Þriðji fyrirlestur

Hugleiðingar um Gita

3. Fyrirlestur

Kæru bræður

Í síðasta fyrirlestri mínum, nefndi ég yogann í lótusnum, drottinn Bramha, og það krefst mjög djúprar hugleiðinga að ykkar hálfu, þar sem öll ástundun nema í Bramha-Vidya, kemur fram í réttum skilningi á þessum yoga. Ég legg sérstaka áherslu á þennan fræðilega skilning á þeim persónum sem koma fyrir í Purana ritunum, því það eitt mun leiða nemann gegnum alla erfiðleika og hættur í sálarþroskanum. Það er ekkert í mannlegum athöfnum, þar sem hugmynd gengur framar verkum. Engin herstjórnandi leiðir her sinn gegnum ókunnar slóðir, án þess að hafa kannað þær vel, og engin arkitekt reisir byggingu án þess að hafa gert það áður í huga sínum. Þessari reglu þarf nemi að beita með miklum aga við ástundun við Bramha-Vidya, þar sem um er að ræða mikilvægari hluti en allt annað í mannlegu lífi. Ekkert annað er eins fjarstæðukennt eins og að ástunda Yoga, og af hverju er ekki skilið að neinu leyti. Heimsspekinga Purana segja okkur að Kaliyuga sé tímabil þar sem ljós og skuggar eru í hlutföllum einn á móti fjórum, og ljóminn því mun meiri en gullið. Mikill fjöldi falsspámanna, sumir hverjir með enga hæfileika, er hægt að finna á Indlandi, og það sem þeir kenna getur valdið miklum skaða ef það er ástundað í góðri trú. Tryggt ráð gegn slíkri illsku er sundurgreining eða þekking á Atma og Ekki-Atma. Það er eins og þið vitið það fyrsta af hinum fjórum sadhanas, eða það sem þarf að yfirvinna og getið er um í Veda ritunum og er skilið af mörgum núlifandi lesendum þeirra með alveg sérstökum hætti. Þeir segja að Parabramham sé sannleikurinn, og allt annað sé tálsýn og blekking, eins og snákur í böndum.

Mjög undarleg niðurstaða verður af þessari afstöðu— hún hafnar öllum sviðum Asat og blekkinga, samþykkir aðeins Parabramham sem hinn eina sannleika, eftir er bert svið möguleika og afneitunar. Þessir Adwaitar eru því algjörir trúleysingar og afneita með fyrirlitningu allri þeirri þekkingu sem Veda, Itihasas og Puranas hafa fært okkur. Það ætti ekki að vera staða manns sem skilur fyrsta afrekið nægilega. Hann ætti að skilja verk þróunarkraftanna sem hafa skilað því frá óþekktum uppruna niður í grófa reynsluheiminn, hefur skapað breytileg lífssvið og efni sem hentar þeim, og lögmál innri og ytri þátta sem stjórna virkni þeirra vera sem eiga sér bústað í þeim. Það sem er innri skynjun á lægri sviðum, getur orðið ytri birting á hærra stigi. Reynslan á lægra sviði sem er álitin vera um tíma hans eigin reynsla, kann að vera atómísk hreyfing líkama þegar sá sami gengur upp til hærri sviða. Það sem er raunverulegt á einu sviði, kann að vera algjörlega léttvægt skoðað frá hærra sviði, og því er fyrsta afrekið þekking á hinum ýmsu aðstæðum sem náttúran skapar í birtingu sinni. Í raun merkir þekking á Atma og ekki-Atma þekking á eigin sjálfi, þróun heimsins og tengslunum milli þeirra.

