Inngangurinn inn í hið mikla hvolf í Newgrange, líklega þekktasta fornleifastað Írlands, er óafmáanlega tengdur vetrarsólhvörfum. Mannvirkið sjálft er meira en 5.000 ára gamalt, 1.000 árum eldra en fyrstu merki um Stonehenge og 400 árum eldra en egypsku pýramídarnir. Það er hringlaga að lögun og inngangurinn snýr í s-austur, inn í 19.m. löng göng inn í rými sem skiptist í þrennt. Allt mannvirkið er byggt fyrir þessi rými inn í hvolfinu. Hvolfið er mikil bygging 76.m. í þvermál, 12.m. að hæð jarðmagn og steinar í myndun grafhýsins eru meira en 200,000 tonn að þyngd. Slíkt verkfræðilegt mannvirki, fyrir daga málmverkfæra hefur tekið langan tíma í framkvæmd.
Steinalist í Newgrange
Fornleifarannsóknir sem gerðar voru af M. J. O’ Kelly leiddu í ljós beinfund af fimm mönnum inní miðrýmunum, sum þeirra hafi hlotið bálför en önnur ekki,. Fleirri kunnu að hafa verið fleirri grafir það þar sem staðurinn var opinn frá síðari hluta sautjándu aldar og mikið rask átt sér stað, þar til hann hlaut varðveislu. Hvort sem þessar grafir lýsa hlutverki Newgrange eða ekki, voru þessi rými grafhýsi. Byggingin er þekkt af miklum steinaskreytingum, sérstaklega á hleðslusteinum og á lóðréttum hleðslum sem mynda göngin og miðjurýmin. Margskonar óhlutgerð myndform eru höggin í steinblokkirnar, svo sem spílralform, tíglamynstur, hringir og púntar og oddaraðir. Þó upprunamerking þessarra tákna sé enn óþekkt hafa þau eflaust verið mikilvæg í þeim athöfnum sem áttu sér stað í miðjurýminu.
Ljósgeisli vetrarsólhvarfa inní grafhýsið (after Stout & Stout, 2008, fig. 29)
Það er hinsvegar ekki stærð mannvirkisins, þó mikið sé, né listaverkin á steinblokkunum, sem Newgrange er þekktast fyrir, heldur tenging þess við vetrarsólhvörf. Þau marka styðsta dag ársins og virðast hafa haft sérstaka þýðingu fyrir það folk sem byggði Newgrange. Í raun var allt mannvirkið hannað til að grípa fyrstu sólargeislanna í dögun vetrarsólhvarfanna.
Gangagólfið er hannað svo nákvæmlega frá inngangi að miðjurýminu að þegar gengið er frá inngangi til grafarklefanna, er hækkunin tveir metrar. Það þýðir að ekkert sólarljós nær inn í miðjurýmin, og næstum allt árið er niðarmyrkur þar inni, þar til að þann 21sta desember gerist það merkilega (og nokkra daga fyrir og eftir) að þegar sólin rís í s-austur himni, skríða ljósgeisla hennar hægt og rólegar inn göngin. Næstum ævarandi myrkrið í grafarklefanum er rofið og innri og helgasti hluti Newgrange er í stutta stund upplýstur.
Vetrarhvarfasólin inn göngin (after Knowth.com)
Til að tryggja að þessi atburður vetrarsólhvarfanna tækist þurftu smiðir hvolfsins að hanna sérstakt þakglugga yfir ganginum. Hann er um 2.5m yfir innganginu og er mótarður af steinblokkum, 1 m.x 0,6 m á hæð. Þessi gluggi yfir innganginum gerir það að verkum að sólargeislarnir náðu allveg inn í grafarklefann. Allt mannvirkið var hannað einungis til að flytja þessa sólargeisla og ótrúleg skipulagningu hefur þurft til að finna út tímann og horn gangsins til að ná geislum vetrarsólhvarfanna á stysta degi ársins með sem mestum árangri.
Vetrarsólhvörfin voru auðsjáanlega mjög mikilvæg fyrir hönnuði og byggjendur Newgrange. Þau mörkuðu lok gamla sólargangsins og upphaf nýrrar sólar. Það var mikilvæg vitneskja, dagarnir myndu lengjast og hlýna. Þar að auki var það eflaust táknrænt og markaði mikilvægt augnablik í aldurhring manna. Í raun fæddist allt að nýju og eðlilegt að menn trúðu því að þeir endurfæddust að nýju eftir dauðann, eins og allt í náttúrunni.
Í dag getum við aðeins giskað á hversvegna byggjendur Newgrange lögðu svo mikið á sig í langan tíma, aðeins til að ná geislum sólarinnar á stysta degi ársin inní grafarklefann. Hins vegar er ekki hægt að neita því að 5.000 árum síðar hefur hann yfir sér töfrablæ og undrun þegar myrk grafarrými Newgrange lýsast upp þann 21. december.
Þess má geta að þessi hugmyndafræði írsku fornmannanna er nátengd tilgátum Einars Pálssonar um landnám manna á Íslandi.