X. Kosmískar myndir

X. Kosmískar myndir ~
Okkur er leiðbeint af kennara, (Guru) okkar í tilvistarheimspeki, að líta upp í heiðskýran himininn með allri okkar einbeittri orku.
Okkur er sagt að eftir nokkra þjálfum munum við sjá þar ýmsar myndir – fallegt landslag, fegurstu staði, konur, börn og menn í ýmsum þáttum lífsins. Hvernig má það vera? Hvað lærum við í raun af slíkri athygliseinbeitingu?

Ég held að ég hafi skýrt nokkuð vel í fyrri köflum, frá hafsjó prana með sólina sem miðju, og hafi gefið nægilega vel í skyn innra umhverfi og eðli stórheims. Hver einasti púntur í þessu umhverfi, myndar miðju virkni og gagnvirkni alls þessa hafs. Það má ráða af því sem sagt hefur verið, að hvert umhverfi hefur sín takmörk. Jarðneska andrúmsloftið nær aðeins nokkra kílómetra, en er engu að síður hluti stórheimsumhverfisins. Ytri mörk þess (rétt skilið) eru rauðgul á litinn, eins og jörðin. Sama á við um sólarprana og hærra umhverfi. Skoðum Prana jarðarinnar, en mörk þess eru eru þau sömu og andrúmsloftsins. Hvert minnsta atóm jarðarinnar, fullkomnasta lífveran sem og hin ófullkomnasta, er miðja virkni og gagnvirkni í tilvistarstraumum Prana jarðarinnar. Prana hefur þá eiginleika að geta tekið á sig mynd allra lífvera, eða með öðrum orðum, þegar geislar prana falla á hverja og eina lífveru endurvarpast þeir samkvæmt lögmálum endurkasts, gagnvirkni. Þessir geislar bera því með sér okkar eigin sjálfsmyndir. Þessir geislar bera því þær alla leið að mörkum jarneskrar prana eins og nefnt var. Þannig getum við skilið að innan ímyndaðs hvolfs sem umlykur jarðarprana okkar, höfum við magnaðar myndir af lífmagni okkar. Ekki af einni lífveru, heldur öllu því smæðsta og ófullkomnusta upphafi skipulagi lífs, sem og fullkomnustu lífverum – allar þessar myndir sjást á þessu ímyndaða hvolfi. Þetta er hið stórkostlega myndasafn; allt sem hefur verið upplifað á jörðinni, -séð, heyrt, snert, bragðað eða angað,- hefur stórkostlegar og magnaðar myndir þar. Við mörk jarðarpranað mynda tilvistargeislarnir tvöfalda virkni.

Í fyrsta lagi kasta þeir gagnvirkum tilvistarstrengnum inn í sólarpranað sem þeir mæta við mörkin. Það er að segja, þessar myndir tilheyra nú sólar prana, það sem þær í tímans rás , skref fyrir skref ná til alheimshugans sjálfs.

Í öðru lagi endurkastast geislarnir frá hvolfsmörkunum og aftur til miðju lífsmagnsins, geislarnir verða fyrir eigin endurkasti.
Það eru þessar myndir sem athugull hugurinn sér í heiðskýrum himni, og það eru þessar myndir sem á dularfullan hátt, eru fóður fyrir ímyndun okkar og greiningu, og gefa okkur langsækna vísbendingu um eðli og virkni þeirra lögmála sem stjórna lífi smáheims sem og stórheims. Því þessar myndir segja okkur að minnstu athafnir okkar, á hvaða tilvistarsviði sem er, athafnir sem okkur sýnast svo lítilvægar að við tökum ekki eftir þeim sjálf, eru að eilífu skráðar, sem endurvarp hins liðna og orsök í framtíðinni. Þessar myndir segja okkur einnig af tilvist fimm sviða sem eru svo mikilvæg í alheiminum. Það eru þessar myndir sem leiða okkur til uppgötvunar á margræðri tilvist manns og alheims, og þeim hugarkröftum, sem þó ekki enn hafa notið athygli vísindanna í dag.

Þessi sannleikur hefur sinn stað í Upanishad , og sjá má í eftirfarandi tilvitnum úr Ishopnishat, mantra 4:
“ Atma hreyfist ekki: er eitt: er hraðari en hugurinn: skilningsvitin ná því ekki: þar sem það er fyrst í hreyfingunni. Það er fremst í hraðri hreyfingu en er sjáft í hvíld, í því varðveitir skrásetjarinn athafnirnar.“
Í þessari tilvísun er orðið Matarishwa, sem ég þýði sem „Skrásetjarinn“. Venjulega er orðið þýtt sem loft, og ég veit ekki til að þetta orð hafi nokkurn tíma áður verið skilið sem „Skrásetjarinn“. Þess þarf frekari skýringu.
Orðið samanstendur af orðunum matari og swah. Orðið matari er nafnorð dregið af matri sem venjulega þýðir móðir, sem hér er rými, sem hluti fjarlægðar, af rótinni ma, að mæla. Seinna orð samsetningarinnar þýðir sá sem andar, og dregið af rótinni Swas, að anda. Samsetningin þýðir því „sá er andar í rýminu“. Í útskýringu á orðinu segir Sankaracharya:
„Orðið‘Matarishwa’, sem dregið er af, að ofan, merkir Vayu [sá sem hreyfist] sem ber í sér allar birtingar prana, sem er athöfnin sjálf, sem er jarðvegur allra orsaka og afleiðinga, og þar sem orsakir og afleiðingar er eins og perlur á bandi, sem er gefið nafnið sutra [þráðurinn] sem svo að miklu leyti heldur í sér öllum heiminum.“

Það er einnig sagt í fyrrnefndri tilvitnun að „athöfn“ um að matarishwa hafi í sér allar hreyfingar einstakra prana, sem og athafna hita, ljóss, eyðingu, ofl., stórheimskraftsins sem þekkur er sem Agni.
Í þessari merkingu getur þetta ekki þýtt sem andrúmsloft. Það er ljóst að fasi prana ber myndir af öllum athöfnum, öllum hreyfingum allra hluta rýmisins til hvers annars og að mörkum surya mandala. Þessi fasi prana er ekkert annað, eins og skrásetjari. Það hefur í sér um alla eilífð, allar orsakir og afleiðingar, allt sem var og verður í heimi okkar.
Það er athöfnin sjálf. Það merkir að allar athafnir eru breytingar á fasa prana.