2. Atma, merkir eins og þið vitið, sjálfið, egóið, eða vitundarmiðjuna þar sem öll reynsla heimsins í sinni tvöföldu bólstrum, sýnilegra og ósýnilegra þátta, raðar sér saman. Það er eins og einn fókus, þaðan sem skína ljósgeislar sem lýsa upp kosmísku vötnin og sameinar endurkasti ljósanna þaðan. Í guðspekiritum er það kallað hærra Manas (hærri hugurinn). Frá þessu sjónarhorni er hærri hugurinn mikilvægasti þátturinn, eða lykilatriðið í mannlegri tilveru, hin sanna sál. Það er þráðurinn sem hver verður að þræða sig eftir, sem vill þekkja sannleikann og lyfta sér upp úr þessum skilyrtu aðstæðum.

Af þessu má vera ljóst að Atma stendur fyrir 7da þáttinn í sjöskiptingu guðspekinnar og að Manas er mun lægra í þeirri skiptingu. En skýra svarið er að 7di þátturinn er endanlega stigið sem hægt sem sjálfið getur náð þegar farið er yfir haf takmarkaðrar tilveru, eða samsara (hringrás lífs og dauða). En snúum aftur að lótus Yoga Bramha, Hann stendur fyrir uppruna alls hugarafls í náttúrunni, og þar með hjarta alls í náttúrunni. Þið munið sjá að í allri birtingu Vishnu, hvort sem er í dýri eða manni, hefur Bramha stöðu hjartans. Til að fylgja eftir verkum þessa Yoga í allri hans miklu hringrásaráætlun, er að fylgja fræðslunni um hjartað og verða hluti af Bramha, að lifa í ljósi hans, og vinna verk Yogans í þessu tímabili. Á tungutaki guðspekinnar, er það að verða Bodhisatwa (frelsari), sonur Dhyane yoga, eða í Sanskrit, Bramhin , sonur Bramha, lótus Yogi.

3. Ég mun nú halda áfram að setja fram við ykkur lýsingu á og skýra út annan kafla Bagavat Gita, og hugtök í Sanskrit sem koma oft fyrir í ritunum, og sem krefjast fullkomins skilnings svo Secret Doctrine og Bagavat Gita skiljist á réttan hátt. Leiðbeiningarnar sem Sri-Krishna gaf Arjuna, voru gefnar eins og við vitum á vígvelli, þegar Arjuna var í ákveðnu hugarástandi. Allt sem hann elskaði á jörðu, og allt sem var þess virði að lifa fyrir í augum Arjuna, var þar á sviðinu saman komið gegn honum, ákveðið í að yfirbuga Arjuna og beygja hann í duftið. Hann fann sig í algerri örvæntingu, og lögmál hins stórkostlega lífs sem gefur manninum hamingju og Swargam (Himnaríki) í lífinu eftir dauðann, endurtók sig í huga hans og gerði hann óhæfan til nokkurrar niðurstöðu, né um hvað hann ætti að gera. Sri-Krishna sagði „Meistari syrgir hvorki lifandi né dauða“. Það er af sama meiði og gefið er í „Voice of Silence“; „Verið góðir og lífsglaðir lærisveinar; skoðið hina gullnu reglu.“ Að vera í góðum anda í öllum kringumstæðum, góðum sem slæmum, er nauðsynleg regla í lífinu fyrir nema í Bramha-Vidya, því það eitt varðveitir jafnvægi hugans, sem samsvarar brosandi ró sáðmanns lótussins í vatninu, sem skapast af sannfæringu um að hver og einn sé eilíf vera óskilyrt af tíma og rúmi. Hvað í raun getur hent guðlega veru sem kennir mannlega veru? Ekkert, því sú vera er af sviði eilífðarinnar. Allar breytingar sem geta gerst, og henda hann, ná aðeins til íveruhjúps hans, en ekki sálar. Hjúpur hans kann að eldast og deyja, og verða skínandi eins og devachan, en sálin breytist ekki. Sársauki og ánægja, hiti og kuldi, eru þær breytingar í hjúpnum, með öllum sínum skynjunarljósum, og það er skylda manns sem leitar visku að meðhöndla þau með afskiptaleysi sem slíkar breytingar eiga skilið. Sá sem gerir mikið úr litlu tilefni, getur ekki náð inn í ódauðleikan, þar sem hann kýs að tengjast því lítilvæga.

