„Sál jarðar er Iðunn, af álfaætt, vörður epla, eilífrar æsku, er hún gefur goðunum á tilteknum tímum, en gefur ekkert á milli mála. Iðunn er dóttir álfajötunsins Ívalda — og sögð „lst yngri barna“ hans. Nanna, sál mánans, ein af „ldra kyni“, dó af hjartasorg við dauða bónda síns, Baldurs sólargoðs. Þetta kann að vera leið til að segja að jörðin sjái aðra sól, aðra hlið sólargoðs en forveri hennar, máninn. Synir Ívalda eru frumöflin sem mynduðu plánetu okkar; þau eru lífsaflið sem einu sinni mótaði dvalarstað Nönnu (mánann), en myndaði formið fyrir Iðunni (jörðina) eftir dauða Nönnu. Samkvæmt kenningum Guðspekinnar á hver hnöttur í birtingu nokkra bræður, gengna og ógengna; þar er því haldið fram að jörðin sé sú fimmta í röðinni af sjö birtingum plánetugoðsins, og að máninn hafi verið sá fjórði í röðinni. Jörðin er því einu þrepi ofar í þróuninni í okkar plánetukerfi en tunglið myndaði.“

Grímur Óðins – Masks of Odin         

Elsa-Brita Titchenell

5. Sköpun jarðarinnar

Sköpun jarðarinnar er sýnd á nokkra vegu. Hinn hugrakki Freyr er persónugerð jarðar. Hann er sonur Njarðar og Freyju og á galdrasverð sem sagt er vera styttra en venjulegt vopn en er ósýnilegt þegar því er beitt af hugrekki. Hver stríðsmaður Óðins sem vill komast í Valhöll verður að vinna til þess að bera slíkt sverð.

Sál jarðar er Iðunn, af álfaætt, vörður epla, eilífrar æsku, er hún gefur goðunum á tilteknum tímum, en gefur ekkert á milli mála. Iðunn er dóttir álfajötunsins Ívalda — og sögð „elst yngri barna“ hans. Nanna, sál mánans, ein af „ldra kyni“, dó af hjartasorg við dauða bónda síns, Baldurs sólargoðs.  Þetta kann að vera leið til að segja að jörðin sjái aðra sól, aðra hlið sólargoðs en forveri hennar, máninn. Synir Ívalda eru frumöflin sem mynduðu plánetu okkar; þau eru lífsaflið sem einu sinni mótaði dvalarstað Nönnu (mánann), en myndaði formið fyrir Iðunni (jörðina) eftir dauða Nönnu. Samkvæmt kenningum Guðspekinnar á hver hnöttur í birtingu nokkra bræður, gengna og ógengna; þar er því haldið fram að jörðin sé sú fimmta í röðinni af sjö birtingum plánetugoðsins, og að máninn hafi verið sá fjórði í röðinni. Jörðin er því einu þrepi ofar í þróuninni í okkar plánetukerfi en tunglið myndaði.

Fjölmargar goðsagnir líta á tunglið sem foreldri jarðarinnar og efni þess og lífseðli sé enn að færast til afkomanda þess. Sumt er talið styjða þessa fornsögn, t.d. sú staðreynd að birta sýnilegrar hliðar hans er smá saman að minnka. Ein myndin er móðirin sem snýst um vöggu barns, barnið sem jörðin. Hin vinsæla vögguvísa (fóstruríma), Jack and Jill, á uppruna sinn úr Eddu þar sem nöfn þeirra eru Hjúki og Bil [i] sem fara til mánans til að sækja efni sitt og koma því til jarðar. Þegar þau eru þar sjáum við skugga þeirra á mánamyndinni alveg eins og við sjáum „ karlinn í tunglinu“. Sagnir amerískra indjána kalla jörðina „móður“ en tunglið „ömmu“ sem vísar til þessarar sömu söguvenju.