Sagt er í tilvitnunni að þessi skrásetjari búi í atma. Sem og atma er afl, sýnir þetta virkni þess. Prana á uppruna sinn í atma, og þess vegna finnum við líkingu milli þessara tveggja. Sagt er úrdrættinum hér að framan að atma hreyfist ekki, og einnig að það hreyfist hraðar en hugurinn. Þetta kann að sýnast eiginleikar í mótsögn við fyrstu sýn, og það eru þessir eiginleikar sem gera Guð í augum venjulegs átrúnaðar svo einkennilegan. Við skulum hins vegar tengja þessa eiginleika við prana, og þegar það er skilið á þessu sviði, verða þeir skiljanlegir á hæsta sviði, sem atma. Það hefur verið sagt oftar en einu sinni að frá hverjum púnti í hafsjó prana fljúga tilvistargeislarnir í allar áttir, til allra staða innan surya mandala. Þannig er pranahafið á endalausri hreyfingu. Hefur hinsvegar einhver púntur í öllu þessu hafi breytt um stað? Að sjálfsögðu ekki. Þannig heldur hver púntur stöðu sinni en á sama tíma sýnir hann sig í öllum öðrum púntum.
Á sama einfaldan hátt er allt umliggjandi atma á eilífri hreyfingu en þó ávallt í hvíld.

Sama á við á öllum sviðum lífsins; allar athafnir okkar, allar hugsanir okkar, öll tilbeiðsla okkar, tekur við endalausum skráningum í bækur Matarishwa.
Hér verð ég að fjalla örlítið meira um þessar myndir. Ljósmyndatæknin gerir okkur kleyft við ákveðnar kringumstæður að taka myndir af þessum fyrirbrigðum á viðkvæma filmu. Hvernig getum við lesið bréf í tuga kílómetra fjarlægð? Slík fyrirbrigði er persónuleg upplifun. Mjög nýlega, það sem ég sat í rólegheitum og var að lesa, eða kannski var þetta einhversskonar draumur, klukkan var um fjögur að morgni, ég var að lesa póstkort sem ritað var af vini til vinar, um mig, þessa sömu nótt í nærri 50 kílómetra fjarlægð. Nærri helmingur textans var um mig, en hinn helmingurinn um annað efni sem ég gæti hafa haft áhuga á. Sá helmingur var óskýr fyrir augum mínum og mér fannst að þó ég reyndi að einbeita mér að einstökum línum, kom allt fyrir ekki. Athygli mín dróst alltaf að textanum um mig sem var mjög skýr. Fjórum dögum eftir þetta atvik, sýndi viðtakandinn mér kortið; það var nákvæmlega það sama, eins og ég mundi að hafa séð það fyrir mér. Ég nefni þennan atburð sérstaklega, þar sem ýmsar forsendur fyrir birtingu slíks fyrirbæris eru greinilega fyrir hendi. Með greiningu á þessu tilfelli drógum við fram eftirfarandi staðreyndir:
(1) Sá sem ritaði kortið, hafði í huga að ég ætti að sjá kortið og sérstaklega það sem ritað var um mig.
(2) Að mér var mjög í mun að vita hvað um mig var ritað.
(3) Í þessu hugformi skrifaði vinur minn kortið. Hvað gerðist? Hugarmyndir hans á kortinu, bæði á efnis-og hugarsviðinu flugu í allar áttir eftir stórheimsbrautum prana og hugar. Þessi mynd fór strax á stórheimssviðin og beygði þaðan í átt til móttakanda kostsins. Engin vafi er á að allir hugar á jörðunni fengu snert af þessum hugarstraumi á sama tíma. En hugur minn einn var næmur fyrir kortinu og efni þess. Það varð því aðeins í huga mínum sem hughrif kortsins náðu að festast. Geislarnir náðu því að brotna í huga mínum, og niðurstaðan varð eins og lýst er hér að framan.

Af þessari frásögn má sjá að til að móttaka slíka myndræna pranageisla, verður hugurinn að vera móttækilegur en ekki lokaður; þ.e.a.s., þegar hugurinn er laus af öðrum hugsunum og tilfinningum er hann hæfur til að taka á móti myndum úr kosmosnum, og öðlast þannig rétta þekkingu fortíðar og framtíðar. Það er gagnlegast ef við höfum ákafa löngun til að vita. Það er á þann hátt sem miklir dulfræðingar lesa skrár þess liðna af blöðum náttúrunnar, og það er á þeirri braut sem sem byrjendur þessarar listar verður að feta undir leiðsögn leiðbeinanda (Guru).
Við verðum að skilja að allt og öll tilvik sem hafa gerst og eiga sér stað á jörðinni okkar, hafa sína skráningu í bók náttúrunnar. Tilvistargeislar prana og huga streyma þessum myndaútlínum stöðugt aftur til okkar. Það er að mestu vegna þessa, sem segja má að hið liðna yfirgefur okkur aldrei og lifir innan með okkur, þó margt af mikilfenglegust augnablikum hennar hafi horfið af yfirborðinu fyrir hinum venjuleg sjónum. Þessir geislar tengjast ávallt þeirri miðju sem upphaflega gaf þeim líf.

