Sigurbjörn Svavarsson
Fornleifar.
Ekki hafa fundist mörg skip frá víkingaöld í haugum eða á hafsbotni miðað við fjölda skipa sem til var á þessum tíma. Í Vendel í sænska héraðinu Uppland er staður fornra konungsbústaða, hluti af Uppsala, neti konungsjarða sem ætlað var að afla tekna fyrir sænska konunga. Á árunum 1881 til 1883 komu í ljós nokkrar grafar. í nokkrum þeirra voru í bátum sem voru allt að 9 m að lengd og voru þær ríkulega útbúnar með vopnum (þ.mt fín sverð), hjálmum, perlur, skjöldum og ýmsum verkfærum o.fl. Hjálmarnir úr gröfunum eru mjög líkir hjálmum frá byrjun 7. aldar skipauppgreftinum við Sutton Hoo í Suffolk á Englandi (27 m. skip) með hlífum sem sýna myndir af stríðsmönnum. Síðar (1920) fundist fleirri slíkar grafir í nágrenninu, í Valsgärde, eru frá 6-700 f.e.
Stærri skip hafa fundist í Noregi m.a. Gaukstaðaskipið ,skábyrt, aðallega úr eik. Slíkt skip, að Karfi gerð var notað í stríði, til flutninga og verslunarleiðangra. Skipið er, 23.80 metrar langt og mesta breidd 5.10 metrar.
Það eru 16 áraborð hvoru megin sem mjókkuðu til stafns og stefnis. Það gátu því verið 32 menn undir árum. Kjalborðin fest nærri lárétt á kjölinn. Kjalborðin eru mjórri og aðeins lítillega sveigð til fyrir bolvinduna. Efsta borðin eru talsvert breiðari. Hvert eikarborð er örlítið sveigt á miðju bandi til að yfirdekka borðin neðan og ofanvið um 30 mm í eðlilegri borðaskörun. Hnoðaðir naglar með 180 mm millibili þar sem borðin liggja bein og á um 125 mm bili þar sem borðin sveigjast.
Við bóg mjókka öll borð að stafni (stefni og skut). Hann er höggvinn úr einu bognu eikartré til að móta stafninn þar sem borðin tengjast. Innanborðs var stafninn mótaður V laga svo hægt væri að komast að nöglunum að smíðina og viðgerða. Öll krossbönd höfðu 25 mm sæti þar sem hreyfanlegir dekkhlutar sátu á. Sjókistur (munir áhafna það í) voru staðsettar á dekkinu til setu þegar róið var. Líklega voru þær settar undir dekk á löngum siglingum sem nokkurskonar kjölfesta. Miðhluti kjalarins hefur lítilsháttar boga og ásamt flötu miðskipinu þverskurðinum er lögun skrokksins best fyrir tiltölulega sléttan sjó. Ef siglt var á miklum lens og öldu myndi stjórnhæfnin ekki vera góð, þannig að líklegt er að einhverskonar rifun segla var möguleg við slíkar aðstæður, annars myndi skipið taka sjó inná á sig í miklu mæli við full segl.
Eins og fyrr sagði var skipið 16 rúma, eða 32 róðrapláss og áragötunum var hægt að loka þegar skipið var undir seglum. Skipið gat borið þversegl sem var um 110 m2, og er áætlað að það hafi getað knúið skipið á um 12 hnúta hraða. Mastrið var hægt að fella. Þegar skipið var á grunnu vatni var hægt að hækka stýrið með því að leysa festingar þess. Kolefnismælingar sýna að skipið var byggt úr viði sem felldur var um 890 AD. Það var u.þ.b sem útrás norðmanna var sem mest í Dublin, Írlandi og York, England. Skipið hefur verið í notkun í á dögum Haraldar konungs Hárfagra. Það gat borið 40 manna áhöfn og flutt að hámarki 70 menn og hönnun þess sýndi að skipið var að öllum líkindum gott sjóskip.