4. Slík tenging við lítilvægið, er nákvæmlega það sem kallað er að kenna sig við Asat. Asat og Sat eru þau tvö mikilvægustu hugtök í fornri heimsspeki, og orð um þau eru ekki óþörf. Sat er hið varanlega og óumbreytanlega í samanburði við það tímabundna og breytilega. Hið eilífa Sat í Alheiminum er það sem hægt er að lýsa sem Narayana, og Asat er skugginn sem fylgir honum í öllum hans hugsýnum. Asat er því afsprengi Avyaktam og hefur afl sitt á sviði Prakriti (efnis), og öllum breytingum á ósýnilegum og sýnilegum sviðum þess. Til dæmis eru allar lægri hugmyndir manna sem verða til á efnissviði jarðarinnar og eru óhæfar fyrir sjálfsvitund einstaklings og hærri svið, er einn hópur Asat, en háleitar hugmyndir og draumar einstaklinga eru tengdir Sat. Þannig segir Sri-Krishna „að hætta er ekki í anda Sat, eins og þeir vita sem þekkja sannleikann.“ Sá sem lætur alla lífsorku sína í greipar Asat, verður þannig að taka á sig einkenni Asat, mun ávallt sveiflast á milli sársauka og ánægju, frá lífi til dauða og aftur til lífs.

En andlega sólin sem fyllir og lýsir öllum hinum birta alheimi breytist ekki og engin vera, þó upphafin sé, getur eytt henni. Þeir líkamar sem þessar andlegu verur klæðast, er háðir lögmáli fæðingar og dauða og fæðast þannig inn í ríki Asat meðan þessar verur eru sjálfar ódauðlegar. Eins og gömlum lörfum er hent og við klæðumst nýjum, hendir hin andlega vera af sér úr sér gengnum hjúp og tekur á sig nýjan og það er kallað dauði og fæðing.

5. Til viðbótar þessum hugleiðingum á andlegu hlið spurningarinnar, hugleiðingum sem leitast við að varpa ljósi á að allur ferill dauðans sem gerist fyrir dyggð Karmalögmáls náttúrunnar, er aðeins aðlögun að efnissviðinu og leiðir hugann að því hvort Arjuna hafi fæðst sem Kshatriya, til að taka það karma á vígvellinum. Kringumstæður sem hann hafði enga stjórn á leiddu til hins mikla stríðs sem hafði kallað Arjuna til orrustuvallarins gegn vinum og ættingjum sem óvinum, af ástæðu sem Arjuna hafði sjálfur orsakað. Þurfti Arjuna vegna réttlátrar ástæðu að hörfa af orrustuvellinum frá sigrihrósandi óvinum sínum, vegna persónulegra samskipta við stjúpbróður og sonar móðurfrænda í efnislífinu, eða átti Arjuna að kasta því til hliðar, og standa við ástæðu sína og taka hinni miklu réttlætisástæðu? Örugglega þá síðari og Sri -Krishna gaf góða ráðleggingu.

6. Ráðleggingarnar verður að skilja frá sjónarhorni dulspekings með mikla eiginleika. Við megum ekki halda að hægt sé að ná háleitu markmiði Bramha Yidya meðan maður hefur ástríðu fyrir jarðneskum hlutum. Hins vegar er ástæða til að ætla að mjög lítill þroski eigi sér stað hjá þeim sem hafna slíkum ástríðum. Þessi huglægu bönd geta ekki haldist á lífssviði þar sem mannvera verður að afneita allri sérhæfni, og viðhaldið óhemju ást á mannkyninu sem heild og til eilífðar, eins og hreint vatn sem getur þvegið huglæg óhreinindi heimsins. Eins og ég hef áður sagt, verður að líta á þetta þroskastig þegar dulspekineminn er kallaður til að hafna öllum jarðneskum tengslum og finnur sig þess vegna í mikilli örvæntingu. Slík afneitun má ekki vera bundin því að fá slíkt ríkilega endurgoldið. Það mun spilla framförunum nemans við að ná ópersónulegri stöðu. Afneitunin verður að eiga sér stað, ella heldur orrustan áfram, ekki vegna einhvers sérstaks, heldur vegna þess að framhald slíkrar baráttu er lögmál eða æfing í einfaldri skyldu. Vinir mínir, eftirfarandi vers á skilið alla okkar athygli og íhugun.