Efni í umhverfi jarðneska atburða geyma slíkar miðjur ósnertar um örófa aldir, og það er alveg mögulegt fyrir næman huga, hvenær sem er, að snúa þessum geislum aftur til sín með því að komast í snertingu við efnisleifar sögulegra atburða. Hulinn stein við Pompeii sýnir myndahluta af þeim mikla atburði sem eyddi borginni, þessi myndgeislar eru eðlilega tengdir þessum steini. Ef næmur hugur setur þann stein að enni sér, eru móttækilegar aðstæður forsenda fyrir að öll myndin komi í hugann. Slíkur móttökuhæfileiki getur verið eðlilegur fyrir suma, en hann er einnig hægt að þjálfa til að öðlast. Það má nefna, að það sem við köllum eðlileg hæfileika eða krafta er í raun það sem við höfum öðlast í fyrri jarðvistum. Shiva segir:
„Það eru sumir sem munu þekkja tatwas, þegar hugurinn er laus við vanann, annað hvort með reynslu fyrri lífa eða með góðvild Guru.“
Tveir granítsteinar dem kunna að sýnast eins, með sömu samsetningu og innri byggingu, geta verið með alls ólíkan tilvistarlit (tatwic lit), því litir hluta eru að miklu leyti háðir tilvistar umhverfinu. Það er þessi innri litur sem ákvarðar raunverulega sál hlutanna, þó lesandinn viti nú þegar að Sanskrítsorðið prana eigi betur við. Það er ekkert leyndardómsfullt að segja að yogi geti séð fyrir sér myndir frá hvaða horni heimsins sem er, fortíðar sem nútíðar, í huga sér með einfaldri íhugun. Ekki aðeins sem sýnilega mynd, eins og lýsingar okkar kunna að hafa gefið lesandanum í skyn. Geymsla og form sýnilegra mynda eru aðeins verk lýsandi etersins, taijas tatwa. Aðrir tilvistargeislar vinna jafnvel. Hljóðeterinn, akasa geymir öll hljóð sem nokkurn tímann hafa heyrst eða eru heyrð á jörðunni, sama á við hina þrjá etera sem geyma allar aðrar skynjanir. Við sjáum því, að með því að setja saman allar þessar myndi, getur yogi öðlast skýra mynd.

Í bókinni Zanoni, þegar Glyndon er á Ítalíu, sér hann og heyrir samræður Violu og Zanoni í fjarlægu heimili þeirra, er það er því ekki aðeins draumur skáldsins; það er vísindaleg staðreynd. Það eina sem er nauðsynlegt, er að hafa mótækilegan huga. Fyrirbæri eins og hugaflutningur, snertidulskynjun, dulsýn og dulheyrn, eru allt fasar í þessum tilvistarverkum. Þegar við skiljum þetta, verður þetta allt einfaldir viðburðir. Það kann að vera gott að gefa hér nokkrar hugmyndir um hvernig þessar myndbirtingar manns í dag móta framtíð hans. Ég mun fyrst reyna að sýna fram á hve fullkomnar þessar skrár eru. Í upphafi vil ég minna lesandann á hvað ég hef sagt um tilvistarliti allra hluta. Það er það sem gefur öllu einstaka stöðu, jafnvel hverri steinvölu.
Myndræn heild hlutar er aðeins hliðstæða einstaka prana maya kosha (lífskjarna). Það er mögulegt að sá sem hefur ekki skilið fyllilega hvernig tilvistarorkan hleðst upp í einstaklings prana, kunni að skilja fyrirbrigðið betur sem kosmíska hliðstæðu. Í raun er fyrirbrigði stór- og smáheims hvoru tveggja hlekkir í sömu keðju, þau leiða bæði til fulls skilnings á heildinni. Gerum ráð fyrir að maður standi á fjallstindi og náttúran í öllu sýnu veldi breiði úr sér fyrir augum hans. Þar sem hann stendur og hugleiðir alla þessa fegurð, er myndin sporöskjulaga þar sem hann stendur. Ekki er þetta aðeins ytri birting, heldur litblær lífsins í allri sinni dýrð. Ef agni tilvistarorka er ráðandi í honum á þessu augnabliki, ef það er fullnægjusvipur á andliti hans, ef augntillit hans er rólegt og þægilegt, eins og hann hafi í sýn sinni gleymst öllu öðru, aðgreind eða samsett tilvistarorka mun vinna sitt verk, ró, ánægja, athygli eða ekki, mun vera ráðandi á hæsta stigi á sporbaugshvelinu. Ef hann gengur eða hleypur, fer niður eða hoppar upp eða áfram, sýna tilvistargeislar prana það og mynda þá liti með sömu fullnustu og minni og var á hvelinu.

Maður stendur með vopn í hendi, með grimmd í augum, með ómannlega glóð í æðum, fórnarlamb hans, maður eða dýr, hjálparlaus eða að berjast um. Allt er þetta skráð samstundis. Þarna standa morðingi og fórnarlamb í sínum sönnu litum, í einrúmi eða frumskógi, skítugum kofa eða ógeðslegu sláturhúsi; allt er satt og nákvæmt eins og það er í augum morðingjans og fórnarlambsins.
Breytum nú sviðinu aftur. Við höfum lýginn mann frammi fyrir okkur. Hann fer með lygar á hendur öðrum manni. Um leið og orðinn eru sögð fer akasa í gang með öllum mögulegum athöfnum. Hér höfum við sannarlegustu framsetningunna. Lygarinn er þar eins og ef sá sem logið var um, hefði orðið fyrir í einstaklings prana sínu; fórnarlambið er þar líka. Rangindin eru þar með allri sinni orku. Ef lýgin er fullnuð, verða breytingar til hins verra ef ósannindi hans koma niður á fórnarlambinu. Það er ekkert í umhverfinu, fyrr né nú – orsök og afleiðing – sem ekki birtist þar.
Sviðið breytist, við sjáum þjóf. Myrkur næturinnar eins svart og það getur orðið, þjófurinn er var um sig; mynd okkar er þarna með öllum sínum litum, en lofar kannski ekki góðu. Tíminn, húsið, veggirnir, sofandi og saklausir íbúar, stolnir hlutir, liðin nótt, sorgmæddir eigendur, með öllu sem er liðið og afleiðingar í myndinni. Allt er myndað og munað, af morðingjanum, þjófinum, eða lygaranum, og einnig af öllum öðrum misgjörðarmenn sem hafa haldið að glæpir þeirra fari leynt. Gerðir þeirra, eins og allar gerðir sem hafa verið framkvæmdar, eru lifandi, skýrar og nákvæmlegar til staðar í myndasafni náttúrunnar. Fleirri dæmi þarf ekki að tiltaka, það sem sagt hefur verið er nægilegt til að útskýra lögmálið, aðferðin er gagnleg og ekki mjög erfið. En nú skulum við kalla þessar myndir fram úr myndasafni okkar.