Í einni Eddusögn er sköpun jarðarinnar keppni á milli tveggja afla, annars vegar tveggja sona Ívalda, dverganna Sindra og Brokka (jurta og steinaríkisins) og hins vegar af Dvalins (manna/dýra sálin í dvala) með aðstoð Loka (hugarins). Keppnin var til að ákvarða hver skapaði bestu gjöfina til goðanna.

Brokki og Sindri smíða sjálfskapandi hringinn Draupni fyrir Óðinn, hann gefur af sér átta eins hringi hverja níundu nótt, sem táknar fullvissu um endurnýjun lífsformanna. Þeir sköpuðu gylltan gölt fyrir jarðargoðið Frey. Þetta tákn fyrir jörðina er einnig að finna í hindúíska Puranas þar sem Brahma í mynd galtar lyftir jörðinni frá vötnum geimsins og ber hana á vígtönnum sínum. Dvergarnir smíða hamarinn Mjölni (mélarann) fyrir Þór. Þetta er þrumufleygurinn í skemmtisögunum, sem stendur fyrir raf-og segulmagni, ást og hatri, sköpun og eyðingu, og í mynd Svastiku sem tákn eilífrar hreyfingar Hann hefur þá náttúru að snúa alltaf til baka til þess sem sendi hann af stað, þ.e. lýkur ávallt hringferlinu til viðbótar efnislegum tilgangi; þetta er ein leið til að sýna fram á að lögmál réttlætis er algilt í öllum heimum. Við þekkjum það úr austrænum kenningum um karma, sem gildir á öllum sviðum lífsins, og kemur á samræmi ef því hefur einhvertíma verið raskað, og sem gildir einnig á kosmískum sviðum og kemur fram í nýjum hringrásum, endursköpun efnisins í nýjum plánetum, nýjum heimum. Hamar Þórs hefur einnig stutt skaft, en við smíði hans dulbjó Loki sig sem býflugu og stakk dverginn sem var við smíðabelginn. Dvergnum fataðist augnablik, en þó nægilega til að galli var á gjöfinni og tryggði sigur Loka og Dvalins. Engu að síður voru gjafir dverganna þær bestu sem framleiddar voru af jurta- og steinaríkjunum fyrir það guðlega (Óðinn), lífsorkuna (Þór), og plánetuandann (Frey). Við þurfum að hafa í huga að þessar gjafir, skapaðar af jurta- og steinaríkinu, takmarkast við eiginleika smiðanna. Hringur Óðins táknar augljóslega þróun í hringumferðum sem endurtaka sig í eilífðinni, og árstíðirnar eru gott dæmi um. Göltur Freys með gullnum kömbum sínum dregur vagn hans um himininn, meðan hinn skapandi og eyðandi hamar Þórs táknar lífsorkuna og aflið sem við kennum við frumöflin, þrumur og eldingar, drunur og hreyfingu, samspil þyngdarafls og segulmagns.

Í keppninni um gjafirnar skapaði Dvalinn, með hjálp Loka, galdraspjótið fyrir Óðinn sem aldrei missti marks þegar því er beitt af hjartahreinum. Spjót og stundum sverð tákna þróunarviljann. Það er greypt í hverja lifandi veru að vaxa og þróast til þroskaðri gerðar. Það er í þessari leyndardómsfullu þörf sem fórnin liggur, það má sjá hjá Óðni bundnum á Yggdrasil lífsins tré, með spjótið stungið í síðuna. Spjóststungan er sömuleiðis þekkt í sögnum af öðrum krossfestum frelsurum.

Gjöf Dvalins og Loka fyrir Þór var að endurheimta gullið hár Sifjar, konu hans (uppskeruna), sem Loki hafði stolið — misnotkun manna á jarðneskum gæðum? — . Þetta gæti líka verið önnur tilvísun. Gjöf sem endurheimtist gefur fyrirheit um mögulegan þroska og þróun efnis- og vitundarsviða heims sem er í sköpun. Gjöf Freys var skipið Skiðblaðnir, sem innihélt öll fræ lífsins; það skip var hægt að „brjóta saman sem klút“ þegar líf þess var á enda.