„Ó Arjuna, líttu sársauka og ánægju, hag eða tap, ósigur eða sigur, í sama ljósi og undirbúðu þig þannig fyrir orrustuna. Að berjast þannig, mun framkvæmd þín ekki spillast.“ Fræðarinn hélt áfram „skylda þín er að framkvæma, en ekki að líta á ávexti slíkra verka.“
Eitt var enn sem fræðarinn lagði áherslu á við Arjuna, en það var þetta — Allir erfiðleikar sem neminn þarf að yfirvinna á leið að takmarkinu, eru erfiðleikar sem hann mætir hvort eð er einhvern tímann, þar sem allur heimurinn vinnur stöðugt að því sama. Ef maður á erfitt með að líta á líkamann sem skugga, sem á ekki skilið mikla hugleiðingu, þarf hann að minnast þess að dauðinn er ákveðið markmið sem líkaminn stefnir að. Hvað gott getur falist í að tengja líkamann einhverju mikilvægi sem náttúran ætlaði honum ekki? Líkt og kosmísk lögmál hafa verið rannsökuð af andans mönnum um ótölulegar aldir og leitt þá að þeirri niðurstöðu, að heimurinn vinni stöðugt að markmiði sem er mögulegt að ná núna, af þeim sem láta Bramha Vidya vera leiðbeiningu lífs síns. Allar fórnir sem slíkur maður þarf að færa eru allar hluti af áætlun náttúrunnar fyrir framtíðina, það er því einfaldur kjánaskapur að gráta eins og barn þessa hluti sem eru svo verðmætir jarðneskum hugum.

7. Kæru bræður, ef þið haldið áfram að lesa annan kafla Bagavat Gita vandlega munuð þið sjá að fræðarinn sjálfur gefur tvennskonar ráðleggingar, annars vegar um Sankhya og hins vegar um Yoga. Í versi 39, segir hann: „Ég hef sagt allt þetta frá sjónarhorni Sankhya, en heyrið nú af Yoga Budhi“. Það er því mikilvægt fyrir ykkur að fá skýra mynd af merkingu þessara tveggja hugtaka. Ég hef þegar gefið óljósa mynd um þá tvo skóla sem leiddir voru af Yoga Charya og Sankhya-Charya. Eins og framvindur rannsókn okkar á Bagavat Gita taka hlutirnir að skýrast í huga okkar. Sankhya er útskýrt af Sri Sankara Charya, sem er einn þeirra huga sem ávallt eru í Parabramham, og þeir hugar eru allir samstíga um Paramartha, eða endalegan sannleikann og þeir eru einhuga frá fæðingu um að Atma hvorki framkvæmir né nýtur. Yogi er skilgreindur af honum sem sá sem hefur ekki fullkomna andlega sýn, og leggur þar afleiðandi öll verk og ánægju í Atma, og leitast því við að laga sig að stórkostlegum heimi til að fullnægja sinni eigin vonum. Ég mun ekki núna fjalla frekar um þessar lýsingu, en kjarninn ætti að vera skýr fyrir ykkur. Ég hef þegar upplýst ykkur um að miðju heimsspekiskólinn má kalla Sankhya — Yoga skólann, sem hefur því tvær hliðar. Önnur hliðin er Sankhya, eða viskuhliðin. Hún fjallar um skynjun nemans á hinum eilífu sannindum í náttúrunni, sem er í mótsögn við allt sem er tímabundið og breytilegt, eða sundurgreiningu nemans á Atma og Anatma. Hin hlið Sankhya, er Yoga hliðin, eða karmíski þátturinn sem tengist öllu sem neminn þarf að gera til að ná hærra og hærra stigi andlegs þroska. Sankhya er gnyanam (þekking) og Yogað er karma (athöfnin). Þeir sem fullkomna sig andlega, næra hugmyndina með því að hann sé einn með öllu og allt dragi andann með honum og hann dragi andann með öllu, en á sama tíma dragi sig frá karmahjóli heimsins, eru Sankhyar. Þeir sem telja sig hluta af karmahjóli heimsins, en vilja þroska sig meira og til hærra tilverustigs svo að ekki bæti á karmað, eru Yogar. Þriðji hópur fólks sem þroskar sig andlega og stefna að meiri þekkingu, en á sama tíma taka á sig karmabyrði heimsins og þannig létt karma mannkynsins, eru Sankhya Yogar eða visku Yogar. Af þessum þremur hópum, stendur fyrsti hópurinn fyrir vitsmunum, eða visku þessa sólkerfis, annar hópurinn stendur fyrir andlegu, eða hugsjónalífi, og þriðji hópurinn stendur fyrir hjartað, eða miðju allra andlegra lífa og gangverk allrar visku á meðal manna. En snúum okkur aftur að tjáningu okkar á Purana, við getum sagt að Sankhyas hafa að markmiði eystri helming kviðs hins mikla Aditi, Sankhya Yogar hafa að markmiði vestari helming kviðsins og Yogar hafa miðjuna sitt markmið, vömb Aditis merkir kosmíska lótusinn þar sem við öll eigum okkar stað.