Við höfum séð að tími, staður og allir aðrir mögulegir þættir atvika ná nákvæmri birtingu, og þessir tilvistageislar eru samtvinnaðir þegar skrá þeirra fer í geymslu á kosmíska sviðinu. Í tímans rás varpar hann skugga á jörðina, myndgeislarnir sem svo lengi hafa verið geymdir, orkugera mann- efnismyndast og móta í samræmi við eigin möguleika, og byrja að verða virkir. Það er almennt viðurkennt að sólin gefur jörðinni líf – manna sem og jurta- og steinaríkis. Sólarlíf tekur á sig mannlega mynd í kviði móður, en það er aðeins innflæði okkar eigin geislamynda sem koma inn í það líf. Þeir geislar mynda efnislíkamann í móðurkviði en er nú í nokkuð frábrugðnum móðurlíkama en áður, í upphafi þessa jarðarferðalags. Með tímanum breytast myndirnar í tilvistinni, og hinn grófi efnislíkami einnig.

Í tilfelli endurfæðingar mannsins sem stóð á tindinum, hin rólega, eftirtektarsama og nægjusama viðhorfs hugans sem hann tileinkaði sér þá, hefur áhrif á lífsheildina nú og maðurinn nýtur fegurðar náttúrunnar aftur og er ánægður og hamingjusamur.
Tökum dæmið af hinum grimma morðingja. Hann er í eðli sínu grimmur og hefur enn í sér löngun til morða og eyðileggingar, ekkert virðist geta haldið honum frá þessum hræðilegum verkum; en myndin af fjarandi lífi fórnarlambs hans er nú hluti og baggi á tilveru hans, sársauki, hryllingur, örvænting og hjálparleysi eru þar í allri sinni mynd. Stundum finnst honum lífsins blóð renni úr æðum sínum. Engin sýnileg ástæða, en þó þjáist hann; hann finnur fyrir óútskýranlegum hryllingi, örvæntingu og hjálparleysi. Líf hans er ömurlegt; hægt og bítandi, en örugglega, fjarar það út.
Látum tjaldið falla á þetta svið. Endurfæddur þjófurinn er nú á sviðinu. Vinir hann yfirgefa hann einn af öðrum, eða hann fjarlægist þá. Mynd af yfirgefnu húsi hvílir á honum. Hann er dæmdur til að tengjast yfirgefnu húsi. Mynd af einhverjum koma inn í húsið og stela eignum hans, er sterk og ljóslifandi. Maðurinn er dæmdur til skræfuskapar. Hann dregur til sín sorg og uppnáms sem hann olli öðrum fyrir löngu síðan. Slíkt ástand verður hans daglega brauð og skapar umhverfi hans undir sömu áhrifum.
Þessar lýsingar eru nægilegar til að útskýra lögmálið um hvernig þessar kosmísku myndir stjórna lífum okkar í framtíðinni. Hvaða synd sem framin hefur verið undir ótölulegum kringumstæðum í lífinu, er hægt að rekja tilvistaráhrif þeirra með þessum kosmísku myndum.

Það er ekki erfitt að skilja að mynd af hverjum einstakling á yfirborði jarðar sé mynduð í prana, og það eru þær myndir, að mínu mati, sem svara til hugmynda Platos um hæsta stig tilverunnar. Mjög mikilvægar spurningar vakna hér. Eru þessar myndir til að eilífu, eða koma þær aðeins í tilveruna þegar formmyndun á sér stað á jarðnesku sviði? Ex nihilo nihil fit (Ekkert kemur úr engu) er vel þekkt kenning í heimspeki, ég hallast að Vyasa, um að þessar birtingar (sem ég kalla myndir) af öllum hlutum með þeirra almennu, sérstæðu og sérstöku eiginleikum hafi ávallt verið til í alheimshuganum. Swara, eða það sem má kalla andadrátt guðs, er ekkert meira né minna en óhlutstæðir vitsmunir, eins og hefur verið útskýrt, eða vitmunaleg hreyfing, ef slík tjáning skilst betur.

Bókin okkar segir:
„Í swara (orðinu) sjást, eða birtast, Vedas (sögurnar) og Sastras (kenningar), í swara eru hæstu Gandharvas (skaparar), og í swara eru allir þrír heimarnir; swara er sjálft atma (heimssálin).“
Það er ekki nauðsynlegt að fara rækilega ofan í þetta vandamál; tillaga er nægileg. Það má segja, að allur sköpunarferill á yfirborði jarðarinnar sé samsafn alls sem er, undir mótunaráhrifum æðri hugmynda. Ferilinn er svipaður og þegar vot jörð lætur undan þrýstingu sem hún verður fyrir. Hugmynd “alls sem er” er sál þess.

Mannlegar sálir (prana maya kosha) eru í þessu hveli eins og sálir annara hluta, og verða fyrir áhrifum af reynslu sinni jörðunni eins og nefnt hefur verið.
Í rás aldanna, birtast þessar hugmyndir á efnissviðinu aftur og aftur, í samræmi við lögmálin sem gefin voru í skyn að framan.
Ég hef einnig sagt að þessar myndir hafa einnig tilvist á hugar- og sálarsviðinu. Það má segja að þessar sálar-hugmyndir endurtaka sig aftur og aftur, á það sama við um myndir hugans. Venjulegur dauði er í okkar huga dauði á jarðarsviðinu. Það þýðir að áhrif sálar-hugmyndir hverfa af jarðsviðinu. Eftir einhvern tíma, sem ræðst af litum myndanna, kasta þær áhrifum sínum að nýju á jarðarsviðð, og við endurfæðumst. Við kunnum að hafa dáið ótal sinnum, en sálarlíf okkar slökknar ekki.

Sálardauði getur átt sér stað í núverandi manwantara (tímabili) í sérstökum tilfellum. Þegar þeir færast undan áhrifum sólar og fæðast að nýju í ríki annars Manu. Menn sem deyja sáladauða munu dvelja í uppljómun meðan núverandi manwantara ríkir. Endurfæðing þeirra kann að frestast um meira en eitt manwantara. Allar þessar myndir eru áfram til staðar í faðmi Manu meðan manwantarapralaya (tímabil milli eins manwantara). Á sama hátt geta menn dáið hærri dauða og dvalið á enn hærri uppljómun. Sálar-og hugarkjarninn gæti hafa leyst upp eins og hinn efnislegi, og þá hvílir blessuð sálin og bíður dögunnar nýs dags Brahma. Hærra og lengra er ástand sem fylgir dauða Brahma. Þá hvílir andinn það sem eftir er af Kalpa (100 ár Brahma) og Mahapralaya ( tímabil milli endurfæðingar Brahma) sem eftir fylgir. Eftir það er auðvelt að skilja það sem Hindu skrárnar segja, að á nóttu Brahma hvílir mannleg sál og allur alheimurinn í faðmi Brahma líkt og tréð í fræinu.