Annað skip fannst í haugi, OSEBERG skipið er vel varðveitt skip sem fannst í haugi við Oseberg nærri Tönsberg. Það er, ásamt því sem fannst í hauginum, með því besta sem varðveist hefur frá víkingatímanum. Í skipinu fundust einnig ýmsir munir og tvær beinagrindur af konum. Talið er að skipið hafi verið haugsett um 834 AD, en hlutar þess eru frá því um 800, en skipið sjálft talið vera eldra. Skipið var grafið upp 1904–1905.
Skipið er af Karfa gerð, skábyrt, næstum allt úr eik. Það er 21.58 m langt og 5.10 m mesta breidd, mastrið var um 9–10 m. með um 90 m², segli gat skipið hafa náð um 10 hnúta hraða. Skipið hefur 15 rúm og þar með 30 manns við árar. Annar búnaður var breitt stýri, akkeri úr járni, landgangur og sjóausa. Stefni og skutur voru skreytti með fallegum útskurði.
Eftirgerð skipsins var gerð 2010, Saga Oseberg. Notað var timbur frá Noregi og Danmörk og notuð smíðaaðferð víkingatímans og 2012 var smíðin sjósett nærri Tønsberg. Í mars 2014 fór það í reynsluferð á haf út undir fullum seglum. 10 hnúta hraði náðist og skipið reyndist í alla staði frávært sjóskip, sem sýndi góða hönnun víkingaskipanna.
Aldursgreining á timbrinu í haughúsinu gefur að það hafi verið gert 834. Þó hin hásetta konu sem grafin var með skipinu sé ókunn, hefur þess verið getið til að um sé að ræða Ásu drottningu af ætt Ynglinga, móðir Hálfdáns Svarta og amma Haralds Hárfagra. Nýleg rannsóknir á leifum konunnar gefa til kynna að hún hafi lifað í Öðum í Noregi, eins og Ása drottning gerði. Þessari kenningu hefur hins vegar verið andmælt, og sumir hafa talið að völva hafi verið grafin þar. Fjöldi dýra var einnig grafin í skipinu.
Skuldelev skipin – Danmörku
Skuldelev skipin fimm fundust á hafsbotni við innsiglinguna í Skuldelev, 20 km norður af Hróarskeldu 1962, Skipin er frá 11 öld og eru álitin hafa verið sökkt í hafnarminnið til að koma í veg fyrir innsiglingu óvinaskipa. Saman hafa þessi fimm skip gefið góðar upplýsingar um skipasmíðahefð á seinni hluta vikningatímabilsins.
Viking Ship Museum in Roskilde, hefur endurbyggt þau öll skipin.
Skuldelev 1 var sterkbyggt flutningaskip, líklega knörr, 16 m langt og 4.8 m breitt og hefur haft um1 m djúpristu, áhöfn verið um 6 til 8. Skipið var smíðað í Sogni Noregi um 1030 úr þykkum greni, en hafði verið oft lagfært með eik ( við Oslóarfjörð og linditré í Danmörku. Segl þess hefur verið um 90 m2 en aðeins með 2-4 árar, Skuldelev 1 hefur getað ná allt að 13 hnúta hraða. 60% af upprunalegu skipi varðveittist og hefur verið endur byggt sem ÓTTAR í Roskilde Viking Ship Museum.
Skuldelev 2 var eikarbyggt herskip. Það var langskip, líklega skeið. Um 30 m langt og 3.8 m breitt, og risti um 1 m hámarks áhöfn var um 70-80. Upprunagreining sýnir að skipip var byggt í Dublin um 1042 (sem var þá undir stjórn víkinga). Lögun og stærð seglsins hefur verið um 112 m2, og hefði getað náð 15 hnúta hraða með 60 árarúmum og undir fullu segli. Það er eitt lengsta víkingsskipum sem fundist hafa, en aðeins um 25% af upprunalegu skipi varðveittist. Roskilde Viking Ship Museum smíðaði eftirgerð skipsins Skuldelev 2, sem er þekkt sem Sea Stallion frá Glendalough (á dönsku: Havhingsten). Smíðinni lauk 2004 og tók næstum 40,000 vinnustundir. Sumarið 2007 sigldi skipið til Dublinar og til baka 2008.