8. Förum að versi 39 í öðrum kafla. Sin Krishna lýsir í hvaða hugarástandi Arjuna ætti að hafa verið, og það ástand var að líta niður á alla sýnilegu náttúruna sem málverk með síbreytilegum skuggaformum, málverk sem verður til í ímyndun og verkar vegna lífgefandi ljósgeisla sem streyma frá hinu eina sanna — Atma, andlegri sól heimsins. Hvers vegna ekki að styrkja öll tengsl við sýnilegu náttúruna og hverfa frá öllum tilstandi lífsins? Svar Sri Krishna er karma. Yoga sem frelsar úr böndum karma. Tillaga fræðarans er því, þetta karma Yoga, þó einfalt sé í eðli sínu, heldur manninum óttalausum. Þegar orðið karma Yoga er nefnt, er hægt að rugla því saman við fórnarsiðum sem getið er í óræðum textum Vedas. Fræðarinn var umhugsað um að halda huga Arjuna frá röngum hugmyndum sem spruttu af fáfræði og eigingirni og fordæmdi slíka grimmd í máli. Eins og ég hef sagt, þá er kosmosinn í allri skiptingu sinni, í tjáningu Veda og Krishna bendir Arjuna á að Veda vísar til heimanna í birtingu og hvetur hann til að rísa ofar þeim, í hugarró og hreinleika hjartans. Hann bendir á að Bramhin sem býr yfir visku, finni í henni fullnægju sem yfirskyggi allt það sem þeir leita sem ekki hafa komist undan töfrum hinna þriggja efnissviða.

9. Eftir þessa aðvörun, deilir fræðarinn hugmyndum sínum um Yoga, megin atriðin sem felast í þessari setningu; „skylda þín er að framkvæma, en nær ekki til ávaxta verkanna.“