XI. Birting andlegrar orku

XI. Birting andlegrar orku ~
Andleg orka er efnisform sem er þekkt sem vijnana í virkri tengingu við hugar- og lífsefni. Í tilvitnunni að framan úr Ishnopnishat, er sagt að að deva – stórheims og smáheimsbirtingar prana – ná ekki atma, þar sem það hreyfist hraðar en jafnvel hugurinn. Tilvist (tatwas) prana hreyfist með ákveðinni hröðun. Hugurinn hefur meiri hraða, og andleg orka enn meiri. Fyrir hinu hærra, sýnast lægri sviðin ávallt vera hreyfingarlaus, og er ávallt móttækileg fyrir áhrifum. Sköpun er birting hinna ýmsu miðstöðva stórheimssviða. Hvert þessara sviða — prana, manas, og vijnana – alheims tilvistageislar fæða af sér ótölulegan fjölda einstaklinga á sínum sviðum. Hvert truti á prana sviði er lífskjarni (prana maya kosha). Geislarnir sem gefa truti tilvist koma frá öllum öðrum truti, sem staðsettir eru rýminu sem gefið er hverju hinna fimm tatwas og ótölulegum fjölda samsetningu þeirra, og sem birta því alla mögulegar tilvistarbirtingar lífsins.

Á hugarsviðinu, manas, birtir hvert truti sérstakan huga. Hverjum einstökum huga er gefinn hugar-tilvistargeislar frá öðrum fjórðungi. Þessir geislar koma frá öllum öðrum truti sem eru undir áhrifum hvers hinna fimm tatwas og ótölulega fjölda samsetninga þeirra og birta því alla mögulega tilvistarfasa huglægs lífs.

Á andlega sviðinu, birtir hvert truti sérstaka sál í tilvist með andlegu tatwas sem kemur frá hverjum púnti til hvers annars. Þessir geislar koma frá hverjum truti undir áhrifum hvers hinna fimm tatwas og ótölulegum fjölda samsetningu þeirra, og standa þannig fyrir öllum mögulegu birtingum andlegs lífs.

Seinni hópur truti á mismunandi tilvistarsviðum eru svokallaðir guðir og gyðjur. Fyrri hópurinn eru kjarnar sem birta sig í jarðnesku lífi.
Hvet truti er þannig lítill brunnur allra mögulegra tilvistarfasa lífs sem kunna að birta sig á lægri tilvistarsviðum. Með því að senda geisla niður eins og sólin, birta þessi truti sig í truti lægri sviða. Í samræmi við ríkjandi tatwic litafasa í þessum þremur þáttum truti, velur andlega vijana huga sinn, hugurinn velur sér kjarna, og að síðustu skapar lífskjarninn form á jörðunni.
Fyrsta virkni sérhvers vijana-truti er að styðja líf hugar-truti , eins og stórheims vijana styður líf stórheimshugar. Hugar-truti styður líf prana-þátt sérhvers truti.
Í þessari stöðu eru sálirnar aðeins meðvitaðar um viðfangsefni sem snúa að huganum og prana. Þær vita að þær styðja lægra truti, þær þekkja sjálfa sig, þær vita um allar aðrar andlegar truti, og þær vita allan stórheim Iswara, tilvistargeislarnir endurkasta öllu inn í einstaklingsvitund þeirra. Þær eru alvitrar; þær eru fullkomlega hamingjusamar, því þær eru í fullkomnu jafnvægi.

Þegar prana maya kosha kemur í jarðneskan bústað, er sálin bundin í fyrsta sinn. Það þýðir skerðingu, eða öllu heldur ný skert vitund er sköpuð. Um langan tíma tekur sálin ekki eftir þessari endanlegu skynjun, en sem hughrifin ná meiri og meiri styrk eru þau blekkt í að trúa þessum endanlegum hughrifum. Vitundin er færð frá afstæðu viðfangsefni til hlutlægrar óvirki. Nýr birtingarheimur er skapaður. Þetta er fall þeirra. Hvernig skynjanir og tilfinningar verða til og hvernig þær hafa áhrif á sálina, hefur þegar verið fjallað um. Hvernig sálin vaknar úr þessari gleymsku og hvað hún gerir til að frelsa sig verður fjallað hér að neðan.

Á þessu stigi lifir sálin tvöföldu lífi, virku og óvirku. Í hinu virka stjórnar hún og styður hið mikilvæga líf lægri truti. Í hinu óvirka gleymir hún sjálfri sér og blekkir sjálfa sig með með því að samsvara sig þeim breytingum sem hin lægri truti setja á sig með ytri tilvistum (tatwas). Vitundin er í fasa efnisins.
Öll barátta sálarinnar til endurvakningar fellst í tilraunum til að hætta óvirkninni og ná á ný óspilltrum hreinleika sínum. Þessi barátta er yoga, og það afl sem yoga vekur í huganum og prana eru ekkert annað en tatwic birting á andlegri orku, sem stefnt er til að eyða öflum ytri heimsins á sálina. Þessi stöðuga fasabreyting í nýjum tilvistarkjarna er uppganga lífsstraums frá raunvitund til upprunalegs afstæðu ástands.

Það er engum erfiðleikum háð að skilja hvernig þessar birtingar eru. Þær eru til staðar í andlega brunninum, og birtast einfaldlega þegar lægri trutis ná fínni tilvistar (tatwic) tilhneigingu. Þannig sýnir litrófið sig þegar ákveðnir hlutir ná fágun.
Venjulega birtir andleg orka sig ekki, hvorki í prana né huganum, í neinum óvenjulegum fasa. Mannkynið þróast sem heild, og hvaða birtingarmynd sem þessi orka tekur á sig, nær hún allra kynþátta í heild. Efnislegir hugir eru því seinir til að þekkja hana.