Þegar efnis-og lífsþáttum er safnað saman, sem nauðsynlegir eru fyrir mótun eða endurmótun nýrrar plánetu, eru andlegu gildin, Líf og Lífþrasir (líf og lífsþrá, -„þrasir“ merkir „óeyðanlegur“), í þeim skilningi „falin í fjársjóðsminni sólarinnar“. Þetta eru ódauðlegir þættir plánetunnar, eilíf sál/andi mannríkisins, sólarþáttur mannkynsins sem þraukar allan líftíma sólarinnar. Af þessari sögn lærum við táknrænt að þó ríki frumaflanna gefi góðar og gagnlegar gjafir fyrir lífverurnar þá er það frumleiki mannsins og æðri yfirburðir sem gáfu honum vinning í keppninni.

Nafn plánetu okkar, Miðgarður, þýðir „miðjugarður“. Þessi staðsetning hnattar okkar sem miðja svarar mjög til heimsmyndar Guðspekinnar um að efnisleg jörð okkar sé í miðri hnattkeðju okkar (sem samanstendur af mörgum hnöttum og jörðin sú efnisþéttasta og eina sýnilega). Fjöldi leyndra hnatta er ekki sá sami í öllum launsögnum, sá hæsti svo andlegur og fjarlægur mannlegum skilningi og því eru þeir settir algjörlega í flokk kosmískra launsagna eða óljóslega geymdir. Í Grímnismálum eru tólf nöfn á efnislegum hnöttum sem gefur til kynna mynstur þar sem sex vaxandi efnislegir hnettir koma saman í okkar eigin og eftir fylgja önnur sex svið sem dragast saman í guðlegt svið  ofar okkar jarðneska. Hnöttur okkar er þar jötuninn Þrymur sem hvílir á mesta efnissviðinu sem nærir tólf vistarrými lífs.

Eins og aðrar launsagnir hefur norræn goðafræði sín flóð, bæði alheimsleg og jarðnesk. Við höfum séð hvernig Bergelmir, síðasta jötninum, endalok kosmískrar hringferðar „er bjargað á kjöl“ til að verða að nýjum heimum í upphafi næstu umferðar efnisbirtingar. Svipað mynstur kemur fram í smærri stíl á líftíma jarðarinnar. Jötnar taka hér við hver af öðrum á löngum tíma, og á styttri tímabilum taka dætur jötnanna við hver af annarri og spegla á samsvarandi hátt breytingar á jarðtíma plánetunnar.

Það er ávallt samsvörun milli fyrstu raðar og þeirrar næstu og svo áfram, stundum er þeim gefið sama eða svipað nafn sem hægt er að ruglast á, en getur einnig verið upplýsandi tákn. Sem dæmi um það  er skýr samsvörun á milli jötnanna Ýmis, Gýmis, Hýmis, Rýmis, sem standa fyrir mismunandi röð kosmískra atburða.

Við vitum að jörðin breytist stöðugt og stundum með hamförum. Ein ástæða þess er afrán íbúa hennar, sem á löngum tíma ganga gegn lögmálum hennar, og þegar eyðilegging manna verður óbærileg rís náttúra hennar upp og kemur á breytingum með náttúruhamförum, og kemur á jafnvægi á ný. Þetta er hluti af náttúrulegri framþróun lifandi endurnýjandi jarðarlíkama fyrir endurheimt heilsu og endurnýjun.

Þær miklu uppákomur sem hafa áhrif á kynþættina vegna breytinga á meginlöndum og höfunum stjórnast hinsvegar af slætti lífsstrauma plánetunnar sjálfrar og eiga sér stað með hléum sem ná yfir allan sögulegan tíma. Á þeim fjórum og hálfum milljaða líftíma jarðarinnar eru aðeins fjögur slík tímabil nefnd í Guðspekiritum. Margir minni atburðir eru að sjálfsögðu tíðari.