The Skuldelev 3 var 14 m langt og 3.3 m breitt flutningaskip, líklega byrðingur. Eikarskip sem gat borið um 4-5 tonn og risti um tæpan metra Skipið var smíðað um 1040, í Danmörku. Áhöfn 5-8 og með um 45 m2 segl, Skuldelev 3 hefur hentað til styttri siglinga og náð um 10 hnúta hraða. Skuldelev 3 var best varðveitta skipið, með um 75% af upprunalegu skipi.
Skuldelev 4 Var álitið sér flak , en síðar kom í ljós að það var hluti Skuldelev 2
Skuldelev 5 var lítið herskip , snekkja. 17.3 m langt og 2.5 m breitt og risti um of 0.6 m með 30. manna áhöfn. Byggt úr mörgum viðartegundum, eik, aski, greni, í kringum 1030 á Hróarskeldu svæðinu og til að getað rist grunnt, með um 46 m2, segl og gat náð 6 og uppí 15 hnúta hraða. 50% af skrokknum varðveittist.
Langskip frá Heiðarbæ
Hedeby, nærri Schleswig á austurströnd Jótlands, var ein umfangmesta höfn á víkingatímanum. Hluti langskips fannst í höfninni 1953. Það var ekki fyrr en 1979-80. sem skipið var tekið upp, Skipið eins og listamaðurinn Sune Villum-Nielsen teiknaði það.
Greining á skipinu leiddi í ljós að það var óvenju langt og mjótt. Mesta lengd var 30.9 m, og mesta breidd 2.7 m og hefur rist um 1.5 m. M.v. lengd var þetta mjósta langskip sem fundist hafði, 11 sinnu breiddin, með um 60 róðapláss og eitt mastur.
Skipið var mjög haglega smíðaða. Borðin voru úr langklofinni eik og sum allt að 10 m löng. Borðbreiddin var 25-37 cm sem þýddi að þau hafa verið unnin úr um eins metra sveru, yfir 10 metra löngu og beinu kvistalausu eikartré borðasamskeyti voru yfirlögð „tungusamskeyti“ – eins og voru yfirleitt á breiðustu borðum víkingaskipa.
Svipuð dæmi um mikla verkkunnáttu var að sjá annarsstaðar í skipinu. Öll borðasamskeyti voru með sama faglegu samskeytunum. Brúnir allra borðanna voru skreytt, bæði innanskips sem utan, jafnvel þar sem ekki sást í þær undir dekki. Í samanburði við önnur langskip sem fundist hafa, var óvenjuleg að járnsaumur skipsins var mun smærri og þéttar lagður. Slíkt var í samræmi við alla gerð skipsins og var hluti og gerði það að verkum að hægt var að nota þynnri borð og skipið varð léttara.
Skrokkgerð Heiðarbæjarskipsins.
Til að styrkja þynnri borð voru bönd höfð þéttar, aðeins 85 cm voru á milli banda og þar að auki voru hálfbönd á milli þeirra, sem styrktu skrokkinn án þess að trufla ræðara. Að öðru leyti var skipið hanna eins og önnur langskip þess tíma.
Skipið hefur verið smíðað um árið 985 og líklega nærri Heiðarbæ. Af þessum miklu gæðum í efni og kostnaði við smíðina, auk þess að hafa slíkan fjölda í áhöfn, má ætla að það hafi verið gert fyrir konung eða jarl. Skipið hefur orðið fyrir sviplegum endi fyrir endingartíma sinn, til þess benda margar kolarnir á mörgum stöðum innanskips með eldfimu efni, eins og það hafi verið sent í logum út í höfnina, kannski til að kveikja í öðrum skipum sem lágu þar.