En allir einstaklingar kynstofns hafa ekki sama styrk í tilvistarfasa sínum. Aðrir sína meiri samúð með andlegri orku í einum eða fleirri þáttum í tilvistarfösum sínum. Slíkir eru kallaðir miðlar. Í þeim eru sérstakir þættir í meiri tengslum við andlega orku en aðrir hlutar hugans, og ná óvenjulegri birtingu. Þessi mismunandi tengsl hjá einstaklingum eru vegna mismunandi stöðu og aðgerðarleysis einstaklinga, eða með virkni yoga.

Með þessum hætti gæti andleg orka birt sig í öllum ótölulegum möguleikum tilvistarsamtenginga. Fræðilega gætu þessar birtingar náð yfir alla tilvistarbirtingar í sýnilegum stórheimi (og einnig í hinum ósýnilega, sem við hinsvegar þekkjum ekki). Þessar birtingar gætu gengið gegn öllum okkar skilningi á tíma og rúmi, orsök og afleiðingum, orku og efni. Vitsmunalega gæti þessi orka sýnt virkni vril af „komandi kynstofni“. Næstu kaflar munu rekja nokkrar slíkrar birtingar á hugarsviðinu.

XII. Sálin (I)

XII. YOGA-Sálin
Ég hef lýst tveim grunnþáttum mannlegrar tilveru: prana og manas. Eitthvað hefur verið sagt um eðli og tengsl við sálina. Efnislíkamanum hefur verið sleppt eins og hann þurfi engrar sérstakrar umfjöllunar.

Það má nefna að hinar fimm birtingar hinna tveggja grunnþátta (prana og manas), kunna að vera farsælar eða ófarsælar. Þær birtingar eru farsælar sem eru í takt við sanna menningu okkar, sem leiðir okkur til mestan andlegan þroska, summum bonum mannkynsins. Það sem heldur okkur föstum í endurtekinni keðju fæðingu og dauða má kalla ófarsæld. Á hvoru sviði lífsins (prana og manas) er möguleiki á tvöfaldri tilveru. Við getum átt, farsæla eða ófarsæla prana, hamingju- eða óhamingjusaman huga. Ef við hugleiðum þessa tvo sem fjóra, geta grunnþættir mannlegrar tilveru vaxið úr fimm í sjö. Óhamingjusamir vitsmunir á einu sviði samkenna sig við hina óhamingjusömu á öðrum sviðum, þeir hamingjusömu við þá hamingjusömu, og við höfum þannig niðurröðun á gunnþáttum mannlegrar tilvistar:
(1) Efnislíkamann (sthula sarira), (2) óhamingjusamt prana, (3) óhamingjusaman huga, (4) hamingjusamt prana, (5) hamingjusaman huga, (6) sálina (vijana), og (7) andann (ananda).
Grunnskiptingin í hinni fimmföldu skiptingu er upadhi, hið sérstaka og greinilega efnisástand (prakriti) í hverju tilfelli; í hinni sjöföldu skiptingu er það eðli Karma með tilvísun til áhrifa þess á þróun mannkynsins.

Bæði þessi öfl, hin blessuðu og hin óhamingjusömu, vinna á sama sviði, og þó hin blessaða birting leitist við til lengri tíma að ná ástandi moksha, er því ástandi ekki náð, án og þar til, hærri kraftar (siddhi) hafa náðst í hugann með iðkun yoga. Yoga er kraftur sálarinnar. Því er nauðsynlegt að fjalla eitthvað um sálina og Yoga áður en hægt er að útskýra vitrænt hærri krafta hugans. Yoga er vísindi í orðsins bestu merkingu. Tilgangurinn er hreinsun og styrking hugans. Með ástundun þess leitar hugurinn hærra og öðlast æðra afl, meðan tilhneying til óhamingju deyr út. Annar og þriðji grunnþáttur brennur upp af eldi hærri þekkingar og það sem kalla má frelsun í lífinu er náð. Skref fyrir skref verður fjórði grunnþátturinn hlutlaus, og sálin færist inn í manwantaric moksha. Sálin getur farið enn hærra í styrk sínum. Þegar hugurinn er einnig komin í hvíld, eins og í hljóðum svefni (sushupti) í lífinu, er alræmi, vijnana, náð. Það er til enn hærra ástand: ananda. Slíkur er árangur af yoga. Ég verð nú að útskýra eðli og framgang þess.

Hvað eðli Yoga varðar, verð ég að segja að mannkynið hefur náð núverandi þroska með ástundun þessa mikla afl. Náttúran sjálf er mikill Yogi, og mannkynið hefur verið og er hreinsað að fullkomnun með svefnlausum vilja hennar. Maðurinn þarf aðeins að herma eftir þessum mikla kennara til að stytta sér leiðina að fullkomnun sinn. Hvernig gerum við okkur hæf fyrir þá miklu hermun? Hver eru þrepin upp hinn mikla stiga fullkomnunar? Þessir hlutir hafa verið uppgötvaðir fyrir okkur fyrir löngu af miklum meistara, og litla bókin hans Patanjali er aðeins stutt og góð endurritun af mikilli reynslu fortíðarinnar og möguleikum framtíðarinnar eins og er skráð í bók náttúrunnar.

Þessi litla bók notar orðið Yoga í tvöfaldri merkingu. Hið fyrra er hugarástand sem kallað er samadhi; hið seinna er samsetning athafna og athygli sem skapar það hugarástand. Skilgreining sem meistarinn gefur er neikvæð og er aðeins náð á hugarsviðinu. Uppruni jákvæða kraftsins liggur í hærri grunnþáttunum; sál Yoga (er sagt) er að halda hinum fimm birtingum í huganum í skefjum. Hvernig skilgreiningin er orðuð liggur í kenningunni um tilveru afls sem getur stjórnað og haldið hugarbirtingum í skefjum. Þetta afl þekkjum við sem frelsi viljans. Þó sálin sé blekkt af birtingu sjálfshyggju (asmita) á hugarsviðinu og telji sig þræl annars og þriðja grunnþáttanna, er það ekki staðreynd og endurvakningin á sér stað um leið og strengur sjálfhyggjunar slaknar að ákveðnu marki.