Goðsagnir víða um heim um gjöreyðingarflóð og afkomu útvalinna eru allar samhljóma. Goðsögur indjána segja frá sólum sem taka við hver af annarri. Hver sól lifir meðan frumöfl lofts, vatns og elds eru i jafnvægi, en ef vöxtur einhvers þeirra verður um of mun jafnvægi verða aftur komið á með tilheyrandi breytingum á landi og sjó. Íbúar „nýja heimsins“ sjá sólina fara annan veg á himni en áður. Samkvæmt arfsögnum Nahuatl og Hopi indjána erum við í hinni fimmtu sól. Zuni indjánar staðhæfa með mikilli nákvæmni að við séum í fjórða heimi og með annan fótinn í þeim fimmta. Ef við berum þetta saman við kenningu guðspekinnar, þá erum við í fjórðu umferð (af sjö) jarðarinnar og  jörðin fjórði hnötturinn í hnattakeðju jarðarinnar, en í fimmta kynstofni á þessum hnetti.

[1] „Hann tók tvö börn af jörðu er svo heita: Bil og Hjúki, er þau gengu frá brunni þeim er Byrgir heitir og báru á öxlum sér sá er heitir Sægur, en stöngin Símul. Viðfinnur er nefndur faðir þeirra. Þessi börn fylgja Mána, svo sem sjá má af jörðu.“ (Gylfaginning, 11. kafli )

6.Kafli

Efnisyfirlit

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.

Sköpun Alheimsins.

„Fyrir birtingu heimanna var aðeins myrkur og þögn – Ginnungargap. Guðirnir farnir til sinna heima, tími og rúm voru aðeins óhlutlægir þættir því efnið var ekki til í fjarveru lífsins. Þetta er eins og „Kaos“ grísku heimspekinnar, áður en reglan, Kosmos, varð til. Í Stanzas of Dzyan segir[1]: „Tíminn var ekki, því hann svaf í eilífum faðmi tilverunnar.” Eddan kallar þetta Fimbulvetur – hina löngu köldu nótt tilveruleysisins.

Þegar stund sköpunarinnar kom bræddi hiti Múspellsheims (Eldheima) frosinn Niflheim (þokuheim) og skapaði frjósaman eim í tóminu. Það er úr Ými, frostjötninum, sem guðirnir skapa heima, ósýnilega sem sýnilega, er lífsflóðin flæða um. Ýmir er fæddur af og nærist á þeim fjórum mjólkurám sem streyma úr kúnni Auðhumlu, frjósemistákni óbirts frækorns lífsins. Þegar Ýmir er „drepinn“ af goðunum verður hann að Aurgelmi, frumtóninum, og yfirtónar hans byrja að óma um tóm svið geimsins. Líkt og hin tíbetski Fohat (eldur) sem setur snúning atómsins, lýsir þessi fyrsti ómur skipulagðri hreyfingu í óvirka frumefninu, skapar hringiðu þar sem sveifluspenna og sveifluhraði ákvarða bylgjulengd og tíðni sem mótar mismunandi efni. Eins og segir í Völuspá í þriðja og fjórða erindi[2].“

Grímur Óðins  – Masks of Odin

Elsa-Brita Titchenell

4. Sköpun Alheimsins

Fyrir birtingu heimanna var aðeins myrkur og þögn – Ginnungargap. Guðirnir farnir til sinna heima, tími og rúm voru aðeins óhlutlægir þættir því efnið var ekki til í fjarveru lífsins. Þetta er eins og „Kaos“ grísku heimspekinnar, áður en reglan, Kosmos, varð til. Í Stanzas of Dzyan segir[1]: „Tíminn var ekki, því hann svaf í eilífum faðmi tilverunnar.” Eddan kallar þetta Fimbulvetur – hina löngu köldu nótt tilveruleysisins.