Yoga er skilgreint af honum sem hugarástand sem er tilbúið til verka, án hugsunar um hverjar afleiðingar þeirra eru. Slíkt hugarástand er kallað Budhi Yoga, sem er langtum framar venjulegu karma. Allir hugandi menn, eins og Sri Krishna segir okkur, að leita skjóls í Budhi Yoga, sem er að sjálfsögðu ekki Yoga þeirra fáfróðu sem vinna fyrir afraksturinn. Allir miklir menn sem hafa náð ströndum Samario, hinu óbreytanlegu ástandi, eru það vegna algjörar afneitunar á ávöxtum karma. Spurningin vaknar um hvernig menn ná stigi þessa Budhi Yoga. Svarið sem gefið er, að aðeins þegar hugurinn er innblásinn af þekkingu á Atma og Anatma og hreinn af móðu fáfræði og blekkingum náms eða hugsanna, byrjar hann að greina hið sanna frá því ósanna, og lætur ekki það lítilvæga sem eru ávextir eigingjarns karma trufla sig. Þegar hugurinn er orðinn vanur því að verða algjörlega ónæmur fyrir jarðneskum gæðum sem fást með karmískum ávöxtum, byrjar hann að dragast að hinni sönnu tilvist og þroska raunverulega fínni andlega sýn. Slíkir eru þeir sem þekkja.

10. Arjuna bað fræðara sinn að segja eitthvað meira um þá menn sem vissu og þekktu, og Sri Krishna hélt áfram „Það eru þeir sem hafa móttekið hið mikilfenglega ljós sem lýsir upp alla hinu jarðnesku hluti, þeir hafa skilið að sjálf þeirra eru verur sem eiga heima í því ljósi, óbreytanlega og eilífa, og hafa þar af leiðandi afneitað öllum löngunum (lítilfjörlegar í þeirra augum) í jarðneska hluti sem leiðir til traustari tengsla milli þeirra og þeirra eigin skuggamyndar sem þeir eru fastir í. Lífsganga þeirra einkennist af algjörri hjartans ró í öllum vindsveipum sársauka eða gleði. Það getur haft áhrif á líkama þeirra, en hugur þeirra heldur ávallt himneskri rósemi. Þeir eru herrar líkama sinna, gefa orku til skynfæra sinna til að vera í sambandi við heiminn og taka sömu orku til baka þegar ekki er þörf fyrir hana. Slíkir eru þeir menn sem vita og þekkja. Þessu stigi geta allir náð, aðeins ef þeir færa alla tilverukrafta sína til hærra sjálfs síns og hugur þeirra stjórna skynjunum sínum algjörlega eftir langa baráttu. Skynjanir verða þrælar hugans, og verða að vera undir stjórn síns rétta herra. „

11. Eftir þessa útskýringu fyrir Arjuna um sérkenni þeirra sem risið hafa upp yfir allar blekkingar, gefur fræðarinn ástæðu fyrir þeirri keðjuverkun fáfræði sem hefur gert mannkynið að svo aumkunarverðum þrælum blekkinganna. Þau tvö vers sem vísa er til, eru svo hnitmiðuð og merkingarfull að þau réttalæta að festast í minni ykkar allra. Rót alls ills liggur í eftirsókn í ánægju, og sífeld hugsun um það reisir múr á milli þess og lífsorku hugsuðarins.
Þegar þessi tilhneiging verður nógu sterk af næringu hugsanna, verður hugsuðurinn stöðugt órólegri við að hafa ekki þessa efnislegu ávexti og hægt og bítandi þróar hann með sér ósk í brjósti sínu. „ Ó, ég vildi geta haft þetta,“ Þessi lági tónn nær með tímanum hærri tóni og þá fær það ákveðnari merkingu „Ég verð að fá þetta“. Sá sem stendur í vegi mínum, mun finna fyrir styrk mínum“. Þetta er fjórði hlekkur í keðjunni, fyrsti hlekkurinn var röng hugsun, slæm tilhneying var annar hlekkurinn, og löngunin (kama) sá þriðji. Reiðin sá fjórði er hið myrka ský sem hylur Akasa ljósið. Þegar þetta ský verður nægilega þykkt, missir maður andlegt minni sitt. Hann trúir ekki á tilveru eftir dauða þessa líkama. Þetta er sjötti hlekkurinn, missi minnis, dimma skýjaþykknisins, eða skortur á aðgreiningu þess sanna og hins falska, á réttu og röngu, góðs og ills, er fimmti hlekkurinn. Missir andlegs minnis leiðir til missis Budhi, hærri vitundar, sviptir hann öllu innsæi og lokar fyrir svo ekki skíma af hærra vitund nær inn í huga hans. Missir Budhi sjöunda stigið. Það þýðir andlegur dauði , maður er á því stigi gangandi lík, eins og mannleg skepna.