Þetta er fyrsta skrefið í vígslu mannkynsins af hendi náttúrunnar sjálfrar. Það er nauðsyn. Vinna á öðrum, þriðja og fjórða grunnþætti veikir hald huglægu sjálfshyggjunar, asmita, á sálinni. „Ég er þessi, eða af þessum huglægu birtingum „, segir sjálfshyggjan. En slíkt ástand getur ekki varað lengi. Þessar birtungar er tvöfaldar í eðli sínu; önnur er aðeins andstæða hinnar. Hvor þeirra er með egóinu: óhamingjan eða sú blessaða? Um leið og þessi spurning er borin upp, hefst endurvakningin. Það er ómögulegt að svara neinum þessara spurning ákveðið og sálin endar eðlilega á því að uppgötva að hún er annað en hugurinn, og þó hún hafi verið þræll hans, getur hún verið (sem hún eðlilega er) drottinn hans. Fram að þessu hefur sálin verið dreginn á ýmsa vegu í hlýðni við tilverustrengi hugans. Blind hlýðni við huglægar birtingar gerði hana leiðitama. Hlýðnisstrengurinn slaknar á göngunni. Því sterkari sem eðlið er, því meiri verður aðskilnaðurinn. Í stað þess að sálin sé leidd af huglægum tilhneyingum, er nú kominn tími á að hugurinn titri í hlýðni við tilhneyingu sálarinnar. Þessi drottnisskipan er frelsi viljans, og þessi hlýðni hugans við sálina er Yoga. Birtingarnar sem vaktar eru í huganum af ytri tilveru (tatwas) verða nú að gefa eftir fyrir hinum sterku hreyfingum sem koma frá sálinni. Skref fyrir skref breytist eðli huglægu litanna og hugurinn fer saman með sálinni. Með öðrum orðum, hugarþáttur einstaklingsins er hlutlaus og sálin er algerlega frjáls í alræði sínu.

Við skulum nú rekja aðlögun hugans skref fyrir skref upp til samadhi. Samadhi, eða huglæga ástandið sem náð er með ástundun Yoga, er hægt að skilgreina á tvennan hátt. Svo lengi sem hugurinn hefur ekki náð fullkomnlega tengslum við sálina, er ástandið kallað samprajnata. Það er ástand þegar uppgötvanir nýs sannleika fylgja vinnu í öllum hlutum eðlisins. Hin skilgreiningin er fullkominn huglæg aðlögun. Hún er kölluð asamprajnata. Þar er ekkert að vita, engar uppgötvanir um óþekkta hluti. Það er ástand algers innsæis. Tvær spurningar koma eðlilega fram við endurvakninguna:
„Ef ég er þessar birtingar, hver þeirra er ég? Ég held að ég sé ekki nein þeirra. Hvað er ég þá? Hvað eru þær?“

Svarið við seinni spurningunni er í samprajnata samadhi, svarið við þeirri fyrstu felst í seinni spurningunni. Áður en við förum lengra inn í eðli samadhi, eru nokkur orð um venjur og áhugaleysi. Þessir tveir þættir eru nefndir af Patanjali sem tvær aðferðir við að athuga hugræna birtingu, og það er mjög mikilvægt að skilja þá til hlítar. Áhugaleysi er endurspeglun í huganum á litum sálarinnar þegar hún uppgötvar eigið frjálsa eðli og hafnar stjórnun ástríðnanna. Það er nauðsynleg afleiðing endurvakningarinnar. Venja er endurtekningarástand sem staðfestist í huganum.
Staðfesting hugans í þessu ástandi þýðir huglæga óvirkni. Með því á ég við að hinar fimm venjubundnu birtingar eru í hvíld í fyrsta sinn. Það er því þannig að hugurinn er frjáls að taka á móti hvaða áhrifum sem er. Hér sjáum við í fyrsta sinn, áhrif sálarinnar í formi forvitni (Vitarka). Hvað er þetta, hvað er það? Hvernig er þetta, hvernig er það? Í þessari mynd birtir forvitnin sig í huganum. Forvitni er löngun til þekkingar, og spurning er birting þeirrar löngunar. En hvernig þekkir maðurinn spurningar? Huglæg mynd af forvitni og spurningu er auðveldlega hægt að skilja með því að veita athugasemdum mínum um uppruna langanna svolitla athygli. Birtingarferill heimspekilegrar forvitni er svipaður og birting langanna. Í seinna tilvikinu kemur kveikjan frá ytri heiminum gegnum Prana, og í hinu fyrra, beint frá sálinni. Ánægjan er fenginn með hugleiðingu í huganum af þekkingu sálarinnar, því sjálf hennar og sjálfstæði er betra en ekki-sjálf og blindnin sem af því leiðir. Hve sterk heimspekileg forvitni er, fer eftir hve sterk hugleiðingin er, hún er fremur veik í byrjun (eins og almennt er í núverandi andlegum þroska), tak heimspekilegrar forvitni á huganum er næsta lítið í samanburði við tak langanna á hugann.

Heimspekilegur áhugi er fyrsta þrepið í huglægri göngu til Yoga. Við höfum fyrir augunum allar mögulegar birtingar náttúrunnar, og reynum að setja okkur inn í hverja mögulega birtingu. Í einföldu máli, að setja okkur sjálf inn í rannsókn á öllum greinum náttúruvísinda, eina af annari.
Þetta er eðlileg niðurstaða forvitni. Með því að leitast við að uppgötva tengsl sem þegar eru fyrir hendi eða möguleg, nauðsynleg og hugsanleg á fyrirbrigðum náttúrunnar, koma aðrir kraftar inn í hugann. Patanjali kallar þessa krafta vichara, hugleiðslu. Róttæk hugmynd er að skoða tengsl hinna ýmsu hluta sem mynda heildina sem við erum að hugleiða. Slík aðferð heimspekilegrar forvitni nær sterkara taki á huganum. Þriðja stig samadhi er það sem kallað er ananda, hamingja eða uppljómun. Svo lengi sem áhugi eða hugleiðsla er, beinist hugurinn að sálinni. Það er að segja, meðan bylgjur sálarinnar beinast einungis að því að komast inn í hugann, hefur þeim enn ekki tekist það að fullu. Þegar þriðja stiginu er náð, er hugurinn hinsvegar nægilega slípaður til að taka á móti fullmótuðum og skýrum myndum af sjötta kjarnanum. Hugurinn er meðvitaður um þessa mynd eða uppljómun. Hver maður sem hefur helgað sig rannsóknum á náttúrunni hefur verið í þessu ástandi einhvern tíma. Slíka upplifun er mjög erfitt að útskýra vitrænt, en ég er viss um að meirihluti lesenda minna er kunnugur þessu.