Þegar stund sköpunarinnar kom bræddi hiti Múspellsheims (Eldheima) frosinn Niflheim (þokuheim) og skapaði frjósaman eim í tóminu. Það er úr Ými, frostjötninum, sem guðirnir skapa heima, ósýnilega sem sýnilega, er lífsflóðin flæða um. Ýmir er fæddur af og nærist á þeim fjórum mjólkurám sem streyma úr kúnni Auðhumlu, frjósemistákni óbirts frækorns lífsins. Þegar Ýmir er „drepinn“ af goðunum verður hann að Aurgelmi, frumtóninum, og yfirtónar hans byrja að óma um tóm svið geimsins. Líkt og hin tíbetski Fohat (eldur) sem setur snúning atómsins, lýsir þessi fyrsti ómur skipulagðri hreyfingu í óvirka frumefninu, skapar hringiðu þar sem sveifluspenna og sveifluhraði ákvarða bylgjulengd og tíðni sem mótar mismunandi efni. Eins og segir í Völuspá í þriðja og fjórða erindi[2].

En það má endursegja á eftirfarandi hátt: Áður en tíminn varð, voru engin frumöfl, því það voru „engar bylgjur“-engin hreyfing; því var ekkert form eða tími.- Þessa lýsingu er varla hægt að bæta. Efnið og allur hinn sýnilegi alheimur er, eins og við vitum, afleiðing af hreyfingu rafhleðslna. Skipulagar eins og atómið sameinast hinar margbreytilegu eindir í margvíslegum formum efnisins sem mynda sólir og plánetur. Í fjarveru hinna skipulögðu afla, guðanna, varð ekkert til. Rúmið er í sjálfu sér afstætt, óbirt, en samt hið eina sem til er. Það er Ginnungargapið, hyldýpi ginnungs, ólýsanlegt, ósegjanlegt ekkert, handan hugleiðinga, þar sem Ýmir, frostjötuninn, leyfir engan gróður þar til hin skapandi öfl fanga hann og móta heima, „reisa töflur,“ þar sem þeir fagna með lífsins miði.

Kýrin Auðhumla sleikir saltið af hrímsteinum Ginnungargaps og afhjúpar höfuð Búra (afstæðan geiminn, en ekki í víddum). Hann svarar til hins „sjálfborna“ alheims í Hindu heimspekinni. Auðhumlu upprunafræ lífsins, má líkja við vac úr sömu heimspeki, hinni fyrstu hreyfingu eða hljómi sem líka er líkt við kú. Sömu líkingu er að finna í launsögum bíblíunnar; Jóhannes 1:1: „ Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð“. Orðið (í grísku Logos) þýðir ástæða, og líka hljóð og hreyfing. Í þessum dæmum er fyrsta hreyfing afleiðing hugmyndar guðlegs hugar, eða sem frumafl eða frumtónn sem byggir upp röð yfirtóna sem hver um sig eru einnig grunntónn að nýrri tónaröð. Af slætti á gong má heyra vel hvernig ómur hljómastrengs byggir ofan á þann eina djúpa grunntón sem sleginn var. Þetta minnir á Stóra hvell sem með upphafsorku sinni hefur teygt sig eins og harmónika í útvíkkun sinni. Með slíkri bylgjuútbreiðslu gætu vitundir sem við köllum guði skapað form til að flytja á þeim bylgjum og jafnvel íklætt sig og dvalið í þeim, hvort sem þau væru sólir, menn eða smærra líf.

