Krafan ESB um aðlögun.

Núna reyna stjórnvöld að koma á breytingum á fullveldisákvæðinu í stjórnarskránni til að geta haldið áfram þessari aðlögun sem alls ekki fólst í samþykkt Alþingis um að hefja viðræður. Ætlar stjórnarandstaðan að taka þátt í þessum blekkingarleik og breyta fullveldisákvæði st

ESB ætlast til að Ísland hefji strax upptöku ESB lagabálka svo að aðlögunin verði örugglega lokið tímanlega fyrir inngöngu. Stjórnmálamenn eru að blekkja almenning.

Upphaf aðlögunar.

Í frétt frá Framkvæmdastjórn ESB  27.júlí.2010 um stækkun ESB með innlimun Íslands segir :  1)
“-inngönguferlið í ESB hefur í för með sér að Ísland verður að fara í tímanlega og afkastamikla setningu ESB-lagabálka í heild sinni eins og þeir eru við inngönguferlið. Það er lykilatriði að búið sé að þróa afkastagetu stjórnkerfisins og dómstólaa nægilega til þess að hægt sé að uppfylla skyldur sem fylgja aðild að ESB-“:

-„ESB undirstrikar en frekar að á meðan Ísland er á leiðinni inn í sambandið verður landið að halda áfram aðgerðum til þess að aðlaga sín lög að lögum ESB og tryggja að þau verði að fullu komin í framkvæmd. Áríðandi er að raunverulegt átak verði gert til að svo verði, sérstaklega á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, byggðarmála, umhverfismálum, frjálsu flæði fjármagns og fjármálaþjónustu til þess að mæta aðildarkröfum. Í þessu átaki mun ESB fylgjast vandlega með framgangi Íslands á öllum sviðum. Reglulegt endurskoðun á framgangi umsóknlands að aðild mun nú taka til Íslands eins og annarra-“

Ofangreind yfirlýsing ESB tók af allan vafa um að sambandið liti svo á að um aðlögunarferlið hæfist strax þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórnarinnar um annað á þessum tíma. Hún fól í sér að ESB myndi fylgjast náið með framgangi lagasetninga á öllum sviðum að lögum ESB. Ríkisstjórninni var ljóst á þessum tíma að setja þyrfti fram fjölmörg frumvörp til að uppfylla þessar kröfur. Hafa ber í huga að  meðaltali er stjórnkerfi aðildarland ESB 100-sinnum stærra stjórnkerfi Ísland. Það yrði því ekki ekki létt verk eða ódýrt að lögleiða og framfylgja þeim þúsunda laga og reglugerða sem ESB-aðlögunin krafðist. Stjórnvöld sáu einnig á þessum tíma að það yrði pólitíkst erfitt að koma slíkum lagasetningum í gegn og lögðu þess í stað áherslu á að yfirfara þá kafla ESB laganna sem þegar var búið að innleiða í íslensk lög í gegnum EES samninginn. En hver er staðan núna nærri þremur árum síðar?

Staðan í árslok 2012.

Í fréttatilkynningu ESB frá 10 október 2012 um aðlögun íslenskra stjórnvalda að lögum ESB segir m.a:
“Undirbúningur Íslands í að mæta kröfum ESB á sviði laga og reglna er góður í mörgum köflum. Þetta er undirstrikað í góðum gangi í viðræðum um nokkur svið. Því til viðbótar hefur Ísland hafið undirbúning á lykilsviðum eins og landbúnaði. Sumt er skammt á veg komið, aðallega á sviði fjármálaþjónustu,landbúnaðar ,byggðaþróunar, umhverfismála, fiskveiða, frjálsum fjármagnsflutningum, sem og öryggi matvæla, dýralækninga og plöntuheilbrigði, sköttum og tolla.
Stöðuga viðleitni er þörf til að tryggja nauðsynlega stjórnsýslu og fjármagn fyrir tímanlega aðlögun og framkvæmd að lögum ESB.” 2)

Í þessari yfirlýsingu bendir ESB fremur kurteisislega á seinagang í aðlögun Íslands að lögum ESB. Sambandið er í raun að segja; ferlið heldur svo lengi áfram meðan Ísland aðlagar sig ekki að ESB lögum. Um hvað er verið að semja?

Blekkingaleikur stjórnmálamanna.

Umræða um  að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning er því blekking ef búið er að innleiða allan lagabálk ESB í íslenskt lagasafn áður en slík kosning á sér stað.  Hvað ætla stjórnvöld að gera ef þjóðin segir NEI? Ætla þau að vinda ofan af öllum lögunum sem breytt var? Það er aðeins eitt  sem kemur í veg fyrir slíka ólýðræðislega lagasetningu sem þessi þvingaða aðlögun krefst, þar er að þjóðin fái að kjósa um hvort hún vilji ganga í ESB eða ekki, áður en lengra er haldið. Stjórnmálamenn sem hlynntir eru inngöngu í ESB hafa blekkt  almenning vísvitandi allan þennan tíma um “hvað sé í pakkanum“ og spyrja má, hvers vegna? Núna reyna stjórnvöld að koma á breytingum á fullveldisákvæðinu í stjórnarskránni til að geta haldið áfram þessari aðlögun sem alls ekki fólst í samþykkt Alþingis um að hefja viðræður. Ætlar stjórnarandstaðan að taka þátt í þessum blekkingarleik og breyta fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar?

1) http://www.eu-un.europa.eu/articles/en/article_9992_en.htm
2) http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-12-767_en.htm?locale=en