En hvaðan kemur þessi uppljómun? Hvað er hún? Ég hef kallað það endurspeglun frá sálinni. En fyrst af öllu, hvað er sál? Af því sem ég hef sagt fram að þessu, gerir lesandinn líklega ráð fyrir að ég skilji sálina aðeins sem nokkur skonar eftirmynd af efnislíkamanum, og að prana, og hugurinn, skipti einungis máli.
Ég hef nefnt að í sólkerfinu sé sólin miðjan, og prana andrúmsloftið (ummálið) sem annar grunnþátturinn sporöskjulagaður. Ég hef einnig nefnt að maðurinn sé aðeins eftirmynd þessa stórheims. Ég hef einnig nefnt að virat stórheimsins (mannsins) sé miðjan og manu sé andrýmið sem annar grunnþátturinn. Þetta andrúmsloft er gert af fimm alheims tatwas, eins og prana, eini mismunurinn er að hugar tatwas hefur mun hraðari tíðni (á sek.) en tatwas prana. Ég hef einnig sagt að hver hugur er nákvæm mynd af stórheimshuganum, en mismunurinn er tímaþátturinn, eins er um prana.
Nú verð ég að segja það sama um sálina. Í stórheiminum er Brahma miðjan, og vijana andrými þess. Eins og jörðin hreyfist í prana, eins og hugurinn hreyfist í manu, eins og manu (virat) dregur andann í vijana, dregur sálinn andann í hæsta andrými ananda. Brahma er miðja andlega lífsins, eins og sólin er miðja prana, og virat miðja huglæga sviðsins. Þessar miðjur eru líkar að birtu sólar, en venjuleg skynfæri geta ekki náð því vegna þess að tíðnishraði þeirra er ofar getu þeirra.

Sál alheimsins (vijana maya kosha), með Brahma sem miðju, er okkar andlega fyrirmynd.
Tilvistarþræðir (tatwic) þessa hvels ná yfir það sem við köllum Brahmanda. Það er með svipuðum hætti og tilvistargeislar prana dreifast í efnislíkamanum. Miðja þessa alheims myndar með sér sjálfvitundarstilltan alheim. Allar lægri miðjur eru í faðmi þess.
Undir áhrifum efnisins safnar stórheimurinn ytri myndunum; það er að segja, hann öðlast afl á því að birta sig á hina fimm vegu eins og ég hef lýst í kaflanum um hugann. Undir áhrifum Brahma, öðlast huglægi stórheimurinn (Manu) hins vegar hærra afl. Þessi tvöföldu áhrif breytast með tímanum og þar með eðli Manu sjálfs. Alheimurinn öðlast nýjan huga eftir hvert manwantara. Þær breytingar eru ávallt til hins betra. Hugurinn er ávallt andlegur, en með hverri endurnýjun verður hann andlegri. Það mun koma að því að núverandi stórheimshugur mun algjörlega hverfa inn í sálina. Það sama á við smáheim mannsins. Því er Brahma allsvitandi. Hann hefur sjálfsvitund. Allt í tímanum, sem var og er, hefur hann í sér, ótölulegan fjölda tilvistarsamsetninga. Hver fasi alheimsins með því liðna og afleiðingum, búa í honum. Það er hann sjálfur, sjálfvitund hans. Hugur hans ber í sér fjórtán manwantara. Hreyfingu tilvistarþáttar hugans er hraðað svo mjög að hann verður andlegur. Fram að þeim tíma að það gerist í alheiminum er tilvistartíðni prana aukin með áhrifum frá Manu þar til prana sjálft breytist í Manu næsta timabils. Þegar þetta gerist, þróast grófa efnið í prana með sama hætti.

Þetta er þróunarferill, en geymum það í bili og höldum áfram með efnið.
Mannleg sál er nákvæm mynd af þessari meginreglu stórheims. Hún er allsvitandi eins og fyrirmyndin, og hefur sömu grunnþætti. En alvitund mannlegrar sálar er enn í dvala vegna gleymni hennar. Sjötta meginreglan (algjöra) hefur lítið þroskast. Mannkynið hefur almennt litla hugmynd um eilífðina, um guðdóminn og skyld efni. Það þýðir að geislar eilífðarinna eru aðeins að vekja sjötta meginregluna til athafna á þessu þróunarstigi okkar. Þegar þeir geislar hafa eflst nægilega, mun sál okkar birtast í sínu rétta ljósi. Við gætu hraðað þessu ferli með vairagya (áhugaleysi), sem eykur styrk Yoga, eins og við höfum rætt.

Aðferðir við að efla styrk Yoga krefst sérstakrar íhugunar. Sumar þeirra hjálpa til að eyða þeim áhrifum og kröftum sem eru andstæðar ferlinu; aðrar aðferðir, eins og að íhuga æðri meginreglur, hraða þroskaferli sálarinnar sem leiðir til að hugurinn verður enn meira sálartengdur. Nú vil ég einfaldlega ræða eðli uppljómunar, samadhi, sem ég hef rætt um að orsakist af endurspeglun frá sálinni inn í hugann.

Þessi endurspeglun er einfaldlega það sem hugurinn nær frá sálarinnar. Hugurinn færist úr sínu venjulega ástandi til hærra orkusambands frá sálinni. Hærri tilvistartíðni nær í gegn um efni með lægri tilvistartíðni. Tungumálið þekkir hugtök um slíka upplyftingu, að fara úr sjálfum sér, í uppljómun, þetta er merking orðsins ananda sem samsvarar þriðja stigi samprajnata samadhi. Ananda maya kosha dregur nafn af því að vera, í hæstu hæðum. Hvert augnablik ananda er skref í átt til hæfni hugans til móttöku slíkra endurspeglanna, eðli hugans breytist smá saman og öðlast meiri stöðugleika á hærra sviði. Það sem var stundaruppljómun, Ananda, verður viðvarandi hluti og farangur hugans. Þessi staðfesting hærri orku er þekkt undir nafninu Asmita, sem má þýða sem eigindi, í merkingunni að skapa eigin byrðar.