Frá afstæðum Búra kemur Bor (útvíkkaður geimurinn, rúmið) og af honum leiðir það þriðja, þrígreindur Logos sem samanstendur af Óðni, Vilja og Vé ( því heilaga –ave í upprunalegum skilningi). Þetta er uppruninn eða fyrirmyndin af þeim öflum sem við köllum eld, loft og vatn. Eðli andans (andardráttur), lífi (hita), vökva (huga),- fínni frumþætti efnis. Það er tvíræð tenging milli þess sem er kallað í launsögnum „vötn geimsins,“ sem er grundvöllur allrar birtingar í alheiminum– og vetnis (í grísku Hydor: vatn); munum að það er einfaldast, léttast og í mestu magni af öllum frumefnunum og binst öllum öðrum þekktum efnum. Aðra hlið þrenningarinnar má finna í öðru frumefni, helíum, sem tekur nafn sitt af Helios, sólinni, þar sem það var fyrst uppgötvað. Tenging er á milli elds og þriðju hliðar þrenningarinnar, súrefnis sem efnafræðilega sameinar önnur frumefnin í bruna. Einn þáttur eldsins helga var Mundilfari, „vogarstöngin“ eða „öxullinn“ sem snýr „hjólum“ vetrarbrauta, sóla, plánetna og atóma. Það er aflið sem kemur af stað öllum hringferlum og hreyfingum, kraftar “ geimhafana”.

Það er sláandi hve ýmsar torræðar vísbendingar í þessum gömlu launsögnum er hægt að þekkja í nútíma vísindum, jafnvel í greinum eins og stjarneðlisfræði. Hún segir okkur hvernig formmyndun átti sér stað, en launsagnirnar segja frá orsökum tilveru formsins. Í eðlisfræði er talað um þrennskonar efnisástand, – fast, fljótandi og loftkennt, launsagnirnar nefna þetta  jörð, vatn og loft; og bæta tveimur við, eldi og eter er voru taldir guðlegir þættir.

Í fjarlægum morgni tímans hefur jörðin okkar í allri sinni samsetningu verið það sem má kalla eterísk. Hnötturinn átti eftir að þéttast frá upprunalegum gasmekki sínum (nifl), sem fæddur var í Niflheimum (upprunalega gasheiminum). Við getum séð fyrir okkur guðlegan „viljann til að vera” draga sig ofan frá óskýranlegum sviðum andans niður gegnum svið huga og skilnings, gegnum eterinn og gegnum þéttara en samt óáþreyfanlegt efni, mynda atóm, skipuleggja mólekúl og lífverur, þar til öll lögmál efnisins með sínum ídveljandi lífsformum höfðu verið sköpuð. Frá þessu afli fékk gasryk löngu eyddra stjarna sem dreift var um sofandi geiminn, lífskossinn á ný og kveikti þá skapandi hvatningu sem myndaði hringiðukrafta sem mynduðu efnið sem heimar okkar eru gerðir úr.

Áður en pláneta okkar varð efnisþétt voru fínni efnin, -eldur og eter,-án efa meira ráðandi; eldur er enn hitagjafi allra lifandi eininga. Jafnvel í geimnum sjálfum, eins og við vitum best,  sjáum við slíkt nærri alkulinu, hiti 2,7° Kelvin, sem er þó merki um hreyfingu þó hæg sé og veik. Eter er ekki þekktur sem efnisástand í dag, en engu að síður eru orð í stjarneðlisfræðinni eins og „millistjarnaefni“ og „millivetrarbrautaefni“ („intergalactic medium“) sem benda til slíks. Frá þeim óratíma sem liðinn er frá því að jörðin byrjaði að þéttast hafa hin eterisku efni hörfað undan þétta efninu. Í framtíðinni, þegar jörðin tekur aftur að efnisléttast, eins og guðspekirit spá fyrir um, munum við eflaust enduruppgötva eterinn með hraðari geislavirkni.

Við höfum séð hvernig Ýmir, frostjötninum er umbreytt af guðlegum mætti í það efni sem heimar okkar eru gerðir úr, það upphafsefni verður Aurgelmir (fyrsta hljóðið), frumhljómur alheimsins, svo þrunginn orku að það minnir á þann viðburð sem vísindin kalla Stóra hvell. Sköpun jarðarinnar í Grímnismálum (40-41) og Gylfaginningu eru ljóðrænni.