12. Þessi mannskepna er er í raun í hörmulegu ástandi. Hún er eins og skip sem öslar hin samsaríska (líf/dauða) sjó, án stýrist eða stöðugleika. Það hrekst fyrir veðri og vindum og fær ekkert skjól. Andstæða þessarar mannskepnu er maður sem hefur agað hugsun sína og upprætt alla illsku. Fyrir honum er hvorki ánægja né sársauki, en hann gerir ráð fyrir að þeir þættir fylgi mannlegum lífsstraumi þegar hann er í efnisbirtingu.
Hinn sanni maður lifir upplýstur og gleðst í himneskum friði, sem ekkert getur truflað. Skilningsvitin eru einungis verkfæri í farteskinu og notar þau eða notar ekki, allt eftir þörfum í sjálfstæði hans. Spurning vaknar um hvað hann er að fást við þegar hann er ekki að nota skilningarvit sín. Sri -Krishna svarar okkur þessu í meðfylgjandi versi:

„Það sem er nótt fyrir öllum verum, heldur Yogi vöku sinni fyrir öllu lægra eðli, og það þegar allir vaka, er nótt fyrir sannri sýn Yogans.“ Að sjálfsögðu er þetta vers ekki tilvísun í dag og nótt efnissviðsins. Þessi dagur og nótt er tilvísun í hugarsviðið. Þið verðið að muna kæru bræður að manas (hugurinn) er hinn mikli orrustuvöllur í þróun mannsins. Við erum menn vegna þess að við búum yfir nokkurri hugarorku, en ekki af því við höfum tiltekið form. Hugurinn er því uppruni ánauðar og frelsis. Öll þróun sálna og allar vígslur sem leiða til hærri leiða verða að byrja og enda hér. Hinu mikla ljósi lokasviðsins er varpað hingað, en það er einnig á þessum velli sem dimmir skuggar blekkinga (Maya) breiða úr sér. Ímyndum okkur hugann sem tvö hálfhvel, annað þeirra undir stjórn og uppljómun andlegs ljóss, en hin helmingurinn undir stjórn blekkingarskugga. En þar sem hugarþroski er mjög mismunandi meðal manna, verðum við að sjá fyrir okkur að hærra hugarhvelið sé ekki virkt. Við skulum hins vegar bera saman tvo dæmigerða menn, venjulegan mann og andlegan mann. Andlegi maðurinn býr í landi hins sanna ljóss, en hin venjulegi maður býr í ljósi blekkinga, þar sem líf hans er í landi hins endurspeglaða ljóss, eða í skugga blekkingar, eins og ég hef kallað það. Ef við ímyndum okkur nú að þetta hugarhvol snúist daglega, til að framkalla fyrirbæri dags og nætur, eða vöku og svefns, muntu sjá að hugardagur yogans er nótt hins venjulega manns, og öfugt. Það sem eru sannindi og raunveruleiki yogans, er algjört svartnætti fyrir hinum venjulega manni, og það sem er raunveruleiki þess síðarnefnda, er fullkomin goðsögn og lýgi fyrir yogann. Eftir að hafa leiðbeint Arjuna um hið sanna líf og skyldu Sankhya-Yoga, segir fræðarinn að lokum.
„ Ó Arjuna, þetta eru Bramha aðstæðurnar,sem náð er með sannleikanum. Ef Yogi heldur því til síðasta dags, mun hann ná inn í Bramha Nirvana.“