„40. Úr Ymis holdi var jörð af sköpuð, en úr sveita sær, björg úr beinum, baðmr úr hári,en úr hausi himinn.

41.En úr hans brám, gerðu blíð regin, Miðgarð manna sonum, en úr hans heila váru þau in harðmóðgu ský öll af sköpuð.“

Með augnabrúnum hans, „brám gerðu blíð regin“, umkringdu þær Miðgarð, heim manna, en af heila hans voru sannarlega sköpuð hin dimmu ský. Þessi lýsing minnir mjög á bogadreginn segulhjúp jarðarinnar sem ver jörðina fyrir geimgeislum og dökk skýin á heilaverk mannanna.

Sköpunarferilinn niður í efnisbirtingu (kallaður í guðspekinni „Niðurgönguboginn“­­—í Eddu Mjötviður) er það sem nærir lífsins tré, en þróun andans og hrörnun efnisins (kallað í guðspekinni uppgönguboginn,– í Eddu, Mjötuður) tekur fyrir næringu Yggdrasils. Óðinn er kallaður Ofnir (sá er opnar, en það er einnig eitt nafna höggormsins við rætur trésins) í upphafi sköpunar þegar hann er óaðskiljanlegur Aurgelmi, frumhljóminum sem endurómar margfaldlega um kosmosinn. Þessum slagbilskrafti kosmíska hjartans fylgir samdráttur þegar tíminn kallar og goðin draga sig til baka enn á ný inn í hjarta tilverunnar, og sannarlega er það staðfest, í lok sköpunar er Óðinn kallaður Sváfnir (sá er lokar) og tengist við Bergelmi (lokahljónn. Þessi efnisjötunn er „efnið í kvörnina„ – sem gerir efnið einsleitt og formlaust, dregur efnið í sig með ótrúlegri líkingu við það sem vísindin kalla svarthol. Hann er líka sagður „lagður í lúður og bjargað“,– (er blóð Ýmis flæðir yfir og drepur alla jötna nema hann); launsögn sem minnir á Nóa flóðið, sem einnig tryggði endurnýjun lífsformsins eftir hamfarir, sem líka tryggir endurnýjun lífsformins eftir upplausn. Þetta getur líka verið frummynd þess að látnir höfðingjar voru lagðir í logandi nökkva sem rak til hafs.6

Hinar ýmsu ár Hvergelmis eru hinar ýmsu greinar eða lífsríki sem halda áfram stefnu sinni gegnum svið og heimkynni í heimskerfunum. Þær birta þá miklu breidd lífsforma sem nýttar eru af þessum elfusálum, þeim mannlega einnig. Þar eru dvergar, ljósálfar og einnig svartálfar sem „enn hafa ekki streðað frá hallargólfi upp rampinn“ (Völuspá 14).

Á líftíma kosmískrar verundar er Alfaðir Óðinn nátengdur Þrúðgelmi (hljómi Þórs), sem viðheldur öllu lífi. Við sjáum hvernig Þrúður (á kosmískum skala), Þór (í sólkerfinu), Hlóriður (hiti á efnissviðinu), standa fyrir allri orku í rafsegulsviðinu og hvernig eiginleikar þeirra hafa tilvísun í einstaka eiginleika þeirrar orku. Hamar Þórs, Mjölnir, skapar bæði efni og eyðir því og er því fulltrúi sköpunar og eyðingar sem helgar giftingu en drepur líka risa, uppfyllir skyldur sköpunar og eyðingar með því að draga vitundina frá sviðum lífsins.

5.Kafli

Efnisyfirlit

[1] The Secret Doctrine, I, 27.

[2] Völuspá, 3, 4.

 

Copyright © 1985 by Theosophical University Press. All rights reserved.